Heimskringla - 21.03.1945, Síða 2

Heimskringla - 21.03.1945, Síða 2
I 2. SlÐA HEIM SKRINGLA WINNIPEG, 21. MARZ 1945 FÖLNUÐ BLÖÐ So many worlds, so much to do, So little done, such things to be, How know I what had need of thee, For thou wert strong as thou wert trUe? A. Tennyson: • In Memoriam, LXXII, 1. Nýlega bárust mér í hendur fölnuð blöð, eftirlátin eign Rögn- valds sál. Guðmundssonar frá Bygðarholti í Lóni. Eg hélt þau löngu glötuð. En eg vissi, að minningin um þann, sem lét þau eftir sig, lifði í hug- um vina hans. Bekkjarbræðurn- ir á hinni skammvinnu skóla- göngu hans gátu ekki gleymt honum, sem dauðinn hreif burt svo ungan og ástfanginn af líf- inu. Á þessum blöðum voru geymd Ijóð og eitt ófullgert leikrit hans. Hann fól þetta í umsjá sam- bekkinga sinna, stjidentanna frá vorinu 1914. • Eftir þrjátíu ára breytileg æfiskeið hittumst við aftur yfir þessum fölnuðu blöðum. Víðs- þegar hefir hópurinn frá 1914 dreifst — og dauðinn hefir kall- að fleiri en höfund þeirra. Annað ungt skáld úr hópnum, sem orti sárbeisk ljóð um eitur og kvöl lífs og dauða, er horfið héðan. í byrjun styjaldarinnar, sem nú stendur, barst okkur lát hans, stutt, köld tilkyijning á öldum Ijósvakans — frá höfuðborg her- numdrar þjóðar, þar sem þriðji bragsmiðurinn úr hópnum situr enn og semur ljóð og leikrit í tómstundunum. Báðir urðu þeir einskonar útlagar. En þú, sem lézt eftir þig þessi fölnuðu blöð, fékst að dvelja þína stuttu æfi við íslenzkan arin — og síðustu stundimar áttirðu vist heima í sveitinni þinni fögru við ástúð og umönnun góðra ættingaj, sár- þjáður að vísu, en sterkur og sannur til síðustu stundar. Þú hafðir byrjað á guðfræðinámi við Háskólann, en hlaust að gef- ast upp á miðjum vetri. Lífs- gleði þín og lífsþrá fékk ekki hrundið farginu. Vonir brugð- ust, sem þyngdu það enn meir. Þú hvarfst heim til átthaganna. Þar kvaddirðu þetta líf einn fagran vordag í maí 1917, tæpra tuttugu og sex ára að aldri. En yfir sveitinni þinni var fegurð og friður vorsins, friður, sem ekk- ert rauf nema niður Jökulsár í Lóni, árinnar, sem þú unnir og ortir um eitt þinna æskuljóða: Þrótt og þögli, þungi straumur, berðu brims í röst. Aldrei samur og æ hinn sami: mynd hins eilífa, sem aldrei þverr. Sé eg í norðri sólar rekkju búa hin bláu fjöll. Andar ástblær, en ungum stráum heilsar himindögg.. Þannig var brottför þín hafin mót nýju vori. • Rögnvaldur Guðmundsson var fæddur 20. júlí 1891 að Bygðar- holti í Lóni, austast í Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, bóndi og hreppstjóri í Bygðarholti, og kona hans, Guðrún Antoníusar- dóttir Sigurðssonar frá Hálsi við Djúpavog, en móðir Guðrúnar var Björg Árnadóttir Hjörleifs- sonar sterka frá Höfn í Borgar- firði eystra (Hafnarætt). Guð- mundur Jónsson, faðir Rögn- valds, af svonefndri Skógaætt, var sonarsonur Jóns Þorsteins- sonar prests að Kálfafellsstað, en Þorsteinn, faðir séra Jóns, var Benediktsson, prestur á Skorra- stað í Norðfirði, dáinn 1819. Jón prófastur Jónsson frá Stafafelli hefir rakið ætt Rögnvalds aftur í fornöld til Rögnvalds Eysteins- sonar, Mærajarls, og ef til vill er Rögnvaldsnafnið alla leið þaðan komið. Eftir því sem Jón pró- fastur segir í ættartölunni, var Rögnvaldur Guðmundsson tutt- ugasti og sjöundi maður frá Síðu- Halli Þorsteinssyni að Þvottá. Rögnvaldur ólst upp að Bygðar- hclti, við öll venjuleg sveitastörf, unz hann fór suður til Reykja- víkur og settist í 1. bekk Hins al- menna mentaskóla. Stúdents- prófi þaðan lauk hann vorið 1914. Hóf síðan guðfræðinám um haustið og las þessa fræðigrein vetUrinn 1914—1915 og fram á veturinn 1915—1916, oft þó með hvíldum og frátöfum vegna veik- inda. Lá hann þá stundum rúm- fastur hér í Reykjavík og varð að fara austur til heimkynna sinna í maí 1916 vegna þessara veik- inda og áður en námstíminn þann vetur var útrunninn. — Heima í Bygðarholti dvaldist hann svo, unz hann lézt hinn 23. maí 1917. • Andlega lífið á íslandi á öðr- um, tug tuttugustu aldarinnar var að ýmsu fjölbreytt og sé-r- kennilegt. Með stofnun Háskóla íslánds 1911 hófst nýtt menn- ingartímabil í sögu þjóðarinnar. Mentaskólinn, þessi gamla og virðulega stofnun, hélt áfram að vera aðalmentasetrið, með öllum göllum sínum og kostum, við hliðina á hinum nýstofnaða há- skóla, sem nú tók við miklu fleiri stúdentanna en áður voru dæmi til hér heima. IVÍeð Háskólanum komu nýir kenslukraftar til sög- unnar og með þeim ýmsar hrær- ingar í andans heimi, sem ekki höfðu látið til sín taka áður. Miðstöð hins æðra mentalífs, sem svo er kallað, fluttist nú til fulls frá Kaupmannahöfn til Reykja- víkur. Eftir að norrænudeild Há- skólans tekur til starfa, vaknar nýr áhugi fyrir íslenzkum bók- mentum og innlendum fræðum. Á þessum árum var óvenju- mikil skáldaöld í skóla. Ef til vill var þessi “skólafaraldur”, sem sumir kalla, enn meira á- berandi þá en oft áður og síðar. Ljóðsvanur íslands, skáldið Steingrímur Thorstéinsson, var enn rektor Mentaskólans á fyr- stu árum þessa annars áratugs aldarinnar. Ást hans á allri fag- urfræði kom berlega fram í kenslu hans og hafði sín áhrif á pilta. Kensla hans var að mestu fólgin í lestri og túlkun forn- grískra skáldrita og goðsagna. Skáldakynslóðin um og eftir aldamótin síðustu mun ávalt gnæfa hátt í heimi íslenzkra bókmenta að fornu og nýju. — Matthías Jochumsson, Þorsteinn Erlingsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og Einar H. Kvaran, svo nokkrir séu nefndir, höfðu um þetta leyti allir náð hátindi frægðar sinnar, og ljóð þeirra og óbundið mál höfðu mikil áhrif á ungu kynslóðina í landinu. í þessu andlega and- rúmslofti naut Rögnvaldur Guð- mundsson hins fylsta unaðar, og það fór ekki hjá því, að jafn hrif- næmur æskumaður fyrir fögrum bókmentum og hann var, verði miklum tíma til að kynnast þeim, ræða um þær við félaga sína og vini og iðka sjálfur þessa sömu list, sem hann vissi feg- ursta og mest heillandi í heimi hér. Hann mun hafa byrjað kornungur að yrkja ljóð, enda var hagmælska hans svo rík, að hann átti auðvelt með að mæla af munni fram í hendingum, þegar svo bar undir og samræð ur snerust um efni, sem honum voru hugleikin. Þessi gáfa hans naut sín bezt í glöðum hópi — og skorti þá ekki hnyttin tilsvör og kímni í frásögn, því hann gat verið hinn mesti æringi og var gæddur óvenjulegum hæfileika til fyndni, þótt ekki gæti þess mikið í ljóðum hans, þeim sem til eru í handriti. Munu veik- indi hans og þreytandi barátta hans við þau hafa valdið því, að meira ber á þunglyndi en kímni í kvæðum hans, þeim er hann skráði. Þessi undirtónn þung- lyndisins ymur í flestum ljóðum bans, hvert sem yrkisefnið ann- ars er. Um skeið varð hann að dvelja í heilsuhælinu á Vífils- stöðum, taka sig upp frá náminu og út úr glaðværum hópi félaga sinna, til þess að reyna að safna kröftum og öðlast heilsuna aft- ur. Var honum þá oft þungt í skapi, eins og þegar hann yrkir eftirfarandi vísur undir fyrir- sögninni: Á Vífilsstöðum. Svani leit eg svífa yfir svellbólgna grund. Þeir vöktu mér von í hjarta og vögguðu sorg í blund. Þeir mintu mig víst á vorið, er vekur líf í þeim og dregur úr fjarlægð fugla til fósturlandsins heim. Ó, svífið þið, svanir kæru, j yfir svelli þakta grund — og vekið mér von í hjarta, er verður mér þungt í lund. ' Þó að viðfangsefni þau, sem hinn ungi höfundur valdi sér, séu margvísleg, þá er það sveitin hans og heimáhagarnir, sem tíð- ast verða honum að yrkisefni. Hefði honum enst aldur til, mundi hann hafa orðið baráttu- skáld og hvatninga. Sum kvæð- in á blöðum hans eru hetjuljóð og ádeilur. Hann yrkir ljóð um íslenzku hetjuna, sem bjargar heilli skipshöfn af brennandi skipi framandi þjóðar í brim- garðinum við sílenzka strönd: Hann ræðst fram, er brimið til baka hann hrekur. Þá brýst hann fram aftur og stöðu sér tekur, þar hafaldan brotnar og hlemm- ist á sand. Þótt öskrandi brekinn á bring- unni svelli, sem bjarggróinn steindrangur heldur hann velli og hræðisUei öldunnar ógnandi grand. Björgunarlaunin þau eru hon- um dýrmætust, að hann hlýtur þakkir og blessun hinna fátæku farmanna: Er ekki dýrðleg sú hugstóra hetja, er við haflöðrið kappinu þorir að etja, en víst ekki til þess að vinna sér hrós, hans vegstjarna er æðra og guð- legra ljós. Hann hlýtur þó heiðursverðlaun frá stjórn föðurlands skipbrots- manna; en hann miklast ekki af, heldur þakkar guði fyrir að hafa erðið verkfæri hans til björgun ar. Daginn eftir sérðu ei þá sömu hetju lengur, að sínum vanastörfum með hversdagssvip hann gengur. En samt er þér nú ljóst, hvílíkt aðalsblóð hann á. Þannig endar kvæðið, sem er alllangt og ort í episkum stíl og anda. Ádeilan á rógtungur þjóðfé- lagsins verður hvöss og bitur í kvæðinu Mannfélagsvargar, eins og þessar tvær vísur úr því sýna: Sem hræsoltnir gammar á hel- særða storð þeir hvessa’ á áér gogginn, þeir mannfélagsvargar, og sætasta krás er þeim sérhvað það orð, er sambræðra æruna knýr fyrir borð og meiðandi hnífunum mann- gildið sargar. Þeir leita að hneykslum og hlægja þá dátt, ef hrásbreiddar átyllu grun- semdin hlýtur, og óðfluga vex það, er oft var svo smátt, að einungis hatursýn greina’ hefði mátt, en hatrið sem röst á hugsænum flytur. Til Hrifningar Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyktu Ogden’s Cut Plug í pípu þinni Sönn lýsing á of algengu átu- meini í íslenzku þjóðlífi fyr og síðar. En það er náttúran, einkum eins og hún birtist í átthögunum, sem er tíðasta yrkisefnið í ljóð- um Rögnvalds Guðmundssonar. _ • Lónssveit eða Bæjarhreppur er fögur sveit, umlukt mikilfeng- legum fjöllum á þrjá vegu. — Fjallgarðarnir, sem lykja um hana, enda í sæbröttum fjallníp- um, Vesturhorni vestan sveitar- innar og Austurhorni að au^tan. 1 faðmi þessara fjallarma hvílir sveitin, stór skeifumynduð hvilft inn í hálendið, framundan langt íbogið sandrif meðfram sjónum, en innan þess tvö stór lón, Papa- fjörður og Lón, sem sveitin dreg- ur nafn af. Bygðarholt er um það bil í miðri sveit, þar er sam- komuhús Lónsmanna og þar um liggja vegir um sveitina. Fjall- landið upp af Lóni er eitthvert hrikalegasta, sem til er hér á landi. Úr Lóni liggja fjallvegir um Lónsheiði og Álftafjörð og um Norðlingaveg eða Víðidals- veg og Hraun til Fljótsdals. Með- al fjalla, sem sjást frá sumum stöðum í Lóni, eru Goðatindar í austurbrún Vatnajökuls, með Goðaborg, þar sem goðin áttu að eiga ból og margar sagnir eru um. Rögnvaldur hefir ort um stað þenna langt kvæði. Kvæðið heitir Goðaborg og hefst á þessu erindi: Þar stendur hún í storknum jökulsæ með stafna háa, sorfna klaka- hríðum, á tindaegg í tærum himinblæ með tinnusvarta'veggi á frera víðum. SYKUR TOMATAR 127„ til 147, sykurefni Fyrstir allra tómata er framleiða þroskaða ávexti Hugsið yður marga sæta tómata ávexti með meiru en 12% sykur. Ekkert líkt því nokkru sinni áður.— Veitið athygli fegurð og jafnvefegi 1 i m a ávaxtarins, oft tvö fet á lengd. Þær eru smærri en vanalega, en útlitið og sætleik- inn er svo mikill, að ekkert líkt því hefii áður sézt. Þær halda sér vel og eru fjarska góðar í fína rétti, sal- at, sósur og juice o.s. frv. —ómótstæðileg; Verið fyrstir að ná > þær. Pantið nú. Pkt. af 100 fræum 15c; 2 pk. 25c, Vi, oz. 65c. (Póstgjald greitt.) FRÍ—Vor stórt útsœðisbók fyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Þar syngur aldrei fugl um sum- arstund, þótt sólin hiti vegginn, ísinn bræði. Þar réttir eilífð augnabliki mund, því alt er sofið, þar er helsins næði. í þetta “helsins næði” hafa hin norrænu goð flúið fyrir Hvíta- Kristi, og þar dvelja þau í höllu hins dapra dauða, sofa þar fast og rótt, og svefnsins fjötur fellur ^ aldrei af þeim nema aðeins ör- stutta stund hverja Jónsmessu- nótt, “er jörðin hvílir sæl í dagg' ar baði”. En sú lausn er skamm- , vinn, því áður en varir hefir sól' gullinn hamraveggurinn, sem opnast hafði fyrir ofurveldi sól- ar, lokast aftur og “heilt sem fyr er klettaþilið svarta.” 1 kvæði ÍSHAFSNÆÐINGUR Á FLUGVÖLLUM BELGIU Myndin er tekin af einum þessum flugvelli þar í landi, sem er þakin snjó og klaka. Óvenju kuldar hafa tafið fram- gang landhersins, en sprengingar á hervörnum óvinanna linnir ekki.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.