Heimskringla - 15.09.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.09.1948, Blaðsíða 1
Always ask for the— HOME-MADE "POTATO LOAF" s •< !! j| CANADA BREAD CO. LTD. I Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgi ]! I »^#S#^#N#S#S«^#^S^#^^N#S#S#S#S#N#^«S#S#S#^^tfS#S#S#S#^#> Always ask for the— HOME-MADE u POTATO LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. \ Wianipeq Phone 37 144 X Frank Hannibal, Mgr Vsr#s»^^jv»^tfs>sy^#^N»s#s#s#sr^s^#^^»sr#^^»^g^> LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. SEPT. 1948 NÚMER51. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Góðar uppskeruhorfur Samkvæmt 'skýrslum Winni- peg Tribune, var s. 1. miðviku- dag hveiti uppskera vesturfylkj- anna talin nema 365% miljón mælum. Skiftist hún milli fylkj- anna þannig, að uppskera Mani- toba er metin 60 miljónir, Saskat- chewan 192 miljónir og Alberta 113 miljónir mæla. f Manitoba eru að meðaltalij 25.2 mælar af ekru, Sask. 13.3 og' Alberta 18.0. Hafra uppskera er talin 238.8 miljón mælar í öllu landinu. Þar af í Man. 60 milj., í Sask. 92 milj. Dr. E. J. Ratlegde, íhaldsmað- ur, hefir verið þarna þingmaður síðan 1927, en sagði stöðunni ný- lega lausri. Þegar John Bracken fyrver- andi forsætisráðherra fylkisins fór frá völdum, slitu CCF. flokksmenn samvinnu við stjórn- ina og J. S. Farmer, sagði stöðu sinni, sem verkamálaráðherra lausri. Burtför Garsons getur einnig haft einhver áhrif á samvinnuna; fer það eflaust mikið eftir því hver forsætisráðherra stöðuna hlýtur. og Alta. 86 miljónir. Bygg uppskera nemur 154 TapÍð á hveitisölunni miljón mælum alls. Þar af í Man 50 milj., í Sask. 44 milj., í Alta 60 miljón. Rúg uppskera alls 21 mælar. Flax (hör) uppskera alls 17 miljón mælum. 11% milj. í Manitoba, 3% 2 í Alta. Árið 1947 var öll hveitiupp skera 319 miljón mælar. Slettist upp á vinskapinn Stanley N. Jones, forseti Grain Exchange skýrði á ársfundi fé- laga sinna nýlega frá tapinu, sem miljón' bændur í Canada hefðu orðið fyr- ! ir vegna fyrirkomulagsins á nemur j kornsölu King-stjórnarinnar. — Þar af Núverandi verð, sem er $2 mælir- Sask., jnn, kvað hann miklu lægra en hveitiverð í Bandaríkjunum, og ennfremur lægra en verðið á hveitinu, sem Ástralía seldi Bret- landi í s. 1. desember; Ástralíu verðið var $2.72 mælirinn. Tap þriggja síðustu ára á í Manitoba-fylki hefir sam- vinnustjórn verið við völd í átta' hveUisölunni, sagði ræðumaður ár. Henni hefir farnast mjög velj nema 784 milJón dölum- Verðið * varla aldrei verið sett ofan í við Bandaríkjunum hefði verið þetta mikið hærra, en verðið, sem Til séra Valdimar Eylands Þú ert kominn heim að heiman heill og sæll, við fögnum þér. Ársdvöl þín á ættjörðinni andans sigurmerki ber. Þú varst heima góður gestur gafst það bezt sem áttir til. Tengdir vora strönd við ströndu studdur ment og bróður yl. íslenzk þjóð, í álfum tveimur ættarstofni gildum frá, mál þitt, ljóð og sagna sjóður sæmir stærri þjóðum hjá. Fáment lið með samúð sigrar sérhvert þrauta spor á leið. Norrænt eðli ávalt stefnir öruggt fram á þroska skeið. Heill þér Eylands, ástar þakkir, ávalt tryggur þinni stétt, æðsta markið okkar daga er því háð, að stefna rétt. Lengi megi lýð vorn fræða lífsins trúar andi þinn. Giftusólin geisli allan guði vígðan ferilinn. M. Markússon hana í blöðunum og milli aðal- flokkanna, íhalds- og frjálslyndra alt verið í fínasta lagi. Nú er að því komið að S. S. Garson for- sætisráðherra taki við stöðu í Ot- tawa. Ætti það ekki að olla neinum samvinnuslitum og er raunar ekki víst að það geri það. Samt sem áður hefir nú hlaupið einhver snurða á þráðinn út af auka-kosningu í Minnedosa og hefir forseti íhaldsflokksins í fylkinu, R. D. Guy, Jr., kallað lið sitt til fundar bráðlega. í á- bændum hér var greitt, sam- kvæmt samningnum sem King- stjórnin hefði gert við Breta. Eftir þessum samningi verður hveiti fVá Canada selt til Bret- lands í 3 ár enn, eða til 1950, að þess árs uppskeru meðtaldri Þetta ástand heldur því enn á- fram um skeið. Um það leyti sem samningnum lýkur má telja tap bænda á hon- um öll árin sem hann hefir verið í gildi 3— 400 miljón dali. minstu kjördæmi hefir kosninga-| nefnd samvinnustjórnar tilnefnt Uppskera í Bandai'íkjunum H. S. Rungay, liberala, en íhalds-j Aburyrkjuraðið { Washington menn eru ekki ánægðir með það.j spáði g L föstudag) að hveiti upp. segja kjördæmið gamalt íhalds- manna setur. Aukakosning fer þarna bráðlega fram. HLJÓMLEIKUR f PLAYHOUSE Agnes Helga Sigurðsson, sem von er til þessa bæjar í dag eða á morgun, efnir til hljóm- leiks 14. október í Playhouse í Winnipeg. Undirbúning og að- stoð alla hefir Þjóðræknisfélag ið tekið að sér að sjá um fyrir listakonuna. Þeir sem tryggja vilja sér að- gang, ættu að gera það sem fyrst. En þess er kostur með því að snúa sér til þeirra er aðgöngu miða hafa, sem eru fyrst og fremst Þjóðræknisfélagið, ís- lenzku vikublöðin og eflausi fleiri. En þetta verður alt nánar auglýst síðar. Blöðin fengu fréttina af þessu i morgun og geta ekki nema a5- eins minst á þennan hljómleik þessa viku. skera í Bandaríkjunum mundi nema í ár 1,285 miljón mælum — það er rúmlega l1/! biljón mæl.). Og eftir þessu er flest önnur upp- skera. Þetta er svipuð uppskera og á síðastliðnu ári, en það þótti eitt mesta uppgrípa ár í sögunni. Schumans stjórnin fallin Schuman-stjórnin á Frakk- landi féll á þriðjudaginn í s. 1. viku og hafði þá setið 64 klukku- stundir að völdum. Enn hefir verið reynt ¦ að rríynda stjórn og heitir sá Henri Queuille, er nú ræður. Á stefnu hans og Schumans, er víst lítill munur. En það virðist vaka fyr- ir Oriole forseta, að sneiða eins lengi og hægt er hjá öfgaflokk- um de Gaulle og kommúnistum. Pearson tekur embættiseiðinn Eins og gefið hefir verið í skyn í blaðafréttum, er L. B. Pearson nú orðinn ráðherra í Ot- tawa-stjórninni. Hann tók em- bættiseið sinn s. 1. laugardag. Það er utanríkismáladeildin sem hann tekur við, en þar var fyrir Louis St. Laurent, nú væntanlegur forsætisráðherra Canada. King forsætisráðherra, sem er á förum til Bretlands til að sitja þar samveldisfund, af henti St. Laurent allan undirbún- ing næsta þings í hendur. Þegar King kemur til baka, mun hann afhenda St. Laurent forsætisráð- herrastöðuna. King hefir verið ant ufn að vera á þessum samveldisfundi, þar sem hann hefir haldið for- sætisráðherra embættinu til þess. En hefði hinn nýi stjórnarfor- maður ekki byrjað vel stjórnar- tíð sína, með því einnig að sækja þennan fund? FJÆR OG NÆR Mrs. Sigríður Oddson, Portage, La Prairie, Man., dó s. 1. föstu- dag; hún var 73 ára. Hana lifa; ein dóttir, Mrs. A. H. Bryson í Portage. Með líkið var farið til Edinburg, N. Dak., og var jarðað þar s. 1. mánudag. Hin látna átti skyldfólk í Dakota, þar á meðal systur, Mrs. Önnu Jóhannsson, konu Árna Jóhannssonar á Akra. Hún var skagfirsk að ætt og bjó faðir hennar, Björn á Sleitustöð- um. * * w Silfurbrúðkaup Á miðvikudagskv. þann 8. þ.m., var þeim mætu og vinsælu hjón- unum, C. O. Einarssyni og Björgu konu hans haldið veglegt samsæti í fundarsal Fyrstu lút. kirkju, í tilefni af fjórðungs ald- ar hjúskapar afmæli þeirra; veizlustjórn hafði með höndum Mr. J. J. Swanson. Auk Mr. Swansons tóku til máls séra Valdimar J. Eylands, Mr. F. Friðfinnsson, Mrs. Bald- win, Mr. H. Pálmason, Mr. Jakob Kristjánsson, séra Philip M. Pét- ursson og Mr. Paul Bardal. Þau Mr. og Mrs. Einarsson eiga tvær dætur, Mrs. Lynn Watt og Geraldine í heifnahúsum. — Heimili þeirra er að 617 Inger-, soll Street hér í borg. ! Eins og vera bar, voru silfur- brúðhjónin leidd út með verð- mætum gjöfum, er þau þökkuðu innilega, ásamt þeirri góðvild er samsætið í kvöld vitnaði um. Veitingar voru hinar ríkmann- legustu. * * * Mrs. Emily Palsson, frá New Westminster, B. C. ekkja Jónas- ar Pálssonar hljómleika-kennara er í heimsókn hér eystra hjá tengdafólki og skyldmennum sínum og dvelur hjá Mr. og Mrs. P. S. Pálsson, Winnipeg. * * * Friðrik Kristjánsson M. Sc, frá Minneapolis kona hans og dóttir, sem verið hafa hér nyrðra um tveggja mánaða skeið í sum- arfríi, lögðu af stað suður síðast liðna viku. Friðrik, sem meist- arastig tók á s. 1. vori ætlar á komandi vetri að ná sér í dokt- ors hattinn. Hann er eyfirskur að ætt, sonur Mr. og Mrs. Jakobs F. Kristjánssonar í Winnipeg, og er fæddur hér vestra. * * * Gifting Sigurjón Tate Sigurðsson og Lillian Charlotte McKeown voru gefin saman í hjónaband s. 1. laugardag, 11. sept. af séra Phil- ip M. Pétursson. Þau voru að- stoðuð af Mr. og Mrs. Edwin S. Derby. Brúðguminn er sonur Bárðar heitins Sigurðssonar og Kristínar Tateson, konu hans, en brúðurin er af enskum ættum. Giftingin fór fram á prestsheim- ilinu, 681 Banning St. Viðstadd- Fundur Prog.-Cons. í Ottawa Landsfundur Progressive Con- servative flokksins hefst í Ot- tawa 1. október og er áætlað að hann standi ekki yfir nema tvo daga. Aðalefni þessara allshrejar flokksfunda, er að yfirvega stefnuskrána og breyta þar sem þörf gerist og bæta í hana tillög- um, ef álitið er, að starfið á næstunni krefjist þess. Áður en fundurinn hefst, verð- ur unnið að því í nefndum sem 200 manns alls starfa í, að gera þessar tillögur úr garði. Þær fjalla um búnaðarmál, verka- mannamál, utan- og innanríkis viðskifti, starfrækslu auðslinda, félagslegt öryggi, skatta og margt fleira. Þessar tillögur ræð- ir svo fundurinn og samþykkir ir voru nokkrir vinir og ættingj- ar auk móður brúðgumans og for- eldra brúðarinnar. Framtíðar heimili Mr. og Mrs. Sigurðsson verður í Winnipeg. *• * * Svein Thorvaldson kaupm. frá Riverton var staddur í bænum s.l. föstudag. Hann sagði uppskeru á hveiti eina hina mestu í sögu norður - Nýja-íslands - bygða og mundi víða nema frá 35 til 50 mælum á ekru. í stað einnar korn lyftu í Riverton þyrfti þrjár nú. ef vel væri, sagði Mr. Thorvald- son. * * * Viglundur Vigfusson frá Gimli og Jónína Sigurðson Vig- fusson kona hans, voru stödd í bænum s. 1. föstudag. Þau voru hin hressustu og Viglundur, sem nýlega varð að fara undir upp- skurð á sjúkrahúsinu á Gimli, virðist orðin alheilbrigður. Hann biður Heimskringlu að færa Kjartani lækni Johnson á Gimli sitt bezta þakklæti fyrir skjóta lækningu meina sinna og mikla rögg og umhyggju sér sýnda í því sambandi. * * * Mrs. J. Sigmundsson og Margrét hjúkrunarkona, dóttir hennar eru nýkomnar heim úr skemtiferð vestur til Vancouver. Þær ferðuðust flugleiðis og voru rúma 5 klukkutíma hvora leið. Vestra dvöldu þær hjá syni Mrs. J. Sigmundsson, Sig. Sig- mundsyni og konu hans, er sáu vel um, að þeim yrði ferðini til sem nestrar skemtunar. Þær voru tvær vikur vestra og láta hið bezta af því. — Þótti Mrs. J. Sigmundson mikið koma til hins óðfluga og þægilega loftferða- lags. HELDUR HLJóMLEIK I NEW YORK Pearl Pámason í póstinum í morgun barst Heimskringlu bréf, er frá því skýrir, að fiðlusnillingurinn Pearl Pálmason haldi fiðluhljóm- leik í Town Hal í New York 19. sept. Er það í fyrsta sinni sem ungfrúin býður hljómleik þar. Piano undirspil annast Snjólaug Sigurðsson. Frekari upplýsingar getur ekki í bréfinu af þessu, en Heimskringla óskar ungu stúlk- unum, sem báðar eru úr þessum bæ og kunnar fyrir list sína, til heilla með hljómleikinn. "VAKNIÐ ÞIÐ SEM SOFIÐ" eða fellir eftir atvikum. En það málið sem mesta at hygli mun þó vekja á þessum fundi, er kosning leiðtoga flokks ins. Eftir að fundur hefir verið settur, mun fráfarandi formaður flokksins, John Bracken, kveðja. Og síðari daginn, er val foringj- ans hefir farið fram, mun sá er kosinn verður hafa orðið. Tala fulltrúa víðsvegar að úr landinu, er sögð yfir 1300. Um hver hinn nýi foringi verð- ur, er engu hægt að spá. f blöð- um hafa aðallega tveir verið nefndir, þeir Drew forsætisráð- herra Ontario og Diefenbaker þingmaður. En þeir geta og verða eflaust fleiri, er á fundinn kem- ur. Eg veit ykkur muni ekki þykja þetta sérlega kurteist ávarp, og jafnvel ekki sæmandi. En sjáið þið nú til! Þann tuttugasta september næstkomandi, er ákveðið, að árs- fundur fslendingadagsins verði haldinn í Góðtemplara húsinu við Sargent Ave., og nefndin óskar eftir, að allir sem láta sér ant um fslendingadags hátíða- haldið, komi á þennan fund. Næsta ár er sextíu ára afmæli fslendingadagsins og það er hug- mynd nefndarinnar, að kosta talsvert miklu til fyrir það há- tíðarhald og gera það þannig úr garði, að það verði öllum fslend- ingum hér til sóma eða ósóma, eftir því hvernig því verður ráð- ið og hagað. Það getur ekki geng- ið vel með því, að láta nefndina eina standa fyrir öllu án þess að hún viti nokkuð um hvað fjöld- inn af fólkinu vill. Ef þið eruð óánægð með starf nefndarinnar að einhverju leyti þá skéllið þið allri skuldinni á hana, en komið ekki á aðalfund íslendingadagsins til að kjósa í nefndina og láta álit ykkar í ljósi um hvernig þið viljið að nefndin hagi störfum, hvað hún eigi að gera og hvað hún á ekki að gera. í þetta sinn verða fimm menn kosnir í nefndina í stað þeirra, sem endað hafa tímabil sitt. Þið verðið að kjósa þessa menn. Að þessu sinni verður engin útnefn ingar nefnd. Kosningin verður algjörlega í ykkar höndum. En hún getur ekki verið það, nema því aðeins, að þið komið á fund inn og sýnið vilja ykkar. Fundur inn er hafður svona snemma að haustinu til þess, að næstkom- andi nefnd hafi allan þann tíma, sem hægt er að veita henni til undirbúnings hátíðahaldsins næsta ár. Undanfarin ár, hefir fundur- inn verið svo illa sóttur, að eng- in leið hefir verið, að kjósa form- lega menn í nefndina. En það verður að vera gert nú. Ef þið sinnið þessu ekki, getið þið ekk- ert sagt á móti gjörðum nefnd- arinnar á næsta ári í sambandi við þetta mikla hátíðahald. Nefndin getur þá farið sínu fram og þið verðið þeyjandi að gera ykkur að góðu það sem hún gjör- ir, hvað vitlaust sem ykkur kann að þykja það og hvað margar þúsundir dollara nefndinni þókn- ast að eyða. Nefndin hefir nú talsverða f járupphæð í sjóði, sem hún hefir verið að safna til und- irbúnings þessa hátíðahalds. Ef nefndinni skyldi koma til hugar að eyða þessum peningum óvit- urlega, að ykkar dómi, í sam- bandi við undirbúning hátíða- haldsins, þá getið þið ekkert sagt við því ef þið komið ekki á árs- fundinn þann tuttugasta sept- ember, 1948. Það er óhugsandi, finnst mér, eftir allt sem fslendingar hafa gert hér vestra til framkvæmda og góðs í flestum mannfélags- málum, að þó þeim sé farið að fækka, sem fremstir stóðu, að hinir, sem eftir eru, séu orðnir svo andlega sofandi og kæru- lausir, að þeir vilji ekki lengur sinna því sem reynt er að gera til viðhalds íslenzks þjóðernis hér í landi, að þeir séu orðnir svo værukærir, að þeir vilji bara sofa á frægðarorði þeirra sem fallnir eru. Helst virðist líta út fyrir það, því sannarlega fara engar frægðar sögur af gjörðum íslend- inga í Winnipeg síðustu árin. — Það virðist sem þeir vilji signa allt og svæfa eilífum dauða. Um þetta mætti rita meira, og þörf væri þess einnig, ef það skyldi geta rumskað við einhverri sofandi sál, sem hætt er að sjá dagsmökk íslenzkra áhugamála og framkvæmda. Svo vil eg að síðustu aftur minna ykkur á að sækja fundinn þann 20. þ. m. Ef þið gerið það ekki, getið þið engum öðrum um kennt en ykkur sjálfum, ef illa tekst til með hátíðahaldið næsta sumar. Davíð Björnsson ritari ísl.-dagsnefd.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.