Heimskringla - 11.06.1947, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.06.1947, Blaðsíða 1
We recommenð lox your crpproval oui "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winmpeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend íor your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 _________Frank Hannibal, Mgr LXI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. JÚNÍ 1947 NÚMER 37. Frá ísl. Sendiráðinu í Washington Herra ritstjóri Heimskringlu: 3. júnlí, 1947 Vegna hins hörmulega flugslyss, sem átti sér stað á íslandi nýlega hefir sendiráðinu borizt tvö svoh'ljóðandi símsikieyti frá utanríkisráðuneytinu í Reykjaivík: , “Yngsta Dakotaflugvél Flugfélagsins fórst í Hestfjalli, Héðinsfirði á fimmtudag með tuttugu og einn farþega og fjögra manna áhöfn. Lagði af stað 11.25 til Akureyrar, sást frá Siglufirði og hafði samband við Akureyrarstöð um svipað leyti, klukkan 12.30. Hefir sennilega rekist á fjallið skömmu síðar, á leið inn Eyjafjörð. Flakið sást í morgun frá leitarflugvél, mikið brunnið. Ekkert merki um líf. Ráðstafanir geyðar að nálgast það frá sjó. Meðal tuttugu og eins farþega: Garðar alþingismaður Þorsteinsson;. Þorgerður, systir Stefáns _ sendiherra; Brynja Hlíðar lyfjafræðingur og hjónin Erna Tryggvi Jóhannesson með tvö börn; auk þess eitt barn. Flug- maður Kristján Kristinsson; aðstoðarflugmaður Georg Thorberg Óskarsson; Íoftskeytamaður Ragnar Guð- mundsson; þerna Sigríður Gunnlaugsdóttir. Aðrir farþegar til Akureyrar: Guðlaug Einarsdóttir; Saga Geirdal; Sigurrós Stefánsdóttir; Rannveig Kristj- ánsdóttir; Júlíana Arnórsdóttir; Árni Jónsson; Þórður Arnaldsson; Sigurrós Jónsdóttir; Stefán Sigurðsson deild- arstjóri KEA; Gunnar Hallgrímsson, tannlæknir. Húsvíkingar; María Jónsdóttir; Jens Barsnes, norskur; Bryndís Sigurðardóttir, Reykjahlíð, Mývatnssveit og Jóhann Guðjónsson, Eyrarbakka.” Virðingarfyllst, Thor Thors 15 FLJÚGA HEIM Á MORGUN Á morgun 12. júnií, kemur flugskip Loftleiða hingað frá New York og tekur 15 íslenzka farþega — beina leið til Islands. Farþegarnir eru þessir: Asgeir Gudjöhnsen, kona og 3 börn, Jóihann Pálsson, stúdent; Guðbjörg Sigurðson, Winnipeg; Halldóra Peturson, Baldur, Man. Miss Lára Johnson hjúkrk. Miss Lovísa Sigurðson, hjúkr.k. Miss Alma Lerví.; Kr. Thorsteins- son; Miss Ása Jónsd.; Miss Sig- ríður Westdal; Paul O. Einarson Lundar. Mótmæli járnbrauta-sam- takanna . Miklum mótmælum og um- kvörtunum um aðgerðaleysi stjórnarinnar í Canada, hefir verið hreyft opinberiega yfir því að Ludger Dionne, þingmanni (Liberal) og eiganda klæðaverk- smiðju í Quiebec, var ieyft að flytja inn 100 póiskar stúlkur til þeSs að vinna í verksmiðjunni; er þetta talið þrælahald af verstu tegund, “Virtuád slavery” og hafa járnbrauta-samtökin, Canadian Brotherhood of Rail- way Employees, ákveðið að snúa sér tafarlaust til stjórniarinnar með þessar umkvartanir. V öru verðlags-samanburður Mörgum finnst, sem full von «r til, vöruverð gífurlegt hér í Canada á þessum tímum, eink- um verð á nauðsynjavörum, sivo sem matvælum, klæðnaði og því um iíku. Öllum er einnig meira og minna kunnugt um, að verð þeirra hluta er almenningur þanf að sér að hafa, er enn þá Ægilegra hinum rnegin landa- mæranna, í Bandaríkjunum, en svo er kaupgjald þar hærra, og aðstæður allar næsta ólíkar. Já, vöruverðhækkun hefir ver- ið voðaleg á hinum slíðu'stu árum. Canada hélt þó vöruiverðs-ieftir- Hti, þegar Bandaríkin áfnámu sín verðlags yfirráð og árangur- inn varð vitanlega sá, samkvæmt rannsóknum Canada verðlags- rftirlits-nefndarinnar (W.P.T.B.) að verðlagið er lægra en í U.S.A Verð matvæla, og margra annara nauðsynja hefir verið rannsakað og borið saman i Jnörgum nærliggjandi borgum, báðum megin landamæranna, °g hefir það sannast, að lifi- brauðs-kostnáður í Bandaríkjun- öm hefir hækkað 54.8% frá 1939 þessa dags. 1 Canadla hefir Vöruverðið, á þessu sama tíma- Hili, meðan eftirlit og verðtak- tearkanir héldust, aðeins hækk- að 30%. Síðan V.J. Day, hefir hækkun- inni verið haldið í 6%. Verð- iags-samanburðurinn var gerð- ur í Vaneouver og Seattle; — Winnipeg og Minneapolis; Tor- onto og Detroit og Clieveland; Ottawa og Syracuse; Montreal og Boston. iSamanburður var aðeins gerð- ur á þeim vörutegundum og hlutum er nákvæmlega voru eins að gerð og gæðum. Sömu verð- álagninga-sérfnæðingarnir voru við rannsóknirnar beggja megin landamæranna. Eins og áður er sagt, varð á- rangur rannsóknanna sá, að verð mativæla í Canada er sum voru þá með ákvæðisverði, voru að miklum mun lægra. Verð á fátn- aði líkt, eða lægra, að undan- teknum kvensokkum; húsgögn- um og flestu þar að lútandi. Ríkishagstofu-skrá Banda- ríkjanna um kostnað hluta til lífsviðurhal'ds, sýnir meðaltálið 100 frá 1935—1939, en sú talal var komin upp í 133 í júná 1946. i Með rýmkun, og síðan afnámi OPA eftirlits var húm orðin 156 í marz, 1947. Samanburður á smásöluverði frá 14 — 24 apríl fylgir hér með: Er vöruverð í Canada sýnt fyrst, en verð í Bandaríkjunum þar næst: $ <1> Mjólk, (Imp. Qt.) 13-16 20-22 Smjör 41-46 62-75 Egg (dúsin) 39-49 53-69 Brauð (24 únz) 7-10 15-18 Mjöl (24 pd.) 72-89 205-219 Sveskjur (pd.) _ 15-21 23-31 Ávaxtamauk(Jam) 26-29 45-73 Tómatós(28 únz kn.) 15-19 24-35 Kjöt (steik) ____ 41-49 50-79 Svínakt(Loin Pork) 39-45 49-69 Sápuduft _______ 24-26 34-39 Þar endar þessi verðjsaman- burður. Canada heldur í horfinu Yfir höfuð er talið, að Canada geri meira en halda þá samninga er gerðir voru við Bretland, um að byrgja það upp méð þeim tegundum matvæla, er það nauð- synlega þarfsast, þó birgðirnar á sumum sviðum verði ekki eins nægar, og vonast var eftir. Til dæmis fylgja farmsiending- ar hveitis, svínakjöts (bacon) eggja, ávaxta, og sumra tegunda garðmetis til Bretlands,. nokkurn veginn áætlun, en skortur á nautakjöti og osti gera það vatfa- samt, hvort Canada getur staðið að fu'llu við samningana. Að þessu, hefir Canada sent hér um bil 124,000,000 mæla af hveiti, af þeim 160,000,000 miæl- um er lofað var af hveiti yfir- standandi árs uppskeru, sam- ikvæmt fjögurra ára “Anglo- Canadian hveiti-samningunum. Vonast er eftir, að lokið verði við að senda allan þann farm, áður en uppskeruárið er liðið. Með kjötsamningana, hvað nautakjöt og svínakjöt snertir, er alt miklu erfiðara og váfa- samara. Merkilegur fundur Samfcvæmt útvarps frétt frá Moskva, á beinagrind áf “Indri- choterium”, er teljast á faðir allra dýra, að hafa fundist í sandlagi í Kazakhstan. Skepna þessi á að hafa lifað fyrir 60,000,000 árum sáðan, og á það að hafa verið breytirigar- stigs-tímabil milli skriðdýra og spendýra. Beinagrind þessi er 21 fet á lengd, með þriggja feta kjiálkuim. Sérstök léiðangurs- nefnd á að fara til Kazakhstan á þessu surnri, til þess að athuga, hvort mögulegt er að færa beina- grindina til, eða flytja hana. Ef það verður gerlegt, Verður hún flutt til Leningrad. Ekkert fornmenjuSatfn hefir nokkru sinni áður getað náð í heila hauskúpu af Indrichoter- ium, hvað þá heldur heila beina- grind. VIÐURKENNING i Próf. Skúli Johnson Á ársfundi Humanities Re- searoh Council of Canada í maí, var próf, Skúli Johnson kosinn í stjórnarnefnd félagsins til tfjögra ára. Starf félagsins lýtur að því, að efla og örva vihinda iðkanir á sviðum klassiskra « bókmenta, eldri og nýrri, heim- speki og sögu. í þessu skyni held- ur stjórnarnefndin fundi tvisvar á ári í Ottawa. Félagið hefir á þessuvori gefið út bók um starf- semi í Canada er að þessu lýtur. Sameining Balkanslandanna Frá Belgrade — Petru Groza, forsætisráðherra Rómanáu, var fagnað á járnbrautarstöðinni síðástliðinn laugardag, er hann kom þangað í þriggja daga vina- heimsókn. Stjórnarráðuneyti Jugóslavíu, og sendiherrar tóku þátt í móttöku-viðhöfninni. Stjórnarfulltrúa-nefnd frá Al- baníu kom þangað síðastliðinn föstudag. 1 fylgd með Groza forsætis- ráðherra var utanríkismiála-ráð- herra Gheorghe Tatarescu, og haigfræðis og menntamálaráð- herra. The London Telegraph frétta- blaðið segist svo frá, að mikil áherzla sé lögð á, og mjög mikils varðandi þyki ráðstefnur þessar og heimsóknir, milli Rómaníu og Jugósiovíu, en bætir því við, að ekki sé þó víst að heimsókn- irnar leiði til neinnar sameining- ar Balkansríkjanna, þótt það væri að mörgu leyti einkar æski- legt. Skifting Palestínu Capetown, — Jan Christian Smuts, forsætisráðherra Suður- Afríku, hefir sagt ráðþinginu þar, að eftir sinni skoðun og sannifæringu, væri hin eina úr- lausn Palesínu-málanna sú, að farið væri 3,000 ár aftur í tím- ann, og landinu skift eins og það var á dögum ritningarinnar. Kvað hann Palestínu aldrei hafa verið að öllu leyti ríki Gyð- inga; (Jewish State) á dögum ritningarinnar hefði þvií verið skift á milli Gyðinga og Filistea (Philistines). Úrlausnin virtist vera sú, að fara aftur á bak til forntíðarinnar, hvað skiítingu landsins snerti. , Gyðingum ætti að úthluta þeim parti landsins, er þeir hefðu rétt til samkvæmt verald- arsögunni. Kvað hann sama eiga að gflda um Palestínu, eins og Indland, en eins og kunnugt væru, hefðu fcomið fram fullnáðartillögur að skitfta því, samkvæmt fornum lögum. Væri það hin eina úr- lausn þessara mála. Langlífar skepnur Hvalir geta lifað 500 ár; Emir 200 ár; Krókódílar geta orðið 300 ára gamlir og Fíl'ar (ele- phamts) 100 ára, eða meira. Mr. og Mrs. Gunnar Matthíasson Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Gunnar Matthíasson og kona hans Guðný Matthíasson frá Inglewood Cal. komu til bæjar- ins í vikulbkin. Þau eru á leið til íslands í boði vina þeirra heima. Þau komu í bíl alla leið að vest- an og halda áfram í honum til New York og taka hann með sér heim. Frá New York er gert ráð fyrir að sigla með skipi 26. júní. Hjónin gera ráð fyrir að dvelja heima fram á haust, eg bætti við fram á næsta vor. Gunnar er sem kunnugt er, brennheitur ættjarðar vinur og félst skjótt á þá skoðun, að þeir, sem upp- komnir færu að heiman, ættu í eiginlegasta skilningi þar heima en ekki annars staðar. Námsmenn frá Islandi, sem dvalið hafa í. Califoríu, hatfa sagt heimili Gunnars og Guðnýj- ar hafa staðið þeim opið, og þar hefði margri tómlegri stund námsmannanna íslenzku fjarri öllum Siínum og landi oft verið snúið upp í gleði og fagnaða stund. Gunnar kom að heiman fyr- ir 38 árum. Etftir 10 ára dvöl hér brá hann sér heim, en jafnvel síðan er nú langt og eftirvænt- ingin ekki minni að koma heim. Hér stundaði hann lyfjasölu og ýmSa aðra vinnu. Gunnar, er sonur þjóðskáids- ins Matthíasar Jockumssonar en kona hans, Guðný, er dóittir Árna Sveinssonar heitins í Glemboro, Man. Þau eiga fjögur uppkomin mannvænleg og ment- uð börn. Gunnar mun halda til sinna fornu átthaga, Akureyrar, þessa sólheims með angandi aldin- garði og suðlægri hlýju norður undir svalköldum heimsskauta- baug. Þarna hefir hann, að sjálf- sögðu á fjarveru árunum ofí dreymt sólroðnar hlíðar og borg speglandi sig í “silfur-polli” eins og faðir hans kvað. Heims- kringla óskar Gunnari þess, að dvöl hans á þessum fornu slóð- um verði honum sem fagur minninga og æskudraumur. Flóð og manntjón Einhvert hið versta flóð, er komið hefir á hinum Síðari ár- um, varð af völdum Mississippi- árinnar síðastliðinn mánudag. Geysimiklar rigningar hafðu gengið fyrir og um síðustu helgi er ollu því að áin braut alla vam- argarða, er hlíft höfðu borgum og bæjum nærri henni í Illinois og Missouri fylkjunum. Varð alt undan að láta hinurn ægilfega vatnsgangi. Að minnsta kosti 22 persónur drukknuðu í Iowa, Missouri, Feigðar-sendingar í síðastliðinni viku, byrjuðu að finnast nökkur grunsamtega útlítandi bréf á aðal-pósthúsinu í London á Englandi og víðar, var utan á þau skrifað til margra æðstu og mikilsmetnustu manna Bretlands, svo sem eins og kon- ungshjónanna, helztu stjórn- mála-leiðtoga, Attlee, forsætis- ráðherra, Winston Churchill og íleiri og fleiri. Reyndust brétf þessi hatfa inni að halda banvænar sprengjur, “bornbs”,, eða sprengjuefni. Um 20 bréf hafa fundist þessu liík. Til leynilögreglu aðalstöðv- anna “Scotland Yard” var auð- vitað undireins leitað, og er hinn mesti fjöldi leynilögreglumanna þaðan að rannsaka hvaðan þess- ar ægilegu feigðar-sendingar komu. Er þess getið til að þetta séu leynisamtök á móti Stjórn Bretlands, og mörgu þar að lút- andi^og'á bak við þau, samtök- in, standi hinn svokallaði “Stern Ohio og Oregon, og 5 manns létu lifið, er hvirtfilvindar geys- uðu í Pennsylvaníu og Ohio og urðu því dauðsföllin er hlutust af þessum slysum 27. Þá er og talið að á að gizka 15 manns, sem vitað er, hafi drukknað í Ott- umwa, Iowa, þar sem 6,000 manns varð að flýja heimili sín þegar Des Moines- áin óx svo mikið, að hún gekk berserks- gang, og flæddi um nálæg héruð. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Vittorio Mussolini, einn af sonur Benito Mussolinis, er í Buenos Aires í Argentínu. Var þetta staðtfest af argentínsku lögreglunni og var skýrt svo frá að honum mundi verða teytft að dvelja í landinu, en hann mundi verða látinn greiða sekt fyrir að komast ólöglega inn í landið. • Eftirfarandi frétt birtist í Vísi 13 maí: Svía konungur sæmdi hinn 22. apríl s. 1. prófessór Ein- ar Jónsson, myndhöggvara heið- urspeningi, Eugens prins, fyrir framúrskarandi listastarf. Sendi- herra íslands í Stokkhólmi veitti heiðurspeningnum móttöku fyr- ir hönd myndhöggvarans í mið* degisveizlu hjá Eugen prins. Gang”, uppreisnarflokkur með- al Gyðinga í Patestínu. Á þessi leynistofnun að hafa svarið þess eið, að hefna sín grimmilega á æðstu leiðtogum Bretlands, er þeir, (Gyðingar) telja að beri alla ábyrgð á því, að ekki hefir skipast betur til með vandræða- mál Palestínu. Hefir heyrst frá Tel-Aviv, eft- ir forsprökkum leynisamtak- anna, að skeytasendingar þes'sar kæmu frá félags-deild “Fighters for Freedom of Israel”, er ætti heima í Evrópu. í öllu falli hafa sumt brófa þessara verið send frá ítaiíu. Miklum óhug hefir slegið á brez-ku þjóðina, við þessar dráps- sendingar, en ekki á að hafa orðið slys að þeim ennþá, þegar þetta er skrifað. Sterkur leyni-jaf 50 hvölum. Þetta kemur sér lögreglu-vörður er hafður um sérstaklega vel fyrir Breta nú .Nýtega kvað komið til Eng- lands brezkt hvalveiðaskip, sem hefir verið á veiðum í 6 mánuði. Skipið kom með lýsi úr 2500 hvölum og auk þess fryst kjöt konungsfólkið og fleiri, er send- ingar þessar hafa fengið. þar sem skortur er þar mikill á allri feitmetisvöru.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.