Heimskringla - 08.08.1945, Síða 8

Heimskringla - 08.08.1945, Síða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. ÁGÚST 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messa í Árnes Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árnesi næstkomandi sunnudag, 12. ágúst, kl. 2 e. h. * ♦ Messur í prestakalli séra H. E. Johnson 12. ágúst, kl. 2 e. h., Vogar. 19. ágúst, kl. 2 e. h., Lundar. 19. ágúst, kl. 9 e.'h., Oak Point (á ensku). ★ ★ ★ Séra Philip M. Pétursson messar n. k. sunnudag í Unitara kirkjunni í Underwood, Minn. * ★ * Hjónavígsla Laugardaginn 4. ágúst, voru gefin saman í hjónaband, að heimili séra Philip M. Pétursson, þau Davíð Björnsson og Hall- gerður Rose Magnusson. I>au voru aðstoðuð af Bjarna Good man og Miss Christine Johnson. Davíð Björnsson er bóksali hér í Winnipeg og er sonur þeirra hjóna Björns Hjálmarssonar og Guðrúnar Bjarnadóttur konu hans, en brúðurin er dóttir hjón- anna Jóns Magnússonar og Thor- gerðar sál. Eysteinsdóttur konu hans. Hún hefir verið skóla- kennari hér í bæ. Þau eiga fjölda vina, sem óska þeim allir til mikillar hamingju. — Séra Philip M. Pétursson gifti. Fram- tíðarheimili þeirra verður hér í Winnipeg. ★ ★ ★ Ungfrúrnar Auður Jónsdóttir og Svala Waage frá Washington og Mrs. Jón Sigmundsson frá Arlington, Va., systir Sveins Oddssonar prentara, komu til Winnipeg um síðustu helgi. — Auður er við Rauða Kross-starf- semi hér vestra; Svala er starf- andi á Sendiráðsskrifstofunni íslenzku í Washington. Allar eru konur þessar hér i stuttri kynn- isför. Þær gerðu ráð fyrir að vera á Islendingadeginum á Gimli 6. ág. og þótti vel bera í veiði, að hann var haldinn um þetta leyti. ★ ★ ★ Jón Júlíus Johnson, kona hans og móðir, Kristín Johnson 90 ára, frá Bowness, Alta., komu til bæjarins fyrir viku síðan. Þau eru að flytja búferlum til Gimli. í bænum hafa þau dvalið hjá Kristjáni A. Johnson, bróður- syni Mr. J. J. Johnson. Mr. Johnson kom vestur um haf 1888, frá Stóru Skógum í Dala- sýslu og gerðist hér einn af frumbyggjum Hólabygðarinnar, sem nú gengur undir nafninu Tantallon í Saskatchewan-fylki. Og þar bjó hann og má heita búa enn, þó hann hafi tvö síðustu ár- in verið í Alberta-fylki hjá syni sínum, Otto Wafhne Johnson. Jón Júl. Johnson hefir verið bú- höldur bezti og jafnsýnt um stjórn héraðsmála, sem búskap- inn. ★ ★ ★ Mr. S. Egilsson frá Brandon leit inn á skrifstofu Hkr. s. 1. þriðjudag. Hann er Islandsvin- ur mikill, var á Islendingadeg- inum á Gimli s. 1. mánudag og mun sækja hátíðirnar reglulega, þó langt eigi að fara. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. C. V. Davidson frá Fickle Crow, Ontario, voru meðal hinna mörgu langt að komnu gesta er sóttu Islend- ingadaginn að Gimli. Mrs. Davidson, ásamt syni þeirra hjóna, hefir dvalið hér og á Gimli, (þar sem foreldrar henn- ar búa), um þriggja vikna tíma; en Mr. Davidson kom rétt í tíma fyrir hátíðina. Þau hjón verða hér þar til um enda þessa mán- aðar að þau halda heimleiðis aftur. ★ ★ * í sprengingu sem varð í korn-1 Á laugardaginn 28. júlí voru forðabúri í Port Arthur og sem gefin saman í Fyrstu lút. kirkju var eign Saskatchewan Hveiti- þau Stanley Warrington og samlagsins í gær, er ætlað að 25 Magnea Johnson hér í borginni. til 35 manns hafi beðið bana. Brúðurin er dóttir Mrs. Elínar Bruni mikill fylgdi sprenging- unni er miklu eignatjóni mun hafa ollað. ★ ★ * Norðan frá Manitoba-vatni eru í bænum staddir Ingvar Gísla- son frá Steep Rock og Sig. Sig- fússon frá Öakview. Þeir voru Islendingadeginum á Gimli s. 1. mánudag. ★ * ★ Mrs. Anna Matthíasson frá Vancouver, B. C., er stödd bænum. Hún kom s. 1. föstudag, aðallega til að vera á íslendinga- deginum á Gimli; munu færri hafa komið lengra að í þeim er indum. — Mrs. Matthíasson er kona Kristjáns Matthíassonar en systir Kristjáns heitins Sig- urðssonar og Elínar Sigurðsson, sem heima á í þessum bæ. Hún gerði ráð fyrir að halda vestur n. k. föstudag. ★ ★ ★ Stúkan “Skuld” heldur næsta fund sinn 13. ágúst, í Good Templara húsinu. ★ ★ ★ Mrs. M. Eyjólfson frá Joseph- ine Mine, A.C.R., Ontario, var stödd í bænum í gær. Hún kom vestan frá Theodore, Sask., var þar að heimsækja systur sína, Mrs. J. C. Hooge er misti mann sinn nýlega. Hún gerði ráð fyrir að dvelja hér nokkra daga, áður en hún héldi heimleiðis. Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. THE PROVINCE 0F MANITOBA - OFFERS - VETERINARY SCHOLARSHIPS to young men from Manitoba farms. Applicants to possess a good livestock backgróund and aptitude for veterinary practice. Permanent positions in rural areas for Graduate Veterinarians. For particulars write to D. L. CAMPBELL, Minister of Agriculture and Immigration, Legislative Building, Winnipeg Mentun eflir Manngildið Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Miss Norma Alfred frá Chi- cago, er stödd í bænum. Hún er dóttir Mr. og Mrs. Óli Alfred ættuðum frá Reykjavík og Lang- ruth, Man., en hafa um mörg ár búið í Chicago. Hin unga dóttir þeirra, sem enn er á skólaaldri, var í sumarfríi sínu að heim- sækja frændur og tengdafólk á fornum slóðum foreldranna og segir þar skemitlegra en í Chi- cago. + * * Messur við Churchbridge í ágúst mánuði: Þann 5. í Concordía. 1 Hóla- skóla þann 12., kl. 2 e. h. Þann 19. í Concordia. Þ. 26, í Lögbergi kl. 2 e. h. S. S. C. ★ ★ ★ Guðsþjónustur hefjast n. k. sunnudagskvöld í Fyrstu lút. kirkju. Sóknarpresturinn pré- dikar. ★ ★ ★ Útiskemtun (Garden Party)’ til aðstoðar Noregi, verður hald- in í skemtigarði Mr. Ernest Par- ker, að 185 Oakdean Boulevard, Stuirgeon Creek, laugardaginn 18. ágúst frá kl. 2.30 e. h. til kl. 9 e. h. Nörska hjálparnefndin og norski Rauði Krossinn standa fyrir skemtuninni. Þau æskja að sjá Islendinga fjölmenna. ★ ★ ★ Messur í Nýja íslandi 12. ágúst — Hnausa, ferming- og altarisganga kl. 2 e. h. Víðir messa kl. 8.30 e. h. 19. ágúst — Geysir, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason Jónasson, og fyrra manns henn ar, Gunnsteins Jónssonar, sem er dáinn fyrir mörgum árum. Að afstaðinni hjónavígslu fór fram veizla á heimili Mr. og Mrs. J H. Page, 908 Dominion St. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Winnipeg. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Nýtt skip, Reykjaröst ísafirði, miðvikudag 1 gær hljóp nýtt skip af stokk unum í skipasmíðastöð Marsell íusar Bernharðssonar. Skip þetta var skýrt Reykjarröst, en eig- andi er h.f. Röst í Keflavík. Skipið er 53 rúmlestir og knú- ið 150 hestafla Fairbanks Morse vél. Skipstjóri verður Angantýr Guðmundsson frá Súgandafirði. Miun Reykjaröst fara á síldveið- ar um helgina.—Mbl. 12. júlí. ★ ★ * Gizur Bergsteinsson forseti hæstaréttar Gizur Bergsteinsson hæsta- réttardómari, var nýlega kjör- inn forseti Hæstaréttar frá 1. september n. k. að telja. Kjör hans gildir til 1. september 1946. Fráfarandi forseti Hæstarétt- ar var Þórður Eyjólfsson, hæsta- réttardómari.—Mbl. 12. júlí. ★ ★ ★ Ivar Guðmundsson kominn heim Ivar Guðmundsson fréttarit- stjóri Morgunblaðsins og kona hans komu heim úr þriggja mán- aða Ameríkuför í gærmorgun. Þau hafa farið víða um Banda- ríkin og til Winnipeg og láta hið bezta yfir ferð sinni. —Mbl. 8. júlí. ★ ★ ★ Margir Esjufarþegar illa staddir fjárhagslega Margir þeirra Islendinga, sem komu frá Norðurlöndum með Esju eru illa staddir fjárhags lega. Sumir hafa verið atvinnu- lausir, en aðrir, sem einhverja atvinnu höfðu munu ekki hafa haft það kaup, að þeir gætu lagt fyrir. Nokkrir bæjarbúa hafa tekið sig saman um, að gangast fyrir fjársöfnun til styrktar þeim, sem komu með Esju og mun nefnd úr hópi far- þega úthluta fé því sem safnast. 1 sambandi við þetta hefir Morgunbla§ið verið beðið fyrir eftirfarandi tilkynnngu frá Rauða Kross Islands. Rauða Kross íslands hafa bor- ist tilmæli frá nokkrum bæjar- búum, um að veita viðtöku fé- gjöfum til að bæta úr brýnustu þörfum ýmissa af farþegunum, er komu heim með m.s. Esju, og eru illa staddir fjáilhagslega. Rauði Krossinn hefir orðið við þessum tilmælum og verður tek- ið á móti fégjöfum á skrifstofu hans til næstu helgar. Látið kassa í Kæliskápinn The SWAN MFG. Co. Manufacturers oí SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi DJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir } Tímarit félagsins ókeypis) I $1.00, sendist fjármálarit- { ara Guðmann Levy, 251 ; Furby St., Winnipeg, Man. ? PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni aí öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. “Brautin” II. árgangur Nýkomin út. Fæst hjá útsölu- mönnum víðsvegar. — Sjá um- boðsmanna-skrá á öðrum stað í blaðinu. — Einnig hjá Björns- sons Book Store, Winnipeg, og P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg. — Kostar aðeins $1. Mikið stærra rit heldur en I. ár- gangur. Tryggið yður eintak með því að kaupa strax. ★ ★ * FALLEG MUSIC Fimm einsöngslög eftir Sigurð Þórðarson, stjórnanda “Karla- kór Reykjavíkur”. Hér er um lög að ræða sem allir söngelskir menn og konur ættu að eignast, jafnst enskumælandi fólk sem íslenzkt, því texti hvers lags er bæði á ensku og íslenzku. Lögin eru hvert öðru fegurra og samin við erindi, sem allir kunna og unna. Lögin eru þessi: 1. Sjá dagar koma ár og aldir líða, úr hátíðaljóðum Dav- íðs Stefánssonar. 2. Mamma, eftir Stefán frá Hvítadal. 3. Vögguvísa, eftir Valdimar V. Snævar. 4. Sáu þið hana systur mína, eftir Jónas Hallgrímsson. Harmaljóð, eftir Stefán frá Hvítadal. Framsíða þessa söngheftis er með afbrigðum frumleg og fög- ur. Heftið kostar aðeins $1.50 og sendist póstfrítt út um land. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ ★ Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. M I N N I S T B-E-T-E-L í erfðaskrám yðar Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL FOR NEXT WINTER NOW! Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg Hórsnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður PÓST SENDINGA ÞJÓNUSTU DEILD Vissirðu að EATON’S hafa Póstsendinga Þjónustu Deild til þæginda fyrir viðskifta- menn sína? Þar sem spyrja má um hluti, hvort sem þeir eru auglýstir eða ekki í vöru- skránni. Þessi þjónusta kemur þér bezt að notum, ef þú þarft að fá áætl- un um byggingarefni, parta í vélar eða þess- konar auka hluti, sem til falia af og til. Ekki að hika við að nota sér þetta — deildin er sett þér til þæginda. Sendið spurningar ykkar til “The Mail Order Service Department” í Winni- peg, og hver sú spurn- ing sem þig langar að fá svarað, verður svar- að með glöðu geði strax um hæl. “'T. EATON WINNIPEG CANADA EATONS i Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA M0RE AIRCRAFT WILL BRING _ QUICKER 'VJjCTORY Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringh* tf^WAR SAVINGS ^^>CERTIFICATES MJÓLK FYRIR HOLLENZKT-FÓLK Það gengur talsvert á þegar mólkurskamturinn er afhentur Hollendingum. Myndin hér að ofan, er tekin af einni götu Amsterdam-borgar, er mjólkurvagnarnir koma með mjólk- ina. Mjólkin er gefin til fólksins án endurgjalds, en það verður að sýna skömtunarseðla.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.