Heimskringla - 14.02.1945, Page 4

Heimskringla - 14.02.1945, Page 4
V 4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 1945 Í^cimskringlíi (StofnuB 1S8S) Kemur út ó hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PKESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. ' Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD._________ öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON UtanEDlTO RHEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 1945 Þjóðræknisþingið Það hefir ekki verið mikið um íslenzkar samkomur í þessum bæ, það sem áf er þessu ári. Skemtanalífið hefir legið í dái. Undir lok þessa mánaðar, er öhætt að lofa breytingu á þessu. Þá er komið að þeim tíma, sem Þjóðræknisþingið er vanalega haldið, sem deyfðinni og drunganum léttir af mönnum. 1 þetta sinn hefst þingið 26. febrúar. Það stendur að venju yfir í þrjá daga. Lofar þar margt, nú sem fyr, góðri skemtun. Af undirbúningi þess að dæma, verður það í þetta sinn hátíð allra hátíða Islendinga, eins óg það hefir verið s. 1. 25 ár. Fyrirkomulag þingsins mun verða hið sama og áður. Fundir fara fram að deginum, en samkomur að kvöldi. Dagskrá þingsins hefir ekki enn verið birt, en að því má ganga sem vísu, að verk- efnin verði ærin og mörg þeirra hin mikilvægustu, sem hver þjóðrækinn íslendingur ætti að láta sig mikið varða. Þau lúta að sjálfsögðu að því hverng við fáum mestu til leiðar komið í þágu viðhalds íslenzkrar tungu og annara íslenzkra erfða og snerta því hvern sannan íslending. Fyrsta kvöldið heldur Þjóðræknisfélag yngri manna (Ice- landic Canadian Club) samkomu. Verður ræðumaður þar séra Theoódór Sigurðsson. Söng og fiðluspili er einnig lofað. Sam- komur þessar hafa að jafnaði verið fjölbreyttar og skemtilegar. Annað kvöldið (27. feb.) verður hið mikla Frónsmót. Fer það fram í Fyrstu lútersku kirkju að öðru leyti en dansinum. Ræðu- maður á mótinu verður dr. Helgi Briem, aðalræðismaður íslands í New York. Lofar það góðu um skemtun á samkomunni, því dr. Helgi er fræðimaður góður og bráðskemtilegur bæði í viðmóti og á ræðupalli. Hann er hér kunnur aðeins fyrir ritstörf sín og mun marga nú fýsa að kynnast honum. Hann stóð fyrir hátíða- höldunum í New York á s. 1. hausti, í sambandi við heimsókn forseta Islands, og minnast þeir er þar voru viðstaddir héðan, hinnar lipru og ágætu stjórnar dr. Briems í því sambandi. Verður hann íslendingum hér kærkominn gestur og bjóðum við sem hátíðáhöldin ágleymanlegu í New York sóttum, hann sérstaklega velkominn og iþökkum fyrir síðast. / Þriðja og síðasta kvöldið (28. feb.) heldur dr. R. Beck fyrir- lestur um ferð siína til Islands á s. 1. sumri. Að heyra sagt frá hverju fór fram á hátíðinni 17. júní af manni, sem héðan var þar viðstaddur, þorum vér að segja, að margir hlakka til. Auk þessa hefir stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins von um að geta sýnt mjög fróðlega og skemtilega mynd frá íslandi, sem áður hefir verið getið í þessu blaði. Að viðbættri þeirri skemtun sem að því fylgir fyrir íslendinga, að finnast, lofar alt skemtilegu þingi. Vér viljum hvetja hverr íslending sem á þess nokkurn kost, að sækja þingið. Það gerir menn að betri íslendingum, að koma þangað. LÆKMNGA MIÐSTÖÐ FYRIR WINNIPEG OG MANITOBA Það er nokkuð síðan að fram- sýnir áhugamenn í Winnipeg og Manitoba fóru að finna til þpss, að sjúkramálum bæjarins og fylkisins væri mjög ábótavant, ekki aðeins til þess að mæta þörfum yfirstandandi tíðar í þeim efnum, heldur einkum til þess, að mæta vaxandi kröfum framtíðarinnar í sambandi við heilbrigðismálin og hinar hrað- fara framfarir læknisfræðinnar. Með þetta fyrir augum bund- ust nokkrir menn samtökum undir forustu Dr. P. H. T. Thor- lákssonar, sem var bæði lif, sál og driffjöður í þessu máli, til frekari framkvæmda. 1 tvö og hálft ár fóru fáar sagnir af athöfnum Dr. Thor- lákssonar og félaga ihans sem voru fáir í byrjun, og lenti því verkið mest á Dr. Thorlákssyni sjálfum, en á föstudagskveldið 2. febr. s. 1. boðaði Dr. Thorláks- son og félagar hans til fundar, réttara væri þó að segja bauð hann og félagar hans á annað hundrað mönnum og konum, frá Winnipeg og nokkrum mönnum utanbæjar sem mál þessi létu sig varða til að hlusta á skýrslu og hugmyndir forustumanna máls- ins. Fundurinn var haldinn í þing- húsi fylkisins og fundarstjóri var Dr. Thorláksson, sem einnig er formaður ráðgjafanefndar þessa máls sem nú er orðin stór og á- hrifamikil. 1 ávarpi sínu til fundargestanna mintist Dr. Thorláksson dálítið á sögu máls- ins og kom þá brátt í ljós, að málið var komið út úr deyfðinni og þokunni út í glaðbjartann dag og búið að fá á sig ákveðna mynd og hreinan svip. Þegar að fundarmenn komu í fundarsal- inn var þeim fengin í hendur skrá þar sem sagt var frá við- fangsefni fundarins og frá nöfn- um þeirra manna sem þátt tækju í þeim. Fyrsta umtalsefnið var þessi spurning: “What is the Medical Center Plan?” (Hvað er meint með hinni fyrinhöguðu lækn- inga miðstöð?). Fyrri parti iþeirrar spurningar svaraði Dr. Bruce Chown, sérfræðingur í barnasjúkdómum, við barna- sjúkrahúsið í Winnipeg á þessa leið: Spursmálið sem hér er um að ræða, er eitt hið þýðingarmesta sem vér höfum haft með hönd- um, svo þýðingarmikið er það, að nema því að eins að það nái fram að ganga er engin von til þess, að við hér í Winnipeg, Manitöba og Vesturlandinu get- um notið til fulls framlþróunar þeirrar er læknisfræðin hefir tekið, er að taka og mun taka. Eins og stendur, er hjúkrunar- stofnunum vorum dreift út um allan bæ og kröftunum skift. Tæki þeirra ekki eins fullkomin og þyrfti að vera. Þegar um vandasama og torráða sjúkdóma er að ræða, og kalla þarf sér- fræðinga, þá eru þeir oft svo bundnir að eftir þeim þarf að bíða, oft í margar klukkustund- ir, sem er ekki aðeins óþægilegt heldur getur blátt áfram verið skaðlegt, og úr þessu er ekki hægt að bæta á neinn hátt, ann- an en þann; að sameina kraftana sem við eigum yfir að ráða. Færa hjúkrunanhúsin og heilbrigðis- málin saman á einn stað. Mynda lækninga paiðstöð þar sem kraft- ar vorir geti notið sín óskiftir, þar sem þau fullkomnustu tæki sem þekt eru geta verið almenn- ingi til afnota og þar sem unt sé að veita þá fullkomnustu kenslu í læknis og hjúkrunarfræði sem völ er á. “Það er ekki til þess ætlast, samkvæmt þessari hugmynd,” sagði Dr. Chown, “að þessi lækn- inga miðstöð verði til afnota fyr- ir sjúklinga alment utan Winni- peg-borgar og bygða þeirra er næst Winnipeg liggja, nema þeg- ar um sérstök sjúkdómstilfelli er að ræða, sem krefjast meðferðar er annarstaðar er ekki tök á að veita”. Hann kvað aðal áherzl- una vera, að búa svo læknaefnin og hjúkrunarkonurnar úr garði að þau væru fullfær til að ann- ast öll vanaleg sjúkdómstilfelli ií heimasveitum fólks þar sem sjúkrahússvist væri væntanleg með fulltingi og aðstoð fylkis- stjórnarinnar. Síðari Ihluta spurningarinnar: “What is the Medical Center Plan?” svaraði prófessor M. S. Osborn, kennari ,í byggingafræði (achitecture) við háskóla Mani- toba-fylkis. Eftir að lýsa afstöðu sinni til málsins og biðja því gæfu og gengis sýndi hann og skýrði uppdrátt af hinni vænt- anlegu lækningamiðstöð sem sýndi hvernig að hann og for- stöðunefndin hefði hugsað sér fyrirkomulag og húsaskipun miðstöðvarinnar. Hann gat þess að sjálfsagðast þætti að reisa þessa miðstöð þar sem lækna- skólinn og hið almenna sjúkra- hús nú stæði og væri hugmynd- in að þær tvær stofnanir yrðu partar í miðstöðinni þegar hún kæmist upp. Svo sýndi hann aðrar byggingar í suður og aust- ur frá þeim tveimur. Var þeim prýðilega fyrir komið og mynd- uðu ekki aðeins smekklega heild, heldur verða sannarleg bæjar- prýði. Prófessor Osborn sagði að hug- myndin væri, að kaupa alt land og þau hús sem á því væru suður að Notre Dame Ave., austur að Sherbrook stræti, norður að William Ave. að sunnan og s>vo langt vestur frá Emily stræti sem með þyrfti fyrir miðstöðina. Hann benti á, að þar eð umferð á Notre Dame avenue og jafnvel á Sherbrook stræti og enda á William avenue, sem að öllum líkindum mundi aukast, gæti komið til þess að raska ró þeirri sem æskilegt væri að hvíldi á- valt yfir slíkum stað, þá hefði verið áformað að planta skógar- bletti eitt hundrað fet á breidd, meðfram Notre Dame avenue að norðan, meðfram Sherbrook stræti að vestan, og William avenue að sunnan og eins langt vestur og þörf krafðist. Þannig er hugmyndin að innilykja þessa lækningar miðstöð Winnipeg, Manitoba og ’ vesturfylkjanna trjálund, eða trjáveggjum, að minsta kosti á þrjár hliðar. Innan þessa trjálundar verða: 1. Læknáfræðideild Manitoba háskólans. 2. Hið almenna sjúkarhús Winnipeg borgar. 3. Barnaspítali Winnipeg-bæjar. 4. Spítali fyrir krabbaveikt fólk og rannsóknarstofu í sambandi við iþá ægilegu veiki. 5. Miðstöðvar spítali fyrir tæringarveikt fólk. 6. Spítali fyrir fólk í afturbata, (rólfært fólk). 7. Spítali fyrir andlega bilað fólk, geðveikra hæli. 8. Heilbrigðismála rann- sóknarstofur Manitoba-fylkis. Auk þess sem nú er talið, er vonast eftir, að stofnanir þær sem hér á eftir eru nefndar. hafni sig einnig innan trjáveggj- anna í lækningamiðstöðinni áð- ur langt um líður: 1. St. Joseph’s spítalinn. 2. Fæðingarstofnun, annaðhvort í sambandi við al- menna sjúrkahúsið eða sérstök stofnun. 3. Tauga- og sálar- fræðisstofnun. 4. Heilbrigðis- deild Winnipeg-bæjar, í samfé- lagi við Barna hospítalið. 5. Sérstök deild til athugunar í samibandi við börn og unglinga sem eru á batavegi. Deild sú á að standa í sambandi við barna- spítalann. 6. Spítali fyrir fólk með smitandi veiki. 7. Rann- sóknarstofur miðstöðvarinnar. 8. Stofnun til heilla mannfélags- málum (Social Welfare Unit). 9. Shriner’s spítalinn fyrir kryppluð börn. Það er vert að taka fram, að þó að áformað sé að færa stofnan- irnar sem nefndar hafa verið saman í sameiginlega miðstöð, iþá er ekki meiningin að þær séu allar undir einni yfirstjórn, held- ur að þær haldi áfram undir samslags yfirráðum og þær eru nú, og að hver og ein þeirra hafi | sína sjúklinga eins og áður var. | en eigi allar aðgang að þeirri fullkomnustu þekking sem völ er á og þeim fullkomnustu tækj- um sem þekt eru í hvaða grein iheilsu og læknisfræðinnar sem um er að ræða. Annað spursmálið sem rætt var á þessum fundi var 1 hvaða sambandi stendur þessi fyrir- hugaða miðstöð við læknisfræði- lega kenslu og læknisfræðilegar rannsóknir? Spurning þessari svöruðu þeir H. P. Armes, forseti Manitöba- háskólans og Dr. A. I. Mathiers. Dean læknafræðisdeildar Mani- toba háskólans. Sýndi háskóla- forsetinn fram á hversu áhrifa auðugt slíkt spor sem það, er hér væri um að ræða væri fyrir háskólann sjálfann, og það ekki aðeins frá læknisfræðilegu sjón- armiði, heldur líka alment talað. Dr. Mathers flutti mjög ítar- legt erindi og sýndi skýrt fram á hina víðtæku þýðing er stofnun slíkrar miðstöðvar sem hér væri um að ræða hlyti að hafa í för með sér. En hann lagði sérstaka ■ áherzlu á nyt- semi hennar í sambandi við kenslu og undirbúning lækna. Tók hann fram að eitt höfuð- skilyrði þeirrar kenslu, væri að hún færi fram í fullu samræmi við hinar fullkomnustu vísinda- legar rannsóknir, ef læknar sem útskrifuðust, ættu að geta full- nægt kröfum samtíðar sinnar — að tækjum og kringumstæðum til þess, var ábótavant eins og stæði, og að úr því yrði ekki bætt, nema máð einihug og sam- tökum, slíkum sem þeim er hér væri um að ræða, en með þeim fengnum, mætti ekki aðeins bæta úr því sem ábótavant væri nú, heldur hefja kensluna í læknisfræðinni á það stig, að hana væri hvergi fullkomnari að fá. Þriðja og síðasta spursmálið sem rætt var á þessum fundi hljóðaði þannig: “Hvaða hag hef- ir fólk yfirleitt af þessari hug- mynd?” Spurningunni svöruðu þeir D. G. McKenzie fyrrum ráðherra opinberra verka í Manitoba og héraðsdómari J. M. George frá Morden, Man. Bentu báðir ræðu- mennirnir á hin margvíslegu hlunnindi sem fólk yfirleitt yrði aðnjótandi frá slíkri stofnun, en sérstaklega væri það þó eitt, sem slík stofnun veitti almenningi, og hver einasti maður þíáði og það væri full vissa um það, að ef að alvarleg sjúkdómshætta vofði yfir þeim, eða þeirra að þá ættu þeir kost á að njóta þeirrar full- komnustu læknishjálpar sem læknavísindin þektu. Eg hefi nú leitast við að skýra frá þessu máli eins og það hefir komið mér fyrir augu og eyru — leitast við að draga fram þessa djörfu, víðtæku og stórkostlegu hugmynd eins skýrt og föng eru á, og vona eg að það hafi tekist svo, að lesendur geti fyllilega áttað sig á henni. En eg get ekki skilið svo við þetta mál, að minn- ast ekki á þá afburða for- ustu sem málið hefir notið. Þegar að Dr. P. H. T. Thorláks- son tók við þessu máli fyrir tveimur og hálfu ári síðan, var það formlaus draumsjón í hug- um og á tilfinning fleiri eða færri manna og kvenna utn að eitthvað þyrfti endilega að gera í þessu efni, en það var Dr. Thorláksson sem leiddi það út úr þokunni og gaf því fast form —] hreina mynd — mynd svo djarfa og stórslegna, að líka hennar er hvergi að finna í Canada, og ekki Iheldur í Bandaríkjunum, með sama fyrirkomulagi. Hann gerði meira en gefa þessu máli mynd og form. Hann hefir afl- að því fylgis líka. 1 þessi tvö og hálft ár sem hann Ihefir haft forustu máls þessa með höndum hefir hann eytt þremur kvöldum í víku í 130 vikur, til þess að tala við fólk um málið og fá menn og konur, félög og stjórnir til að leggja því lið og auk þess ritað bréf til einstaklinga og fé- laga, sem hann sjálfur veit ekki Ihvað eru mörg, því til fulltingis, og nú þegar mál þetta er lagt fyrir almenning þá er það eng- inn smávægis liðsafli sem fylgir því úr hlaði. Hér er sýnishorn: University of Manitoba, The Faculty of Medicine University of Manitoba, Winnipeg General Ho9pital, Ghildren’s Hospital of Winnipeg, Shriner’s Hospital for Crippled Ohildren, Department of Health and Public Welfare — Province of Manitoba, Manitoba Sanatorium Board, Cancer Relief and Research Institute, St. Boni- face Hospital, Department of Health Winnipeg, Federated Budget Board, Winnipeg Foun- dation, Winnipeg Suburban Municipal Association, The Un- ion of Manitoba Municipalities, Manitoba Federation of Agri- culture, Women’s Organization, Winnipeg Board of Trade, both sections, Oouncil of the City of Winnipeg, Associated Service Clubs of Manitoba, Manitoba Hospital Service Association, Manitoba Hospital Association, Manitoba Medical Association, Winnipeg Medical Association, Manitoba Pool Elevators, Mani- toba Teaaher’s Federation. Auk stofnana þeirra og félaga sem nú er getið, er fjöldi ein- staklinga í Winnipeg og víðs- vegar út um Manitoba-fvlki, auk margra af embættisbræðrum Dr. Thorláksson sem máli þessu eru Ihlyntir. Eg segi ekki að Dr. Thorláks- son hafi leyst alt þetta feykilega verk af hendi einn, því það hefir hann sjálfsagt ekki gert, heldur notið góðrar aðstoðar á ýmsum sviðum. En hann hefir að minni hyggju gert mest af því sjálfur, 'og beint því braut að því tak- marki sem það hefir nú náð, og það er að kunna vel til verks, og ívera landsins hnoss. Jón J. Bíldfell ÞANKABROT Eftir Rannveigu Schmidt Við bíð^pm öll með óþreyju eftir fralsisdegi undirokjuðu 1 þjóðanna og.þá sérstaklega syst- ’ uhþjóðanna á Norðurlöndum. En | stundum dettur okkur í hug: hvaða fréttir fáum við af kunn- | ingjum og vinum í þessum lönd- !um, þegar lausnarstundin kem- I ur? Getur það -hugsast, að ein- hverjir þeirra hafi gengið óvin- inum á hönd? Hafi aðhylst kenningar Hitlers, annaðhvort vegna þess, að þeir trúðu á “nýja skipulagið”, voru drotnunar- gjarnir, eða voru svo veikgeðja, að þeir sviku land sitt og þjóð, til þess að halda þægindum lífs- ins. . . Við höfum þegar heyrt um suma. Okkur blöskraði, þegar það fréttist hingað, að gamall kunn- ingi væri einn af stjórnarmeð- limum Quislings hins norska. Þetta er glæsilegur heimsmaður. skemtilegur, kunni frá mörgu að segja og dansaði vel. Fréttin kom okkur ekki algerlega á ó- vörum, því okkur var kunnugt, að hann mat altaf sína eigin vel- líðan umfram alt. Nú eru ætt- ingjar þessa manns hér í álfu, ágætisfólk, í öngum sínum yfú* því hvað fyrir honum liggur, þegar Norðmenn reka Nazista af ihöndum sér, og föðurlandssvik- ararnir fá sín makleg málagjöld- Eða danska stúlkan, er við þektum þegar hún var barn og nú er gift einum aðalforkólfi Nazista í Danmörku. . . Það snart okkur að fá þá fregn, því okkur þótti vænt um litlu telpuna ljós- hærðu fyrir tuttugu árum síðan. Og tveir danskir rithöfundar, sem við þektum, annar þeirra mikill bindindisfrömuður í Dan- mörku og hinn, sem við dáðumst að, já um eitt skeið þótti hann mestur allra danskra leikrita- skálda, en nú þverneita sumir leikarar Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn að leika í leik- ritum hans, því hann er með húð og hári í klóm Nazista. Hvernig er hægt að skilja það, að gáfaðir menn með fagrar hugsjónir geti gefið sig djöflinum á vald “fyrir eina brauðhleif. . . En hvað vitum við, mannanna börn, hvert um annað? Við höf- um ekki orðið fyrir freistingun- um, sem þessir menn hafa haft. Eitthvað hefir það verið í lund- arfari þessa fólks, sem hefir freistað því til föðurlandssvik- anna . . . og sumir eru fæddir Nazistar. Ameríski rithöfund- urinn Dorothy Thompson skrif- aði grein á árunum, þar sem hún sagðist leggja í vana sinn, þegar hún væri í samkvæmum, að at- 'huga fólk og tína úr þá, er til- hneigingu hefðu í Nazi-áttina. Maðurinn sem talar með fyrir- litningu um alt og alla, þykist vita alt betur en aðrir, hefir sér- staka ánægju af að gera gis að þeim, sem lítilsigldir eru og hæg- látir, hann er sá, sem mynd: ganga Nazistum á hönd ef hon- um gæfist færi á, sagði frú Thompson. Hún hvatti lesendur sína til að athuga þetta á manna- mótum. Við höfum öll hitt þess- konar fólk, en aldrei myndi þa® þó vilja kannast við að vera Nazistar. Við höfum heyrt, að Nazistar finnist á Islandi. Kona hér sagði okkur á dögunum, að hermaður einn, amerískur, sem dvalið hef- ir á Islandi í tvö ár, hefði sagt sér, að það úi og grúi af þesskon- ar fólki á Islandi, fólki sem dáist að Hitler og yfirgangi og grinad Þjóðverja. Við giskum nú á, að þessi piltur hafi misskilið land- ann heldur svaðalega, og við vonum, að þessi skoðun ríki ekki meðal margra Bandaríkjaher- manna þar heima . . . það myndi verða Islandi til óbætanleg'’ skaða, ef sú trú festi rætur 1 Bandaríkjunum, að lslendingaf dáist að Nazistum. . . Okkur dettur í hug danska greifafrúin, sem við sáum aHs' staðar þar sem eitthvað var um að vera í Kaupmannahöfn og allir gerðu gis að á árunum, þeg' ar hún tók sér ferð á hendur til Hollywood í þeim erindum —- því er hún sagði blöðunum — a^ afhenda einni filmstjörnunu’ pakka. Þetta var ljót kerlingi sem klæddi sig eins og sautján ára blómarós, talaði hátt * mannamótum og gerði altaf sitt ítrasta, til þess að láta sem mest á sér bera . . . já, sú kona er að sjálfsögðu altaf á bandi þeirra> sem valdið hafa og að hún held' ur stórveizlur fyrir þýzka hef' foringja í Kaupmannalhöfn, h°f' ir án efa engum komið á óvörum . . . en að kona, sem við þekkj' um í Oslo, og alin er upp a frjálslyndu heimili. þar, skanahi' ar landa sína roknaskömm11111 með miklum ofsalátum fyrir, a^ þeir ekki vilja aðhyllast NaZ!' kenninguna, það var hvumlel® fregn fyrir okkur. Já, við getum ekki að Þv’ i gert, að við erum hálfhrœdd vl

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.