Heimskringla - 20.12.1944, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.12.1944, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIHSKRINGLA WINNIPEG, 20. DES. 1944 ||cimskritt0la (Stofn ut 1»U) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: • EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 WINNIPEG, 20. DES. 1944 Vopnaburður og Jólahald Jólin, sem innan skamms fara í hönd, eru sjöttu stríðsjólin í óslitinni röð. Getur nú varla hjá því farið, að það sé alvarlegt umhugsuanrefni kristnum mönnum. Þetta yfirstandandi stríð, er eitt hið géigvænlegasta, er sagan getur um, þó engum þeirra sé bót mælandi. Og hvernig fara á að því að samrýma þau jólaboðskapn- um, munu fæstir geta gert nokkra grein fyrir. Það er alment svó skilið, að jólaboðskapurinn og friðarhugsjónin séu natengd, enda hefir það verið boðað heiminum í nærri tvö þúsund ár. Það má auðvitað segja, að þetta sé ekkert nýtt, stríðin hafi verið mann- kyninu óheilla fylgja og það sé hætt að láta sér við það bregða. Þetta er satt. Það mun lengi mega leita, ef finna á eitt einasta ar í allri sögu kristninnar, sem kristnir menn hafi ekki átt í stríði. En það dregur ekkert úr ægileik þeirra nú og ætti því fremur sem stríð eru stórfenglegri og hræðilegri en fyr að blása mönnum því í brjóst, að loknu þessu stríði að binda enda á þau, alls vegna og ekki sízt ef við ætlum að halda áfram að telja okkur kristið fólk. Við höldum jól, friðarhátíð, á hverju ári í minningu um fæðingu þess manns, sem bræðralag manna boðaði í stað stríða. Oss er að vísu efi í huga nú að jólaíhald hafi verið siður kristinna manna einna. Á Norðurlöndum héldu forfeður vorir jól, og meira að segja á fslandi, fyrir kristni. ÍSjálft orðið jól, ætla fróðir menn dregið af einu heiti Óðins, Jólnir). Og hún var þeim fagnaðar- og gleðihátíð, hátíð bræðralags og friðar, eins og hún auðvitað var hjá þeim eftir að þeir tóku kristni, er enn og ætti ávalt að vera. Hugmyndin var of dýrmæt til að gleymast, hvort sem við köllum hana kristna, eða eitthvað annað, sem minst gerir til. En hvernig stendur þá á gleymsku manna að rækja hana ekki betur í verki en gert er? Hér hefir farið eins og um svo margt annað er að velferð og eflingu menningar lýtur, að stór hópur manna fylgir því aðeins af yfirdrepsskap, vegna þess, að það er eyrir úr vasa fáeinna, að létta oki af fjöldanum. Þetta endurspeglast í þjóðlíf- inu langt um betur, en bræðralag og kristindómur og mun hverjum auðsætt vera er á það er minst. Islendingar urðu fyrstir manna til að leggja niður vopnin. Með stofnun atþingis og hvernig þeir tóku við kristni, hugsuðu með öðrum orðum í veraldlegum og andlegum málum sem aðrar þjóðir leiða enn út í stríð, sýndu þeir ótvírætt að þeir trúðu á frelsi og biæðralag. Það útilokaði ekki að vísu, að stundum yrði þröng á þingi. En það bar ótrúlega skjótt ljós merki þess, hvert stefnt var, að stefnt var að því, að ráða ágreiningsmálum sínum til lykta á annan hátt en með vopnum og eins og skynsömum mönnum sæmdi. Ekki verður þeim þó neitað um að ihafa verið víkingar! En þeir voru kappar andlega talað einnig, og eru enn! Það er deilt enn á fslandi, en með pennanum, sem þó oft kunni að verða skeinuhættur mönnum og skoðunum, er annað en stríð. Afstaða þeirra þar, er ólík flestra annara þjóða. Þeim hefir ekki tiltakanlega verið viðbrugðið fyrir trúrækni, en þeir hafa í því máli, sem hér um ræðir, nálega einir þjóða sýnt trú sína í verkinu, eins og Kristur bauð, og hafa í því efni ekki einungis látið bræðr- um sínum hvar sem eru eftir góðan arf, heldur öllum heimi. Nú fara jólin í hönd. Við reynum að muna aðalatriði þeirra og fagna þeim. Börnin eru farin fyrir löngu að hlakka til þeirra. Þau megum við ekki svifta þeim. Þeim heyrir framtíðin til og hugsjónir Ihennar. Við hinir eldri, sem bræðralagshugsjónina höfum sent út á flæðarflaustur, getum iðrast synda vorra, þó seint sé, en í þeirri von samt, að bæta ráð okkar og heita því, að vinna að því að stríð verði ekki framar háð og enginn þurfi að halda jól í skotgröfum. ÍSLENZKT SÖNGKVÖLD Eggert Stefánsson söngvari, sem stáddur er í Winnipeg, efndi til íslenzks söngkvölds s. 1. mið- vikudag. Var söngurinn vel sóttur og vel rómaður af áheyr- endum. Þeir sem ekki vissu, að íslenzkir söngvar einir yrðu sungnir, voru að vísu ekki sem ánægðastir að ekki skildu vera með nokkur útlend lög eftir heimsfrægu tónskáldin. En það stóð aldrei til, að sungið yrði neitt eftir þau. Eggert var aðeins að draga at- hygli íslendinga að því, að þeir ættu eins fagra þjóðsöngva og gamla sálma og aðrar þjóðir. Að sjálfsögðu túlkaði hann þá frá listarinnar sjónarmiði, en fylgdi ekki hvernig sungnir kunna að vera í kirkju. Það er bjargföst skoðun Eggerts, að það þurfi ekki að fara til annara landa, t. d. ítalíu, til að finna eins gott og það sem boðið er þar sem gamlir þjóðsöngvar (aria antic). Slíkt bæri að ósynju vott um minni máttarkend hjá Islending- um, að halda að alt þurfi til er- lendra að sækja. Hann ætti nokkuð að hafa fyrir sér í þessu, eftir að hafa fengist við söng- mentir í nærri aldarfjórðung í þeim löndum, sem þar standa mjög framarlega. Lögin sem Eggert söng voru tiltölulega auðveld fyrir söng- garp, enda voru þau af mýkt og fimi sungin. Á söngkrafta reyndi ef til vill aðeins í Sverrir kon- ungur, með lagi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar enda var það bezti söngur kvöldsins. Annað gott lag var á söngskránni við kvæði Eggerts Ólafssonar: ís- land ögrum skorið. Er lagið nýtt og eftir Sigvalda Kaldalóns; er sagt að það hafi útbreiðst mjög á síðari tímum heima, sé jafnvel farið að syngja það í samkomu- lok, í stað Eldgamla ísafold, enda full von til. Nokkur af lögunum sem sung- in voru, hafa hér ekki áður verið sungin svo sem sálmalögin. Ekki veit maður hvað í þau hefir þótt varið, þó vel hljómuðu hjá söngvaranum, en líklegt er að almenningur þurfi að kynnast þeim betur til að skilja hlutverk þeirra í sögulegri þróun íslenzkr- ar söngmentar. En það var meðal annars það sem fyrir Eggert vakti með hinu íslenzka söngkvöldi. • Einhverntíma áður en Eggert fer héðan hefir hann ákveðið að lesa upp úr hinni góðu bók sinni: Island — fata morgana, eða Is- land hillingalandið. Er sú bók hans óslitinn ástaróður til Is- lands, ágætlega skrifuð og hefir fengið ágæta dóma. Munu marg- ir bíða með óþreyju þess kvölds, sem söngkvöldsins og hvers kvölds, sem kostur gefst á að hlýða á Eggert, hvort sem hann syngur eða les skrif sín. ÁN KJÖLFESTU Eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur Hildur Dalmann smeygði sér hægt og hægt út úr mannþröng- inni, sem þyrptist kringum búð- arborðið, þar sem seldur var glysvarningur til að skreyta með jólatré. Allir þeir, sem hætta sér inn í ösina í Eatonsbúðinni síðdegis á Þorláksmessu, vita vel, á hverju þeir eiga von. Ef einhverjir af þeim, sem ruddust þarna uip í þrönginni, ráku sig á Hildi eða hröktu hana til hliðar, brosti hún og þakkaði sínum sæla, í huganum, fyrir að hún hafði, svona á síðustu stundu, náð í alt, sem hana vanhagaði um, til að skreyta með jólatréð, sem hún ætlaði að lauma inn til Donnu litlu annað kvöld. Og einhver leikföng urðu að fylgja trénu frá Santa gamla. Næst lá þá fyrir henni að kom- ast inn í leikfangadeildina, ef eitthvað fengist þar ennþá af snotrum barnagullum, sem gætu glatt þetta litla, föla og fjör- lausa barn, er sat of hæglátt og hljótt og starði þreyttum augum út í bláinn. Það skar Hildi í hjartað að sjá þessa uppgjöf í barnsandliti. Donna hafði ekk- ert frískast, síðan hún kom heim af sjúkrahúsinu; ef nokkru mun- aði, leit hún ver út. Hildur skoðaði kynstrin öll af leikföngum, en ekkert fann hún, sem henni geðjaðist að, enda var nú sjálfsagt búið að velja úr þeim öll þau fallegustu. Alt í einu kom Hildur auga á nokkrar brúður, sem stóðu brosandi inn í glerskáp. Þær voru fallegar og ósjálfrátt brosti Hildur til þeirra. Hún keypti þá sem henni þótti fríðust, Ijóshærða, bláeygða, með löngum augnáhárum og augum sem lokuðust þegar hún var lögð út af. Hún gat setið og staðið, og hvíti kjóllinn hennar var úr fínasta híalíni. Ef nokk- uð gat látið Donnu brosa, þá var það þessi brúða, sem var svo brosmild og ljúf á svip. Og Hild- ur ætlaði sjálfri sér þá jólagjöf, að sjá aftur gleðileiftur í augum Donnu litlu og bros á vörum hennar. Alt í einu var gripið þýðlega í handlegginn á henni og Þorgerð- ur Hólm heilsaði henni brosandi og sagði: “Eg hélt að þú værir ein af forsjálu meyjunum og keyptir ekkert á síðustu stundu.” “Eg vissi ekki fyr en í dag að mig vanhagaði um þetta smá- ræði, sem eg var að kaupa hér”, svaraði Hildur. “Ef þú ert búin að verzla, þá skulum við komast út úr þessari ös og þú kemur svo heim með mér fyrir kvöldmat.” “Þakka þér fyrir Þorgerður, en því miður hef eg ekki tíma til þess núna. Það er orðið fram- orðið og eg þarf að koma við í kjötmarkaði til að kaupa fugl til jólanna og svo verð eg að ná í jólatré einhversstaðar og koma því heim.” “Það nær þá ekki lengra,” svaraði Þorgerður, “en við get- um þó orðið samferða nokkurn spöl af leiðinni. Þú ert líklega Hildur að hugsa um gömlu mennina, sem búa í sama húsi og þú leigir í. Ætlar þú að hafa jólatréssamkomu eða einhvers- konar glaðning fyrir þá?” Hildur hló við, um leið og hún svaraði: “Nei, nei, eg lofa nú gömlu körlunum að vera í friði og eg er ekkert að tylla mér á tá framan í þá, eg er ennþá hreinferðug og heiðarleg piparmey í hugsunum, orðum og gjörðum, enda eiga gömlu mennirnir skyldmenni og vini, sem hugsa um þá núna á jólunum. En það er fátæk, ein- mana og ráðalaus kona með 2 ung börn þarna í húsinu og mað- ur hennar er í stríðinu. Þessi litla fjölskylda er mér áhyggju- efni fyrir margra hluta sakir. Börnin eru bæði iheilsuveil. Bob er að vísu ekki veikur en lítur illa út, litla stúlkan, Donna, hef- ir legið veik og er nú fyrir nokkru síðan komin heim af spítalanum og eg er hrædd um hana. Móðir þeirra virðist ekki vera fær um að mæta kringum- stæðunum. Lffið sýnist vera henni ofurefli vesalingnum.” “Já svona kringumstæður sverfa nú að,” sagði Þorgerður hægt, “þegar þar við bætist svo óvissan og óttinn, um aifdrif 'manns hennar, sem fylgir þess- ari konu að öllum líkindum eins og skugginn hennar, þá þarf hún nú að hafa breitt bak til að bera þetta alt með jafnaðargeði.” “Eg hefi enga reynslu til að dæma um þessi mál, en —” Hildur þagnaði í miðri setningu. “Það getur sjálfsagt enginn, að óreyndu, ímyndað sér hvers konar sýnir bera stundum fyrir innri augu hermanns konunnar, hverskonar spurningar ólga í huga hennar og hverskonar 'hljómar hringja í eyrum hennar. Eg dáist að því, hvað þessar kon- ur eru kjarkmiklar og þolgóðar. Þær eru furðu fáar, þegar á alt er litið, sem láta kringumstæð- urnar yfirbuga sig, missa fót- festuna og gefast upp, eða reyna að leggja á flótta frá sjálfum sér. Við getum eitt gjört, til að hjálpa þessari aumingja konu, Hildur.” “Eg hefi verið að reyna að vera henni hjálpleg, eg hef að minsta kosti oft litið til með börnunum, til að gefa henni frístundir til að fara út og létta sér upp. Eg ef- ast nú samt um að það hafi orðið henni hjálp,” sagði Hildur þur- lega. “Fær hún reglulega meðgjöf- ina frá stjórninni fyrir sig og börnin?” “Það er alt í góðu lagi,” svar- aði Hildur, “auk þess fær hún hluta af kaupi manns síns, sem er að vísu engin stór upphæð, því hann er óbreyttur hermað- ur.” “Með ráðdeild og mikilli spar- semi er hægt að komast af með þetta, en börnin þurfa mikils með, þar gætum við létt undir með henni að einhverju leyti. Ef hún er voðalega niðurbeygð og kjarklítil þá reyndu að styðja hana með því að tala kjark í hana.” “Það hefi eg nú verið að reyna stundum, en eg hefi ef til vill ekki skilið til fulls ástandið. Þú ert svo skilningsgóð á þessum sviðum,” svaraði Hildur dræmt. Þorgerður leit snögglega til Hildar um leið og hún sagði, og lagði áherzlu á orðin: “Eg skil að minsta kosti hug- leysið Hildur.” “Einmitt það Þorgerður! Eg vildi óska að fleiri væru þung- lega þjáðir af samskonar hug- leysi og gengur að þér.” “Eg var svo ung og óþroskuð, þegar fyrra stríðið skall á og nú í þessu yfirstandandi stríði, finn eg það æði oft, að hugleysið Ihefir ekki elzt alveg af mér,” sagði Þorgerður. “Hefir þú fengið fregnir af syni þínum nýlega?” spurði Hildur. “Já, Sæmundi leið vel og hann var hress í huga í síðasta bréf- inu, sem hann skrifaði mér,” sagði Þorgerður og brosti glað- lega til Hildar. “Altaf er Þorgerður söm við sig, æðrulaus og fátöluð um sína hagi,” Ihugsaði Hildur, en upp- hátt sagði hún: “Eg vona að þetta stríð fari að taka enda og Sæmundur verði kominn heim til þín um næstu jól.” “Það vona eg nú líka. Vonin er kjölfestan okkar núna, á meðan við eigum von, erum við ekki alslaus. Það má enginn tapa trúnni á lífið, missa trúnaðar- traustið til guðs og góðra manna. Við getum ekki horft vonglöð- um augum út í heljarmyrkur þessara tryldu tíma, en við meg- um ekki»láta okkur sortna svo fyrir augum, að við sjáum ekki, að ennþá lýsa mönnunum hin björtu blys mannvits og mann- kærleika, göfugmensku og hug- prýði. Á þau blys mæna augu framtíðar vonanna. Við, sem göngum núna óstyrkum fótum og völtum á rústum hruninna mannfélags halla, ættum að reyna að hækka og stækka við Ihverja raun og vaxa að viti og skilningi á hinum sönnu verð- mætum lífsins. Jörðin grær sára sinna, síðar meir og frá gröfum miljónanna leggur ilm af grænu grasi. Eg lifi í voninni um það, að frá hugSunum og gjörðum þeirra lifandi leggi líka, með tíð og tíma, gróðrarilm um manniheima.” Þorgerður stansaði snögglega og sagði: “Eg gleymdi mér alveg, hugs- aði eg upphátt. Við erum komnar að vegamótunum. Úr því þú hef- ir ekki tíma til að koma heim með mér núna, þá þætti mér vænt um ef þú vildi koma ann- aðkvöld. Eg held ennþá fast við gamla íslenzka siðintt, að hafa heitt hangikjöt á borðum á jóla- nóttina. Eg er ein og þú værir að gera góðverk með því að eyða með mér kvöldinu.” “Mig langar ákaflega mikið til að koma yfir til þín Þorgerð- ur, ef jólaleikurinn minn gengur að óskum, þá get eg komið. Ef alt fer á annan veg, en eg ætla, þá verð eg bundin heima og verð í slæmu skapi, vantrúuð á mann- kostinn og mannvitið, tortrygg- in gagnvart bróðurástinni og missi líklega —í svipinn, trúna á undramátt jólaihátíðarinnar til að sveigja hugi mannanna inn á hærri svið.” “Hvaða ósköp liggur þessi leikur þér þungt á hjarta. Þú mátt ekki taka það of nærri þér, þótt einhver smá mistök hendi sig í fiðluleik.” “Þessi leikur er sérstæður og vegur þungt á metaskálunum í huga mér.” “Hvaða leikur er þetta? Eft- , ir hvern er hann?” j “Mig,” sagði Hildur og hló hálf kímnislega. “Hvað er þetta! Þú farin að semja leikrit! Eg hafði enga hugmynd um að þú fengist við þesslháttar. Mig skal ekki undra þótt mér fyndist þú vera annars hugar í samtalinu áðan. Þú hefir verið í skáldaþönkum,” sagði Þorgerður glaðlega. “Já, og það er nú auma á- standið. Það er ekki tekið út með sældinni að vera skáld.” “Mig dauðlangar til að sjá leikinn. Ef þú lofar mér að koma, þá skal eg dáðst að leikn- um, höfundinum og leikstjóran- um.” “Leikurinn er saminn fyrir tvo leikendur og einn áhorfanda; fleiri fá ekki aðgang. Hann á í því sammerkt við alla jólaleiki og jólasögur, að honum er ætlað að leika á strengi tilfinninganna. Ef þessi eini áhorfandi verður ekki hrifinn af efni leiksins, þá er öll mín andlega áreynsla unn- in fyrir gýg, leikurinn dauða- dæmdur og eg með sem leikrita- höfundur.” “Jæja góða. Þú ert eitthvað að hjálpa þessari hermanns fjöl- skyldu grunar mig. Gangi þér alt að óskum annað kvöld og eg vona að þú getir komið til mín á jólanóttina.” Þær kvöddust og hvor um sig hélt heimleiðis. ★ Síðdegis á aðfangadaginn var Hildur í óða önn að skreyta lítið jólatré inni í herbergi sínu, sem hafði verið stássstofan á dugg- arabandsárum þessa gamla húss. Stofan var viðkunnanleg og rúm- góð, jafnvel þótt hún hefði verið minkuð með því að afþilja bað- herbergi og eldhús, sem voru nu í rauninni aðeins skápar. En Hildur kunni vel við sig í þessari “íbúð” og hún var út af fvrir sig og frjáls að lifa lífi sínu eins og henni sýndist. Hildur litaðist um í stofunni og henni fanst að þetta iheimili sitt brosa við sér, og alt í einu varð þessi óákveðna tilfinning, sem hafði verið að ó- náða hana í allan dag, að ákveð- inni spurningu í huga hennar. Hafði hún nokkurn rétt til þess að ryðjast inn á heimili annarar konu og láta sig varða einkamál hennar? Hafa mennirnir ekki rétt til að styðja þá sem veikari eru á svellinu? Hún varð að reyna að kippa í lag þessu heim- ilishaldi, vegna þess fyrst og fremst að hún var að nokkru leyti ábyrgðarfull. Hún hafði vorkent konunni og hvatt hana til að fara út og lyfta sér upp. Ju hún varð að reyna þetta jólatil- hald, sem hún hafði verið að undirbúa. “Vogun vinnur °é vogun tapar.” Tréð var nú alskreytt marg' litum jólabjöllum, glitstrengj' um, paradísarfuglum, englum og jólastjörnum. Að síðustu vafð> hún streng, með marglitum raf' ljósum, um greinarnar og herú á skrúfunni á fætinum. aði hún að lauma inn til Donn litlu í rökkrinu. Brúðan v£ vafin í hvítum silkipappír 0 sleði handa Bob ásamt hlýr prjónapeysu inni í baðherberí inu. Fötin hans voru snjáð 0 hálf götótt, svo honum ko> peysan vel í kuldanum. Inni fataskápnum hennar hékk rau‘ ur kjóll, sem hún hafði sauma Donnu úr hlýjum ullardúk; hú átti ekkert nema tötral'egar 0 skjóllitlar bómullardulur utan sig. Á borðinu lá efni í kjól, se> hún hafði ætlað Mrs. Robinso1 en nú efaðist Hildur um að hú gæti fengið sig til að gefa henr jólagjöf. 1 fyrrakvöld hafði hú fengið svo mikla óbeit á henn þegar hún, fyrir hendiní 'heyrði, að Mrs. Robinson var a hugsa um að fara út, til a skemta sér, en láta börnin verð eftir ein heima á jólanóttin2 Þessi ístöðulausi einfeldning11 sýndist ekki fær um að athu£ það, að þessi lausunga lýður, seíl hún var farin að flækjast mei var á góðum vegi með að lei® hana á glapstigu. Aftur svall Hildi móður, Þe^ ar hún hugsaði um samtalið símann. Hún hafði heyrt hver orð, sem konan sagði, því símrl11 var í forstofunni framan vl< dyrnar á stofu hennar. Raddla! og háir ruddalegir hlátrar, PeS er var að tala við hana gáfu ri kynna hvaða tegund af marl11 hann var. Af svörum konu1111 ar gat hún ráðið í, að hann nafr aðist að því, sem gamaldaa, kreddum, að hún hikaði við a fara út frá börnunum á jólan0 ina. Samt hálf lofaði hún Þ* nú á endanum og sagði: “Já, 0 ^ mundi nú líta inn til þeirra, hún verður heima.” Þegar Hildur heyrði að það v3 ráðið á milli þeirra, að hún gellfj börnunum í móður stað, ",j hún því fyrir sér að hún S^-T Mrs. Robinson það erfitt að gefa Bob og Donnu. Ekki v til neins að tala við hana. ** mundi óðara byrja að gráta barma sér, skamma stjórniu3 fólkið heima fyrir, sem efc^ hugsaði um konur og börn h

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.