Heimskringla - 02.05.1945, Qupperneq 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 2. MAI 1945
KORALEYJAN
1. Kapítuli
Það var síðari hluta dags í september mán-
uði. Klukkan var orðin fjögur. Veðrið var
mjög heitt, en þrátt fyrir hítann gekk hinn ungi
maður, sem var eitthvað tuttugu og þriggja ára
gamall, rösklega eftir hinni þröngu götu, sem
liggur niður að höfninni. Hann staðnæmdist
fyrir framan skrifstfu eina í götunni. Fyrir ofan
dyrnar stóð með stóru letri: Undercliff &
Monckton. Þeir áttu skip í siglingum og höfðu
þarna skrifstofur sínar. Ungi maðurinn hlaut
að vekja á sér athygli, því að hann var svo vel
vaxinn og hraustlegur. Jafnvel sjómennirnir
á bryggjunni stönsuðu til að líta á hann.
Er hann kom inn í fremstu skrifstofuna, sá
hann að allir þjónarnir höfðu þyrpst í kring um
ungan mann á hans reki. Ungi maðurinn stóð
þar og hallaðist hirðuleysislega upp að einu
borðinu. Hann var tenglulegur og þrekleysis
legur í útliti, dökkur yfirlitum og prúðbúinn.
“Hvernig líður yður Mr. Thorhe?” spurði
einn skrifarinn aðkomumanninn.
Mr. Thorne tók hlýlega kveðju mannsins,
er virtist ekki láta svo lítið að líta á hinn gest-
inn og þegar ungi maðurinn dökkhærði varpaði
á hann kveðju kinkaði hann kolli hirðuleysis-
lega og gekk inn eftir stofunni að hurð, sem
rnerkt var með nafninu: Chas. Undercliff. —
Einkaskrifstofa.
Inni í þessu herbergi var bara einn maður.
Eitthvað fimtíu ára gamall með hæruskotið yfir-
vararskegg og tigulega framkomu. Þegar
Thorne kom inn var Mr. Undercliff að ganga
fram og aftur um gólfið, en strax og hann sá
unga manninn stansaði hann og rétti honum
hendina, og bauð hann velkominn.
“Æ, Howard,” sagði hann. “Mér þykir
sannarlega vænt um að sjá þig; eg hefi beðið
eftir þér í heila klukkustund.”
“Eg var úti á fljótinu þegar eg fékk skila-
boðin frá yður, og varð að fara heim til her-
bergja minna til að fara í þur föt,” sagði ungi
maðurinn hlægjandi, “en hvað er nú á seiði?”
Andlit eldra mannsins breyttist á svip-
stundu; djúp hrukka kom í ljós á enni hans.
“Já, já, drengur minn. Eg veit varla
hvernig eg á að fara að segja þér frá þessu How-
ard. I dag fékk eg fréttir, sem hafa gersamlega
raskað öllu jafnvægi mínu.”
“Þarfnist þér minna ráða í þessum efn-
um?” spurði Mr. Thorne, sem Mr. Undercliff
nefndi Howard.
Rétt sem snöggvast brosti Mr. Undercliff í
kampinn.
“Nei, ekki þarf eg þess nú eiginleg, drengur
minn; en þetta eru samt atriði, sem þú ættir að
vita um.”
“Jæja, segið mér frá þeim, herra minn.”
“Eg vildi bara að eg gæti það,” svaraði eldri
maðurinn hikandi. “En svo eg segi satt frá,
veit eg ekki hvernig eg á að byrja frásöguna.”
Ungi maðurinn varð bæði hissa á þessu og
forvitinn.
“Er það eitthvað, sem snertir mig?” spurði
hann. --
“Já.”
“Um mig sjálfan?”
“Nei, drengur minn; það er um hann föður
þinn.”
Thorne þaut upp af stólnum.
“Föður minn?” sagði hann. “Mér þætti
svo vænt um að heyra eitthvað um hann; eg
held að þér hafið aldrei sagt mér neitt af honum.
Hann dó fyrir tuttugu árum síðan — áður en eg
gat munað eftir honum — var ekki svo?”
Undercliff hætti að ganga um gólfið og leit
á Thorne. Hann lagði hendurnar á borðið.
hallaði sér áfram og horfði á unga manninn.
“Það er satt Howard. Eg hefi aldrei sagt,
þér mikið um foreldra þína; en hvað sem því líð-
ur hugsa eg, að eg hafi uppfylt skyldur mínar
gagnvart þér,” sagði hann talsvert hrærður.
“Kæri vinur minn,” sagði Thorne. “Þér
hefðuð ekki getað gert meira fyrir mig, þó að
þér hefðuð verið föður minn.”
“Þakka þér fyrir drengur minn. Eg hefi
litið á þig sem son minn, en samt hefði eg
kanske átt að segja þér fyr um hann föður þinn.
En eg hefi altaf haldið, að hann væri dáinn.”
“Álitið hann dáinn!” sagði Thorne og þaut
áfætur. “Ennú?”
“Hefi eg í dag fengið fréttir, sem leiða mig á
þá skoðun, að hann sé lifandi,” sagði Chas.
Undercliff.
“En útskýrið þetta fyrir mér!” sagði ungi
maðurinn og stundi við. “Haldið þér það í raun
og veru að hann faðir minn sé lifandi?”
“Já, fréttir sem eg hefi fengið hinu megin
frá hnettinum styrkja mig í þeirri skoðun. En
seztu nú niður, Howard, og taktu þessu rólega.
Láttu mig segja þér alla söguna eins og hún
var, þótt hún sé raunaleg. Eg vona að þú fyrir-
gefir mér misgáning þann, er eg gerði mig sekan
um fyrir mörgum árum síðan.”
Rödd hans titraði og hann leit undan.
“Kæri fóstri minn,” sagði ungi maðurinn,
“eg gæti fyrirgefið yður hvað sem væri.”
“Eg þakka þér fyrir það, drengur minn, og
hlustaðu nú á mig. Edgar Thorne, faðir þinn
og eg vorum vinir öll okkar unglingsár og á
háskólanum bjuggum við báðir í sama herberg-
inu. Faðir minn dó og lét mér eftir skipaútgerð-
ina og réði eg þá strax föður þinn til mín, og
gerði hann að æðsta fulltrúa mínum. Mr.
Monckton hafði áður haft það starf, en eg gerði
hann að hluthafa í fyrirtæki mínu samkvæmt
ósk föður míns sálaða. Stuttu eftir að faðir
þinn hafði fengið þessa stöðu, gifti hann sig; en
móðir þín, sem var einhver sú fegursta kona,
sem eg hiefi séð, dó fáeinum vikum eftir að þú
fæddist. Eg hefi ætíð látið þig vera þeirrar
skoðunar, að faðir þinn hefði dáið stuttu síðar,
en svo var ekki. En hann var tæplega mönnum
sinnandi eftir að hann misti konuna, sem hann
hafði elskað svo heitt. Þá hugsa eg að hann
hafi farið að drekka, þótt ekki væri það til
muna, og síðar að spila fjáhættuspil um miklar
fjárupphæðir. Það virðist sem hann hafi gripið
til þessa úrræðis til að gleyma raunum sínum.
Hann hafði næstum því eingöngu lifað fyrir
konuna sína.
“Við faðir þinn vorum gerólíkir; á skólaár-
unum var hann fremur útsláttar samur; en eg
hugsa, að áhrif mín hafi valdið því að miklu
leyti að hann sat á sér.
“Loksins fékk eg fréttir um þetta háttalag
hans, eftir lát móður þinnar. Eg talaði um fyrir
honum — fyrst eins og vinur; seinna eins og
yfirboðari; en því miður var eg vsít of harð-
orður, þótt eg gerði það í bezta tilgangi. Hann
hét mér því að lækka seglin. Nokkrum dögum
síðar breytti hann skránni að fjárhirslunni frá
því, sem hún áður var. Við vorum vanir að
gera þessar breytingar fjórum sinnum á ári.
Hann ritaði formúluna fyrir að opna hirsluna á
blað, og lagði það í skrfiborðið sitt. Hann var
eini maðurinn, sem vissi hvernig hægt var að
opna fjárhirsluna. Þegar hún var opnuð næsta
dag, kom það í ljós, að böggull, sem hafði að
geyma fimm þúsund dali í peningum var horf-
inn. Fé þetta hafði verið dregið út úr bank-
anum'daginn áður í sérstöku augnamiði, og var
nú horfið. Við leituðum alstaðar. Þjónarnir á
skrifstofunni staðhæfðu, að þeir hefðu séð að
féð var lagt í fjárhirsluna, og faðir þinn sagði
einnig að hann hefði séð það þar. En þrátt fyrir
það var það horfið og fanst hvergi.”
“Alt frá upphafi gat eg hvorki né vildi
trúa, að Edgar Thorne hefði tekið peningana; en
mér bárust þær fréttir, að hann hefði tapað
háum upphæðum í peningaspili, og komist í
skuldir, og hefði kvöldið áður greitt mikinn
hluta þeirra. Monckton staðhæfði að enginn
nema faðir þinn hefði tekið féð og gat eg ekki
annað en fallist á, að það væri satt.
“Samt vildi eg ekki leyfa félaga mínum að
kalla á lögregluna; en kallaði Edgar á eintal,
bað hann um að játa glæp sinn og byrja nýtt líf.
Hann varð bálreiður, þverneitaði að eiga nokkra
sök á þessum þjófnaði, fullyrti að hann vissi
ekki minstu ögn um peningahvarfið, ásakaði
mig fyrir að gruna sig um slíkt, og vildi ekki
framar hlusta á það, sem eg var að segja. Hann
yfirgaf mig fjúkandi reiður, og síðan hefi eg
aldrei séð hann framar.”
Mr. Undercliff þagnaði til að ná valdi yfir
málrómi sínum, sem skalf af geðshræringu.
Svo hélt hann áfram frásögn sinni.
“Howard, eg gat ekki komið mér til að
trúa því, að hann hefði gert sig sekan í þjófnaði;
en það var staðhæfing Moncktons og það kom
inn hjá mér efa um sakleysi hans; en þegar
vesalings faðir þinn var farinn, gat eg ekki
veirið rólegur yfir þessu. Eg réði leynilögreglu-
menn; einn þeirra elti föður yðar á flótta hans.
Hann flúði vestur á strönd, fékk sér svo far með
skipi, sem hét “Juan Fernandez”, og var á leið
til Astralíu, en skip þetta náði aldrei ákvörðun-
arstað sínum, og aldrei heyrðist neitt hvað af
því varð. Við litum því svo á, að það hefði far-
ist.
Hinir leynilögreglumennirnir héldu áfram
rannsóknum sínum hér í Boston í tvö ár upp á
minn kostnað, en árangurslaust.
“Þá bar það við einn daginn, þegar verið
var að gera breytingar á skrifstofunni hérna á
hvelfingunni, sem peningaskápurinn stóð í, að
einn verkamaðurinn fann böggulinn með hin-
um stolnu fimm þúsund dölum í; þarna var hann
þá eftir alt saman; hann hafði á einhvern hátt
komist á bak við járnþynnuna í skápsbakinu.
Þarna fengum við þá aftur peningana, sem
faðir þinn hafði verið grunaður um að hafa
stolið.”
Howard svaraði engu, en sneri sér undan
til að leyna tárunum, sem komu í augu hans.
“Æ, drengurinn minn, þú getur tæplega
gert þér hugmynd um þær hugarkvalir, sem eg
leið. Eg hafði ranglega grunað hinn bezta vin
minn um mikinn glæp. Hann hafði farið burtu
og var nú kanske á hafsbotni rændur mannorði
sínu. Eg reyndi að gera alt sem eg gat fyrir
son hans, þar sem mér var eigi auðið að gefa
honum föður hans til baka. Eg hafði þegar löngu
áður tekið þig sem fósturson; alt frá láti móður
þinnar hafðir þú verið hjá frænku þinni, sem
var öldruð, hún var eini ættinginn þinn, og dó
skömmu eftir að eg hafði tekið þig að mér. Eg
hefi reynt að gera fyrir þig það, sem eg hugsa
að faðir þinn hefði gert.”
“Þér hafið gert mikið fyrir mig; það hafið
þér sannarlega gert,” sagði ungi maðurinn og
mátti heyra á rödd hans hve hrærður hann var.
“GetUr þú, Howard, fyrirgefið mér, að eg ól
svona svívirðilegan grun gagnvart honum föður
þínum?”
“Eg þarf ekkert að fyrirgefa,” sagði piltur-
inn. Hann hallaði sér áfram yfir borðið og
greip hendi velgerðamanns síns. “Guð blessi
yður minn góði vinur. Þér hafið verið mér
meira en faðir!”
“En þetta er ekki alt, sem eg ætlaði að segja
þér,” svaraði fóstri hans. “I dag hefi eg heyrt
fréttir, sem eg furða mig mjög á.”
“Hverjar eru þær?” spurði Howard.
fjíóOD fafáy 7Ó ffc/ö/'ffo/fc/-
//msrwI//C7&WBCWDS/
“Þær fréttir leiða mig á þá skoðun, að faðir
þinn sé ennþá lifandi. Hann var það að minsta
kosti ekki alls fyrir löngu. Latimer skipstjóri
á briggskipinu “Neida”, sem í gær kom hérna
inn á höfnina, kom hingað til mín, og færði
mér ávísun á enskan banka í Auckland í Nýja
Sjálandi; ávísun þessi er upp á eitt þúsund
og þrjátíu pund sterling.”
Er Undercloff sagði þetta dró hann upp úr
vasa sínum bréf og rétti Howard það.
Auckland, N. S., 20. nóv. 1894
“Heðfylgjandi upphæð er endurgjald
til þairra Undercliff & Monckton í Boston,
fyrir fjárhupphæð, sem vantaði í féhirslur
þeirra 13. júlí 1875. Þetta fé er ekki greitt
vegna þess að sá, sem kærður var að hafa
valdið hvarfi fjársins, væri sekur — hann
staðhæfir ennþá, að hann hafi ekki framið
glæpinn. En þetta fé er greitt til að hlut-
aðeigandi félög skuli ekki bíða tjón við van-
rækslu hans eða hirðuleysi. Þetta er upp-
fyliing hinnar síðustu skyldu hans við þá
harðúðugu veröld, sem aldrei framar mun
frá honum heyra.”
“Hvað getur þetta þýtt?” spurði Thorne
forviða.
“Það getur þú ímyndað þér.”
“En hver skrifaði þetta?” spurði hann á ný.
“Það hefir faðir þinn gert, Edgar Thorne,”
sagði Undercliff. “Þótt hann ræði um sig í
þriðju persónu í bréfinu, þá er >eg ekki í vafa
um að þetta er haris rithönd. Það þyrði eg að
leggja eið út á.”
“Er þá faðir minn lifandi í raun og veru?”
“Hann var það fyrir tveimur árum síðan,
og það getur verið að hann sé það ennþá.”
“En hvar?”
“Það er nú leyndardómurinn; en eftir því
sem bankastjórinn í Auckland sagði Latimer,
og það sem hann heyrði frá öðrum um þetta
efni, getur maður litið svo á, að Edgar Thorne
hafi komið til Auckland frá einhverri af Mar-
ques eyjunum e&a í nánd við þær, og að hann
hafi horfið þangað aftur, er erindi hans var
lokið í Auckland.”
“Hann er þá á eyju í Kyrrahafinu?”
“Já, í suðurhluta þess. Latimer skipstjóri
sagði mér að á þessum eyjum byggju oft hvítt
fólk að nokkrum hluta við innfædda menn.
Skipið, sem hann var á getur hafa farist þarna
og faðir þinn getur hafa bjargast í land. Alla þá
stund hefir hann dvalið þar í þeirri skoðun að
hann hafi verið grunaður um glæpinn og ekki
viljað koma heim.”
“En þetta er alveg hræðilegt. Hvað get eg
gert?” sagði Thorne.
En bráðlega svaraði fóstri hans þessari
spurningu.
“Hvað getum við gert nema eitt?”
“Og hvað er það?”
“Reyna að finna eyjuna?”
“En það mun kosta stórfé.”
“Það má kosta hvað sem vill. Alt sem eg á,
og það sem meira er, eg mun aldrei sjá eftir
því.”
“Guð blessi yður! Eg skal ferðast þangað
og finna hann, sé það mögulegt.”
“Já, gerðu það góði minn. Eg skal senda
þig af stað með “Naida”, því leftir einar sex
vikur fer Latimer skipstjóri aftur til Auckland.”
Nú var barið að dyrum að skrifstofunni.
“Bíddu við!” sagði Undercliff. “Þetta er
sjálfsagt Latimer skipstjóri og af hans eigin
vörum getur þú heyrt söguna.”
2. Kapítuli.
Forstjóri félagsins flýtti sér fram að hurð-
inni og opnaði hana. Fyrir utan stóðu þrír
menn.
Einn þeirra gekk inn og sagði:
“Undercliff, hér er Latimer kominn aftur.”
Þetta var hár maður og holdgrannur, gráeygður
og hvasseygður og andlitsdrættirnir djúpir og
skýrir. Þetta var Mr. Monckton; fast á hæla
hans gekk hinn ungi uppskafningur, sem How-
ard hafði heilsað svo þurlega á fremstu skrif-
stofunni; það var Carter Monckton, sonur félaga
Undercliffs. Á eftir honum kom gráskeggjað-
ur, veðurbarinn maður, eitthvað fimtíu ára að
aldri; það var Latimer skipstjóri.
“Góðan daginn, ungi maður,” sagði eldri
Monckton og hneigði sig þurlega fyrir Howard
Thorne.
“Fáið yður sæti. Hvernig líður yður Car-
ter?” sagði Undercliff.
“Þakka yður fyrir, ágætlega. En þetta er
merkileg frétt Thorne; eg gæti trúað að aðrar
eins fréttir og þessi hafi gert yður heldur en
ekki ruglaðan.”
Thornton lét ekki svo lítið að svara.
“Við skulum. nú snúa okur að efninu,”
sagði Undercliff. “Monckton, eg hefi rétt lokið
við að segja Howard hina raunalegu sögu, sem
gerðist í sambandi við hvarf föður hans.”
Monckton klemdi hinar þunnu varir saman
eins og honum félli þessi frétt illa.