Heimskringla - 27.06.1945, Side 6

Heimskringla - 27.06.1945, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚNl 1945 KÓRALEYJAN “Eg ætla nú samt sem áður að trúa því að hvorugt þeirra sé dru'knað, fyr en eg finn lík þeirra á ströndinni,” sagði Pepper. Hvar er Monckton?” / “Hann hefir verið að leita eftir þeim mest- an hluta næturinnar,” svaraði skipstjórinn. “Hann hirðir víst lítið um að finna Thorne. en eg hugsa að honum lítist allvel á stúlkuna,” hvíslaði Sessions að Pepper. “Komdu Tonio, við skulum reyrna að kom- ast yfir víkina,” sagði Mr. Pepper. “Það mundi vera betra ef þér biðuð dálítið, herra minn,” sagði Jessop og leit upp. “Hversvegna?” spurði Mr. Pepper. “í>ér getið ekki vaðið yfir víkina meðan flóðið streymir inn. Eina ráðið til að komast yfir um er þegar byrjar að fjara úr og vatnið streymir út um göngin.” “Ertu viss um að þetta er sanp eyjan og þú strandaðir á?” spurði Sessions. “Á því er enginn vafi,” svaraði Jessóp. “Þá þurfum við ekki að leita lengi eftir henni, og bezt er að fylgja ráði Jessops,” sagði Session. í þsssum svifum kom maður eftir fjörunni. Það var Monckton. Andlit hans var náfölt, og hann skalf eins og hrísla. “Hvað er í fréttum,” spurði Pepper. Monckton hristi höfuðið í ákafa, gekk til hins hópsins við eldinn og settist niður án þess að segja neitt. Atwell, sem hafði horft á hann forvitnis- lega reis á fætur og rétti honum flösku, sem hann tók við áfjáður og drakk af hraustlega. “Sjáðu til!” sagði Sessions lágt. “Þorpar- arnir hafa brennivín og á meðan það endist gera þeir uppistand.” “Þá ætti að losa þá við það sem allra fyrst,” hvíslaði Pepper. “Það var mikil gæfa að ekkert vín var í farminum,” tautaði Sessions, “svo þeir geta ekki fundið neitt í flæðarmálinu til að drekka sig fulla af, en það hefi eg séð háseta gera undir líkum kringumstæðum og þessum.” “Samt sem áður ættum við að rannsaka nákvæmlega alt sem hefir rekið upp á strönd- ina,” sagði Pepper. “Með því getum við vakið áhuga skipstjórans og leitt huga hans burt frá sorginni.” Nú stóðu þeir á fætur Jessop og Shields og gengu frá eldinum. “Hvert ætlið þið að fara?” spurði Sessions. “Leita að grænmeti,” svaraði Jessop. “Eg veit hvar það finst. Það er ekki nema svona rrn'lu héðan, og nú er bráðlega rétta stundin að fara yfir víkina. Við skulum litast vel um eftir Miss Sydney.” “Þá munum við Tonio ganga vestur fjör- una,” sagði Pepper. ‘,‘Hún gat vel farist á mis við okkur í myrkrinu.” Latimer sat og stundi og andvarpaði. Hann virtist ekki hafa neinn áhuga fyrir samræðun- um. “Á meðan þeir eru í burtu, skulum við koma í land einhverju af þessum vörum, sem er að reka í land,” sagði Sessions við mennina, sem sátu við eldinn. “Það er alveg eins gott fyr- ir okkur að sjá ástæður okkar eins og þær eru. Fyrst liggur fyrir að bjarga eins miklu og auðið er, síðar getum við hugsað okkur hvernig við getum komist héðan.” Mennirnir litu á Atwell og svöruðu engu. En hann leit á stýrimanninn með leiftrandi augum. “Hvað gengur að yður?” spurði hann með fyrirlitningarrómi. “Haldið þér að við séum ennþá um borð í briggskipinu? Hvorki eg né rnínir menn taka skipanir frá yður, né yðar Mk- um, á meðan við dveljum á þessari eyju.” Sessions reiddist. “Þú svínfulli heimskingi,” sagði hann, “get- ur þú þá ekki séð hvað bezt er fyrir okkur alla?” “Ef yður langar til að bjarga nokkru í land, er bezt fyrir yður að gera það sjálfan. Við getum lifáð af grænmeti og ávöxtum og þökkum fyrir skiftin,” sagði Atwell. “Jessop segir að hér sé nóg af þessu.” “En hugsið þið ykkur að verða hér um ald- ur og æfi, góðir hálsar?” spurði yfirstýrimaður- inn. “Við verðum hérna þangað til við verðum tilbúnir að fara frá þessari eyði ey,” svaraði Atwell. “En hvernig ætlði þið að ná til bygðrar eyj- ar?” “I stóra bátnum, þegar Jessop gat við ann- an mann komist héðan til Auckland í svona bát, getum við það.” “En við allir, sem hér erum, gætum ekki fengið rúm í þeim bát,” svaraði Sessions. “Hefir nokkur sagt að þið gætuð það?” sagði Atwell með illmannlegum hlátri. “Þar er nægilegt rúm fyrir okkur og þið hinir verðið að sjá um ykkur eins og ykkur bezt gengur.” “Þitt blauða illmenni!” æpti stýrimaðurinn og gekk eitt spor í áttina til Atwell, eins og hann hugsaði sér að gefa honum löðrung, en í þeirri svipan komu þeir til allrar lukku í ljós Shields og Jessop. Þeir komu úr áttinni til víkurinnar og báru á milli sín mann. Vakti það furðu allra viðstaddra. Atwell brá mest allra; hann hörfaði aftur á bak og rak upp öskur. And- Ht hans, sem áður var eldrautt fölnaði og eins og hjaðnaði alt. Monckton reis á fætur. Augu hans voru blóðhlaupin og störðu á manninn, sem hann aldrei framar hafði búist við að sjá. Það var serri sé Thorne. Fötin héngu í druslum á honum, og hann hafði hvorki hatt né skó. Andlit hans var eins og á dauðum manni er hann reikaði áfram milli hinna tveggja manna ,sem studdu hann. En er hann sá Monckton, sleit hann sig af þeim og reikaði í áttina til hans. “Þú illi og grimmúðugi maður!” sagði hann eins hátt og hann gat. “Blóð hennar kemur þér yfir höfuð!” Hann rétti út hendina til að grípa í hinn laf- hrædda mannræfil, en féll meðvitundarlaus til jarðar. “Er það Mr. Thorne?” stundi Pepper. “Hvað á þetta að þýða? Hvar funduð þið hann?” spurði Sessions og kraup niður hjá Thorne. Hann kom rétt núna út úr göngunum, sem sjórinn streymir inn um við háflæði,” svaraði Jessop. “Út úr göngunum?” spurði stýrimaðurinn. “Já, já, aldrei hefði eg getað trúað að nokk- ur maður kæmi þaðan út lifandi, sem einu sinni hefir lent þangað inn.” “En hvernig komst hann þangað inn? Það skil eg ekki.” “Hérna er maður, sem getur svarað spurn- ingunni,” sagði Pepper og benti á Monckton, sem var náfölur. “Mr. Monckton,” sagði stýrimaðurinn. — “Hvað vitið þér um þetta mál?” Hann vætti varirnar með tungunni en kom engu orði upp. Þá sagði Sessions með skipandi rómi: “Mr. Monckton, hvað vitið þér um þetta? Mr. Thorne sagði svo mikið, að það bendir til að þér vitið þetta.” “Eg veit ekkert hvað hann átti við,” sagði Monckton með rámri röddu. “Er hann dáinn?” spurði Pepper. “Nei, hjartað silær. En það sem að ihonum gengur er það, að hann er alveg úttaugaður af áreynslu og þreytu.” “Atwell!” hrópaði Pepper, “láttu mig fá flöskuna, sem eg sá þig með áðan.” Atwell hafði ekki náð sér ennþá af skelf- ingunni yfir því að sjá Thorne, sem hann hugð- ist hafa drepið, og þessvegna varð hann við þessari beiðni. Pepper vætti varir meðvitund- arlausa mannsins með víninu og helti svolitlu af því upp ií hann. Því næst stakk hann flösk- unni rólega í vasa sinn. “Eg skal geyma þetta Atwell,” sagði hann, “það er betra fyrir þig að eg geri það.” Thorne tók að rakna við; hann hreyfði sig og stundi lágt. Að stundarkorni liðnu opnaði hann augun og litaðist um tryllingslegur á svip. “Frelsaðu hana! 1 guðs bænum, frelsaðu hana! Hirtu ekki um mig,” tautaði hann. Latimer skipstjóri, sem hingað til hafði setið hreyfingarlaus stóð nú upp og spurði: “Hafið þér séð dóttur mína? Vitið þér nokkuð um hana?” Thorne leit á hann og í svip hans mátti lesa að hann væri byrjaður að fá fulla rænu á ný. “Talið maður!” sagði faðirinn, sem var áhyggjufullur um barnið sitt. “Hvað er orðið af henni?” “Dáin! Dáin!” stundi Thorne. “Dáin!” endurtók skipstjórinn og stundi þungan. “Já, dáin!” endurtók ungi maðurinn, “og þarna stendur sá sem rændi hana lífinu!” Hann benti með skjálfandi fingrinum á Monckthon, sem stóð þar titrandi af skelk og hörfaði undan. Pepper hugsaði að hann ætlaði að láta fætur forða sér og greip í öxl hans. “Nei, bíðið við maður minn!” hrópaði hann. “Það er langbezt að þér dokið hérna við og beyrið þetta mál útkljáð.” “Þetta er svívirðileg lýgi!” æpti Monckton, sem nú mátti mæla. “Þessi maður er ekki með fullu ráði.” “Þetta er Ihreinasti sannleikur,” stundi Thorne. “Hvernig vildi þetta til?” spurði Ssessions. “Við vorum að váða yfir víkina----” “Hver eru þessi við?” spurði stýrimaður- inn. “Miss Latimer og eg,” svaraði Thorne. “En hvernig hittust þið. Hvernig gat hún verið með yður?” “Það var í gærkveldi — eg rak í land — þá sá hún mig og reyndi að hjálpa mér, en útsogið náði okkur báðum og bar okkur út í víkina. Við komustum á land hinu megin við hana.” Thorne féll þungt að tala, en samt skildu allir hvað hann sagði. “Snemma í morgun lögðum við af stað til að komast yfir víkina til þess að finna ykkur, og vorum við næstum komin hálfa leið, þegar hún sá Monckton standa á bakkanum andspænis okkur. Hann stendur nú þarna, eins og sá niíð- ingur sem hann er og hefir altaf verið. Hún hrópaði til hans, og um leið og eg leit við til að sjá til hvers hún var að kalla á hjálp, skrikaði mér fótur, og við hröktustum burt með straumn- um. Eg gat náð mér svo langt upp úr vatninu, að eg gat kallað til Ihans og bað hann að hjálpa okkur, en hann stóð á bakkanum og horfði að- gerðarlaus á okkur berjast við dauðannF’ Thorne stundi af þreytu yfir að tala svona mikið, en augu hans skutu eldingum og hanti reist upp á olnbogann. “Óð eg hata hann,” sagði hann, “en nái eg kröftum aftur þá skal eg ekki þyrma honum!” Samkvæmt beiðni áheyrendanna, sagði hann frá að það Ihefði verið hægt fyrir Monck- ton að bjarga Miss Sydney og kanske báðUm, “en hann lét okkur fljóta framhjá sér.” Ennfremur sagði hann þeim frá hvernig fyrir þeim hafði farið inn í göngunum. Hann hafði bjargast vegna þess að hann hafði náð í klettasnösina, en hún hefði verið hrifin úr greip- um hans. Hjmn lauk máli sínu með því að segja, að þetta væri alt sem hann vissi. Brátt lét hann höfuðið hníga niður á hand- leginn og stundi þungan. Allur líkami hans titraði. Það var sorgleg sjón, og jafnvel háset- arnir sneru sér undan til að sjá það ekki. En nú virtist skipstjórinn vakna til meðvit- undar. Hann reis upp og stóð. teinréttur og hvesti augun á Monckton. Hann* var grár i framan og titraði allur. “Þér hafið sent hana til heljar!” hvæsti hann, “og þér getið ekki neitað því. Eg get lesið það í andliti yðar!” Monckton reyndi að tala, en gat það ekki. “Thorne hefir sagt það sem satt er. Þér hefðuð getað bjargað henni, en gerðuð það ekki. Þér létuð hana fara inn í svelfginn undir hömrunum.” Rödd hans kafnaði við og við er hann mælti þetta. “Hún var alt, sem eg átti — mín ástkæra dóttir!” Hinn sorgmæddi maður var næstum örvita af harmi. Hann reikaði í áttina til^Moncktons og greip ihann heljartaki um hálsinn. Þar urðu samt engin áflog, því á því vetfangi skaut At- well skipstjórann. Hann hataði skipstjórann mjög fyrir það að hann hafði tekið af honum stýrimannsstöðuna. 14. Kapítuli. Þetta var ljótt útlit, og gátu stýrimennirnir ekkert annað gert en hlýðnast boðum Atwells, því auk hans voru fjórir hásetarnir vopnaðir með skambyssum. Þess vegna yrðu þeir að láta af hendi skambyssurnar sínar, og einnig byssu skipstjórans. Hann virtist dáinn og þeir báru hann þangað sem Tonio lá. “Og hvað ætlið þið báðir tveir að gera af ykkur?” spurði Atwell Jessop og Shields. — “Monckton fylgist með okkur.” Hlutlausu sjómennirnir gengu til Thorne og hjálpuðu honum til að rísa á fætur. “Þar sem við nú sjáum að “Naida” er ger- samlega strönduð og allir hlutir eru gerbreytt- ir,” sagði Jessop hæglátlega, “þá höfum við Shields og eg ráðið okkur hjá Thorne og fylgj- um honum.” Þegar hann hafði þetta sagt, fóru þeir með hinn úttaugaða mann með sér, og lögðu hann til hvíldar svo langt í burtu að þeir sáust ekki frá hóp Atwells. Nú tóku þeir Atwell og félagar hans að búa sig til brottferðar. Þeir gerðu stóra björgunar- bátinn búinn til að setja hann á flot. Vistir þær, sem þeir fundu í minni bátnum báru þeir yfir í hinn stærri. Og svo mikil var ilska Atwells að hann lét þá höggva stórt gat á minni björgunar bátinn. Eftir að þessu var lokið fóru þeir allir um borð í stóra bátinn. Monckton var með þeim. Enginn þeirra virtist ihirða hvað um þá varð, sem eftir urðu, bjargarlausir á eyjunni. Þegar þeir voru farnir tók Sessions að rann- saka sár Latimers. “Hann er ekki dauður ennþá,” sagði hann. “Kúlan hefir stefnt upp á við og liggur undir skinninu uppi við öxlina. Lánaðu mér hnlíf, Pepper, eg ætla að skera hana út.” Tonio sótti vatn, og Sessions tók út kúluna, þvoði svo og hreinsaði sárið. “Hún hefir ekki snert lungað,” sagði hann. “Gamli maðurinn er sannarlega í slæmu á- standi, en samt hugsa eg að hann lifi 'þetta af.” “Já, en hvernig eigum við að komast héðan í burtu?” spurði Pepper Ihnugginn. “Við munum hvorki kala né svelta hérna,” svaraði yfirstýrimaðurinn. “Það sem við verð- um fyrst og fremst að gera er að sameinast Thorne og mönnum hans.” En þennan dag gerðu þeir þetta samt ekki. Þeir fundu sér betri skýli á meðal klettanna og fluttu skipstjórann þangað. Þeir fluttu þangað með sér áttavitann og önnur verkfæri, sem þurfti til að finna leiðirnar um hafið, en áhöld þessi voru í hólfi í minni bátnum. Pepper og Tonio fundu ýmislegt rekið í land úr skipinu. Meðal annars tunnur af salt- kjöti og kexi og kassa með trésmíða verkfærum. Þeir sáu að Jessop ogJ3hields voru að starfa hinu megin við víkina. Þeir voru líka að safna als- konar dóti, sem rekið hafði upp. Atwell og hinir þorpararnir, sem með íhonum voru höfðu róið bátnum vestur fyrir eyjuna. Næsta morgun kom Shields til þess staðar er stýrimennirnir höfðu sezt að á með særða skipstjórann. “Jæja, er þér nokkuð á höndum?” spurði Sessions, sem ekki vissi hvort hann ætti að skoða sjómann þennan sem vin eða óvin. “Mr. Thorne sendi mig,” svaraði sjómað- urinn. “Hann langar mjög til að frétta hvernig skipstjóranum líður.” “Hann er ekki í lífshættu,” sagði Sessions. “Honum líður eins vel og vænta mætti.” “Mr. Thorne sagði, ef að svo væri, að þið vilduð að flytja skipstjórann til sín, þá gætuð þið allir komið. Við höfum fundið góðan, bjart- an og þurran 'helli og búið vel um okkur þar.” “Svo þú berð þá þessi boð til okkar frá Mr. Thorne?” spurði Sessions. “Og hvað segið þið Jessop um þetta?” “Herra/’sagði enski sjómaðurinn, “síðan “Naida” strandaði erum við ekki bundnir nein- um þeim samningum lengur, sem við gengumst undir sem hásetar, þessvegna höfum við ráðist hjá Mr,- Thorne, og fylgjum honum hvert sem hann fer.” “Fyrst því er svona farið, hugsa eg að við tökum tilboðinu. Nú skuluð þér segja álit yðar, Mr. Pepper.” “Eg segi hið sama,” svaraði hann. “Thorne hefir alveg eins mikið að óttast frá Atwell og óaldarlýðnum hans og við höfum, þessvegna er það skoðun mín, að bezt sé fyrir okkur að binda félagsskap við hann.” Þeir lögðu nú skipstjórann á segldúks stykki, sem þeir fundu í bátnum, og báru hann síðan yfir í hellinn, þar sem Thorne hafði aðset- ur sitt. Það var ekki langt frá göngunum, og var auðvelt að verja hann árásum frá Atwell. Thorne var ennþá of stirður og limlestur til að geta unnið nokkuð, en undir forustu hans höfðu þeir Jessop og Shields gert sannarlegt þrekvirki. Thorne hafði verið svo hugsunarsamur þegar hann losaði malpokann af ránni að taka af henni um leið langan og sterkan kaðal, þann höfðu þeir strengt þvert yfir víkina, og nú var engin hætta fyrir neinn að vaða yfir ihana. Þeir höfðu flutt yfir víkina mestan hluta þess vogreks, sem Thorne hafði bjargað morg- uninn áður. Og hellirninn var hálffullur af allskonar varningi. Sumt af farmi Neida hafði verið saumavélar og jarðyrkjuverkfæri. Þeir gátu auðvitað ekkert notað þau. En þeir höfðu bjargað kjöti og brauði og Jessop hafði safnað kokoshnetum og káli, svo að þeir höfðu mikinn forða matar. ) “Ef við hefðum nú bara skotvopn og skot- færi,” sagði Mr. Pepper, er hann og Tonio höfðu flutt inn alt, sem þeir höfðu bjargað. “Ef við hefðum það værum við ekki sem verst farnir úr því sem af er að gera að vera strandaðir á eyði eyju. Ef eg hefði góðan Martine riffil eða Win- chester, þá gæti eg séð fyrir niðurlögum At- wells og þræla hans, ef þeir gerðu árás á okkur. Eins og nú er komið erum við alveg varnarlausir geri þeir árás á okkur,” sagði Pepper dauflega. “Ekki get eg sagt það,” sVaraði Thorne og kom með skambyssuna sína út úr hellinum- Hann hafði nýlega hreinsað og þurkað byssuna og oMuborið 'hana. Hún var hlaðin. “Eg hefi malpoka falin hérna inni í hellinum og í honum eru þrjár öskjur með skotfærum, og bráðlega skal eg ná þeim.” En margir dagar liðu þangað til hann varð nægilega hress til að gera þetta. En vindur sem stóð af landi hafði hreinsað f jöruna af öllum rekanum. En samt höfðu þeir bjargað miklu af timibri og köðlum, rám og plönkum og var sumt af því inni í hellinum. Þeir höfðu ekki heyrt neitt um Atwell eða frá honum í marga daga, þessvegna vonuðu þeir, að þeir hefðu yfirgefið eyjuna í bát sínum. Eink- um vegna þess að vindurinn stóð af landi- Thorne talaði um það við Jessop að fara í könn- unarferð alt í kring um eyjuna, og reyna að finna stað, þar sem hægt væri að komast upp a hemrana. “Það er ókleift,” svaraði Jessop. reyndi það, þegar eg var hérna í fyrra skiftið og komst aðþeirri reynslu, að geit gæti ekki klifrað upp hamrana.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.