Heimskringla - 22.08.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.08.1945, Blaðsíða 6
6. SÍÐA WINNIPEG, 22. ÁGÚST 1945 HEIMSKRINGLA Á SKEMTIFÖR Þessi- heimasætni á sama blettinum, er atriði við England og Englendinga, sem eg gat alls ekki skilið, þótt líf mitt lægi við. Mér finst — auðvitað beld eg því ekki fram, að eg hafi rétt fyrir mér — að maður gæti alveg eins vel verið dauður, og það að þekkja ekki meira af guðs grænni jörðinni en tuttugu mílna lang- an blett. Mér finst það beri vott um ófyrirgef- anlegt áhugaleysi fyrir öðrum mönnum — að það sé nokkurskonar moldvörpu tilvera, sem hvorki sé til uppbyggingar né prýðis. En hins- vegar, ef allir menn færu að ferðast, hvað yrði þá um auðlegð Englands. Það er margt, sem mælir á móti minni hlið málsins, er eg hrædd- ur um. Við höfðum líklega ekið einar tvær mílur, þegar mér datt í hug að spyrja minn háaldraða ekil um stað þann, sem við vorum að aka til. Ef til vill hefir þessi öldungur, hugsaði eg með sjálfum mér þekt hann föður minn. Eg ætla að reyna við hann. Eg beið þangað til við höfðum ekið fram hjá heyvagni, sem við mættum, þang- að til eg kom með spurninguna. Mér til undrun- ar hafði hann ekki fyr heyrt nafnið, en hann komst allur í uppnám. “Hatteras! Eruð þér Hattedas? Já, minn ungi vinur. Hvern mundi hafa grunað það? — Já, já! auðvitað þekki eg nafnið mjög vel. Allir þekkja það hér um slóðir. Eg man fyrst eftir gamla baróninum og Lady Margrétu. Því næst Jasper barón og syni hans, ihöfuðsmanninum, sem var drepjnn í upphlaupi erlendis — og Mr. James-----” “James, það var nafn föður míns. James Dymoke Hatteras.” “Þér eruð þá sonur Jamesar. Hvað segið þér? Jú, jú! Hann var sá, sem reifst við gamla baróninn og fór til framandi landa. Hverjum hefði nú dottið annað eins í hug. Ja, hérna! Sir William verður sjálfsagt glaður þegar hann sér yður, það er eg viss um.” “Sir William! Hver er Sir William?” “Hann er sá eini, sem eftir er. Hann býr nú á óðalssetrinu. Það hefir margt raunalegt komið fyrir þá fjölskyldu þessi síðustu árin.” Nú breyttist útsýnið. Við vorum nú komn- ir yfir sléttuna og ókum upp á háls nokkurn, og ókum svo niður eftir honum aftur í gegnum skóg, sem mér virtist fremur h'kjast trjágöng- um en þjóðvegi. Há og tíguleg álmtré gnæfðu á báðar hliðar, og snertust hinar löngu greinar þeirra yfir höfði manns. Framundan okkur sást glitra í á í gegn um skógarþyknið. Á bökk- um hennar sáust smá hús á víð og dreif. Það var þorpið, sem við ætluðum að ná til. Hinn grái turn gömlu kirkjunnar, virtist halda vörð yfir öllum býlunum. Það var eimhverskonar friðsælu og þung- lyndisblær yfir þessari 'bygð, sem eigi verður með orðum lýst. En ef til vill fanst mér þetta vera svona vegna þess hugarástands, sem eg var í. Þetta var í fyrsta skiftið síðan eg kom til Englands, að mér fanst landið fagurt. Mér fanst eg gæti dvalið þarna lengi og dáðst að fegurð þess. Þarna var svo rólegt og friðsælt. Þegar við komum niður af hálsinum og höfðum ekið í kring um horn eitt, sá eg fyrir framan mig ramgerða steinbrú. Hinu megin við hana stóð forneskjulegt gistihús og hékk spjald mikið yfir dyrum þess, en andspænis gistihúsinu stóð hrörlegt smáhýsi milli tveggja hárra járnhliða. Þau voru átta fet eða meira á hæð, en beggja megin stóðu háar steinsúlur, en ofan á þeim sátu úthöggnar myndir af einhverj- um fornaldar ófreskjum, er héldu skjöldum í klóm sínum, og horfðu niður á þann, sem fram hjá gekk. Voru myndir þessar fagrar mjög, þótt feiknlegar væru. Hinu megin við hliðið lágu trjágönjgin í bugðum og hurfu í skóginn. Án þess að spyrja mig leyfis, ók gamli mað- urinn með mig heim í hlað á gistihúsinu, og þegar hann hafði fleygt taumunum í vinnu- mann einn, sem þar stóð, fór hann niður af vagninum, og fór eg að dæmi hans. Því næst spurði eg að hvað staður sá héti, sem var á bak við hin miklu járnhlið. Gamli maðurinn horfði á mig, en mundi svo eftir því, að eg var ókunn- ugur og svaraði: “Það er Hatteras höllin, sem eg sagði yður frá. Þarna býr Sir Willaim.” “Svo þetta er þá staðurinn, þar sem faðir minn fæddist og ólst upp á?” Hann kinkaði kolli, og þegar hann gerði það, veitti eg því eftirtekt, að vinnumaðurinn hætti að vinna og starði á mig alveg forviða. “Nú, fyrst þessu er svona varið,” sagði eg og tók göngustafinn minn út úr vagninum, “þá ætla eg að rannsaka þetta nánar. Þér gerið nú svo vel, vinur minn, að hvíla yður hérna, og fara ekkert í burtu þangað til eg kem aftur.” Hann hreyfði engum mótmælum, og eg fór yfir að hliðunum. Þau voru læst, en lítið hlið hjá hinu illa hirta dyravarðarhúsi, stóð opið, og gekk eg í gegn um það inn á akveginn. Þetta var indæll dagur. Sólskinið seitlaði gegn um laufþakið niður á veginn og dansaði eftir hon- um. Á hægri hönd voru þéttir veiðiskógar, en til vinstri sást fiskivatn, hinu megin við hinar breiðu engjar. Eg hlaut að hafa gengið mílu í gegn um skóginn er eg kom auga á bygginguna. Á hvað var eg að horfa? Er eg kom út úr skóginum, sá eg framundan mér hinn fegursta trjágarð, sem hugsast gat. Hópur hinda var þar á beit og voru þær gæfar mjög. Undir tré einu var skógarvörðurinn að borða hádegisverðinn sinn. Eg horfði hvorki á hindurnar né skóg- arvörðinn, heldur á höllina, sem gnæfði yfir grasið, sem bylgjaðist framundan mér. Þetta var fögur bygging úr gráum steini, næstum því ferhyrnd, en skreytt mjög með súl- um og útskotum. Akbrautin lá upp að höílinni í breiðum boga, á grasflötinni fyrir framan gnæfðu tignarleg tré. Oft hafði eg heyrt talað um hin skrautlegu heimili Englands, en þetta var í fyrsta skiftið, sem eg leit eitt þeirra með eigin augum. Og auk þess snerti það hugsun mína, að þetta var heimili forfeðra minna, og hafði verið það öldum saman. Eg gat ekkert annað en staðið og starað á ihöll þessa, steini lostinn af undrun. Faðir minn hafði ætíð verið fáorður maður, og þótt hann segði mér stundum sögur af æsku- brekum sínum, og um það, hversu strangur faðir hans hefði verið, og hefði sent hann í skóla vegna þess að heimiliskennarinn kom | engu tauti við hann, þá höfðum við aldrei hald- ið, að hann hefði verið svona hátt settur í æsk- unni — eða að hann væri af ætt, sem gat búið í slíkri byggingu og þessi var. Eg tók að kvíða fyrir, að fara heim að höll- | inni og segja þeim hver eg væri, enda hafði eg j engin skilríki til að sanna sögu mína. En hins- vegar vildi eg eigi fara þaðan án þess að hitta fólkið að máli, og sjá svo eftir því alla æfi, að mig hefði brostið hugrekki til að líta á heimili } forfeðra minna. Þegar eg var kominn svona langt að til að sjá það. Eg herti því upp hugann ( og gekk gegn um trjágarðinn og upp að húsinu. j Er eg nálgaðist varð eg þess var, að alt bar vott j um vanrækslu þá, sem komið hafði í ljós niður i hjá dyravarðarhúsinu. Akvegurinn var þakinn j illgresi og enginn vagn virtist hafa farið þar um í langa hríð. Hlerar voru fyrir mörgum glugg- unum, og þar sem þeir voru ekki, sáust brotnar rúður á mörgum stöðum. Þegar eg hafði gengið upp hið mikla steinrið, tók eg í klukkustreng- inn, og beið svo og hlustaði á klukkuhljóðið bergmála í hinum miklu göngum, og hugsaði um hvað nú mundi koma fyrir. Brátt heyrði eg að komið var til dyra. Lykli var snúið í hurðarskránni, og hurðin opnaðist. Gamall maður, sem hlaut að vera kominn yfir sjötugt, búinn svörtum fötum, en sem nú voru orðin græn af elli, stóð í dyrunum. Hann spurði með hásu hvísli hvað eg vildi. Eg spurði hvort Sir William væri heima. Hann sagðist skyldi vita um það, og lét mig standa þar, sem eg var kominn, og gat eg því íihugað hið undarlega umhverfi. Eitthvað fimm mínútum síðar kom hann aftur og gaf mér bendingu um að fylgja sér. Hin mikla forstofa var í samræmi við hið ytra útlit byggingarinnar. Hún var bæði há og rúmgóð. Gólfið var úr eik, sem var næstum svört af elli. Veggirnir voru prýddir fagurlega útskornum þiljum, og hér og þar stóðu brynjur og herklæði. En hið fegursta af öllu var stig- inn. Hann var nógu stór og sterkur til að upp eftir honum hefði getað ekið vagn með fjórum hestum fyrir. Hinar miklu súlur og stigariðið var skrautlega útskorið. Stiginn náði hálfa leið upp, þá klofnaði hann í tvo stiga, er lágu til hægri og vinstri. Á veggnum yfir stigapallinum var skínandi fagur gluggi úr lituðu gleri, í hann miðjan var greypt merki það, sem sást yfir hliðinu. Dá- samlegri forstofu en þessa gat enginn hugsað sér, eða langað til að eiga, en hér sást einnig vottur sömu vanrækslunnar og úti fyrir. Er eg hafði séð alt þetta, kom leiðsögumaður minn að hurð einni. Er hann hafði opnað hana, benti hann mér að ganga inn. Þar hitti eg fyrir há- vaxnin mann, aldurhniginn og hörkulegan mjög á svip. ' Hann var eins og þjónninn, klæddur dökk- um fötum. Eini munurinn var hvítt hálsbindi, er hann hafði, en þjónninn ekki, og fanst mér að honum svipa til prests vegna hálsbúnaðar þessa. Hann var langleitur og magur í andliti. Efri vör og hakan var rökuð, en á vöngunum var snjóhvítt, snöggklipt skegg, sem náði frá rakaðri hökunni upp á móts við hin hvössu hauksaugu hans. Hann gat vel verið 75 ára gamall, en var samt miklu hrörlegri, en sá aldur hefði bent til. í lágum og tilbreytingarlausum rómi bauð hann mig velkominn og benti mér að setjast, en sjálfur stóð hann. “Þjónninn minn segir mér að þér heitið Hatteras?” “Já, það heiti eg. Faðir minn var James Dymoke Hatteras.” Hann horfði á mig mjög illúðlega eins og í mínútu, en í svip hans sást ekki minsti vottur undrunar. Hann lagði ihendurnar saman þann- ig að fingurgómarnir á báðum höndum komu saman — var það vani, sem eg tók eftir að hann hafði, þegar hann íhugaði eitthvað. Svo sagði hann hátíðlega: “James var yngri bróðir minn. Hann hag- aði sér mjög illa ’hér í Englandi, og var svo send- ur til útlanda. Hann lifði heldur en ekki fínu lífi í Ástralíu í stuttan tíma. Síðar heyrði eg ekkert frá honum. Það getur vel verið að þér séuð sonur hans, hinsvegar getur öel verið, að þér séuð það ekki. Eg hefi engar sannanir fyrir því.” “Þér hafið sögusögn mína,” sagði eg dálítið særður yfir orðum hans og sneiðinni, sem þau fólu í sér, “en ef þér óskið eftir frekari sönnun- um, þá hefi eg með mér latneska bók með nafn- inu hans föður mins, og auk þess eiginhandar vottorð hans á henni, áð ihann hafi gefið mér hana.” “Er það útgáfa af Catullusi?” “Einmitt, það er Catullus.” “Þá verð eg að biðja yður að fá mér hana við fyrsta tækifæri. Eg á bókina. Eg borgaði fyrir hana 18 pence, kl. 11 fyrir hádegi, 3. júlí, 1833, hjá John Burus, bóksala í Fleet stræti í London. Bróðir minn tók hana af mér hér um bil viku síðar, og síðan hefi eg ekki ihaft efni á að kaupa mér aðra.” “Þér kannist þá við að bók þessi sé sönnun þess að faðir minn sé sá, sem eg segi að hann se: “Eg kannast ekki við neitt. Hvað viljið þér mér svo sem? Til hvers komuð þér annars? Þér getið séð það sjálfur, að eg er alt of fátækur til að geta hjálpað yður neitt, og eg hefi fyrir löngu síðan mist allan áhuga fyrir opinberum I málum.” “Ekki óska eg eftir hjálp yðar hvað fé né meðmæli snertir. Eg er Ástralíu maður og er efnalega sjálfstæður.” “Ah! Það varpar nýju ljósi yfir þetta mál. Þér segist koma frá Ástralíu. Og hvaða atvinnu- veg hafið þér þar?” “Eg hefi grafið eftir gulli, veitt perlur og verzlað.” Hann gekk nær mér og er hann gerði það, sá eg að andlit hans fékk frábærlega slunginn svip, en hann hugðist víst með þessu yfirbragði að vekja hjá mér aðdáun. Hann talaði ákaft og nuddaði saman fingurgómunum við hverja setningu. “Gullgreftrunarmaður, jæja! Perluveiðari, já, já! Og þér hafið verið heppinn í þessum fyrirtækjum?” “Mjög heppinn!” svaraði eg, því nú var eg : búinn að átta mig á hvernig bezt væri að tala j við þennan gamla náunga. “Mér er óhætt að | segja, að gæfi eg tíu þúsund punda ávísun á ] Englandsbanka, þá yrði ihún útborguð.” “Tíu þúsund pund! Sjáið bara til! Tíu þúsund pund!” Hann reikaði fram og aftur um gólfið á þessu óhreina heribergi, og skotraði til mín augunum í sífellu, eins og hann væri að ganga úr skugga um hvort eg væri að segja satt. “En lítið nú á, föðurbróðir minn,” sagði eg ákveðinn í að binda enda á þessar samræður án þess að verja í þetta lengri tíma, “þetta eru ekki mjög alúðlegar viðtökur við hann bróður- són yðar, sem kemur nú heim til föðurhús- anna.” “Þér megið ekki óska eftir miklu minn ungi vinur. Þér sjáið sjálfur kringumstæðurn- ar, sem eg er í. Þessi höll er að mestu leyti lok- uð og er að falli komin. Neyðin ein bíður mín, allir svíkja mig. Þeir stela frá mér, leynt og ljóst, og ekki veit eg hvert eg á að snúa mér til að leita mér hjálpar. En eg vil ekki láta fara þannig með mig. Þeir geta kallað mig hvað sem þeir vilja, en blóð verður ekki kreist úr stein- unum, eða hvað? Er það hægt?” Eg tók nú að skilja hvernig ihonum var j farið. Sá það eins vel og auðið var að sjá það. Eg á við, að eg sá nú hversvegna þessi eign var svona vanrækt og hún var, og hina einkennilegu j framkomu hans. Eg stóð á fætur. “Frændi — því þér eruð áreiðanlega frændi minn, hvað svo sem þér segið — eg verð nú að fara. Mér finst það sárt að sjá hina bágu kringumstæður yðar, og eftir að heyra það, sem þér hafið sagt mér, þá get eg ekki af mér fengið ! að ómaka yður lengur. Eg ætla nú að fara og skoða gömlu kirkjuna og tala svolítið við prest- inn, og svo fer eg leiðar minnar og skal aldrei J ónáða yður framar.” “Nú varð hann skyndilega næstum því á- j kafur að halda í mig svo að eg færi ekki. “Nei, nei! Þér megið ekki fara svona strax. Það væri ekki gestrisnislegt af mér að láta því- I líkt koma fyrir. Auk þess megið þér ekki hafa j tal af prestinum. Það er nú auma persónan — | harður maður og umtalsillur. Þessi prestur talar hræðilega illa um mig. En eg skal samt jafna sakirnar við hann, þótt síðar verði. Talið ekki við hann, ungi maður, gerið það ekki vegna sóma ættarinnar. Nú skuluð þér setjast að hérna og snæða með mér hádegisverð. Þér verðið auðvitað að gera yður að góðu það lítið, sem hér er að bjóða — eg er alt of fátækur til að gefa neinar kræsingar; en á meðan skal eg sýna yður húsið og eignina.” Þetta var það, sem eg óskaði, þótt mig langaði ekkert til að snæða með honum. Með titrandi hendi tók hann gamlan ihatt ofan af snaga og lét hann á sig, og gekk til dyr- anna. Þegar við vorum farnir út um þær, læsti hann þeim vandlega og stakk lyklinum í vasa sinn. Svo gekk hann á undan upp hinn fallega eikarstiga, sem eg hafði dáðst svo mjög að þegar eg kom inn. Þegar við komum upp á stigapall- inn, sem var mjög stór, sá eg að á veggjunum héngu ejtthvað 100 myndir af ættfeðrunum. Myndirnar voru allar huldar ryki margra ára. Þá komum við að dyrum einum og lauk hann þeim upp. Dauf ljósglæta streymdi inn um rifurnar á hleranum og sá eg því að herbergið var næstum húsgagnalaust. I miðju herberg- inu stóð stórt rúm með himni yfir, í kringum arninn voru þiljurnar útskornar. Eg spurði hann hverskonar herbergi þetta væri. “Þetta er herbergið, sem allir í okkar ætt hafa fæðst í,” sagði hann. “Hérna sá hann faðir yðar í fyrsta skiftið ljós þessa heims.” Eg horfði nú á herbergið með nýjum áhuga. Það virtist örðugt að hugsa sér að þetta væri staðurinn þar sem hann faðir minn hafði fæðst, maðurinn, sem eg mundi eftir frá alt öðr- um stað og alt öðrum lífskjörum. Leiðsögu- maður minn tók víst eftir svip mínum, og fanst að hann yrði að segja eitthvað. “Já, James,” sagði hann raunalega. “Þu varst altaf stöðvunarlaus æringi. Eg man vel eftir þér” (hann strauk hendinni yfir augun, eg hélt að hann væri að þurka af sér tár. En það sem Ihann sagði svo, kom mér á aðra skoðun). “Eg man, að einum eða tveimur dögum áður en þú fórst, slóst þú mig svo að blóðið streymdi úr nefinu á mér, og sama daginn og þú fórst lán- aðir þú hjá mér hálfan dal og borgaðir hann aldrei aftur.” Ósjálfrátt stakk eg hendinni niður í vasann og dró upp hálfan dal, og fékk honum hann, án þess að segja neitt. Hann tók peninginn, leit a hann blíðlega og stakk honum svo í vasann, tók hann upp aftur, hugsaði sig um stundarkorn, og fékk mér hann svo aftur, þótt honum væri það auðsæilega þvert um geð. “Nei, nei, ungi vinur minn, hafið þér pen- ingana yðar! Þér getið sent mér útgáfuna af Catullusi.” Svo tautaði hann án þess að vita það sjá'lfur: “Það var góð útgáfa og eg efast ekki um að hún seldist hvenær sem væri fyrir fimm skildinga.” Við reikuðum úr einu herberginu í annað. Þau voru öll eins. Hlerar fyrir gluggunum, og full af ryki. En samt var þetta dýrðleg bygg- ing, þrátt fyrir alt. Og ilt var til þess að vita, að hún skyldi vera að hrynja vegna þess að eig- andinn var svona aumkvunarlega mikill nirfill- Á ferðalagi okkar komst eg að því, að hann hafði bara tvo þjóna, gamla manninn, sem hafði kom- ið til dyranna og konuna, sem matreiddi fyrir hann, auk þess komst eg að því, að hann hafði ekki borgað þeim kaup árum saman, en þau voru hjá honum vegna þess, að þau voru of fátæk og of stórlát til að leita hér hælis annars- staðar. Er við höfðum gengið í gegn um bygging- una, fórum við út um hliðardyr og gengum yfir að peningshúsunum. Þarna var niðurníðsl- an, ef unt var, ennþá auðsæilegri. Hin stóra klukka í turninum á aðalbyggingunni hafði stansað þegar hana vantaði fimtán mínútur i tíu, fyrir mörgum árum síðan, og kóngulá hafði ofið vef sinn á milli vísanna. Á milli steinanna, sem við gengum á, greri grasið óhndrað, þykkur mosi greri í kringum brunninn. Hurðirnar héngu á hálfbrotnum hjörum, og rotturnar þutu út úr tómum básun- um, þegar við nálguðustum þá. Svo stór voru þessi fjós að þar mátti hýsa 30 hesta, og virtist mér nægilegt rúm fyrir fimtán vagna í vagn- byrginu. Dauðaþögnin, sem þarna ríkti var aðeins rofin af krúnki hrafnanna, sem sátu í hinum háu trjám, eða af rottunum, sem þutu um, og svo af hinni rámu rödd frænda míns, er hann ræddi um og benti mér á niðurníðsluna, sem alstaðar ríkti þarna. En nú var kominn tími til að snæða, og snerum vð nú íheim. Við borðuðum í sama herberginu og eg hafði fyrir einum tíma síðan kynst frænda mínum. Maturinn var fáeinir lambakjötsbitar, og heimabakað brauð með osti. Þetta var nógu kröftugur matur, en tæp- lega gat maður búist við að eigandi annarar eins hallar hefði eigi betri rétti á borðum. Með matnum drukkum við vatn, en eg gat séð a húsráðanda, að hann yfirvegaði það með sjálf- um sér, hvort hann ætti að sóa meira en hann hefði gert.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.