Heimskringla - 20.06.1945, Side 3

Heimskringla - 20.06.1945, Side 3
WINNIPEG, 20. JÚNÍ 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA aus og sagði: Nú kemur Tomgak minu!” Við þessar særingar bætir trú- boðinn þessu: “Á meðan að þessu fór fram lágu Innúítarn*ir, sem viðstaddir voru, á grúfu og hrærðu hvorki legg né lið.” Þegar að Angekok-arnir voru búnir að ná sambandinu, notuðu 'þeir það oft til að ögra og impónera þeim sem viðstaddir voru, þó notuðu þeir ekki, eða sjaldan, vald sitt öðrum til skaða. Framh. RADDIR ALMENNINGS Frá Vancouver er skrifað: “Það fór nýlega fram auka- kosning til fylkisþingsins í West- minster í British Columbia. Sótti íslendingur um sætið og vann með yfirfljótanlegum meiri- hluta. Hann heitir Byron I. Johnson. Hann var þingmaður fyrir Victoria frá 1931 til 1935, en gaf sig þá við öðrum störfum. Er kosningu hans aftur mjög fagnað, því hann þótti hinn nýt- asti þingmaður og vel hæfur til stjórnmála starfs. Hann er stjórnandi félags í Westminster sem Gilley Bros. nefnist og mikið traust er borið til. Hann tekur og geisimikinn þátt í félags og starfslífi umhverfis síns. Hann var á síðast liðnu sumri heiðrað- ur með O.B.E. titlinum. G. F. Gíslason Úr bréfi frá Árborg: “Miðanum fylgir “Ein lofsam- leg æfiminning”, sem vonast eft- ir rúmi í blaði þínu — — — stóru skáldin ættu að taka rögg á sig og yrkja “drápu” um alla helztu nazista bófana. Hún næði útbreiðslu. Nú hefði Bólu- Hjálmar. átt að vera uppi. Sá hefði komið orðum að efninu. --------Mér var send bók að heiman: “Landið er fagurt og frítt”, eftir Árna Óla, ágætisbók, með mörgum myndum; þar er talsvert skrifað um Hornafjörð °g fylgja því myndir. Eg segi! þetta svona gömlum sveitung- um.” B. J. Hornfjörð • Frá Californíu: Fyrir skömmu las eg í Hkr. grein eftir Jónas Pálsson, sem hann nefnir “Einkennileg ræða”, þar sem leitast er við að hártoga erindi dr. HelgaBriem, sem hann flutti á síðasta þjóðrapknisþingj í Winnipeg. I Mieð línum þessum langar mig til að þakka þér ritstjóri sæll fyr- ir þær athugasemdir sem þú gerðir við það málefni. Þar barst þú fram með vel völdum orðum réttmæta virðingu fyrir ættjörð- inni fyrir hönd okkar og þakk- aðir mannvininum dr. Helga Briem, sem alstaðar kemur fram Islandi og íslendingum til heilla og sóma, hið .góða erindi hans. Eg veit að það eru fleiri en eg, sem eru þér þakklátir fyrir at- hugasemdirnar við nefnda grein svo vel rómað sem erindi Dr. Briems yfirleitt er. Ingibjörg Goodmundsonl • “Fár veit hverju fagna skal” Nú eru sambandskosningar um garð gengnar, og fóru eins og Ereeman spáði, þannig að enginn flokkurinn varð fullsterkur, þó vantar liberal leiðtogann aðeins 5 I^iuka til að ráða lögum og lof- um, og þeir náungar eru vana- loga auðfengnir úr óháðu flokk- unum hér í Canada, svo Macken- zie King er nokkurn veginn fast- ur í söðli. Þó John Bracken, ieiðtogi afturhaldsflokksins blési upp heilmikinn hrævareld í On- tario-fylki, náði hann aðeins í hðugan Vi af þingmönnum. Um tíma var útlit fyrir að Jafnaðarmenn mundu vinna mik- ir>n slag í þessum kosningum, en Þeir börðust hver á móti öðrum 1 'hverju kjördæmi um alt land, Sem varð reglulegur skrípaleik- Ur> og endaði með skelfingu. EnJ það er meiri vandi en vegsemd að stjórna þjóðmálum vorum næst- komandi ár, eins og í pottinn er búið, þegar nær miljón manna leggja niður vinnu við vopna- smíði, og vilja fá aðra trygga at- vinnu, og hálf miljón hermanna fluttir heim aftur, margir særðir j og illa haldnir, sem auðvitaðj heimta eitthvað fyrir snúð sinn j og snældu. Líklega fer nú samt helming-j ur hermanna út á landið, og sér um sig sjálfur, en hinn helming- urinn sezt að í borgunum,. og verða margir af þeim lítt vinnu-1 færir alla sína æfi. En það mái, verður nú nýkosna stjórnin að taka til meðferðar á hagsýnan hátt; en hætt er við að það verði flestum mönnum ofvaxið. Annað stórmálið sem stjórnin verður að taka til fósturs, eru þessar 20 biljón dollara skuld, sem ríkið er komið í fyrir stríðið, og ölmusugjafir til Bandaþjóð- anna. Stjórnin var ekki sein á sér að segja bæði Germönum og Jöpum stníð á hendur, þó hún ætti ekki eitt einasta skip til að flytja ungmenni þjóðarinnar á vígvöll; henni verður þá líklega ekki skotaskuld úr að borga á einhvern hátt útgerðar kostnað- inn. Þá er þriðja vandamálið, sem er að taka góðan og viturlegan þátt í friðarmálum heimsins, og er það ekki minst vert, þar verð- ur stjórn vor að koma fram með viturlegar tillögur ef hún á að hafa virðing af. Að öllu þessu athuguðu, hygg eg að jafnaðarmenn hafi verið hepnir að lenda ekki í þeirri þvælu, sem fyrir framan er, og það uggir mig að hin nýkosna stjórn verði ekki lengi í sessi. Svo óska eg henni til ham- ingju, en endurtek upphafið: — “Að fár veit hverju fagna skal”. S. Baldvinson BRÉF FRÁ ÍSLANDI Sauðárkróki, 9. júní, 1945 Hr. ritstj. Hkr.: Eg dirfist hér með að senda nokkur kveðjuorð í ljóðum eftir föðurbróður minn, E. G. Gillies, er eg sá í Heimskringlu, að hefði andast 1. marz s. 1. vestur á Kyrrahafsströnd, 88 ára að aldri. Mig langar til, ef tök væru á, að þetta kvæði fengi rúm í hinu heiðraða blaði þínu, þegar rúm og ástæður leyfa. Kær kveðja til vina og vanda- manna vestan hafs. Með virðingu, Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum E. G. GILLIES dáinn 1. marz 1945 Víða flýgur mín veika önd vaka minninga glóðir, nú kem eg vestur á Kyrrahafs- strönd að kveðju þig föðurbróðir. Nú liggur brotið þitt lífstunda glas og lík þitt í fjarlægð grafið, um síðasta dag þinn eg dapur las í dagblaði vestan um hafið. Þú veist, að andinn á ódauðleg völd og engin því lögmáli hallar. Máske að hjarta þitt heyri í kvöld hugsanir mínar allar. Nú hlýtur þú hvíldar helga nótt, hún var svo löng þín ganga. Var ekki sælt að sofna rótt svefninum dýrmæta langa. ótt framtíðin stundum þér fyndist myrk og fáu ugglaust að trúa. lu gefur þér vorið vængja-styrk og víðsýni til að fljúga. Nú er sálin þín fær í flest að fljúga um ómælis geima. Þig langaði oft sem útlaga gest í ástkæra dalinn þinn heima. Þar áttir þú fyrsta æsku vor hvar ómuðu söngfugla raddir. En það voru örlaga þungbær spor þegar þú fórst og kvaddir. Nú er fullsvalað þinni fræðslu þrá fögur ljósin í salnum, og eflaust færðu aftur að sjá þínar “æsku rósir” úr dalnum. Eg kveð þig með þökk í síðsta sinn til samfunda hugsar vor andi. Svo veit eg þú fagnar mér frændi minn er fleytan mín ber að landi. Það tengja’ ökkur órofin blóð- skyldu bönd, guð blessi þig frændi minn góður. Með ástkærri kveðja frá ættar- lands strönd frá aldraðri systur og bróður. Sonurinn frægi feðra ranns er fluttir af landinu svala. 1 anda við bindum þér blóma- krans úr blágrési íslenzkra dala. Gísli Ólafsson frá Eiríkssöðum PRESTAR OG LÆKNAR HEFJAST HANDA Loksins hefir áfengisnautnin í Canada gengið svo fram úr hófi að vissum stéttum manna er far- ið að ofbjóða. Sem dæmi þess og sönnun hefi eg þýtt tvær smá- fréttir, sem nýlega birtust í blað- inu Free Press. Þær eru þannig: I. * “Læknar í Montreal hefja baráttu gegn áfengi Montreal, 5. maí. — Læknafé- lagið í Montreal samþykti í dag áskorun um það að hefjast handa nú þegar með öfluga baráttu gegn áfengissölunni og fræðslu um áhrif áfengra drykkja. Félagið samþykti einnig á- skorun til forsætisráðherra Que- bec-fylkis, herra Maurice Du- plessis, þess efnis að hann gang- ist fyrir þeirri baráttu, og að stjórnin sjái um það að áfengis- lögunum sé hlýtt, einnig að á- fengissalan sé takmörkuð eins mikið og mögulegt sé. Dr. Paul Letondal, forseti læknafélagsins lýsti því yfir að áskorunin hefði verið samþykt í einu hljóði, og því lýst yfir — einnig í einu hljóði — að drykkjuskapur í Quebec-fylki fari svo vaxandi að ógnir og ótti stafi af. Læknunum bar saman um það að áfengisnautnin ætti mikinn þátt í útbreiðslu kyn- ferðissjúkdóma og tæringar; að því ógleymdu hversu mjög hún haldi við hinum skaðlegu fá- tækrahverfum. Læknarnir lýstu því yfir ennfremur að drykkju- skapurinn ætti sinn mikla þátt í magasjúkdómum og taugaveikl- an.. Síðast en ekki sízt staðhæfðu þeir að vínnautnin væri ein aðal orsökin að geðveiki, brjálsemi og vanskapnaði.” II. Þannig hljóðar fréttin af læknafundinum. Free Press flutti aðra frétt 28. maí. Hún er þannig: “Séra Arnold .Westcott, prestur í Fyrstu baptista kirkj- unni á Broadway, talaði á sunnu- dagsmorguninn um það, sem hann nefndi “Þóðarböl”, sem sé “Áfengisverzlunin”. Hann sagði að það gæti ekki dulist neinum að brennivínsvaldið væri að vinna hinn mesta sigur, einmitt nú, hér í Canada. “Á stríðstímum,” sagði hann, “hefir brennivínsframleiðslunni tekist að yfirstíga allar hindran- ir, og er nú orðin nokkurs konar sérréttinda iðnaður. Áfengisá- hrifin hafa ráðist á heimili vor, hnept æskuna í þrældóm, gert menn óhæfa til þess að halda sig að þarflegri og nytsamri vinnu, og haft skaðleg áhrif á siðferði þjóðarinnar í heild sinni. Hvað getum vér gert gagnvart' þessari banvænu verzlun? 1. Áfengið sem drykkur, er skaðlsgasti óvinur þjóðarinnar (óvinur hennar nr. 1). Alt sam- band við og öll afskifti af verzl-| un, sem lækkar eða veiklar heilsu eða siðferði caandisku þjóðarinnar, verður að fordæm- ast hlífðarlaust. 2. Þegar um kristna menn er að ræða hvílir þeim tvöföld skylda á herðum: í fyrsta lagi sú að gefa öðrum gott eftirdæmi, og í öðru lagi að hefjast handa til baráttu gegn þessum óvini. 3. Til þess er kománn tími fyrir lönug að kirkjan beinlínis ráðist á áfengisverzlunina ekki einungis vegna þess að hún veit- ir út frá sér straumum eitraðra drykkja, heldur einnig og um- fram alt sökum þess að hún set- ur steina á veg hinna veikbygðu og myrðir sjálfa sál þjóðarinnar. 4. Jafnvel þótt ekki væri tek- ið tillit til neins annars, þá er áfengissalan fordæmd af vísind- unum.” Þessar tvær ofanritaðar frétt- ir eru mikilsvirði fyrir þá, sem barist hafa og berjast enn gegn þessum óvinir þjóðarinnar nr. 1. Ef prestastéttin og læknastétt- in sýna nú loksins þann mann dóm að segja sannleikann eins og þær vita hann réttan í þessu máli og taka höndum saman í hlífðarlausri og uppihaldslausri baráttu gegn brennivínsdjöflin- um, þá verður honum útrýmt áð- ur en langt um líður. Þær tvær stéttir sammála og samstarfandi geta leitt til sigurs hvaða mál, sem um er að ræða. Sig. Júl. Jóhannesson SVARTIR FÉLAGAR Ykkur steikja ætla eg mér, aldrei bresta ráðin. B. J. Hornfjörð VERÐLAGS SKÝRSLA 1945 í CANADA Ein lofsamleg æfiminning Mussolini til fjandans fór, fékk hann henging — skotinn. Er nú vítis inst í kór, algerlega brotinn. Hitler, annar asninn frá, er sig sjálfan myrti. Satan glaður sat þar hjá, sál og skrokknin hirti. Félagarnir fundust skjótt, fúl var beggja lundin. Skammir hófust skap ei rótt, skráð var loka stundin. Inst í víti undir tók, um það, — hvor á orðið. Mussi hristi haus og skók, en Hitler sló í borðið. Sigu brýr á Satan þá, svipur hans varð ljótur, hugsun lík sem hnífsegg blá, hann þeim svarar fljótur: Ekkert ríki eignist hér, einum ber mér dáðinn. Af því Heimskringla er lesin mjög víða í Norður-Ameríku, og allmikið keypt úti á Islandi, mun margur hafa gaman að vita hvað kostar að lifa hér árið sem 6 ára stríðið við Germani endaði með fullkomnum sigri Bandamanna. Sambandsstjórnin setti há- marksverk á allar lífsnauðsynj- ar, og á húsaleigu, svo sllíkt hefir ekki farið í neitt geysiverð, á nefndu tímabili, alt var miðað við gangverðið 1. okt. 1940, þó hafa feitir sláturgripir hækkað dálítið í verði síðan. Feitir nautgripir á fæti, pund- ið 10—13 cent. Alikálfar, lömb og svín, 10— 1£ cent pundið. Alifuglar, gæsir, hænsni og kalkúnar, pundið 12—25 cent. Kjöt af þessum skapnum til neyslu helmingi hærra þundið. Góðar mjólkurkýr 100—150 dali hver. Góðir vinnuhestar 100—150 dali hver. Einn pottur kúamjólkur, í smábæjum 8 cent, 10 cent í borg- um. Ein tylft af hænsna eggjum 20—40 cent á vetrum. Hveitimjöl, pundið 3 cent. Haframjöl og byggmjöl, pd. 5 cent. Bökuð brauð, hvert 5—6 cent. Kaffi, brent og malað, pundið 40—50 cent. Sykur 8—10 cent pundið. Reyktóbak $1.80 pundið. Brennivín, potturinn, 5 — 8 dali. Áfengt öl, kassi með 24 merkur flöskum, heimfl., $3.80. Góð baðmullar nærföt, (com- bination) $2.00, úr ull $4.00. Góð vinnuföt af striga, $4.00. Sterkir verkamannaskór $4.00. Hámarksverðið sem sambands stjórnjn setti á nauðsynja vörur, hefir mælst vel fyrir hjá bænd- um og verkamönnum, en verk- smiðju eigendur hafa gnýst tönn- um út af því. S. Baldvinson —Gimli, 20. maí 1945. H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 J&F.L. 21 331 FJÆR OG NÆR Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, hefir sæmt dr. Rich- ard BeCk, forseta Þjóðræknisfé- lagsins og fulltrúa Vestur-lslend- inga á lýðveldishátíðinni, heið- ursmerki vegna endurreisnar lýðveldisins, samkvæmt tilkynn- ingu, er hlutaðeiganda barst frá utanríkisráðuneyti íslands fyrir nokkru síðan. Er hér um að ræða sérstakt merki úr gulli, er gert var til minningar um endurreisn lýð- veldis á íslandi 17. júní 1944, og mælir skipulagsskrá heiðurs- merkisins svo fyrir, að það sé að- eins veitt á því ári, og einungis: “alþingismönnum, sérstökum sendimönnum erlendra ríkja og öðrum þeim, er að dómi ríkis- stjórnarinnar eru sérstaklega verðir þess að hljóta heiðurs- merkið vegna endurreisnar lýð- veldisins.” Einnig hefir dr. Beck borist önnur opinber viðurlcenning frá íslandi fyrir fulltrúastarf hans í sam'bandi við endurreisn lýðveld isins og komu hans til íslands. í kveðjusamsæti, sem þáverandi utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór hélt dr. Beck rétt áður en hann lagði af stað heimleiðis, tilkynti ráðherra honum, að rík- isstjórnin hefði ákveðið að senda honum að gjöf, í þakkarskyni 1 fyrir komu hans, íslenzkt mál- vérk. Barst honum það nýlega í he’ndur, og er þar um ræða mikið og stórfagurt landslagsmálverk, “Útsýn yfir Faxaflóa frá Hamra- hlíð við Reykjavík”, eftir list- málarann Svein Þórarinsson. 1 þessum virðulegu viðurkenn- ingum til fulltrúa Vestur-lslend- inga á lýðveldishátíðinni lýsir sér einnig fagurlega drengilegur ræktarhugur heimaþjóðarinnar í garð Islendinga vestan hafs. * ★ ★ “Við hafið eg sat fram á sæv- arbergs stall og sá út í drung- ann”. Maður kemst ekki að blöðunum fyrir pólitísku fugla driti. En það þvæst af við fyrstu rigningu eftir þann 14. þ. m. Þá verður Bangsi frjáls að senda þakklæti yfir fjöllin, fyrir alla gestrisnina á Kyrrahafsströnd- inni, sem yngdi mig um tíu ár. Guð launi ykkur öllum landar mínir fyrir öll gæðin og fyrir- höjfn, sem eg gleymi aldrei. Flaug eg yfir fjöllin há, Og firði vestur frá. Fjórar fann eg dætur, Og fjölda aðra sá. Blómin blöstu við sól, Báru af öllu þar. Bangsi var í bezta skapi Bar fram sögurnar. Bangsi ★ ★ * Úr bréfi til Hkr. “ . . . Heimskringla hefir jafn- an verið, okkur Mlorgundags- mönnum, sá griðastaður, sem oss hefir opinn staðið í ritstj.-tíð þinni og fyrirrennara þíns, S. Halldórs frá Höfnum. Það vita þeir sem bezt þekkja mig, að gullhamrasláttur er mér ólaginn en mæli það eitt, er mér í brjósti býr. . .” A. B. MANNBJÓRG MEÐ LOFTSKIPA LIFBÁTUM R. A. F. strandvarnar loftskipin bjarga nú iðulega mönnum úr sjávarháska, á þann hátt að lífbátum er varpað fyrir borð flugskipsins og lendir það á sjóinn þar sem þess er nauðsyn. Þessir lífbátar hafa tvær 4 h.a. vélar, og að auki alla hluti sem nota þarf til aðhlynningar, vatns- held föt* meðöl, vistir og fl. Þessir bátar eru látnir falla 700 fet í sex fallhlífum. Myndin sýnir einn slíkan bát að lenda á sjónum, og til vinstri sést fleki með mönnum sem barga á.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.