Heimskringla - 29.08.1945, Síða 5

Heimskringla - 29.08.1945, Síða 5
WINNIPEG, 29. ÁGÚST 1945 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA VESTUR-ÍSLENDINGUM HÉR í HERNUM FÆKKAR ÓÐUM Ógleymanlegt að hafa dvalið hér, segir Ragnar H. Ragnar liðsforingi. Margir af íslendingum þeim, sem búsettir voru í Vesturheimi fyrir styrjöldina og komu hing- að til lands með ameríska hern- nægju af þessum ferðalögum, og í sambandi við þau og starf mitt í öryggisdeildinni í heild, varð eg I var við hversu Islendingar skildu vel nauðsynina á því að öryggi hersins væri sem mest. Þetta kom fram við fjölmörg tækifæri, og nægir í því sam- bandi að benda á, hversu Is- lendingar hafa oft og mörgum sinnum hjálpað mönnum úr hernum, ef þeir hafa verið nauð- uglega staddir, eins og til dæmis um, eru nú ýmist farnir eða á f sambandi við fiugsiys 0g mörg Velþektir verzlunarmenn förum héðan. Einn þessara manna er Ragnar H. Ragnar. Hann mun fara héð- an innan fárra daga. Ragnar kom hingað 15. ágúst 1943 og hefir starfað hér síðan í öryggisdeild hersins. Hann er fæddur hér á landi, að Ljótsstöðum í Laxár- dal í Suður-Þingeyjarsýslu, son- ur Hjálmars Jónssonar bónda þar og konu hans Áslaugar Torfadóttur. Síðastliðinn laugardag gekk Ragnar að eiga unga stúlku, Sig- ríði Jónsdóttur frá Gautlöndum í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún mun flytjast með manni sínum til Bandaríkjanna. Tíðindamaður Vísis hitti Ragnar að máli nýlega, og átti tal við hann um ýmislegt við- víkjandi dvöl hans hér og störf- um fyrir herlið Bandaríkjanna. Heima, eftir 22 ára fjarveru — — Eg kom hingað heim, segir Ragnar, eftir að hafa dval- ið 22 ár í Ameríku. Að koma hingað heim, eftir þessa löngu útivist, var í fylsta máta óvið- jafnanlegt. Við, sem svo lengi höfum verið fjarri Islandi, en erum af íslenzku bergi brotin, þráum fátt heitar en að komast heim til gamla landsins og hitta þar ættingja og æskuvini. Eg varð ekki lítið undrandi yfir öllum þeim breytingum, sem höfðu orðið hér á öllum sköpuð- um hlutum, frá því að eg fór héðan, fyrir 22 árum. Vegir voru þá lítið bygðir og samgöngur yfirleitt heldur erfiðar. Nú bruna bifreiðar af nýjustu teg- undum um alt landið og flug- vélar flytja mann á nokkrum klukkustundum ’svo að segja hvert sem maður óskar sér. í öðrum efnum eru framfarirnar svipaðar. í mínum augum er það æfintýri, að svo fámenn þjóð skuli hafa áorkað öðru eins á svo stuttu tímalbili. Að vera íslendingwr í hermannabúningi — Fyrst eftir að eg kom hing- að, kom það einstaka sinnum fyrir, að það reyndist talsvert þvingandi, að vera íslendingur i hermannabúningi, hér í sínu eig- in föðurlandi. Á þeim tíma var mikið um hermenn og að sjálf- sögðu var fólki heldur illa við að láta sjá sig í einhverjum tengsl- um við “ástandið”. Sérstaklega kom þetta fyrir, ef maður var boðinn á heimili til kunningja sinna, og gestir voru þar fyrir, sem engin deili vissu á manni. En altaf var mér þó heilsað vin- gjarnlega, og þegar það vitnað- ist, að eg var íslendingur, voru þessi óþægindi öll á bak og burt. Að öllu samanlögðu, get eg í fylstu einlægni sagt, að eg hefði ekki getað kosið mér meiri vin- semd, en eg hefi átt að mæta hér hvarvetna, og eg hefi eignast hér fjölmarga vini þessi ár. Eg sakna að skilja við þá og mun altaf minnast þeirra. Störf f þágu hersins — Allan þann tíma, sem eg hefi dvalið hér á landi, hefi eg starfað í öryggisdeild hersnis. Eg hefi kynst mörgum löndum mínum í sambandi við þetta starf mitt. Eg hefi, í sambandi við það, ferðast mikið um landið og hitt menn að máli í fjölmörg- um stöðum á landinu. Meðal annars ferðaðist eg bæði um Austfirði og Vestfirði og sýsl- urnar Norðanlands. önnur tilfelli. Jólaútvarp og tón- listar starfsemi — Starf mitt vestanhafs var eingöngu tónlistarstarfsemi. - Starfaði eg að þeim málum í bygðum Islendinga, bæði í Can ada og Bandaríkjunum. Um langt skeið átti eg heima í Win- nipeg. Þar stjórnaði eg meðal annars söngflokki íslendinga í borginni og kendi auk þess á slaghörpu og önnur hljóðfæri. — Síðustu árin áður en eg kom hingað heim átti eg heima í bygðum íslendinga í Norður- Dakota. Var starf mitt hið sama þar og meðan eg var meðal Is- lendinga í Canada. Það tímabil, sem eg hefi verið hér heima, hefi eg átt þess kost, að halda þessari starfsemi minni áfram að nokkru leyti. Veturinn 1943 var útvarpað héðan dag- skrá á jólunum, og meðal ann- ara atriða þar, var bæði söngur og hljóðfæraleikur. Annaðist eg undirbúning þess hluta dag- skrárinnar. Þessum dagskrár- lið var útvarpað um allar stöðv- ar Bandaríkjanna, með endur- varpi frá stöðinni hér. Auk þess hefi eg annast söngstjórn hjá blönduðum kór, er félag Þingey- inga hér í bænum hefir haft á sínum vegum. Var það mér ó- blandin ánægja, að eiga þess kost, að vinna með sveitungum mínum að þessum málum. Á förum vestur — Eg mun aðeins vera hér stutt enn. Þegar vestur kemur mun eg verða leystur frá her- þjónustu. Að því búnu fer eg til íslendingabygðanna í Norður Dakota, og mun heimili mitt verða þar fyrst um sinn. Það er margt, sem hægt væri að segja um dvölina hér, en eg er alls ekki að kveðja fyrir fult og alt, heldur ætla eg að koma hing- að ásamt konu minni, eftir eitt til tvö ár aftur. Eg verð þó að segja, að eg kveð hér mína mörgu vini og kunningja víðsvegar um landið með söknuði, en jafn- framt með innilegu þakklæti fyrir viðkynninguna. Eg vona, að mér eigi eftir að auðnast sú gleði, að hitta sem flest þeirra aftur seinna meir, og að hagur þeirra og allra annara íslend- inga hér heima verði þá í engu lakari en hann er nú, segir Ragnar að lokum. —Vísir, 30. júlí. Hugh L. Hannesson Roy E. Park Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags Islendinga í Norður Ameríku. II. árg. 120 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. — Verð ______-__-______$1-00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð_ $2.00 BJÖRNINN ÚR BJARMA- LANDI, Þ. Þ. Þ., í bandi $3.25, óbundin $2.50. FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. HUNANGSFLUGUR, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú i BJÖRNSSONS BOOK STORE Samkvæmt yfirlýsingu firá Drummondville Cotton Co., hafa þessir efnilegu og framkvæmdarsömu menn tekið að sér rekstur þessarar verzlunar, upp á eigin reikning og ábyrgð. Þessir menn eru svo velþektir að óþarft er að skrifa langt mál til þess að kynna þá lesendum vorum. Mr. Hannesson hefir verið forstjóri ofanskráðs félags um eða yfir fjögur ár, og hefir hann á þeim tíma eignast marga viðskiftavini, sem munu gleðjast yfir velgengni hans og því tækifæri sem honum gefst nú til frekari framfara á sviði viðskiftanna. Allir sem hann þekkja vita að hann er hinn trúverðugasti í öllum greinum. Verzlunarfélagi hans, Mr. Park, er og velþektur meðal fisikmanna í Vestur Canada. Hann var áður forstjóri Drum- mondville félagsins hér í Winnipeg, en síðastliðin fjögur ár hefir hann verið “Sales Manager” fyrir það félag í Montreal. Hið nýja félag gengur undir nafninu Park-Hannesson. Umdæmi þessa nýja félags verður: Vestur Ontario, Mani- toba, Saskatohewan, Alberta og North West Territories. Verzlunarvaran verður sú sama sem Drummondvilla Cotton félagið hafði hér með höndum, sem sé, hið velþekta “Bluenose” netagarn, tilbúin net og alt annað sem til fiski- veiða heyrir. SMÁVEGIS (Úr hagskýrslum Canada) Eg hafði ósegjanlega mikla á- 702 Sargent Ave. Winnipeg Etfirfarandi tafla sýnir verð- lags ástand hjá vissum þjóðum 1. janúar ár hvert síðan í ágúst 1939. Canada U.S.A, U.K. 100.0 112.3 126.5 129,0 128.4 128.4 130.3 53.0 12.0 6.2 75.8 23.0 3.1 43.6 FJÆR OG NÆR Ág. 1939.„ 100.0 100.0 Jan.1940 103.0 100.9 Jan. 1941 107.4 102.2 Jan.1942 114.5 113.6 Jan.1943 116.2 122.4 Jan.1944 118.1 126.0 Jan. 1945 . 117.7 128.9 ★ ★ * Kjötneysla 1944 Canada Gripakjöt - 61.7 Kálfakjöt . 11.0 Kindakjöt 4.8 Svínakj öt 61.4 Hænsnakjöt — ___ 23.7 Aðrir alifuglar 3.9 Egg 36.2 ★ ★ ★ Til gamans fyrir okkur sem erum átakamiklir í neyslu tó- baks, gæti það verið okkur hugg- un að tilfinnanlegur skortur hef- ir ekki orðið hér í Canada á Cigarettes eins og í Bandaríkj- unum, því Canada stjórn leggur $10—11 skatt á hverjar 1000 cigarettes. En í Bandaríkjunum eru aðeins $3.36. I Canada var sem svarar 1000 cigarettes á hvern mann í landinu reykt, 1944. En í Bandaríkjunum sem svarar 1700 á hvern einn. En þeir sem hafa gaman af háum tölum geta svo margfald- að þetta með fólkstölunni hjá hverri þjóð til að sjá cigarettu fjöldann. Áður fyrri þurfti Canada að flytja inn mikinn part af tóbaki sem brúkað var, en nú eru 99 ýr af reyktóbakinu sem nevtt er ræktað hér í Canada. Svo það er stór atvinnugrein fyrir þjóð- ina tóbaks framleiðslan. En verka skiftingin verður lík- lega svona: Annar framleiðir en hinn kaupir framleiðsluna fyrir sína peninga og brennir hana svo. Og sá síðari getur með góð- um rétti sagt að hann haldi uppi þessari framleiðslu. S. borgið HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld Jón Sigurdson Chapter I.O.D. E. heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfríið á fimtudaginn 6. september kl. 8 e. h. í Board Room No. 2 í Free Press Bldg., Carlton St., Winnipeg. Það er áríðandi að meðlimir fjölmenni á Iþennan fund. ★ ★ ★ Hr. Gunnar Erlendsson, söng- fræðingur, dvelur nú í orlofi norður við Steep Rock, Man. — Heimkomudagur óákveðinn. ★ ★ * Vinsamleg tilmæli Það hefir komið til orða að safna saman öllum þeim ljóðum og kvæðum sem Bjarni Thor- steinsson, — síðast til heimilis í Norwood, Man., — orti og Iþýddi, og er það gert með því augna- miði að gefa út safn af öllum hans ljóðum sem hægt er að komast yfir. Eftir tilmælum barna hins andaða skálds, vil eg biðja alla sem eitthvað af þessum kvæðum hafa í fórum sínum, hvort held- ur það eru úrklippur úr blöðum eða í eigin handriti, að senda mér þau sem allra fyrst, svo hægt sé að koma þessu í framkvæmd í nálægri framtíð. Páll S. Pálsson —796 Banning St., Winnipeg, Man. Velkominn aftur til friðarstarfa, Hermaður! EATON’S hafa fengið fyrir afturkomna hermenn, sem hafa pöntunarseðla í höndum, nokkur hundruð tilbúin föt. Á þessum fötum gerum við breytingar á tveim dögum. Meiri hlutinn af þessum fötum er úr ull, vel ofin og falleg áferðar. Þar á meðal er einnig talsvert úrval af ”rugged” ofnum fötum og ennfremur fínum “serge’ fötum. Að endingu, í þessum birgðum er gott úrval fyrir stóra og smáa menn. Svo, ef þú hefir í höndum forgangsréttarleyfi, og ef þú ert í flýti að komast til friðarstarfa, þá er EATON’S staðurinn fyrir þig. Verð frá $26.50 til $45.00. Fyrir þá heimkomna hermenn, sem ekki eru í flýtir, viljum vér ráðleggja að panta klæðskera saumuð föt eftir máli er kosta $28.50, $36.00 og $41.00. Tilbúin innan þriggja vikna. —Karlmannadeildin, Hargrave Shops for Men, Aðalgólfi. T. EATON C°„ Samsæti Það hafði rignt mikið að und- anförnu, en 7. júlí s. 1. var þó undantékning enda var nóg brúk fyrir gott veður og góðar brautir því að kvöldi þess dag stofnuðu Víðir og Farmnesbúar í Nýja ís- landi til samkomu í samkomu- húsinu í Víðir, í því skyni að kveðja okkur í tilefni af því að við vorum þá að flytja alfarin frá Víðir eftir 35 ára búskap þar. Nokkrir góðkunningjar okkar frá Arborg og einnig frá Geysir- bygðinni tóku þátt í þessu móti. Söngflokkur hafði verið æfður undir stjórn Mrs. E. Vigfússon í Framnes, sem samanstóð af fólki úr báðum bygðarlögunum. — Söngurinn hljómaði hið bezta. Ræður voru haldnar og kvæði kveðin. Gjafir voru framborn- ar okkur til handa frá báðum bygðarlögunum og sérstök gjöf frá skyld- og venzlafólki. Séra Bjarni Bjarnason stjórn- aði samsætinu og gerði því beztu skil eins og honum er lagið á slíkum mótum. Veitingar voru framreiddar að íslenzkum sið og þarf það engrar skýringar við. “Þau eru ekki þægileg, þessi vistaskifti”. Svo komst skáldið að orði, en þetta samsæti náði tilgangi sínum á þann hátt að það lét okkur gleyma óþægind- unum sem af því stafa, að flytja burtu úr umhverfi sem maður hefir fest rætur í, ef á annað borð er hægt að kveða svo að orði um Islendinga sem komu fullorðnir að heiman. En hvað um það? Þökk fyrir gjafirnar, og góð- vildina okkur auðsýnda með þessu fjölmenna samsæti. Fríða og Laugi Hólm frá Grund í Víðirbygð LESIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið UMITEQ Mrs. Agnes George K. Allen ásamt dóttir hennar, Rosamond, árs gamalli, frá Prince Rupert, B. C., lagði af stað heimleiðis, eftir að hafa dvalið hér um þriggja mánaða skeið, hjá móð- ur sinni, Mrs. Kristján Sigurðs- son, 982 Banning St. Capt. G. K. Allen maður Agnes var hér einnig í frístund sinni úr hern- um, en hann er bandarískur sjó- liði. ★ ★ ★ Heimskringla á íslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á íslandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- dkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. * * ★ Alþingishátíðin 1930, eftir próf. Magnús Jónsson er Islendingum kærkomin vinagjöf. I bókinni er yfir 300 myndir og frágangur allur hinn vandaðasti. Fæst bæði í bandi og óbundin. Verð í bandi $20.50 og $23.00, óbundin $18.50. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ ★ Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. — Jæja, Villi. Hvað geturðu sagt mér um Columbus? — Það var eniskonar fugl. — Hvernig getur þér dottið önnur eins vitleysa í hug? — Nú, það er altaf rætt svo mikið um Columfousareggið. FYRSTA MYND AF ÞOKUDREIFING Þessi mynd er ein af þeim fyrstu er leystar hafa verið úr banni, er sýna hvernig þokunni var dreift af flugvöllum sambandsþjóðanna. Aðferðin er þessi: Það eru kynt bál beggja meg- in við upptökunarsvæðið, sem framleiða nægan hita til þess, að þokan lyftist frá jörðu og gufar upp af flugvellinum. Þessi aðferð var uppgötvuð meðan á stríðinu stóð. Myndin sýnir hvar Mosquito flugbáturinn er að lyftast frá jörðu, og sézt eldhafið til beggja hliða.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.