Heimskringla - 27.06.1945, Síða 3

Heimskringla - 27.06.1945, Síða 3
WINNIPEG, 27. JtrNI 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA TVÖ ÁR Á BAFFIN-EYJU Eftir Jón J. Bíldfell Framh. Þegar þessar anda athafnir voru á enda, byrjaði önnur eld- raun, sú að koma andanum í burtu, eða að losna við hann. Þeirri viðureign lýsir Jens Hav- en á þessa leið í dagbók sinni: “Alt í einu heyrðist gríðar mikill hvellur, eins og skotið væri úr byssu, sem auðsjáanlega var gerður með því að berja í sel- skinn sem strengt hafði verið á sveig, eða gjörð og hengdur hafði verið upp í húsum og notaður til slíkra þarfa. Svo elti Angekok- inn andann innanum húsið, barði með lurk á báðar síður, stappaði niður fótunum og skrækti og hljóðaði.” Það er engum vafa bundið, að Innúítar töldu Angekokana ó- missandi tengilið á milli sín og anda heimsins — og ekki aðeins tengilið heldur líka verndara gegn illum á'hrifum andanna, og einnig gátu þeir notið áhrifa góðu andanna, aðeins í gegnum þá. Þeir voru einu mennirnir, sem sambandinu gátu náð —* einu mennirnir sem áhrif gátu haft á andana, til góðs, eða þá til ills, svo áhrif Angekokanna voru geysi mikil. Þó var þeim að sumu leyti markaður bás, t. d. þeir tóku laun fyrir verk sín er þeir voru í þjónustu annara, svo sem prívat særingarfundi, og lækningat. Þessara launa kröfð- ust þeir, áður en þeir litu á sjúkl- inginn, eða fóru í töfraklæðin. En ef sjúklingurinn dó, eða sam- band náðist ekki við andann, þá urðu þeir að skila launum sem þeir tóku aftur. Auðvitað voru engin lög til fyrir þessum og öðrum reglum og venjum Innú- íta, önnur en ákveðið almenn- ings álit. Til þess að tiltrú og virðing Angekokanna ekki föln- aði og fyrntist, þurftu þeir að sýna yfirburði, helzt yfirnáttúr- lega yfirburði sem sögur gengu af, en til þess notuðu þeir ýmsar aðferðir svo sem að láta binda sig rambyggilega og losa sig svo úr böndunum. Stinga sig með hníf svo blóð lagaði um þá og höfðu þeir þá falið á sér belg eða blöðru með blóði í sem þeir stungu gat á svo blóðið rann um þá. Láta hengja sig og rakna svo til lífs aftur, en til þess þurftu þeir að hafa aðstoðar- mann, sem í flestum tilfellum var lærisveinn þeirra, halda uppi samtali þegar þeir voru einir, við eina eða fleiri ósýnilegar per- sónur (búktal sem þeir voru leiknir í) og ýmislegt fleira þess- háttar, sem Innúítar töldu æfin- lega órækan vott yfirnáttúrlegra yfirburða. En þrátt fyrir töfra- vald það sem Angekokar höfðu á ættbræðrum sínum og systr- um í þessu efni, þá hefir það ver- ið frekar sjaldgæft að þeir mis- brúkuðu það, eða stefndu því Innúítunum til skaða. Um eitt tilfelli heyrði eg þó getið, þar sem einn þessara Angekoka átti að hafa beitt kunnáttu sinni og kúnst, til eyði- leggingar og ógæfu og það átti að standa í sambandi við unga og efnilega Innúíta stúlku. Um ástæðuna er mér með öllu ó- kunnugt, en stúlkan átti að veikjast af völdum þessa töfra- manns á þann hátt, að hún gat ekki haldið neinni fæðu niðri. Við slíkum gerningum vissu Innúítar engin ráð önnur en að mæta þeim með sömu meðulum og ií þessu tilfelli áttu fimm Angekokar að standa ráðþrota og úrræðalausir gagnvart hinum að- senda og illa anda er þjáði stúlk- una. Ef að Innúítar sannfærðust um að Angekokar yrðu mönnum að fjörlesti á þennan hátt, var ekkert til sem afplániaði þá sekt annað en blóðhefnd, sem næsta skyldmenni þess dána í karllegg varð að framkvæma. Innúítar trúa því, að dauðinn sé ekki endalok, eða endir á til- veru þeirra, heldur aðeins breyt- ing og bústaða skifti og þeir mæta honum karlmennalega og kvíðalaust, enda eru flestir þeirra búnir að ihorfast í augu við hann margsinnis, áður en að dauðastundinni kemur, bæði á sjó og landi. Trúar visisa þeirra, um líf eftir dauðann er ákveðin og einlæg, eins og llíka öll hugarstefna þeirra í lifenda lífi er, og stafar sú hugarfesta, ékki aðeins frá ódauðleika von þeirra, og að minni meining ekki fyrst og fremst frá henni, heldur mynd- ast hugarfesta þeirra, og hrein- leiki í hugsun við brjóst hinnar falslausu og tignarlegu náttúru norður héraðanna, þar sem stormarnir hreinsa hugann eins og loftið, frostin brenna hálf- leikann, og sólbjörtu sumarnæt- urnar tala til manna um líf, frið og fegurð. Innúítar hugsa sér tvo veru- staði eftir hérvistar líf sitt. Ann- an á himnum, þar sem þeir er þangað fara lifa lífi fegurðar- innar og gleðinnar, en þátttaka þeirra í því lífi ódauðleikans og gleðinnar, er undir dauðdaga þeirra komið, miklu fremur, en háttsemi þeirra í hérvistar líf- inu. Konur, sem að barnsförum deyja, eiga fyrstar allra vísan verustað á himnum, eða eins og Innúítarnir segja í leiftrum norðurljósanna. Næstir konun- um koma þeir sem myrtir hafa verið án saka, þá fólk sem sjálfs- morð hefir famið, því Innúítar líta svo á, að um sjálfsmorð sé ekki að ræða, og geti ekki verið að ræða, nema þegar svo þung- ur kross veikinda, eða bilunar sé lagður á fólk að það fái með engu móti undir honum risið. Hinnj verustaðurinn eftir dauðann er í undirheimum, sem við kölluðum hér á árunum helvíti, á .meðan að menn voru til á meðal vor, sem þorðu að nefna það. — Þangað fara allir þeir af Innúít- um, sem algengum dauðdaga deyja. Staður sá að þeirra ætl-! un er tilbreytingarlaus og leiðin- j legur, þar sem sálir þeirra verða að vera háðar hirtingu Anaute- lik-úsar, föður Sednu, drotriing- ar fiska og sjódrýa, fyrir lengri eða skemri tíma. 1 þessum stað j eru þeir þá lausir við margt af j erfiðleikum þeim, sem þeir áttu við að stríða í lifenda lífi, þeim er aldrei kalt þar. Þeir þurfa heldur ekki að leggja sig í sömuj hættur og þeir þurftu oft að gera við dýra og selveiðar á Baf- fin-eyjunni, en samt er það ekk- ert slædar líf, sem þeir aiga við að búa í undirheimum. Hvað lengi að þeir, eða sálir þeirra, verða að vera í þessu ástandi, eða 'hvort að nokkur uppreisnar- ! von sé frá því, hygg eg að þeir hafi ekki gert sér gerin fyrir eða getað ráðið fram úr. I Það er á tilfinning eftirlifandi Innúíta, að líðan hinna burt- fluttu þjóðbræðra þeirra og systra til undirheima, sé ábóta- vant og reyna þeir að bæta úr þeim skorti með þVí, að leggja ýmsa ihluti í gröf með þeim dánu og svo á leiði þéirra. Er þar um að ræða alla mögulega hluti sem þénanlegir voru hinum látna á hérvistartíð hans, og er hugsun- ' in á bak við þær fórnir sú, að bæta úr skorti, sem sá dáni yrði ,að líða, eða öllu héldur sál hans og er sá skorts ótti æfinlega , bundinn við jarðneskar lífsþarf- (ir. Fórnir þessar sem sjá má á, I og í kröfum Innúíta, eni helgi- I fórnir, þær snertir enginn og I þegar þær fara að rotna og hverfa eða ganga saman, er and- inn farinn að hafa þeirra not. Þegar dauðsföll bera að hendi hjá Innúítunum, þá eru það ýms- ar reglur sem verður að fylgja. 1 Fyrst þegar þéim er ljóst, að Mjór gangur var á milli reitanna, en reitirnir sjálfir alveg horn- réttir, hver og einn þeirra út af fyrir sig, og heildar mynd þeirra eins, og bar sú dauðra manna bygð af öllu öðru af því tagi þar norður frá, sem eg sá. Þegar dauðsföll á meðal Innú- íta bera að höndum að vetrarlagi ' er æfinlega, eða var æfinlega, farið með líkið upp í fjallslhíð, þar náðist til jarðar fyrir snjó- þyngslum og kumlin bygð þar og í sumum tilfellum var farið með leifar þess framliðna upp á hæstu nærliggjandi fjöll og þeim búið þar 'hvílurúm aðallega var það samt þegar um var að ræða leiðtoga, sem Innúítar vildu sér- j stakann sóma sýna, eða minning þeirra. -----Endir----- LÁTINN1HERÞJÓNUSTU dauðinn sé óumflýjanlegur, sem þeir eru ótrúlega nasvísir á, safnast ættingjar og kunningjar John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. * Captain M, R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg UmboásmaSur lyrir Manitoba, Saskatchewan 09 Alberta »###############################################################»#J þess sjúka saman í húsi hans, eða tjaldi og láta í ljósi hrygð sína mjög áberandi, því annars er hætta á að andi hins látna manns redðist hluttekriingarleysi þeirra. Næst voru húsgöng öll, sem í húsinu, eða tjaldinu voru, eða eru; borin út, til þess að andi hins látna geti ekki haft áhrif á þau. Fyrstu nótrtina eftir að menn deyja var það siður, að næsta skyldmenni þess látna í karllegg vekti hjá líkinu, ekki var samt óhætt fyrir hann að vaka einan, sökum ótta við, að andi hins farmliðna réðist á hann og yfir- bugaði, og var því variinn að hann fengi sér mann til að vaka méð sér og var þá öllu óhætt. Hinum dauða varu svo gerð grafarMæði; var það verk kvenna og klæðin gerð úr þykk- um dýraskinnum og var sá bún- ingur bæði traustur og skraut- legur og var líkið svo afklætt og fært í þann búning, en á meðan lá líkið í þeim stellingum sem persónan var í þegar hún dó. Þegar líkið var búið til greftrun- ar var það borið út, en aldrei um dyr húss, eða tjalds, heldur var op rofið á hliðar, eða gafl snjó- húsanna eða skör á tjaldblið, eða enda lyft og hinn dauði tekin þar úr. Ástæðan fyrir því er sú, að eftir trú Innúíta þá er andi hins dauða á sveimi í kringum bústað hans, eða heimili, að minsta kosti í þrjá daga, eftir andlátið og þeim er síður um, að honum sé 'kunrrur út og inngangur um dyr síns forna heimilis. Eftir að líkið er hafið út, er það flutt á hvílustaðinn, en hann er vanalegast, ef jarðsett er að sumrinu til, við sjávarströndina í nánd við heimili hins látna, þar sem gnægðir erri af lausu grjóti. Legstaðirnir voru þann- ig búnir, að grunnur var bygður úr flötum steinum, þeim raðað hlið við hlið unz að grunnurinn var nógu stór fyrir hinn látna að hvíla á. Svo voru veggir bygð- ir sitt hvoru megin við grunninn og til endanna, frá 2—3 fet á hæð. Þurrum mosa svo dréift yfir grunninn og likið lagt þar á. Svo var gert yfir með hellustein- um og flötu grjóti. Það má sjá raðir af slíkum steinþróm fram með ströndum Baffin-eyjunnar. 1 flestum tilfellum eru þær rað- ir óreglulegar og áf handa hófi gerðar og hvergi sá eg þar votta fyrir neinum fegurðarsmekk í lagi eða frágangi, á þessum fornu hvílureitum, sá það hvergi þar norður frá nema í Arsúk á Græn- landi, þar sem þessi steinhvílu- rúm báru á sér ákveðið og fast- bundið fyrirkomulag. Þar sá eg þrjá slíka réiti og lágu þeir hlið við hlið og voru frá átta til tólf þrór í hverjum með aðeins einn vegg á milli hverra líkamsleifa. Stefán Gísli Ólason Einn úr hópi vorra ungu Vest- ur-Islendinga, Stefán Gísli Óla- son frá Hensel, N. Dak., féll í Burma, er flugvél sú er hann var á var skotin niður af óvináhern- um 4. des., umliðið haust; hann var sonur þeirra hjóna Jóns Metúsalemson Ólason að Akra, N. Dak., og konu hans Elínfríðar Ólason, nú búsett í grend við Hensel, N. Dak. Þau hjón fóru frá N. Dak., skömmu eftir aldamótin til Mjanitoba og settust fyrst að í Vita, Man., og fluttu svo þaðan til Grunnavatns bygðarinnar og settust að í Lillesve, 12 mílur fyrir austan Lundar, og bjuggu þar þangað til 1926, að þau fluttu til baka til Norður Dakota og settust að í grend við Hensel. Stefán G. Ólason var fæddur í Lillesve, Man., 4. júlí 1919 og var 6 ára gamall er hann fluttist með foreldrum sínum til Hensel, hann bjó hjá foreldrum sínum þangað til hann innritaðist í Bandaríkja- herinn 15. marz 1942, og fór til Englands snemma árs 1943, það- an fór hann skömmu síðar til Burma. Hann tilheyrði Cavalry Unit, en síðar Engineer Group og keyrði Truck um tíma, sem flutti matvæli eftir hinum ný- bygða þjóðvegi til hermannanna i Burma. Svo innritaðist hann í Airborne Supply Unit, og var á einu af þessum loftskipum, sem Bandaríkjamenn kalla Lofteim- reiðina “Sky Train”, sem flytja matvæli og aðrar nauðsynjar ti! hermannanna í Burma, og dó þar, ásamt félögum sínum, er loftfarið var skotið niður af ó- vinahernum. Fyrst fengu foreldrar hans fregn um að hann væri tapaður 4. desember og var þá strax hafin leit eftir loftfarinu, og voru von- ir þeirra enn sterkar, að hann mundi finnast, en 14. des. kom hraðskeyti að leifar loftfarsins hefðu fundist og var þá útgert um afdrif þeirra, sem á því voru. Stefán heitinn var yngsta barn þeirra hjóna af 8 börnum, og eru 6 á líifi; syrgjendur, auk foreldra hans, 2 bræður, Jón, fangi í Hong Kong og Pétur, nú heima hjá for- eldrum sínum og fjórar systur allar giftar: Mrs. Guðrún Gunn- laugson, Cavalier; Mrs. Ingveld- ur Melsted, Mountain; Mrs. Hrólmfríður Bjarnason, nú hjá foreldrum sínum, en maður hennar í Bandaríkjahernum; Mrs. Anna Bernhoft, Seattle. — Þessi sorg er djúpt mótuð inn í tilfinningalíf foreldra Hans og ekki sízt móður hans. Stefán heitinn var með af- brigðum ljúfur í lund og sýndi foreldrum sínum og systkinum sérstaka viðkvæmni og blíðu, og var ljós friðarins á heimilinu og því heitt elskaður af heimafólki sínu og þeim, sem honum kynt- ust; hann var mjög hæglátur og H HAGBORG FUEL CO. ★ H Dial 21 331 No.^11) 21 331 Dr. J. Marinó Sigvaldason Svo þú ert oss horfinn af leiksviði lífs— en langþreyðar harmanna bætur. Því kváðu þér örlög sinn eilífðar dóm svo árla — og móðirin grætur. Þér æskan var fögur—en æfin ei löng— þú ávalt svo góður og mætur. 1 föður og ástmeyjar sæti þú sazt með sóma—en móðirin grætur. Um árdegi visnaði blikandi blóm, er býður oss góðar nætur. Vér æskuna syrgjum—en æfin er stutt og endaslepp—móðirin grætur. Svo far þú vel, frændi, af leiksviði lífs til ljósheima—dúrinn er sætur. En minning þín lifir í sælu og sorg, og söknuði—móðirin grætur. S. B. Benedictsson rólegur í lund, og er 'hann lék sér að gullum sínum með yngri syst- kinum sínum og öðrum börnum, var hann fús til að láta gull sín af hendi til þeirra barna, er eng- in áttu, en var jafn ánægður í leikjum sínum eftir sem áður; hann var mjög tilfinningaríkur og runnu þá oft tár ofan kinnar hans, er honum fanst sér ójöfn- uður sýndur, og voru þau þá oft- ast þurkuð af hinni mjúku móð- urhendi, sem batt órjúfandi ást milli þeirra til dauðans. Stefán heitinn vann vináttu allra, er með honum störfuðu; fyrir sína sérstöku góðvild, sem hann sýndi öllum og sérstaklega þeim, sem voru lítilmagnar og olnbogabörn mannfélagsins. Það verða þessar endurminningar um hann, sem græða sár foreldra hans og systkina. Ánægjan að hafa fengið að vera með honum á meðan hann lifði, og svo 'hina fögru lífsstefnu, sem hann tók og framfylgdi til hins síðasta dags. Hvort burtförina til eilífðar- landsins, ber að fyr eða síðar, gerir ekki svo mikið til, en hitt varðar meiru, trúmenskan, sem hann sýndi á meðan hann lifði og hans óeigingjarna fórnfærsla til mannfélagsins, sem hann lifði með, að fórna lífinu til að hjálpa til að brjóta hlekki þá, sem eigin- gjarnt drotnunarvald heimskra manna er ætluðu að f jötra mann- kynið í um ókomin ár. Þökk fyrir trúmenskuna og góðvildina, frændi. Þér og öllum þínum félagssystkinum, konum og mönnum, sem lagt hafa líf sitt og heilsu í sölurnar til að brjóta niður musteri heimskunnar og eigingrininnar, sem nú verður að leggja á flótta í fyrsta sinn, svo nú geta trúir og göfugir leið- togar manníélagsins bygt hásæti fyrir sannleikann og dygðina; þá getur mannfélagið fyrst farið að lifa, þegar fólkið fer að geta treyst hvort öðru og samstillir hugsjónir sínar og beitir hinni Sterku lífsmögnun til hærra og göfugra lífs. Þá fyrst verður hægt að fullkomna óskir meist- arans mikla frá Nazaret, er hann bað um að vernda ungbömin, og þegar mönnunum verður kent að efla það góða, sem í þeim býr: þá verður friður á jörðu og vellíðan meðal mannanna. Þökk fyrir hina dýru fórn, sem þú lézt af mörkum til að byggja upp hærra og göfugra líf. P. K. B. Kaupi Neðanmálssögur “Heims- kringlu” og “Lögbergs”. Verða að vera heilar. Má ekki vanta titilblaðið. Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ^ REB . 'vi.. » .vK ' I BREZKAR SKIPALESTIR A LEIÐ TIL RÚSSLANDS Hár er sýnd mynd af skipi sem heitir “Campania”, og var það þá statt við Rússlands- strendur. MDennirnir sem sjást eru að hreinsa snjó og ís af dekik skipsins áður en það snýr iheim til Englands aftur.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.