Heimskringla - 20.06.1945, Page 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
FJÆR OG NÆR
MESSUR í ÍSLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
tJtvarpsmessa
Útvarpguðsþjónusta fer fram
í Sambandskirkjunni í Winnip>eg
n. k. sunnudag, 24. júní kl. 7 e. h.
C.D.T. og verður útvarpað yfir
CKY. Séra Philip M. Pétursson
messar.
$
Söngflokkurinn syngur undir
stjórn Péturs Magnús, en organ-
isti verður Gunnar Erlendsson.
Sólóistar verða Mrs. Elma Gísla
son og Pétur Magnús.
Sálmarnir sem sungnir verða,
eru nr. 556, Ó, syng þínum
drottni, eftir Valdimar Briem;
nr. 59, Á hendur fel þú honúm,
eftir Björn Halldórson; nr. 334,
Sú trú, sem fjöllin flytur, eftir
Helga Hálfdánarson; nr. 638,
faðir andanna, eftir Matthías
Jochumsson. — Söngflokkurinn
syngur “Bæn“ eftir Gluch, en
einsöngurinn sem Mrs. Gíslason
syngur verður “How Lovely are
Thy Dwellings”.
Þessi útvarpsmessa, eins og
áður, er undir umsjón Hins sam-
einaða kirkjufélags íslendinga í
Norður Amreíku. Leitað er til
almennings að styrk til að halda
útvarpsmessum uppi. Áður hafa
menn sýnt mikla velvild með því
að styrkja þessi fyrirtæki, og
vonast er að nú aftur verði hlý-
hugur gagnvart kirkjufélaginu
sýndur. Gjaldkeri er Páll S.
Pálsson, 796 Banning St., Win-
nipeg.
★ ★ ★
Messa og ársfundur í Riverton
Messað verður í Sambands-
kirkjunni í Riverton sunnudag-
inn 24. júní n. k. kl. 2 e. h. Árs-
fundur safnaðarins verður á eft-
ir messunni. Óskandi væri að
sem flestir mættu.
Messa á Lundar og Oak Point
Messað á Lundar kl. 2 e. h. 24.
júní n. k. Safnaðarfundur eftir
messu. Sama dag verður ensk
messa flutt að Oak Point kl. 8.30
e. h. H. E. Johnson
* « * *
Mrs. Svava Líndal lézt að
heimili sínu, 277 Toronto St.,
hér í Winnipeg 19. þ. m. Fékk
slag og lifði aðeins einn sólar-
hring. Hún var ekkja Björns
Líndals, sem dó s. 1. ár. Mrs.
Lindal var 85 ára að aldri, frá-
bærlega vel gefin kona andlega
og líkamlega. Útförin fer fram
frá útfararstofu Bardals, föstud.
22. júní kl. 3.30. Séra Philip M.
Pétursson jarðsyngur.
★ ★ ★
Dr. R. Beck, sem staddur er
hér nyrðra í þjóðrækniserindum,
gat þeirra frétta að sunnan, að
cand..theol. Pétur Sigurgerisson
hafi verið kominn til Grand
Forks, er hann fór að heiman, og
sé væntanlegur bráðlega til Win-
nipeg.
★ ★ ★
Dánarfregn
Þriðjpdaginn 12. júní, jarð-
söng séra E. J. Melan, Björgu
Jónsdóttur Goodman, sem and-
aðist 9. júní s. 1. að heimili Mrs.
Inge í Foam Lake. Björg sál.
var fædd 13. júní, árið 1851 í Sel-
fosskoti á Skaga í Skagafjarðar-
sýslu. Foreldrar hennar voru
hjónin Jón Sigurðsson og Elísa-
bet Þorláksdóttir. Björg fulttist
til Canada 1874 og dvaldi á ýms-
um stöðum og síðustu ár æfinn-
ar, eftir að hún misti mann sinn,
dvaldi hún hjá Mrs. Inge, sem
býr ásamt syni sínum og tengda-
dóttur nálægt Foam Lake. Björg
sál. var dugandi kona, trygg ó*g
falslaus, er bar erfiðleika lífsins
með þolgæði og hreysti, og vildi
ætíð öllum gott. Hún var jörð-
uð frá United kirkjunni í Foam
Lake og lögð til hvíldar í grafreit
bæjarins.
Islenzk útvarpsguðsþjónusta
frá Sambandskirkjunni í Winnipeg
SUNNUDAGINN, 24. þ. m. kl. 7 e. h.
Valdir sálmar, ágætir einsöngvar, sérstaklega
valin ræða og organspil. Útvarpað yfir CKY
stöðina. — Sjá Sambandskirkju fréttir á öðrum
stað í Heimskringlu.
SAMKOMA
KVENNASAMBANDSINS
VERÐUR HALDIN I ÁRBORG HALL, ÁRBORG, MAN.
LAUGARDAGINN, 30. JÚNl 1945, kl. 9 e. h.
SKEMTISKRÁ:
1. O Canada
2. Ávarp forseta ________Ólafía J. Melan
3. Violin solo Jóhannes Pálson, Lilja Martin, aðstoðar
4. Duet________Svava Pálson og Lovísa Erickson
5. Flower Drill Undir stjórn Mrs. P. Onyrko, Riverton
6. Violin solo Jóhannes Pálson, Lilja Martin aðstoðar
7. Trio Emily Abrahamson, Svava Pálson,
Lovísa Erickson
8. Söngflokkur ungra stúlkna, undir stjórn Davíð Jensen
Mrs. Broadley, aðstoðar
9. God Save the King.
Aðgangseyrir — 35? fyrir fullorðna, 20? fyrir börn
ÞINGBOÐ
Nítjánda ársþing Sambands Islenzkra Frjáistrúar Kven-
félaga í N. Ameríku, hefst LAUGARDAGINN 30. JÚNÍ,
1945 kl. 9 f. h. í kirkju Sambandssafnaðins í Árborg, Man.
Dagskrá þingsins verður á þessa leið:
Laugardaginn 30. júní, kl. 9—12 f. h.
Ávarp forseta
Forseti Sambands kvenfélagsins í Árborg, býður gesti
velkomna.
Fundargerð síðasta þings lesin.
Skýrsla fármálaritara lesin.
Skýrsla féhirðis lesin.
Skýrslur kvenfélaga Sambandsins lesnar.
Skýrslur millinþinganefndar lesnar.
Sunnudaginn 1. júlí
9—10.30 f.h. — Þingfundir.
10.30—11.30 — Almennar umræður um áhugamál
Sambands kvenfélaganna.
Kl. 11.30—12 — Embættismanna kosningar.
Kl. 3.30—4 e. h. — Fyrirlestur um heilbrigðismál, Miss
Laura Johnson.
Kl. 4—4.30 e. h. — Afhnet skírteini heiðursfélögum
Sambandsins.
Kl. 4.30—6 e. h. — Ný mál og þingslit.
Ólafía J. Melan, forseti
Ólöf Oddleifson, ritari
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Kl.
Kl.
Á meðal greina er bíða næsta
i blaðs, vegna rúmleysis, eru
| Minni Canada flutt að Hnausa,
! eftir W. J. Lindal dómara, út-
varps ávarp frá Thor Thors
! sendiherra o. fl. Eru hlutaðeig-
endur beðnir afsökunar.
* * *
Skírnarathöfn
j Sonur þeirra hjóna Mr. og Mrs.
Joseph Harold Marsh, í St. Vital,
! Gary Harold, var skírður s. 1.
laugardag að heimili foreldra
hans, 7 Claydon Road. Séra
Philip M. Pétursson fram-
kvæmdi athöfnina. Guðfeðgin
voru Miss Ella Hall, frænka Mrs.
Marsh, og Mr. J. Herbert.
* * *
I bakseglin virðist aftur hafa
slegið á San Francisco-fundinum,
vegna þess að Rússar hafa beð-
I ist þess, að tillögurnar um að
: smærri þjóðir nýja þjóðabanda-
i lagsins hefðu vald til þátttöku
! og umræðna á stríðsgerðum frið-
i arfélagsins séu til baka dregnar.
Málið um hver valdið skuli hafa
I í nýja þjóðabandalaginu, eru því
alt annað en samþyktar ennþá.
* k *
Hallur Magnússon frá Van-
j couver kom í fyrri viku til bæj-
arins. Hann bjó í Winnipeg
fyrstu árin eftir komuna að
heiman og reisti hér hús, en hef
ir ekki verið hér s. 1. 20 ár. Hann
er hér að heimsækja gamla vini
og kunningja, er öllum þykir
gaman að hitta hann, því hann
er fullur'glaðværðar og fyndni,
eins og fyrrum.
n it *
Dánarfregn
Þann 14. júní s. 1. jarðsöng
séra E. J. Melan, Guðrúnu 111
ugadóttir Björnson, sem andað
ist 11. júní á sjúkrahúsinu i
Wynyard, Sask. Hún var fædd
6. apríl 1858. Hún giftist á Is-
landi og misti þar mann sinn.
Fluttist hingað til lands árið
1900. Tvær dætur hennar eru
á lífi, Mrs. Ingibjörg Sveinson á
Gimli og Mrs. Sigríður Gíslason,
Wynyard. Frá heimili hinn-
ar síðarnefndu var hún jörðuð og
hvílist í grafreit bygðarinnar.
* * *
Mr. og Mrs. Jóhannes Gísla-
soA frá Elfros, Sask., komu til
bæjarins s.l. föstudag. Þau fóru
norður til Hnausa s. 1. laugardag
til að vera við lýðveldishátíðina,
og dvelja þar nyrðra nokkra
daga í heimsókn hjá vinum og
kunningjum.
★ ★ *
Stúkan Skuld heldur næsta
fund sinn á heimili Mrs. M.
Johnson, 308 Furby St. Allir
meðlimir eru beðnir að sækja
fundinn.
★ ★ ★
Undirritaður óskar eftir að fá
keyptar þessar bækur: Árbækur
Espólíns, Sýslumannaæfir B. B.,
Prestatal S. Níelssonar, Skóla-
meistarasögur, Færeyingasögu,
Sverrissögu, Atla.
S. Baldvinson,
Gimli, Man.
★ ★ ★
The Rt. Rev. Dr. Franklin C.
Fry, útvarpar á ensku prédikun
frá Fyrstu lút. kirkju n. k. sunnu-
dag kl. 11 f. h. Hann er hér
staddur í sambandi við kirkju-
þing lúterskra er hefst á morgun.
★ ★ ★
Séra Ásmundar Guðmunds-
sonar, próf. við guðfræðideild há-
skóla íslands, er von til Winni-
peg í sambandi við kirkjuþing
lúterskra.
Ingimundur Ólafsson frá
Reykjavík, Man., var á ferð í
bænum s. 1. viku.
* ★ ★
Skírnarathöfn
Sunnudaginn 11. júní, fór
fram skírnarathöfn að guðsþjón-
ustunni lokinni, sem fór fram í
Piney, og voru þá fimm börn
skírð. Séra Philip M. Pétursson
framkvæmdi athöfnina. Börnin
voru Richard Christopher, sonur
hjónanna Riohard Magnus Nor-
man og Patricia Mary Patrick
Norman; Wayne Frank, sonur
hjónanna Frank Okapiec og
Myrtle Olson Okapiec; Patsy
Ann, Freeman John, og Lloyd
Lawson, börn þeirra Björns
Freemans Asmundson og Clara
Margaret Lawson Asmundson.
Guðfeðgin hinna síðast nefndu
barna voru Mr. og Mrs. W.
Björnsson. En guðfeðgini Rich-
ard Christopher Norman voru
Mr. Steve Stephanson og Miss
Maye Norman, og fyrir Wayne
Frank Okapiec, Mr. Freeman
Ásmundson og Miss Jlthel Olson.
móðursystir barnsins.
* ★ ★
Jón Sigurðsson félagið þakk-
ar öllum sem tóku þátt í því að
gera kaffisöluna 22. maí ánægju-
lega. Sérstaklega þakkar félag-
ið Major J. Hjálmarson er flutti
erindi að kveldinu og Miss Mar-
gréti Helgason, er skemti gestum
með söng.
Félagið hefir gefið $25 í sjóð
Kauða Krossins í þakklátri minn-
ingu um V-E. Day”, og til að
minnast afmælisdags Jóns Sig-
urðssonar 17. júní.
★ ★ ★
Vísa
Þegar ljóðagerðin góð
geilsum braga klæðist,
hýrnar auga, hitnar blóð
hjartað endurfæðist.
C. O. L. Chiswell
★ ★ ★
Bréf til Hkr.:
Laugaveg 69, Reykjavík,
10. maí, 1945
Kæra Heimskringla:
Eg þakka þér fyrir að þú tókst
á móti beiðni minni um bréfa-
viðskifti. Eg hef komist í bréfa-
samband við marga landa mína
vestan hafs og á eg það þér að
þakka og vona eg að þú eigir
langa og góða lífdaga fyrir hönd-
um og eigir eftir að auka ennþá
meir á samheldni Islendinga
þarna fyrir vestan og hér heima.
Lengi lifi Heimsrkingla.
Þinn einlægur,
Guðm. Marteinsson
>« ★ *
“Brautin”
ársrit Hins sameinaða kirkju-
félags Islendinga, verður full-
prentað innan fárra daga. Ritið
er hið vandaðasta í alla Staði, og
flytur framhald af Kirkjusögu
Islendinga í Vesturheimi, ásamt
öðru fjölbreyttu efni.
Eg vildi mælast til að um-
boðsmenn sem kynnu að hafa
einhver eintök óseld, láti mig
vita sem fyrst, hvað mörg þau
eru, sömuleiðis eintakafjöldann
af II. árgangi, sem þeir óska að
fá til útbýtingar.
Ritið kostar aðeins $1.00. Þeir
sem vilja fá það sent beint með
pósti, snúi sér til undirritaðs.
Umboðsmönnum Brautarinn-
ar, vil eg þakka einlæglega fyrir
hönd útgefenda, alla þeirra að-
stoð við sölu fyrsta árgangsins,
og vona að þessi árgangur verði
öllum kærkominn gestur.
Páll S. Pálsson
—796 Banning St., Winnipeg
WINNIPEG, 20. JÚNl 1945
Látið kassa í
Kæliskápinn
WvnoLa
Æ GOOD ANYTIME
The SWAN MFG. Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER-STRIP
281 JAMES ST„ WINNIPEG
Phone 22 641
Halldór M. Swan, eigandi
Thos. Jackson & Sons
LIMITED
COAL - COKE - BRIQUETTES
STOKER COAL
Phone 37 071 (Priv. Exch.)
370 Colony St. Winnipeg
Central Dairies
Limited
Kaupa tnjólk og rjóma
Areiðanleg og fljót skil
Telephone 57 237
121 Salter St. — Winnipeg
Eric A. Isfeld, ráðsmaður
PRINCESS
MESSENGER SERVICE
We move trunks, small suite
furniture and household
articles of all kinds.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Telephone 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
Hársnyrting — beztu
aðferðir
AMBASSADOR
Beauty Salon
257 KENNEDY ST.
sunnan við Portage
Talsími 92 716
S. H. Johnson, eig.
MESSUR og FUNDIR
í kirkju Sambandssafnaðar
Prestur, sr. Philip M. Pétursson
640 Agnes St. Sími 24 163
Messur: á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Safnaðarnefndin: Fundir 1.
föstudag hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan
þriðjudag hvers mánaðar,
kl. 8 að kveldinu.
Ungmennafélagið: — Hvert
sunnudagskveld kl. 8.30.
Skátaflokkurinn: Hvert mið-
vikudagskveld kl. 6.30.
Söngœfingar: lslenzki söng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagkkveldi.
Enski söngflokkurinn á
hverju miðvikudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: A hverjum
sunnudegi, kl. 12.30 e.h.
MINNIST
B-E-T-E-L
í erfðaskrám yðar
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG j
tSLENDINGA t
Forseti: Dr. Richard Beck *
University Station, ;
Grand Forks, North Dakota j
Allir Islendingar í Ame- j
ríku ættu að heyra til
Þjóðrœknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir |
Timarit félagsins ókeypis) |
$1.00, sendist fjármálarit- *
ara Guðmann Levy, 251 i
Furby St., Winnipeg, Man |
Tilkynning
#
til vestur-íslenzkra hluthafa í Eimskipafélagi Islands
Símskeyti barst Árna G. Eggertsyni 3. þ. m. frá Eim-
skipafélagi íslands, Reykjavík, að ársfundur félagsins
hefði verið haldinn 2. júní s. 1.
Fundurinn endurkaus, í stjórnarnefnd Eimskipafé-
lagsins, hr. Árna G. Eggertson, K.C., til tveggja ára.
Samþýkt var að félagið borgaði 4 prósent í arð fyrir
árið 1944. Útborgun á þeim arði til vestur-óslenzkra hlut-
hafa annast hr. Árni G. Eggertson, K.C., 209 Bank of Nova
Scotia Bldg., Winnipeg.
Ámi G. Eggertson
—ÞINGBOЗ
23. ársþing Hins Sameinaða Kirkjufélags fslend-
inga í Norður Amerífcu verður sett í kirkju
Sambandscafnaðar í Árborg, Man.
FÖSTUDAGINN 29. JÚNÍ, 1945, kl. 7.30 síðdegis
Söfnuðir sem eru í kirkjufélaginu eru kvaddir til að
senda fulltrúa á þingið, tvo fyrir hverja hundrað safnaðar-
meðlimi eða færri, og einn fyrir hverja fimtíu þar yfir.
Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla og
ungmennafélaga.
Samband Islenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga heldur
þing sitt laugardaginn 30. júní.
Erindsrekar skrásetjist í Sambandskirkjunni kl. 5—7
e. h. þingsetningardaginn.
DAGSKRA ÞINGSINS:
Föstudaginn 29. júní: Kl. 7 e. h. — Þingsetningar guðs-
þjónusta. Þingsetning (ávarp forseta). Nefndir sett-
ar. Fyrirlestur.
Laugardaginn 30. júní: Kl. 9—12 — Kvennaþing. Nefnd-
arfundir.
Kl. 1.30—6 — Aðal þingstörf, nefndarálit o. s. frv.
Kl. 8.30 — Samkoma Kvennasamibandsins.
Sunnudaginn 1. júlí: Kl. 9—12 — Kvennaþing. Nefndir
aðal þingsins mæta.
Kl. 2 — Guðsþjónusta.
Kl. 3.30—5 — Þingstörf. Kvennaþing.
Kl. 8.30 — Fyrirlestur og þingfundir.
Mánudaginn 2. júlí: Kl. 9—12 — Þingfundir.
Kl. 2—4 — Kosning embættismanna. Ólokin störf.
þingslit.
Kl. 4 — Skemtiferð til Sumarheimilisins á Hnausum.
Hannes Péturson, forseti
Philip M. Pétursson, ritari