Heimskringla - 12.11.1947, Side 1

Heimskringla - 12.11.1947, Side 1
 Wc recommend íoi your crpproval our // BUTTER-NUT LOAF" . CANADA BREAD CO. LTD. Winnipog Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. r#################### i l'^################################# We recommend tor your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WTNNTPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. NÓV. 1947 NÚMER 7. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Hagvaenlegt fyrir Canada Þegar Marshall ríkisritari Bandaríkjanna, lagði fjárveit ingarbeiðni um $7,500,000,000 íram fyrir þin,gið síðastliðinn mánudag til þess að hrinda í framkvæmd endurreisnar-til- raunum margra Evrópu land- abna á næstu 15 mánuðum, sagði hann ihinni sameiginlegu þing- nefnd, að fjárveiting þessi, í samræmi við áður skipulagðar fyrirætlanir og eðlilegan útflutn mg og aukin ibankaviðskifti, — myndi bæta úr hinum tilfinnan- te§a gjaldeyrisskorti, (dollara), er nú ætti sér stað í hinum vest- rænu löndum. Benti Mr. Marsh- aB á, hvað Evrópu styrkurinn myndi þýða fyrir Canada, og önnur lönd á Vesturhveli jarð- ari kvað hann mikið af þeim vör- um er keyptar yrðu fyrir þetta sfyrktarfé verða eðlilega keypt- ar í þessum löndum. Kvað hann hin almennu og víðtæku áhrif Þessara fyrirætlana, myndu að sjálfsögðu ná langt út fyrir uierkjalínur hinna 16 Evrópu- ianda, er hjálpinni væri sérstak- iega beint að. Kvað hann fyrir- ®tlanirnar, (The Marshall Plan) 1 óllurn skilningi endurbóta stefnu og hjálpar-viðleitni. Sérstaklega lagði hann á- berzla á, hversu það myndi bæta Ur’ °g greiða fyrir öllum heims Verzlunar-viðskiftum, er öll mættu nú heita í kaldakolum, s°kum skorts á amerískum doll- Urum í mörgum löndum. Hélt Mr. Marshall því fylli- ega fram, að þar sem mikið af Peini forða fyrir Evrópulöndin, er senda þyrfti, yrði að fá í þeim °ndum, er ekki væru viðriðin jálparviðleitnina, fyrir dollara, Pá hlytu viðskifti þessara landa Vlð Bandaríkin að aukast að miklum mun, og það meinti auk- lnn gjaldeyrisforða. Nýtt met í barneignum Ef dæma skal af tölu barns- ^oinga hér í Winnipeg á þeim rumum 10 mánuðum, sem liðnir eru af þessu ári, vænta þeir sem «ar framtalsskýrslur semja, a talan fari fram úr öllu því, Sem áður hefir skéð hér í borg f einu ári. Er talan nú þegar °min upp í 6,897, og er fylli- ega búist við að ’hún nái 8,000 Vlð árslok. . ^eLr aldrei slíkt komið fyrir sogu borgarinnar. Til saman- Urðar er tekið 10 mánaða tíma- 10 á árinu sem leið, en þá o*^dust 5,869 börn í Winnipeg IqJ^mtals urðu þau á öllu árinu k 7.010. Var það þá hæsta arnsfaeðingalaia) er skýrslur 0 ðu sýnt hér á einu ári. . Bíðastliðinn októbermánuð — *ddust 742 börn, 371 piltibörn s o/i stulkubörn. í septemiber ®ódust 617 börn. Giftingar í ættu að leggja höfuð sín í bleyti, til þess að einhverju að minsta kosti af því, sem þar liggur fyr- ir til framúrgreiðslu og úrlausn- ar til þess að tryggja 'heiminum varanlegan frið, sé hrundið á veg fram. En svo virðist ekki vera. Alt virðist lenda í sama öngþveitinu, nálega hvaða mál- efni sem tekið er til meðferðar. Andrei Vishinsky, hinn rúss- neski, sem þéttur og erfiður þykir við að eiga, og er það, en svo eru fleiri á því mikla móti, játaði nýlega að hann hefði greitt atkvæði með upptöku Canada í öryggisráðið, þrátt fyr- ir þótt skærur og ágreiningur hefði átt sér stað milli fulltrúa þeirra landa undanfarið, og hvaða ósamkomulag sem yrði á milli þeirra í framtíðinni, og hamingjan ein veit að svo hefir verið, og á, því miður, líklega eftir að verða. Um alt slíkt er erfitt að dæma sanngjarnlega. “Sjaldan veldur einn, þegar tveir deila — hvað HÖRMULEG FRÉTT I bréfi til P. S. Pálssonar frá Helga P. Briem ræðis- manni í New York, er þessi hörmulega frétt sögð heim- an af íslandi: “Um það leyti sem eg er að ljúka við þetta bréf, ber- ast mér þessi hryggilegu tíð- indi að heiman: Steinþór Sigurðsson, kennari, sem var formaður Rannsóknar- ráðs ríkisins, og einn af aðalmönnum við rannsókn- ir á Heklugosinu, var aust- ur hjá Hcklu á sunnudag- inn var (2. nóv.), en þá kom steinn úr gígnum úr háalofti í höfuð honum og dó hann samstundis. Sé eg mikið eftir honum því hann var stór vel gefinn og ham- hleypa við öll störf, mikill íþróttamaður og gáfumaður. Hann var kvongaður Auði, eldri dóttur Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu og áttu þau tvö börn ung.” °któber námu 381, og 395 í sept. ýrslunar frá síðasta októbei-- manuði sýna 220 dauðsföll, til ^amanburðar við 181 í mánuðin- m bar á undan. Dýrtíðin virðist »a | óraga neitt úr því, að fólk fU..Íst °g margfaldist og upp- IyUl jörðina! ^rir erjur ^ agreining þá heldur deila.” þegar svo margir j er P ' ra Lake Success — Þar Uist við að margt gerist og . an§aö mæna augu alls heims- ns 1 þeirri von að hinir beztu 0ringjar 0g fulltrúar flestra m a hmmsins, er leggja, eða Borgarráð í Róm Hægri flokkurinn á ítalíu, ogj þeir, sem mótfallnir eru Komm-I únistum, unnu í borgarráðs-l kosningunum í Róm, seint í síð-! astliðinni viku. Hlaut Christian Democrat þar borgarstjórakosn-| ingu, og 14 flokksmenn hans, og| hægri flokksmenn komust í! borgarst j ómina. Hinn nýji borgarstjóri er Sal-j vatore Rebecchini, 55 ára gam-j all iðnaðar-verkfræðingur. Er hann hinn fyrsti borgarstjóri, er i ; Rómaborg hefir verið á 23 ár- um. Fascistar afnámu borgar- iáðið þar 1924. íbúatala írak áætluð 4,794,449 Manntal var nýlega tekið í Iraq. Var umferðabannl þann dag frá sólaruppkomu til sólar- lags, og reyndist ílbúatala lands- ins sú, sem að ofan greinir. íbúatala höfuðborgarinnar — Bagdad, er 568,553, en með öll- um úthverfum, (Greater Bag- dad) 1,250,000. Öll landamæra- umferð var stöðvuð daginn sem manntalið var tekið, og enginn maður sást á götum úti nema lögreglan og þeir, sem manntal- iðtóku, er vóru mestmegnis — námsfólk og kennarar. Þungar sektir lágu við því, að brjóta á móti reglunum. Tyrkland Þar hefir stjórnin lokið við að semja 5 ára áætlanir um að leggja fram nýjar stöðvar, tæki og áhöld til akuryrkju og iðn aðar, lagningu nýrra vega og jámbrauta, sjóhafna og flug-| valla. Einnig hefir stjórnin hugsað^ sér að efla námugröft að stórum( mun. Allar þessar endurbætur er sagt að muni koma upp á^ 1,200,000,000, og er sagt að þær| muni hafa verið skipulagðar| með það fyrir augum, að hinar. margumtöluðu Marshalls-fyrir-| ætlanir kæmust einhvern tíma. í framkvæmd. Pakistan gengur í I. L. O. sambandið i Pakistan hefir gerst meðlimur í Alþjóðlegu verkalýðssamtaka-| stofnuninni, (International Lab- or Organization) samkvæmt yfirlýsingu aðalstöðva þeirrar stofnunar. Eru það nú 54 lönd, er standa nú saman í þessum mikla félags- skap. Hjálparstarfsemi Unitara Hjálparstarfsemi Unitara til nauðstaddra í Evrópu, verður haldið áfram og aukin, ef nokk- ur kostur er á því”, sagði Miss^ Louis McColloch, er kom til bæj- arins um miðja s. 1. viku. Hún hefir eftirlit með skipulagningu á sendingum fæðis og klæðnað ar fyrir Unitarian General All- iance til Evrópu. Nær starf hennar bæði til kirkna félagsins í Bandaríkjunum og Canada. Til Winnipeg kom hún til að finna Samband íslenzkra Kvennfélaga og aðrar deildir og félög Unit- ara kirkjunnar, er starfið hafa hér með höndum. Tók Kvenna- sambandið hér á móti henni og bauð til fundar með henni á Moores matsölu húsinu, um mið- dagsleitið og Evening Alliance, stúlkna félagi, innan Sambands- safnaðar bauð henni til fund- ar um kvöldið. Hafði Miss Mc- Colloch margt fróðlegt og mikil- vægt um starfið að segja. Eitt af því var, að nauðsynlegt væri að beina hugum fólks að friði og stemma þar með á að ósi og upp- ræta öll stríð og losast með því við hinar illu afleiðingar þeirra. Er Miss McColloch mjög vel máli farin, enda hámentuð og flytur boðskap sinn ljóst og skil- merkilega. Héðan/ hélt hún vestur til Wynyard og er ferðinni þaðan heitið vestur til Vancouver og síðan suður eftir ströndinni. Við forustu Kvennasanubandins nú tekur Mrs. O. B. Hallgrímsson, Wynyard er Mrs. S. E. Björns- son hefir haft undanfarinn sex ár. Kom Mrs. Hallgrímsson að vestan til að vera á fundinum, sem Miss MeColloch átti hér með samstarfsfólki sínu. Kona friðdómari 1 byrjun þessarar viku hlaut kona friðdómara stöðu í Winni- peg. Er það fyrsta konan, sem þá stöðu hefir hér hlotið. Hún heitir Miss Jean Davis, 24 ára, fædd í Portage La Prairie, útskrifuð frá Collegiate í Mac- Gregor. Hún hefir starfað hjá lögfræðingum og í lagadeild bæjarins. Skrifstofa hennar er á lögreglqstöð borgarinnar. Fær 25 giftingar tilboð Daria Danilovisz heitir úkra- insk stúlka, sem til Canada kom á síðast liðnu vori. Hún var í ver búðum heimilislausra í Evrópu. Hún kvaðst trúlofuð hermanni frá Dauphin og var af þeirri á- stæðu leyft að flytja hingað. En leyfinu fylgdu þeir skilmálar að hún yrði að vera gift að mánaði liðnum. En um það hefir farið eins.óg gengur og hún er, enn ógift. Þegar yfirvöldin kom-! ust að því, afréðu þau að sendaj stúlkuna aftur til Evrópu, En Daria hefir síðan í vor er leið, starfað á sjúkrahúsi í Dauphin. Hún er útlærð hjúkrunarkona og öllum er henni kyntust geðj- aðist vel að henni — nema ef vera skyldi unnustanum. Verk sín leysti hún vel af hendi. — Stúlkan varð örvæntingarfull út af því að eiga að fara aftur til Evrópu. Hún átti heima í þeim hluta Póllands, sem Rússum laut og hafði í verbúðum mörg ár verið. Þegar landstjórnin fór að athuga málið, réði hún af að hætta við að senda stúlkuna til baka. Hún er nú komin aftur til starfs síns á sjúkrahúsinu í Dauphin og unir hag sínum vel. Og svo hefir hún nú alveg sérstaka skemtun hlotið* Hún hefir síðan að fregnin barst útj um það, að senda ætti hana úrj landi, vegna þess að hún giftisti ekki, fengið 25 giftingar tilboð., Henni ætti að vera skemt með, því, þó ekki sé nema að lesa öllj þau biðilsbréf. Það hefir mörg- um skemt að fá þau, þó færri hafa verið. ÚR ÖLLIJM ÁTTUM Enn eru verkföll alltíð í Parás. Nýlega gerðu jarðarfarastjórar, flutningsvagna-kúskar, (truck drivers) lokræsahreinsarar og heilbrigðismáladeildar verkaj fólk, verkfall, alt sama daginn.j Vatnsverksmenn óg götuhreins-| arar fylgdu svo hinna dæmi| næsta dag. ■* ' * * Rússland hefir efnt þær ráða-j gerðir og áætlanir ríkisins, að sá 8,600,000 ekrum meiri vetrar- uppskeru en á síðastliðnu ári, samkvæmt því, sem Sovét akur- yrkjuráðuneytið hefir lýst yfir. * * * Ungverjaland og Czechoslavia hafa undirskrifað verzlunar samninga í Budapest, er innifela öll vöruviðskifti á árinu, og nema $28,000,000 eftir virðingu (valuation) beggja landanna. , * ★ * Stríðsskaðabóta-nefndin hefir lýst því yfir að ávísanir, er nema' um £100,000,000 hafi verið sendar til þeirra 106,000 að tölu,1 er mistualeigu sína af stríðs- völdum, en í alt er það talið 140,000 manns. Er það hin fyrsta heildar-upphæð, er borguð er út gegn kröfum fólks á Bretlandi, er mistu hús sín og aðrar eignir j af stríðsskemdum Nazista. — Nefndin sagði að í alt væri með- altal útborgana gegn skaðábóta- kröfum um £170,000,000 til — 155,000 manns, fyrir skemdir og eyðileggingu 217,000 borga, bæjar og landeigna. * * * I ræðu sem Attlee forsætisráð- herra Breta hélt í samsæti er haldið var, er hinn nýi Lord Mayor of London, Sir Frederick Wells, tók við embætti, neitaði hann ásökunum Rússa um að Bretar hygðu á nokkurn im- perialisma eða heimsdrotnun og benti máli sínu til sönnunar á, að það hefði veitt Indverjum og Burma-búum sjálfstæði og Cey- lon og Malta væru á leiðinni að taka við sjálfsforráðum * ★ * í þinginu á Bretlandi er ver- ið að ræða frumvarp frá stjórn- inni, er fer fram á, að takmarka vald lávarðadeildarinnar svo, að mál verði þar afgreidd á einu 1 ári í stað tveggja. Tvö ár þykir 1 og er æði mikil töf á löggjöfinni, ! eftir afgreiðslu neðri deildar. * * ★ Fallinna hermanna í tveim j stríðum var minst í Winnipeg j 11. nóvember. Um kl. 11 f. h. ríkti þögn í I tvær mínútur fyrir framan minnismerki hermanna á Main og Portage og hvar sem menn voru við vinnu. Stjórnarskrit- stofur allar, bankar og stærstu búðir, voru lokaðar. Meðan sveigur var lagður við minnisvarða hermanna, gekk fylking 1,200 hermanna fram- hjá. I Auditorium fóru fram bæna- og ræðuhöld; var hin mikla höll troðfull. Á ýmsan annan hátt var dags- ins minst af einstaklingum, sem hér yrði oflangt upp að telja. Prestar áslenzku kirknanna beggja í Winnipeg, mintust dags- ins í ræðum sínum s. 1. sunnu- dag. ★ ★ * Rússar héldu þrjátíu ára af- mæli byltingarinnar hátíðlegt i Moskva 7. nóvember. — Hófu skrúðgöngu eftir Moskva Red Square stærri og glæsilegri fylkingar hermanna og stjórn- arliðs, en þar hafði áður sézt. Aðal ræðuna á deginum flutti Molotov, utanríkisráðherra. — Rakti hann framfarir Rússlands á 30 árum og hvatti þjóðina til að gera sitt bezta, því enn þyrfti á því að halda. Þetta var fagurlega mælt og eins og við átti. En það verður síður sagt um orð hans í garð Bandaríkjanna og Breta. Hann brýndi fyrir þjóð sinni, að bæði löndin hygðu á stríð og heims- yfirráð, sagði Bandaríkin vera að koma upp flug- og skipahöfn- um svo að segja á landamærum Rússlands og til að koma málum sínum fram, hömpuðu þau öllu framan í Sameinuðu þjóðimar til þess eins, að blekkja þær. En hann lýsti því jafnframt yfir þjóð sinni til hughreystingar, að atómsprengjan væri ekkert leyndarmál lengur. Hann full- yrti að þjóðin þyrfti engu að kvíða. Framfarimar frá 1917 til 1939, og þátttaka Rússa í síð- asta stríði og framtíðar horfurn- ar nú, ættu að sannfæra menn um þetta. * ★ ★ Sama daginn (7. nóv.) átti Vishinsky, fulltrúi Rússa á þingi Sameniuðu þjóðanna viðtal við blaðamenn. Tók hann alt öðm vísi í streng, en Molotov. Hann fullyrti að kmomúnismi og kapi- talismi gætu þrifist hvor við annars hlið, að það væri ekkert í stefnum Rússa eða vestlægu þjóðanna, sem hindraði það. — Hann bentl á að hvorutveggja aðilar þyrftu að átta sig full- komlega á því, sem á milli bæri og þá mundu þeir sjá, að það væri í raun og veru ekkert, er í veg þyrfti að koma við sam- vinnu. Hann hélt að vísu fram sem áður, að Bandaríkjamenn væru stríð9braskarar, en eitt- hvað var samt við þá, er gaf honum von um að samvinna gæti náðst, milli Rússa og þeirra. Vishinsky átti þetta samtal rÁtt Pn SO WINNIPEG FREE PRES'S Blaðið Winnip>eg Free Press átti 75 ára afmæli um síðustu helgi. Fyrsta blað þess kom út 9. nóv. 1872, í skúnbyggingu úr viði, austan megin við Aðal- stræti, á móti bæjarráðshöllinni, sem nú er, en Winnipeg var þá þorp með aðeins 124 húsum, er það ár fjölgaði að vísu um helm- ing. Áskrifendur voru um 500 og kom blaðið út vikulega fyrst og gerði um mörg ár. Stofnend- urnir voru John A. Kenny, bóndi og viðskiftamaður frá Ontario og William Fisher Luxton, skóla- kennari og blaðamaður frá Sea- forth, Ont. Hann kom vestur 1871, og tók við kenslu við fyrsta bamaskólann, sem hér var stofn- aður á Point Douglas. Blaðið má því heita jafngam- alt fylkinu, sem stofnað var 1870 og borginni Winnipeg. Eitt þeirra sögulegu mála er það hreyfði, var að Winnipeg fengi bæjarréttindi. Voru ekki allir með því og skoðuðu það geta orðið yfirvöldunum aðstoð við að kúga skatta út úr íbúunum. Bæj arréttindin fengust eigi að síður frá fylkinu 1873. Þegar blaðið fór af stað munu íbúar bæjarins hafa verið um 1500, en fylkisins 25,000. Götur voru hér þá fáar nefnd- ar, en vegir margir. Main Street (Aðalstræti) sem nú er kallað, var þá nefnt Main Road (Aðal- vegur), og eins var með Portage Ave. Tvær síður af blaðinu, voru s. 1. laugardag helgaðar afmæl- inu og saga blaðsins í stórum dráttum sögð. Er hún hin fróð- legasta og getur margs úr sögu þessa bæjar og fylkis um leið. Hér er ekki tækifæri að fara neitt að ráði út í frásögn blaðs- ins. Þó getum vér ekki stilt oss um að gefa sýnishom af “boom”- árinu mikla eða mesta, sem hér hefir átt sér stað. Segir frá því á þessa leið: “Það munu nú fáir muna eftir öllum blómaárum í fasteigna- sölu bæjarins. Þau komu auð- vitað með jámbrautunum. Hið, fyrsta og stærsta byrjaði hér 1881. Var þá haldin uppboðs- sala í Stonewall á lóðum í Win- nipeg “á ágætum stað í grend við stöðina.” Jámbrautin hafði þá verið fullger hingað frá St. Paul. Árangur uppboðssölunn- ar sýndi, hvað íbúar þessarar ungu borgar vom sólgnir í að ná sér hér í fasteignir, sú víma hefir líklega aldrei verið hér Frh. á 5. bls. ára afmælisveizla byltingarinn- ar hófst meðal Rússanna í New York og var hann sjáanlega í góðu skapi En ekki var hann fremur én fyr á því, að blöð hins vestlæga heims væru friðelsk- endur. Kvað hann blöð Rúss- lands á undan þeim í því efni. Þetta kom nú ekki sem bezt heim við ræðuna og greinamar, sem fluttar voru í Moskva í blöðunum þennan dag. En jafn- vel þó ólíkt sé því, er það samt virðandi, eins langt og það nær. t t * Mr. M. J. Coldwell, C.C.F. foringi, er í Winnipeg um þess- ar mundir og heldur hverja ræð- una af annari. Á fundi með há- skólanemum s. 1. mánudag, hélt hann fram, að eina leiðin til björgunar heiminum nú, væri meðalvegurinn milli beggja öfga stefnanna, eða hins hóflausa kapitalimsa Bandaríkjanna og einræðisins á Rússlandi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.