Heimskringla - 11.04.1945, Side 3

Heimskringla - 11.04.1945, Side 3
WINNIPEG, 11. APRÍL 1945 3. SlÐA HEIMSKRINGLA y í sur minningarorð Þorbjörg Olson Thorsteinsson Drekk út þitt glas, því dauðinn búin bíður, 'brýnir sitt sverð— og dokar þröskuld við. (Þýtt) H. H. fkjrbjörg Olson Thorsteinsson andaðist á tæringar'hælinu “Riv- ^rton” í Sieattle, WaSh., 18. des. s- 1. Hún var 43 ára að aldri, hún var jarðsungin frá Lútersku kiækjunni á Point Roberts, 21. s- »i. af séra Kolbeini Sæmunds- syni. Þorbjörg heitin, sem af vinum °ftast var kölluð Bertha, var ísedd árið 1901 í Victoria, B. C. Hún var yngst af sex systkinum. Þriggja vikna gömul fluttist hún til Point Roberts með for- oldrum sínum, Magnúsi S. Olson °g konu hans Sigríði Skúladóttur °g ólst hún þar upp til fullorðins ára. Hún stundaði hjúkrunar- fræði við St. Josephs Hospital í Bellingham, Wash., og ennfrem- Or við Providence spítalann í Seattle. Árið 1929 giftist bún Jónasi Thorsteinssyni, höfðu þau alist UPP í nágrenni og verið skóla'- systkini. Jónas er af merkisfólki kominn í báðar ættir. Hann hygði sér fagurt heimili með öll- um nýtízku þægindum og stend- Ur það, sem prýði fyrir Point ^oberts um langt skeið. E’au hjón eignuðust eina dótt- Ur, Joan að nafni, sem nú ásamt föður sínum, harmar hina látnu ^hóður. Fyrir nokkrum árum síðan hafði hún kent þeinrar brjóstveiki, siem að lokum leiddi hana inn á lönd hins ókunna. ^yrir 11/2 ári síðan var hún f lutt a áður nefnt tæringarhæli, og §áfu læknar þá ættingjum henn- ar og vinum litlar vonir um bata, eu sjálf var hún altaf hugró og v°ngóð og hress í anda til síðustu stundar. Hún var að eðlisfari hlíðlynd og hjartagóð, öllum ^oim sem áttu við erfið lífskjör a® búa, sérstaklega hafði hún ^ikla meðaumkvun með gamal- 'honnum, hjúkrunarstarfið var henni í blóð borið, hún var hús- ^Póðir hin bezta, hreinlæti, reglu- Serni 0g glaðværð ríkti á heimili hennar meðan kraftar leyfðu. — ^ríha og Jónas voru samvalin í að gefa gestum sínum góðar ^undir og láta þá muna eftir al- uðar viðtökum og innilegum hlý eUí eftir hverja heimsókn. En nu hefir snögglega orðið hljótt nrn þennan reit og sorgarský hvílir yfir hinu fagra heimili. •®fi hinnar látnu var aðeins helmingi gengin; það snertir sárara tilfinningar þeinra, Sem næstir standa, að þurfa að sJa að bak henni svo fljótt, þar ®eir> enn sýndist dagur hátt á Sár harmur og eftirsjá er Veðin að hinni öldruðu móður vjð fráfall Berthu, því hún var Sli * * eina öllum börnunum, sjö ° fÖlu, sem hafði bygt sér fram- *ðarheimili á Point Roberts, og Var því ávalt í nánu sambandi o moður sína, og gerði henni 1 léttara og bjartara í lellinni. ^jgríðuir Olson er ein af þess- mörgu hetjum sem almenn- ngyr veit lítið um og sjaldan er et>ð að neinu. Árið 1907 misti hún mann sinn f rá stórum bama- hóp það elzta þá á 10 ári; ól hún þau öll upp af eigin ramleik og dugnaði og kom þeim öllum prýðilega til manns, dæturnar þrjár lærðu hjúkrunarfræði, hún var vitavörður og hafði umsjón með skólahúsinu á Point Ro- berts um f jölda mörg ár, var það mikið starf fyrir margra bama móðir. Hið norræna þrek og víkingslundin kom hienni þá oft að góðu liði, enda á hún hvor- itveggja í ríkum mæli. Bertha heitin á sex alsystkin á lífi, eru nöfn þeirra þessi: Vil- hjálmur S. Olson, Seattle; Skúli T. Olson, Seattle; Mrs. George Elsner, Seattle; Mrs. Powell R'enstrum, Anacortes; Mrs. T. Marshall, Seattle; Mrs. Bill Fredricks, Vancouver, B. C.; einnig hálfbróðir H. E. Magnús- son, Seattle. Þessir nákomnu ættingjar minnast nú með söknuði sam- verustundanna allra og þakka hinni framliðnu systur með klökkum hjörtum. Við jarðarförina voru flestall- ir íbúar Point Roberts og f jöldi aðkomandi ættingja og vina Ol- sons fjölskyldunnar. Veðrið var skýrt og fagurt og friður og ró hvíldi yfir allri athöfninni, og þessum kyrláta stað, þar sem Is- lendingar höfðu tekið sér ból- festu fyrir mörgum tugum ára síðan og margiir þeirra hvíldu nú sín lúin bein í rjóðrinu sem höggvið hafði verið inn í þykk- an skóginn skamt frá kirkjunni. Allir, sem viðstaddir voru lutu þar höfði að síðustu við gröf þessarar landnáms dóttur, sem nú var lögð hér til hinnair hinstu hvíldar. Því næst skildu menn við þennan helga reit. Með lotningu og þakklæti. H. E. Magnússon Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu British Columbia Fegurð mesta af fylkjum átt, fyllir hugann lotning. Móts við skýin mænir hátt mikla f jalladrotning. Hjá þér loks er frið að fá fjarri margri plágu. Austur flýgur engin þrá, yfir fjöllin háu. Alt af það sama Engin nýung. — Andans peð, yrkja gamla lofið. Óbreytt bera erfðaféð — inn í veizluhofið. Nafnið og sálin Innrætis var útsýn skökk, engin staðreynd vegin. Nafnið flaut, en sálin sökk síngirninnar megin. Kommúnisminn Nítján öldum fór ei fet fram í mannlífs rétti. Fyrsta kristið kærleiks met, kommúnisminn setti. Til J. K. Johnsons Þér er tamt að gera gott gleðisnauðum hlyni. Þiggur hvorki þurt né vott þó, í launa skini. Hirðskáldið Hátíðlega hirðskáld, kært hofmönnum og snótum, raðar orðum, utan lært, eftir settum nótum. Til Jónasar Pálssonar Lifðu Jónas langa tíð lífsins þeystu gandi. Þegar penna þarf í stríð þú ert ómissandi. Ef þú sbrifar orð í blað allir lesa og heyra; bölva — eða blessa það, biðja svo um meira. H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 No' i'l)’ 21 331 Peningamaðurinn Virðir lítið viðhorf ný, verði einhver fleginn. Sál hans langar seðla í summur hinu megin. J. S. frá Kaldbak Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, lsland. VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar •eynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. EFTIR UNNINN SIGUR HVAÐ VILTU GERA? Kaupa hús? Bújörð? Bifreið? Flutninga bifreið? Starf- rækja atvinnu fyrir sjálfan þig? Það gerir ekkert hvað þú hugsar þér, þú hefir betra tækifæri að koma hugsunum þínum fyllilega í framkvæmd, ef þú lætur hvern dollar er þú hefir ráð á, í Sigurlán þjóðar þinnar. 4 Hvert Sigurláns Yerðbréf er þú kaupir er trygt með auðæfum Canada. Þau eru sú tryggasta og öruggasta inn- stæða er hægt er að eignast. En svo eru Sigurlánin meira en trygg innstæða! Þau eru einnig lykillinn að geta fylt forðabúr hermanna vorra með hergögnum og öðrum nauðsynjum, sem eru ómissandi til að enda stríðið bráðlega og losa veröldina við ribbalda- hátt Þýzkalands og Japans. Með öðrum orðum, lánin stytta stríðið og flýta fyrir þeim degi er þig hefir dreymt um að koma skal að stríðslokum. Gerðu nú þegar ráð fyrir að kaupa Sigurláns Verðbréf— meir en nokkru sinni áður. Ef, þegar tími kemur að kaupa skal verðbréfin, að þú hefir ekki næga peninga við hendina eða í bankabók þinni, til að kaupa eins mikið og þig langar til, þá er bankinn viljugur að lána þér það sem á vantar. Og mundu það, að þú færð 3% rentur á Sigurláns Verð- bréfum. Ný veröld er í sköpun. Trygðu þinn eigin efnahag í þeirri nýju veröld með Sigurláns Verðbréfum. Áttunda Sigurlánið hefst 23. apríl Verið viðbúin að kaupa VICTORY BONDS • NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 8-63

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.