Heimskringla - 21.05.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.05.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WIÖSTNIPEG, 21. MAÍ 1947 ÖtWIl »11 cwi UÍSKL . dL “Eg mundi segja yður það nema vegna þess, sem þér sögðuð fyrir niokkrum dögum síðan.” “Eg skil yður ekki. Hvað kemur það þessu við?” “Þér sögðuð í Southwood, að ekkert gæti orðið eins og það var áður. Auðvitað veit eg við hvað þér eigið með því.” Eg fann að roðinn steig upp í fölar kinnar miínar. “Mér finst að eg hafi fyrirgefið honum,” sagði eg hikandi. “En við getum auðvitað aldrei sézt framar. Þegar maður hefir á annað borð mist virðingu og aðdáun sína, á manni, þá vitið þér vel að sMkt getur aldrei komið til baka. Sir George Seaforth var ekki sá maður, sem eg hugði hann vera. Eg vildi bara að þér hefðuð ekki komið mér til að tala um hann í fyrsta skiftið og við sáustum, Lady Sophía, en eg get ekki látið sem eg skilji yður ekki, og ef þér eruð að reyna til að fá samþykki mitt til að sjá hann, þá er það þýðingarlaust. Eg vil aldrei sjá hann framar.” “Jatfnvel ekki, þótt það væri hann, sem frelsaði Mif yðar — ekki einungis þessa hræði- legu nótt, sem þér mintust á — en hundrað sinn- um síðar — og hætti meira að segja Mfi sínu til þess.” Eg starði á hana sem þrumu lostin. “Þetta er satt”, sagði hún. “Eg er alls ekki að ýkja neitt. Hann ætti helst að segja yður þetta sjálfur, en það mun hann aldréi gera. En annað hvort hann eða Anna Bryden ættu að segja yður frá þessu, því einn hluti sögunnar snertir hana. En það yrði kanske örðugt fyrir hana að viðurkennast fyrir yður. Hún hefir sagt mér frá þessu öllu saman, og samvizka hennar hefir hegnt henni nægilega miikið. Ef yður er sama skal eg segja yður frá öllu því, sem kom fyrir þetta kvöld og öllu því, sem skeð hefir í þessar sex vikur, sem síðan eru Mðnar.” “Sex vikur!” át eg eftir henni. “Sex vikur! Æ já, eg vil gjarna heyra það alt saman. En—” '“Ekkert “en” fyr en eg hefi lokið máli mínu. Eg verð að byrja söguna þetta kvöld, en það er í rauninni örðugt fyrir mig að vita hvar byrja skal. Er það ekki rétt að þér skrifuðuð Önnu Bryden að þér voruð komnar til Lull, og sögðust ætla að bíða hér þangað til Miss Smith kæmi heim?” “Já,” svaraði eg eins og úti á þekju. “Hún var sú eina, sem vissi hvar þér voruð niður komin. En þér getið vel hugsað yður hvernig lá á Sir George Seaforth, og mér leið ekkert betur. Eg vissi ekki fyr en þá hversu djúpar tilfinningar hans eru. Eg hugsa að jafn- vel þér hefðuð fyrirgefið honum, hefðuð þér séð hann. Er hann háfði snúið sér til Scotland Yard, fór hann strax til Önnu Bryden, sem hann hugði að gæti sagt sér eitthvað um yður. Hún háfði þá fengið bréf yðar, en sagði honum ekki neitt um það.” “Vegna þess að hún vissi að mér mundi ekki Mka það.” “Nei, ekki var það ástæðan. Sednna sagði hún mér frá ástæðunni. George grátbað hana að segja sér, hvað hún vissi um yður, sagði henni um leið frá ást sinni til yðar, svo að hún skildi að hann var ekki hinn léttúðugi syndari, sem þér hugðuð hann vera. Hún segir nú, að hún sé viss um, að þér hefðuð eigi daufheyrst við bæn- um hans, hefðuð þér hitt hann þá. Samt sem áður sagði hún honum, að hún vissi ekkert hvar þér væruð. Getið þér giskað á hvers vegna?” “Nei, ekki nema á einhvern hátt gert þetta mín vegna.” “Það var hennar vegna. Frá því er hún sá Sir George í fyrsta skiftið, varð hún dauðskotin í honum, þótt hann hefði varla einu sinni séð hana. Hún öfundaði yður, af því að þér eruð falleg og hrífandi, og vegna þess að þér gátuð á/ heimili mínu ætíð haft tækifæri til að sjá og tala við hann. Hún hélt, að hann væri ástfanginn í yður, og þegar hann kom til hennar, sá hún strax hversu mjög hann var hrifinn af yður, en hún vildi ekki unna yður að rtjóta hans. Honum mundi aldrei Mtast á hana, en hún vildi ekki að þér skylduð hljóta alt, sem henni var neitað um. Þessvegna þagði hún, og þögn hennar hafði næstum orðið yður að bana.” “Vesalings Anna!” sagði eg. “Vesalings Anna!” “En hvað yður veitist létt að fyrirgefa henni. Ekki svo að skilja, að eg unni henni' þess ekki, fyrst hún hefir svona innilega iðrast synda sinha. Hefði hún sagt Sir George hvar þér voruð, þá munduð þér aldrei hafa orðið fyr- ir þessum ósköpum í Arrioh Hall. Hún þagði en átti aldrei framar glaða stund. Loksins þoldi hún ekki lengur mátið, en kom til mín og sagði mér alt samam. Hún fékk mér bréf yðar og bað mig að segja Sir George alt, sem mér fyndist nauðsynlegt að segja honum. Eg símaði honum til Devonshire, en þangað hafði hann farið til að rekja spor, sem reyndist rangt. “En áður en þetta gerðist hafði margt skeð, sem þér verðið að £á að vita um, til þess að yður geti skilist, hversu áihyggjufull og óróleg við George vorum út af hvarfi yðar. Sorg hans og iðrun var nógu þung byrði, og ofan á það bætt- ist svo hinn hræðilegi ótti; því að við höfðum ástæðu til að ætla að þér væruð í hinni mestu hættu. “Þér höfðuð skilið við herbergi yðar þannig að þar var alt umsnúið. Öll brófin úr skrifborði yðar lágu út -um alt gólfið eins og Díana DuAibar hafði við þau skilið. Þegar eg lét sækja George tál að segja honum frá flótta yðar, sagði eg hon- um um leið frá heimsókn Díönu Dunbar, og hvað hún hafði gert, og hvað hún hafði sagt yður. Þið George höfðuð eitt sinn átt samtal um Mr. Wynnstay, svo að hann vissi meira um málið en eg, en eg mundi að þér höfðuð sagt mér frá skrifborðinu. “Við sögðum nú hvort öðru það sem við vissum, og okkur feom báðum saman um, að áhugi þeirra Dunbars mæðganna fyrir yður værf nœsta grunsamlegur, og að þessi einkenni- legi áhugi væri einnig í huga málafœrslumanns þeirra, Mr. Wynnstay. Það var augljóst að Díana hafði notað sér kunmingskap sinn við Sir George og yður til að feomast inn í herbergið yðar, og hafði Mr. Wynnstay hlotið að fræða hana um hvar skrifborðið væri niður komið. “George mundi ekki hafa snert skrifborðið fyr en þér Voruð viðstödd, en eg var svo reið við Ðíönu og alt hið illa, sem hún hafði gert yður, að eg var ákveðin að finna þessi leyndu skjöl, og geyma þau, sva að þau féllu ekki í hendur óvinanna. “Eg er ekki mjög þolinmóð íæðli miínu einS og þér vitið, og eg var áfjáð í að finna þetta leynihólf, eg fleygði því skrifborðinu af öllum mættii að veggnmn áður en Sir George gat hindrað mig, og hlð gamla, fallega borð fór alt í smá mola. En eg fann það sem eg leitaði eftir, Oonsuelo, og það var fundur, sem var ómaksins vert að leita eftir.” 27. Kapítuli. “Hvaða fundur?” spurði eg með mikilli forvitni. “Bíðið svolítið við,” sagði Lady Sophía. “Það skal eg bráðlega segja yður. Eg þarf að segja yður frá öðrum atriðum á undan. En nú getið þér getið yður til hversvegna við vor- um svona hrædd um yður. “Þegar George fékk boð frá mér fór hann samstundis til Dorsetshire og leitaði þar uppi Miss Smith. Hann kom hingað kl. nlíu um kvöldið og Miss Smith var að fara í rúmið. En þegar hann gerði boð fyrir hana, kom hún ofan. Hún sagði homum að þér væruð ,í Arriöh Hall, og að þér væruð þar einkaritari manns er þar byggi, og að hún hefði fengið frá yður bréf um kvöldið, um að þér hefðuð fengið leyfi hjá Mr. Raynor að vera hjá sér allan næsta dag. George vissi alls ekkert um Mr. Raynor. En þar sem hann þegar bar þungar áhyggjur um öryggi yðar, varð hainn ekkert rólegri er hann heyrði söguna af atvinnu yðar og vinnuVeitand- anium. Hann hugsaði sér að auglýsingin í blað- inu er þér sáuð, hefði kanske verið látin þar af fólki, sem ætlaði sér að ná valdi á yður og sér- stökum skjöluim, sem þér hefðuð meðferðis. “Hann hafði enga ástæðu til að staðhæfa neitt slíkt, og efeki gat hann heldur svona seint, kl. að ganga ellefu, farið til Arrich Hall og krafist þess að þér kæmuð með sér þaðan. Húsið var sennilega lokað og læst og þótt hann kæmist inn, munduð þér sennilega neita að koma með homum eða hafa nokkuð saman við hann að sælda. Ekki gat hann samt orðið rólegur og lagst til hvíldar, en gekk í áttina til Arrich Hall, fann hann að húsið var lokað og þögult, nema að stór hundur fór að gelta er hann nálg- aðist húsið. Honum leið illa yfir öllu þessu og ætlaði að hverfa í burtu, en einhvert óljóst hugboð um að eitthvað kynni að henda yður í þessu stóra og óvistlega húsi, kom honum til að hverfa aftur til hússins. Hainn ákvað þá, þótt alt mælti á móti því, að ganga upp að framdyr- unum og hringja dyrabjöllunni og vekja ein- hvern í húsinu. En á því augnabliki og hann kom að hurðinni heyrði hatnn hljóð. “Eigi löngu síðar hafði hann brotið rúðu og klifrað í gegn um gluggann eftir að hiafa sigrað hundinn, sem réðist á hann. Nú vitið þér hver bjargaði yður. Ef þér viljið vita sérstök atriði getið þér heyrt þau öðru sinni. Nú verð eg að segja yður frá öðru. “Þér höfðuð óráð. George bar yður í fang- inu alla leið hingað. Hann hugði það, sem sé, bezt að fela yður umsjá Miss Smith, og réttast væri, að þér sæuð sig ekki, en þér hélduð fast í hann og vilduð ekki lofa honum að fara, þótt þér virtust ekki þekkja hann aftur. “Læknirinn, sem var sóttur strax, sagði að hættulegt væri að láta nökikuð á móti yður. Og frá þeirri nótt vikum samiain, eða þangað til yður batnaði, yfirgaf hann yður ekki meira en klukkutáma í hvert sinn. Ef hann yfirgaf yður augnabMk — læknirinn sendi hann stundum burt, svo að hann gæti sofið — kölluðuð þér á hann og hanm kom tafarlaust að rúminu yðar. “Hann var orðinn býsna fyrirgengilegur eftir þriggja vikna tíma. Enginn skildi hvernig hainn stóðst þetta; en þegar þér sofnuðuð loks- ins eðlilegum svefni lét hann yfirbugast. Þegar þér þönfnuðust hans ekki framar, hneig hann niður i stól alveg úttaugaður og grét eins og barn. “Það mun Mða á löngu þamgað til hann safnar aftur kröftum, nema þér veitið honum eina meðalið, sem getur læknað hann, fyrirgefn- ingu yðar. Kæra Consuelo, haldið þér ékiki, að þér getið fyrirgefið honum?” Tárin streymdu niður vanga míína. “Hvar er hann?” spurði eg. “Er hann enn- þá í Lull?” “Hann er hérna í næsta herbergi”, svaraði Lady Sophía. “Á eg að kalla á hann?” Eg kinkaði kolli því til samþykkis; því eg kom ekki upp neinu orði. Þegar hurðin opnað- ist og einhver kom inn sá eg ekkert fyrir tárum. En breiddi út faðminn og tveir handl'eggir vöfð- ust um mig gætilega og alúðlega, og eg hallaðist örugg að því hjarta, sem hafði barist svo langri og örðugri baráttu til að hrífa mig út úr Skugga dauðans. “Loksins”, sagði rödd er eg svo oft háfði heyrfr í hitaveikis órunum. “Segðu að þú fyrir- gefir mér, Consuelo!” * “Vilt þú fyrirgefa mér?” spurði eg. “Mér þykir svo vænt um þig — æ, hvað mér þykir vænt um þig!” 28. Kapítuli. Þennan dag hirti eg ekki að heyra neitt um hvað þau höfðu fundið í leynihólfina í skrif- borðinu miínu, eða hversvegna Lady Dunbar og Mr. Wynnstay vildu ryðja mér úr vegi. Lítill vafi var á því að þau hefðu ekki látið við óslk- irniar einar sitja í þeim efinum; en Mr. Wynn- stay var nú dauður og Lady Dunbar og Díana höfðu skyndilega ferðast til útlanda. Sennilega hefir James, þjónn Mr. RaynOrs, vitað hversu velferðarmál þeirra Wynnstaýs og Lady Dunbar voru náin, og hefir sent henni símskeyti og sagt henni frá hinu óvænta fráfalli Mr. Wynnstays lí Arriöh Hall. Að minsta kosti féfek Lady Durtbar sám- skeyti þar sem hún bjó í villa sínum í Cowes, og að því fengnu komst hún í sterka geðshrær- ingu; hún skipaði stúlkunni, sem þjónaði henni að láta niður allan farangurinn, þar sem hún og Díana væru að fara skyndilega til útlanda. Stúlkan, sem þær skildu eftir, gat engar fréttir veitt um það hvar þær væru; en seinna kom það í ljós, að mæðgurnar hefðu ferðast til Frakklands og hefðu áður en þær fóru tekið út úr banka sínum mikla upþhæð, tuttugu þúsund pund. Hvað mig snerti, sýndu Skjölin, sem fund- ust í skrifborðinu ómótmælanlegan rétt minn til alls þess, sem þær Dunbars mæðgurnar áttu. Á meðal skjalanna fanst dagbók móður minnar og mörg ibréf frá Lady Dunbar, sem voru henni mjög til sakfellingar. Skjöiin sýndu rómantíska sögu, sem gulu blöðin eru svo hrilfin af að birta; en sagan um hinn unga aðalsmann og hina fallegu, ungu söngkonu sem elSkuðust og giftust var aldrei prentuð þar. George Seafiorth elskaði mig, og eg átti bráðlega að verða konan harns. Bæði óskum við einskis frefear, en að strika yfir fortíðina, sem næstum hafði skilið okkur að. Eg þarfnaðist ekki peninga Lady Dunbar eða nafns hennar. Bráðlega átti eg að verða Oonsuelo Seaiforth og átti að leggja niður nafnið Brand, sem móðir mlín háfði tefeið í sorg sinni og örvæntingu, þeg- ar hún hélt, að hún ætti ekkert náfn. Mig langaði ekkert, að vekja opirtberlegt hneykslismál og George vildi það ekki heldur; þess vegna hMfðum við óvinum okkar kanslke vegna þess, að við vorum of hamingjusöm til að viljia hefna obkar á nokkrum. Af þessu leiðir að auður Dunbars f jölskyld- unnar mun einhverntíma falla til krúnunnar; því að þær mæðgurnar eru alveg horfnar af sjónarsviðinu af ótta við að vera dregnar fyrir lög og dóm; og þœr munu aldrei þora að gera kröfu til fjármunanna. En hvorki George né eg mundum samt ndkkru sinni lyfta fingri til að hefna okkur á Lady Dunbar eða á Díönu. Þær háfa báðar fengið næga refsingu — fjarlægar öllu því, sem veitti Mfinu að þeirra dómi nokkurt gildi. Hinn sífeldi ótti þeirra við hegningu og meðvitundin um alt, sem fólk mundi um þær segja, um hinn Skyndilega flótta þeirra, þótt ástæðurnar héld- ust leyndar, mundi gena tilveru þeirra þrauta fuila. En jafnvel á þessum hamingjustundum, þegar öll sorg og vandræði eru hjá liðin og við George erum á brúðkaupsferð okkar, hugsa ég oft um hina kæru móður miína, sem átti svo I óMbu láni að fagna í hjónabandinu. Stundum les eg dagbókina hennar, sem fanst í skriflborðinu; og eg sé hana í huganum. Hina fögru og frægu söngkonu Margrétu Syl- vester, sem var nafnið er hún hafði í leikhúsinu. Hið rétta nafn hennar var Madge Slater, og þegar hún var orðin ekkjia kallaði hún sig Mrs. Brand. Með hjálp dagbókarinnar get eg farið með henni til hins litla, sbozka svedtaþorps, þangað sem hún fór til að hvíla sig eftir þreytandi leik- húss starfið. Þar kynnist hún Dunbar iávarði og yngra bróður hans og Riöhard Wynnstay. Eg les áfram um tillhugaMf Durtbars lávarðar og hennar og hvernig hún var loks talin á að gift- ast skozku hjónabandi lávarðinum og einu vitn- in eru bróðir Dunbars lávarðar og Riahard Wynnstay. Eg skil vel tortryggni hennar í garð bróður Erics Niapiers, og í garð Wynnstays. Þeir höfðu sem sé talið hana á að halda leyndu hjónaband- inu vegna þess, að hinn kæri Eric mundi missa milkið fé, ef það kæmist upp að hann hefði gifst söngkonu. Ríkur frændi hans mundi þá gera hann arflausann. Hana grunaði báða svara- mennina, sem töldu þau á að giftast eftir samn- ingi og á laun ,í þess stað að láta prest gifita sig á venjulegan hátt .eins og annað fólk gerir. Eg græt er eg les um næistu mánuðina, er eg les bréf frá Eric, er hann skrifar frá Amexlíku þar isem hann ásakar hana hræðilega. Eg skil vel hverjir hafa blásið honum þessum ásökunum í brjóst. Og því næst les eg úrfeMppu úr blaði hvern- ig faðir minn lét Mfið í bardaga við bjamdýr. En vitnin voru yngri bróðirinn og vinurinn, en gátu ekki orðið nógu fljótir til að hjálpa honum. Og ósjálfrátt datt mér í hug hvort þeir báðir tveir hefðu getað sagt um þetta aðra sögu hefðu þeir viljað. Eg veit nú, að þótt yngri bróðirinn væri úngur, hafði hann gifst á laun systur Mr. Wynn- stay, og leyndi bróður sinn því — þau áttu tveggja mánaða gamia dóttur. Eg veit líka að gamli frændinn dó meðan þeir vom í Ameríku, og eignirnar féllu til yngra bróðursins, ef eldri bróðirinn dæi ógiftur. Þessvegna held eg, að faðir minn hiafi ekki dáið í bardaga við neinn björn. Eric lávarður hafði ætíð sagt áður en hann fór til Skotlands að löngun siín til ferðalaga og veiða mundi hamla sér frá að giftast nolkkum- tíma; og þessvegna hafði Napier hugsað að hann mundi aldrei giftast. Þegar krdngumstæðumar breyttust þannig á svona óþægilegan hátt fyrir hann, hafði yngri bróðirinn rutt úr vegi öllum hindmnum eins og honum varð hemtugast. Eftir dauða föður miíns skrifaði hann móð- ur mimni að hjónaband hennar og Erics væri ólöglegt, og að Mr. Wynnstay, sem væri lög- maður staðfesti það. Mamma mín, sem þá var efeki nema tuttugu ára gömul og þektá heiminn Mtið, trúði þessu —• trúði því að maðurinn, sem hún elskaði svo heitt, hefði dregið sig á tálar. Og ýfirbuguð af sorg og óhamingju hafði hún ferðast til Frakk- lands til að fela sig og vanvirðu sína, sem hún hugði vera. Þar fæddist eg, og þar áttum við heima ár- um saman og lifðum af sparifé hennar. Þegar það var þrotið ferðaðist móðir mín, með mig, sjúk og heilsuþrotin til London, og reyndi að hafa ofan af fyrir sér með söngkenslu. Er eg nú les um árin, sem á eftir komu, um fátækt hennar og neyð, þá rís hefnigirnin í huga mínum. *En Wynnstay, sem fann hana á ný eftir að ihún hafði svo lengi leynst fyrir honum — Wynnstay, sem hafði svo lengi notið góðS af hinum mikla auð systur sinnar. Hann er dauð- ur — og hin voru eins og mjúkur leir í hendi hans. Þessvegna loka eg dagbókinni, geng frá öll- um hinum skjölunum og segi við sjálfia mig, að móðir mlín, sem elskaði mig, mundi fiagna yfir hamingju minni, að ef hún væri hér, mundi hún verða hin fyrsta til að segja: Aðal atriðið er að þú ert hamnigjusöm í ást þinni, láttu fortíðina hvíla ií skauti gleymskunnar. ------E N D I R-----------i iiiwiniiiiiiihiiininiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiininiiiniiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniimiH Ný ástar- og æfintýrasaga byrjar í Heimskringlu næstu viku liuiiinHiiiiiiiiiiniiniiininnmiHiiiiiianiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiniMMiiiiiiiniiiiiiiiimnmiiiimiir]iiiiiiii

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.