Heimskringla - 08.08.1945, Síða 1

Heimskringla - 08.08.1945, Síða 1
We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnípeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. -------------------* IWe recommend for your approval our " BUTTER-NUT j LOAF" ICANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. -- --------—.— ----4 LIX. ÁRGANGUR • WTNNIPEG, MIÐVXKUDAGENN, 8. ÁGÚST 1945 NÚMER 45. FRÉTTAYFIRLIT íslendingadagurinn á Gimli Þjóðhátíðardagur Winnipeg Íslendinga á Gimli 6. ágúst, hepnaðist ljómandi vel. Veður var ákjósanlegt, glaða sólskin meðan á hátíðinni stóð, en svali nægur til að gera ekki of heitt. Við þetta bættist svo, að skemtiskráin öll var mjög ágæt. Til að skemta á deginum með söng, var fengin frú María Öst- lund, Metropolitan Operu söng- kona um skeið. Mann brestur orð að lýsa hinum miklu áhrif- um söngs henanr á deginum. Menn vissu hvers þar var að vænta og geta margra er, að á hátíðinni hafi nú verið fjöl- mennara, en líklegast n'okkru sinni fyr, vegna komu hennar. Frá enskum, sem söngkonunni voru ókunnugir hér, rigndi spurningum, hvert ekki yrði kostur að hlýða á frú Östlund í þessum bæ. Því miður, mu« það ekki verða. Fjallkona á hátíðinni var frú Ólína Pálsson, sem í því sæti, sem annars staðar, tekur fegurð- arverðlaun; flutti hún ávarp, sem venja er til, af snild og við hrifningu áheyrenda, enda hið fegursta samið. — Ræðumenn gerðu og hlutverkum sínum hin beztu skil. íslandsminnið gat tæplega skörulegra verið flutt en af cand. theol. Pétri Sigur- geirssyni; er hann þó bæði nógu unglegur og elskulegur til að ætla, að hann sé ekki enn yfir sín æskuár kominn. Var mál flestra, að hann væri efni í ræðugarp. Minni Canada, er Dr. Thorlaks- son flutti, var geisilega góð hug vekja um mál þessara ískyggi- legu, yfirstandandi tíma. Minnin í ljóðum eru bæði birt í þessu blaði og eru höfundum þeirra til sóma. Karlakór skemti og á hátíð- inni vel eins og að vanda. OG UMSAGNIR Að morgni fóru fram íþróttir, en fréttir af þeim höfum vér ekki við ihendina. Að kvöldi voru söngvar sungnir og að lok- um stiginn dans. Þeir sem daginn sóttu, munu lengi búa að skemtuninni sem þeir nutu þar. Flugnemar halda suður Þrir Islendingar, sem hér hafa verið við flugnám, sumir í heilt ár, en allir nokkuð lengur en til námsskeiðsins þurfti, héldu fyrir helgina suður til Tulsa í Oklahöma til flugnáms á ný. — Eftir langan tíma og geysimikið fé, sem þeir hafa hér eytt í nám- ið, verða þeir nú að eyða öðru eins fé og tíma í það í öðru landi til að fá það próf, er krafist er til þess að geta hafið flug sem at- vinnu. Piltarnir sem hér um ræðir voru Anton Axelson, Gunnar Frederiksen og Jóhannes Markússon. Hinn fyrst nefndii sendi prófumsókn sína sam- bandsstjórn Canada fyrir sex mánuðum og hefir beðið svars síðan, en ekkert fengið. Flugnemunum sem nú kveðja þökkum við góða viðkynningu og þykir fyrir að dvöl þeirra hér hefir orðið þeim mikil vonbrigði. ★ Um það leyt, sem blaðið er að fara í pressuna, er nú, góðu heilli tilkynt, að prófið fáist. Munu 6 flugnemanna frá íslandi enn vera hér, af 15 alls, er fá munu að leysa hér af hendi próf. Er það vel farið. Tjónið sem af þessu hefir leitt, er orðið meira en átt hefði að vera. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Mackenzie King, forsætisráð- herra Canada, hlaut mikinn sig- ur í aukakosningunni í Glen- garry, s. 1. mánudag. Á móti Rússar segja Jöpum stríð á hendur Á þeirri stundu sem blaðið fer í pressuna, flytur útvarpið þær fréttir, að Rússar hafi sagt Jöpum stríð á hendur upp úr hádegi í dag (8. ágúst). honum sótti Dr. Richard Wfona- han frá Sharbot Lake, Ont., ó- háður liberali og ekki studdur af neinum flokki. Mr. King hlaut 4,623 atkvæði, en gagn- sækjandinn 327; Dr. Monahan hlaut í mörgum kjörstöðum ekki eitt einasta atkvæði, sem trauðla var von, þar sem stefnuskrá hans hvíldi einungis á hatri til King§. ★ ★ ★ Nýjar sprengjur, nefndar atom-sprengjur hafa Bandaríkin fundið upp. Eru þær sagðar 2000 sinnum kraftmeiri en sterkustu sprengjur, sem áður voru þektar. Hefir að uppfynd ingunni verið starfað lengi og eytt til þess tveim biljón dölum. Það mun byrjað að nota sprengj- una í japanska stríðinu. ★ ★ ★ anna þriggja er nú lokið. Helzta verkefni fundarins munu hafa verið í því fólgið, að ráða fram úr hvað gera skyldi við Þýzka- land. Og úr þeirri gátu virðist í fám orðum sagt hafa verið ráðið með því að svifta þjóðina öllum iðnaði sínum, stóriðnaði að minsta kosti, sem mikið mun verða fluttur til Rússlands, og gera þjóðina að jarðyrkju- eða landbúnaðarþjóð, óráðandi sjálfri sér að öllu leyti, jafnt í uppeldismálum, sem í stjórn- málum. Um aðrar ákvarðanir getur lítið, en seinna skal þó að þessum fundi frekar vikið í blað- inu. FJÆR OG NÆR Japar svöruðu friðartilboði Bandáþjóðanna s. 1. viku með því, að segjast halda stríðinu á-1 fram, að því setta marki. að frelsa Asíu úr klóm Vestur-Ev-; rópu og Bandaríkjanna. Að inn-| rás í Japan sé á döfinni mætti ætla, þar sem Douglas MacAr-i thur yfirhershöfðingi, hefir ver- ið skipaður yfirstjórnandi slíkr- ar innrásar. ★ ★ ★ Sir Harold Alexander, hers- höfðingi Miðjarðarhafsflotans, hefir verið skipaður landstjóri Canada. Hann kemur hingað á næsta vori, er kjörtímabili jarls- ins af Athlone lýkur. Hann er 53 ára og sonur jarlsins af Cale- don of County Tyrone á Irlandi. Potsdam fundi stóru mann- Guðjón Ármann, Grafton, N. Dak., leit inn til Heimskringlu á þriðjudaginn, hann var á heim- leið eftir að hafa sótt íslend- ingadaginn á Gimli, sem hann gerir árlega, og einnig sækir hann þjóðræknismótið hér á hverjum vetri. Sagði hann upp- skeru horfur í sinni bygð, þær beztu sem hann myndi eftir, í þau 52 ár sem hann hefir dvalið í Grafton. Guðjón er sannur Islending- ur, — þráir ættjörðina, en er trúr þegn síns fósturlands. — Hann fór heim til Islands á þús- und ára Alþingishátíðina 1930. á vegum Þjóðræknisfélagsins, og geymir margar minningar frá þeirri för sinni, eins og svo ótal margir aðrir. — Hann er nú að verða 79 ára. ÍSLAND CANADA Minni flutt á tslendingadeginum á Gimli 6. ágúst 1945. Minni flutt á Islendingadeginum á Gimli 6. ágúst 1945. Nú ljósgyðjan sendir frá austrinu enn sitt árblik til vestursins kæra, þar enn byggja landnámið íslenzkir menn, sem einhuga lofgjörð þér færa, Canada friðhelga, frjálsborna grund, Frónbúans athvarf á reynslunnar stund. islenzkra landnema ástmey þú varst á örlagaríkustu stundum; er ómálga börnin á örmum þú barst við órofa trygð við þig bundum. Nú gefum við fegnir, ef framtíðin þín vill fáeina stuðla í ljóðmælin sín. Þann arf, sem við fluttum af íslenzkri grund og ávalt var drýgstur á metum, nú helga þér viljum í vöku og blund og vinna þér alt, sem við getum; því íslendings móðir þú verður og varst og Vínland hið góða það nafn, sem þú barst. Og djarfleg og ákveðin dáðirðu þá drengi, sem hug áttu að berjast. Þú kaust ekki styrjöld, en komst þó ei hjá að krefjast þíns réttar, að verjast: Því legg nú í friðarins sáttmálasjóð þann sigur er vanst fyrir líf þitt og blóð. Og fegurstu hugsjón, er framtíðin á fullkomna í sigrinum gjörðu; er stórþjóðir veraldar stefnumót há og stofnsetja “Friðinn á jörðu”. Gefðu henni Canada hug þinn og hönd frá Hellulands ósum að Kyrrahafs strönd. Vér hyllum þig, Island, þú útsævar storð, með unga og fámenna þjóð. Vér dáum þinn manndóm og drengskaparorð, dáðríkar hetjur og ljóð. Af afrekum þínum engu skal gleymt úr annálum, sögum né brag. Því lýðræðið forna úr helju er heimt, þinn himinn er bjartur í dag. Þú kjörlandið fræga hins kynstóra lýðs, sem kostgnægð í skauti þér fann, er efldi til friðar en æskti ekki stríðs sín óðöl án styrjaldar vann. Hvort sveitin þar blasti með sund eða fjörð við sjónum hins norræna manns, Þá var þessi frjóva og friðsæla jörð framtíðar draumlandið hans. Þó feðurnir tryðu á megin og mátt, var mannlundin göfug og heið og fjöllin þeim bentu í himininn hátt og hollvættir sóru þeim eið. En svalviðrið gnúði um sæfarans stafn og sýldi um strendur og ver. Þá hlaustu ísland þitt örlaga nafn, sem aldirnar helguðu þér. Á “Lögbergi helga” er himinn þinn blár og heimur þinn bjartur og frjáls, þar drottinn þér blessi um aldir og ár, hina’ algildu lífsspeki Njáls. Vér gleðjumst er íslenzkir afburðamenn, yngjast á norrænum hlyn. I sagnlist á Snorri sér arfþega enn Ávarp Fjallkonunnar Flutt af frú Ólínu Pálsson að Gimli, Man., 6. ágúst 1945. Heiðruðu íslands synir og dætur: Á þessari hátíðar-stund flyt eg yður innilegar árnaðar- óskir vorrar ástkæru móður, Fjallkonunnar. Ekki er þó svo að skilja, að árnaðaróskir hennar séu bundnar við aðeins einn dag ársins. Hitt mun sanni nær, að hún vaki yfir velferð yðar alla daga. Frá þeim tíma er þér settuð segl og tókuð yður far til ann- arar heimsálfu hefir hún glaðst yfir gengi yðar, syrgt óhöpp yðar og minst yðar í hinum hljóðu bænum sínum. Þær bænir hafa stigið til hásætis hins eilífa anda, “sem í öllu og alstaðar býr”, og verið endurgoldnar í ríkum mæli. Fjallkonan hefir horft tárvotum augum yfir höfin, þang- að sem niðjar hennar hafa barist gegn órétti og undirokun. Þér hafið ekki farið varhluta þeirra sorga sem sú þátttaka hefir haft í för með sér. Sárin eru mörg og sorgimar þungar. — En þér hafið enn á ný fært öllum þjóðum heim sanninn um það, að þér metið frelsis-hugsjónir og bræðralag framar öllu, — jafnvél lífinu sjálfu. En nú eru skýja-rof í lofti. Þrautum og þjáningum hins ógurlega stríðs hefir verið létt af nokkrum hluta heimsins. Hin göfuga og friðelskandi móðir yðar gleðst yfir þeim þátta- skiftum. Nú verða færri synir hennar og dætur herguðinum að bráð. Möglunarlaust hefir hún kvatt þessi stórhuga og manndómsríku börn sín, og borið harm sinn með stillingu, og þannig staðfest hin fögru orð skáldsins: “Þó að margt hafi breytzt síðan byggð var reist, geta börnin þó treyst sinni íslenzku móður. Hennar auðmjúka dyggð, hennar eilífa tryggð eru íslenzku byggðanna helgasti gróður. Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til að þjást skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður.” Fjallkonan fagnar hinum dýrkeypta friði og samgleðst öllum þjóðum sem sjálfstæði sitt hafa öðlast. Þeim þjóðum, sem enn eiga í stríði við öfl stigamensku og undirokunar, réttir hún hönd sína með fullu trausti, að einnig þar verði skamt að bíða að sól frelsis og friðar fái að skína í heiði. í hjartaslögum yðar í dag, heyri eg, kæru Islendingar, undir- spil við hendingarnar úr Hátíðarljóðunum frá 1930: “Við börn þín, Island, blessum þig í dag. Með bæn og söngvum hjörtun eiða vinna. Hver minning andar lífi í okkar lag.” Verið þess ætíð minnug að þér eigið göfuga og góða móðir. Fjarlægðin dregur ekki úr móðurástinni. Virðing við arf yðar og ræktarsemi við minningar feðra og mæðra, gerir yður betri menn og konur, sannari og nýtari borgara þess lands sem þér alið aldur hjá, og skylduræknari fósturbörn. I dag dvelja hugir yðar “heima”. — Heima á æskustöðvunum, þar sem þér lékuð yður sem börn, og þar sem feður yðar og mæður gáfu yður fyrstu heilræði lífsins. Öllum þeim sem lærðu þau heilræði og breyttu eftir þeim, hefir vegnað vel, hvaða land sem þeir bygðu, því að í þeim var falin speki mannréttinda, bræðra- lsgs og friðar. Þessa lífsskoðun fluttuð þér með yður vestur um. hið breiða haf, og hafið nú gróðursett þau fræ í hjörtum barna yðar, svo að þeim mun einnig vegna vel, — og hugir þeirra og hjörtu “bera síns heimalands mót”. Eg veit að grunntónn allra hugsana yðar í dag, er hinn sami sem Fjallaskáldið forðum fléttaði inn í sitt ódauðlega kvæði: “Blessi þig drottinn um aldur og æfi, eflist þinn hróður og vaxi þitt ráð, norður við heimskaut í svalköldum sævi, svellkrýnda, eldþrungna minninga láð.” Frá vestrænum Brávöllum, búandans þar, þér berast hans andvökuljóð. Hann hróður þinn, ættjörð, til útlanda bar, í öndverðri fylkingu stóð. Þó landarnir flyttust um höf eða heim, ei hugurinn jarðbundinn var, þeir senda þér laufblöð frá legstöðum þeim sem liggja (út) við Sandy-Bar. Ó, fjallkonan unga, þú feðranna mold þitt frelsisorð skjöldur þinn ber. Þó rætur þú eigir í erlendri fold á ætternið samleið með þér. Því hvar sem (að) hjartað helgar þitt mál vér hnýtum þér lárviðarkrans. Þitt gildi er eilíft íslenzkri sál og óðal hins göfuga manns. S. E. Björnson og EgiII sitt Hrafnistu kyn. Gunnbjörn Stefánsson

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.