Heimskringla - 30.01.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 30.01.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA um befir afi minn heitið í höfuð- ið á Magnúsi föðurbróður sín- um, en eg heiti Jóhann Magnús eftir afa mínum (Magnúsi) og Jófríði móður hans. — Sagt er, að Jón sýslumaður Árnason á Ingjaldshóli hafi átt eina dóttur barna, sem Steinunn hét og gift- ist. Er sagt, að margt manna sé frá henni komið á Snæfellsnesi og kringum Breiðafjörð. Mig niinnir líka, að eg hafi heyrt, að Jón sýslumaður hafi tekið til fósturs eitt af börnum Magnúsar, bróður síns, þegar Magnús fór aftur austur í Múlasýslur, og að út af því barni sé allmargt fólk komið á Vestfjörðum, eiga nöfn- in, Jón, Magnús, Þórður og Kristín að vera nokkuð algeng í þeirri ætt. 10. júlí 1945 Þá er nú kominn þriðjudagur (10. júlí). Eg lauk þessu bréfi ekki í gær, því að eftir hádegið kom gestur, sem sat hjá mér góða stund, og svo var eg um stund svo vesall, að eg varð að leggja mig fyrir og sofa dálítinn dúr. Nú í nokkra daga hefi eg tekið eftir því, að bjúgur er kominn á fæturna á mér um ökl- ana, þegar líður á daginn, en er horfinn að mestu að morgni. Síðan eg veiktist, sef eg oft nokkuð fast, og man sjaldan það, sem mig dreymir, en þeir draum-! ar, sem eg man á annað borð, eru að jafnaði ljúfir og bjartir og benda aldrei á krankleika þann, sem eg á við að stríða. Oft sé eg í draumum mínum fagrar sveitir, fjöll og dali, blómgaðar grundir, ár og vötn, og yfir höfuð fagurt og mairgbreytilegt landslag. En eg sé þar sjaldan fólk á ferð, og sjaldan skepnur, nema helzt hesta. Og eg sé oft álengdar hús, einkum í grænum hlíðum og ná lægt laufprúðum lundum og skógarrunnum. í svefninum eru það í mínum augum friðsæl bóndabýli. Eg þykist vita, að fólk sé í hverju húsi, og þess Vegna finn eg ékki til einverunn- ar á þessum slóðuip, drauma- landsins. Eg er þar ávalt óhult- ur og finn, að eg er alveg eins frjáls og loftið, sem eg anda að mér. Og það er sjaldan að mikil breyting kemur á anda draums- ins, aðeins nýtt og nýtt útsýni í hverjum sérStökum draumi, en aldrei að mig dreymi sama drauminn tvisvar. Og þessir ijúfu, fögru draumar gera það að verkum, að eg hlakka til þess að verða sifjaður og fá að líða inn á land ljúfu draumanna. Og alla mína æfi hefir mig dreymt svipað — hefi í draumum mín- séð undur-fagrar landslags- ^nyndir. En á yngri árum mín- uni kom stundum ýmislegt ógeð- feldið og strítt inn á hina blóm- skrýddu velli, þessa drauma- beims míns. — Eg spurði einu sinni ungan mentamann að því, begar eg var um sextugt, hvað bann héldi, að sálfræðingar nú- finaans mundu segja um draum- ana mína, og eg sagði honum tvo bfauma líka þeim, sem mig ^reymir stöku sinnum um þessar ^undir. “Eg veit ekki, hvað þeir ^illiam James og James Sully befðu álitið,” sagði hinn ungi ^entamaður; “en draumspek- *ngurinn, hann Freud, hefði vafalaust sagt eitthvað á þá leið, þú hefðir frá upphafi þinna Vega verið til þess ætlaður, að 111 ála fagrar landslagsmyndir, en a® fátækt og önnur erfið lífskjör 1 æsku hefði spornað við því, að i þú gætir þroskað og æft þá gáfu, og þess vegna dreymdi þig slíka drauma nú.” Og svo töluðum við ekki meira saman um það. En eftir því að dæma sem eg hefi lesið af kenningu Freuds um drauma, þá efa eg að hann sé æfinlega óskeikull um þýðing sína á draumum. Eg er að hugsa um að láta lín- ur þessar leggja af stað í kvöld ásamt l'ínum þeim, sem eg er að senda henni Maríu Benson í Bellingham, Wash. Henni bið eg hjartanlega að heilsa. Eg er henni innilega þakklátur, bæði fyrir elskulegt bréf og gjöfina góðu, sem hún sendi mér. Eg bið guð að blessa hana og ykkur öll, sem hafið rétt mér svo hlýja hjálparhönd og glatt mig. Mér hefir liðið furðanlega vel í morgun. Eg fór snemma á fæt- ur, og nú er klukkan að byrja að ganga tíu. Eg byrjaði að skrifa strax og eg var búinn að klæða mig. Auðvitað kann eg að fá þrautakast, fyrirvaralaust, áð- ur en þessi dagur er allur. En “öll él linna um síðir”, sagði Élja-Grímur. Það var nú öll heimspeki hans. Samt varð hann úti í einu élinu. 'Rétt í þessu kemur einn af ná- grönnum mínum, til þess að slá grundina fyrir framan húsið mitt. Eg ætla því að enda bréf- ið í snatri, loka því og láta það leggja af stað til þín fyrir hádeg- ið í dag. Með innilegustu kveðjum, hjartans þakklæti og óskum alls góðs frá konunni minni og mér til þín og þinna. Þinn vinur, J. Magnús Bjarnason \--------------- ATHYGLISYERÐAR BÆKUR Fyrir nokkru síðan voru mér sendar tvær bækur, sem eru ný- komnar á bókamarkaðinn. Bæk- ur þessar heita: “Fyrsta bygging í alheimi” og síðari bókin, “Frið- arboginn er fagur”. Bækurnar báðar til samans eru sex hundr- uð og átta blaðsíður. tJtgefandi: Halldór Friðleifsson í Vancou- ver, B. C. Bækurnar eru, að mínu áliti, svo merkilegar að efni og upp- runa, að þær ættu að verða lesn- ar, sökum þess, að þær f jalla um efni, sem fólk girnist mest að fræðast um, nfl. bvernig lífið hafi byrjað á jörðinni og þroska- feril þess, og sömuleiðis um líðan og hagi þeirra sem dánir eru. Bækurnar eru samsafn af grein- um eftir mismunandi höfunda, sem allir eru frá öðrum heimi. Öllum höfundunum ber saman um að þeir hafi notað miðilsgáfu útgefandans til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Allir ljúka þeir einróma lofsorði á boðberann (miðilinn) og leggja sterka áherzlu á að alt, sem í bókunum standi sé sannleikan- um samkvæmt og ábyggilegt, og túlkun miðilsins algerlega óyggj- andi. Alt sem í bókunum stendur verður því að skoðast, sem ó- hrekjandi sannleikur, en þá fer nú að vandast málið fyrir prest- unum okkar. Mennirnir sem sagt er að standi að baki bókanna og séu feður þeirra, eru heldur engir útnseja piltar. Þeir eru 30 að tölu, að með töldum miðl- inum og skrifara hans. Eg ætla að nfena hér nöfn þeirra helztu, sem að bókunum standa, þeir Tilkynning um fulltrúa okkar á íslandi Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Gúðmunds- s°n, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti Póntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg eru þessir: Jónas Hallgrímsson, Jesús Kristur, Móses, Buddha, o. s. frv. Veigamesta skerfinn ' til bókanna leggja þeir til Jónas og Kristur, eins og vænta mátti. Jónas ^ einn höfundur að fyrri bókinni: “Fyrsta bygging í alheimi”, og kennir þar margra 1 grasa. Um það fjölgresi ætla eg mér ekki að skrifa, slíkt er mér ofvaxið, aðeins vil eg gata þess, að eg sakna rifsins úr síðu mannsins, sem af einhverii á- stæðu hefir sloppið úr sköpun- i arsögu Jónasar. | 'Mikið finst mér að nafna mín- um hafi farið aftur, sem stílista, : síðan hann skrifaði ritdóminn , um Tístransrímur forðum, og | skáldskapur hans ber einnig á- 1 kveðin hnignunar merki. Eg , ætla að tilfæra eina vísu, sem I eg gríp bara af handahófi ir ihinu nýja Ijóðasafni nafna, sem hann hefir sent oss jarðarbúum frá andaheiminum, vísan er þannig: m “Það er oft þraut. En það er mörgum skák, að þjappa saman stórum andans hák, sem hefir ei vit, en hugsar eins og svín, að helzt sé sælan fengin bak við Rín.” Ekki ætla eg að setja út á þessa nýju skáldskaparstefnu Jónasar, en ekki get eg að því gert, að betur líkaði mér við hann þegar hann bjó í líkama sínum hér á jörðinni og söng: “Fífilbrekka gróin grund”, en vel getur þetta stafað af því, að maður þurfi að venjast hinu nýja málfari skáldsins. Grunur minn er sá, að hver- sem les með athygli þessa ný út- komnu bók Jónasar Hallgríms- sonar fái virði sinna peninga vel úti látið. Ekki svo meira að sinni um fyrri bókina, en snúum oss í þess stað að hinni síðari: “Friðarbog- innerfagur”. Þessi bók er fjöl- breyttari að efni, enda margir, sem lgegja þar til mála. Eg ætla aðeins að minnast með fáeinum orðum á það, sem Kristur hefir að segja. Kristur segir æfisögu sína frá því hann fyrst mundi eftir sér, og fram á vora daga. Tæplgea finst mér hann eins kjarnyrtur nú eins og þegar hann samdi fjallræðuna frægu, eða jafnvel himnabréfið, sem Heimskr. birti eftir hann um jólaleytið síðastliðið. Þar virtist stílþrótturinn meiri og orðavalið fjölskrúðugra, enda veitti Hkr því viðtöku athugasemdalaust. Kristur flytur mál sitt hisp- urslaust og blátt áfram. Hann neitar algeirlega guðdómstign- inni, sem jarðarbúar hafa bendl- að hann við, og segir ákveðið að hann sé sonur Jósefs og Maríu. Einnig lætuir hann þess getið að hann hafi verið giftur, og að kona sín hafi verið dóttir Jó- hannesar skírara, og ennfremur að hjónabandið hafi verið hið ástúðlegasta. Fiskimaður segist hann hafa verið í betra lagi, enda haft góða aðstöðu þar, sem hann gat gengið á sjónum og á þann hátt svipast eftir fiskisælum miðum. Til þess að geta gengið á haf- inu segist hann hafa notað vissa tegund af skóm, sem hannmefn- ir “flotskó” og bundið við þá belgi og þannig haldið sér á lofti. Sömuleiðis segist hann hafa verið matreiðslumaður (kokkur) en það starf hafi sér ekki fallið vel, og að betra hafi sér þótt að borða matinn en búa hann til. Það virðist ganga sem rauður þráður í gegnum alla sögusögn Krists að hann álíti að enginn per sónulegur guð sé til, og að alt raus mannanna um slíkt sé heimatilbúin brella auðvaldsins, sjálfu sér til hagsbóta. Það seg- ir sig sjálft, að öll trúarbragða musteri heimsins hljóta að gliðna í sundur og falla til grunna, ef orðsending Krists verður tekin trúanleg, sem líklegt er að verði, því oft hefir manni verið ráð- lagt að veita orðum hans eftir- tekt. Því miður verður því ekki neitað að málinu á bókunum sé víða mjög ábótavant, og hugs- unin á mörgum stöðum dálítið ruglingskend. Víða hefi eg rek- ið mig á bagalegar málvillur t. d. á rangar beygingar sagnorða og einnig nafnorða í röngum föll- um, t. d. þolfall í stað nefnifalls og þágufall í stað eignarfalls. Ekki ætla eg að fara að tína saman þessar villur og smala | þeim saman á einn stað. Slíkt hefir fremur litla þýðingu, vill-J urnar munu tæplega þjóta á flótta úr bókunum þó þeirra sé minst með fáeinum montviprum smalamannsins. Mest er um vert að lesendurnir geti skilið skeyti höfundanna. Hefðu bækurnar verið samdar í þeim tilgangi að nota þær, sem kenslubækur í íslenzkri mál- fræði, hefði verið öðru máli að skifta. Eg vil geta þess hér, að eg hefi kynst persónulega Friðleifssons hjónunum og get sagt af eigin reynd að þau séu göfugar mann- eskjur, sem öllum vilja gott gera, mönnum og málleysingjum. Eg er því sannfærður um að engin vísvitandi blekking búi þeim í huga. Enn, sem komið er hefi eg ekki minst á aðal atriðið í sam- bandi við bækurnar og sem mestu máli skiftir, en það er heildar áhrif bókanna á lesand- ann, og þau áhrif eru góð. Það má næstum segja, að hver ein- asta lína hrópi á lesandann og biðji hann að hefjast handa að beita sér af alefli fyrir því að útrýma hinum illu öflum úr vor- um syndum spilta heimi, svo sem stríðum með öllum þeirra hryðju og níðingsverkum. Sömu- leiðis erum við sífeldlega mint á að sýna smælingjunum og þeim undirokuðu miskun og mildi, og síðast en ekki sízt að treysta af allri einlægni hjartans á hinn eina sanna Guð: Kærleikann. Finst ykkur nú, kæru lesend- ur, að mikil hætta muni stafa af þessum kenningum fyrir mann- kynið? Sjálfum finst mér að þ‘ser séu töluvert svipaðar trúar- játningu Alberta spekingsins: “Hagnaðslaust að vilja vel verður bezta trúin.” Jónas Pálsson 150 ÁRA MINNING SKÚLA FóGETA | var örlátur og hjálpsamur er á I reyndi. Góður var hann ekkjum og munaðarlausum börnum og öðru aðstoðarlausu fólki. Eyddi : hann^miklu fé til góðgerða; eru I margar þjóðsagnir til um höfð- ingsskap Skúla. En héraðsríkur var hann, og harðskiftinn við ríkismenn og stórbokka, sem öfunduðust margir yfir uppgangi hans. Athafnalíf og margskonar íramfarir voru í blóma á Ökrum, og stóð fjárafli Skúla mörgum fótum. Lét hann smíða marga rokka og vefstóla, og fylgdi því fast firam að aðrir lærðu að hag- nýta þessar merkilegu nýungar, segir Esphólín. Hafði þetta tvent gjörbyltingu í för með sér á sviði tóvinnunnar í landinu. Segir Magnús Stephensen svo, í: “Eftirmælum 18. aldarinnar”, og lætur hann “Eykonuna Is- land” hafa orðið: “Ekki má það af mér (18. öldinni) draga, að ýmsar húss-iðnir framaðir þú og efldir hjá mér. Mér til hamingju sá eg snældurnar fækka, en rokka aftur innleiðaát, þó skot- rokkurinn sé mér aftur horfinn að mestu. Garnspuni varð til góðs gagns um tíma víða almenn- ur, einkum á norðanverðri mér, (Islandi) og yrði það framvegis þar og víðar, þegar börn mín sæu sér hagsmunu að í kaupverslun. Upphvatning fyrstu og ávísun hér um má eg, eins og þá arð- sömu dönsku vefi (er komu í stað gömlu Kljásteina vefstól- anna) þákka landfógeta mínum Skúla Magnússyni, er leiddi klæðasmiðjuna inn í Reykjavík”. Má öllum sem til þekkja, vera ljóst, hversu þýðingarmikil framfaraspor voru með þessu stígin, til aukinna afkasta við ullariðnað í landinu. Líklegt er að samanburðurinn á hinum eldri áhöldum og þeim nýju, skiljist bezt, ef líking er dregin af hjólbörum og bifreið, eða ein- hverju þessháttar. Framh. NOKKUR ÞAKKARORÐ Frh. frá 3. bls. hafði Skúli frægan sigur. Þótti alþýðu manna, sem Skúli væri málsvari- sinn og aflaði þetta honum mikilla vinsælda og álits. Uppúr þesssu fór að rigna niður kærum á Hörmangará, og vantaði ekki að sakir væru næg- ar, þó enginn annar en Skúli hefði djörfung og þrek til að taka forystuna. Árið 1741 hafði Skúli keypt stórbýlið Akra í Blönduhlíð, hús- aði hann þar reysulega, og bjó hinu mesta myndarbúi og grædd- ist mjög fé. Og þó að hann ætti í nokkrum útistöðum fóru vin- sældir hans fljótt mjög vaxandi, er menn fóru að kynnast kostum hans og manndómi. Frændmarg- ur vair hann og norður þar, og varð þess var að hann naut góðs af lýðhylli séra Skúla gamla í Goðdölum, langafa síns. Undi Skúlibetur hag sínum í Skaga- firði með hverju árinu sem leið. Varð stórmenska sú og rausn er í hvívetna var í té látin á heimili þeirra hjóna, góðfræg um I land alt. Frábær gestrisni, sem enn er allra hinna fornu dygða mest í heiðri höfð hér á landi, var öllum auðsýnd, sem að garði bar á ökrum; ekki síður þeim fátæku og umkomulitlu, en hin- um sem meira máttu sín. Skúli Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. w ★ * Bréf frá æskufólki að heiman Við undirritaðir óskum eftir að komast í bréfaviðskifti við einhverja unglinga einhversstað- ar á Norðurlöndum, Englandi eða Ameríku, æskilegt að mynd fylgi bréfi: Með fyrirfram þökk, Ragnhild G. Friðjónsdóttir, 15—18 ára Þóra Kristinsdóttir, 15—18 ára Sæunn Andrésdóttir, 15—18 ára Svana Friðjónsdóttir, 17—20 ára Allar til heimilis á Hólmavík við Steingrímsf jörð, Island. E.S. — Bréfin mega vera á ensku, norsku, dönsku, sænsku og færeysku, en helzt þó á ísl. S. 1. tvö ár hefi eg verið með annan fótinn á grafarbarminum sakir vanheilsu, en yfir 16 ár á einlægu undanhaldi frá gleði og góðri heilsu. Eg hélt að þetta væri ellimörk og tók því með jafnaðargeði, en í maí 1944 fann eg að þetta fór að v»rða mjög alvarlegt. Bað þá Dr. Sig. Júl. Jóhannesson að hjálpa mér og sýndi hann mér bróðurlega sam- úð, sem hann er svo ríkur af, en hér þurfti meira við. Eg var svo fluttur á Grace spítalann og gerðar ítarlegar til- raunir að bjarga mér, en kom fyrir ekki neitt. Þaðan fluttist eg heim með þeirri fullu vissu að eg fengi að deyja í rúmi mínu heima. En þá kom sonur minn, Magnús, frá London, Ont., og kom mér fyrir á General spital- anum undir umsjón Dr. Tru- mans, sem gerði uppskurð á mér, og eftir hæfilega langan tíma fór eg að hressast, en var mjög máttfarinn langan tíma, en fékk ekki að fara heim þar til í febr. 1945. Þurfti að gera annan uppskurð sem lukkaðist vel en eg varð að liggja á spítalanum á fjórðu viku. Kom heim 27. febrúar. Þá varð kona mín að hjúkra mér og auk þess komu hjúkrunar- konur fjórða hvern dag að líta eftir mér. Seint í marz fór eg að skríða á fætur og hefi altaf farið fram hvað heilsu snertir en það hefir farið mjög hægt að ná kröftum, en nú finn eg ekki til neinna meina, er altaf að hressast, þó hægt fari. Orsök sjúkdómsins var mein- semd í garnakerfinu, sem var skorin í burtu. Mér hefir oft dottið í hug að mér bæri að þakka fyrnefndum læknum op- inberlega fyrir alla þá dásam- legu umhyggju sem þeir báru fyrir mínu vesæla lífi, og alla þá hluttekningu sem mér var sýnd í allra þjónustu og viður- gerning sem pg varð aðnjótandi á General spítalanum. Að því viðbættu að þakka öll- um þeim sem sýndu mér hlut- tekningu að hugga mig og gleðja í mínum erfiðleikum og nefni eg þar til Kvenfélag Sambands- safnaðar í Winnipeg og margt fleira göfugt fólk sem vottaði mér kærleiksríkt hugarþel. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilegt nýtt ár og far- sæla framtíð. Guðmundur Magnússon -—St. 10 Mansfield Court, Ellice Ave. Hr. ritstj.: Vinsamlegast bið eg yður, að koma mér í bréfasamband við pilta og stúlkur, af íslenzkum ættum, á aldrinum 15—17 ára. Með innilegri kveðju og fyrirfram þökk, Hr. Leifur B. Örnólfs, Austurstræti 7, Reykjavík, Iceland COUNTERSALES BOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.