Heimskringla - 28.03.1945, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 28. MARZ 1945
STULKAN UR
FLÓANUM
“Það er ekkert til í heiminum, sem eg gæti
ekki fyrirgefið þér elskan mín,” sagði hún. —
“Segðu henni mömmu þinni hvað að þér geng-
ur.”
Elenóra leit Qpp tárvotu andlitinu.
“Hann sagði mér frá því undir eins og
hann gat það kurteisinnar vegna. Það var
annan daginn, sem hann var hérna. Hann
hefir næstum alla æfi verið trúlofaður stúlku í
sínum átthögum. Hann hirti aldrei neitt um
mig. Allur áhugi hans var á fiðrildunum, og á
því að fá aftur heilsuna.”
“Elenóra” — móðirin laut niður þangað til
hið hvíta hár hennar blandaðist saman við hið
dökkara hár dóttjur hennar — “Elenóra, hvers-
vegna sagðir þú mér ekki frá þessu strax?”
Elenóra dró djúpt andann. “Eg veit það
ekki. Eg hefði átt að gera það”, sagði hún grát-
andi. “En eg skal bera þá hegningu, sem eg á
skilið, af því að eg gerði það ekki, en mér fanst
eg ekki geta það. Eg var hrædd.”
“Hvað varstu hrædd við?” spurði móðir
hennar, og strauk hár hennar með titrandi
hendi.
“Eg var hrædd um að þú vildir ekki leyfa
honum að koma,” svaraði Elenóra. “Æ,
mamma, mér fanst eg geta ekki lifað án hans.”
Næstu vikuna áttu piæðgurnar svo annríkt
að þær höfðu engan tíma til að ræða saman, og
að loknu dagsverkinu voru þær svo þreyttar, að
þær féllu strax í svefn. Elenóra safnaði öllum
þeim fiðrildum, sem hún gat og er hún fór yfir
skrána er hún hafði gert, sá hún sér til mestu
undrunar, að safn hennar var, fyrir hjálp Am-
mons, fullkomið, nema tvö keisara fiðrildi vant-
aði í það. Hún reyndi alstaðar að ná þeim hjá
öllum, sem hún hafði samband við en árangurs-
laust.
Þá komu boð um að Elenóra þyrfti að fara
til höfuðborgar héraðsins er var tuttugu mílur
norður af Onabasha, og vera þar alla næstu
viku á kennara námsskeiði. Mæðgurnar fóru
því til Onabasha, og keyptu þær laglegan haust-
búning handa Elenóru, auk þess og kjólaefni
og treyjuefni með ýmislegum litum. Margrét
Sinton kom þá heim til þeirra og settust þær
við sauma. Þegar öllu var lokið og búið að
koma því fyrir í tösku, kysti Elenóra móður
sína á stöðinni, og fór með löstinni. Mrs. Kom-
stock fór til bankans og spurði eftir gjaldker-
anum.
“Eg vildi gjarnan vita hvernig hagur minn
stendur hérna?” sagði hún.
Gjaldkerinn fór að hlægja. “Þér hafið
sannarlega ekki flýtt yður að vita um það,”
svaraði hann. “Við höfum verið viðbúnir þess-
ari spurningu síðustu tuttugu árin, en þér virt-
ust ekkert hirða um reikning yðar hér. Þér
eigið inni mikið fé.”
Mrs. Komstock beið þar í stól meðan gjald-
keirnn las upp langan lista af tölum. Það kom
í ljós að innlegg hennar ár hvert, hafði verið
langt um meira en útgjöldin, og var sá mismun-
ur árlega frá 100 upp í þrjú hundruð, eftir því
hvað hún hafði verið heppin með sölu á gripum
sínum, fé, svín, þænsni, egg og smjör. Þessar
uppíhæðir höfðu ávaxtast ár eftir ár með rent-
um og renturentum. Þegar hún sá aðalupp-
hæðina, sem hún átti til góða, varð hún svo for-
viða að'hún gat tæplega trúað sínum eigin aug-
um. Hún fékk sting í hjartað er hún hugsaði til
þess, að hefði hún komið inn í bankann löngu
fyr, þá hefðu öll þessi ár, sem hún sparaði og
safnaði fyrir sig og Elenóru eigi farið svona
fyrir gíg. Hún stóð upp og gekk upp á stöðina.
“Eg ætla að senda héðan símskeyti,” sagði
hún. Hún fékk sér ritblý og án þess að hirða
um kostnaðinn skrifaði hún á eyðublaðið:
“Fann fé í bankanum, vissi ekki um
það. Ef þú vilt fara í mentaskólann þá
komdu með næstu lest og útbúðu þig ”
Hún hætti augnablik og hugsaði sig um,
“Jú,” sagði hún við sjálfa sig, “eg ætla að
borga fyrir það líka, og bætti við:
“Með kærri kveðju. Mamma þín.”
Svo stóð hún þar og beið eftir svari. Það
leið ekki stund fyr en það kom:
“Ætla að kenna þetta ár.
Með kærri kveðju, Elenóra.”
Mrs. Komstock hélt símskeytinu lengi í
hendinni. Er hún reis á fætur fann hún að hún
var mjög svöng, en henni var miklu léttara fyrir
brjósti. Hún fór inn á matsöluhús og fékk sér
að borða, síðan fór hún til saumakonu einnar.
Um kvöldið var hún svo þreytt að hún gat varla
gengið heim, en hún kveikti upp eld og bjó til
og borðaði góðan mat.
Síðan fór hún út að vesturgirðingunni og
tíndi þar heilmikið af vissum jurtum, sem hana
vantaði. Þær sauð hún þgar heim kom í þýkk-
an graut, síðan hrærði hún honum saman við
haframjöl þangað til úr varð hart deig. Hún
breiddi rekkjuvoð yfir rúmið sitt og reif hana
í ræmur. Hún bar deigið á hendur sínar og
handleggi og vafði svo alt saman í léreftsræm-
unum, einnig bar hún þetta þefilla meðal á and-
lit sitt og háls þangað til komið var þykt lag af
því. Nú var hún orðin svo þreytt að hún varð
1 að leggjast fyrir. Þegar hún vaknaði var eins
og húðin væri hálf brunnin af henni. Hún
þvoði vandlega andlit sitt og hendur og lauk svo
verkum sínum, fór svo til bæjarins. Er hún
kom heim endurtók hún sömu meðferðina og
kvöldið áður.
Þriðja morguninn var andlitið heitt og
þrútið, fjórða morguninn var hörundsliturinn
töluvert betri er hún hafði borið á sig andlits-
smyrsli þau, sem henni hafði verið ráðlagt að
brúka. Þennan dag kom bréf frá Elenóru, þar
sem hún sagðist ekki geta komið heim fyr en
að skólanum loknum á mánudagskvöld. Það
kom vel heim við fyrirætlanir Mrs. Komstock og
sendi hún svar um hæl og sagði að svo væri.
Daginn eftir var andlit Mrs. Komstock
ljósrautt og næsta dag hafði það fengið sinn
eðlilega litarhátt. Þann dag fór hún til stofn-
unar þar sem hár var lagað, og lét gera hár sitt
og setja það upp eftir nýjusut tízku. Síðan fór
hún heim og vann alt, sem gera þurfti alt fram
á mánudag. Er skólinn var búinn þann dag og
Elenóra kom dauðþreytt og titrandi frá löng-
um og þreytandi kennarafundi, þá stansaði
hana sendisveinn einn, þar sem hún gekk eftir
gangstéttinni.
“Það er kona, sem langar til að tala við
yður um þýðingarmikið málefni,” sagði dreng-
urinn. “Eg átti að fylgja yður á þann stað, sem
hún bíður yðar.”
Elenóra stundi næstum. Hún gat ekki
getið sér til hver þetta gæti verið. En eina úr-
lausnin var sú að fylgja drengnum og ganga
sjálf úr skugga um það.
“Þarna er staðurinn,” sagði drengurinn og
gekk svo blístrandi í burtu. Elenóra var nú
stutt frá miðskólabyggingunni og sömu götu og
hún var. Hún stóð fyrir framan gamalt hús,
sem var nýmálað og þakið vafningsviði.
Er hún kom inn í húsið sá hún spegilfáguð
gólf, veggirnir höfðu nýlega verið fóðraðir með
veggfóðri, sem sómdi sér vel, á gólfinu voru
strámöttur og ný tjöld fyrir gluggunum. Þetta
virtist vera friðsamlegt og heimlegt hús, sem
hún var komin inn í, og augnabliki síðar kom
ofan stigann há og dökkeygð kona með fallegt
snjóhvítt hár. Elenóra hljóp inn um drynar.
“Mamma!” hróp>aði hún. “Ert þú mamma
mín! Eg get ekki trúað því. Þú ert svo ljóm-
andi falleg, og þetta hús er svolítil paradís, en
hvernig getur þú með nokkru móti borgað fyrir
það? Við höfum ekki ráð á því”
“Ó, hefir þú þá gleymt að eg símaði þér, að
eg hefði fundið peninga sem eg vissi ekki að eg
ætti? Alt sem eg hefi gert hefi eg borgað fyrir,
og eg hefi næga peninga til að borga fyrir alt,
sem eg ætla að gera.”
Mrs. Komstock litaðist um með mestu
ánægju.
“Eg verð kanske veik eins og hvolpur af
heimþrá þegar vorar,” sagði hún, “en ef svo
verður, þá get eg alt af flutt heim. Ef mig
langar ekki heim get eg alt af selt fáein tré og
borað fáeina olíubrunna þar, sem lítið ber á
þeim. Eg get rutt nóg land til að hafa eina tvo
akurbletti og fengið ráðsmann á jörðina okkar,
og við getum þá keypt þessa eign. Hún er til
sölu.”
Mrs. Komstock bauð vinkonum Elenóru að
heimsækja hana, og kom það í ljós að hún var
góð heim að sækja. Hún hafði ætíð íhugað
málefrtin áður en hún talaði um þau, og er hún
sagði sína skoðun á þeim, sagði hún hana á svo
frumlegan og skýran hátt, að fáir komust til
jafns við hana. Áður en hún hafði verið þarna
í þrjá mánuði langaði fólk til að heyra hvað
hún hafði að segja.
Elenóra nefndi aldrei Philip Ammon á
nafn og það gerði Mrs. Komstock ekki heldur.
Snemma í desember kom bréf og stór kassi frá
honum. 1 honum voru bækur um náttúrufræði,
sem gátu verið henni til mikils gagns við skóla-
'kensluna, og þar voru margir aðrir munir, sem
Elenóra hafði ekki efni á að kaupa. Rétt á eftir
skrifaði hún til Philips Ammons.
Kæri vinur!
Eg skrifa til að þakka yður fyrir bækurnar
og aðra muni, sem eg get notað við starf mitt.
Alt þetta get eg notað mér til mikils gagns. Eg
vona að fólk sé ánægt með mig í miuni stöðu.
Yður þætti kanske gaman að heyra, að þegar eg
var búin að raða niður því, sem við söfnuðum í
fyrra sumar, þá var safnið mitt fullkomið að
undanteknu því að keisarafiðrildin vantar. Eg
hefi reynt að ná í þau en árangurslaust, og það
hefir Fuglakonan einnig reynt. En við getum
hvergi fengið þau. Þannig hefir lukkan brugð-
ist mér í þessum efnum, ennþá sem komið er.
Verð eg því líklegast að bíða næsta árs og reyna
á ný.
Eg þakka yður mjög vel fyrir all hjálpina
við safnið mitt og fyrir bækurnar og aðra
muni, sem þér senduð mér.
Yðar einlæg,
Elenóra Komstock
Ammon varð fyrir vonbrigðum, er hann
fékk þetta svar, og í stað þess að geyma bréfið
reif hann það í sundur og fleygði því í rusla-
körfuna.
Allan þennan vetur undu þær Elenóra og
móðir hennar sér vel í bænum, og þá breytingu,
sem gerst hafði á lifnaðanháttum þeirra frá því,
sem áður var, en vormerkin höfðu þó mikil
áhrif á þær, sem svo lengi höfðu búið úti í
sveitinni. Þær ákváðu því að hafa áfram húsið
í bænum, en flytja heim strax og skólinn væri
búinn.
22. Kap. — Philip gerir Edith reiða og
Henderson kemur til sögunnar.
Edith Carr stóð úti á svölum hinnar skraut-
legu klúbbbyggingar sem var niður á strönd-
inni í Chicago. Allar svalirnar voru vafðar
vafningsviði. Hún beið þarna eftir Philip, sem
var að gefa einh-verjar fyrirskipanir inni í
húsinu. Eftir tvo daga ætlaði hún að leggja af
stað til París, til að kaupa alt það skraut, sem
henni fanst nauðsynlegt að eiga, áður en
hún giftist þá um haustið í október. Lítið bros
lék um varir hennar er hún beið þarna, því að
Philip ætlaði þetta kvöld að halda veizlu mikla
og dansleik henni til heiðurs. Hún var í kjól
sem saumaður var í París, og hafði Philip lagt
ráðin á hvernig kjóllinn skyldi vera. Hann
hafði sagt við hana: “Eg þekki mjög fjölhæfa
stúlku, sem hefir sagt, að það, sem helzt ein-
kendi júní mánuð væru hin fögru náttfiðrildi.
Nú vil eg að þú verðir í kvöld ímynd júní
mánaðarins, því að þú ert sjálf persónugerfing-
ur ástarinnar. Vertu því fiðrildi í kvöld. Feg-
urst þeirra allra er annaðhvort hið ljósgræna
mána fiðrildi eða keisarafiðrildið. Vertu nú
annaðhvert mánagyðjan mín eða keisaradrótn-
ingin mín.”
Nú stóð hún þarna, há, grönn og liðleg vafin
yndisleika æsku og fegurðar. Hið dökka hár
hennar var í liðum og sett upp hátt, svo að það
var eins og kóróna. Því var haldið saman með
gullspöng, settri glitrandi Amethyst steinum
öðru megin en hinumegin var á spönginni
enamelað skrautblóm umkringt gimsteinum,
sem tindruðu og ljómuðu. Hinn mjúki, guli
kjóll var úr hinu léttasta og fínasta flaueli, sem
unt var að vefa, og féll að líkama hennar eins og
hann hefði verið steyptur að henni, en frá hverri
öxl, féll stór flauelisvængur, fóðraður með
bleikrauðu efni og ísaumaður með sama lit til
þess að líkjast sem mest fiðrildinu, sem hún
átti að tákna. Philip hafði sagt að blævængur-
inn, glófarnir og skórnir hennar ættu að vera
bleikir, vegna þess að fætur fiðrildisins hefðu
þann lit. Öll þessi plögg voru sérstaklega gerð
fyrir þetta tækifæri, og balderuð með gullvír.
í hjarta sínu hugsaði hún um sig, sem hið gullna
keisarafiðrildi. En á meðal allra þessara hugs-
ana, sem flugu í gegn um huga hennar var ein,
sem aldrei kom, og það var sú hugsun, að Phil-
ip væri kiesarinn, konungur hjarta hennar og að
minsta kosti í öllum atriðum hennar jafningi.
“Nei, þetta var þó heppilegt,” sagði rödd á
bak við hana.
Eklith Carr sneri sér við og brosti yndislega.
“Eg hélt að þér væruð úti á reginhafi,”
sagði hún.
“Eg var rétt að fara þegar eg fékk bréf,
sem sagði að eg skyldi koma til baka með fyrstu
hraðlestinni, sem hægt væri að ná í. Edith, þér
eruð sú glæsilegasta stúlka, sem eg hefi nokkru
sinni augum litið. Aðeins að fá að líta yður
einu sinni er virði þess að ferðast eins langt og
eg hefi gert.”
Hann starði á hana brosandi með hálf lok-
uðum augum. Hann var hærri en hún, grann-
vaxinn maður, ljóshærður og snöggkliptur,
augun voru stálgrá og hakan breið. Alt útlit
hans bar vitni um heimsmanninn.
Edith Carr roðnaði. “Eg hélt að eg hefði
látið yður skiljast áður en þér lögðuð af stað,
að eg hirti ekki um að þér töluðuð þannig við
mig,” sagði hún.
“Það gerðuð þér. En þetta bréf, sem eg
nefndi áðan, sneri mér í, rétta átt til að byrja
alt saman á nýjan leik. Það gaf mér bendingu
um að eg hefði kannske gefist of fljótt upp. 1
bréfinu stóð sem sé, að þér hefðuð tvisvar sinn-
um í vetur, er þér voruð í illu skapi, sagt Philip
Ammon upþ trúlofun ykkar, en hann ihefði
leitað sætta í hvortveggja skiftið vegna þess,
að hann vissi að þetta var ekki alvara yðar í
raun og veru. Eg er nú kominn heim til að
reyna að ná í yður, og hætti ekki við þá tilraun
fyr, en giftingarathöfninni er lokið. Þá fer teg,
ekki fyrri. Eg var brjálaður þegar eg fór
burtu.”
Unga stúlkan hló glaðlega. “Ekki nánda
nærri eins ruglaður og þér eruð nú, Hart!” sagði
hún hlægjandi. “Þér vitið að Philip Ammon
hefir verið mér tryggur alla mína æfi. Og nú
skal eg segja yður annað, vegna þess að þetta
virðist vera alvarlegt fyrir yður. Eg elska
hann af öllu mínu hjarta. Hann skal aldrei á
meðan hann lifir fá að vita það, og eg skal
hlægja að honum, ef þér segið honum frá þessu,
en þetta er nú samt satt. Eg ætla að giftast
honum, en vafalaust mun eg alt af stríða hon-
um. Mennirnir hafa gott af því að vera ekki
alt of vissir í sinni sök. Ef þer gætuð séð fram-
an í Philip þegar hann fær hringinn sinn aftur
á hverju misseri, gætuð þér skilið hvað þetta
er kátbroslegt. Dutlungar mínir hafa engin
áhrif á Philip. Hann hefir alist upp með þeim.”
“Eg ætla nú samt sem áður að bíða og sjá
hvað úr þessu verður,” sagði Henderson. En
hlustið nú á mig, ungfrú Edith. Af því að eg
elska yður með slíkri ást sem vel er þess virðí
fyrir hvaða konu sem er að hafa vakið, þá set
eg yðar hamingju framar minni. Verið því
varkár. Dragið ekki þessa trúlofun yðar, sem
svo oft hefir verið slitin, lengur en góðu hófi
gegnir og rteynið ekki um of á traustleika henn-
ar. Eg hefi þekt Philip alla mína æfi. -Hann
elskar yður auðvitað. Hann hefir þolað yður
margt. En karlmennirnir sjá þó að einhver-
staðar hljóta takmörkin að vera sett. Og þegar
þér hafið farið yfir íþau takmörk, mun hann
standa fast fyrir, svo fast að ekkert vald megnar
að flytja hann. Þér virðist ekki trúa því, en
þér getið farið of langt.”
“Er þetta alt?” spurði Edith og hló háðs-
lega.
“Nei, eitt atriði að auki,” svaraði Hender-
son. “Nú og framvegis, nú og eins lengi og eg
lífi, er eg þræll yðar. Ef þér þarfnist mín,
þurfið þér ekki að segja neitt, gefið mér aðeins
svolitla bendingu. Alla æfi yðar verð eg >ein-
hversstaðar í nágrenninu, og bíð bara eftir
henni.”
1 þessum svifum kom Philip Ammon. —
Hann var veizlubúinn og fagur álitum. “Alt er
tilbúið,” sagði hann. “Það bíður eftir okkur,
og væntir þess að við stjórnum marsinum.
Allir eru á sínum stað.”
Edith Carr brosti sínu hrífandi brosi og
sagði: “Heldur þú.að eg sé tilbúin?”
Philip sagði henni skoðun sína á því og
leiddi hana af stað. Edith kinkaði hirðuleysis-
lega í áttina til Hendersons og fór svo leiðar
sinnar með unnustanum.
Síðari helmingur skemtiskráarinnar var
rúmlega bryjaður. Aldrei hafði nein ung stúlka
hlotið slíkt lof og eins marga gullhamra og
Edith Carr hlaut við þetta tækifæri. Nýr dans
átti að byrja og gólfið var þakið fólki, sem íbeið
eftir hljóðfæra slættinum. Ammon stóð þar
gagnvart Edith Carr og ihvísluðust þau á ein-
hverjum trúnaðarmálum. Utan úr myrkrinu,
gegnum hinar miklu aðaldyr, flögraði hægt,
stórt, gult fiðrildi og stefndi beint á hið skæra
rafmagnsljós í salnum.
“En er þetta ekki-----” sagði hún áköf.
“Jú, þetta er gulur “keisari.” Þetta ber vel
í veiði!” hrópaði Ammon. “Einmitt síðasta
fiðrildið, sem Elenóru vantar í safnið sitt. Eg
verð að ná því. Afsakaðu mig augnablik!”
Hann hljóp að ljósinu. “Komið með hatta!
vasaklút! blævængi! hvað sem er!” hrópaði
-hann. “Allir verða að halda einhverju upp til
að stansa það.”
“Hann ætlar að ná því handa Edith,” sögðu
allir í salnum. Unga stúlkan varð kafrjóð og
beit gremjulega á vörina. Svo hófst eltingaleik-
urinn. Allir veifuðu einhverju til að varna fiðr-
ildinu að fljúga út. Blævængur, sem haldið var
upp rétt fyrir framan það kom að tilætluðum
notum því að fiðrildið settist á hann.
“Haltu honum kyrrum!” hrópaði Ammon.
“Hreyfið yður ekki í guðanna bænum!” Hann
hljóp áfram sveiflaði handleggjunum og greip
fiðrildið milli fingranna. “Þetta var ágætt!”
sagði hann. “Þakka ykkur öllum saman fyrir!
Afsakið mig augnablik!
Hann hljóp inn á skrifstofu klúbbsins.
Látið mig fá fáenar skeiðar af bensíni,”
sagði hann, vindlakassa, korktappa og lím. —
Verið nú fljótir!”
Hann bar dálítið lím á kassabotninn, festi
í það korktappan, helti tvisvar bensín yfir
fiðrildið, festi það með nál við korkinn, helti það
því, sem eftir af bensíninu, lokaði svo kassanum
og batt um hann kos9bandi. Síðan lagði hann
bankaseðil á borðið.
“Leggið kork utan um kassann og látið
hann síðan ofan í annan kassa helmingi stærri
en þessi er, bindið svo vel utan um alt saman og
sendið hann í skyndi með fljótustu ferð til
þessa staðar,” og hann gaf ritaranum heimilis-
fang og nafn.
“Þér getið átt það sem afgangs verður,”
sagði Philip er hann flýtti sér inn í danssalinn.
Edith stóð þar, sem hann hafði skilið við
hana, og margar hugsanir flugu í gegn um huga
hennar. Hún heyrði það, sem hvíslað var i
kring, er Philip varð svona áfjáður að ná fiðr-
ildinu, sem hún var að stæla með búningi sín-
um þetta kvöld. Hún sá furðusvipinn á fólk-
inu, er hann þaut út úr salnum án þess að sýna
henni fiðrildið.