Heimskringla - 14.02.1945, Síða 6
6. SIÐA
WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 1945
HEIMSKRINGLA
Hver einasta af lagsstúkum hennar hafði
l'átið taka dýrar myndir af sér til að gefa í skift-
um fyrir aðrar myndir. Hún vissi að þær
mundu gefa henni gjatfir, hvort sem' hún gæti
endurgoldið þær eða ekki. Elenóru þótti vænt
um þessar stúlkur og drengi, og verða að játa
að hún gæti ekki þegið myndirnir þeirra. var
varra en hún gat hugsað til að bera. Sérhvert
þeirra mundu gefa öllum hinum fallega gjöf.
Hún vissi að þau mundu ekki setja hana hjá.
Auk þess var það gömul venja að þeir sem út-
skrifuðust settu á stofn mikilhæfa skemtun,
ágóðanum átti svo að verja til að kaupa mynda-
styttu í hinn fallega forsal skólans. Elenóra
átti að taka mikinn þátt í skemtiskránni, og var
nú að æfa sig fyrir þetta. Kjólinn sem hún
þurfti við það tækifæri og aðrar nauðsynjar,
varð hún að borga sjálf. Henni hafði venð sagt
að hún skyldi vera í grænum kjól, en hvar átti
hún að fá hann?
Hver einasta stúlka í bekknum hennar átti
að fá þrjá nýja kjóla, til að vera í við hátíða-
höld burtfararprófsins. Einn þeirra var ein-
faldur.fyrir þá athöfn er prófskírteinunum væri
útbýtt, og mjög fallegur kjóll til að vera í á
dansleiknum. Elenóra hugsaði til hinna síðustu
þriggja ára og furðaði sig á hvernig hún hefði
getað eytt svona miklu fé án þess að halda
reikning yfir tekjur ög útgjöld. Hún gat ekki
skilið i hvað þeir hefðu farið. Nú vissi hún
ekkert hvað hún ætti ag gera.; Hún hugsaði
hvað hún ætti að gera með ljósmyndirnar, og
komst loks að heppilegri úrlausn á því máli.
Hún hugsaði lengi um gjafirnar. Hún þurfti tíu
reglulega fallegar gjafir, og komst loks á þá
akoðun að hún gæti ráðið fram úr þeim vanda.
Svo kom græni kjöllinn. Birtan á leikpallinum
mundi verða mjög dauf, því að sýningin átti að
vera skógarsýn. Jú hún gat séð fram úr því. En
þrír kjólarnir hinir urðu að fara veg allrar ver-
aldar hvað hana snerti. Við guðsþjónustuna
gat hún einlhvernveginn komist af í einföldum
kjól, og reyna sitt besta hvað búninginn snerti
daginn sem hún útskrifaðist. Þeim búning gæti
hún svo breytt og verið í honum á dansleiknum.
En hvar gat hún fengið þessa tvo kjóla?
Eina sem henni datt í hug var að selja af
safninu sínu, það gat hún fengið peninga fyrir,
og fullgera það svo í júní. En hún vissi að það
mundi samt ekki duga. Hún hafði aldrei fundið
neitt, sem hana vanihagaði um af fiðrildum í
júní, og ef hún notaði nú það fé, sem hún þurtfti
næsta ár vissi hún að hún mundi áreiðanlega
verða að hætta námi á mentaskólanum. Ef hún
ekki eyddi þeim peningum, þá var eina ráð
hennar að kenna í eitt ár í barnaskólaAam. Starf
ihennar á því sviði hafði verið svo þakksamlega
þegið, að Elenóra var viss um, að með þeirn
meðmælum, sem hún gat fengið frá skólastjóra
og kennurum, fengi hún strax stöðuna.
Hún óskaði samt helst að halda strax áfram
námi sínu eins og hinar stúlkurnar mundu gera.
Gæti hún komist yfir fyrsta árið mundu hin
árin verða auðveldari. En fyrsta árið varð hún
að hjálpa sér sjálf. 1 stað þess að selja safnið
sitt varð hún að fara og finna gula keisara-
púpu og leggja sig nú meira fram en nokkuru
sinni fyr. Hún mátti til að finna hana. Og
hún mátti einnig til að fá kjólana. Hún hugsaði
um að lána hjá Sinton en hætti við það. Hún
hugsaði um Fuglakonuna, en fann að ihún gat
ekki rætt þetta mál við hana. Hún hugsaði
um al'lskonar leiðir, sem henni gat til hugar
komið að fara til að ná fé. En hún vissi að með
leiknum, funda og nefndarfundahöldum, æfing-
um og lokaprófinu, mundi hún tæplega ihatfa
tíma til að borða, hvað þá að vinna fyrir pen-
ingum, auk þess sem myndirnar og gjafirnar
mundu taka af tíma hennar.
Elenóra var nú enniþá einu sinni komin í
stökustu vandræði, er virtust verri en nokkur,
sem hún hafði áður reynt.
Það var dimt þegar hún stóð upp og hélt
heimleiðis.
“Mamma, eg þarf að segja þér dálítið, sem
er hreint ekkert hressandi. Eg hefi eytt öllum
peningunum mínum.”
“Hélstu þá að þeir mundu vara eilíflega?
Eg hefi verið alveg stein hissa á því að þeir
entust svona lengi, eins og þú hefir borist á í
klæðaburði og sóað á allan hátt.”
“Eg held ekki að eg háfi eytt neinum
peningum að óþörfu,” svaraði Elenóra. “Fötin
mín hafa kostað eins lítið og mögulegt var, ætti
eg að vera nokkurnvegin sómasamilega búin.
En nú er eg gjalöþrota. Eg hélt að eg hefði
meira en 50 dali eftir, nóg til að borga öll mín
útgjöld við burtfararprófin, en þeir í bankanum
segja, að eg eigi ekkert eftir.”
“Samkvæmt minni skoðun ættir þú nú að
taka bækurnar og fara með þær heim og hætta
nú,” sagði Mrs. Komstock. “Þú getur ekki verið
klædd eins og hinar stúlkurnar. Hirtu aldrei
um þessháttar hégóma. Vertu bara hérna heima
og vertu ekki með tvo síðustu dagana. Þú lærir
ekki svo mikið á þeim tíma að það geri nokkuð
til né frá.”
“Eg get ekki farið þar að ráðum þínum,”
sagði Elenóra örvæntingarfull. “Eg hefi barist
| svo lengi. Að hætta nú mundi skemma svo
mikið. Þeir mundu ekki. láta mig fá prófskír-
teinið mitt.”
“Og hvaða mUn gerði það svo sem? Þú
hefir fengið þekkinguna í kollinn á þér. Eg
mundi ekki hirða hót um þann blaðsnepil. Hann
er algerlega þýðingarlaus.”
“Egn eg hefi unnið í fjögur ár til að fá þetta
vottorð, og eg get ekki byrjað á — eg á við, eg
þarf að hafa það til að fá kennarastöðu. Geti
eg ekki sýnt prófvottorðið, mun fólk halda að eg
hafi ekki tekið próf vegna þess, að eg væri of
heimsk til að standast það. Eg verð að taka
prófið.”
“Jæja, taktu það þá!” svaraði Mis. Kom-
stock.
14. Kap. — Mrs. Komstock heyrir Elenóru
leika á fiðlu föður síns.
Elenóra fór upp í herbergið sitt og kom
ekki ofan þá um kvöldið. Móðir hennar áleit að
hún sæti þar með ólund.
“Eg hefi hugsað um þetta í alla nótt,” sagði
unga stúlkan er þær settust að morgunverði, og
eg get ekki séð neina aðra leið en að lána pen-
inga hjá Wesley fræn,da og borga honum aftur
í með þeim peningum', ssm Fuglakonan skuldar
mér þegar safnið mitt er fullgert. En það þýðir
það, að eg get ekki — að eg verð að byrja að
kenna í vetur, ef eg get fengið vinnu við barna-
skólann í bænum eða skóla úti í sveit.”
“Þú getur bara reynt að fara að rella um
peninga við Wesley Sinton!” hrópaði Mrs. Kom-
stock. “Þú færð alls ekki leyfi til þess.”
“Eg sé engin önnur ráð og peningana verð
eg að fá.”
“Hættu á skólanum, segi eg.”
“Eg get ekki hætt. Eg hefi nú farið of
langt.”
“Jæja, láttu mig þá leggja til fötin, og þú
getur svo borgað mér þau atftur.”
“En þú sagðist enga peninga hafa.”
“Eg get kannske fengið þá lánaða í bank-
anum. Svo getur þú borgað þá þegar Fugla-
konan borgar þér.”
“Já, svoleiðis getum við haft það,” svaraði
Elenóra. Eg þarf ekki nein dýrindis föt. Það
verður heitt og eg get gengið berhöfðuð.”
Svo fór hún atf stað á skólann, en var svo
þreytt og niðurbeygð að hún gat tæplega
dregist úr sporunum. 1 fjögur ár hafði hún
ráðgert og nú var sú ráðagerð alt í einu að
engu orðin. Hún var sannfærð um að ef hún
byrjaði ekki á mentaskólanum þá um haustið,
mundi hún aldrei inn í hann koma.
Nú liðu dagarnir svo fljótt að hún hafði
varla tíma til að hugsa, en móðir hennar fór
margar ferðir til bæjarins, og þessvegna þóttist
Elenóra viss um, að hún mundi dyggilega efna
loforð sín. Hún lagði hart á sig til að ná góðu
fullnaðarprófi, og að leysa hlutverk sitt af
hendi í leiknum, sem þau æfðu, eins vel og
frekast var unt. Hún hafði dvalið hjá Fugla-
konunni í tvo daga í þessum tilgangi.
Oft hafði Margrét spurt um hvaða kjóla
hún ætlaði að hafa við veizluhöldin, og Elenóra
hafði svarað að þeir væru hjá konu í bænum,
sem hefði saumað fyrir hana hvítan kjól árið
áður, er hún hafði verið í við veizluhöld síðasta
árs. Hennar hlutverk hatfði þá verið að vísa
gestum til sætis, því að þá átti hún bara eitt
ár eftir í skólanum. Hún sagði að nýju kjól-
arnir yrðu fallegir. Margrét, Wesley og Billy
brutu heilann um hvaða gjafir þau ættu að
gefa henni. Margrét vildi gefa henni kjól.
Sinton sagði að fólk mundi þá álíta að hún
væri svo fátæk, að hún gæti ekki keypt sér þá
sjálf. Eina náðið væri að kaupa henni einhverja
fallega gjöf sem fæstir aðrir mundu fá.
Það var nærri í lok skólaársins að þau óku
til bæjarins til að ljúka þessu vandamáli.
Þau vissu að Mrs.. Komstock hafði verið ein
dögum saman, og því buðu þau henni að koma
með sér.
Er þau gengu íbúðirnar og leituðu eftir
hlut til að gefa Elenóru, mættu þau Mr. Brown-
lee. Þau stönsuðu til að heilsa honum.
“Eg sé að drengurinn þinn er að verða
myndarlegur,” sagði Mr. Brownlee.
“Já, eg vil ekki láta neinn dreng neinstaðar
skara fram úr Billy,” svaraði Sinton.
“Og þú leyfir víst engri stúlku að skara
fram úr Elenóru,” svaraði Mr. Brownlee. “Hún
kemur oft heim með Ellen og okkur hjónunum
þykir mjög vænt um hana. Ellen segir að hún
leiki hlutverkið sitt í kvöld alveg framúrskar-
andi vel. Það er bezta hlutverkið í leiknum.
Þú hefir auðvitað komið til bæjarins til að sjá
það. Hefir þú ekki þegar fengið þér aðgöngu-
miða, er þér bezt að gera það nú, því salur
miðskólans tekur aðeins 1000 álhorfendur.”
“Já, auðvitað,” svaraði Sinton, sem ekkert
hafði heyrt um þetta fyrri. Hann flýtti sér til
Margrétar og sagði: “Það á að sýna leik í mið-
skólanum í kvöld, og Elenóra leikur þar. Því
h:fir hún ekki sagt okkur neitt frá því?”
“Það veit eg ekki, en þangað vil eg fara,”
svaraði Margrét.”
“Eg fer líka,” sagði Billy.
“Og þá eg,” sagði Wesley, “nema að þú
haldir að hún hatfi einhverjar ástæður til að
vilja ekki að við séum þar. Mér finst hún
mundi hafa sagt okkur frá þessu hefði hún
viljað að við kæmum. Eg skal spyrja mömmu
Ihennar um þetta.”
“Já, þrssvegna hefir hún verið hérna inni
í bænum um tíma. Þetta er uppáfynding gerð
til að bekkurinn hennar geti fengið peninga
til að kaupa einihverja vitleysu til að setja upp
í skólanum, svo að fólk muni eftir þeim. Eg
veit ekki hvort þetta á að gerast núna eða
næstu viku,, en þetta á að verða, svo miikið veit
_ _. )»
“Það er núna í kvöld,” sagði Wesley, “og
við skulum fara þangað. Eg kaupi aðgöngu-
miðana og við verðum að flýta okkur, annars
komum við of seint. Það eru merkt sæti, en þau
höfum við ekki, svo við. verðum að fara upp á
svalirnar, en mér er sama bara eg fái að sjá
Elenóru.”
“En ef hún skyldi nú leika á fiðluna?”
hvíslaði Margrét.
“Þei Það getur vel komið til mála.”
“Já, hún hefir nú verið í hljómsveitinni í
þrjú ár, og hefir lagt hart að sér.”
“Það er alt annað. Hún leik á fiðlu í hlut-
verkinu sínu í kvöld, það sagði Brownlee mér.
Komdu nú fljótt! Við skulum aka þangað, binda
hestana eins nálægt og hægt er.”
Margrét kom með honum, en hún gat ekki
losnað við hræðsluna, sem hafði gripið hana.
Er þau komu nálægt skólanum, batt Wes-
ley hestana, og Billy stökk niður til að hjálpa
Margrétu, en Mrs. Komstock sat kyr.
“Komdu nú Kathrine,” sagði Wesley og
rétti út hendina.
“Ekki fer eg með ykkur,” sagði Mrs. Kom-
stock og hagræddi sér í sessunum.
Öll grátbáðu hana að koma, en árangurs-
laust. Mrs. Komstock varð ekki hvikað um
hársbreidd, svo yfirgáfu þau hana.
Þau fengu sæti nálægt dyrunum, þar sem
þau gátu séð nógu vel. Um stund lék hljóm-
sveitin en Elenóra var þar ekki.
Þarna úti á hinu hlýja sumarkvöldi sat
þrálynd og hrygg kona og reyndi að réttlæta
beiskjuna, sem hún ól í sál sinni. Hún varð æ
því órólegri sem lengur leið. Hún hallaði sér
aftur á bak í sætinu og reyndi að hætta að
hugsa, og jafnvel að loka eyrunum fyrir hljóm-
unum, sem bárust út til hennar frá einspili
fyrstu fiðlunnar í hljómflokkinum. Mrs. Kom-
stock stóðst þetta eins lengi og hún gat, svo
þoldi hún ekki lengur mátið, klifraði ofan úr
vagninum og gekk hratt niður strætið.
Hún vissi ekki hve lengi hún gekk eða hve
langt, en alt var hljótt nema rödd hér og þar er
hún kom aftur. Hún stóð þarna og horfði á
bygginguna. Hægt gekk hún inn um aðal-
dyrnar og inn á flötinn fyrir framan bygging-
una og horfði á gangstigana. Elenóra hafði
verið þarna í næstum fjögur ár.
Er Mrs. Komstock kom að dyrunum gekk
hún loks inn í húsið.
Inngangur veizlusalsins var troðfullur af
fólki, og margir stóðu úti í forsalnum. Er fólk
tók eftir háu konunni fölleitu með hvíta hárið,
hörfaði það ósjálfrátt frá, svo að Mrs. Komstock
gat séð leiksviðið. Tjaldið var fallið og ekkert
að sjá. Er hún sneri sér til að fara kom veikt
hljóð eins og andvari, svo lágt að allir lutu
átfram til að hlusta, en þetta dreifðist yfir allán
fólksfjöldann. Það var ekki gott að segja hvað-
an það kom eða hvað það var. I næstu andrá
sneri fólk augum sínum að gluggunum, því
þetta var eins og vindþytur og lét nýútsprungin
blöðin bærast. Rétt eins og andvari í loftinu.
Svo lyftist tjaldið fljótt. Leiksviðið var
eftirmynd atf yndislegum bletti úti í skóginum,
þar sem tré og blóm uxu og mjúkur mosi þakti
jörðina. Veikur andvari bærðist og dagurinn
var að renna upp. Alt í einu hóf skógariþröstur
söng sinn, lerkurinn tók undir, og svo byrjuðu
margar gullbringur að taka undir þennan sam-
söng. Ljósið varð nú sterkara. Daggardrop-
arnir titruðu, blómaanganin náði fram til á~
heyrendanna. Hægur andvari bærði greinarn-
ar og hani gól einlhverstaðar, svo skalf alt leik-
sviðið af fuglakvaki og öðrum hljóðum, sem
heyrast út í hinni frjálsu náttúru. Þessar radd-
ir dóu út smátt og smátt, og þýtt og hrífandi lag
tók að svella og svífa út yfir salinn. Uppi á
leiksviðinu féllu smátt og smátt, gras, mosi og
lauf. Alt þetta heyrðist eins og veikur andvari,
og greinilegar og greinilegar sást móta fyrir
yndislegri stúlku, klæddri grænum búningi,
sem féll um hana í víðum fellingum. Hún lék
þannig, sem aðeins einkennilegar tilviljanir
og kringumstæður geta gert mönnum mögu-
legt að leika og aðeins fáeinum dauðlegum er
auðið að ná.
Við dyrnar stóð náföl kona, sem stóðst
þetta eins lengi og henni var auðið, en nú féll
Ihún í ómegin. Nokkrir menn er nálægt stóðu
báru hana niður ganginn að grosbrunni, sem
þar var. Þar gátu þeir brátt vakið hana til
meðvitundar, og svo fylgdu þeir henni út að
vagninum, sem hún sagði þeim að hún hefði
komið í og hvar væri að finna. En stúlkan lék
áfram á fiðluna og vissi ekkert um þetta.
Þetta var á föstudagskvöld. Elenóra kom
héim á lau_gardagsmorgun og fór að vinna störf
sín. Mrs. Komstock spurði hana ekki um neitt.
og unga stúlkan sagði henni bara, að þefta
hefði verið fjölmenn skemtun, og nægilegt fé
hefði fengist til að bekkurinn gæti borgað fyrir
myndastyttuna, sem þau höfðu ákveðið að
kaupa. Svo spurði hún um kjólana sína, og
móðir hennar sagði að þeir yrðu tilbúnir nægi-
lega snemma. Fuglakonan hafði boðið henni
að vera hjá sér í bænum, svo að hún gæti verið
við guðsþjónustuna og hátíðahöldin þegar próf-
skírteinunum væri útbýtt. Það voru svo margar
æfingar að það var ákveðið að hún dveldi þar
unz öllu væri lokið. Ef móðir hennar vildi vera
viðstödd, þá gat hún fengið far með Sintons
hjónunum.
Elenóra beið eftir Wesley, sem ætlaði að
flytja hana til bæjarins. Er hún hafði baðað
sig, og stóð frammi fyr.ir móður sinni alveg
klædd nema í utanyfirkjólinn, sagði hún: “Jæja,
hvar er þá kjóllinn, mamma?”
“Mrs. Komstock var ennþá fölari er hún
svaraði: “Hann liggur inn á rúminu mínu. —
Sæktu hann sjálf.”
Elenóra opnaði hurðina og gekk inn í
9vefnherbergi móður sinnar, án nokkurs uggs
eða áhyggju. Hún hraðaði sér yfir að rúminu
og fann þar, nýþveginn og strauðaðan hvíta
kjólinn, sem hún hafði gengið í sumarið áður.
Einhverstaðar þarna inni hlaut að vera
fallegur, nýr kjóll úr þunnu efni. Elenóra
hneig ofan á kistuna, því að hún var of óstyrk
til að standa á fótunium. Ilnnan tveggja
stunda varð hún að vera komin í kirkjuna í
OnabaSha. Að síðustu opnaði hún hurðina.
“Eg get ekki fundið kjólinn minn,” sagði
hún.
“Þar sem ekki er nema einn þarna inni,
mundi eg halda að það væri auðvelt.”
“Er það ætlan þín að eg verði í þessum
gamla og margþvegna kjól í kveld?”
“Það er góður kjóll. Það finst hvergi
mokkurstaðar gat á honum. Það er alls engin
ástæða fyrir því, að þú skulir ekki vera í hon-
um.”
“Engin önnur ástæða en sú, að eg vil það
ekki,” sagði Elenóra. “Hefir þú ekki heldur út-
vegað mér kjól fyrir síðasta hátíðisdaginn?”
“Ef þú óhreinkar þennan, þá er ætíð hægt að
þvo hann.” /
Nú heyrðist rödd Sintons fyrir utan dyrn-
ar. i
“Eg kem strax,” sagði Elenóra.
Hún hljóp upp á loft og kom aftur etftir
ótrúlega stutta stund í baðmullarkjól, sem hún
var vön að hafa í skólanum. Með hörku- og
kuldalegum svip gekk hún fram hjá móður
sinni og út í vagninn. Hálfum tíma síðar komu
þau Margrét og Billy til-að sækja Mrs. Kom-
stock, því hún ætlaði að aka með þeim til bæj-
arins. Þegar hún heyrði hljóminn af röddum
þeirra, varð hún gripin af óljósum ótta við það
að hún yrði alein, svo að hún setti á sig hatt-
inn, læsti húsinu og fór með þeim. Wesley stóð
og beið fyrir utan hina stóru kirkju og gætti
hestanna. Er þær stóðu og horfðu á fólk, sem
gekk inn í kirkjuna fór Mrs. Komstock að líðn
mjög illa, án þess þó að húm vissi hvernig á því
stæði. Er þær komu inn, þar sem ljósin loguðu
skært, og þær sáu blómaskrúðið, og hinn mikla
skara prúðbúins fólks, þá leið henni ekki neitt
betur. Hún heyrði Bargrétu og Billy hvíslast
á um þær athafnir, sem þarna fóru fram.
“Fyrsti stóllinn þarna í fyrstu röðinni er
stóll Elenóru,” sagði Billy sigri hrósandi. “Af
því að hún hefir fengið hæðstu einkunn í bekkn-
um sínum og þessvegna er það hún, sem verður
að ganga fyrst allra upp á pallinn.”
Fyrsti stóllin! Hin fyrsta í röðinni! Mrs.
Komstock varð forviða. Henni fanst hún vera
alveg veik. Hvað hafði hún gert? Hvernig
mundi fara fyrir Elenóru? \
15. Kap. — Fuglakonan hjálpar Elenóru.
Þegar Elenóra ók til bæjarins, svaraði hún
aðeins eins atkvæðis orðum spurningum Wes-
leys. Hélt hann því að hún væri taugaóstyrk,
eða að hún væri með sjálfri sér að rifja upp
ræðuna, sem hún ætti að halda, og vildi þvt
ekki tala neitt. Hvað eftir annað var unga
stúlkan að því komin að segja honum raunir
sínar, en hún vissi að strax og hún byrjaði a
því færi hún að gráta. Fuglakonan opnaði fyrir
Ihenni hurðina, en gat varla trúað 9Ínum eigirt
augum.