Heimskringla - 27.06.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.06.1945, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚNI 1945 ■pfeímskringla (Sto/nuB lttS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. --—-— ---g------------ öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone.24 185 ----------------- ---------- ■ ■■ 5 .-n=.-n— WINNIPEG, 27. JÚNÍ 1945 Kirkjuþingið í Árborg ÁrSþing hins Sameinaða kirkjufél'ags Islendinga í Norður Ameríku, verður í ár haldið í Árborg; það hefst n. k. föstudags- kvöld (29. júní). f Starfsskrá þingsins hefir verið auglýst og þarf hér ekki að orðlengja um ihana. En vér viljum þó draga athygli lesenda að nýrri og góðri frétt þar, en hún er sú að á þessu þingi verður kær- kominn gestur heiman af Islandi og flytur þar fyrirlestur á sunnu- dagskvöldið (1. júlí). Gesturinn er próf. Ásmundur Guðmundsson, formaður guðfræðisdeildar Háskóla Isl'ands og ritstjóri Kirkju ritsins, sem gefið er út af Prestafélagi Islands. Hann ér staddur hér um þessar mundir í boði Evangeliska lúterska kirkjufélagsins, á 60 ára starfsafmæli þess. Kom hann rakleiðis heiman af íslandi, fór þaðan 19. júní og verður aftur komin heim í byrjun ágúst mánaðar. Próf. Ásmundur hefir góðfúslega lofast til að heimsækja ársþing Sameinaða kirkjufélagsins, sem vér vitum fyrÍTtfram, að er ánægjuefni þeim, sem kost eiga á að sækja þingið. Annar góður gestur er hér einnig staddur að heiman, þó í Bandarí'kjunum hafi verið um. skeið. Það er cand. theol. Pétur Sigurgeirsson, sonur Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups Islands. Vonum vér að hann komi því einnig við að heimsækja ársþingið í Árborg. Það mundi marga gleðja, er föður hans kyntust. Hann naun dvelja hér nyrðra um þriggja mánaða skeið og staría að prestverkum bæði í Winnipeg og Argyle-nýlendunni. Auk þessa fer margt fram á ársþinginu; þar verða mörg erindi flutt af þektum ræðusnillingum bæði konum og körlum, því Kvennasambandið hefir þing sitt á sama tíma. Að öðru leyti skal vísað til auglýsinga í blaðinu um starf þingsins. ÚT VARPSRÆÐ A Flutt af séra Philip M. Pétursson í Sambandskirkjunni í Win- nipeg, 24. júní síðastl. Eg hefi valið textann fyrir þessa útvarpsguðsþjónustu úr 17. kap. Lúkasarguðspjalis, þar sem að þessi orð standa rituð: “En er hann var aðspurður af Fariseunum, hve nær guðsríki mundi koma, svaraði hann þeim og sagði: Guðsríki kemur ekki þannig að á það verði bent; og ekki munu menn segja, Sjá, það er hér, eða það er þar; því sjá, guðsríki er hið innra í yður.”— Lúk. 17:20, 21. 1 þessum orðum er aðal áherzl- an lögð á hugsunina að guðsríki er hið innra í oss, og eg legg þannig út af þeim orðum, að heimurinm verði að guðsríki, eða stetfni í þá átt, í hlutfalli við full- komnun mannkynsins, þ. e. a. s. eftir því, að hve miklu leyti mennirnir fullkomnast. Heim- urinn fullkomnast með full- komnun mannanna! Ófullkomn- ar verur geta naumast búið í eða stjórnað fullkomnu þjóðfélagi svo að fullkomnunin glatist ekki. Þannig bera thin fornu orð oss boðskap, sem vér verðum enn að athuga^ með mikilli gaumgæfni, “Guðsriki er hið innra í yður”. 1 hverjum manni eru guðdómlegir möguleikar, og oss ber, hverjum og einum af oss, að hlúa að þrosk- un og full'komnun þeirra mögu- leika, svo að þeir blómgist og beri ávöxt, svo að þeir rnegi birt- ast í framkomu vorri og öllum samböndum vorum við aðra menn. Þannig, með því móti, getur ríki guðs orðið að lokum, að fullkomnum veruleika meðal mannanna. Hinn mikli guðfræðingur, sem séra Matthras Jochumsson dáði svo mjög og mintist í bréfum sín- um, stofnandi Unitara félagsins í Bandaríkjunum, William El- lery Channing, lýsti því yfir einu sinni, að tilbeiðsla, sem væri samífara skilningi, — og sem leitaðist við að stofna rétt- læti og þekkingu meðal manna, gæti ekki annað en leitt menn inn á hærra svið þekkingar, bæði á sjálfum sér og á heimiinum um- hverfis þá’ og þar að auki á til- gangi mannanna í heiminum og takmarkinu, sem þeim var ætlað að stefna að. Þannig með þeirri tilbeiðslu uppfyllir maðurinr. fyrirmæli og boðskap allra hinna æðstu og fullkomnustu trúar- leiðtoga heimsins, sem nokkurn- tíma hafa verið uppi, 9pámanna gamla testamentisins, höfunda hinna miklu austrænu trúar- bragða, og Jesú sjálfs, er hanr. kom til sögunnar. Það er í þesskonar hlutum, í þesskonar kenningum, sem vér finnum það, sem hefir ævarandi gildi í trúmálum, og sem hefir djúpa og raunverulega þýðingu fyrir oss. Það eru þesskonar hlutir, sem vér verðum að leggja vora aðal álherzlu á í trúarvið- leitni vorri. Og gerum vér það, þá megum vér með réttu teljast. eins og komist hefir verið að orði: ‘meðal hinna útvöldu af giuði’. En eins og allir vita, er það vanalega auðvelt að ráðleggja öðrum. Vanalega er mjög auð- Velt að tala um ástandið í heinw inum eins og oss finst það eigi að vera en ér samt’ ékki. ‘ Einnig er auðvelt að sjá otg skilja það, sem ábótavant var í fornri tíð, og öðl- ast skilning um hvernig heimin- um var oft haldið til baka, vegna skamsýni og skilningsleysi mannanna. En ekki er eins auðvelt fyrir oss að sjá vor eigin mistck né heldur að fylgja hinu rétta eða sanna, og sízt cif öllu þegar það kemur í bága við skoð- anir sem vér hötfum áður haldið, jafnvel þó að þær séu villa. Þetta megum vér til að skilja og kann- ast við. Er vér lesum fornsögur heims- ins, 9jáum vér hvernig villimað- urinn, eða fornmaðurinn út- I skýrði náttúrufyrirbrigðin eins | og til dæmis, þrumuna og eld inguna og storminn. 1 fornfræð- um vorrar eigin þjóðar koma fram skýringar á þessum hlutum sem errgum nútíma manni kæmi til hugar að taka sem fullgild- ar, vegna framíara á sviði lær- dóms og þekkingar. Framfarirnar hafa verið mikl- ar. Vér hreykjum oss upp af fullkomnara skiining vorn, af æðri þekkingu og vísindalegum lærdómi. Vér föllum ekki lemg- ur óttaslegin fram fyrir náttúru fyrirbrigðunum eins og forn- mennirnir gerðu og eins og marg- ar óupplýstar þjóðir gera enn. En samt eru menn til sem sýn- ast ha'fa tlihneigingu til að krjúpa fyrir ýmsum öðrum hlut- um á vorum tímum, sem verð- skulda þesskonar tilbeiðslu miklu síður en náttúrufyrir- brigðin. Á miðöldunum gerðust menn þrælar, (í andlegum skilningi), vissra kenninga qg vissra skoð- ana um alheiminn, nákvæmlega eins og fornmennirnir gerðust þrælar skoðanna þeirra á þrum- unum og eldingunum og stormin- um. En þá komu vísindamenn til sögunnar, með nýjar uppgötv- anir sem sýndu það, að alheim- urinn, stjörnurnar og hnettirnir og tunglin og sólin, fylgdu öðr- um lögum en þeim, sem hinii eldri vísindamenn og hinir eldri guðfræðingar höfðu haldið fram að þau fylgdu. Og altaf síðan hefir verið deilt um þessi mál, og því hefir verið haldið fram að vísindin og trúin hafi sagt hvert öðru stríð á hendur og að friður hafi aldrei síðan fullkomlega samist. En sannleikurinn er, auðvitað, að þessi bardagi er ekki á milli trúarinnar og vísind- anna, en á milli guðfræðinnar og vísindanna, sem er eitthvað alt annað. Það er fjarstæða að hyggja að guðfræði sé trú. Hún er það ekki og getur ekki verið. Guðfræði og trú eru sitt hvað. Trúin berst alderi á móti sann- leikanum, þó að guðfræðin geri það, og hefir lengi gert. Guðfræðin er útskýring og greinargerð, sem menn hafa dregið upp í tilraun þeirra til að útskýra ýmislegt í sambandi við trúarhneigð mannanna. Hún er tilraun til að gera grein fyrir sköpunarkraftinum í tilverunni. fyrir al'heiminum og því, sem í honum er, og kemur oft fram í mjög flóknu og ofsakendu formi. En trúin er innri til'hneiging, innri hvöt í mannimum sjálfum. Hún er manninum meðfædd. -r— Guðfræðin er utanaðkomandi, en trúin er innankomandi. Þegar vér hugsum dálítið um þessa hluti, munum vér ekki furða oss á því, þó að hin- um fornu guðfræðingum skyldi skjátlast í ýmsu, og ekki heldur að vísindamenn þeirra daga skyldu gera hið sama. Ekki íhöfðu þeir neinn að- gang að fullkomnum né ævar- andi sannleika, ekki frekar en vér höfum aðgang að honum nú. En þeir hugðu að þeir hefðu uppgötvað sannleikann, bæði vísindalegan og andlegan, og þeir héldu því fram, að guð hefði opinberað mönnum hann. Ef að nokkur. efaðist nokkuð um kenn- ingar þeirra, var hann skoðaður sem guðleysingi eða villutrúar- maður, og efasemdir hans voru skoðaðar sem guðlast. En hvað voru þessar skoðanir eða kenningar? Ekkí ætla eg mér að reyna að telja þær allar upp. En líturn á aðeins eitt atriði, á kenninguna um heim- inn sjálfann. Hann átti að vera, (samkvæmt þsssum kenningum), alfullkominn. Allir hlutir hreyfð- ust með mikilli nákvæmni, að sagt var. Sólin og tunglið og stjörnurnar, allar hinar mörgu, snerust kringum jörðina, sem var miðpunktur alheimsins. — Tunglið var fullkomið og flekk- laust, og eins var sólin og allar stjörnurnar, sem voru eilífar‘í heiminum. Og yfir öllu sat guð, nákvæmlega eins og vélstjóri sit- ur yfir vél sinni, altatf tilbúinn til að setja alt í lag aftur ef að nokkuð fer úr lagi. En svo komu hinar nýju vís-1 indakenningar. Þær 'héldu því fram, að hreyfing himinhnatt-1 anna væri, fyrst og fremst, ekki í nákvæmum hringum, hver um1 annan, eins og haldið hafði verið j fram, en heldur í sporbaugum eða eftir sporbrautum. Tunglið var ekki slétt og flekklaust, en fjöllótt og fult af eldgígum og hamraborgum. Sólin var ekki öll eitt stórt og óflekkað eldhaf, j en í henni voru margir stórir og' svartir sóiblettir. Einnig upp-1 götvuðu vísindamennimir það, i að stjörnur vom að deyja út og1 aðrar að myndast. Allur heim ' urinn sýndist vera eins og í bræðslu, í staðin fyrir að vera j ein fullkomin og óumlbreytanleg heild. En þetta var alt í mót- sögn við hinar viðteknu k,ann- ingar. — Og svo, fyrir rúm- um áttatíu árum birtist enn ! önnur kenning, breytiþróunar- i kenningin, og þá fanst mörgum 1 að hámarki umbyltingarinnar 1 vera náð. Með þessari kenningu, hugðu margir, að verið væri að gera tilraun til að umsteypa öllu j sem heimurinn hafði áður fest trygð við, og jafnvel guði sjáltf- um. Þeir hugðu að þessar nýju kenningar væru í raun og veru 1 að kippa undirstöðurnar undan ' veruleikanum, undan veldisstóli guðs, og að verið væri að leggja alt hið andlega í rústir. En eins og vér sjáum og skilj- um nú, voru þessar kenningar j engin tilraun til að eyðileggja, en heldur til að uppbyggja. Þær j komu með nýjan sannileika, nýj- j an og fullkomnari skilning um j guð og um sköpunarverkið. Trú- ! arhugmyndir manna urðu heil- brigðari oð skilningsbetri með þeim afleiðingum, að menn standa nú fyrir kraftaverkum náttúrunnar með fullkomnari ; skilning, og þess vegna með full- j komnari lotnirugu en nokkru j sinni fyr. Og nú hafa menn, sem þetta viðurkenna, sagt skilið við hið ófullkomna, sem þeir áður ! þektu og viðurkendu, — í trú- málum — eins og í vísindunum, og stefna að enn meiri fullkomn- un, — í þeirri sannfæringu að trúin þroskast við aukin skiln- ing og aukna þekkingu, og að sönn og einlæg trú leitar ætíð betra skilnings og fullkomnari þekkingar. Hún hvetur menn til æðra flugs í sannleiksleit þeirra, í þeirri vissu að hið þýð- ingarmesta í trúnni .eins og í öllu öðru, er það, að kunna að lifa, að í sýna trúna af verkunum, að sýna kærleika vorn til guðs með því að elska náungann og gera hon- um gott. Hin sanna trú kennir oss, ekki svo mikið hvernig eða hverju vér eigum að trúa, en heldur hvern- ig vér eigum að litfa, að haga lífi voru, að breyta gagnvart öðrum. En samt, þó að þetta hafi verið aðal áherzla hvers trúarleiðtoga heimsins, og hvers trúarhöfund ar, í hverri heimsálfu, þá hefir mannkynið gefið mjög lítinn verulegan gaum að tilmælum þeirra. Samt er þessi skilningur að aukast víðast hvar í heimin- um nú á vorum dögum. En ekki er framtíðin hættu- : laus, hvað trúna snertir. Vér verðum, umtfram alt annað, að vara oss á að endurtaka villur og misskilninig fornra daga, og vara oss á að beygja oss undir ný ok, og gerast þrælar nútíma hégilja eða kreddukertfa, á hvaða sviði sem er. Á vorum dögum eru hætturn- ar að engu leyti minni, en í fornri tíð, þó að möguleikarnir til fullkomnunar, til að öðlast sannleika, og þekkingu, séu miklu meiri nú en þá. Þær hætt- ur verðum vér að vara oBs á, og aldr.ei missa sjónar á þörfinni tii að gagnrýna, sí og æ, ekki aðeins hið nýja, en einnig hið gamla, því það er oft frá hinu gamla og úrelta sem rnesta hættan stafar, og otftast vegna vanadeyfðar og hugsunarleysis mannanna. Hætturnar eru að engu leyti minni. En með aukna þekkingu, fullkomnari sannleika og viður- kenningu hans geta menn unnið, bug á þeirn, sem þeir eru nú margir að gera með einu eða öðru móti, og þar á meðal með því, að viðurkenna sannleikann, að trú- arhneigð manna þroskast og ger- ist fullkomin með því að öðlast skilning á lífinu, og með því að læra að lifa, að læra að lifa fyrir heildina og að fullkomna þjóðlíf- j ið, því þannig skapast ríki guðs meðal manna, en ekki með ein- tómum helgihöldum eða við- hafnasiðum. Menn eru meira og meira að viðurkenna þetta, og með því fylgja þeir sannlaika þeirra orða sem Jesús talaði þar sem hann sagði, “guðsríki er hið innra í yður”. Það er þetta, guðsríkið, sem vér leitum. Lengi misskildu menn hv^rnig eða á hvaða hátt það ríki gæti komið, og margvís- lega hefir verið farið að, og oft hefir verið vilst af leið. En gömlu orðin standa enn. Það sem vér viljum að heimurinn verði, það verðum vér og sjálf að verða. — “Guðsríki kemur ekki þannig að á það verði bent; og ekki munu. menn segja, ‘Sjá, það er hér, eða það er þar’, því sjá, guðsríki er hið innra í yður.” Það er þetta, sem hin raun- verulega trú kennir oss, undir -hvaða nafni sem hún gengur, og þó að hún birti oss en-gan annan boðskap, þá væri þetta nóg, þvi með þvi að uppfylla þennan boð- 9kap, uppfyllum vér alt annað, sem nauðBynlegt er. I þessari einu kennin-gu er fólginn allur trúar-sannleikur, sem nauðsyn- legur er, til þess að msnnirnir geti ummyndast, og ummyndað heiminn, á sama tíma. Þetta er hinn eini boðskapur sem þörf er að skilja. Alt an-nað er auka- atriði, — aukakenningar, — sem bæði beinlínis og óbeinlínis byggjast á þessum eina grund- velli. En oft hefir guðfræðing- um tekist að blinda au-gu -manna fyrir þessum san-nleika, með kenningum sínum, sem oftast eru flóknar og óskiljanlegar. Einu sinni ræddi prestur á Is- landi um kærleika og nærveru guðs, og komst þannig að orði: “Þar sem kærleikurinn er, þar er guð, í bókstaflegasta skilningi. Það má alstaðar gera guði alt- ari, þar sem unt er að tigna hann og vegsama. Það má gera það úti í náttúrunni. En fegursta al-tarið, sem guði verður reist, verður þó ávalt í sjálfri manns- sálinni. Mannssáálin er dýr- mætasti bústaðu-r guðs hér á jörð.” (Har. Nielson, II., bls. 146). En 'hvað benda þessi orð á ann að en það, sem eg hefi verið að 1 reyna að segja, — að framtíð heimsins byggist á því, sem þeg- | ar býr í manns brjósti, — á j vonum hans, — á háleitri þrá, — j á fullkomnunarlöngun, — á kær- j leikstilfinningum og á draumum j um fagra og blessunarríka fram- tíð, — þar sem verður friður og kærleikur meðal manna, — þar sem ríki guðs er, — í fullfcomn- asta skilningi. Það sem heimurinn nú er, — það eru mennirnir sem í hon-um búa. Það sem menn framtíðar- innar verða, það verður heim urinn. Heimurinn fullkömnast — er þeir fullkomnast. ALt sem stefnir í átt þess ríkís, sem vér leitum hefir gildi, trúar- legt og andlegt gildi. Alt sem vinnur á móti því, — hvað sem það kann að vera, og hvar, og í hvaða formi sem það birtist, -er ilt, og verður að skoðast sem eitt af þeim ihlutum sem það er skylda vor að berja-st á móti, hvort sem það kemur fram í kirkjulífi heimsins eða í hinu veraldlega. Þannig vinnum vér að því, að sá tími nálgist, að alt mannkynið verði eitt, — þar sem menn rétta út frjálpfúsar hendur, hver til annars, og vinna alstaðar á móti erfiðleikum hinnar veraldlegu afkomu í vinsemd og bróðurhug, og allir bera umhyggju hver fyr- ir öðrum. Þannig mun himnaríki smátt og smátt stöfnast bér á jörðu, — því guðsríkið býr í hjörtum mannanna, og guðsrikið á jörðu verður aðeins ytra tákn þess, sem finst í brjósti þeirra sem byggja jörðina. Það er ekki ein- hver utanaðkomandi hlutur, en er innan að komandi. “Guðsríki er ekki þannig að á það verði bent, og ekki m-unu menn segjia, ‘Sjá, það er hér, eða það er þar’, því sjá, guðsríki er hið inn-ra í yður.” MINNINGARORÐ Frú Kristín Þorsteinsdóttir Hinrikson 1861 1943 Hér er merkrar konu að minn- ast og mikillar landnámskonu og vildi eg gera tilraun til þess, þó eg finna að eg er þess ékki mynd- ugur, að gera það eins og vert væri. Þyðir ekki að bera fram afsakanir fyrir 'því. En mér finst, að þegar hinir ágætu ís- lenzku landnámsmenn og konur falla frá eftir að hafa unnið ó- trúlega stórt dagsverk og þarft og við sem eftir lifum minnus-t- um þeirra að engu, þá komustum við óþægilega nærri 'þeirri hugs- un, sem vakað mun hafa fyrir forfeðrum vorum, þegar þeir brugðu mönnum um að frændur þeirra lægju óbættir hjá garði. Frú Kristín Þorsteinsdóttir Hinrikson var fædd 29. marz 1861. Voru foreldrar hennar Þorsteinn Jónsson í Haugshús- um á Álftanesi í Gullbringusýslu og kona hans, Kristín Guð- mundsdóttir, Jakobssonar, frá Hsúafelli og er hún því af hinni merku og vel kunnu Húsafells- ætt, sem kend ér við séra Snorra, sem þar varð prestur 1757. En þó hann væri þá 47 ára að aldri, var h-ann þar þó prestur langa hríð, því hann varð maður fjör- gamall og hélt andlegum og lík- amlegum kröftum til mjög hárr- ar elli. Hann var hreystimaður með af-brigðum og fjölhæfur á marga lund, enda hafa myndast um hann margar þjóðsögur, sem að sjáltfsögðu eru ekki allar á- byggilegar, eða sannsögul'egar. Þessi ætt er nú fjölmenn og þýkja góðar gáfur og miikill ætt- arþróttur hafa haldist þar vel við og má óhætt fullyrða, að þar hefir frú Kristín ekki orðið af- skift. Þjóðkunnastur m-aður aí þeirri ætt mun nú vera hinn mikli fræðaþulu-r og ágæti rit- höfundur, Kristleifur Þorsteins' son bóndi á Stórakroppi í Borg' arfirði, sem flestir Vestur-ls- lendingar munu kannast vel við. Um föðurætt frú Kristínar er mér ókunnugt, 'en nánustu föð- urfrændur voru á Alftan'esi þar sem hún er fædd og þar sém hun ólst upp á góðu og velstæðu heimili foreldra sinna og hlam vafalaust gott uppeldi að þeirrar tíðar sið. Hún gifti-st 4. júlí 166^ Magnúsi Hinrikson; dó hann nokkru fyr en kona hans og minf' ist eg hans á sínum tíma a^ nokkru. Viku eftir brúðkaupið lögðu ungu hjónin a-f stað Canada og komu til Winnipeg ágúst. Ekki munu þau huf3

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.