Heimskringla


Heimskringla - 09.01.1946, Qupperneq 2

Heimskringla - 09.01.1946, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JANÚAR 1946 JÓLARÆÐ A Flutt að Lundar, Man., 23. des. 1945 Enn á ný fögnum við jólum og í þeirri fagnaðarsælu sjáum við ástarstjöruna yfir Bethlóhem, heyrum syngjandi engla í geisla skrúða og horfum fagnandi fjár- hirðara í tötrum. Aðrar endurminningar álíka hugstæðar bregða minninga myndum á tjöldin. Þessar mynd- ir eru frá okkar eigin æsku og æskuheimilum. Þær eru af bros- glöðum börnum og unglingum kringum jólaljósin, þær eru af kærleiksríkum mæðrum og silf- urhærðum öldungum með fagn- aðarbros á veðuirbitnum andlit- um, þær eru af göfugum hús-* mæðrum, göfugri en endranær á jólunum því þá ná umhyggjur þeirra til allra. 1 endurskini. jóla boðskaparins og Jesú minning- anna verður hreysið að ihöll en stritvangur hversdagsleikans að sameignarríki kærleikans — að guðsríki. Þetta er fjársjóður jólanna, sem alt til þessa hefir geymst komandi kynslóðum og fært þeim fögnuð — já fram til þessa. Þessvegna kveður hið aldna al- þýðuskáld í Winnipeg, ó þess- um jólum: Þó er eg svo þankaglaður þsgar lægst er vetrar sólin: er sem hulin hönd minn snerti hjartastreng, um blessuð jólin. Þó er nú ekki því að leyna, að falskra tóna kennir stundum í “symfonu” jólanna hjá stöðugt vaxandi mannfjölda. Mörgum finst nú þetta bara skemtilegur barnaskapur svo misræmis gætir meir og meir milli þess, sem við trúðum og þess, sem vér nú trú- um. Spurningin verður: getum við verndað þennan minningasjóð eftirkomandi kynslóðum til halds og trausts, þeim til gagns og gleði ef5a hverfur jólaljósið út í helmyrkur vonlausrar van- trúar? Getur fullorðið og hugs- andi fólk lesið sér nokkra lexíu út úr boðskap jólanna, eða verð- ur hann eftir því sem aldir líða að fallegri þjóðsögu, ein af þess- um óteljandi þjóðsögum er tengjast við æfisögur hinna mæt- ustu mæringja? Eg fyrir mitt leyit held það sé hægt að vernda jólasögnina og gera hana jafnvel ennþá inn- haldsríkari þegar hugsuninni er grandvarlega beitt henni til skýringar. En það verður aldrei gert með því að byggja skynsem- inni út úr hugskotinu, hvorki á jólunum eða endranær. 1 lítillæti hjartans ættum við ef til vill að byrja á því að van- trúnni getur yfirsézt engu síður en oftrúnni, meðal annars með því að vanmeta hina fögru og líf- sönnu frásögn guðspjallanna um fæðingu Krists. Flestir hafa heyrt getið um hið lífsanna í bókmentunum. Þótf einhver frásögn kunni nú að ein- hverju leyti að vera skáldskapur getur hann engu að 9Íður í sér falið mikinn sannleika ef hún sýnir hina sönnu svipmynd af lífinu. 1 þeim skilningi er jóla- sagan lífsönn. Hún byrjar á frásögninni um hina fátæku foreldra, sem að boði keisarans verða að leggja land undir fót svo þau verði með öðrum talin, eins og nokkurskon- ar fjársjóður Rómaríkis. Um það var ekki sint þótt fátækt þeirra og ástand hinnar væntanlegu móður gerði það ferðalag erfitt og háskalegt. Lífssaga Jesú byrj- ar eins og hún endar, með líf- sannri lýsingu á miskunarleysi valdhafans. Þar kom að María skyldi létt- ari verða og fæða frumburð sinn í fátækt og umkomuleysi. í fá- tækt og umkomuleysi hafa flest góðmenni og stórmenni heimsins -fæðst. Frá alþýðunni, sem er til- tölulega ósýkt af drambi, ágirnd og drotnunargirni hafa þeir næstum því undantekningar- laust komið, sem lyft hafa sjón- um lýðsins til hærri miða, eflt sjálfstæðisvitund hinna undir- okuðu, hert fólkið til mótspyrnu gegn hverskyns ranglæti og út- breitt hugsjónirnar um bróður- starf í réttlætisríki kærleikans. Svo ólíkt sem okkur kann nú að wrðast að Kristur skyldi vera lagður í jötu og af fátækum fæddur, því ólíklegra myndi okkur þykja að hann hefði verið borin í höll hins gyðiska æðsta- prests og eiga kirkjuhöfðingjann að föður, eða vera sonur keisar- ans í Rómaborg. Hverjir fögnuðu fæðingu hans? Englar, fjárhirðarar og útlendir vitringar. Var það ekki sjálfsagt og eðli- legt að englarnir fögnuðu fæð- ingu þessarar sigurlhetju sann- leikans, kærleikans og réttlætis- ins. Hvar myndi meiri gleði verða >en á himnum, meðal þeirra, sem sjálfir höfðu reynt hvílíkur hamingjuvegur það er að virða vilja guðs svo á jörðu sem á himni. í hugkvæmd alþýð - unnar og skáldskap aldanna er börnunum einatt líkt við engla, litla ljóskæra engla, sem brosa saklausum sjónum við árbliki æfidagsins og rétta rósafingur á móti lífgeislunum. Barnið opin- berar okkur lífsins æðstu fegurð og við það tengjast andáns æðstu draumar um framför mannlífs- ins. Alt sem ennþá geymist með okkur sjálfum af barnseðlinu ó- flekkað, vaknar að nýju við vögguna, alt sem er engilslegt í veru vonri býður barnið velkom- ið og árnar því allrar hamingju. Hjá alþýðunni, og alþýðunni ein- ungis, er sú hamingjuósk bundin við þá von að hann eða hún megi verða vitavörður sannleikans, er leysi 'eða hjálpi til að leysa, lýð- inn frá aldafjötrum illrar venju, náttmyrkri langræktaðrar heim- sku og sjálfskaparviti vondra hvata. Fjárhirðarar fagna Jesú. Þeir J voru staðgöngumenn þeirra stétta er þjást og bíða en vona og trúa lengst og sáðast á endur- bætur mannlífsins. Erfiðismað- uirinn finnur sjálfan sig í nánasta samstarfi við endurlausnaröfl til- verunnar, þann mátt, sem ollir allri framþróun í náttúrunni og starfar að viðhaldi og betrun No. 15—VETERANS’ LAND ACT With men returning in ever increasing numbers from over- seas everyone should become familiar with details of the Veterans’ Land Act. The Winnipeg District Office of the Veterans’ Land Act gives the following outline of the various bénefits of this Act. The Act covers: (a) full time farming—for those qualifield to carry on the particular type of farming contemplated; (b) small holding—for those whose main source of income is other than from the operation of the holding; (c) small holding coupled with commercial fishing—for those whose normal occupation is in the commercial fishing industry and who have the requisite ex- perience; and (d) first mortgage loans on farms already owned by veterans. It should be clearly understood that (b) does not mean urban housing. THE DREWRYS LIMITED MD138 þjóðlífsins. Þeir leggja h>eil- brigðasta matið á manngildið. Höfðingjanum og höfðingja sinn- anum hættir við að meta mann- inn eftir stöðu og ætt; auðmann- inum eftir efnahag. Alþýðumað-: urinn metur manninn oftast eft-, ir starfi hans og áhrifum til \ heimsbóta. Það var eðlilegt að þeir kúguðu, aumu og alsþurf- andi fögnuðu fæðingu hans, sem j vildi gera þá, og alla menn, sam- j eigendur í guðsríki kærl'sikans, j samvinnunnar og sannleikans. í því ríki gæti sá einn hlotið upp- hefð og völd, sem mestu afkastar til hagsældar fyrir alla, í því ríki getur enginn verið örsnauður því í því ríki myndi það þykja hin mesta smán að auðgast á annara kostnað. í því ríki ein- ungis gætu menn orðið ríkir af gjöfum sínum og framlagi til al- mennings þarfa. 1 því ríki ein- ungis geta menn hlotið umbun í hlutfalli við sína verðleika. Auðvitað komu vitrangar hon- um virðing að veita. Hverjum bar það fremur en þeim, sem sjálfir leita sannleikans, að hvlla konung sannleikans. Sá einn getur eignast vizku, sem leitar hins sanna í hverju máli, sá for- heimskast, sem beldur sig nógu vitran. Vitringar leita fyirst og fremst sannleikans, þeir leita einnig að manni, að alhliða, sönn- um og fullþroskuðum manni. 1 Aþenu hinni fornu bjó heim- spekingur, sem þótti all ein- kennilegur. Hann gekk um strætin að nóttu með skriðljós í hendi og kvaðst vera að leita að manni. Nú var borgin að vísu full af mannfólki, og það meira segja mannfólki sem taldi sig með nokkrum rétti öðru fólki fremra að vizku, mentun og þroska. Þeir nefndu sig sjálfa fólkið (anþropoi), en alla aðra barbara (barbaroi). Þeir töldu sig hafa til þess fullan rétt, því í borginni bjuggu listamenn, sem eru enn í dag óviðjafnanlegir. Þar bjuggu heimspekingar, sem lyftu hugum lengst og hæðst í ljóssins hæðir. Þar bjuggu stjórnmálamenn, sem eru ennlþá kennarar og leiðsögumenn okk- ar þörfustu leiðtoga. Þar voru þær bækur skráðar og samdar, sem um allar aldir verða höfuð- prýði bókmentanna. Samt leitaði Diogenes árangurslaust að al- hliða-sönnum manni í þessari miklu mienningarborg. Takmark menningarinnar er, eða að min- sta kosti ætti að vera, að finna og framleiða alsanna menn. Vitr- ingarnir fundu frumgróður slíks manngerfis í Jesú-barninu. Vit- þroski mannanna finnur hvergi sannari mannlífsmynd en í Kristi, sem þroskaðist í gegnum þjánnigarnar, freistingarnar og lífsstarfið svo allur heimurinn endurtekur nú upphrópun Píla- tusar: “sjáið manninn” (Ecce homo), sjáið manninn í allri sinni manndófnsdýrð mitt í hinni ytri niðurlægingu við krossburð- inn; manninn óskólagengna, sem auðgaði heiminn af sönnum vís- dómi; manninn kærleiksríka, sem biður fyrir sínum ofsóknar- mönnum á krossinum, af því ihann vissi, að þeir unnu sér sjálfum, þjóð sinni og öllum heiminum mei'ra grand en hon- um á sínu blinda ofstæki; mann- inn, sem bar þyrnikórónu upp á krossinn af því hann var og er konungur sannleikans. Þetía blóðdrifna höfuð gnæfir yfir múgmergð aldanna í allri sinni manndómslegu tign þangað til hið mannlega verður guðdómkgt og við getum öll tekið undir með sálmaskiáldinu Hallgrími, hinum vitra og sagt: “Gegnum Jesú helgast hjarta ií himininn upp eg líta má.” Já, alveg eins og engu síður þótt við getum ekki öll fallist á alla guðfræði skáldsins. Annairs á það við enda þótt það megi teljast útúrdúr, að minnast á skáldskap Hallgríms í sambandi við umræðuefnið í dag. Eru það ekki einmitt samlíkingarnar heimfærðar upp á daglegt líf, sem gera óð Hallgríms svo líf- sannann og laðandi, svo ótíma- bundin, að hann verður öllu voru kyni til lærdóms meðan íslenzk tunga eu: töluð. Englar, fjárhriðarar og vitr- ingar fögnuðu Kristi, en honum var þó fagnað með dýpstri alúð af foreldrunum sjálfum, af Jósep hinum frómlynda og móðurinni hreinhjörtuðu. Hvað sér móðurin í nýfæddu barnisínu? Hún sér það fyrst og fremst, sem ávöxt þeirrar elsku, sem lyfti henni hæðst og gerði ihana að meiri og betri mann- eskju. Hún sér það sem dýr- mæta guðsgjöf, er ber inn í þenn- an heim eitthvað af ljósmagni hins eilífa kærleika. Hún sér þessvegna tækifærið fyrir fsg- urri, fullkomnari mannlífsgróð- ur og vonar að hann eða hún verði bæði mikil og góð persóna. Eða eins og Klettafjallaskáldið, sem var fjöllunum hærri, orðar það: “Móðux-ástar ótti og von sá undra mann í kærum son.” — Hversvegna nagar óttinn hjarta- taugar hinnar fagnandi móður? Hann stafar frá þeirri reynslu, að hinir miklu og góðu eiga sjaldnast miklu láni að fagna í veröld iveruleikans. Séu þeir góðir koma þeir til með að hata ranglætið, séu þeir miklir leggja þeir til orustu við það. Margir halda, að Gyðingar, á Krists dögum, hafi verið sérstak- lega siðspilt þjóð. Þeir halda, að höfðingjalýður landsins hafi ver- ið sérstaklega forhértur, prest- arnir sérstaklega rangsnúnir. — Við látum okkur gruna að jarð- lífsvegur Jesú hefði orðið allur annar í nútíðinni okkar á meðal. Látum okkur ftú sjá hvað upp myndi koma ef Kristur ætti aðj endurfæðast. Hann myndi sent áður prédika ibróðurríki sam- hygðar og samvinnu bygðri á mannréttindum, þeim mannrétt- indum er skorðast þeim skoðun- um, að allir menn séu guðsbörn með sömu réttindum til að njóta lífsins og eiga kost á sjálfsþrosk- un. ÍHvemig fór þegar hann rak okrarana út úr musterinu forð- um? Myndi hann ekki kanske finna nokkra nú, sem hann vildi stjaka út úr musteri mannlífsins fyirir ágirnd og fégræðgi. Myndi hann ekki nú sem forðum benda mönnum á, að 'engin megi tveim- ur herrum þjóna, guði og mamm- on. Ætli þeir væri nú ekki finn- anlegir, sem þætti nauðsynlegt að þagga niður í Kristi eða tækju að brugga þau brögð, sem los- uðu heiminn við svo hvimleiðan prédikara. Og valdamenn veraldarinnar, þeir sem byggja bænahús með j annari hendinni en ógnasprangj-1 ur með hinni. Þeir myndu r>syna | að telja Jesú trú um að þettal væri nú eini vegurinn til að bjarga mennigunni, því galdur- inn væri að geta orðið öðrum fyrri og öðrum stórvirkari í því að eyðileggja annara musteri, annara heimili, annara líf og annara lönd. Myndi ekki slá í hart milli hans og nútíðar stjórn- vizkunnar og þegar hann héldi því staðfastlega fram, “að mann- ást heit og hrein til himins væri leiðin ein”. Hann myndi v^ra næsta andstæður þeiirri skoðun að vígdrekar og vítisvélar væru! helsta og eina vörnin gegn eyð- j ingu ófriðar. Hann nqyndi halda | því fram að heiftin magnist í öllum hildarleikum og heiftin gstur af sér nýjan ófrið og aukið og endurnýjaö hatur. Hann myndi halda því fram að sá sem með sverði vegur mun og fyrir sverði falla. Hann myndi halda því fram að með því að hata óvin þinn og ætla honum ilt marg- faldar þú hatrið í heiminum en með því að elska óvin þinn og fyrirgefa honum getur þú dregið úr ófriðaröflunum. Dæmið er eins einfalt og margföldun og frádráttuir. Hvað margir af hedmsins stjórnvitringum myndu vilja hlusta á slíka ræðu og ætli þeirra meðal fyndust ekki nokk- uð margir sem álitu það nauð- synlegt að þagga niður í sona bersöglum hugsjóna-manni og enda losna við hann með öllu. Og kirkjurnar? Víst myndu kirkjurnar fagna honum. Þú heldur það, og það er ekki nema eðlilegt að þú haldir það. En við skulum spyrja okkur sjálfa að þessari spurningu: 1 hvað mörg- um þeirra leyfðist Kristi að pré- dika á þessum jólum? Engin kirkja íheldur jólin með meiiri hátíðlegheitum en kaþól- ska kirkjan. Það er síður en svo, að slíkt sé lastsamlegt. Enginn held eg, sem komið hefir í ka- þólska kirkju á hátíð — fer það- an með öllu ósnortinn af trúar- alvöru og helgihaldi kaþólskunn- ar. En myndi Kristi leyfast, að standa fyrir altarinu í kaþólsk- um kirkjum á þsssum jólum, að henni óbreyttri og að Kristi ó- breyttum frá því, sem hann var í hérvist sinni. Eg segi nei, það væri óhugsanlegt. Til þess að þjóna þar fyrir altari yrði hann að undirskrifa allar játningar þeirrair kirkju og trúa því öllu sem páfinn segir og páfarnir hafa sagt um trú og siðgæði. — Hann myndi alls ekki mega segja leitið sannleikans, því það inni- bindur þá skoðun, að páfarnir og kirkjufeðurnir hafi ekki fund-1 ið allan sannleikann. Haldið þið kanske að kaþólska kirkjan sé eina kirkjudelidin, sem útilokaði Krist frá að pré- dika innan sinna veggja. Langt frá því. Til þess að prédika í þeim flestum þyrfti hann að und- irskrifa þeirra sérstöku trúar- játningar: Westminster-trúar- játninguna, Augsborgar-trúar- játninguna, trúarjátningu endur- bættu kirkjunnar (The Reform- ed Church) og ótal fleiri. Eg tel nokkurnvegin áreiðanlget að hann vildi ekki undirskrifa eina einustu trúarjátningu, sem hinn eina og óyggjandi sannleika, ekki einu sinni hina svokölluðu postullegu játninug, meðal ann- ars af því ihann vissi sjálfur, að hann fóir ekki til helvítis í d^uð- anum. Þær væru sennilega fá- ar hinar kristnu kirkjur, sem leyfðu Kristi að prédika á þess- um jólum. Já, enda þótt Kristur gæti til- einkað sér einhverja gildandi trúarjátningu gæti hann aðeins flutt sínar ræður innan vébanda einnrar kirkjudeildar en væri þar með gersamlega útilokaður úr flestum hinna. Þess utan dytti fjölda fólks aldrei í hug að fara til rnessu hjá honum annar- staðar en í sinni eigin kirkju. Ennfremur verður þess að gæta að ef Kristur ætti miklu gengi að fagna sem kennimaður, yrðu margir, bæði prestar og leikmenn, til þess að hnekkja áhrifum valdi hans, að nokkru leyti af öfund að öðru leyti af því þeir óttuðust um ósigur í samkspninni. Ef þetta ætti öðru vísi að fara þyrfti kirkjan að taka miklum og góðum foreyt- ingum frá því, sem hún hefir verið og er því miður ennþá. Jú, í frjálslyndum kirkjum myndi honum leyfast að tala, en mig grunar sterklega að hann myndi samt sæta nokkrum að- finslum hjá nokkrum einstakl- ingum, sem kalla sig frjálslynda. Sumir myndu álíta hann of ver- aldlegan, aðrir of pólitískan, o. s. frv. Já, í allri kirkjunni myndi hann valda hneykslun. Menn vildu til dæmis spyrja hann að uppruan og ætterni og ekki æfin- lega gera sig ánægða með það svar sem hann gaf sjálfur, að 1 aihnn væri mannsins sonur. Það myndi lítið stoða þótt hann bendi sumum á andstæðurnar í þeirra eigin skoðunum þar sem höfund- ur Matthíasar guðspjalls rekur ætt Krists frá Joseps til Davíðs konungs og þaðan til Abrahams. 1 raun og veru var höfundi guð- spjallsins nauðugur einn kostur. Það var nefnilega tirú fornkristn- innar, bygð á biblíunni, að menn væru að vísu af konum fæddir en ekki frá þeim komnir í fyrst- unni, að móðurin aðeins geymdi og þroskaði hið karllega lífsfræ, en menn og konur væru aðeins af föðurnum getnir. Kristur gat því ekki verið af Davíð kominn í gegnum Maríu móður sína. Sannleikurinn er sá, að fáar kirkjur og fáir menn hafa nokkru sinni gefið því gaum ihvað Kristur í raun og veru var og kendi. Þeir hafa aðeins þving- að hann til að vera á sínu máli. Skáldið Benedikt Gröndal hafði líka eftir þessu tekið, eins og VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.