Heimskringla - 22.08.1945, Síða 8

Heimskringla - 22.08.1945, Síða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. ÁGÚST 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR I ÍSLENZICU SAMBANDSKIRKJUNUM Messa að Vogar Messað verður að Vogar, Man., sunnudaginn 26. ágúst, kl. 2 e. h. H. E. Johnson * ★ ♦ Úngmennanámskeið Aftur í sumar eins og undan- farin sumur verður ungmenna og sunnudagaskóla námskeió 'haldið á sumarheimilinu á Hnausum, dagana 19—26. ágúst Auk presta Sambandssafnaðar, verða viðstödd Rev. G. Richard Kuch frá Únitara kirkjunni í Rockford, 111., og Mrs. Wilma L. Johnson, sunnudagaskólastjóri frá Minneapolis, Minn. Mr. Clarence Johnson frá Minnea- polis, verður einnig viðstaddur Auk ungmenna taka kvenfélags fulltrúar þátt í námskeiðinu. Meðal annars er gert ráð fyrir að ferðast til kirknana í Arnesi og Riverton og Arborg á meðan að á námskeiðinu stendur. Þessir fundir hafa hlotið mikla hylli, og átt er von á að námskeiðið í sumar verði fjöll- mennara en nokkru sinni fyr. * * * Mrs. Valgerður Coghill frá Riverton, Man., kom til bæjar- ins í gær austan frá Toronto, þar sem hún var að heimsækja systur sína Mrs. Valdheiði Ford. ★ ★ ★ Silver Tea Silver Tea verður haldið á sumarheimilinu á Hnausum, sunnudagin, 26 ágúst,kl. 3—6 í sam’bandi við ungmenna nám- skeiðið, og undir umsjón kvenna samb. Konurnar eru að efna til skemtiskráar í sambandi við hið fyrirhugaða “Silver Tea”. — Auk þess veitist mönnum tæki- færi að kynnast gestunum sunn- anað, Mr, og Mrs. Jóhnson frá Minneapolis og Rev. G. Richard Kuch frá Rockford, 111. V ★ ★ Mig langar til að biðja Heims- kringlu fyrir viðurkenningu til Gamaliels Thorleifssonar að Garðar, N. Dak., fyrir rausnar- lega peningagjöf til Sambands- safnaðar í Winnipeg í sambandi við útvarps guðsþjónustu 12. júní s. 1. Peningagjöfinni, að upphæð $11.00, fylgdi sú orð- sending að þakka séra Philip M. Péturssyni fyrir þá ágætis ræðu er hann flutti við það tækifæri og fyrir alla stjórn og frágang á guðsþjónustunni, sem var prýði- leg að öllu leyti. Mér er ljúft fyrir hönd fyrsta Sambandssafn-' aðar í Winnipeg að þakka þessa gjöf og vingjarnlegu ummæli vinar míns Gamaliels Thorleifs- I sonar. B. E. Johnson, forseti Fyrsta Sambandssafnaðar í Winnipeg KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Dánarfregn Elzta dóttir þeirra hjóna Jó- hanns Sigmundssonar og Thór- dísar Sigurðardóttur konu hans, Clara, dó þriðjudaginn 14. þ. m., eftir langvarandi vanheilsu. Hún var á 41 árinu. Hún var fædd í Rðykjavík. á íslandi, 5. sept. 1904, og kom til Winnipeg með móður sinni 1912 þangað sem Jóhann hafði komið á undan þeim. Hún ólst hér upp hjá for- eldrum sínum. 24. janúar árið 1925, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sigurði Stsfáns- syni. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Clara og Margrét. Systkini hennar eru: Sigurður, í stjórn- arþjónustu í Vancouver; Guðný, (Mrs. George Bonnett) fyrver- andi skólakennari í Winnipeg og undanfarið hefir verið vestur í landi með manni sínum sem er í bernum; Thorvaldur í Winnipeg. sem er fyrir nokkru kominn heim úr herþjónustu frá Eng- landi og Margrét, sem er að nema hjúkrunarkonustarf á Winnipeg General Hospital. — Önnur systir hinnar látnu dó í febrúar mánuði 1942. Mrs. Stefánsson hafði lengi búið við vanheilsu, og hlaut að lokum hvíld. Byrðin var henni ofurefli sem hún gat ekki leng- ur borið. Kveðjuathöfn fór fram á fimtudaginn 16. ágúst, kl. 2 e. h. Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. * ★ * Nýlega kom til bæjarins frá íslandi, hr. Ólafur Pálsson skóla- stjóri. Hann gerir ráð fyrir að dvelja hér árlangt og kynna sér barnafræðslu og skólamál. * * * Úr bréfi til ritstj. Hkr.: Vogar, Man., 4. ág. ’45 Góði vinur: -----Af mér er fátt að segja. Ellin er að ná yfirtökunum á mér sem von er, því víst hef eg aldrei kunnað að haga svo háttum mín- um að eg geti orðið að neinu liði eftir áttrætt. “En svo eru fleiri”, eins og K. N. kvað. Verst er að eg er orðinn svo gleyminn og latur að eg get ekki skrifað um neitt sem vit er í, og svo eru fingurnir líka orðnið stirðir. Þó veit eg ekki nema eg kynni að rakna við ef einhver réðist á mig eða málefni sem mér væri ant um, en nú eru gamlir menn “úr móð, nema þeir séu ríkir og auð- ugir” eins og nafni minn á Möðruvöllum var á sinni tíð. Og þó minkaði vald hans á elliárun- um. Eg geri lítið annað nú en að skrifa sendibréf, ekki þarf eg samt að svara bréfum frá Win- nipeg, því þaðan fæ eg nú engin bréf síðan þeir Bjarni Þorsteins- son og Magnús Pétursson fóru “yfir um”, eins nú er kallað heima. — Því enginn veit nú hvert, nema Helgi Pétursson, enda má vel vera að hann sé flestum vitrari. Eg fékk 6 bréf að heiman í gær og átti 4 ósvör- j uð þaðan, svo eg hefi nóg að gera nokkra daga, því oft get eg ekki skrifað meira en á eitt bréfs- efni milli hvílda. Hér getur verið “Amen eftir efninu”, eins og í ræðunni hjá séra Sigvalda. Beztu óskir frá Guðm. gamla frá Húsey * * * Dánarfregn Sigurður Kjartansson, bóndi i Reykjavíkur héraði norður með Manitoba-vatni, andaðist á heim- ili systur sinnar í Woodlands, Man., 13. ágúst, þá 41 árs að aldri. Hann var sonur þeirra hjóna Guðmundar Kjartansson- ar og Petrínar Sigríðar Ingi- marsdóttur. Guðmundur var ættaður frá Dýrastöðum í Mýra- sýslu. Sigurður var kvæntur Mar- gréti Erlendson, dóttur Guðjóns og Valgerðar Erlendson sem búa þar nyrðra. Þau eignuðust þrjú börn, Joanne, Jimmie (Guð- mundur) og Norman. . Sigurður hafði búið við van- heilsu síðan í vor, og veikin á- gerðist er dagarnir og vikurnar liðu. Um tíma kom hann inn á spítala, til Winnipeg, en seinna var hann fluttur til systur sinnar í Woodlands, þar sem hann dó mánudaginn 13. þ. m. Systkini hans sem lifa hann, eru fimm, tveir bræður og þrjár systur. Þau eru: Ingvar og Thor- steinn, báðir til heimilis við Reykjavík, Man., og Martha (Mrs. Sund) á Woodlands, Man.; Ragnheiður (Mrs. Ólafson) við Reykjavík og Margrét (Mrs. Lar- son) í Svíþjóð. Útförin fór fram í Reykjavík i föstudaginn 17. þ. m. Séra Philip i M. Pétursson jarðsöng. * * j Þær systurnar, Mrs. Sigfús Brynjólfsson og Mrs. R. E. Bush- nell frá San Francisco, Calif., dvelja hér í borginni nokkra daga, komu hingað í kynnisför til ættingja og vina, sem þær eiga hér marga. Mr. og Mrs. Brynjólfsson bjuggu hér í borg- inni, þar til fyrir rúmum tutt- ugu árum að þau fluttu bú- ferlum til San Francisco, og hafa þau dvalið þar jafnan síðan. Mr. Brynjólfsson var einn af hinum vel þektu bygginga- meisturum fyrri ára hér í Win- nipeg, og gat sér góðan orðstír. Hingað til Wi,nnipeg komu systurnar frá Chicago, þar sem þær einnig eiga marga vini og venzla-lið, og héðan fara þær næstu viku áleiðis til Vancouver og hverfa svo þaðan heimleiðis. Þeim fylgja heillaóskir allra vina þeirra, með þakklæti fyrir komuna. W ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska saínaðar í Winnipeg. Pantamr sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5<p. Útiskemtun sú sem Norðmenn efndu til síðastliðinn laugardag að heimtíli Ernest Parker, Oak- dean Blvd., var mjög ánægjuleg og afar fjölmenn. Yfir sex hundr- uð dollarar söfnuðust þar, sem alt gengur til bágstaddra Norð- manna heima á ættjörð þeirra. — Vel gert. ★ ★ ★ Ungfrú Gerða ÁsvaMs kom nýverið frá Reykjavík hingað til borgarinnar. Hún er ráðin í þjónustu þeirra Dr. og Mrs. P. H. T. Thorláksson. ★ ★ ★ BRAUTIN Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar, Akureyri, Iceland Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns- sonar, Akureyri, Iceland Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. K. W. Kernested, Gimli, Man. Thorst. J. Pálsson, Hecla, Man. B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. Dr. S. E. Björnson, Árborg, Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja vík, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Valdi Johnson, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. E.JS. Einarsson, 12 E. 4th Ave Vancouver, B. C. Ófeigur Sigurðsson, Red Deer Alta. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood Calii. Bjarni Sveinsson, Keewatin, Ont G. B.. Jóhannson, Geysir, Man. SMÆLKI FIVE ROSES WHEAT CRANULES FIVE ROSES CRACKED WHEAT FIVE ROSES ROLLED OATS ♦. i FIVE ROSES EDIBLE BRAN The finest of all cereals LAKE OF THE WOODS MILLING CO., LIMITED, WINNIPEG Á bindindisútbreiðslufundi stóð einn fundarmanna upp og lét í ljós með mörgum fögrum orðum, að hann óskaði þess, að alt áfengið væri komið á sjávar- botn. Sá, er hjá honum sat, var á sama máli, og er þeir gengu af fundi, kvaðst hann ekki geta hrósað ræðumanni nægilega og spurði hann, hvort hann væri stúkufélagi. — Nei, eg er kafari, svarðaði maðurinn. ★ ★ ★ — Halló þjónn. Það hlýtur að vera hjartagóður maðut sem slátraði þessari hænu, sem eg er að borða. — Nú, af hverju haldið þér það, herra minn? — Vegna þess, að hann hefir hugsað sig um í minsta kosti 20 ár, áður en hann lét verða af því að drepa hana. * * * — Hvenær hafið þér hugsað yður að greiða ryksuguna, sem þér keyptuð? — Þér fullyrtuð við mig, að hún myndi margborga sig sjálf. ★ ★ ★ — Stundvísi og heiðarleiki er mitt fyrsta boðorð. Geti eg ekki greitt skuld mína á gjalddaga, borga eg hana alls ekki. Látið kassa í Kæliskápinn NvhoU m GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi I»JÓÐRÆKNISFÉL\(. ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks. North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra tiJ Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálant- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. M I N N I ST B-E-T-E-L í erfðaskrám yðar Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL FOR NEXT WINTER NOW! Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. Hórsnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. BEIN JóNASAR HALL- GRÍMSSONAR flutt heim og jarðsett á Þingvöllum? Þingvallanefnd skorar á ríkis- stjórnina að hefja undir- búnnig þess strax. Viðtal við Harald Guðmundsson um fyrirhugaðar framkvæmd- ir á Þingvöllum. Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Þingvallanefnd, en hana skipa alþingismennirnir Haraldur Guðmundsson, Jónas Jónsson og Jónas Hallgrímsson Sigurður Kristjánson, ritaði for- sætisráðherra bréf á 100 ára greftrunarafmæli Jónasar Hall- grímssonar. Skoraði nefndin á ríkisstjórnina að gera ráðstafan- ir til þess að leifar Jónasar Hall- grímssonar verði fluttar hingað heim svo fljótt sem kostur er á og jarðsettar í grafreitnum á Þingvelli. Haraldur Guðmundsso skýrði Alþýðublaðinu frá þessu í gær, er það sneri sér til hans og spurði hann um störf Þingvallanefndar og framkvæmdir á Þingvelli. Haraldur Guðmundsson sagði ennfremur: Aðalframkvæmdin, sem nú fer fram á Þingvelli, er að byrjað er að vinna að vegar- lagningu frá Þjóðveginum við Kárastaði niður í Kárastaðanes, þar sem norræna félagið hefir fengið land undir hina væntan- legu norrænu höll, en gert er ráð fyrir, að því sem mér hefir verið sagt, að eitthvað verði byrjað á byggingarframkvæmdum á þessu sumri. Vegur þessi verður um 2 km. á lengd og liggur hann meðfram sumarbústaðalöndun- um, sem úthlutað hefir verið ofan til við Kárastaðanes og þar í grend. Þá er gert ráð fyrir því, að gangstígurinn, sem í fyrra var lagður í brekkunni, milli Al- mannagjár og Þingvallavatns, verði framlengdur að þessum nýja vegi. Þá sagði Haraldur Guðmunds- son ennfremur: Jarðirnar Kára- staðir, Brúsastaðir, Svartagil og Arnarfell eru allar í eigu hins opinbera og liggja að þjóðgarð- inum. En auk þess liggur land jarðarinnar Gjábakka einnig að þjóðgarðinum. Margt bendir til þess, að heppilegt væri að umráð allra þessara jarða yrðu í hönd- um eins aðila með tilliti til af- nota þjóðgarðsins milli Öxarar og Hrafnagjár fyrir almenning og ýmsra framkvæmda í sam- bandi við hann. Allmargir sumarbústaðir haf2 verið bygðir í umhverfi Þing- valla á undanförnum árum og eftirspurnin eftir lóðum er mikil og fer sífelt vaxandi. —Alþbl. 9. júní. — Vilduð þér gefa einfættum manin krónu? — Já, með ánægju, vinur minn. — Gefið mér þá tvær krónur. — Hversvegna? — Af því eg hefi tvo fætur. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld This series of advertisements is taken from the booklet “Back to Civil Life”, published by and available on request to the Depart- ment of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. NO. 4 — WAR SERVICE GRATUITY A system of war service gratuities was established by the enactement of the War Service Grants Act, 1944. The Act provides f°r o wer service gratuity and, subject to certain exceptions and conditions, makes available also a re-establishment credit. Those eligible are ex-service personnel who have served on active service in this war either without territorial limitations. or in the Aleutian Islands, and who have been honorably dis- charged. The amount of the gratuity and credit is based on the period of such ssrvice and there is an additional grant for those who have served averseas. In computing the length of service, periods of leave of absence without pay, absence without leave, pcnal servitude, imprisonment or detention, and periods when pay is forfeited, are not included. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD127

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.