Heimskringla - 15.09.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.09.1948, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. SEPT. 1948 l^cintskringla (StofmtO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Aliar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg R-tstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawq WINNIPEG, 15. SEPT. 1948 Baráttan um Berlín Eítir Dorothy Thompson — (Þýtt úr Wpg. Tribune) Hvort sem að stefna Sovét Rússlands á nokkra sök eða ekki á dauða Zhdanov, er það víst, að fráfall hans hefir ekki dregið neitt úr bardaganum um Berlín. Það er með miklum sanni hægt að segja, að- hann hafi aldrei verið ákafari en nú og sókn Rússa sé svo að harðna, að spursmál sé, hvort þriðja stríðið sé ekki þegar hafið. Það sem fram hefir farið í Póllandi, (en þar er nú fyrirskipuð hreinsun í baendaflokkinum) og það sem aðhafst er í öðrum lepp- ríkjum Rússlands ber alt þessa vott. Við skeggræðum um það, hvort kommúnistar í raun og veru miði að því, að beita ofbeldi við aðrar þjóðir og svifta þær frelsi sínu á þann hátt. Á meðan við erum í djúpum hugleiðingum um þetta, fara þýzkir kommúnistar á stað í Austur Þýzkalandi með herliði frá Rússum sér að baki, æða inn í þann hluta Berlínar, er vestlægu þjóðirnar hafa umboð yfir eigi síður en Rússar, ráðast á hina löglega skipuðu stjórn borgarinnar og reka hana burtu. Skj'ald- borg vopnaðra manna, er slegið um bæjarráðshöllina og af ritara bandarísku skrifstofunnar þar, er krafist að framseldir séu tveir lögreglumenn þeirra, er einhvern mótþróa hafa sýnt er yfirgang- urinn stóð sem hæst, eins og þeim bar að gera. Og mennirnir eru framseldir og bundnir á höndum og fótum, hrynt inn í vagna er flytja þá burtu. Vestlægu þjóðirnar hreyfðu sig ekki meðan á þessu stóð. Menn- irnir sem voru teknir, voru hnýttir við sætin og af þessu voru meira að segja myndir teknar. Þegar Bandaríkjamenn vöknuðu loks til að andmæla þessu, sögðu Rússar þeim kæruleysislega, að það væri slæmt, að þeir skyldu ekki ‘komast upp með að halda leyndum glæpamönnum. í allri sögu Bandaríkjanna, frá þvi að þjóðin hóf fyrst tilveru sína og átti síðar í höggi við stærsta heimsveldi þeirra tíma, og til þessa dags, þegar þau eru nú öflugasta heimsveldið sjálf, hefir aldrei komið fyrir, hvorki í sögu hersins, ríkisins eða bandarískra borgara, að þeim hafi verið sýnd eins hlífðarlaus ósvífni og opinber móðgun og Rússar hafa nú gert. Rússland hefir með þessu sýnt Þýzkalandi, Evrópu og öllum heimi, að okkur sé um megn, að vernda þá, sem eru í þjónustu okkar í Berlín. Meðan þessi ofsókn, sem engan á sinn líka, var hafin á bandaríska yfirmenn vora, héldum við áfram að “semja” við Rússa og að því er fréttirnar hermdu með “nokkrum árangri!” Sjáum við ekki, að við erum að gera okkur að athlægi með þessu? Meðan við sitjum á hróka ræðum, eru kommúnistarnir að leggja Berlín undir sig, og eru glaðir að við höldum áfram að tala, eru jafnvel viljugir að afnema flutningabannið eftir að þeir hafa unnið borgina, með skrílsuppþoti, og fengið samþykki vestlægu þjóðanna um fjárhaldsmensku þar og margt annað mikilsvarðandi fyrir friðinn í heiminum! Enginn þarf nú að ganga þess dulinn, að baráttan um Berlín, verður ein af afleiðingaríkustu orustum í sögunni. Alt sem um vanmátt ber vott, verður freisting fyrir Evrópuþjóðirnar, að skipa sér í hóp hinna sterkari. Og stríð innan næstu tíu ára verður óum- flyjanleg afleiðing linkendar vorrar nú. Rússar standa með herinn til reiðu að baki stefnu sinni. Þrátt fyrir óvildina, sem virtist vera milli Rússa og Júgóslavíu, eru nú flugtæki og lestir Rússlands önnum kafinn við að senda þangað vopn. f Ungverjalandi er hrúgað saman lofther, sem nú þegar er orðinn tiltölulega stór og vel útbúinn. í Tékkóslóvakíu er ein hreinsunin á ferðinni, og þar eru Skoda-verksmiðjurnar, sem fyrir nazista framleiddu, og vinna nú fullkomlega eins mikið að vopnagerð og þær hafa nokkru sinni gert. Kommúnistar í Austurríki, eru jafnvel að koma upp vopna- búrum; öll iðnaðarframleiðsla í þeim hluta landsins, sem þeir ráða yfir, er undir ströngu eftirliti hermanna. Og í Frakklandi haldt kommúnistar öllu í pólitísku öngþveiti. Við horfumst í augu við alvarlega tíma, ef til vill hina alvarleg- ustu ekki aðeins í sögu vorri, heldur alls heimsins. En — vitum við það? Kveðja Þegar eg kom til Winnipeg 18. apríl, var dagurinn orðinn langur og sól hátt á lofti. Já það var sól frá morgni til kvelds. Þótt Win nipeg-búum, fyndist vorið kalt, fundust mér þetta dásamlegir dagar. Og sannarlega hefir þetta sumar verið mér dásamlegt. Mér hefir gefist kostur á að ferðast talsvert um þetta frjósama og víðáttumikla land. Leið mín lá fyrst út á sléttuna. Þá var enn ekki farið að sá, og ef eg ætti að lýsa þeirri tilfiningu sem greip mig, er hún sú að mér stóð ógn af þessari miklu víðáttu. Eg varð sjálf svo lítil, mér fanst eg hverfa — hverfa í víðátt- una miklu. Nú hefi eg séð hana í öllu sínu skreytta skarti, og mér hefir farið líkt og karli einum heima á íslandi, það kom ferðalangur í sjávar þorp, hann hitti gamlan fiskimann og ferðalangurinn fór að dáðst að því hve fallegt væri í sjávarþorp- inu. Jú, sagði karl, það er fallegt þegar vel fiskast. Ferðalangur- inn hló að þessu svari. En það varð að máltæki heima. Mér fer líkt og gamla fiskimanninum að er eg hugsa um hvað sléttan gef- ur af sér, og hvað hún er íbúum þessa lands, og íbúum annarra landa finst mér sléttan falleg, því oftar sem eg sé hana því bet- ur kann eg við hana. Nú orðið verkur hún sömu kennd í brjósti mér og fjöllin heima.Mig langaði allt af til þess að sjá hvað væri á bak við fjöllin. Eg kem nú aldrei út á sléttuna að mig langi ekki lengra, og lengra út, út í víðátt- una miklu. En mér hefir auðnast að sjá fleira en sléttuna. Eg hefi ferð- ast vestur að hafi og komist út á Kyrrahafið til Victoriu. Eg vil segja það að þeir sem koma til þessa lands og ekki sjá kletta- fjöllin, þeir fara mikils á mis. Ekki af því að mér finnst svo ÆFIMINNING Einar Sigurgeirson Eyiord Hann var fæddur í Suður Þingeyjarsýslu á íslandi árið 1875 (nánari upplýsingar um fæðingu hans og uppvaxtar ár ekki fáanlegar). Hann mun hafa uppalist í fæðingarsveit sinni til fullorðins ára, en á þessum stöð- um mun hann hafa dvalið heima í Grenivík, Akureyri og Suður Þingeyjarsýslu. Hann giftist ungur Rannveigu Eiriksdóttur. Varð þeim hjónum tíu barna auð- ið og eru nöfn þeirra hér talin: Guðmundur nú til heimilis að Burns Lake, B. C.; Kristbjörg, andaðist 12 ára að aldri; Friðgeir til heimilis að Lundar; Oddgeir, að Lundar; Unnur, Mrs. La Sale, andaðist árið 1933; Rúna, Mrs. Eiriksson, að Lundar; Thelma, ó- gift og á heima í Winnipeg; Elizabet, Mrs. Razell, Burns Lake, B. C.; Rannveig, Mr. Med- ford; Pearl, ógift og á heima í Winnipeg. Einar mun hafa stundað smíð- ar heima auk búskapar. Skömmu eftir aldamótin flutti hann ásamt konu sinni og börnum, sem þá voru borin til Ameríku og átti oftast heima hér á Lundar og nágrenni eftir það. Hann stund- aði smíða vinnu að mestu og bygði hér á Lundar nokkur hús fyrir eigin reikning. Hann varð fyrir því mikla á- falli, að missa konu sína frá 2 börnum nýfæddum og vóru það tvíburar. Mun það hafa verið næsta átakanleg jarðarför er átta börn vóru í kringum líkbörur móðurinnar. Hjálpfúsir nágrann- ar tóku flest af börnunum og munu flest af þeim hafa fengið framtíðar uppeldi hjá þessu fólki og tvö þeirra Thelma og Rann- veig vóru þannig uppalinn. Sú fyr nefnda hjá Guðmundi Brekk- man og konu hans en sú síðari hjá Mr. og Mrs. Kristjáni Dan- ielssyni. Eðlilega vildi faðirinn halda hópnum saman og tókst það með miklum dugnaði. Má nærri geta að það hafi verið mjög ervitt verk fyrir föðurinn, sem varð jafnframt að vinna sér og sínum brauð utan heimilis oftast nær, Einar andaðist að heimili sínu á Lundar 2. júní s. 1. eftir allanga vanheilsu. Einar sál. var þrek og dugnað- ar maður hinn mesti. Margt var honum fleira vel gefið. Hann var einlægur vinur vina sinna, djarf- ur og hreinskilinn í orðum og fylgdist undra vel með öllu sem var að gerast í heiminum. Hann var að eðlisfari frjálslyndur í skoðunum og lét furðu lítið blekkjast af áróðri tímanna.Hann var vel lesin í fornum og nýjum íslenzkum bókmentum, hafði hann yndi af skáldskap og fékst enda dálítið við að yrkja sjálfur. Hann var söngelskur maður og hafði hina mestu unun af söng hafði hann enda lært að spila dá- lítið á orgel heima á íslandi. Hann var maður hjálpfús og greiðvikin í nágrenni og í hvervetna drengur hinn bezti. Hann var jarðsunginn frá Sam- bandskirkjunni á Lundar mánu- daginn þann 5. júlí, af undirrit- uðum. H. E. Johnson mjög til um fegurð þeirra. Við eigum fjöll heima á íslandi. En þau eru svo stórfengileg, svo sér- kennileg fyrir þetta land, með sinn einkennilega risaskóg sem að því er virðist, sýnist spretta upp úr beru grjótinu. Og fellegir og sérkennilegir eru dalirnir sem ganga inn á milli fjallanna. Eins og eg gat um áður hefir mér gefist kostur á að ferðast talsvert um landið og kynnast íslendingum hér vestra. Leið mín lá fyrst að Hnausum, og Gimli, þá að Víðivöllum, til góðvinar míns Guttorms G. Guttormsson- ar og háns ágætu konu. Hjá hon- um dvaldi eg í nokkra daga, Þá daga komu bændur frá f slendinga fljótinu og sóttu mig í bíl og sýndu mér byggðirnar, Víði, Geysi og Árborg. Eg kom þar á fjölmörg heimili, og sumstaðar var fólk fyrir af öðrum búgörð- um sem kom til að mætta mér. Á hverjum einasta bæ var töluð ís- lenzka, ekki eingöngu við mig heldur talaði fólkið íslenzku sín á milli. Hin framúrskarandi alúð fólksins og vinsemd til mín, ó- kunnugrar, varð mér satt að segja undrunarefni. Næst lá leið mín svo til Lund- ar. Lundar er mjög íslenzkur bær. Þar var gaman að koma, þar mætti eg sömu gestrisninni, — sömu hlýjunni sem allsstaðar annarsstaðar. Fólkið vildi alt fyr- ir mig gera. Eg kom inn á f jölda heimila og það var engu líkara en fólkið hefði þekkt mig frá blautu barnsbeini. Sama er að segja um viðtökurnar vestur við haf. Það var sama hugarþelið — sama gestrisnin og eg hefi hver- vetna notið í byggðum íslend- inga hér vestra. Það sem hefir gerst hér vestra er ekki mikið. Eg hefi haldið hér 8 erindi um ísland og íslenzka menningu. Og auk þess lesið tvisvar upp úr bókum mínum. f þessum erindum hefi eg leitast við að gefa sem gleggsta mynd af þeim framförum sem orðið hafa á íslandi nú á fáum árum. Eg hefi haft góða hlustendur. Fólkið hef ir sýnt sterkan á huga fyrir öllu sem íslenzkt er, öllu sem varðar heimaþjóðina. Þetta er því merki legra, að víðast hvar mætti en annari, og þriðju kynslóðinni. Fólki sem fætt er hér og alið upp við ameríska siði, samt vissi fólk mikið um ísland, og íslenzka siði, einkum hér fyrrum. Þetta hafði afi og amma sagt því frá föðurlandinu, og það festist í minni. Ef afkomendur þessa flóks, æskan sem nú er upprenn- andi, vildi hlusta á gömlu sagn- irnar myndi það síðar ekki sjá eftir því heldur gleðjast, jafn- vel þótt það tali ekki íslenzkuna. j Með því móti og mörgu fleiru gæti kynning haldið áfram. Eg hefi gert mér sérstakt farj um að skyggnast inn í hugi fólks ins, þessi mikla vinsemd og virð- ing sem eg varð aðnjótandi gerði það að verkum að eg fór að veita fólkinu meira athyggli. Þegarj gömlu konurnar föðmuðu mig að sér og fögnuðu því að hafa mætt mér, spurði eg sjálfa mig að því, hverju þetta sætti. Eg var bara venjuleg kona, ekki máttug eða stór á nein hátt. Mér varð strax ljóst að það tók því ekki fyrir mig að hreykja mér af þessu,, þessi mikla vinsemd sem yljaði ( mér innst inn að hjartarótum, hlaut að eiga sér dýpri rætur. Af ^ kynningu minni við fólkið hefi ^ eg orðið þess áskynja að ísland, og allt sem íslenzkt er á sér dýpri hljómgrunn í hugum vestur fs- ( lendinga en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. Á þennan hátt verð- ur hin mikla vinsemd, til mín, skilin og skýrð. Og mér er þetta mikið fagnaðarefni. Eg kann öllu því fólki sem eg hefi mætt hjartans þökk. Dvöl mín hér hefir gefið mér fjölda^ dýrmætra minninga, og tengti vináttubönd sem eg vona að ekki rofni þótt haf skilji. Þegar eg er nú á förum héðan vil eg ekki láta hjá líða að þakka hina miklu velvild, gestrisni og sæmd sem mér hefir hvervetna verið sýnd. Sérstaklega þakka eg þó frændum mínum, Péturssons bræðrunum og konum þeirra. ekkju Rögnvalds Péturssonar og börnum hennar fyrir mikla gest- risni og gjafir sem mér munu ávalt verða einkar kærar. Eg þakka forseta þjóðræknisfélags- ins og stjórn þess fyrir þá sæmd sem það hefir sýnt mér. Eg þakka öllum nær og fjær sem stutt hafa að því með breytni sinni við mig, að gera alla þessa daga að sól- dægrum. Hugur minn mun oft leita hingað vestur til vina minna hér, því dvölin hér mun verða mér ógleymanleg. Eg óska ykkur allrar blessunar í komandi fram- tíð. Trú mín og von er sú, að austur og vestur fslendingar eigi eftir að tengjast æ sterkari bönd- um er tímar líða. Og eg vona líka að íslenzk tunga verði töluð hér vestra meðan ár og lækir renna. Guð blessi ykkur öll. Elinborg Lárusd. 9. september, 1948 FJÆR OG NÆR Útför Björns F. Mathews frá Oak Point, Man., er dó 7. sept., fór fram s. 1. föstudag frá útfar- TALSÍMA HÆVERSKA ÆSKILEG Ef allir notendur sím- ans eru samtaka, er hœgt að gera þjón- ustuna fullkomna. — Þ é r getið aðstoðað með þvi: • Að vera fáorð • Forðast ónauðsyn- leg samtöl. • Gefa hlé milli samtals. • Vera nœrgœtin. Ef þér vanrækið að aðvara símaþjóninn að samtalinu sé lokið, veldur því að samband- inu er ekki slitið, og varnar öðrum frá því að ná sam- bandi við aðal stöðina. Vanræksla að hringja úr “ring off”, gerir allskonar óþægindi og getur valdið því að ónauðsynlegri upphæð sé bætt við reikninginn. Verið fáorð . .. Verið þolinmóð . . . Verið nærgætin 5—48 MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Manitoba Birds BROWN THRASHER Toxostoma rufum A large, reddish-'brown bird with long, sweeping tail. Uniform reddish above, creamy white below, sharply striped with dark brown on breast and along flanks. Distinctions:—The Brown Thrasher with its red-brown back and sharply streaked breast has the general outward appearance of a Thrush, but its large size, ruddiness of the brown, straw-coloured eyes and long tail are distinctive. Field Marks:—Bright red-brown back, sharply striped breast, long tail and general carriage, and habits. Nesting:—In thickets or on the ground, in nests of twigs, coarse rootlets and leaves, lined with finer rootlets. Distribution:—Eastern United States. Across Canada in the southern parts, west to Alberta. The Brown-Thrasher is probably the best-known common Canadian Songster from Ontario westward. Its song is a succession of phrases like that of the catbird, but without its discordance, and more liquid and mellow in tone. The notes are uttered close together and continue for several minutes in great variation, with repetition of each varia- tion. Economic Status:—A decidedly useful bird, over half of its food being injurious insects, beetles, caterpillars, grass- hoppers etc., and the remaineder is largely fruit—mostly raspberries of the cultivated fruits. On the whole it does little damage and much good. This space contributed by Shca's Winnipeg Brewery Ltd. fMF® ** ' MD-216

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.