Heimskringla - 11.04.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. APRIL 1945
“Mir. Amrrton sagðist hafa verið niðri á
járnibrautarstöðinni. Hann sagði að Philip væri
farinn í farðalag, annað hvort til Síam eða til
Patagóníu. Hann vissi ekki hvort, og að hann
hefði ekki skilið eftir neitt heimilisfang. Hann
sagði----”
Henderson heyrði það greinilega að hún
féll á gólfið, síðar heyirði hann mannamál, og
skildi að einhverjir hefðu fundið hana. Síðan
gekk hann inn í eitt af herbergjunum, en gat
enga ró fundið eftir allar þessar geðshræringar,
sem hann hafði haft.
Daginn eftir lagði Edith_Carr af stað til
Evrópu. Henderson þóttist viss um, að hún
byggist við að hitta Philip þar. Henderson
þóttist þess fullviss, að henni mundi bregðast
sú von, þó hann hefði enga hugmynd um hvar
Ammon væri. En eftir langar bollaleggingar,
komst hann að þeirri ákvörðun, að hann mundi
bráðlega hitta Edith í Chicago, og hann settist
því um kyrt heima hjá sér, og var þar um sum-
arið.
★ ★ ★
“Elenóra, einhver kemur þarna neðan veg-
inn,” sagði Mrs. Komstock.
“Heldur þú að hann sé að koma hingað?”
“Já, eg held að hann komi hingað.”
Elenóra leit snöggvast á móður sína, en leit
svo niður á veginn, og í þeim svifum kom Philip
að hliðinu.
“Gættu þín nú mamma,” sagði Elenóra með
aðvarandi rómi. “Ef það verður í framkomu
þinni gagnvairt honum á nokkurn hátt öðruvísi
en fyr, fær hann grun. Komdu, við skulum
ganga á móti honum ofan að hliðinu.”
Hún lét verkið, sem hún hafði með höndum
falla niður, og reis skyndilega á fætur.
“Þetta er vissulega óvænt ánægja,” sagði
hún.
Hún var dáiítð holdgrennri en hún var
árið áður. Andlit hennar bar þroskaðri og ró-
legri svip. Hann greip báðar hiendur hennar,
'þótt hún rétti honum bara aðra þeirra.
“Elenóra,” sagði hann, “ef þér hefðuð verið
trúlofuð mér, og við hefðum verið ásamt hundr-
að manns á dansleik, þar sem eg hefði stygt yður
óviljandi, og ef eg hefði svo beðið yður afsök-
unar í áheyrn allra viðstaddra, og biðið um leyfi
til að útskrýa málið — mundi þá andlit yðar
hafa afmyndast af reiði, svo mjög, að það hefði
arðið óþekkj anlegt ? Munduð þér hafa fleygt
hringnum mínum á gólfið og móðgað mig hvað
eftir annað? Miunduð þér hafa gert það, Elen-
óra?”
Hin stóru augu Elenóru horfðu á hann með
forundrun, en hún varð föl í andliti. Hún reif
hendur sínar af honum.
“Hættið nú Philip!” sagði hún. “Þér hafið
víst fengið hitaveikina á ný. Þér hljótið að vera
dauðveikur, þér vitið ekki einu sinni hvað þér
eruð að segja.”
“Eg er þreyttur og hef ekki sofið. Hjarta
mitt er sjúkt, en annars er eg eins hraustur
Iíkamlega og eg hefi nokkurn sinni verið. En
svarið samt spurningu minni, Elenóra.”
“Æ, látið yður ekki detta í hug að biðja
um svar við öðru eins og þessu,” sagði Mrs.
Komstock. “Hengið frakkann yðar á naglann
þarna, Philip, og komið svo og kljúfið fáeinar
spýtur í eldinn. Elenóra, þú verður að fara
burtu með iþetta dót þitt og leggja á borðið.
Getur þú ekki séð að ungi maðurinn er þreyttur
og hungraður. Hann er kominn heim til að
hvíla sig og fá sér ærlega máltíð. Komið nú
mieð mór, Philip!”
“Mrs. Komstock lagði af stað og Ammon
hengdi frakkann þar sem hann hafði verið van-
ur að hengja hann til forna, og fór svo á eftir
henni. Þegar Elenóra gat ekki heyrt til þeirra,
sneri hún sér við og leit á hann.
“Kallið iþér yður mann eða hund?” sagði
hún reiðuglega.
“Mrs. Komstock, eg er hingað kominn til
að biðja Elenóru að gitast mér.”
“Þeim mun heimskulegri er aðferð yðar,”
sagði Mrs. Komstock. “í gær um þetía leyti
voruð þér vafalaust heitbundinn annari stúlku.
óður og uppvægur af einni eða annairi ástæðu,
þjótið þér svo hingað til að hafa Elenóru sem
meðal til að gera hina stúlkuna afbrýðissama.
Ef þér búið héi*' úti í svo sem viku tíma og
hvílið yður, munuð þér sjá eftir öllu saman og
ferðast heim til Chicago, eða ef þér hafið nægi-
legan manndóm til að standa fast við ákvörðun
yðar, kemur hún og kirefst yðar. Þegar þið eruð
svo alsátt orðin og farið héðan bæði í einingu,
hvernig fer þá um dóttur mína?”
‘Æg er lögfræðingur, Mrs. Komstock,”
svaraði Ammon. “Mér finst að það hljóti að
vera andstætt réttlætistilfinningu yðar, að
leggja dóm á málefni mitt án þess að hsyira
málsbætumar. Það má ekki minna vera en
þér hlustið á mig fyrst.”
“Hlusta á yður,” sagði Mrs. Komstock
hranalega. “Eg vildi miklu heldur heyra hvað
stúlkan færði sér til málsbóta.”
“Eg vildi óska að þér hefðuð 'heyrt hana og
séð í gærkveldi’” sagði Ammon. “Þá efaðist eg
ekki um hver dómuir yðar yrði.”
Hann lýsti nú fyrir henni hvað gerst hafði
kvöldið áður.
“Trúið þér mér?” spurði hann.
“Já,” svaraði Mrs. Komstock.
“Get eg verið hér?”
“Það er hægt hvað yður snertiir, en hvað
um hana?”
“Mér er alveg sama um hana. Hún hafði
gert ráð fyrir, að ferðast til Evrópu í morgun.
Þangað hugsa eg að hún sé ilögð af stað nú. Elen-
óra er mjög ráðsett, Mrs. Komstock. Gætuð þér
ekki lofað henni að útkljá þetta mál?”
“Lokaúrslit þessa máls hvíla auðvitað í
hennar höndum,” sagði Mrs. Komstock. “En
munið þetta! Hún er alt sem eg á. Svo langt
sem eg veit, þá hafið þér ætíð komið fram sem
heiðarlegur maður, og þér getið verið hér. En
ef þér bakið hienni tára og hjartasviða, þá megið
þér ekki vera viss um að eg horfi á það aðgerða-
laus. Eg mun berjast eins og ljón, gangi Elen-
óru eitthvað á móti.”
“Það er eg viss um að þér munduð gera,”
svaraði Ammon, “og eg ásaka yður ekki á nokk-
urn hátt, þó að þér gerðuð það. Eg elska Elen-
óru af ölflu hjarta. Eg á gott heimili og góða
stöðu í mannfélaginu, og fjölskyldunni minni
mun þykja vænt um hana. íhugið þetta. Eg
i veit að þetta kemur mjög á óvart, en faðir minn
réði svo til þessa.”
Þau bjuggu út kvöldmatinn og snæddu
hann, síðan gengu þau út í laufskálann og töl-
uðu þar saman, en stundum spilaði Elenóra fyrir
þau þangað til mál var komið, að Ammon héldi
heim.
“Viljið þér fylgja mér út að hliðinu?”
spurði hann Elenóru, er hann reis á fætur.
“Ekki í kvöld,” svairaði hún. “Komið
snemma á rnorgun, ef þér viljið, og þá skulum
við fara yfir að Slöngu læknum og leita þar að
skordýrum og finna ljónstönn í miðdagsmat-
inn.”
Ammon laut að hienni. “Fæ eg leyfi til að
segja yður á morgun hversvegna eg kom?”
spurði hann.
“Ekki hugsa eg það,” svaraði Elenóra. “Það
er mér nóg að við erum góðir vinir yðar, og hér
hafið þér fundið athvarf. Eg hugsa að það væri
betra að við séum það í viku eða hálfsmánaðar
tíma áður en þér segið neitt um erindi yðar.
Það gæti viljað til, að það sem þér ætlið að
segja breytist á þeirri stund.”
“Það bireytist ekki vitundar ögn,” sagði
Ammon.
“Þá getur það vel biðið þessa stund,” sagði
Elenóra. “Komið samt snemma í fyrramálið.”
Hún tók fiðluna og fór að spila fjörugt
danslag.
“Það veit trúa min,” sagði Mrs. Komstock,
“að eg hafði rangt fyrir mér. Eg hélt að þú
gætir áreiðanlega ekki gætt þín.”
Elenóra hló á meðan hún var að spila.
Mánuðuirinn, sem á eftir fór, var endur-
tekning af síðastliðnum júní. Munurinn var
aðeins sá, að nú kom Philip fram sem biðill
Elenóru. Edith Carr hafði ferðast til Evrópu
alveg úrvinda af sorg. I lok mánaðarins spurði
Philip Elenóru að því, hvort hún vildi giftast
sér, en hún bað um umhugsunairfrest, þar sem
hún óskaði að vera viss um tilfinningar sínar,
og svo um hans, áður en hún játaðist honum.
En hún var samt viljug til að bera fagran dem-
antshring, sem hann pantaði frá Chicago.
24. Kap. — Gestir frá Chicago
koma til Flóans.
Hart Henderson gaf aðvörunarmerki úr
hinni stóru bifreið, sem rann hart eftir Brush-
wood veginum milli hinna háu eika, sem stóðu
beggja megin við veginn. Þeir sem í bifreið-
inni sátu, sáu framundan sér stórt bjálkahús,
þakið vafningsviði. Þarna í vagninum voru:
ung stúlka, klædd grænum kjól, hjá henni sat
ungur maður og laut að henni. Edith Carr var
þar og saup hveljur. Polly Ammon gaf George
Levering olnbogaskot og deplaði augunum.
Edith hafði fyrir nokkrum dögum síðan
komið heim frá Evrópu. Hún hafði ásamt
Hendarson heimsótt Ammon fjölskylduna og
sagt að þau ætluðu að aka í bifreið út í Flóann,
og hitta þar Philip, sem snöggvast, og vildu að
Tom Levering og Polly Ammon kæmu líka.
Mrs. Ammon fanst heppilegra, áð Polly færi
til að vera Philip til styrktar, og láta hann ekk:
vera einan er þau Edith hittust. Polly var
reglulega í lessinu sínu, því að hún hafði litla
ást á Edith Carr, og hafði aldrei hlakkað neitt
til að fá hana fyrir mágkonu. Tveim dögum
áður hafði faðir hennar trúað henni fyrir því
hvar Philip væri, og látið hana lofa því að þegja
yir því, og sagt henni, að hún skyldi senda
Philip fallegasta demantShringinn sem hún gæti
fundið. Polly vissi auðvitað hvar átti að fá
hringinn, en hún vissi ekki að vinkona sú, sem
hafði farið með hienni til gullsmiðsins, hafði
farið þangað seinna, og hafði sagt þjóninum í
búðinni, að hún vildi ganga úr skugga um hvort
utanáskriftin væri rétt. Á þann hátt hafði hún
komist að því hvar Philip dvaldi, og sagt Edith
Carr frá því.
Tveim dögum síðar hafði Edith komið
Henderson til að keyra til Onabasha. Með því að
fylgja ilandabréfi fundu þau Komstock húsið,
og óku fram hjá því, bara til að sjá hvernig það
væri. Henderson hafði enga löngun til að fara
í þetta ferðalag, og reyndi að telja Edith frá að
fara þetta, en hún reyndi ekkert að leyna fyrir
'honum sorg sinnj, og hann hafði ekki hjarta til
að neita henni um að fara þetta.
Það var glaða sólskin, svo að útsýnið var
gott. Til þess að hlífa Edith við að horfa of
lengi á húsið, þá þeytti Henderson hornið og
ætlaði svo að halda áfram til bæjarins, en Poily
reis upp úr sætinu og hrópaði: “Philip! Philip!”
Og Edith gaf Henderson skipun, með þeim
valdsmannslega hætti, sem henni var tamur, að
aka upp að hliðinu.
“Reynið að koma því svo fyrir, að eg geti
talað við hana augnablik í einrúmi,” sagði hún í
skipandi rómi, er þau stigu út úr bílnum.
“Þetta er hún Polly systir mín, Tom Lever-
ing, kærastinn hennar, einn vina minna, sem
heitir Henderson og —” tók Philip til máls.
“Edith Carr,” bætti Elenóra við.
“Og Edith Carr,” endurtók Philip. “Elen-
óra, gerið það nú fyrir mínar sakir að bera þig
vel. Koma þeirra hingað gerir hvorki til né
frá. Eg mun ekki láta þau vera hérna meira en
tvær til þrjár mínútur. Komdu nú með mér.”
“Sjáið þér nokkurn óttasvip á mér?” spurði
Elenóra rólega. “Þarna er ástæðan fyrir því, að
þér hafið ekki fengið svar mitt. Eg hefi beðið
í sex vikur eftiir þessari bifreið. Þér getið boðið
þeim inn í laufskálann.”
Hún gat séð að Miss Carr var hrífandi fög-
ur og bar sig yndislega á þann hátt, sem sagan
segir að framkoma kóngsdætra sé. Og hún lét
lekki á löngu bíða að taka Philip taki, en hann
var ilíka gæddur þeim hæfileikum, að hugsa og
breyta eins og þöirfin krafði og hiklaust. Hann
vissi að Elenóra var að horfa á þau, þessvegna
sneri hann sér að hinu samferðafólkinu.
“Þú verður nú að sleppa henni svolitla
stund, Tom,” sagði hann. “Eg vissi ekki fyrri
en nú, hve heitt eg þráði að sjá litlu nornina
hana systur mína, en samt ler það satt. Hvemig
líður pabba og mömmu? Polly, vertu nú reglu-
lega góð við Elenóru,” hvíslaði hann.
“Hm!” tautaði Polly, “því var eg nú víst
búin að lofa.” En upphátt sagði hún: “Aldrei
hefi eg séð eins fríða stúlku. Tom, komdu hing-
að undir eins og styddu mig, svo eg rjúki ekki
um koll.”
Tilraun Edith að verða við hlið Philips er
þau færu á fund Elenóru, — en þau sáu og
skildu öll þá tilraun, — mistókst með öllu.
Henderson tók hana að sér, er Philip fór til
systur sinnar. 1 stað þess að styðja Polly, hljóp
Tom til og opnaði hliðið fyrir þau. Edith gekk
fyrst inn, en Polly þaut á undan henni og hélt
Philip í handlegg hennar, og þannig komu þau á
hálfgerðum hlaupum heim til Elenóru. Polly
leit eftir því hvort að hún hefði hringinn á fingr-
inum, og þegar hún sá að svo var, þá var málið
útkljáð hvað hana snerti.
“Æ, þú fagra, kæra, kæra, stúlka!” sagði
hún og faðmaði hana að sér og kysti hana. Og
með varirnar fast að teyra hennar, hvíslaði hún:
“Systir — kæra, kæra systir!”
Elenóra rétti úr sér og starði í vandræðum
sínum á Polly. Það var falleg stúlka, og hún
var í dásamlega fögrum búningi. Augu henn-
ar tindruðu og dönsuðu af lífsgleði. Er hún
vék til hliðar, svo að hin gætu komist að, hélt
hún í hendi Elenóru. Edith hneigði sig djúpt,
tautaði eitthvað og snerti hendi Elenóru með
fingurgómunum. Á því augnabliki fyltist hjarta
Eelnóru af meðaumkvun með þessari dökk
hærðu, fögru stúlku.
“Komið inn í forsæluna”, sagði Elenóra.
“Ykkur hefir hlotið að finnast heitt úti á veg-
inum. Viljið þið ekki taka af ykkur yfirhafn-
irnar og fá ykkur eitthvað svalandi að drekka?
Philip, viljið þér ekki biðja mömmu að koma
með brúsann utan frá lindinni?”
Þau fóiru inn í laufskálann og létu í ljósi
ánægju sína yfir að koma inn í svalann, sem
þar var og skuggann. Mjrs. Komstock kom nú
og talaði mjög rólega við Philip. Elenóra leit á
hana rannsakandi, en varð einskis vísari, eða sá
enga geðshrærngu nema ief vera skyld að augu
hennar voru eins og skærari. Polly gekk strax
til hennar og kysti hana. Augu Mrs. Komstock
tindruðu af gleði er hún tók kveðju ungu
stúlkunnar, og kysti hana innilega.
Vatnsbrúsinn var bráðlega tæmdur og fór
Elenóra til að fylla hann á ný. Er hún vair farin
spurði Henderson Philip ráða, hvernig gera
ætti við einhverja smábilun, sem væri að bif-
reiðinni. Þeir fóru út á veginn og tóku að rann-
saka bílinn með mikilli nákvæmni, til að finna
hvað að honum gengi, en það var ekkert. Lev-
ering og Polly iræddu við Mrs. Komstock með
miklu fjöri. Henderson sá að Edith reis á fæt-
ur, og að hún gekk eftir stígnum í skógarbrún-
inni og beið undir víðitré leinu eftir því, að Elen-
óra skyldi koma frá lindinni. Hann vissi að
ferðin var gerð til að ná þessum fundi. Hann
lagðist niðuir og skrúfaði eitthvað laust undir
bílnum, vann, bað um hjálp, og tafði Philip við
að skrúfa skrúfur og bað hann að fylla olíu-
könnuna með olíu. En altaf hafði Henderson
auga á Edith og Elenóru undir víðitrénu, en
gáði samt altaf að því, að draga athygli Philips
frá þeim, og láta hann vera hinumegin við bíl-
inn, svo hann sæi þær ekki. Þegar Elenóra
kom fyrir hornið með brúsann stóð hún and-
spænis Edith Carr.
“Mætti eg fá að tala við yður í augnablik?”
sagði Miss Carr.
“Meö ánægju,” sagði Elenóra og hélt áfram.
“Setjið brúsann þarna á bekkinn!” skipaði
Miss Carr eins og hún væri að tala við vinnu-
konuna sína.
“Eg vil ekki bjóða gestum mínum hálf-
volgt vatn að drekka,” sagði Elenóra. “Eg
skal koma hingað til baka, langi yður í raun og
veru til að tala við mig.”
“Eg kom hingað einungis í þeim tilgangi,”
svaraði Edith.
“Það væri leiðinlegt að fara svona langt í
hita og ryki án þess að ná þeim tilgangi. Eg
skal koma aftur eftir eitt augnablik.”
Elenóra setti brúsann fyrir framan móður
sína. “Geirðu svo vel og heltu í glösin fyrir
þau. Miss Carr óskar að tala við mig,” sagði hún.
Unga stúlkan gekk hægt og alvarleg á
svipinn að víðitrénu.
“Viljið þér ekki fá yður sæti?” spurðf hún
kurteislega.
Edith Carr leit á bekkinn, og var sem hroll-
ur færi um hana.
“Nei, eg vil heldur standa,” sagði hún.
“Gaf Mr. Ammon yður þennan hring, sem þér
hafið, og lítið þér á yður sem kærustuna hans?”
“Með hvaða rétti spyrjið þér svona per-
sónulegra spurninga?” spurði Elenóra.
“Með rétti tilvonandi eiginkonu hans. Eg
hefi verið trúlofuð Philip Ammon næstum því
síðan eg gekk í stuttum kjólum. Alla æfi okkar
höfum við litið svo á, að við yrðum hjón. Það
sem hefiir verið ákveðið árum saman verður
ekki þurkað út í einni svipan af auknabliks
misgáningi. Hann hefir altaf elskað mig af
öllu hjarta. Látið mig hitta hann einslega í tíu
mínútur, og -hann tilheyrir mér um alla eilífð.”
“Eg efast mikillega um það,” svaraði Elen-
óra, “en eg samþykki það af heilum huga að
þér gerið tilraunina. Eg skal kalla á hann.”
“Bíðið við!” sagði Edith í skipandi rómi.
“Eg sagði yður að eg hafði komið til að tala við
yður.”
“Eg man eftiir að þér sögðuð það,’ svaraði
Elenóra.
“Mr. Ammon er trúlofaður mér, og eg ætla
að fara með hann með mér til Chicago.”
“Það er þá ekki satt að þér fleygðuð tvisvar
í hann hringnum hans, smánuðuð hann opin-
berlega, og sögðuð honum upp í allra áheyrn?”
“Það var yður að kenna!” hrópaði Edith.
“Eg get vel skilið þvílíkt aðdráttarafl þessi stað-
ur hefir um sumartímann. Eg get séð hvemig
þér gátuð veitt hann í net yðar.”
“Maður gæti kallað þvilíka staðhæfingu
lýgi,” sagði Elenóra. “Annað skiftið, sem eg
hitti Mr. Ammon, sagði hann mér að hann væri
trúlofaður yður, og eg fóir ætíð eftir þeirri stað-
reynd. Er hann fór í burtu, þá hvorki bjóst eg
við né vonaði að sjá hann nokkuru sinni fram-
ar.” Orðin voru sögð í blíðum og lágum
rómi. — “Og svo senduð þér hann frá yður
lausan allra mála við yður.”
“Og yfir því hrósið þér happi!” æpti Edith.
“En nú skal eg siegja yður að hann er ekki laus
við mig. Ef þér giftust honum, munduð þér
finna áður en mánuður væri liðinn, að hann
þráði mig. Hann gæti ekki elskað mig eins og
hann hefir gert og varpað mér svo fár sér bara
vegna svolítls uppistands.”
“Þér drápuð ást hans til yðar fyrir fult og
alt, er þér svívrtuð hann opnberlega. Þér dráp-
uð ást hans til yðar svo algerlega, að hann er
yður einu sinni ekki gramur.”
Edith Carr stóð þarna eins og drotning. —
Hún var háðsleg á svipinn. “Þér hafið rangt
fyrir yður. Ekkert í heiminum gæti drepið ást
hans á mér.” Og Elenóra sá að unga stúlkan
trúði því, sem hún sagði.
“Þér eruð heldur en ekki vissar í yðar sök.”
“Eg hefi ástæðu til þess,” svaraði Edith.
“Við höfum verið svo lengi ásamt hvort öðru
og elskast svo heitt og lengi. Samvistir okkar
hafa varað fleiri ár en ykkar eru dagar. Hann
er minn! Starf hans, framtíð hans, staða hans
í mannfélaginu er við hlið mina. Þér getið
haft aðdráttarafl héma úti í sveitinni í sumar-
fríi sjúks manns. Ef hann reyndi að flytja
yður inn í félagslíf heldra fólksins þá yrðuð þér
honum til skammar áður en vikan væri liðin.”