Heimskringla - 27.06.1945, Side 2

Heimskringla - 27.06.1945, Side 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚNÍ 1945 MINNI CANADA Flutt að Hnausum 16. júní 1945 af W. J. Lindal dómara Einn af leiðandi rithöfundumn Canada, Bruce Hutchison, skrif- aði fyrir nokkrum árum síðan bók, sem hann kallaði “The Un- known Country, Canada and Her People”. Hann ritaði þessa merkilegu bók vegna þess að honum fanst almenningur hér vita afar lítið, ált of lírtið um þetta land, sem föðurland sitt. Mér finst umkvartanir Hut- chisons séu á miklum rökum bygðar og eigi við um alla þjóð- flökka þessa lands engu síður Is- lendinga en aðra. Við þekkjum ekki þetta land vort og þjóðina sem ihér býr, að minsta kosti ekki nærri því nógu vel. Okkur er að mestu ókunn- ugt um hvað skeður í fjarlægum fylkjum landsins, við látum okk- ur litlu skifta hin þjóðlegu vandamál vor, við hugsum sama sem ekkert um framtíð þessarar þjóðar, afstöðu hennar og áhrif meðal annara þjóða. . Við íslendingar erum ekki neitt sérstaklega ásökunarverðir í þessu tilliti, því hið sama má segja um aðra í þessu landi, um Frakka, sem búið hafa í Quöbec- fylki í meir en þrjár aldir, og engu síður Canada menn af ensk- um ættum. Umkvartanir Huitchi- sons ná til allra. • Það er margt sem þessu veld-1 ur og þessvegna er það alls ekki óeðlilegt. Canada er stórt land, sem nær yfir allan norður heLminginn af Norður Ameríku. 1 samanburði við flest önnur lönd, er Canada mjög strjálbygt. Það má varla heita að mannabygðir nái yfir meir en suðurröndina af þessu víðáttumikla landi, og er hún sumstaðar ekki meira en hundr- að mílur á breidd, en um þrjú þúsund mílur á lengd. I Canada eru tvö tungumál lagalega viðurkend: enska og franska. Þessir tveir aðal þjóð- flokkar sem landið byggja — Frakkar og Bretar — eru svo gagn-ólíkir, latnesk tunga og rómversk-kaþólsk trúarbrögð hins vegar. En þrátt fyrir þenn- an mismun, hafa þessir þjóð- flokkar aukið og þroskað menn- ingu sína í þessu landi. Þessi þjóðernislega afstoð hefir, eins og eðlliegt er, valdið óeiningu, sem nú er að verða eitt mesta vandamál þjóðarinnar að ráða farsællega til lykta. En svo er það og margt annað, sem veldur því að sundrung fremur en eining virðist vera einkenni þjóðarinnar, og vera þvi valdandi að fólk þekkir ekki nema umhverfið í kringum sig, en ekki þjóðina og landið í heild sinni. Ef dæma skyldi eftir lifnaðar og hugsunarháttum, og framþró- unar stefnu í hinum ýmsu hlut- um landsins, þá verður maður þess var, að það eru fimm lönd eða jtafnvel þjóðir, sem eru inn- an landamæra Canada. Fyrst eru strandafylkin þrjú; þar er fólkið að mestu atf brezk- um stofni. Framleiðsla er þar í fremur smáum stíl en samt þó W. J. Lindal dómari nökkur verzlun og viðskifti við úitlönd. Þar næst er Quebec, franskt og káþólskt. Hinum frönsku innbyggjum Quebec-’ fylkis finst það sín fyrsta og helgasta skylda að vernda málið 'og trúna, og viðhalda venjum ! sínum og siðum og keppa um að sín mennig skipi öndvegi til jafns við hina brezku, ekki ein- ungis í Quebec, heldur og um alla Canada. Ontario-fylki er öflugast allra fylkja landsins; þar er víðast hvar mjög brezkur hugsunar- háttur. Þar er mikil iðnaðar framleiðsla, sem treystir aðal- lega á innlendan markað, og veldur það stundum þröngsýni í hugsunarhætti og viðskiftum út á við. Svo koma sléttufylkin, þar sem fólk hefir safnast saman úr öllum áttum. Þar er afar mikil framileiðsla af matvöru og 'trjávið, og öðru sem er fraimleitt úr jarðvegi landsiná. Meginþorri þessara afurða verður að seljast erlendis. Það, og svo hitt að svo margir þjóðflokkar ihafa lent hér saman, hefir valdið því að 'hugsunarháttur fólks í sléttu- fyilkjunum hefir orðið meir al- 'þjóðarlegur en annarstaðar. Svo er Britislh Columbia, út af fyrir sig vestanvert Klettafjall- anna. Hugir manna þar stefna fremur í burtu en til hinna fylkj- anna — meir og meir yfir Kyrra- hafið til Austurlanda. Þess ber einnig að gæta að Oanada er í vesturálfunni, við hliðina á voldugri og áhrifamik- illi þjóð, Bandaríkjunum, en samtímis er Canada eitt af ríkj- unum í brezka sambandinu, sem hefir fótfestu í öllum meginlönd- um heimsins. Alt þetta, bæði utan og innan ríkis, veldur því, að skoðanir, hugarstefnur og óskir einstakl- inga og þjóðflokka, eru ólíkar, stundum alveg gagnstæðar og rekast hver á aðra. Manni dylst ekki að sundrung og ímugustur á sér stað, og sumstaðar á háu stigi. Það er þessvegna svo afar á- ríðandi að allir, sem vilja vera nýtir og góðir borgarar þessa lands og leggja eitthvað það fram, sem gæti 'hjálpað til að skapa einingu, láti sér ant um að kynnast sögu Canada sem allra bezt. Þekkingin þarf að ná yfir alt landið, alla þjóðina. Sem flestir ættu að gera sér far um að komast til skilnings á því, hvað það er sem stendur að To Conserve Materials and Manpower A recent Government order has greatly curtail- ed the supply of cartons. Will you please return all used cartons as soon as possible. A little care in opening new deliveries will make possible the re-use of cartons which can be returned with empty bottles. Your co-operation is necessary to conserve these materials and labour. DREWRYS LIMITED baki skoðana mismuninum og hver að eru vandasömustu mál- in. Þá, en ekki fyr á einstakling- urinn búðar-forða sem hann get- ur treyst á, ef hann æskir að leggja eitthvað fram til þjóðar þrifa og velferðar; og þá, en ekki fyr, geta menn hætt að kvarta um að þetta land sé íbúum sín- um óþekt. En þrátt -fyrir miklar vega- lengdir, og annað sem eg hsfi bent á, sem hefir valdið van- þekkingu og misskilningi, og um leið gerir það óhjákvæmilegt að skoðanir verði skiftar, þá samt þarf sá skoðana munur ekki nauðsynlega að verða að þjóðar- meini. Eining um velferð þjóð- arinnar getur átt sér stað þar sem er margbreytni í viðhorfi. Ef vel er á haldið, þá getur skoð- ana munur orðið að víðsýnis- og orkumeðali. Þröngsýni þrifst ekki þar sem þjóðlífið er marg- þætt. En einmitt þar sem alt virðist vera gagnólíkt — sagan á bak við þjóðarbrotin, núverandi aðstæður og framtíðarhorfur — þar ætti að geta skapast um- burðarlyndi, samhygð og velvild. En það er þetta þrent, umfram alt annað, sem er svo nauðsyn- legt ef hinir bez/tu einstaklings og þjóðar kostir eiga að geta þróast hér. Maður þarf ekki að líta nema snöggvast yfir sögu Canada þessi síðustu sex ár, til að sjá hve áfar miklu má koma til leiðar með samtökum í hug og verki, þótt ágreiningur sé undirniðri á ýms- um s/viðum . íbúatala Canada er eitthvað innan tólf miljóna. í október mánuði 1944, voru að meðtöldum hermönnum, en undanskildum konum á heimilum, yfir fimm miljónir manna starfandi við’ nauðsynlegar atvinnugreinar. Framleiðsla í búnaðar afurð- um árið sem leið, nam tveimur og hálfri biljón dollara, fiski- veiðar námu yfir biljón punda. 1 iðnaðar framleiðslu er Canada fjórða mesta iðnaðarlandið, næst Bretum, Rússum og Bandaríkj- unum; hlutfallslega borið sam- an við fólksfjöldann er Canada á því sviði langt á undan öllum öðrum þjóðum. Þátttaka Canada í stríðinu er mjög glæsileg. Nærri miljón manns hafa gengið í herinn, yfir fjörutíu þúsundir fallnir í val- inn og helmingi fleiri særst meir og minna. Canada hefir framleitt yfir tíu biljónir dollara virði af hergögnum og vélum fyrir þetta stríð. Þjóðin hefir einnig lagt fram yfir fjögra biljóna dollara virði af vörum, samkvæmt “Lend-Lease” láns-fyrirkomulag inu, og er það hlutfallslega meira en framlag nokkurrar annarar þjóðar. Áhrif Canada í alþjóðamálum, eru engu síður glæsileg; þau eru svo mikil og hraðfara að undrun sætir, það er nú þegjandi sam- þykt allra, að næst stórveldun- um fimm, stendur Canada langt framar öllum hinum, og er á ýmsum sviðum áhrif'ameiri er. Kínar eða Frakkar. Þátttaka Canada í málum bandaþjóðanna fer sívaxandi. — Formaður UNRRA samtakanna er Canada maður. Á þinginu í Ohicago, sem fjallaði um loftfar- ir, voru erindsrekar Canada með- al þeirra fremstu og áhrifamestu, enda er það þegar viðurkent að eftir stríðið verður Canada í leið á flestum megin flugleiðum heimsins. Þrátt fyrir það þó skiftar séu skoðanir um margt í landi voru, gátu þessar miklu framkvæmdir og þessi hraða framför átt sér stað. Það skal játað að stríðið hcfir sameinað þjóðina, en ekki nema að sumu leyti. En svo hef- ir það ýft upp gömul sár. Saga Canada frá því í byrjun, árið 1867, sýnir og sannar að hægt sé að miðla málum á friðsamleg- an hátt og það þó tilfinningamál séu, og svo viðkvæm að þau hefðu getað brotist út í ófrið, ef ekki hefði verið gætt lægni og sanngimi, hluftekningu og þol- inmæði. Mér finst oft eins og Canada sé alheimurinn í smærri stíl. Hér er alt sem getur valdið sundrung, óeirðum og stríði. Að því leyti er afstaða Canada öðruvísi en nokkurrar annarar þjóðar í heimi. 1 Suður-Afríku eru tvö viður- kend tungumál, en þar er engin sundrung út af trúmálum. í Svisslandi eru þrjú viðtekin tungumál, en landið er svo lítið að sameining á sér stað, að meira eða minna leyti, á öllum öðrum sviðum. . t Það er einmitt þessi breyti- lega afstaða þjóðar vorrar, sem krefst gætni og varfærni í öll- um opinberum málum. Ef vel er farið að, þá er hægt að byggja hér svo sameinað, en um leið víðsýnt þjóðfélag, að Canada geti orðið fyrirmynd annara þjóða, og þá einnig al- þjóða sam^andsins. En til þess að það geti orðið, þurfum við fyrst og fremsf að þekkja landið og skilja þjóðina, kynna okkur vandamálin sem fyrir liggja, tildrögin til þess er veldur sundrung, og hins sem miðar til friðar og einingar. Við verðum að læra að vera þolin- móðir og úmburðarlyndir, setja okkur í spor hinna, fremur en heimta það sem okkur sjálfum geðjiast bezt. Við eigum að efla og þroska þjóðrækniskend vora til Canada og canadisku þjóðarinnair. Sú þjóðrækni er heilbrigð, og kem- ur ekki í bága við endurminn ingarnar um eyjuna kæru út í Atlantshafi og þarf ekki heldur að útiloka verðmætum erfðum Við sem erum Canada borgarar, eigum að vera stolt af Canada og canadisku þjóðinni og fPam- kvæmdum hennar. Okkur á að þykja vænt um landið,. Þær einu hömlur sem við eigum að leggja á tilfinningar vorar í þeim efnum eiu þær, að þjóð- ræknin verði ekki að þjóðar drarnbi. Oft hefir það komið fyrir í sögu mannkynsins að þjóðardrambið hefir gert meir ilt en gott, og stundum leitt til styrjaldar. Nú er stríðinu í Evrópu lokið, en samt er langt frá því að var- anlegur friður sé trygður. Mað- ur þarf ekki annað en lesa um ágreininginn um Pólland, til- raunir Mars'hall Tito að austan og Frakka að vestan, að reyna til að ná sér sneið úr ítalíu, og svo blóðsúthellingarnar í Sýrlandi og Lebanon, til þess að sjó hvað erfitt það er stundum að útkljá mál, án þess að grípa til sverðs- ins, eða hóta að brúka máttinn sem felst bað við það. Þessvegna er það afar þýðingarmikið ef canadisku þjóðinni hepnast að ráða fram úr vandamálum sín- um á friðsamlegan hátt, og án þess að skapa heift og hatur, því þá verður fyrirmynd hér að finn- ast sem stjórnspekirigar annara landa geta tekið sér til eftirdæm- is og hliðsjónar, bæði í innan- lands og alþjóða málum. Það er einmitt vegna þess að þessi þjóð samanstendur af svo mörgum og ólíkum stofnum og er svo margþætt, að möguleikinn til víðtækra og eftirbreytnis- verðra samtaka er svo mikill. Þess vegna hvílir sérstök ábyrgð og skylda á okkur öllum, og rödd þeirrar skyldukröfu vilj- um vér ekki daufheyrast við. Við erum að tefla um meir en framtíð Canada. Við skulum öll leggja fram það bezfa er við höf- um til brunns að bera, til efling- ar og velfarnaðar þessu landi og þessari þjóð. 1 því trausti og í þeirri von segi eg: Lengi lifi Canada. Sjúklingur (á rólegu deild- inni); Okkur líkar betur við þig en gamla lækninn. Læknirinn: Er það? Hvernig víkur því við? Sjúklingurinn: Okkur finst þú líkjast okkur meira en hinn. ÚTVARPSRÆÐA ! Thor Thors sendiherra, 17. júní 1945 Góðir íslendingar: Hinn fyrsti 17. júní rennur nú heill yfir vort íslenzka lýðveldi. Eitt ár — aðeins eitt ár er liðið frá því að lýðveldi Islands var endurreist á Þingvöllum. Eitt ár er ekki langur tími í lífi manns — en það er sandkorn í tímaglasi heillar þjóðar. Samt sem áður hefir þetta eina ár verið svo við- burðaríkt og örlagaþrungið í sögu íslands og sögu gjörvalls mannkynsins, að atburðir þes^ munu ráða kjörum og örlögum mannanna í áratugi jafnvel öld- um saman. Hugsum okkur hversu stór- kostlegur þáttur veraldarsög- unnar fór fram frá 12. apríl síð- astliðinn til 7. maí. 12. apríl verður ætíð skoðaður sem einn af hinum miklu sorgardögum veraldarsögunnar, er lézt hinn mikli leiðtogi og mannvinur, Franklin Roosevelt, forseti þessa mikla lands og öndvegis forystu- maður alheimsins. • Við fráfall hans misti Island einnig einlæg- an vin, róttsýnan og skilnings- góðan á sjálfstæði og rétt Islend- inga. Hann gerði okkur fært að stofna lýðvéldið 17. júní, 1944 með því árið 1942, að benda okk- ur leiðina til farsællar lausnar þess máls. Hann varð fyrstur til að ákveða að senda sinn eigin fulltrúa til hátíðahaldanna á Þingvöllum. Önnur vinsamleg lönd komu á eftir. Þess minn- umst við með þakklæti. — Nokkrum dögum eftir fráfall þeissa foringja kom sigurinn mikli — stig af stigi. Harðstjór- arnir féllu. Þeir hugðu að leggja undir sig 'heiminn — Island líka — gleymum e'kki því — færðu ægilegasta blóðbað sögunnar yfir mannkynið — en féllu ekki sem hetjur heldur sem glæpa- menn, ýmist fyrir vopnum landa sinna eða sjálfs síns höndum. Sagan endurtók sig, segja mátti enn á ný. Sjá hve illan enda — ódygð og svikin fá. — Og loks kom að algerri uppgjöf þýzka hersins. Herir Bandamanna fengu fuillnæging sinna djörf- ustu óska, frækni þeirra fékk sín sigurlaun og miljóna þeirra, sem látið höfðu líf sín til að ná þess- um sigri, var að fullu hefnt. Sig- urinn var unnin og sól sigursins rann upp yfir frelsuðum þjáðum löndum Evrópu og fögnuð fólks- ins gat ’hvorki tár né gleði túlkað. Einnig á íslandi var fögnuður þjóðarinnar gífurlegur — í þrjá daga braust óstöðvandi gleði fólksins út heima. Enn ein sönn- un þess, að ísland er ekki lengur einangrað. Örlög heimsins eru örlög íslands. Island er aðeins lítill depill á hnettinum, sem snýst og heldur áfram að snúast eins og áðrir hlutar þess sama Thor Thors sendiherra hnattar. Fyrir Island þýddd sig- urinn fyrst og fremst það, að hafið var frjálst og hættulaust. Hermenn Islands, sjómennirnir, gátu nú farið ferða sinna í friði. Island þurfti ekki að fórna fleiri lífum í þágu sigursins. Þessir miklu atburðir voru auðvitað merkustu atburðir í sögu íslands á fyrsta ári lýðvéld- isins — eins og þair voru merk- ustu atburðirnir í sögu alheims- ins. En einnig heima á íslandi hef- ir mragt merkilegt gerst. Og við hljótum ljúflega að viðurkenna það Islendingar, að árið hefiv verið okkur gott og farsælt. Vel- megun og framfárir hafa verið hlutskifti þjóðar vorrar á þessrx fyrsta ári. Islendingum hefir vegnað vel og liðið vel. Þjóðin vill nú fram og sækir fram. — Menn tala um nýsköpun at- vinnuveganna — um framfarir er tryggi afkomu og atvinnu fólksins nú að styrjöldinni lok- inni. Við viðurkennum með þakklæti, að vinir okkar Banda- rrkin og Bretar hafa búið vel að okkur fjárhagslega. Á sviði stjórnmálanna er það merkast, að stofnað vm fyrsta lýðræðisstjórn lýðveldisins. Al- þingi hóf samstarf. Það samstarf mætti enn eflast — því að lausn stórra vandamála blaSir við. Það lofar fögru um samheldni þjóð- arinnar, að forseti Islands, hr. Sveinn Björnsson, varð einrórna endurkosinn til næstu fjögurra ára. Þegar við nú í dag hugsum heim, þá gerum við það von- glöð. Við treystum þjóð vorri og trúum á land vort. Þessvegna lítum við björtum augum á fram- tíð lýðveldisins. tslendingar erlendis vstreyma nú 'heim hvaðanæfa, er gatan heim er greið á ný. Einnig þið munuð halda heim. Island bið- ur ýkkur og þarfnast ykkar. —- Guðblessi Island. Hittumst heil. Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. TUNDURLAGNING í ÓVINA LANDHELGI Þessi mynd er tekin um borð á sprengjulagningar skip- inu “Apollo”, er verið var að leggja tundurdufl innan land- helgislínu óvinanna. Til að koma þsssu hættulega verki í framkvæmd verða þeir, er að því vinna, að komast mjög nærri ströndum óvinanna, og stundum alveg undir nefið á strand- varnabyssum þeirra; auk þess sem leið þessara skipa liggur um tundurlögð svæði er óvinir hafa lagt sér til varnar. Á myndinni eru sýndir kapteinn J. A. Grindle, C.B., R.N., og einn sjómaður uppi á skipsbrúnni, er þer eru á leið inn fyrir landhelgislínu óvinanna.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.