Heimskringla - 11.06.1947, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.06.1947, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. JÚNl 1947 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA HUGSAÐ HEIM (Gefið í Heklusjóð) 1 bréfi frá Jóni S. Laxdal, Garðar, N. D. segir: “Eg er að hugsa heim og vil sýna ofurlít- inn lit á því, sem aðrir. Þessi sjóður má ekki verða oklkur til mínkunnar, og þjóðrækni okkar ekki eintóm fögur orð án hjart- státtar. Eg veit að hún Hekla er varg- ur og voðal'eg er henni sinnast. Þá má og sonnurinn margur, meiðslum og sórsauka kynnast. í sjóðinn hafa borist þessa viku tillög frá þessum: John S. Laxdal Gardar, N. D. ___________-____ $10.00 Mr. og Mhs. Eiríkur H. Sigurð- son 575 Ágnes St. Wpg. $10.00 Fná íslandsvinum ------- $6.00 Jón Joihannesson, Elfros Sask., _________________________$5.00 Samtals .1------------ $31.00 Áður auglýst -------- $176.00 Nú alls _____________ $207.00 Brýrnar tvær G. O. Einarsson. Er hann vel þektur af kvæðum er oft hafa birslt eftir hann í íslenzku blöð- unum og hér í norður hluta Ný- íslandi sem stór þátttakandi í flestum okkar félagsmálum. Söngflokki hátíðarinnar — stjórniar Jóhannes Pálsson með aðstoð systur sinnar Lilju Mart- in. Mun söngurinn ekki verða veigaminsti þáttur hátíðarinnar fremur en að undanförnu. Þá hef eg að nokkru, minnst þess helstu er fram á að fara á Iðavelli 21. júnií, 1947 og vona að það verði ykkur bvöt til að korna og skemta ykkur. Um veðrið hefir nefndin ekki fengið ákveðið loforð, en liggur á bæn- um að það verði Skýnandi bjart. Fyrir hönd nefndarinnar T. Böðvarsson, (ritari) HELZTU FRÉTTIR Athugasemd Gandhis Mohandas K. Gandhi, hinn aldrurhnigni leiðtogi Indlands, hefir ekki gefið mikið út á það, hvernig honum falli ráðagerðin um skiftingu ríkjanna á Ind- lartdi, er yfir hefir verið lýst. Nýlega á hann þó að hafa komist svo að orði, að ef Hind- ustan og Moslemríkin gætu ekki komið sér saman um neitt ann- að, þá væri ekki úr miklu að velja fyrir vísikonunginn. Rússar ræða skuldir sínar við Bandaríkin fyrir árásir á Bretauson)9baésp þóf, samþykkt að senda nefnd til Bandaríkjanna til þess að semja um skuldir þær, er þeir stofnuðu til á stríðsárunum, en þá lánuðu Bandaríkamenn þeim 11 þúsund milljónir dollara. Það er ekki talið líklegt, að Rússar treysti sér til að greiða þessa skuld alla, en Bandaríkja- mienn hafa ítrekað kröfur sínar itm að málið verði rætt. Skuldir Sóvétríkjanna við Bandaríkin nema einum milljarð meira en Bins og kunnugt er, halda Vestur-lslendingar úti tveim vikublöð- um, Lögbergi og Heimskringlu. En þeir gefa líka út blað á ensku, sem heitir “The Icelandic Canadian”. Það er sérstaklega ætlað því fólki, sem er af íslenzku bergi brotið, en er ekki svo vel að sér í íslenzku, að það hafi fullt gagn af íslenzku lesmáli, og tilgangur blaðsins er að glæða hjá því fólki skilning á islenzkri menningu og löngun til að leggja rækt við íslenzka þjóðernisarfinn. Einn þeirra manna er að því blaði standa, er hinn góðkunni dómari Walter J. Líndal i Winni- peg, maður prýðilega menntaður, þjóðrækinn og mikils metinn. Hon- um er mjög annt um það, að sem best kynni geti tekist með ungu fólki beggja vegna hafsins. I því skyni hefur hann ritað grein þá, er hér fer á eftir, og er vonandi að henni verði góður gaumur gefinn, þvi að hér er um mjög þýðingarmikið mál að ræða. —Lesbók Mbl. 1. júní Fyrir rúmum sjötíu árum lögðu hópar af íslendingum af stað yfir Atlants-hafið til Norður-Ameríku. Þeir stofnuðu nýlendur víða og var aðal nýlendan við ströndina á Winnipeg-vatni. Hún var kölluð Nýja ísland og hefir nafnið haldizt við til þessa dags. í þessari nýlendu myndaðist íslenzkur félagsskapur, stjórnarfyrir- komulag var stofnsett sem var miklu fullkomnara en venjulegar sveitarstjórnir, og innan skamms var gefið út íslenzkt blað. Allt fór fram á íslenzku, sem er auðskilið, þar sem fólkið var nýkomið frá Islandi. Á þessu stutta tímabili — rúmum mannsaldri — hefur mikil breyting átt sér stað. Víðast hvar, einkum í borgunum, er enskan daglega málið; á flestum fundum fer allt fram á ensku; í kirkjun- um er messað bæði á íslenzku og ensku. Nýjar kynslóðir hafa fæðst og vaxið upp og aðrar dáið og hefur það valdið miklum umskiftum. En það sem meir en nokkuð annað flýtir fyrir þessari breytingu og gerir varanlegt viðnám ómögulegt, eru giftingarnar. Prestar segja að blandaðar hjónavígslur — þar sem annaðhvort hjónanna er ekki íslenzkt — sé miklu fleiri en hinar, í borgunum fjórar af hverjum fimm, í íslenzku byggðunum að minnsta kosti helming- urinn. Að börn þessara hjónabanda læri íslenzku er sú fádæma undantekning að naumast þarf að taka hana til greina. Á síðasta ársþingi Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi var eg staddur. Einn kunningi minn og eg lítum yfir hópinn mjög ná- kvæmlega í því skyni að reyna að komast að meðal aldri þeirra er sátu þingið. Við vorum sammála um að hann væri ekki lægri en sextíu ár. Þegar íslenzkir merkismenn koma til Winnipeg og halda hér ræður er oftast húsfyllir. Margir af þeim sem þangað koma, kunna lítið í íslenzku, einstaka alls ekkert. Alla langar til að vera við- staddir, þó ékki væri meira en að taka í hendina á gesti frá gamla föðurlandinu. Þess ber einnig að gæta að yngra fólkið, engu síður en það eldra, næstum undantekningarlaust hikár ekki við að láta hérlent fólk vita að það sé af íslenzku bergi brotið. Margur borgari þessa lands, sem er íslenzkur aðeins í aðra ætt eða minna, hefur meiri mætur á sínum íslenzka ættstofni en hinum. Að því leyti er hann mjög líkur Skotum í þessu landi. Menntafólk meðal yngri kynslóðanna, eða jafnv.el allir þeir sem hugsa alvarlega og lesa fræðandi bækur, grípa tækifærið, ef þess gefst kostur, að kynna sér sögu íslendinga bæði austan hafs og vestan. Þýðingar úr íslenzkum bókmenntum, fornum og nýjum, eru lesnar, en þær eru af skornum skamti og væri nauðsynlegt að fá umbót á því. Þjóðernistilfinningin þarf ekki að eyðileggjast þótt ætt-blóðið þynnist. Canada og Bandaríkja borgurum af íslenzkum ættum þykir vænt um þjóðina litlu úti á eyjunni í Atlantshafinu. En fróð- leikur þeirra um ísland og íslendinga er að miklu leyti byggður á afspurn og því alls ekki fullnægjandi og stundum ekki áreiðan- legur. ★ ★ ★- Nú hef eg bent á sumar staðreyndirnar eins og þær koma okkur fyrir augu hér vestra. Þær eru að sumu leyti ekki hughrey^tandi en samt er hægt að finna í þelm framtíðarvon. Þær knýja menn til alvarlegra hugsana og kref jast þess að hlynt sé að því sem hægt er að varðveita. Tungan er að hverfa sem daglegt mál en ættar- og þjóðræknis- tillfinningin er enn sterk. Hér virðast vera andstæður sem sumir álíta að ómögulegt sé að samræma. En samt verður að gera það. Ekki bætir úr að æðrast þótt ekki sé allt eins og maður hefði ákosið. Enn þá síður má láta skeika að sköpuðu og leggja árar í bát. Fyrsta sporið er að greiða svo fyrir að, æskulýðnum í þessari álfu gefist tækifæri að kynnast stofnþjóðinni betur. Ef það heppnast liggur næsta sporið við, að opna dyrnar að fjársjóðum þeim sem íslenzk menning hefur að geyma. Þótt það væri æskilegt þá þarf lykillinn samt ekki nauðsynlega að vera úr hreinum íslenzk- um málmi. Aðra mál-mynd mætti nota. Það þarf að brúa hafið svo allir hafi not af og til þess þurfa brýrnar að vera tvær. Önnur er nú þegar til og er margra ára gömul. Hún er úr há-íslenzkum viðum, er enn sterk og mun haldast við að minnsta kosti um tíma, ef til vill marga mannsaldra. Eldra fólkið, jafnvel það sem fætt er hér og uppalið, les og talar íslenzku, hefur í mörgum tilfellum ótrúlega igóða þekkingu á sögu og bókmenntum íslendinga. Þjóðræknisfé- lagið nær til þessa fólks, heldur við minningum ög styrkir böndin við ættlandið og er þar þörfu starfi afkastað. , Næst er að hefjast handa og byggja hina brúna. Efnin í hana verða að vera tvenn. íslenzka þjóðin þarf að kynnast yngri kyn- slóðunum hér sem lítið eða ekkert kunna í íslenzku, fólki sem ann Bjartsýni Dr. John Mott, (amerískur) er vann Nobels friðar-verðlaunin á árinu 1946, lét svo um maelt í Berlin nýlega, að hann hefði aldrei séð eins mikla ástæðu til að vera bjartsýnn, eins og ein- mitt nú á tímum. Aldrei hiefðu verið eins miki- it framfaramöguleikar fyrir hendi, heimsinum til blessunar. Dr. Mott er forseti Y.M.C.A. alheims-samtakanna. Ekki örugg enn Talið er, að stærstu skipin, er notuð voru við Atom-rann- sóknar tilraunimar á Bikini fyr- ir 10 mánuðum siðan, séu ekki örrug til notkunar enn, sökum “radio”-áhrifa. ÞJóÐRÆKN ISSTARF meðal ungra V.-íslendinga Á meðal Vestur-íslendinga eru allmargir áhugamenn sem láta sér ant um það, að sú kyn- slóð sem er að allast þar upp nú og kann lítið í íslenzku, fái þessu landi, föðurlandi sínu, en samt hefur ekki gleymt stofnþjóð- i nokkra fræðslu um Island og ís- lenzkt þjóðlíf. í því skyni hafa ínm. Einnig þarf þetta fólk, sem er meira og minna blandað öðrum þjóðflokkum, að kynnast gamla ættlandinu og kvnþjóðinni þar. Móðurmál heimaþjóðarinnar er íslenzkan; móðurmál okkar hér vestra, eða málið sem okkur er tamast, og sem við verðum að grípa til ef við eigum að gefa hugsunum okkar full skil, er enskan. Það verður að nota báðar tungurnar. Með því móti getur nýja brúin orðið að tilætluðum notum. Menn hafa oft hugsað um þetta og hafa ýmsar hugmyndir verið ræddar og á nú að reyna að koma einni þeirra í framkvæmd. Hún er sú, að menn hér, sérstaklega meðal hinna yngri, skrifi greinar á því máli sem þeim fellur bezt, og láti í ljósi afdráttarlaust tilfinn- ingar sínar og sannfæringu varðant|i þessi mál, og eiga þær greinar að koma út í blöðum og tímaritum á íslandi. Búist er við að sumir þeirra, sem þetta verk er falið á hendur, sé ekki nema að parti af íslenzkum ættum og ef til vill kunni ekkert í íslenzkri tungu. Svo er vonast eftir að íslendingar austan hafs riti greinar sem aðallega eiga að ná til yngri kynslóðanna hér og munu þær koma út á ensku í tímariti okkar sem nefnist; The Icelandic Canadian. Fyrsta greinin frá Islandi, rituð af séra Friðrik Hallgrímssyni kom út í vor-hefti þessa árs og þetta er fyrsta greinin að vestan. Vonandi er að þessari hugmynd verði vel tekið og að hún fái byr undir vængi beggja megin hafsins. Hún er aðeins dálítil byrjun, en, að mér finnst, byrjun í þá einu átt sem hægt er að stefna, ef ætlunin er að ná til yngra fólksins. Ef þetta misheppnast og ekkert innað er fengið í staðinn, hlýtur að koma að því fyrr eða síðar að sá hópurinn meðal okkar, sem fer sí-stækkandi, muni hverfa algjör- lega inn í þjóðarstraumana hér og tapast heimaþjóðinni. W. J. Lindal allar stríðssikaðabætur, er þeir hafa krafizt af Þjóðverjum. Bandaríkin hafa þráfaldlega reynt að fá Sóvétríkin til þess að taka málið til athugunar, og hafa Sóvétríkin látið allar slíkar kröfur sem vind um eyrun þjóta, þar til nú. Örlagasvæði Hitlers Því er haldið fram, sam- kvæmt stríðsleyniskj ölum, er uppgötvuð hafa verið nýlega á Þýzkalandi, og birt almenningi, að Hitler hafi látið allar áætl- anir um árásir á Bretland í febr- úar, 1942, farast fyrir, vegna þess að hann gekk með þá grillu í höfðinu, að Noregur væri hið fyrirfram ákvarðaða land, er Sambandsþjóðimar ætluðu að hefðja árásir á Þýzkaland frá og þar af leiðandi stafaði mesta hættan þaðan. Einnig gerði hann áætlanir um það, þegar Japanar náðu yfirráðum á Ceylon, að þeir When You Build . . . remember to install CITY HYDRO Electric Service , 0 for a dependablet low~cost supply of electricity CITY HYDRO 848 124 Dr. Richard Beck fimmtíu ára 9. júní 1947 Þjóð vor hyllir þig og sendir Þökk frá innstu hjarfarót. Norðurlanda frægð og fræði fága Jáfs þins tímamót. Manndáð, vilji, mennt og göfgi merkið prýddi allia leið. Nú frá heiðum himni ljómar hádags sól þitt fagra skeið. Starf þitt ást og virðing vakti vítt um heimsins mennta 9við. Sál þín glögg í sögu og kvæði, sýndi vinar-þel og lið. Heill og djarfur, hreinn og prúður hátt við lífsins skyldu kall. Ei var þitt um hæl að hopa, hetjublóð í taugutm sval'l. » Enn er tíð með táp og fjöri til að lyfta andans sjón, vígja traustu vinabandi Viínlands byggð og móðurfrón. Hröð þó liggi leið að hausti, langt er enn til hinsta dags. Lengi geymist sólrík saga, samúð þín til bræðralags. Ný undirstaða lögð Byrjað hefir verið að leggja undir nýja neðri deild þinghúss- ins mikla í London, er nálega eyðiLagðist í loftárusum í sáðásta stríði. Skal sú bygging reist á hinni görnlu lóð í “Palace of Westminster” Þrjú ár er gert ráð fyrir að taki til að endurreiSa bygging- una, og á hún að vera útbúin með hinum allra nýjustu tækj- um er nú þekkist, lofíthreinsunar útbúnaði og fullkomnustu hljóð- aukakerfum. Sjónvarp Langt er síðan mögulegt var að tengja fjársýnisáhöld, “tel- evision” við talsímann, svo. að sá sem talar gæti séð þann sem við er talað, eða þeir hvor annan en útbúningur sá er enn talinn of dýr til almennrar notkunar. M. Markússon skyldu nota þann stað fyrir árás- ir Breta á Indlands-hafinu, til þess að gera sjóher Hitlers hægra fyrir að ná haldi á her- stöðvum í Miðjarðar hafinu En allar þessar háfleygu ? margútreiknuðu áætlanir fóru út um þúfur. Dánarbú Roosevelts Poughkeepsie,N.Y. — Hinn nýlega látni forseti Bandaríkj- anna, Franklin D. Rossevelt, lét eftir sig eignir, er nema $2,111,673.26. Kom þetta fram, er erfða- skjölin komu upp fyrir rettinn í Dutchess County til birtingar, síðastliðinn föstudag. Erfðaskjölin sýndu, að við hinar upprunalegu eignir hafði bætzt $994,155.19 frá móður hans, Mrs. Sarah Delano Roos- evelt, og aukning höfuðstólsins sennilega frá “stocks and bonds” $167,787.40. íþeir stofnað félag í Winnipeg, sem nefnist The Icelandic Can- adian Club of Winnipeg. Það fé- lag heldur allöft fundi til fræðslu og skemmtunar og auk þess gefur það út blað á ensku er nefnist The Icelandic Cana- dian, og kemur út á hverjum ársfjórðungi. í síðasta hefti þess blaðs er at- hyglisverð grein eftir Walter J. Líndal, dómara í Winnipeg, sem lætur sér mjög ant um að unga kynslóðin vestur-íslenzka glati ekki tengslum við íslenzkt þjóð- erni og menningu. 1 sama hefti birtist grein um samstarf Islénd- inga austan hafs og vestan eftir séra Friðrik Hallgrísson, og munu fleiri greinar héðan að heiman birtast í blaðinu á næst- unni. 1 lesbók Morgunblaðsins mun næstkomandi sunnudag birtast grein eftir Líndal dómara/ er 'hann ritaði í fyrsta hefti þessa árangs Icelandic Canadian grein sem að efninu til er erindi er hann flutti í íslenzka kvöldskól- anum í Winnipeg um mentamál á Islandi. Morgunblaðið telur það vei farið ef almenningur hér. á landi gæfi gaum að þessu máli, því að svo miargir íslendingar hafa orð- ið þjóð sinni til sóma vestan hafs að hún ætti að gleðjast af því og meta það að verðleikum. Þjóðræknisfélag Islendinga vill greiða fyrir útbreiðslu blaðs- ins The Icelandic Canadian hér heima. Það kostar hér 8 krónur árgangurinn, en 18 krónur 3 ár- gangar greiddir fyrirfram. Þeir sem vilja gjörast áskrifendur, geta snúið sér til skrifstofu fé- lagsins í Þjóðleikhúsinu (geng- ið inn frá Lindar götu), sem verður opin fyrsit um sinn á mánudögum og fimtudögum kl. 10 12 árd. —Mbl. 15. maí “Svo að konan þín er farín tl. Palim Beaoh sér til heilsubótar. Hvaða sjúkdóm hafði hún?” “Hún hafði $500, sem faðir hennar haffði geffið henni”.. THE FOLLOWING DOCTORS WISH TO ANNOUNCE THEY ARE NOW ASSOCIATED WITH THE KOBRINSKY CLINIC 216 KENNEDY STREET — WINNIPEG Solomon Kobrinsky, M.D., Maternity and Diseases of Women Louis Kobrinsky, M.D., F.R.C.S., (Edin.) General Surgery Sidney Kobrinsky, M.D., Internal Medicine M. Tubber líobrinsky, M.D., Physician & Surgeon Sam Kobrinsky, M.D., Rhysician & Surgeon Bella Kowalson, M.D., Physician & Surgeon Samuel Rusen, M.D., Physician & Surgeon Telephone 96 391 if no answer, call Doctors’ Directory 72 151

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.