Heimskringla - 04.07.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.07.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. JÚLI 1945 KORALEYJAN “En eg held að eitthvað sé á bak við þessa múra,” svaraði Thorne. “Ekki veit eg hvort það er stöðuvatn, sem er í sambandi við hafið og tengir þau saman með göngunum inn í víkinni, eða þar er þurlendi. En eitthvað er á bak við klettana. Frá klettinum gætum við betur séð landið, ef það er nokkuð til svo langt sem séð verður, eða skip ef þau sigla hér um.” Hann varð samt að játa, að þar sem þeir voru staddir, var ógerningur að klifra upp bjargið. Þeir höfðu dvalið í hellinum í heila viku áður en Thorne var nægilega hress til að sækja malpokann þangað, sem hann var falinn. Hann gekk þangað aleinn, fann það sem hann leitaði að. En þegar hann ætlaði að vaða yfir viíkina eða ganga fast fram ihjá klettunum til að komast yfir, sá hann að farið var að flæða svo að flóðið streymdi inn í göngin. Þegar lágt var í eins og nú var, var vel hægt fyrir meðal stóran bát að komast inn í göngin. Og hefði Atwell ekki eyðilagt litla bátinn, hefði hann reynt að kom- ast í honum gegn um hin leyndardómsfullu göng. Er hann kom hinu megin við víkina og sá þá að fyrir framan þann stað, sem félagar hans voru, sást enginn, en mílufjórðung þaðan sá hann 'hvar menn voru að berjast, en ekki gat hann greint hverijr af þeim voru vinir hans eða óvinir, því að til þess var fjarlægðin of mikil. Hann heyrði einnig skot. Alt á einu heyrði hann hina sterku rödd Peppers hrópa eins hátt og hann gat: “Gætið að yður! Gætið að yður! Thorne! Þsir hafa náð í okkur.” Nú æpti Atwell til sinna manna, og Thorne sá þá koma þjótandi í áttina til sín. Hann skaut fyrst sfcoti til að láta þá vita hann væri vopnaður, og fór því næst inn í hisllinn, en op hans var svo þröngt, að ekki komst nema einn maður í gegn í einu. Þess vegna gat hann varið innganginn með skambyssunni sinni. Er hann kom þangað inn leit hann til rúms skipstjórans. En hann sást ekki þar né nokkurs staðar annarstaðar. Hann reyndi að skýra fyrir sér hið leyndardómsfulla hvarf hans, er hann heyrði fótatak úti fyrir ihellinum. Hann flýtti sér fram að opinu, og sá þar Atwell koma gang- andi rólegan eins og ekkert væri um að veha. Thorne lyfti samstundis skambyssunni. Upp- reistarforinginn sá það og hrópaði: “Ekki þetta!” sagði hann og lyfti hendinni. “Eg er ekki vopnaður en kom hingað til að tala við yður.” “Jæja, segið það þá fljótt.” “Já, herra. Eg og félagar mínir höfum dvalið um 9tund hinu miegin á eyjunni, og feng- um því ekkert tækifæri tfl að ná í neitt af vist- unum, sem rak í land, nú viljum við fá okkar hluta af matnum, sem er hérna í hellinum, og auk þess áttavitann og sextantinn, sem var í litla bátnum. “Hversvegna viljið þið fá þetta?” “Vegna þess að við viljum hafa nægan mat í bátnum og vera færir um að finna leiðina til annara eyja. Ef eg ’hefi nauðsynleg áhöld, náum við áreiðanlega til Marques-eyjanna.” “Og þið hugsið ykkur að láta okkur verða eftir hérna?” “Nei, þér megið ekki líta á málið þannig,” svaraði Atwell eins góðlátlega og hann gat. Við getum ekki allir komist fyrir í bátnum og minn báturinn er of lítill, jafnvel þótt hann væri heill. Það er líka engin von um að nokkurt skip fari hér fram hjá, því eyjan liggur alt of langt frá almanna leið. En þegar við komum til Marques-eyjanna, munum við senda skip eftir ykkur.” “Heldur þú að við treystum loforði þínu að senda okkur hjálp, þegar þið hafið komist til Marques-eyj anna ?” “’Eg get ekki séð annað en þið megið til með það.” “Þá hugsa eg að við höfum sjálfir áhöldin og vistirnar,” sagði Thorne. “Þið skuluð ekki fara burtu af eyjunni nema við förum þaðan allir.” “Svo þér haldið það?” æpti Atwell bál- reiður. “Allir menn ykkar eru í mínum hönd- um — allir nema Latimer gamli — og eg skal skjóta hv<em einasta iþeirra!” “Ef þið snertið einn einasta þeirra skuluð þið fá að borga fyrir það,” svaraði Thome. “Eg hefi orð á mér fyrir að vera góður að skjóta með skamlbyssu. Eg hefi nægileg skotfæri, og eg mun skjóta ykkur niður einn og einn í einu, ef þið gerið þeim nokkuð ilt.” “Ó!” öskraði Atwell. “Eg hefði betur gengið dyggilegar að verki þegar eg danglaði í yður um borð í skipinu og hafði tækifæri til þess. Eg var klaufskur þar að gá ekki betur að þessu áður en eg fór í bátinn.” Thorne horfði á hann forviða. “Svo það varst þú sem greiddir mér það högg?” sagði hann. “Eg hélt að Monckton hefði gert það.” “Monckton!” sagði Atwell fyrirlitlega. — “Hann er ekki nægilega hugrakkur til að drepa mýflugu. Gleymið ekki að það var eg, sem ætlaði að stúta yður. Næsta skiftið skal bæði þú og skipstjórinn kenna á hefnd minni.” “Nú hefi eg heyrt nóg,” sagði Thorne hörkulega. “Hafðu þig í burtu annars kynni mig að langa til að launa þér þessa níðingslegu morðtilraun þína.” “Talið þér við Latimer og heyrið hvað honum sýnist um tillboð mitt,” sagði Atwell, og reyndi eins vel og hann gat að bæla niður heift- ina. “Það get eg ekiki,” svaraði Thorne. “Getið ekki?” spurði skálkaforinginn. “Nei, hann er ekki hérna,” svaraði Thorne. “Nú hugsa eg að þér segið ekki satt,” sagði Atwell. “Þú getur trúað hverju sem þú vilt. Hann er farinn. Eg er héma aleinn og aiveg fjúkandi reiður — mér er hér um bil sama hvort eg lifi eða dey. En hvorki þú né neinn annar af ill- þýði þínu skal komast hingað inn, á meðan eg get varið hiellinn. Farðu nú leiðar þinnar!” Atwell lötraði hægt í burtu. Hann var auðvitað ekki uppgefinn. Þessa nótt lá Thorne við hellismunnann því að hann vissi að óvinirnir mundu koma þessa nótt eða næsta dag. Hann hafði skambyssuna í spenni er hann hélt vörðinn og vakti alla nótt- ina. Ekki vissi hann hversu lengi hann gæti varist umsátinni. Auk þess var hann mjög á- hyggjufullur um félaga sína, sem nú voru á valdi Atwells, en mest óttaðist hann um skip- stjórann. Um morguninn sá hann, að uppreisnaT mennirnir höfðu komið sér fyrir þar, sem hann gat haft auga á þeim frá hellismunnanum. En vinir hans voru ekki hjá þeim. Þetta furðaði hann sig á, og af hugsunarleysi gekk hann út úr hellinum til þess að sjá betur aðstöðu óvina sinna. Varla var hann fyr kominn út en hann fann að hann hafði fallið í hendur óvina sinna. Á hvora hlið hans stóð maður með spenta skam byssu. Hann skaut á annan þeirra en hitti ekki að neinu gagni. Hinn maðurinn sló skamlbyss- una úr hendi hans. Það var hægðarleikur að sigra hann, iþótt hann reyndi af öllum mætti að verja sig. “1 raun og veru hélt eg aldrei að okkur veittist svona auðvelt að sigra þig,” sagði At- well, þegar þessi stutti bardagi var búinn, og ungi maðurinn lá þar bundinn og stynjandi. Thorne sagði ekkert. Hann varðist ekki lengi umsátinu. Hann hafði gengið í gildru. “Eg vissi að eg mundi klófesta þig áður en langt um liði,” sagði Atwell, “þessvegna sendi eg vini þína hinu megin á eyjuna í gærkveldi. Eg hélt að það yrði kanske miður þægilegt fyrir þá að vera viðstadda dálitla athöfn, sem hér verður haldin áður en við förum frá eyjunni.” Menn hans fluttu út úr hellinum allar þær vistir, sem hann skipaði þeim að flyt'ja þaðan. . Langi báturinn var fluttur inn í víkina og bund- inn þar. Áttaviti, sextant, peningaskrín Lati- mers skipstjóra, alt var tekið, vasar Thornes voru rannsakaðir og þar fanst ekki mikið, en hann hafðí í belti um mittið 5000 dala ávísun. “Eg hugsa eg geti gert eitbhvað úr þessu sagði þrælmtsnnið Atwell, “en hún verður hvergi út- borguð nema í Auckland. Eg hugsa að bezt sé að við reynum að komast þangað eftir að við náum Marques-eyjunum.” Þegar báturinn var tilbúinn að sigla ihöfðu uppreistarmennirnir alvarlegt þing. Að síðustu sigruðu tillögur Atwells, hverjar sem þær nú voru, og gekk hann til Thorne. “Það er ekki nema tvent sem eg óska mér áður en eg yfirgef þessa eyju; hið fyrra er að hitta gamla flónið hann Latimer, eri eg er hræddur um að það hepnist ekki. Eg get samt merkt hann svo ærlega, að hann getur ekki náð sér aftur. Hið síðara er að gera þig að skot- spæni!” og augu Atwells glóðu af ilsku og tenn- urnar glitruðu gegnum skeggið eins og í úlfi. “Sam Atwell gleymir aldrei móðgun,” sagði hann, “og eg gleymi því aldrei að þú slóst mig í rot í Rivermouth vegna stelpunnar. Það gleður mig að hún fór í þennan svelg,” og hann benti á göngin insit í víkinni. ^‘Og nú hefi eg í hyggju að senda þig á eftir henni. Eina afreks verkið, sem níðingurinn hann Mjonckton hefir gert var að láta hann drukna. Eg hefi aldrei gleymt högg- inu, sem þú greiddir mér, skal eg segja þér,” og hann otaði hinu ljóta trýni sínu fast upp að andliti Thornes. “Eg get fundið það núna — og eg mun finna það þangað til þér er öllum lokið.” Hann sagði eitthvað við menn sína. Tveir af þeim tóku Thorne og reisitu hann á fætur. Hann hafði enga hugmynd um hvað þeir voru að gera við hann. Hann var látinn standa á ströndinni og bundið fyrir augun á honum. Því næst heyrði hann þá ganga burt og að marg- hlisypa var spent. “Talaðu ef þú hefir eitthvað að segja,” sagði Atwell hraustlega. “Leysið hendur mínar,” sagði Thorne. “Hversvegna? Heldur þú að þú getir sloppið frá okkur? Jæja Ben, gerðu það sem hann biður.” Thorne fann að bandið sem batt úlnliði hans var layst. Hann hristi af sér bandið og tók bindið frá augunum. Hann horfði á himininn, hafið og björgin, sem gnæfðu yfir gráa fjöruna. Það var nýfarið að flæða. Vatnið streymdi nú inn í göngin. Brátt mundi lík hans alt gegnum stungið af kúlunum fljóta með straumnum inn í myrkrið. Hann horfði á böðla sína með daufum augum. Fáeinir þeirra virtust hikandi, öðrum var sama, en augu eins þeirra glóðu af morð- fýsn. Sumar kúlurnar mundu verða sendar yfir Thome eða til hliðar við hann, en ein þeirr a mundi hitta. Atwell mundi ekki mis9a marlks- ins. Thorne vætti varirnar og sagði: “Eg er til- búinn.” Varla hafði hann mælt þessi orð fyr en hann heyrði áraglamur á bak við sig frá víkur- botninum og einhverja mæla á erlenda tungu og skipun, sem var gefin mjög fljótlega. Thorne sneri sér ekki við. Hann heyrði varla þetta nýja inngrip í sákirnar. Hann skildi þetta bezt af breytingunni, sem varð á andlitum böðlanna. “Niður með vopnin!” sagði maður með skipandi rómi út úr mynni ganganna. Þá sneri Thorne sér við. Stór bátur fullur af brúnum, vopnuðum mönnum í hvítum klæð- um kom í þessu út úr göngunum. Sumir þeirra reru með löngum árum, aðrir héldu á riflum. í stefni bátsins sat maður, 9em hafði gefið fyrirskipunina — hvítur maður með mikið skegg. Við hlið hans sat stúlka. Thorne starði á hana eins og hugstola, er hvíti maðurinn og fylgd hans stukku í land. “Næstum því morð eða hvað?” sagði mað- urinn hörkulega. Því næst gaf 'hann sveit sinni skipun um að afvopna uppreistax nmenn- ina. “Hver eruð þér, herra minn?” spurði hann og gekk til Thorne. Stúlkan var nú komin út úr bátnum og kom með honum. Thorne horfði á hana eingöngu. Hún hafði andlit Sydney Lati- mer. “Það er hann,” sagði hún við förnunaut sinn. Því næst gekk hún til Thorne og tók í hsndi hans. “Þekkið þér mig dkki Mr.Thorne?” spurði hún og horfði á hann með tárvotum augum. “Þetta er hann faðir yðar, Edgar Thorne. Eg hefi sagt honum alt um yður.” Ungi maðurinn, sem staðið hafði við dauð- ans dyr mundi hafa fallið, ef gamli maðurinn hefði ekki gripið hann í faðm sinn. 15. Kapítuli. Alt í einu vaknaði Howard Thorne og leit upp. Hann lá í nokkurskonar hengirúmi : skugga svala nokkurra undir húsvegg. Þetta skýli var þakið með stráþaki.. Hann sá ýndis- Isga fagurt landsleg með smá hæðum. Græn engi og litla garða á víð og dreif. í ihverjum garði var kofi með stráþaki, sem rann upp í hrauk. Ekki vissi hann hvar hann var kominn. Hann var í því sæla ástandi að vera milli svefns og vöku, þegar maður veit ekki hvar hann er og hirðir ekkert um það hvað komið hefir fyrir; þegar hið dásamlega vekur enga undrun og hið ieyndardómsfulla vekur enga forvitni. Við ihlið hans sat fögur, yndisleg vera, klædd léttum, hvítum búningi. Fögur hendi hvíldi á hengirúminu og vaggaði því fram og aftur. Með hinni studdi hún hönd undir kinn og leit í aðra átt en hann var. Honum fanst það nú ekkert undarlegt að Sydney Latimer skyldi vera lifandi og sitja þarna við hlið hans á þess- um ókunna stað, er hann nú var í. Hann rétti út hendina og fann að þessi smáa hreyfing var örðug. Hann lagði hendina á hendi stúlkunnar. Sydney þaut á fætur og laut yfir hann. Hin dökku augu hennar ljómuðu eins og stjörnur. Hann lagði hina hendina yfir axlir hennar og dró hana að sér, þótt máttfarinn væri. Varir þeirra mættust. Því næst rétti hún sig upp, strauk hárið frá augunum og spurði: “Þekkir þú mig, Howard?” Þetta var hlægileg spurning að spyrja mann, sem hún hafði nýlega kyst. Síðar meir sagði hann henni það, en nú var hann glaður að mega liggja þama rólegur og hlusta á hana 9egja frá því, sem hún hafði að segja honum. “Þú veist víst ekki hvar þú ert?” sagði hún, “Þú hefir verið vieikur í viku og ekki haft meðvitund nema við og við. Fyrst talaðir þú í óráðinu eingöngu um þessa hræðilegu nótt eftir að skipið fórst, og um hinn skelfilega bardaga við vatnið í göngunum. Ó, þú sagðir mér heil- mikið um atriði, sem eg hafði enga hugmynd um.” Hún ógnaði honum brosandi með vísi- fingrinum. Til allrar hamingju voru þarna ekki aðrir víðstaddir en faðir þinn og minn.” “Faðir minn og þinn?” endurtók hann. “Já, segðu ekkert og eg skal segja þér frá þessu. Þetta er eyjan innan hamranna. Hefðir þú getað getið þess til? Faðir þinn segir, að áð- ur ,en ihún lyftist upp yfir hafflötinn hafi hún verið hringsker, en það kalla eyjabúarnir kór- allarif, sem liggur í hring. Öllu megin eru háir hamrar úr kóröllum, 9em eigi verður komist upp. En á þessari hlið eru klettarnir bara fimtíu fet og auðvelt að klifra þá upp. Eg hefi verið þar uppi og séð yfir eyjuna. Skálin eða undir- lendið er ekki nema fimm eða sex fermílur, en þar búa næstum fimm hundruð manns og til- biða þeir allir hann föður þinn. Er þetta ekki dásamlegt? Fyrir tuttugu árum síðan beið hann skipsbrot á þessari eyju, og íbúarnir hérna, 9em ekkert samneyti hafa við íbúa annara eyja í suðunhafinu, fundu hann. Vatnið frá sléttunni sígur út gegn um rifur í kóralklettinum og þegar einhvern, sem hér býr langar til að fara út í heiminn, fer hann á bark- arbát í gegn um göngin þegar lágflæði er, og inn um hann á sama hátt. Þeir buðu föður þinn velkominn til þorpanna sinna, og hér hefir hann alið aldur sinn alt af síðan, nema þær fáu vikur, er hann fór til Auckland ásamt Jessop. Hann kom úr þeirri ferð fast ákveðinn í því að hverfa héðan aldrei framar.” “En þú?” spurði Thorne. “Bíddu og eg skal segja þér frá því. Eg var borin af straumnum þvers í gegnum göngin, sem eru um 50 metra löng. Svo kom eg út þar sem bjart var. Eg skolaðist í land og þeir sáu mig- Þá fyrst heyrðu þeir um að “Naida” hefði strandað.” “Á þessari hlið hamranna er djúpt gil eða skurður, sem vatnið hefir grafið út öld eftir öld. Undir handleiðslu föður þíns var þessi gjá breikkuð að miklum mun. íbúar eyjarinnar hafa barkarbátana sína þar. Þarna er einnig stóri björgunanbáturinn frá Juan Fernandez og annar bátur, sem nýlega hefir verið smíð- aður. Eftir að þeir höfðu fundið mig leið nokkur stund, áður en eg var fær um að segja föður þínum frá ferðum miínum og slysi okkar. Hann var þá ekki fiús til að fara út í fullri birtu. Hann langaði ekki til að fá alla þessa sjómenn inn hingað. Er við sáum ofan af hömrunum, að hann faðir minn hafði verið særður, fór Mr. Thorne í gegnum göngin og flutti hann hingað. í það skiftið var enginn annar í hellinum. Eg sá líka bardagan milli Atwells og stýrimannanna, og að þú neyddist til að leita skjóls í hellinum. Faðir minn sagði að vopnaður maður gæti varist þar í heila viku, þess vegna fór ekki Mr. Thorne til þín. Hann óttaðist að þú mundir í nátt- myrkrinu álíta sig óvin og skjóta sig. Næsta miorgun fór eg af stað með honum og komum rétt nógu snemma til að frelsa þig úr hinum grimmu klóm Atwells.” “Hvað er orðið af þeirn fanti og félögum hans?” “Faðir þinn tók frá þeim vopnin og bátinn- Því næst flutti hann þá hinu megin á eyjuna — auðvitað fyrir utan klettana — og bygði hreysi handa þeim, gaf þeim fræ og ýmisleg verkfæri, sem bjargað var frá skipinu, og þannig tækifaeri til að sjá sér fyrir lífsviðurværi. Við faðir minn höfum sagt honum alt, og að þú hafir komið alla leið frá Ameríku til að finna hann. Hann hefir samlþykt að ferðast þangað með okkur og dvelja þar í eitt ár. Þegar hann kemur aftur, ætlar hann að haga því svo að Atwell og félagar hans geti farið heim til sín. Hann er nú næ#t- um búinn með annað skip — fallega litla skonn- ortu. I henni getum við komist til Valparaiso. Stýrimennirnir, ásamt Shields og Jessop, geta verið skipshöfn hjá okkur. “Og — og Monckton?” “Hann fer með okkur,” svaraði hún alvar- leg í bragði. Hann sér nú eftir að hafa gengið i félag með óþjóðarlýð þessum. Mér þykir leitt að segja frá því, að faðir minn er svo reiður við hann, að hann vildi helzt að hann yrði samgn með Atwell og hinum. En eg bað Mr. Thorne um að taka hann með ökkur til Valparaiso. Þú íhefir víst ekki framar neitt á móti því, eða hvað?” “Ekki nú!” svaraði Thorne og tók innilega í hendi hennar. Þegar regntíminn var að lokum kominn, sem var mánuði eftir þetta, sigldu þau brott frá eyjunni, sem hafði verið í 20 ár aðseturs- staður Edgar Thorne. Hann og innfæddu menn- irnir höfðu bygt skipið og stýrimennirnir, ásamt Shields og Jessop, höfðu gert reiða og segl. Fað- ir Howards Thornes hafði fastákveðið það að ferðast þangað aftur. Hann gat ekki þrifist fyrir utan múra kóralla hamranna. “Eg fer einungis með til að þóknast þér. sonur minn”, sagði hann, er hann stóð við hlið Howards og horfði á klettaeyjuna sína, sem þeir voru að ferðast í burtu frá. “Eg get einnig fullvissað Undercliff um, að eg fyrirgef honum grun hans. Löngun mín er að búa þar, sem illgirni mannanna nær ekki til mín.” Litla skipið kom heilu og höldnu til Val- paraiso. Þau höfðu ekki fengið einn einasta illviðrisdag alla leiðina. Þarna sikildi Monckton við þau og fór með strandferðaskipi til San Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.