Heimskringla - 21.08.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.08.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. AGÚST 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Hrœddur aS borða? Uppþembu þrautir, brjóstsviða, óþœgindum, súrummaga? Ekki aS þjóst að raunalausu! Fóið skjótan og var- andi bata með hinni nýju upp- götvun "GOLDEN STOMACH TABLETS". 360 pillur (90 daga lœkning) $5, 120 pillur (30daga) $2, 55 pillur (14 daga) Sl, reynslu slusmtur 10ó. í hverri lyfjabúð meðaladeildin. FJÆR OG NÆR 1 síðastliðinni viku voru hér á ferð þau Mr. og Mrs. George Brown, (bæði íslenzk), er heima eiga í San Fransisco, Cal. Er Mrs. Brown dóttir Svein- björns heit., Loftssonar, er lengi var kaupmaður í Ohurohbridge Sask. Fóru þau hjón þangað vestur og alla leið til Wynyard, að heimsækja gamla vini og kunn- ingja. * * * Mr Thorvarður Johnson, að 700 McMicken St., Winnipeg, liggur mjög veikur á almenna sjúkrahúsinu hér í borg. Þessa er getið hér, ef ættingj- ar eða vinir vildu heimsækja hann. Munaðar- leysinginn Þrætan um Hellusundin Bandaríkin og Bretland hafa ákveðið að standa sameinaðir móti Rússum um afgreiðslu Dardanelles-málanna. Frakkland fylgdist einnig með þeim í því að sýna megna mót- stöð gegn Rússum, að þeir (Rúss- ar) í samráði með Tyrkjum hefðu öll umráð yfir Dardanella-sund- unum. Endurrit af skjali Frakklands til Rússa hefir verið sent til Bret- lands, Tyrklands og Bandaríkj- anna. Rússland hefir krafist: (1) að gæzla og vörn Dardanelles-sund- anna verði sameiginlega í hönd- um Tyrklands og Soviet- stjórn- arinnar. (2) Að umráð og stjórn nefndra sunda verði í framtíðinni alger- lega í höndum Svartahafs-stjórn- ar-valdanna. Utanríkismála heimildarmenn segja, að skjal hafi verið sent til Fedor Orekon, sendiherra í deild Soviet-ráða- neytisins, er skýri viðhorf Bandaríkjanna í máli þessu. Jafnframt hefir Ameríski sendiherrann í Ankara látið tyrknesku stjórnina vita um nið- urstöðu lands síns í máli þessu. Það ( þýðir, að Bandaríkin fylgja Tyrkjum að málum um stjórn og yfirráð Dardenelles, en mótmæla kröfum Rússa um hlutdeild þeirra í yfirráðunum. Elzta símastarfs-kona í Norður-Ameríku Hún heitir Tillie Britz, og á heima í bænum Desbarats, 28 mílui- suðaustur af Sault Ste. Marie, Ontario. Hún er 91 árs gömul, hélt hún áfram starf sínu eins og ekkert hefði ískorist, síð- astl., viku, er eldur kom upp í bænum,og eyddi hverri bygging- unni af annari — er talið að skaðinn sé metinn $300,000. Þetta er aðeins dæmi, um hvernig Miss Britz hefir gegnt starfi sínu, hvernig hún hetfir æfinlega sýnt dugnað og skyldu- rækni hvað sem upp á hefir kom- ið. Hún hefir verið starfskona símans síðan fyrst að hann var settur í bæinn 1914, og hefir hún aldrei notið neinna hvíldardaga, og aldrei verið einn einasta dag frá verki sínu sökum veikinda. 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á1 bókamarkaðinn, og er það ákveð inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komt fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. “Rístu á fætur, Margrét. Það eru fáein atriði, sem þú verður að útskýra fyrir mér. Því svo slæmt sem þetta er þá er þó annað verra. Eg fór í morgun til gimsteinasalanna, þeirra Partridge og Martin, til að biðja þá um kvittun fyrir perlunum hennar &heilu. Þeir fóru með mig inn á skrifstofu sína, og sögðu mér að kona, sem líktist þér, hefði komið þangað í gær með perlurnar og beðið þá að lána sér út á þær 1500 pund. Þegar þeir neituðu að veita slíkt lán, var hún auðsæilega í miklum vandræðum; en þar sem þeir þurftu ekki nema að líta á perlurnar til að sjá hve dýrmætar þær voru, buðu þeir henni að kaupa þær, og borga henni 5000 pund fyrir þær. Hún var að því komin að taka tilboði þeirra, ef þeir vildu lofast til að sýna ekki perl- urnar í búðargluggum sínum, sem þeir auðvitað neituðu að gera. Nú vildu gimsteinasalarnir ekkert framar hafa með þessa konu að gera, og hún fór út úr búð þeirra. Varst þú þessi kona, Margrét? Hefir þú dirfst að fara þannig að með eign fósturdóttur okkar? Segðu mér tafarlaust allan sannleikann í þessu máli. Segðu mér hvað þú í raun og veru gerðir við perlurnar, og hvar þær eru, annars sver eg það við alt, sem heilagt er að eg skal aldrei tala orð við þig framar.” Aldrei á æfi sinni hafði Margrét Ballar séð mann sinn svona reiðan. Og aldrei hafði hún hugsað, að hann^sem venjulega var svo rólegur, gæti orðið svona ofsafenginn. Hún fyltist skelf- ingu, en þegar hann greip um úlnlið hennar og dró hana að sér, fann hún hina takmarkalausu yfirburði hans og persónuleika, sem var svo yfir gnæfandi yfir hennar persónuleika, og hún fann, að hún hlaut að meðganga, og fann sér létta fyrir brjósti að þetta var svona komið. Hún leit á hann og leit svo niður fyrir sig. “Talaðu!” sagði hann. “Hamingjan góða! Þú ætlar að gera mig brjálaðan.” “Mr. Martin sagði að þeir vildu ekki lána mér peninga út á perlurnar,” sagði hún, “og ráðlagði mér að fara til okurkarls, semvGold- stein heitir. Eg fór til hans og hann lánaði mér 1500 pund út á perluranr í fáeinar vikur; er. eg á að borga honum 2000 pund, svo að eg fái perlurnar aftur. Eg gat ekki með neinu móti hafnað þessu boði, Pétur, eg gat það ekki. Þú ert ekki móðir, Pétur, því annars mundir þú skilja mig.” “Eg þakka guði fyrir það,” svaraði hann, “að eg á engin börn. Til hvers ætlaðir þú að nota þessi 1500 pund Margrét?” “Til að hjálpa vesalings drengnum mín- um,” sagði hún. “Hann var kominn í skuldir og aðra örðugleika. Hann hótaði að drekkja sér, ef eg ekki hjálpaði sér, og eina leiðin sem eg gat séð var að lána fé út á perlur Sheilu. Pétur horfðp ekki á mig eins og þú ætlir að drepa mig. Sheila þarf þeirra ekki með ennþá. Þegar hún þarf að nota þær, mun eg hafa fé til að innleysa þær.” “Munt þú hafa 2000 pund milli handa efti" fáeinar vikur? Við hvað áttu, Margrét?” “Eg hefi skrifað Mr. Kruger og beðið hann að senda 3000 pund til að kaupa fyrir alt það, sem Sheila þarf með. Við munum þurfa hvern eyri af þeim peningum þegar búið er að borga fyrir perlurnar.” “Þú hefir dirfst að skrifa Mr. Kruger án þess að spyrja mig, manninn þinn um það?” “Eg gat ekki annað í örvæntingu minni.” _ “Þú veist,” sagði Ballar, “að barnið er einkadóttir manns þess, sem alla sína æfi var vinur minn. Á banasæng sinni bað hann mig að breyta drengilega við hana. Hvernig hefir þú reynst þe9su trausti? Eg hefi sagt þér alt. Þú vissir hvernig aðstaða mín var gagnvart Dan- vers, æskuvini mínum. Eg get ekki talað meira við þig í kvöld, Margrét, en á morgun mun eg skrifa Kruger og biðja hann um að senda ekki þessi 3000 pund, sem þú hefir skrifað eftir. En nú verð eg að fara strax inn í borgina til að senda leynilögregluna á eftir þessum grunsam- lega náunga, sem þú nefnir Goldstein.” 6. Kapítuli Ballar var framkvæmdamaður. Þetta sama kvöld talaði hann við Robert Holman, einn hinna ötulustu leynilögreglmnanna, sem rak iðn sína á eigin spýtur. Pétur fól honum að ná perlum Shellu og fullvissaði hann um að hann væri fús að gjalda 2000 pund hvenær, sem perl- urnar kæmu sér í hendur óskemdar. En hann lagði ríkt á við Mr. Holman, að sérfræðingur skyldi dæma um, hvort fölsun hefði verið gerð á perlunum eða ekki. Holman tók að sér þetta verk og var svo heppinn að ljúka verkinu fljótt og vel og færa Pétri perlumar óskemdar og galt hann þá 2000 pundin. Þá peninga hafði hann sparað saman í sjóð handa konu sinni, átti það að verða henni til lífeyris, ef hans misti við. Hann gekk frá pærlunum í peningaskáp sínum, og sendi svo Holman af stað til að finna Ralph, sem hafði falið sig hina síðustu daga. Vesalings stráksræfillinn fanst bráðlega og fór Holman með hann til Sólheima, og sat þar yfir honum án þess að sleppa af honum augunum sam- kvæmt boði Ballars. Sátu þeir þannig þangað til Pétur kom heim. Þessa hræðilegu daga vissi Mrs. Ballar ekk- ert hvað maður hennar hafðist að. Hann forð- aðist að tala við hana meðan á máltíðunum stóð, nema hið allra nauðsynlegasta, en sýndi henni samt alla kurteisi eins og hann hafði alt af gert. Hún varð fölari með hverjum deginum og augu hennar voru alt af full. af tárum. Hún óskaði þess oft að hún væri dauð, en samt var hún svo afskaplega hrædd við dauðann, því að hún fann til þess, að hún hafði engin trúkona verið, og hafði lítið hirt um að íhuga lífið hinu megin Henni hafði liðið svo ósegjanlega vel í síðara hjónabandinu, og nú var hún lömuð þessu mikla áfelli, sem hafði hitt hana fyrir hennar ástkæra son. Og svona er móður hjartað, að þrátt fyrir sakir sonarins á þessari ógæfu henn- ar, fyrirgaf hún honum af heilum huga, að hann hafði með léttúð sinni komið henni til að drýja glæp, sem fjarlægði hana eiginmanni hennar. Hún elskaði Ralph meira en nokkru sinni, þótt hann ætti fulla sök á því að hún var svift ást og virðingu eiginmanns síns. Því var það að þegar Holman kom með Ralph inn í stofuna til*hennar, gleymdi hún nærveru ókunnuga mannsins, þaut til Ralphs og vafði handleggjunum um háls hans og fór að hágráta. Ralph var alls ekkert eins glaður yfir að sjá móður sína, og hún að sjá hann; en hann neyddist til að látast vera það, og þegar Mrs. Ballar náði sér svo mikið, að hún gat spurt Mr Holman hvað hann vildi, svaraði hann, því að hann var í sjón og reynd miklu meira prúð- menni en sonur hennar: “Þakka yður fyrir frú mín góð. Erindi mitt er, samkvæmt skipun hæstaréttarlögmannsins, að vera hér í þessari stofu ásamt pessum unga manni þangað tli hann kemur heim. Eg vona að hann komi bráðlega, og eg fullvissa yður um, að eg skal ekki hlusta eftir því, sem þér kunnið að segja við son yðar.” Ralph vildi ekkert segja meðan Holman var viðstaddur, og sat með ólund á legubékkn- um, þar sem móðir hans hafði sett hann við hlið sína, og var hann svo náðugur að leyfa henni að halda í hendi sína. En henni var þetta gleði. Þegar þau sátu þannig og hin hrygga kona var að reyna að koma brosi á andlit sonar síns sem var alt annað en frítt, kom Ballar inn í stofuna. Hann leit á konu sína og í fyrsta skiftið síð- an perlumálið kom fyrir, fann hann til með- aumkvunar með henni. “Holman, viljið þér gera svo vel og bíða inni í reykingastofunni, því eg þarf að biðja yður um að gera ennþá eitt atvik fyrir mig.” Ballar hringdi á þjón og bauð honum að fylgja Holman inn í reykingasalinn, og gefa honum þar vindla og te. Því næst sneri hann sér að Ralph. Hann hafði unnið mikið og margt liðið þangað, til hann giftist og varð efnaður maður. Hann elskaði hana og honum hepnaðist alt, og síðan kom þessi ungi maður og eyðilagði það alt saman. Og þótt ekki þurfi að lýsa því, að hann fyrirliti hjartanlega þennan viljalausa og þjófgjarna slæping, þá aumkvaðist hann samt yfir móður hans. Hún var konan hans, sem hann elskaði. Já, hann elskaði hana ennþá. Ballar gekk að hurðinni og læsti henni, síð- an gekk hann til Ralphs og lagði hendina á hina titrandi öxl hans. “Veilztu hvað þú ert?” spurði hann, “þú ert bara þjófur! Hefði ekki hún móðir þín fyrst, og því næst eg, lagt okkur fram að bjarga þér, værir þá nú í fangelsinu. Það sem móðir þín og eg höfum gert fyrir þig, ætla eg ekki að telja upp — það er nóg að þú hefir sloppið við þá svi- virðingu að lenda í fangelsi. Segðu mér nú satt. Átt þú ennþá nokkra skuld eftir ógoldna?” “Eg — eg — eg” stamaði Ralph og eftir langa þögn sagði hann að fimtíu pund mundu borga allar sínar skuldir. Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL NOW Definite Shortage Imminent McLeod River Lump S14.10 ton Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons of Satisfaction" The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Hajldór M. Swan, eigandi HHAGBORG II FUEL CO. II Ornci Pbomi Rcs. Phon* 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Professional and Business Directory — Dial 21 331 C.FT No. 11) 21 331 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talstmi 30 377 Vlðtalstíml kl. 3—6 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Aoents Sími 97 538 308 AVENUE BLDG—Winnlpeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamond and Weddlng Rlngs Agent íor Bulova Watches Marriaoe Llcenses Issued 699 SARGENT AVE H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Direetor Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 DR. A. V. JOHNSON DENTIST SM Somerset Bldg Office 97 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO*GEN. TRUSTS Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. - - WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR Phone 93 990 ♦ Suite 1 Monterey Apts. 45 Carlton St„ Winnipeg H. J.PALMASON&Co. Chartered Accountants 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 94 358 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 9SS Fresh Cut Flowers Daily. PlanÆs in Season We speclalize in Wedding & Concer Bouquete & Funeral Designs Icelandic spoken A. S. BARDAL •elur líkklstur og annast um útfar lr. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarda og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be , Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ 594 Alverstone St„ Winnipeg Sími 33 038 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG„ 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg Phone 94 908 }JÖRNSONS ►OKSTOREI 702 Sorgent Ave„ Winnipeq,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.