Heimskringla - 29.09.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.09.1948, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. SEPT. 1948 $|citnsfering;l h (StofnuO 188«) Kemui út á hverjum mifivikudegi. Eigendur: THE VIKING fRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð biaSsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawá WINNIPEG, 29. SEPT. 1948 Athugasemdir við skrif um biöðin Út af breytingunni sem neyðst var til að gera á vikublöðunum íslenzku, hafa nokkrar greinar birst, sem bera með sér mikinn ó- kunnugleik á málinu. Skulu sumar þeirra athugaðar. í síðustu Hkr., var því haldið fram 1 einu af þeim skrifum, að þörf íslenzkra blaða væri horfin hér í landi. Hér er átt við, að blöð þessa lands flytji fslendingum allan þann fróðleik, sem þeim sé nokkurs þörf á. En má maður spyrja, hvar sá fróðleikur sé í ensku blöðunum, um íslendinga hér eða heiman frá íslandi, sem íslenzku vikublöðin hafa að jafnaði flutt? Vér höfum ekki orðið varir við hamp Og ef fslendingar hér hefðu orðið að fræðslu enskra blaða einna að búa, vissu þeir nauðalítið hér hverjir um aðra og um ísland minna en ekki neitt. Það er auðvitað hægt að segja, eins og margir gera, að okkur komi það ekkert við hvort að við séum íslendingar eða að við séum heiman af íslandi upprunnir. En tekur ekki tilfinningin skjótt í taumana, að minsta kosti hjá þeim, sem fullorðnir komu að heiman, um hvað hug og hjarta þeirra býr næst? Eiga þessir menn að mold- ausa æskuminningar sínar, sem eru eitt af því kærasta, sem þeir og maðurinn yfirleitt á til, vegna þess að forlög þeirra urðu þau, að flytja til framandi lands? íslenzkan og lestur íslenzkra blaða mun hér enn lengi finna bergmál í brjóstum íslendinga. Og þeim yrði það eitt hið mesta harmsefni, ef bráð glötun..biði hvorttveggja. Framfarir og velgengni íslands síðari árin eru og þess eðlis, að það væri mót allri von, að jafnvel aðrar þjóðir léti sig ekki menn- ingu þess, stjórnarfarslega, andlega og efnalega, skifta. Hver fyrir- mynd smáþjóðir geta verið hinum stóru, kom óvart í ljós 1930, er ísland tók titilinn af Bretum, með að vera móðir þingræðisins í heiminum! Að segja slíkt ekki snerta þjóðrækna íslendinga hér, getur ekki við mikið haft að styðjast. f öðru skrifi um málið, er að því vikið, að Þjóðræknisfélagið taki að sér útgáfu vikublaðanna íslenzku og núverandi útgefendum jafnvel ámælt fyrir, að leita sér ekki upplýsinga um vilja almenn- ings, áður en berytingin var gerð á blöðunum. Svarið við fyrra atriðinu ímynda eg mér að yrði af útgefenda hálfu: Gerið svo vel! Að ætlast til að Þjóðræknisfélagið geti alt gert, vitum vér þó ekki hvort rétt er hugsað. Það gæti um leið komið til greina, að það tæki þá kirkjumál fslendinga einnig að sér, því ekki eru íslenzku blaðasneipurnar enn fallnar lengra frá íslenzkunni en þær. Þjóð- ræknisfélagið hefir talsvert á sinni könnu og þar á meðal útgáfu Sögu íslendinga í Vesturheimi, sem ekki virðist ganga mikið betur með rekstur á en blaðanna. En með síðara atriðið, að leita sér frétta um skoðanir almennings, hefði að öllum líkindum seint fengist eining um. Það hefðu snúist um það eilífar kappræður, sem óvíst er um hvenær lokið hefði, og hvort nokkuð ákveðið til að byggja á hefðu leitt í ljós, vegna þess, að allir áskrifendur blaðanna hefðu seint tekið þátt í þeim. Aðrir sem til þessa máls hafa lagt skerf, minnast á, að blöðin mundu með fyrirkomulagi sem þeir hugsa sér, ekki hafa tapað kaup- endum. En sannleikurinn er sá, að kaupendum þeirra fækkar ekki eins mikið og þessir menn virðast halda. Það sem efnahag blaða háir, er hækkandi verð á öllum hlutum og vinnulaunum. Almenn- ingur verður I dýrtíð þeirri, sem nú ríkir, að fara margs á mis, sem honum er alt annað en kært að gera. Hvað lengi sú verðbólga helzt, er ekki að reiða sig á og það skyldi enginn gera. Með það fyrir aug- um var til þessa ráðs gripið, að reyna að draga á annan hátt úr útgáfu kostnaði blaðanna en því, að hækka verð þeirra. Það þætti góð stjórn nú á tímum, sem meira tillit tæki til gjaldþols almennings í stað þess að spenna upp skatta f jöllunum hærra. Fyrst eftir breytinguna bar talsvert á aðfinslum út af henni. En þegar menn áttuðu sig betur á málinu, fór að draga úr því og þeir virðast nú fleiri, sem álíta að breytingin hafi verið hin bezta í bráðina, úr því sem komið var. Það getur verið, að stoðin sé ekki mikil að þessu, en lítið er betra en ekki neitt. ÞVÍ MINNI, ÞVÍ BETRI Dr. A. H. Jewitt, hinn nýji skólastjóri Bishop’s háskóla, sagði við fregnrita er á tal við hann komu, að hann væri þeirrar skoðunar, að fullkomin persónu- leg kynning milli kennara og nemenda, væri það, sem veitti haldbezta mentun. Hann kvað alt of mikinn brest á þessu í hinum stærri skólum. Skólinn sem hann veitti forstöðu hefir 216 nemendur og 20 kennara. — Þeim kvaðst hann öllum ætla að kynnast persónulega. Þetta at- riði áleit hann hafa þúsund sinn- um meiri áhrif, en hraðframleið- sla skólabóka og jafnvel fyrir- lestrahöld. Með því fyndist sér oft nemendunum gefnir steinar fyrir brauð. Dr. Jewitt álítur, að persónu- legt samband milli nemenda og kennara skorti tilfinnanlega í hópkenslu - aðferðum nútímans. Því minni sem skólarnir eru, því betri uppeldis og mentastofnanir munu þeir oft reynast. ATHYGLISVERT MÁL Á kosningafundi fslendinga- dagsnefndar nýlega í Winnipeg, vakti J. J. Bildfell athygli á þeirri ringulreið, sem ætti sér stað með þjóðhátíðarhaldið hér vestra. Kvað hann erfitt fyrir hérlenda eða ókunna menn, að átta sig á því, hvenær þjóðhátíð- ardagur íslands væri. íslendinga- dagar væru hér haldnir sjö á ári og sinn daginn hver, en engan þeirra bæri þó upp á hinn eina og sanna þjóðhátíðardag á íslandi. Þessum minningardögum mörg- um fylgdi auglýsingasöfnun frá viðskiftamönnum, sem væru svo hissa á því, sem von væri til, er í þriðja og fjórða skifti væri til þeirra leitað eftir auglýsinga-að- stoð, að þeir ættu ekki orð yfir það. Spurning þeirra er vana- lega sú, hvað margir þjóðhátíðar- dagar íslands væru? Kvað J. J. Bíldfell þetta orðið það hneyksli, sem lengur mætti ekki viðgang- ast. Áleit hann sönnum tilgangi þjóðhátíðardagsins hér misboðið með þessu athæfi og samborgar- ar vorir hér gætu ekki á allar þessar minningar hátíðir vorar litið öðru vísi, en sem gabb til allsherjar centa-öflunar og væri helgi dagsins eins illa með því komin og hægt væri að hugsa sér. Málið fékk daufar undirtektir á fundinum og má það undarlegt heita. Bresturinn getur engum manni dulist ;það að hér er hvorki hreyft hendi eða fæti á sjálfan þjóðhátíðardag íslands til minn- ingar um hann, er alveg nóg til þess að olla sannþjóðræknum mönnum taugakvilla. Það getur vel verið erfitt, að kippa þessu í lag, en við því er ekki nema ein lækning; hún er sú, að hvar sem íslendingadagur er haldinn, sé hann 17. júní. Það er talsvert í því sem J. J. B. hélt fram, að tyllidagar aðra daga ársins geti trauðla skoðast þjóðhátíðir, held- ur miklu fremur útiskemtirall eins og verzlunarmanna og Góð- templara, í stað þjóðhátíðardags. Því er ekki að neita, að venju er oft erfitt að brjóta á bak aftur. Og þegar um fyrirtæki er að ræða, sem hepnast hafa vel eins og íslendingadagur Winnipeg- búa hefir gert síðari árin, er það margt, sem athuga þarf. En hins verður einnig að gæta, að venjan útrými ekki hinni upprunalegu hugsjón fyrirtækja. En það hef- ir sannast á alt of mörgum þeirra. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI íslandi úthlutaðar 4 milj. dollara Það var tilkynnt í Washington fyrir helgina, að íslandi hafi ver- ið úthlutaðar fjórar milljónir dollara frá viðreisnarstofnun — Bandaríkjanna til notkunar á síðasta ársfjórðungi þessa árs. —Vísir 20 sept. ★ ★ * Nýr bókavörður við Cornell háskóla Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur hefur verið ráðinn bókavörður við íslenzka bóka- safnið í Cornell háskóla í New York fylki. Hann leggur af stað vestur um haf þann 20 þessa mán- aðar og tekur við af Halldóri Hermannssyni próf., sem nú er um það bil að láta af störfum við þetta merka safn. Kristján er Húsvíkingur og út- skrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri 1942. Að loknu námi þar, fór hann til Bandaríkjanna og stundaði nám í Berkley í Cali- forníu í tæp þrjú ár og síðan á hátt á annað ár í Columbia í New York. í Berkley las Kristján enskar bókmenntir og í Columbia samanburðarbókmenntir. Frá því Kristján kom til ís- lands, hefur hann verið bók- menntalegur ráðunautur útgáf- unnar Norðri á Akureyri. Bókasafnið við Cornell há- skóla er stærsta íslenzka bóka- safnið í Bandaríkjunum, með um 22,000 bindi. Meginstarf STÖKUR Ráðlegging Þó að fram á feigðarslóð fákur tímans hendist. Kveddu dirfsku í banablóð brautin meðan endist. Konu ást Konu ást ef annast mann er í gluggalíki. Glöggt má sjá í gegnum hann guð í himnaríki. Nútíðar æska Undrast ekki æsku slark, út um heiminn víða. Á henni er eyrna mark okkar tveggja stríða. Aldna kynslóð auðs í kví, athöfn gættu’ að þinni. Þú ert heildar orsök í æsku bölvuninni. Ilt útlit Búast dauða og djöfla við demokrata völdin. Klýfur lönd og kristin sið kommúnista öldin. Dýrtíðin Demokratinn dáðakljent dollarsvirði jetur. Fylli sína fyrir sent fengið ekki getur. /. S. frá Kaldbak Stúkan Skuld hefur tombólu og dans 25. október, 1948. Allir velkomnir. Kristjáns við safnið verður að sjá um útvegun íslenzkra bóka, bóka | vörsluna og útgáfu árlegs rits um íslenk fræði. Gunnar Gunnarsson og kona hans gefa ríkinu Skriðuklaustur Gunnar skáld Gunnarsson að Skriðuklaustri og frú Franziska kona hans, hafa gefið íslenzka ríkinu eignarjörð sína Skriðu- klaustur í Fljótsdal, ásamt hús- munum, í því skyni að þar verði framvegis haldið uppi menning- arstarfsemi. — Þau hjónin eru um það bil að flytja frá Skriðu- klaustri og flytja fyrst í stað hingað til Reykjavíkur, en óráð- ið er hvar þau setjast að. — f fréttatilkynningu frá mennta málaráðuneytinu, sem birt var í gær, segir að ráðuneytið hafi þakkað hina höfðinglegu gjöf og veitt eigninni viðtöku, og enn- fremur, að síðar verði tekin á- kvörðun um til hverskonar menningarstarfsemi verði hag- nýttur. Þessi gjöf er hin höfðingleg- asta. Jörðin Skriðuklaustur er ekki einungis einhver besta bú- jörðin í Fljótsdal, heldur er hún einstaklega vel hýst. Gunnai* skáld lét reisa þar íbúðarhús mik- ið á árunum 1939 og 1940, en hann keypti jörðina 1938. Er nærri einsdæmi, að slík húsa- kynni séu til í sveit á íslandi. — Var lítið til sparað við bygging- una og er allt hið rausnarlegasta við hana. Morgunblaðið átti stutt viðtal í síma við Gunnar Gunnarsson skáld að Skriðuklaustri. Hann kvað allt óráðið ennþá til hvers Skriðuklaustur yrði best notað í menningarlegum til- gangi. Kvaðst hann myndi ræða um það við ráðuneytið er hann kæmi suður, en erfitt hefði verið að ganga frá þeim málum yfir svo langa leið. Gunnar sagði, að þau hjónin hefðu viljað tryggja, að Skriðu- klaustur kæmi að sem bestum notum fyrir þjóðina í framtið- inni og þau hefðu talið að það yrði best tryggt með því að rík- ið eignaðist jörðina og húsin sem á henni standa. Er Gunnar Gunarsson var að því spurður hvar hann og kona hans hefðu í hyggju að setjast að, svaraði hann að það væri enn óráðið. Kona hans ætti við van- heilsu að stríða og þeim væri ekki mögulegt að dvelja þarna eystra lengur. Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger Þarf engrar kælingar með Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar- forða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum tíma. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. l^pakki jafÐgiídir 1 köku^af Fresh Yeast Fyrst í stað kæmu þau til Reykjavíkur, hvað, sem svo síðar yrði. —Mbl. 22. sept. SMÁYEGIS í dagblöðum Canada eru svo iðulega birtar afsakanir fyrir fimm centa verðinu á þeim, að það mætti ætla að þau áliti sig ekki einu sinni þess virði. * Dr. Brock Chisholm segir að stærð fjölskylda offylli heiminn brátt af fólki. Hér um slóðir eru prédikanir um þetta einskis verð- ar. En það gæti verið að þær bæru einhvern árangur í Kína. ★ Hús sem einstöku homkomnir hermenn smíða sér sjálfir, kváðu kosta 35^ teningsfetið, en sam- kvæmt ákvæði verkafélaga kosta þau 50^ fetið að minsta kosti. Nú eru þessir menn í verkasamtök- um sín á milli. Þeir hljóta því annaðhvort að setja sér minna kaup sjálfum, en verkafélögin á- kveða, eða vinna harðara, en þau gera ráð fyrir. RADDIR ALMENNINGS Það er engin furða þó íslenzku blöðin eigi í fjárhags vandræðum núorðið, þar er gömlu kaupend- unum fækkar daglega en ungu bbrgararnir lesa lítið, eða valla annað en ensku. Þó munu sveita- menn sumstaðar lesa dálítið ís- lenzku en hreint ekki svo að hlíti. Nú eru 2 neyðar kostir fyrir hendi og er annar sá, að hækka verðið á blöðunum um helming, en hinn að minka þau um helm- ing, hvortveggja þannan kost hefi eg rætt við menn, bæði á Gimli og Lundar er eg er nýbú- inn að heimsækja, og ályktun flestra er sú, að best og vinsæl- ast sé að minka blöðin um helm- ing, með sama verði og nú er á þeim. Til þessa liggja þau rök, að það er mest gamla fólkið, og margt af því á ellistyrk sem held- ur fastast í blöðin, en getur ekki aukið útgjöld sín, eins og nú er alt í geipiverði, og mundu hætta að kaupa þau, nema 3— 4 í félagi. Nú eru til þó nokkrir menn, sem kaupa bæði blöðin bara til að styrkja þau, en lesa þau lítið eða ekki. Þessir mundu hætta að kaupa íslenzku blöðin, svo hvor- tveggJa þetta mundi fækka kaup endum þeirra stórkostlega svo þau féllu strax. Hin kosturinn er sá að minka þau um helming, og hann líkar flestum dável, því við fáum sjáld an meira en 3 blaðsíður af frétt- um, og 1 af auglýsingum, og meg- um þakka fyrir sögurugl, og romsur utanað, mega gjarna missa sig. Sá þriðji kosturinn, er að sam- eina bæði blöðin í eitt, (því sömu fréttirnar koma í báðum blöðunum) gefa þau út í sömu stærð og hvort fyrir sig sem nú, og hækka ekki verðið meira en um einn dollar. Þá gætu blöðin máske lifað ein 20 — 25 ár enn, en þá verða mærri allir menn, fæddir á íslandi, sem hér eiga beima sofnaðir, lengur dettur mér ekki í hug að íslenzk frétta- blöð þrifni í Ameríku. Eigi má gleyma því, að Sam- einingin” er ekki alveg dauð enn, og “Brautin” bráðlifandi, Alm- anakið í andarslitrun og þjóð- ræknis Tímaritið í kápunni. Svo það er ekki lítið prentað á ís- lenzku hér enþá. Nú af því oss er mjög ant um að blöðin haldi áfram að koma út, viljum við óska að þau séu mink- uð um helming, svo þau geti skemt oss enn nokkur ár, en ekki eyðilögð með því að hækka þau gífurlega í verði. Sigurður Balvinson Gimli Silver Tea Jón Sigurdson félagið heldur kaffi sölu í T. Eaton Assembly Hall, laugardaginn 2. okt., kl. 2.30 e. h. Þetta er hin árlega sala félagsins, og allir vinir þess eru beðnir að muna eftir stað og tíma. Nánar auglýst í næsta blaði. * * * Guðsþjónusta, ferming, altar- isganga í Lútersku kirkjunni í Langruth, kl. 2 e. h., sunnudag- inn 3. október. R. Marteinsson * * * Þeir, sem myndir ætla að hafa í bókinni sem verið er að gefa út um Lundardemantshátíðina, eru beðnir að bregðast við og senda myndirnar nú þegar. Þetta má ekki dragast. Nefndin RORGTD HETMSKRTNOLTT— því wlevmd er goldin sktild

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.