Heimskringla - 14.02.1945, Side 7
WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 1945
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
dánarminning
Snjólaug Jónína Kernested
Þess var getið í “Hkr.” fyrir
nokkru síðan, að dáið Ihefði við
The Narrows merkiskonan -Snjó-
laug Jóniína Kernested. Hún dó
að heimili sínu 27. des. s. 1.
Snjólaug var fædd á Ytra-
^jalli í Suður-Þingeyjarsýslu 31.
marz 1865 og var því tæpra 80
ara. Foreldrar hennar voru
Jónas Jakobson og María Sveins-
dóttir.
Eftir að hún fór frá foreldrum
sínum dvaldi hún á ýmsum stöð-
um í heima héraði; mikið hjá
þeim hjónum Sigurði og Krist-
björgu á Yzta-Felli, þar til hún
fluttist vestur um háf með ung-
an son sinn, Baldvin að nafni,
árið 1900 og fór þá til bróður
síns, Jakobs, fyrrum bóndi við
Langruth, nú dáinn.
/ En fyrst á árinu 1906 fór hún
fyrir ráðskonu til Páls bónda
Kernested við The Narrows, sem
þá var ekkjumaður með 7 börn
og giftist honum 1907. Þau eign-
uðust eina dóttir, Katrín að
nafni, sem er skólakennari. En
stjúpbörn hennar eru þessi: —
Karl, póstmeistari við Oakview,
Man.; Gústaf, dáinn; Þorbjörg,
Mrs. W. Riches, Ghicago; Þórdís,
Mrs. Thorwardson, Winnipeg;
Vilhelm, býr í Ashern, Man.;
Lennet, dáinn, og Jóhannes,
bóndi á föðurleyfð og sem hún
dvaldi hjá eftir að hún misti
mann sinn, sem dó 1932.
Þeim . sem þektu Snjólaugu
hsitina gat verið það íhugunar-
efni, að jafn hæglát og hún var,
hvað áhrifavald hennar var til
þeirra sem kyntust, geðprýði og
eðallyndi hennar. Það getð.i
hana svo vissa til þeirra að þeir
gátu lagt sinn eigin trúnað í
hennar skaut, með þeirri fullu
vissu um að honum væri þar
tryggur staður fundinn, því hún
lét vankanta annara vera sér ó-
viðkomandi, en örvaði til þroska
það góða í fari hvers eins, sem
með henni voru eða kyntust
ihenni, með sinni geðprýði sem
var skapandi kraftur þess trausts
og virðingar sem henni bar og
hún naut.
Það var rétt og vel sagt af
presti þeim sem flutti kveðju-
orðin: “Að það væri vandi að
vera rétt móðir, en þó væri það
enn meiri vandi að vera stjúp-
móðir.”
En stjúpbörnin veittu henni
þá aðbúð og virðing sem góðum
börnum sæmir að sýna góðri eig-
inmóður. Hún og þau skildu
hvort annað og kunnu að meta
að verðleikum.
Það var samvinná huga og
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
Reykjavík_____
A ISLANDI
Björn Guðmundsson, Reynimel 52
1CANADA
Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson
Arnes, Man........................Sumarliði J. Kárdal
Arborg, Man...........................G. O. Einarsson
Baldur, Man.....................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville, Man........................B.töm Þórðarson
Relmont, Man..............................G. J. Oleson
Brown, Man......................... Thorst. J. Gíslason
Cypress River, Man...................Guðm. Sveinsson
E>afoe, Sask................. O. O. Magnússon
Ebor, Man...........................K. J. Abrahamson
EPfros, Sask..................Mrs. J. H. Goodmundson
Eriksdale, Man.......................-L.Ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask..................... Rósm. Árnason
Foam Lake, Sask.........................Rósm. Árnason
Gimli, Man...............»..............K. Kjemested
Geysir, Man...........................Tím. Böðvarsson
Glenboro, Man.............................G. J. Oleson
Hayland, Man........................ Sig. B. Helgason
Hecla, Man...........................Jóhann K. Johnson
Hnausa, Man...........................Gestur S. Vídal
fnnisfail, Alta...............................Ófeigur Sigurðsson
Kandahar, Sask........................—Ö. O. Magnússon
Keewatin, Ont.„......................Bjarni Sveinssor,
Langruth, Man..........................Böðvar Jónsson
Leslie, Sask....*...................Th. Guðmundsson
Lundar, Man...............................E>. J. Líndal
Markerville, Alta.................. Ófeigur Sigurðsson
Mozart, Sask............................
Narrows, Man..............................S. Sigfússon
Oak Point, Man.......................Mrs. L. S. Taylor
Oakview, Man...._........;................S. Sigfússon
Otto, Man.......................... Hjörtur Josephson
Pineý, Man..—............................-S. V. Eyford
Red Deer, Alta......................Ófeigur Sigurðsson
Riverton, Man.........................Einar A. Johnson
Reykjavík, Man...._...................Ingim. Ólafsson
Selkirk, Man._1____________________- Mrs. J. E. Erickson
Silver Bay, Man.........................Hallur Hallson
Sinolair, Man......................K. J. Abrahamson
Steep Rock, Man..........................Fred Snædail
Stony Hill, Man___________________-__Hjörtur Josephson
Tantallon.’sask..........................Árni S. Árnason
Thornhill, Man........................Thorst. J. Gíslason
Víðir, Man........................... Aug. Einarsson
Vancóuver, B. C.....................Mrs. Anna Harvey
Wapah, Man............................Ingim. Ólafsson
Winnipegosis, Man............................S. Oliver
Wynyard, Sask................... O. O. Magnússon
Bantry, N. Dak._
t bandarikjunum
E. J. Breiðfjörð
Rellingham, Wash.............Mrs. John W. Johnson
Hlaine, WaSh................:...Magnús Thordarson
Hrafton, N. Dak................
Wawhoe, Minn...................Miss C. V. Dalmann
"Rlton, N. Dak........—..............S. Goodman
Minneota, Minn.................Miss C. V. Dalmann
Mountain, N. Dak___________________C. Indriðason
National City, Calif..John S. Laxdal, 736 E. 24th St.
°int Roberts, Wash................Asta Norman
beattle, 7 Wash___J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W.
uPham, N. Dak......................E. J. Breiðfjörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
Myndin hér að ofan sýnir nokkur frakknesk börn, er elta
flugliðsforingja er gefur þeim tóninn á belg-hljóðpipu,
skömmu eftir að heimabær barnanna hafði verið endurheimt-
ur úr klóm Þjóðverja.
handar sem trygði skilning
baggja.
Hún var dugnaðar og mesta
myndar kona í öllum verkum
sínum, enda þurfti hún á því að
halda á þeirra mannmarga og
gestrisna heimili. En það var
náttúrugjöf hennar að vera bú-
kona og eðallynduð húsmóðir.
Ásamt þeim sterka viljakrafti
sem hún tamdi sér að iðka til að
ná sínum góða tilgangi, sem hún
setti sér að ná í hugsun og verk-
um sínum.
Hún hefði getað sagt — á sína
vísu — á æfikvaldi sínu, eins og
hershöfðinginn mikli sagði forð-
um: “Kom — sá — sigraði”, því
hún sigraði alla lífsbaráttu með
geðprýði sinni og eðallyndi.
Hún naut ekki menta í æsku
írekar en margir aðrir jafnaldrar
hennar. En var þó bókhneigð.
Hún var jarðsungin af séra
H. E. Johnson, 29. des. s. 1. að við-
stöddu fjölmenni. S.
I Ð J U M E N N
Eftir F. H. Berg
Hafið þið að því huga leitt,
hvernig síðar muni breytt
athöfnum á öllum sviðum
eftir liðin nokkur ár —?
Enniþá þyrlast ægibleikur
yfir jörðu vígareykur;
logi hár við himin leikur,
hníga þjóðum sollin tár.
Þó munu blóðug svöðusár
gróa, þegar Fróða-friður
fellir striíð og hatur niður;
þagga stunur þerrar brár.
Þá er ykkar upp að byggja
og til nýrra dáða að hyggja.
Enginn má á liði liggja — .
Læknis hönd á sénhver stétt —.
Ekkert skal til síðu sett.
Völund hvern til verka kveður,
vitund sú, er slóðir treður,
leggur vegi, veggi hleður;
vígir hugsun nýrri list,
svo að Island, sem er yzt,
verði hringstöð vits og vilja.
Verði brúin megin hylja —
þeirra er lönd og lýði skilja;
laði tækni í nýja vist.
Láti á skjöldu rúnir rist
sem í framtíð firri grandi
frelsi og vit í þessu landi,
finni gull í svörtum sandi,
seiði orku úr fossi og hver,
þá mun íslands iðjuher,
út um ganda, flúðir, sker.
Vita sína láta lýsa,
ijómann yfir jöklum nísa.
Bræðraþjóðum brautir vísa —,
bezta orðstír geta sér.
—Tímarit Iðnaðarmanna.
“Fvrst til og frábært”
TOMATO
Byrjuðum að selja það útsæði fyriri
nokkrum árum, selst nú betur en |
aðrar tegundir, vegna gæða bæði til ]
heimaræktunar og söluræktunar, á
hverju vori, alstaðar í Canada. Allir
er kaupa, segja “Fyrst til og frá-
bært” Tomato útsæði reynist vei:;
Stórar, fallegar, fastar í sér, fyrirtak í
til flutninga, fljótastar allra til aðj
spretta. Kjarnalausar, hárauðar, af-'
bragðs keimgóðar. Engin vanvaxta,!
skellótt, sprungin, hrukkótt, oft tíu
ávextir á stöng. Forkunnar frjósamt ]
útsæði. (Pk. 15<í) (oz. 75tf) (1/4 pd. ]
S2.50) pósífritt.
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
sýningarmunir hafa verið búnir
til í Canada.
Efnið í Manitoba-myndinni
var ofið í Winnipeg; uppdráttur-
inn var einnig gerður hér í bæn-
um, og konur frá hinum ýmsu
þjóðardeildum félagsins hjálp-j
uðust að með útsaumin.
Vefnaður verður líka sýndur
og vefstólar smáir og stórir, einn
sem hægt er að vefa á heilarj
rúmábreiður og sem tveir vinna
við í einu.
Þar verður setustofa, borð-
stofa og svefniherbergi með hús-
gögnum sem smíðuð hafa verið
og útskorin hér í bæ, og prýdd
meðhandofnum tjöldum og dúk-
um.
Þar má sjá konur kemba og
spinna hör og ull, aðrar við gólf-
teppagerð og leirgerð.
Tilgangur sýningarinnar er
almenn uppfræðsla í canadisk-
um heimilisiðnaði og inngangur
kostar ekkert. Öllum er boðið,
og allir eru velkomnir!
Fyrir hönd nefndarinnar,
Sofia Wathne
IÐNAÐARSÝNING
Manitoba-deild Canadian Handi-
crafts Guild, stendur fyrir sýn-
ingu sem haldin verður í sam-
komusalnum á 3. hæð í Hudsons
Bay búðinni frá 19. til 28. feb.
Aðalþáttur sýningarinnar er
útsaumur af öllum gerðum. Þar
á meðal “Samplers” frá öllum
fylkjum landsins, sem sérstak-
lega hafa verið teiknaðir og
saumaðir fyrir sýninguna. Allir
ENDURGJALD
Ef þú vonglaður velíist,
hér um veraldar straum,
berðu í huga og hjarta
þinn hátternis taum.
Þú munt ná því að njóta,
hér við nægtanna borð,
og með gætni og gleði
gjalda hýrasta orð.
Þú munt ríkur og röskur,
ryðja ófarna leið.
Og þá vinur þér vagga,
þar hinn vesæii beið.
Þá mun farsæld og friður
færa gleði þér heim.
Ef þinn góðvilji geldur,
guði þakkir í hreim.
Erlendur Johnson
Professional and Business
--- Directory==~=
OrncE Phone Res. Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDG.
Offiee hours
by appointment
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY ST.
Beint suður af Banning
Talsimi 30 S77
Vlðtaistiml kl. 3—5 e.h.
J. J. Swanson & Co. Ltd.
RBALTORS
Rental. Inauranct and Financial
Agentt
Sími 97 538
508 AVENUE BLDG.—Winnlpeg
THE WATCH SHOP
CARL K. TIÍORLAKSON
Dlamond and Wedding Rings
Agent íor Bulova Watches
Uarrlage Licenses Issued
699 SARGENT AVE
SUNNYSIDE BARBER
& BEAUTY SHOP
Hárskurðar og rakara stofa.
Snyrtingar salur fyrir kvenfólk.
Ábyggileg og greið viðskifti.
Simi 25 566
875 SARGENT Ave., Winnipeg
Clifford Oshanek, eigandi
H. HALDORSON
BUILDER
23 Music and Arts Building
Broadway and Hargrave
Phone 93 055
Winnipeg, Canada
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Phone 26 328
Res. Phone 73 917
ÁSGEIRSON’S PAINTS
AND WALL PAPER
698 SARGENT AVENUE
Winnipeg, Man.
Telephone 34 322
WINDATT COAL Co.
LIMITED
Established 1898
307 SMITH STREET
Office Phone 97 404
Yard Phone 28 745
THE
BUSINESS CLINIC
specialize in aiding the smaller
business man to keep adequate
records and prepare Income
Tax Returns.
ANNA LARUSSON
415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
bezta íslenzka fréttablaðiS
r / • •
rra vini
LET Y0UR D0LLARS
FLY T0 BATTLE.
k*r
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 Somerset Bldg
Office 97 932 Res. 202 398
andrews, ANDREWS,
THORVALDSON &
EGGERTSON
Lögfrœðingar
Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sími 98 291
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
_ _ . BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
H. J. PALMASON & Co.
Chartered Accountants
1103 McARTHUR BLDG.
Phone 96 010
Rovatzos FloraJ Shop
253 Notre Dame Ave., Phone 27 9S9
Presh Cut Flowers Daily,
Plants in Season
We specialize in Wedding & Concert
Bouquets & Funeral Designs
Icelandic spoken
A. S. BARDAL
ælur Ifkkistur og annast um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá besU.
Bnnfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phons 27 324 Winnipeg
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 95 061
510 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Netting
60 Victoria St., Winnipeg. Man.
Phone 98 211
Manager: T. R. THORVALDSON
Your Patronage Will Be
Appreciated
Halldór Sigurðsson
General Contractor
★
594 Alverstone St„ Winnipeg
Sími 33 038
A. SAEDAL
PAINTER & DECORATOR
*
Phone 23 276
*
Suite 4 Monterey Apts.
45 Carlton St., Winnipeg
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
KENSINGTON BLDG.,
275 Portage Ave. Wmnipeg
PHONE 93 942
WAR SAVINGS CERTIFICATES
'JORNSON S
►OKSTORU
E
702 Sargent Ave., Winnipeg, Maa.