Heimskringla - 18.08.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.08.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. ÁGÚST 1948 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Gestur Pálsson, Hecla, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. Séra E. J. Melan, Riverton, Man. Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja- vík, Man. G. J. Oleson, Glenboro, Man. J. O. Björnsön, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. Thor Ásgeirsson, Mozart, Sask. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave., Vancouver, B. C. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D J. J. Middal. Seattle, Wash. Tímóteus Böðvarsson, Árborg, Björn Eggertsson, Vogar, Man. Paul Johnson, Siglunes, Man. Kristján Gunnar Anderson í vor er leið útskrifaðist frá Manitoba-Háskólanum Kristján Gunnar Anderson, með ágætis einkunn í rafmagnsfræði (Elec- trical Engineering). Kristján er fæddur í Glenboro, Man., 23 ágúst, 1926. Foreldrar hans eru Páll A. Anderson, bifreiðarstöðv- areigandi í Glenboro, og kona hans Guðrún. Páll er sonur Andrésar Andréssonar úr Bárd- ardal, Suður-Þingeyjarsýslu, og! Vigdísar Friðriksdóttur. En Guðrún er dóttir Kristjáns Hannessonar og Hólmfríðar i Kristjánsdóttur í Eyjafirði. Bróð ir Guðrúnar, Hannes, er fyrir- j myndar bóndi á gamla heimilinu, I Víðigerði, en annar bróðir hennar er Jónas Kristjánsson, forstjóri mjólkursamlags Kaupfélags Ey- firðinga, Akureyri. Á háskóla árunum gat Kristján Gunnar sér góðan orðstír og náði að jafnaði ágætis einkunn í flestum fögum sinnar deildar, eins og vænta mátti, því snemma höfðu hæfileikar hans og ástund- un komið í ljós. f barnaskólanum og miðskóla gerði hann öllum greinum góð skil en þó hneigðist hugur hans sérstakl. að vísinda- greinum og þar skaraði hann jafnan framúr. í fristundum sín-| um heima lék hann sér að því að smíða og setja saman útvarps- og viðtökutæki sem voru svo not- hæf að hann gat útvarpað á ýms- um bylgjulengdum. Að loknu miðskólanámi í í Glenboro. 1944 var honum veitt- j ur frá Manitoba háskólanum. námsstyrkur til tveggja ára sem nam alls $650.00. Síðast liðin sumur hefir Kristj- án unnið í skólafríinu austur í Ontario fyrir General Electric félagið, og skömmu eftir að út- skrifast hlaut hann stöðu sem Design Engineer in the Trans- former Dpt. of General Electric Co., Toronto. H. D. HAGBORG FUEL CO. PHONE 21331 SERVINO WINNIPEG RUTH Þýtt heiir G. E. Eyford “Hún heitir Ruth.” “Hvað heyri eg! Dálítið óvanalegt nafn.” “Já, hún er líka sjálf óvenjuleg.” “Skyldi hún kanske?” — hér breyttist mál- rómur gamla mannsins — “kanske hún sé trú- lofuð?” “Hvað ertu að hugsa um? Þó hún hafi ein- hvern tíma daðrað við einhvern mann, þá rennur þó nóg vatn fram af berginu, eins og við segjum hér í Bremen. Ungu mennirnir hér í borginni líta eftir þeim sem eru loðnar um lófana, og stúlka sem ekki á skildings virði”---- “Og bjánarnir, eru þeir allir sníkjudýr — mér kemur það ekki á óvart!” skaut kapteinn- inn inní og hló. “Eg skal útvega henni mann, sem getur gefið henni gott heimili, svo framarlega sem eg heiti Jakob Bordewik.” Svo stikaði hann í stór- um skrefum út úr garðinum, því þar var nú ekk- ert meira að gera fyrir hann. Félagi hans varð að hafa sig allan við að fylgja honum. “Jakob,” kallaði hann, “hvað gengur að þér, ertu orðinn vitlaus maður?” “Aldeilis ekki! Vertu rólegur,” sagði kap- teinninn. “Þú ætlar þó ekki að trúlofa Friss þínum þessa Ástralíu stúlku áður en hann sér hana?” “Jú, ef hún hefir ekkert ámóti því.” “Gerðu það ekki Jakob! Vertu dálítið skyn- samur. Líttu dálítið betur fyrst, eftir Lenu.” “Eg hef séð hana. Lítil nett stúlka með brúna hárfléttu, en hún gæti verið höfðinu hærri en hún er. Hún og Friss yrðu skringilegt par. Við kjósum þá ljóshærðu.” “Sá skal bera ábyrgðina sem þorir,” sagði Jansen. “Eg geri það ekki.” “Eg skal taka ábyrgðina á mínar hendur,” svaraði kapteinninn snúðugt. “Herra guð, maður,” skrækti Jansen upp, “hlustaðu á skynsamlegar ráðleggingar og gerðu ekki son þinn ófarsælan bara að gamni þínu Ástralíu stúlkan er ekkert konuefni fyrir hann, það er eg viss um. Hún er yfirleitt ekki fyrir neinn, það er gálaus flenna, sem---” “Þegiðu!” sagði kapteinninn, og hleypti brúnum. “Flenna? Hvað meinar þú með því? Hefir nokkur nokkuð allvarlega ósiðferðilegt um hana að segja?” “Nokkuð alvarlegt?” endurtók Jansen í erg- elsislegum róm. “Hvað meinar það, alvarlegt? Mér þykir það nógu alvarlegt, að hún getur ekki gengið svo hér í garðinum að hún sé ekki að snúa höfðinu í allar áttir til að gá að hverjum karlmanni sem framhjá fer, svo stansa þeir og horfa á eftir henni. Væri hún vel siðuð stúlka og gengi með niðurlútt andlit, kæmi slíkt ekki fyrir.” “Nú, gamli bjáni!” sagði kapteinninn hlægj- andi. “Til skollans með þitt skýrlífis álúta and- lit! Hræsnin er verri en drepsótt. Hafi guð skapað slíka kvenlega prýði, eins og Ruth, þá sér hann það sjálfur og gleðst.” “En hún má þó ekki láta bera svo mikið á því.” “Ha—ha!” skellihló hinn, og sagði: “Svo getur aðeins grafinn og gamall piparkarl talað. Eg kalla það frjálslega og heiðarlega farmkomu. En þegar stúlka, sem lætur eins og hún viti ekk- ert um að hún líti betur út en aðrar, og metur það einkis, þá kalla eg hana hræsnara.” “Jakob Brodewik! Hlustaðu nú eftir því sem eg ætla að segja. Hvað mundir þú hafa sagt, ef Lena þín hefði litið svona til þín, þegar þú sást hana fyrst hjá Siebenburg?” “Hfeldur þú að hún hafi ekki séð þangaö sem eg var?” sagði kapteinninn hissa. “Hvernig hefði eg þá, vesalings bjáninn þinn, einmitt farið að borðinu sem hún sat við, ef hún hefði ekki brosað til að gefa mér áræði!” “Nú, þetta er meir en nóg fyrir mig,” sagði Jensen í illu skapi. “Gerðu eins og þér sýnist. Sendu stúlkuna til Sukawangi með næsta póst- skipi og við skulum sjá, hvort Friss líkar að sjá konuna sína, hafa augun á hverjum karlmanni sem fyrir hana ber.” “Það var ekki meiningin,” svaraði hann. “Þegar hún er gift þá hættir það af sjálfu sér. Eg hefði strax bent Lenu minni á það, ef — en rugl! Henni hefði aldrei komið neitt slíkt í hug!" “Eg hlýt 'að vera mjög glámskygn, ef Ástralíu stúlkan hættir þeim sið.” Það var eins og þessi síðustu orð vektu efa í huga kapteinsins. Það komu hrukkur á enni hans, og starði um stund fram fyrir sig. En alt í einu kom bros á hans góðmannlega veðurbitna andlit og glampi í augun. “Það dugar ekki að vera að gera sér grýlur, Henrich,” sagði hann. “Mér missýnist ekki, hún hefir eitthvað svo hreinskilnislegt og frjáls- mannlegt við sig. Og auk þess — á þann hátt sem hún tók barnið upp af götunni í fang sér, kysti það og huggaði það strax, það gaf mér góða bendingu, eg er ákeðinn. Ef þú vilt koma hingað aftur til að geta dáðst að jómfrú Lenu, þá gerir það ekkert til. Eg ætla að hressa mig á að drekka eitt glas af öli í veitingahúsinu, svo fer eg heim. Eg held eg geti verið ánægður með upplýsingarnar, sem eg hef fengið í dag. > 3. KAFLI Ruth Hillern var það há vexti, að hún gat auðveldlega látið sem hún sæi ekki hve móðg- andi ólundar svipurinn á andliti frúarinnar var, þegar hún kom aftur; en hún tók nær sér hin bitru orð sem særðu hana, þó hún fyndi sárt til hvorutveggja. Allar aðdróttanir og meinyrði tók hún afar nærri sér, og særði hennar viðkvæma hjarta og eðlilega metnað. Það var ekki hægt að segja að frú Hillern væri lagið að haga svo orðum sínum að þau væru eins og ofurlítil nálstunga, henni var lægnara að láta þau falla eins og hamarshögg. Hún var dóttir stórbónda frá Masken, og herra Hillern, sem var aðaleigandi firmans, Hillern & Company hafði vitað hvað hann gerði er hann fékk sér hana fyrir konu. Þetta óðal var búið að vera 500 ár í sömu ættinni, og auðæfi eigandanna stöðugt aukist, mann fram af manni. Hinn núverandi eigandi óðalsins átti bara eitt barn, Soffíu, sem nú yar frú Hillern. Hún var lág og digur og flatvaxin, grá mórauð augu, og klumbu nef. Það var ekki fríðleiki né persónuleiki, sem gerði hana eftirsóknarverða, né að hinn aldraði, grá- hærði fallegi maður, herra Hillern sóttist eftir að halda í hendina á henni, heldur að miljónir hennar mundu eiga vel saman við hans hundrað, þúsundir. Peningar sækja þangað sem peningar | eru fyrir. Hún var manninum sínum á sinn hátt góð I kona, sem gerði hann samingjusaman. Hún fæddi honum sex börn, og annaðist móðurlega um Lenu litlu, eina barnið hans af fyrra hjónabandi hans. Hún kunni og vel að haga sér í samkvæmis lífinu, því hún hafði fengið langa æfingu í þvi. Hún kunni að hneigja sig eftir því sem við átti, ávíta þjónustu fólkið og niðra því í áheyrn gest- anna, og setja út á nágrannana; og þó hún talaði mállýsku graut af flæmsku og þýzku, brúkaði rangar forsetningar og blandaði saman nútíð og þátíð, þá fanst henni samt sjálfsagt að setja út á tal annara, og gera þá hlægilega. Nei, Soffía Hillern var að mörgu leiti ágæt- is kona, en hún hafði og sína galla. Manneskjur sem eiga ekki eitt einasta cent, en sýna sjálfs- traust og sjálfstæði, eins og allur heimurinn væri þeirra, það gat hún ekki þolað, og til slíkra taldi hún Ruth fósturdóttur sína. Það var ó- mögulegt, að gera Ruth það skiljanlegt, að það væri aðeins eitt vald til í heiminum, og það væru peningar. Ruth hló bara að slíkum kenningum, hló, eins og hún vildi segja: “Farðu bara með þitt vald! Eg hef miklu meira vald í augunum mín- um, og get eignast eins mikið af þessum eins og þú átt ef eg vil. Bíddu bara við, þú skalt sjá | það seinna. í Ó, hvað þessi stúlka er hræðilega frek! — Og þessir karlmanna bjánar, sem með aðdáun sinni æsa hana upp í þessari heimsku! Maður | getur orðið alveg hamslaus að hugsa um það. I Það er aldrei svo samkvæmi, að maður verði j ekki að kynna hana öllum gestunum, Hillern vildi ekhi líða annað. — Og þó herrarnir stæðu . ekki allir í skjaldborg utan um hana til að dýrka hana eins og hjá guðs líkneski. — Og þó hún stæði þegjandi eins og myndastytta! En það varaði ekki lengi, þá sækjast þeir þó eftir að tala' við hana — já, hún ræddi við þá um trúarbrögð, I pólitík, bókmentir og vísindi fullum fetum. Það var auðvitað mesta þvaður alt saman, en herr- arnir dáðust að gáfum hennar og lærdómi og sögðu: “Gáfuð! Frábært höfuð!” Þeir hefðu líka viljað segja: “Svo fríð og elskuleg!” Hvað þetta fríða og góðmannlega andlit særði hina öfundsjúku frú Hillern. Bara ef hún sást við gluggann, fóru skóladrengirnir og búð- armennirnir að hópast saman á stéttinni hinu- f megin við götuna til að horfa á hana. Dyra- j bjöllunni var stöðugt hringt, og ef maður gekk, óþolinmóðlega út til að sjá hvað væri á ferðum, þá gat maður veðjað tíu á móti einum, að stofu- stúlkan kom á móti manni með aðgöngumiða á leikhús, eða blómavönd. Til hvers? Til jómfrú Ruth, auðvitað. Svo þegar maður hélt þessum sendingum upp fyrir augum ungfrúarinnar, þá þóttist hún upp með sér af því. Þessi óþolanlegi herra N. N. Hvernig vogar hann að leyfa sér slíkt? Hef eg ekki rétt nýlega aðvarað hann? Eg má ásaka mig fyrir að hafa ekki sagt Meta að taka ekki á móti slíkum sendingum. Þessu eintali hélt hún áfram í háum róm, við sjálfa sig þar til hr. Hillern kom heim. Hann gekk ennþá lengra í þessu máli, en gaf ekki Ruth, frænku sinni alla sökina, en sagði að hann vildi láta Meta fara úr vistinni “—bestu stofustúllkunni sem eg hef haft í mörg ár,” sagði frúin. Professional and Business ~ Directory== Office Phone 94 762 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. S. J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsími 87 493 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 H. HALQORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. Frá vmi PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúðum og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrceðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK TELEPHONE 94 981 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL selur likkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg L nion Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor ð« Builder 1158 Dorchester Ave. Sími 404 945 FINKLEMAN >. OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. • Winnipc PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR * 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg • Phone 94 908 'JOBNSONS 'iOOKSTORE 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. LESIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.