Heimskringla - 28.03.1945, Blaðsíða 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. MARZ 1945
ÁRSrUNPUR
Viking Press Limited
Ársfundur Viking Press Limited verður haldinn fimtu-
daginn 5. apríl kl. 2 e. h. á skrifstofu félagsins, 853 Sar-
gent Ave., Winnipeg, Man. Fyrir fundi liggja hin venju-
legu ársfundarstörf, svo sem kosning embættismanna,
taka á móti (og yfir fara) skýrslum og reikningum félags-
ins o. fl. Hluthafar eru beðnir að mæta stundvíslega, og
ef um fulltrúa er að ræða er mæta fyrir þeirra hönd, að
útbúa þá með umboð, er þeir geta lagt fyrir fundinn til
staðfestingar.
—Winnipeg, Man., 21. marz, 1945.
1 umboði stjórnarnefndar:
S. THORVALDSON, forseti
J. B. SKAPTASON, ritari
FJÆR OG NÆR
MESSUR I ÍSLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Páskadagsguðsþjónustur
í Winnipeg
Haldið verður upp á páskahá-
tíðina við báðar guðsþjónustur í
Fyrstu Sánibandskirkjunni í
Winnipeg páskadaginn, 1. apríl,
kl. 11 f. h. á ensku og kl. 7 e. h.
á íslenzku.
Við morgunguðsþjónustuna
syngur Miss Beverly Brown ein-
söng, Easter Hymn, með texta
tekinn frá þýðingu af söng eftir
hinn heilaga Frans frá Assisi, og
lagið er gamalt þýzkt lag tekið
frá Geistliche Kirckengesang. —
Söngflokkurinn syngur anthem
Lead Me Lord, eftir S. S. Wes-
ley.
V i ð kvöldguðsþjónustuna
syngja Mrs. Elma Gíslason og
Pétur G. Magnús einsöngva. —
Mrs. Gíslason syngur Allelúja
eftir W. A. Mozart, en Mr. Mag-
nús syngur Hósanna eftir J.
Granier. Söngflokkurinn syng-
ur einnig tvo páskasöngva, Lofið
Guð í helgidómi hans eftir G.
Wennerberg og O Lord Most
Holy eftir César Franck. 1 þess-
um síðastnefnda söng syngur
Mrs. Gíslason einsöng.
Söngflokkurinn við morgun-
messuna verður undir stjórn
Mrs. B. Brown og organisti verð-
ur P. G. Hawkins. Organisti og
söngstjóri við kvöldmessuna
verður Gunnar Erlendsson. —
Fjölmennið við báðar messur
Sambandssafnaðar páskadaginn.
* * * *
Páskamessur í Gimli og Riverton
Messað verður í Sambands-
kirkjunni á Gimli páskadag kl. 2
e. h. og í Sambandskirkjunni í
Riverton sama dag kl. 8 e. h.
E. J. Melan
*
Heimboð
Séra Philip Pétursson og frú
hans hafa heimboð eða vinafund
í neðri sal Sambandskirkjunnar
fyrir vini og félaga safnaðarins,
í sama stíl og það sem hér er
kallað “at home”, mánudaginn
2. apríl, kl. 8.30 til 10.30 e. h.
•>3iiiiiiiiiiiiE]iiiiiiiiiiiic3iiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiic3iiiiitiiiiiiniiiiiiiin>9
! ROSE THEATRE )
| ----Sargent at Arlington----- g
| Mar. 29-30-31—Thur. Fri. Sat. |
I Monty Woolly—Dick Haymes g
| "IRISH EYES ARE SMILING" |
§ Richard Arlen—Jean Parker I
“ALASKA HIGHWAY"
s ------------------------------ i
ÍApril 2-3-4—Mon. Tue. Wed. =
Cary Grant—Janet Blair
''ONCE UPON A TIME"
Mich. O’Shea—Ann Baxter 5
"EVE OF ST. MARK"
.................
Páskamessa á Lundar
Messað á Lundar á páskadag
kl. 2 e. h. H. E. Johnson
★ * ★
Gjafir til Sumarheimilis ísl.
barna að Hnausa, Man.:
í Blómasjóð:
Bræðurnir Doddi Þorsteinsson
Winnipeg og Eddi Þorsteinsson,
ítalíu ____________________ $25.00
í þakklátri og hjartkærri minn-
ingu um Guðmundu Haralds-
dóttur Þorsteinsson, sem andað-
ist í Winnipeg, 25. des. 1944.
Meðtekið með innilegri saniúð
og þakklæti.
Sigríður Árnason,
—25. marz. Oak Point, Man.
★ ★ *
Vestur-íslendingar í
útvarpi frá Reykjavík
Þrír Vestur-lslendingar voru
á dagskrá Ríkisútvarpsins í
Reykjavík sunnudaginn 18. febr.
s. 1. Voru það þau ungfrú Snjó-
laug Sigurðsson píanóleikari,
Birgir Halldórsson söngvari og
Gísli Jónsson skáld. Töluðu þau
af hljómplötum, sem teknar voru
fyrir Ríkisútvarpið í Winnipeg
og New York síðastliðið sumar.
Sem kunnugt er var Benedikt
Gröndal blaðamaður á ferð hér
vestra í sumar, og sá þá um að
nokkrir tónlistasnillingar léku á
plötur fyrir útvarpið, og svo lét
hann nokkur skáld hér í Winni-
peg lesa kvæði sín á plötur. —
Þetta munu vera fyrstu plöturn-
ar, sem leiknar eru í útvarpið
heima.
Söngur Birgis vakti mikla at-
hygli hlustenda, svo og píanó-
leikur ungfrú Snjólaugar. Er
sennilegt að plata hennar verði
leikin aftur í útvarpið heima.
Þá dáðust hlustendur mjög að
kvæðalestri Gísla Jónssonar, og
þótti undrun sæta, hversu hljóm-
fallegt mál hann talaði eftir svo
langa dvöl í burtu frá Islandi.
Þessar þrjár plötur voru sett-
ar saman í dagskrárlið, sem kall-
aður var “Kveðjur vestan um
haf ”
* * *
Dánarfregn
Á mánudaginn var andaðist að
heimili sínu hér í bænum, Ste.
11 Acadia Apts., William Guð-
jón Johnson, einn af hinum
velþektu Hjarðarfellsbræðrum.
77 ára að aldri. Hann var fædd-
ur á Islandi og kom með foreldr
um sínum 16 ára gamall til Win-
nipeg og hefir dvalið hér síðan.
Hann var lengi vel við bygging-
arstörf sér í borginni og veitti
um tíma mörgum löndum vinnu.
S. 1. október átti hann 58. gift-
ingar afmæli. Kona hans, Odd-
ný, ásamt sjö börnum þeirra eru
á lífi, þrír synir, Leo og Lincoln,
báðir í Winnipeg, og Elmer H.,
í canadiska hernum í Evrópu;
fjórar dætur, Mrs. Paul Thor-
lakson, Mrs. Minnie Sveinson,
Mrs. Magnus Johnson, állar í
Winnipeg, og Mrs. E. G. Prid-
ham í Peterborough, Ont.; einn-
ig tólf barnabörn og þrjú barna-
barna-börn; eina systir, Mrs. J.
J. Swanson, og tvo bræður,
Christian og Alexander, öll í
Winnipeg. Jarðarför Guðjóns
sál. fer fram í dag kl. 2 e. h. frá
Fyrstu lút. kirkju.
★ ★ ★
Þakkarorð
Öllum vinum, skyldum og
vandalausum, er heiðruðu okkur
á tuttugu ogsfimm ára giftingar-
afmæli ’ okkar með veglegum
gjöfum og eftirminnilegu sam-
sæti, vottum við okkar innileg-
ustu hjartans þakkir.
Mr. og Mrs. Thorleifur
Skagfjörð,
Selkirk, Man.
Hjónavígsla
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði Ólafssyni að prests-
heimilinu í Selkirk, Christian
Júlíus O’Neil, frá Hnausa, Man.,
og Gladys Guðbjörg Stefánsson,
sama staðar. Giftingin fór fram
þann 20. marz. Til aðstoðar við
giftinguna voru þau Mr. og Mrs.
Walter Thorvaldson, Selkirk,
Man. Heimili ungu hjónanna
verður að Hnausum.
★ ★ ★
Til sölu
Menn og mentir, 4 bindi, eftir
Pál E. Ólason. Bækurnar eru í
góðu ásigkomulagi. Eftir frek-
ari upplýsingum skrifið P. O.
Box 200, Elfros, Sask.
★ ★ ★
Bréf '
23. febr. 1945
Kæra Heimskringla!
Mér datt í hug að leita til þín
vegna þess að mig langar mjög
til að komast í bréfasamband við
landa í Ameríku, helzt 15—16
ára, sem skrifar íslenzku.
Með vinsemd,
Kristín Enoksdóttir,
Bræðraborgarstíg 53,
Reykjavík, Island
★ ★ ★
Matreiðslubók
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til Mrs. E. W. Perry, 723
Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld
sted, 525 Dominion St. Verð
$1.00. Burðargjald 5^.
★ ★ ★
Hús til sölu á Gimli
ásamt tveimur lóðum ef óskað
er. Upplýsingar veitir:
Árni Jónsson,
Gimli, Man.
★ * \ *
Dominion Seed House
hefir nýlega gefið út afar
vandaða og skrautlega verðskrá,
með myndum af jurtum, blóm-
um og ávöxtum, og vildum vér
draga athygli bænda og blóm-
ræktar-manna, að auglýsingum
þessa félags, sem eru nú að birt-
ast í Heimskringlu.
Félag þetta hefir aðal bæki-
stöð sína í Georgetown, Ont. —
Það er þess virði að hafa þessa
verðskrá handtæka.
Fögur mær ber ekki pyngju,
en hún eyðir'miklu fé.
Belgiskur málsháttur.
P ERMANENTS
kr^ttipð^- Kr; Jriá'. r.r $2.50 and up
§§ií llHr Margra ára þekking og reynsla.
mKwlUÍBF r - Verk alt hið fullkomnasta.
Miss Willa Anderson og Miss Margaret
pKV áuj Einarsson eru þar til leiðbeiningar og
þjónustu íslenzkum viðskiftavinum.
SÍMI 97 703
, 's£|biééí11 v NU FASHION
327 PORTAGE—móti Eaton’s
Látið kassa í
KælLskápinn
WvnoLa
M GOOD ANYTIME
The SWAN MFG. Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER-STRIP
281 JAMES ST., WINNIPEG
Phone 22 641
Halldór M. Swan, eigandi
SNEMMA SÁÐNAR TOMATOS
Vordaga Chatham
Þœr allra fyrstu Tomatos—
hvar sem eru í Canada.
Ómetanlegar fyrir norðrið og vestrið
og aðra staði sem hafa stuttar árs-
tíðir. Einnig mjög ákjósanlegar á
öðrum stöðum fyrir fljóta sprettu og
gæði, eru fullþroska tveim vikum
eða meir á undan öðrum ávöxtum.
Reyndust ágætlega í sléttufylkjun-
um 1943 og 1944, þar með taldir
staðir svo sem Lethbridge og Brooks
í Alberta; Indian Head og Swift Cur-
rent í Sask., Brandon og Morden í
Man. I kringum Calgary, þar sem
gengu fyrst undir nafninu “Alberta",
urðu garðyrkjumenn alveg undradi
yfir þeim. I Lethbridge voru “Vor-
daga Chatham” fullþroskaðar viku
til tólf dögum á undan öðrum garðá-
vöxtum. I Mordan, Man., var vöxtur
þeirra frá 20% til 40% meiri en
nokkur önnur snemma þroskuð garð
tegund. “Vordaga Chatham” eru
smáar, þurfa ekki að binda upp, og
má planta tvö fet á hvern veg. Eplið
samsvarar sér vel, fallegt í lögun og
að lit, fyrirtaks bragðgott. Er um 2%
þml. í þvermál, en oftast þó meira.
Pantið eítir þessari auglýsing. En
þar sem eigi er nægilegt útsæði að
fá getum við ekki sent meira en
fram er tekið. (Pk. 15?f) (oz. 75<)
póstfrítt.
FRl—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945
Aldrei fullkomnari en nú.
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
The next meeting of the Jon
Sigurdsson Chapter, I. O. D. E.,
will be held at the home of Mrs.
J. B. Skaptason, 378 Maryland
St., on Tuesday, April 3rd, at
8 o’clock.
★ * ★
Hátíðamessur við Church-
bridge og Winnipegosis
Á páskadaginn í Concordia-
kirkju kl. 2 e. h. í Winnipeg-
osis sunnudaginn 8. apríl kl. 3
e. h. S. S. C.
★ * *
Lúterska kirkjan í Selkirk
Áætlaðar messur um páskana:
Föstudaginn langa, messa kl. 3
e. h. Páskadag, ensk messa, kl.
11 f. h. íslenzk hátíðarmessa
kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomn-
ir. S. Ólafsson
* * *
MESSUR og FUNDIR
i kirkju Sambandssafnaðar
Prestur, sr. Philip M. Pétursson
640 Agnes St. Sími 24 163
Messur: ó hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Saínaðarnefndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld I hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvérs mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: — Hvert
sunnudagskveld kl. 8.30.
Skátaflokkurinn: Hvert mið-
vikudagskveld kl. 6.30.
Söngœfingar: Islenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju miðvikudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: Á hverjum
sunnudegi, kl. 12.30 e.h.
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG í
ÍSLENDINGA j
Forseti: Dr. Richard Beck )
University Station,
Grand Forks, North Dakota t
Allir Islendingar í Ame- t
ríku ættu að heyra til
Þjóðrœknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir |
; Tímarit félagsins ókeypis) *
; $1.00, sendist fjármálarit- |
ara Guðmann Levy, 251 i
; Furby St., Winnipeg, Man. |
PRINCESS
MESSENGER SERVICE
We move trunks, small suite
furniture and household
articles of all kinds.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Telephone 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
Hársnyrting — beztu
aðferðir
AMBASSADOR
Beauty Salon
257 KENNEDY ST.
sunilan við Portage
Talsími 92 716
S. H. Johnson, eig.
Central Dairies
Limited
Kaupa mjólk og rjóma
Areiðanleg og fljót skil
Telephone 57 237
121 Salter St. — Winnipeg
Eric A. Isfeld, ráðsmaður
Thos. Jackson & Sons
LIMITED
A regular meeting of the Jun-
ior Ladies’ Aid of the First Luth-
eran Church will be held in the
church parlors on Tuesday, April
3, at 2.30 p.m.
COAL - COKE - BRIQUETTES
STOKER COAL
Phone 37 071 (Priv. Exch.)
370 Colony St. Winnipeg
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöðu'r er að ræða.
Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
★
The Viking Press Limited
Banning og Sargent
. WINNIPEG ::
MANITOBA