Heimskringla - 02.05.1945, Qupperneq 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 2. MAÍ 1945
Heimskringk
, (StofnuB lttSJ
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185
VerS blaSsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar. borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaSinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185
WINNIPEG, 2. MAl 1945
Heimsókn landstjórans til Gimli
Canadiska þjóðin er talin með yngstu þjóðum þessa heims.
Samt er hægt um menningu landsins að segja, að hún eigi sér eld-
forna sögu. Inn í framfarasögu hins unga lands, hefir ofist menn-
ing frá sumum >elztu menningarþjóðum Evrópu með landnemunum
sem frá þeim hafa hingað flutt.
Við vorum mint á þetta í ræðu, er landstjóri Canada flutti r
móttökuveizlu er Islendingar héldu honum á Gimli s. I. fimtudag
(26. apríl). Landstjórinn er, eins og frá hefir verið skýrt í heim-
sókn um Vestur-Canada. Að hans hágöfgi ásamt Alice prinsessu
heimsóttu í þeirri ferð íslenzka landnámið er heiður, sem fá-
mennasta þjóðarbrotið getur litið á sem viðurkenningarvott um
menningarleg áhrif þess á þjóðlífið, sem hér er að spretta upp og
er þegar orðinn blómlegur vísir til vaxandi, mikillar þjóðar. Að
þrír landstjórar hafa nú heimsótt þetta landnám, virðist mega
skoða sem vott þess, að það hafi eftirtekt okkar betri manna vakið.
Við komu hinna tignu góðu gesta, jarlsins af Athlone og Alice
prinsessu, klæddist Gimli sínum hátíðarbúningi. Skemtigarðs-
höllin var skreytt .innan flöggum, grenitrjám og annari samkomu-
húsa prýði. Rétt eftir klukkan tvö, komu gestirnir. Tóku Jón
Laxdal kennari og Paul Bardal á móti þeim við dyrnar og leiddu
gegnum raðir af Girl Guides og Skátasveitum í einkennisbúning-
um, sem lífvörð stóðu, til sætis. Að baki sætum þeirra
blöstu við stór tjöld með myndum af Islandi. Eftir að þjóðsöngur
Canada hafði verið spilaður af hornleikaraflokki úr hernum á
Gimli, undir stjórn Cpl. N. Holling, bauð forseti Jón Laxdal
kennari gestina velkomna með vel orðaðri ræðu, sem birt er á
öðrum stað í þessu blaði. Á eftir honum hélt Hjálmar Bergmann
dómari all-langa og góðu ræðu og gaf gestunum margar sögulegar
upplýsingar um landnámið íslenzka. Að því loknu svaraði hans
hágöfgi The Earl of Athlone ræðunum,, mintist Islendinga mjög
hlýlega og þess mikla skerfs, er þeir höfðu hér til þjóðlífsins lagt,
andlega og verklega og kvað þá með landnámsstarfi sínu hafa
gefið eftirkomendum sínum og hinni ungu þjóð þessa lands fagurt
og göfugt eftirdæmi.
Þá var sunginn þjóðsöngur íslands af íslenzkum kirkjukórum
á Gimli.
1 minningu um komuna til Gimli, afhenti forseti landstjóra
bókina “Island í myndum” sem souvenir.
Næst var hennar hátign, Alice prinsessu afhentur blómvönd-
ur af íslenzkri stúlku, er'hét Benetta Helgason; móðir hennar,
Mrs. Dorothy Helgason, er dóttir Jóns Jóhannssonar, en hann
var fyrsta íslenzka barnið, er fæddist á Gimli.
Þá voru nokkrir viðstaddir Islendingar kyntir hinum tignu
gestum. Voru á meðal þeirra nokkrrr elztu landnemar. Sátu
þeir í fremstu röð gestanna er kynna átti. 1 stað þess að bíða þess,
að þeir gengu fram gengu landstjóra hjónin til þeirra og heilsuðu
þeim. Sýndu þau mikinn góðvilja með þessu. Nöfn landnemanna
og annara er kyntir voru í skemtigarðshöllinni, eru birt á öðrum
stað í blaðinu.
Ennfremur eru nöfn þeirra íslendinga birt, er boðnir voru til
miðdagsverðar með landstjóra og landstjóra-frúnni hjá hernum
á Gimli og þar voru kyntir. En sá miðdagsverður fór áður fram
en veizlan í skemtigarðshöllinni og í íbúðum hersins, fjórar mílur
vestur af Gimli. 1 fylgd með landstjóranum þaðan og sem sæti
tóku með honum í skemtigarðshöllinni, voru S. S. Garson forsætis-
ráðherra, Commander G. E. Kernohan, H.M.C.S. Chippawa; Air
Vice Marshall K. M. Guthrie, Wing Commander E. Weaver og
Mrs. Weaver. Mrs. Laxdal og Miss Vera Grenfell, lady-in-waiting
to the Princess, Major Mark Clayton, Capt. N. A. Usher og Flt.
Lieut. J. E. McClure, aides de camp. Bera öllu þessu fólki af
hálfu Islendinga þakkir fyrir komuna og ýmsa aðstoð við þessa
eftirminnilegu heimsókn.
Islendingar líta á komu landstjórans, The Earl of Athlone og
H.R.H. Alice prinsessu, sem mikinn heiður sýndan landnámi
þeirra og í fylsta skilningi sem sögulegan viðburð.
ÍSLENZK BÖRN SKEMTA
Skólaári Laugardagsskóla
Þjóðræknisfélagsins lýkur n. k.
laugardag. Verður þessa minst
með samkomu í Sambandskirkju
og skemta þar börnin, sem ís-
lenzkunám hafa stundað í vetur
með upplestri og fleiru. Alt fer
fram á íslenzku.
Er nú enn einu sinni skorað á
Islendinga að sækja samkomu
sem þessa. Væri mjög æskilegt,
að foreldrar hefðu börn sín með
sér sem enn sækja ekki íslenzku-
nám, til að sýna þeim hverju
kenslan kemur til leiðar, ef ské
kynni að það vekti áhuga hjá
þeim fyrir íslenzku námi. Það
gæti seinna komið í veg fyrir þá
iðrun, sem margir unglingar nú
oft bera, er þeir finna afa eða
ömmu út af því, að geta ekki
bablað við þau á máli þeirra,
hinu réttilega móðurmáli sjálfra
barnanna.
Þetta er kjarni alls þjóðrækn-
isstarfs Vestur-lslendinga. Samt
er þar svo illa komið, vegna
hirðuleysis okkar, að ekki má
verra vera. Og svo erum við að
básúna, hve þjóðræknir við sé-
um.
Það skal ekki í þetta sinn farið
út í þetta mál eins og gera þarf
og gert skal seinna. Hér skal að-
eins mint á þessa samkomu og
benda íslendingum á að fjöl-
menna á hana og sýna með því
náms-börnunum, að nám þeirra
eigi hér lífrænan hljómgrunn,
og að það hafi ekki verið dautt
mál, sem þau voru að læra.
Heimskringla hefir verið beð-
in að geta þess, að samkoman
byrji klukkan sjö að kvöldinu,
en ekki eftir átta, eins og á að-
göngumiðunum stendur. — Ollir
þessu sérstakt atvik.
HRÆÐILEG SAGA
Það hafa litlar fréttir borist
hingað frá Danmörku frá því
landið var hernumið. Á fimtu-
dagskvöldið brá út af þessu. í
Winnipeg var staddur maður,
seiri Peter Freuchen heitir og er
kapteinn. Hann er danskur, víð-
kunnur fyrir bækur, er hann hef-
ir skrifað, ekki sízt um dvöl sína
í 25 ár á meðal Eskimóa í Norð
ur-Canada. Nefnt kvöld flutti
hann erindi um það í Orpheum
leikhúsi þessa bæjar, er skeð
hefir í Danmörku síðari árin.
Freuchen hefir verið þar og segir
frá því einu er hann sjálfur
reyndi og sá og fram fór undir
stjórn nazista. Er saga hans hin
hörmulegasta og gefur ekkert
eftir því versta, sem heyrst hefir
um fantaskap og æði nazista í
öðrum hernumdum löndum.
í fyrstu sagði hann Þjóðverja
hafa sýnt Dönum meiri vægð, en
öðrum, t. d. Hollendingum og
Belgíu mönnum. Virtist fyrir
þeim vaka, að sýna með því, að
yfirráð Þjóðverja væru góð og
umhyggjusöm þar sem um eng-
an mótþróa væri að ræða. En
þetta varð skammgóður vermir.v
Eftir lítinn tíma fór að kreppa að
í Danmörku sem annars staðar.
Sáu Danir þá, að við svo búið
mátti ekki una, og tóku að skipu-
leggja eyðileggingar starfsemi.
En þá var nú ekki að sökum
spurt. Hver einasti maður sem
grunaður var um skemdarverk
hvort sem sekur var eða ekki,
var bæði pyntaður og drepinn.
Skemdarstarfið var aðallega í
því ’ fólgið, að sprengja upp
verksmiðjur Þjóðverja, er við
vopnasmíði fengust. Vasa-
sprengjur voru til þéssa notaðar,
er skildar voru eftir á staðnum
og sprungu síðar. Menn gátu haft
þær í vasanum og konur gátu
haft þær í buddum sínum. Kvað
svo mikið að þessu, að vopna-
framleiðslunni var stórkostlega
hnekt. Þjóðverjar týndu í fyrstu
tölunni við þetta, en þá gránaði
nú sagan, því að 10 Danir voru
að minsta kosti drepnir fyrir
hvern nazista. En eyðilegging-
arstarfið hélt samt sem áður á-
fram, en var hagað svo, að sem
fæstir Danir þyrftu að tapa lífi
fyrir það.
En nazistar fundu aldrei hvað-
an þessi sprengjuframleiðsla
kom.
1 öðru lagi var leyni-blaðaút-
gáfa hafin og rekin í all-stórum
stíl. Voru Danir þannig látnir
vita um alt, sem þeir gætu gert
nazistum til bölvunar.
Við vinnu hjá naizstum voru
konur og hörn rekin áfram með
svipum.
1 þessu eyðileggingarstarfi var
Freuchen kapteinn einn af
stjórnendunum. Var hann tvis-
var sinnum handtekinn ásamt
fleirum, en komst undan og voru
þó fjórir af þeim, sem með hon-
um voru í annað skiftið, skotnir.
Hann sat í fangelsi tvisvar eða
oftar. Maturinn þar var hafra-
mjölsgrautur, borinn þeim í
þvottaskálum. Sagðist hann á
leiðinni til Winnipeg, hafa farið
með fjórum hermönnum inn í
borðsalinn á lestinni, einn morg-
uninn, en þeir hefðu allir pantað
haframjölsgraut; það hefði stolið
frá sér allri matarlyst þann dag-
inn!
Síðast var nú þar komið, að
skipun var fest upp um að skjóta
Freuchen kaptein hvar sem hann
sæist. Þótti honum þá tími
kominn til að flýja, ef hægt væri.
Beið hann nú tækifæris að kom-
ast til Svíþjóðar. Gafst þess
kostur með því, að láta negla sig
í einn þessara kassa, er skrifað
var á: “This side up”. Komst
hann, dóttir hans og einhverjir
fleiri á þann hátt austur yfir 20
mílna breiða sundið milli Sví-
VESTRIÐ
Flutt á sumardaginn fyrsta í Vancouver 1945.
ÍSLENDINGAR VILJA
EKKI GERAST
STRIÐSAÐILI
1 öiýfi aldanna Austrið þess beið,
við uppkomnu sólar, að hefja sitt skeið,
og mæta Vestrinu í miðjum heim,
og með því að fljúga um hnattanna geim.
Því Austrið var ferðbúið, — almættið bert —
af eilífum guði á þrem dögum gert.
Og alt var þess lífrænu óskum í vil
svo Austrið var þakklátt að vera orðið til.
En Vestrið var óskapað. — Auðnir og tóm,
þar áttu í myrkri sinn forlaga dóm.
Þar rann ekki dagur né dýrðleg sól,
og draumlausa nóttin í frostböndum kól.
Þá mælti guð faðir: Eg myrkurhlekk brýt
og máttlausa Vestrið úr höndum þess slít.
Og draumlausa nóttin skal dagsljósið sjá
og dreyma um guðsríki jörðinni á.
Með sólblys í hendi, hann sveif yfir tóm
og sjá — þegar, spruttu á vegi hans blóm,
því lífvana tómi hann ljósorku gaf,
landflæmi, ársæld og Kyrrahaf.
Þá horfði guð niður. — Frá himninum sá,
að heimsálfan mikla, er að fótum hans lá,
var óralöng slétta, frá hafi til hafs,
með heimsforða allsnægtum frjóvgandi krafts.
Eg kórónu smíða vil álfuna á,
alvaldur guð mælti, er sléttlendið sá,
svo gnæfi hún við himin, — sé göfug og sterk,
eg gef henni frumsamið meistara verk.
Hún skalf eins og tíbráin, sköpunin öll
er skóp hann hin ramauknu Klettafjöll.
Svo þung voru átök, er þar gerði hann
til þreytu að almættis krafturinn fann.
Þá leit hann á verk sitt, sem listrænan vott
í ljósinu, og sá það var harla gott.
Og Vestrið hið sígilda sjálfstæði fann
er sunnudags ársól á fjöllunum rann.
Sæmd þeirra og fortíð
leyfir það ekki.
Sú fregn hefir breiðst út og
vakið mikið umtal, að íslending-
ar hafi verið meðal þeirra átta
þjóða, sem Krímskagaráðstefnan
hafi ákveðdð að bjóða á hina fyr-
irhuguðu ráðstefnu í San Fran-
cisco, ef þær segðu Þjóðverjum
og Japönum stríð á hendur fyrir
1. þ. m. Mun þetta mál hafa
verið rætt á lokuðum fundum
Alþingis undanfarna daga og að
lokum verið samþykt’ að hafna
því að gerast styrjaldaraðili. Þó
mun hafa verið um þetta ágrein-
ingur, eins og sjá má af skrifum
Þjóðviljans.
Framsóknarflokkurinn lagðist
eindregið gegn því, að íslending-
ar garðust styrjaldaraðili.
Stríðsyfirlýsing andstæð
sóma þjóðarinnar
Ástæðurnar til þess, að IsLend-
ingar gerast ekki styrjaldaraðili
liggur öllum í augum uppi. —
Styrjaldaryfirlýsing af hálfu ís-
lendinga, þegar úrslit styrjald-
arinnar eru öllum augljós, væd
í fullri mótstöðu við íslenzkan
hugsunarhátt. Það stafar í -fyrsta
lagi af því, að Islendingar telja
það andstætt heiðri sínum að
gefa mikilmenskulegar yfirlýs-
ingar, sem yrðu aldrei meira en
orðin ein og myndu ekki ráða hið
minsta um úrslitdn. Það stafar •
öðru lagi af því, að Islendingum
finst það lítilmannlegt að birta
þá fyrst stríðsyfirlýsingu, þegat
úrslit stríðsins eru alveg ráðin,
þótt enn geti þau dregist um
nokkrar vikur eða mánuði.
Þó ófriður geysi yfir Austurlönd,
og einvaldur leggi á þau vopnaða hönd.
Þann sáttmála gerði guð Vestrið við
að veita því gegnum aldirnar frið.
Á sex dögum guð faðir sigurstarf vann,
en sjöunda daginn blessaði hann.
Á Klettafjöllum hann hvíldist bezt
því Klettafjöllunum unni hann mest.
J. S. frá Kaldbak
þjóðar og Danmerkur, en langt á
annan sólarhring lá hann sam-
anböglaður niður í kassanum.
Bátur réri svo með þau frá skip-
inu og lét þau hlaupa útbyrðis
um leið og árar kendu botns.
Höfuðin stóðu upp úr vatninu og
meðan svo er, er ekki öll lífsvon
úti, sagði ræðumaður, en heldur
myndi það þykja slæmt að ferð-
ast hér svipað þessu.
Þegar á land kom, buðu Svíar
þá velkomna. Það er kveðjan,
sem öllum flóttamönnum mætir
í Svíþjóð. Þúsundir landa sinna
og Norðmanna sagði ræðumaður,
að væri nú lifandi vegna þess, að
Svíþjóð hefði verið hlutlaus í
stríðinu.
Frá Svíþióð flaug hann til
Englands og þaðan til New York;
hefir hann verið í Bandaríkjun-
um síðan.
Hungurslíf sagði Freuchen
ekki laust við í Danmörku. Af-
koma þeirra sem hjá Þjóðverj-
um hefðu vinnu, væri þröng og
arðinn af vinnu bænda, hrifsuðu
nazistar.
En jafnvel verra en það alt,
væri óttinn við hvað næst biði.
Enginn maður gengi svo fyrir
götuhorn, að hann litaðist ekki
um áður. Og eins væri, er út úr
húsi væri gengið. Inn á heimili
manna væri komið á nótt sem
degi í njósnar erindum. Einu
sinni er Freuchen kom heim tili
sín, voru 5 nazistar þar fyrir
með byssur á lofti.
Á barsmíðum og meiðlsum
gengi stöðugt. Sagði ræðumað-
ur dæmi þess, að menn hefðu
verið lamdir og beinbrotnir með
lurkum og járnpípum unz þeir
biðu bana.
Danir verða vissulega ekki
með vægum friðarskilmálum við
Þjóðverja, sagði ræðumaður.
Upp í hæstu fjöllum í Noregi,
sagði Freuchen Þjóðverja ein
angra sig og vera eitthvað að
bauka. Hvað það væri vissu
engir, en gizkað er áð að þar
væru tilraunir gerðar með að
íramleiða sjálfvirkar flug-
sprengjur, sem senda ætti
Bandaríkjunum.
Gyðingar voru um 9000
Danmörku. Um eitt skeið fundu
nazistar upp á því, að kenna
þeim um alt, sem aflaga fór.
Voru í svipan 600 af þeim teknir
og fluttir til Þýzkalands. Eru
nú tveir þriðju af þeim dauðir.
Aðeins einn Gyðingur er nú eftir
í Danmörku.
Erindi sitt flutti Freuchen
kapteinn hér á vegum Norræna
félagsins Viking Club. Ræðu-
mann kynti S. S. Garson for-
sætisráðherra Manitoba og Mr.
Coulter borgarstjóri þakkaði
Freuchen erindi hans. Samkom-
unni stjórnaði Karl Simonson,
forseti Viking Club.
Hefir sú framkoma jafnan þótt
lítill sæmdarauki að veitast að
þeim, sem eru að verða undir, en
hafa hins vegar hlífst við því,
þegar úrslit voru tvísýn. Islend-
ingar geta ekki talið sér slíka
framkomu sæmandi, þótt ein-
hver stundarhagur kunni að vera
annars vegar og þeir hafi fulla
andúð á starfsháttum þeirra, sem
eru að bíða lægri hlut.
Fyrri afstaða þjóðarinnar
Fleira kemur og til en það, að
slík styrjaldaryfirlýsing mynd'
særa sómatilfinningu þjóðarinn-
ar, þar sem hún væri gefin, át>
þess að nokkrar athafnir gæt»
tylgt á eftir og ekki fyr en úrslit
styrjaldarinnar væru fullráðin-
Islendingar hafa um margar ald'
ir engin vopn borið. Það hefit
verið ótvíræður vilji þjóðarinn-
ar að taka ekki upp vopnaburð-
En það yrði óhjákvæmilegt, ef
vikið yrði af þeirri braut, að taka
ekki þátt í styrjöldum.
Með því að víkja af þeirf'
braut, að taka ekki þátt í styrj'
öldum, væri tekin upp alveg ný
stefna. Það væri brotið blað 1
sögu Islands. Sú sérstaða, sen>
við höfum haft sem vopnlaiÞ
þjóð, kæmi ekki aftur. Hefði ís'
lendingum verið það í huga að
taka upp nýja stefnu, var tæk>'
færi til þess á undanförnum áX'