Heimskringla - 06.10.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.10.1948, Blaðsíða 1
Always ask for the HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. J inðlft. Always ask for the— HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 6. OKT. 1948 NÚMERl. Foringi íhaldsflokksins Col. George Drew Plokksþingi íhaldsmanna í Ot- tawa s. 1. viku lauk með kosn- ingu nýs foringja. En hann er Col. George Drew, stjórnarfor- maður Ontario-fylkis. Hlaut hann við fyrstu atkvæðagreiðslu tvo þriðju allra atkvæða eða 827 af alls rúmum 1200 atkvæðum. Fjölda atkvæða sinna hlaut hann í öllum eystri fylkjum Can ada, en jafnframt einnig úr vest ur-fylkjunum, að Saskatchewan undanskildu. Þar er sagt að Diefenbaker hafi fengið megin- ið af 94 atkvæðum, sem þaðan voru. Þetta er hans fylki; hann er þingmaður þar fyrir Lake Centre; alls hlaut hann 311 at- kvæði. Fleming, þ.m. frá Toron- to-Eglington, sá þriðji er var í vali, hlaut 104 atkvæði. Þó Drew hafi aldrei tekið þátt í sambandsstjórnarmálum Can- ada, er hann þektur um alt land. Hann er tiltölulega ungur, eða á 55 ári. f fyrsta heimsstríðinu ávann hann sér hinn bezta orð- stír. Hann var brátt kosinn bæj- arstjóri í Guelph, heimabæ sín- um. Hann stundaði lögfræðis- störf fram að árunum 1942 og 1945, er hann vann sína miklu sigra í fylkiskosningunum og varð forsætisráðherra Ontario- fylkis. Hann er sagður glæsimenni hið mesta, með hærri mönnum á vöxt og mælskur og djarfmannlgeur í framkomu. Er tekið til þess hvað honum var klappað lof í lófa í hvert skifti er hann reis úr sæti á þingi flokksmanna sinna og hélt ræður. Tíguleg fram- koma hans hafði þar eflaust eigi síður áhrif, en orð hans. Áður en kosningar fara fram til Ottawa-þingsins 1949, ætlar hann að vera búinn að ná sér kjördæmi og segja af sér forsæt- isráðherrastöðunni í Ontario. ■ Eftirmaður hans þar er haldið að verði T. L. Kennedy, akuryrkju- málaráðherra. Fyrstu mennirnir til að óska nýja foringjanum heilla, voru gagnsækjendur hans, Diefen- baker og Fleming. Var eining hin bezta á þinginu og með ýmsum nýjum atriðum bætt í stefnuskrána, er lutu að auknu frelsi bæði í viðskiftum og í fari einstaklinga, telja marg- ir mjög sennilegt, að Drew taki við forsætisráðherrastöðu Can- ada af Rt. Hon. St. Laurent, eftir næstu sambandskosningar, sem haldnar munu verða á næsta ári (1949). Hvert stefnir í Evrópu? Þessari spurningu verður ef til vill bezt svarað með hliðsjón af árunum 1938 og 1948. Árið 1938 voru Þjóðverjar kampakátir út af því, að hafa lagt tvö ríki. undir sig, án blóðs- úthellinga. Austurfíki og Tékkóslóvakía muna þá sögu, þó öðrum kunni hún að vera gleymd. Síðara ríkið var blátt áfram tekið með Munich-samningnum 1938, er Bretland og Frakkland, eða Chamberlain og Daladier urðu að láat í minni pokann fyr- ir Hitler. Hitler var hrifinn af þessari nýju landvinninga stefnu sinni. Enda mátti hann vera það. Þó með samningnum um Bæheim, væri af hálfu vestlægu þjóðanna miklu fórnað, var það alt gert til tryggingar alheimsfriði og hefði meira en borgað sig, ef samning- urinn hefði verið haldinn af hálfu Hitlers. En það var nú öðru nær en að á slíkt mætti reiða sig. Árið 1939 réðust Þjóðverjar á Pólland og með því hófst síðara veraldar- stríðið, ekki án blóðsúthellinga, en samt sem áður án mikillar fyrirhafnar vegna hins mikla liðsmunar, er þar var um að ræða. Með Evrópu klofna um Austur- ríki, varð engri vörn komið við í Póllandi af vestlægu þjóðunum, sem verndarar smærri þjóða Ev- rópu höfðu gerst, og frá Rúss- landi kom Pólverjum engin hjálp heldur. Enda skiftu Þjóð- verjar og Rússsar því brátt bróð- urlega milli sín. ★ Hvernig er nú ástatt 1948? Önnur stór landvinningaþjóð er nú komin til sögunnar í stað Þýzkalands. Það eru Rússsar. Fimtudeildar herir þeirra nú um allan heim, eru svo gráðugir eins og Spaak, fulltrúi Belgíu sagði á þingi Sameinuðu þjóðanna ný- lega, að her Hitlers er sem lítil skátafylking hjá þeim. Með honum og framferði rússneskrar stjórnar síðan stríðinu lauk, hafa Rússar tapað algerlega þeirri vin- áttu vestlægu þjóðanna, sem þær öfluðu sér í síðasta stríði. í október 1943, áttu Eden, Hull og Molotov fund með sér í Moskva. Féll þá alt í ljúfa löð og hétu allir aðilar að vinna saman að varanlegum friði. Þá var það látið að vilja Rússa að ræða ekk- ert um landamæri frá því fyrir stríð og skildu vestlægu þjóðirn- ar það sem góðs vita. Og 28. nóv. 1943, hófst Teheran fundur Churchills, Stalins og Roose- velts. Þar voru allir sammála um að starfa að varanlegri trygg- ingu friðarins. Ef eitthvað hank- aðist á, átti að leita samvinnu allra frelsisunnandi þjóða til að kippa því í lag. Á þessari friðarsamvinnu var svo byrjað, með Dumbarton Oak fundnium 1944; að gera þar upp- kast að lögum Sameinuðu þjóð- anna og eiginlega friðarskilmál- unum, var álitið greiða fyrir og af öllum samþykt. En þegar til framkvæmda kom um stofnun allsherjar félagsins, voru Rússar á móti nálega öllu, sem hreyft var þykkir, þar með friði við Þýzka- land og Japan er mátti ekki nefna sem átti þó að vera'grund- völlurinn að lögum og starfi S., þjóðanna. Á Yalta-fundinum 1945, voru Bandaríkin og Bretland eins eft- irgefnaleg og þau sáu sér fært í kröfum Rússa um áhrif í Ev- rópu, en það var þó sett upp, að það svifti ekki neina þjóð stjórn- arfarslegu sjálfstæði. Rússinn var hinn ánægðasti með það. — Þessi fríðindi lofuðu vestlægu þjóðirnar Rússsum með friðinn einan fyrir augum. En blekið var ekki fyr þornað á samningn- um þessum en Rússar sviku þá og tóku öll stjórnarfarsleg völd af hverri nábúa þóð sinni af ann- ari og settu þar upp kommún- istastjórn. Og svo er járntjald reist á vesturhlið þessarar þjóð- ar og þeim bannað að eiga nokk- ur mök við vestlægu þjóðirnar. Frá San Francisco-fundinum og alt til þessa dags, hafa Rúss- ar sózt eftir að ræga Sameinaða þjóðafélagið; þeir hafa ráðist á það í hvert sinn sem þeir hafa ekki fengið valdakröfur sínar uppfyltar, unz að þeir eru nú orðnir stór hættulegir friðinum S. Garson, Premier of Manitoba. His Worship Lt.-Col. G. C. Mc- Lean, Mayor of St. Boniface. His Worship Mr. Garnet Coulter, Mayor of Winnipeg. Þetta verður eina samkoma Agnesar í Winnipeg. Hún kem- ur fram í Town Hall listihöllinni í New York í janúar. íslenzkur almenningur hefir í heiminum. Berlínar-málin eru stutt Agnesi með samskotum sín- eitt af því er þetta sannar. Umj um til að fullgera sig í pianolist leið og þeir banna vestlægu þjóðunum flutninga þangað með lifibrauð handa allslausu fólki, smygla þeir sjálfir vörum frá Vestúr-Evrópu þangað eftir öll- um leynigötum og um bakdyr með sínu fimtudeildarliði. Og hvernig er svo komið? Það við og þeir voru áður sam-j er sPurninS á hver* manns vör’ um um hvort nú verði stríð. — Sannleikurinn er sá, að horfurn- ar eru mjög líkar því og eftir Munich-samninginn 1938. Rúss- ar feta nú að öllu leyti í spor Hitlers. Það er aðeins eitt sem og veitist fólki nú tækifæri til að heyra hana. Héðan fer Agnes til New York og víðar til að leita sér frægðar og frama. Við hjálpum henni með því að styrkja samkomu hennar auk þess að skemta okkur við að sjá hana og heyra. Inngöngumiðar fást hjá Win- nipeg Piano Co., 383 Portage Avenue. Hræðilegir skógareldar í Norður-Manitoba geisa hinir hræðilegustu skógareldar á útlitið gerir nú annað. Það er að .. .... kröfur Stalins verða nú ekki til m°r§um stn um- greina teknar eins og Hitlers1 ,,Suður af Rlverton kom UPP 1938. Ræður þeirra Bevins, Mar-1 ^ldur fynr tyeimur eða þremur shalls, Schumanns, Spaaks og I d°gum sem nu eru komnir á móts Kings, eru allar mikil sönnun Vlð eða nnrður fyrir Riverton, að þess, að árásum Stalins nú 4 iauatan- Er eldurmn þar aðeins mikil Stalins frelsi og sjálfstæði smærri þjóða, vírði ekki með þögn eða undir- gefni samþyktar. Sagan er oft ótrúlega góður kennari. Miss Agnes Sigurðsson Recital Patrons: His Honor R. F. Mc- Williams, K.C., Lieut.-Gov. of Manitoba. The Honorable Stuart BOLU - HJALMAR Bólu-Hjálmar Sónar-sverði sáru beitti aldarfar, þó að dyrum þrálát berði þunghent vofa fátæktar. Mæddur sorg af mannavöldum, mannorðsrúið sinustrá, reittur eign af réttarfiöldum, raunamæddur gekk þeim frá. Heilsuþrotinn?húsgangsviltur hærum sínum fann ei skjól; heiftum gróinn heimur spiltur honum níð og rógburð gól. Það er víst af vörum flugu viðsjál orðaskeyti beitt; merg og bein þau manna smugu, mörgum varð í skapi heitt. Alráðin í eining bandsins; — illkvitnin til samnings gekk —, yfirburði ofurmannsins öfundin ei staðist fékk. Sá sem er til gullsins græfur grjót hann fær í verkalaun; maður sem er mikilhæfur má oft þola slíka raun. Hjálmar átti í brag og bögu brugðið orðsins hvassa stál, leifturgripin hugvitshögu hafa stundum glatt hans sál. Afræktur í elliraunum — Akrahrepps var neitun smáð — Skymp hann fékk að skáldalaunum skáld þó væri af drottins náð. Hann gat orðið harmaglaður — hrörnætt skar og at'hvarfs laust, — heiðþróaður andans maður átti í drotni von og traust. ísland mun þér aldrei gleyma, orð þitt býr í landsins sál bergmál þess mun brag þinn geyma björgum stuðlað vit og mál. Jón Jónatansson Heimskringla sextíu og tveggja Með þessu tölublaði hefst 63. ^rgangur Heimskringlu. Þessa vikuna heimsækir hún áskrifend- ur sína hægt og hljóðalaust eins og hún hefir gert frá fyrstu og færir þeim eitthvað eins og fyr, sem þeir munu hafa gaman af að líta yfir, og áhrærir það sem er að gerast í þeirra litla ríki innan ríkisins, hinu andlega ríki ís- lendinga, eins og okkar snjalli Jónas Jónsson frá Hriflu nefndi það. Þannig hafa arin liðið og hvert afmælið rekið annað unz þau nú eru 62 orðin. Vonandi heldur það hljóða starf ennþá áfram, eða eins lengi og hér finnast fyr- ir nokkrir, sem er það kærkomið og það verður eins lengi og nokkrir þeirra standa foldu ofar, sem fullþroska komu að heiman. Og þeir eru margir enn og óskar Heimskringla þeim langra og góðra lífdaga . Hún óskar sjálfri sér eins langra lífdaga og hinna elztu þeirra. ^ j ausidu. rur eiuurmn þar hálfa mílu frá bænum, og heldur í norður undan hvínandi sunnan stormi. Eru þrjú bændabýli þar á leið hans. Er jafnvel sagt, að Mikley stafi hætta, ef eldurinn berst norður eftir og storminum ekki lægir. í Riverton var hver maður og drengir úr efri deildum skólans kallaðir á vettvang til að berjast gegn eldsvoðanum. í Árbrog átti mannsöfnuður í baráttu við eldhættu. Aðeins tvær mílur fyrir sunnan þorpið, geisaði mikill eldur á stóru svæði. Hafa þar einhver heimili verið flúin en þó ekki mörg sem betur fer, en heystakkar og við- arhlaðar hafa brunnið. Af því tæi er og mikið tjón orðið bæði1 fyrir sunnan Riverton og annars^ staðar. Norður hjá Ashern, Moose- horn og Spearhill geisa og miklir eldar og olla miklu tjóni. Svip- aðar eru og fréttir norðan frá Seven Sisters Falls, Lac du Bon- net, Pine Falls og víðar. Við Seven Sisters Falls var í gær hver maður frá 16 til 60 ára ald- urs kallaður til að varna út- breiðslu skógarelda. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Málið um Berlín, eða vegabann Rússa þangað, var í gær samþykt að leggja fyrir fund Sameinuðu þjóðanna af Öryggisráðinu með 9 atkvæðum gegn 2. Vishinsky og fulltrúi frá Ukraine voru á móti því. Vishinsky sagði að um ekkert vegabann væri að ræða af Rússa hálfu. Þetta væri ólöglega með málið farið. Vestlægu þjóðirnar þóttust hafa annað reynt en að um ekk- ert vegabann væri að ræða. Vishinsky kvað Rússa ekki ætla að taka þátt í umræðum um málið. Fundurinn var á þeirri skoð- un, að vegabannið fæli í sér stríðshættu, það væri hótun um stríð og það bæri að athuga. Málið kemur fyrir í dag. ★ Fyrir nokkru fékk bæjarráð Winnipeg-borgar nefnd manna frá Chicago háskóla til að at- huga skólamál bæjarins. Hefir nefndin lokið starfi og hefir lagt fram skýrslu eða álit sitt. Finnur hún sitt af hverju að skólarekstr- inum. Er eitt meðal annars að 14 skólar, sem um 6000 börn sækja, ættu að vera rifnir niður. Ein- hverja fleirí þarf að bæta. í þessa úreltu skóla skorti svo margt, sem nútíðar mentastofn- un sé samfara og þeir séu jafnvel hættulegir bæði kennurum og börnum. Nútíðar kensla geti ekki notið sín í þeim, eins og vera beri. Skólar þessir eru frá 45 til 65 ára gamlir. Finna þeir að kenslustofum þeirra, fatageymslu barnanna, skrifstofum kennara og svo eigi hver góður skóli að hafa steypu- böð og sundlaugar og margt fleira. Þeir vilja og mentaðri kennara, bekki (klassa) minkaða í 25 úr 35, auka bekk í skólana, kaup kennara hækkað o. s. frv. Að taka sér fyrir hendur á næstu árum að koma upp betri skólum. Að fækka skólanefndar- mönnum úr 15 í níu. Kosningu skólanefnda úr skólahéruðum í heild sinni, en ekki eftir deild- um (wards). Lengja starf þeirra úr tveimur í þrjú ár. Krefjast meira fjár frá fylkja- eða lands- stjórn, eða hækka skólaskatt. Til skólanna sé ekki nægilegt fé veitt. Ábyrgðina á mentun eða mentakröfurnar vilja nefndar- menn leggja á herðar sér fróðra mentamanna eða fræðara. Þeir verða að segja hvert markmiðið sé. Með því fáist nauðsynlegt samræmi við kröfurnar annars- staða. Skólanefndarmenn eigi fremur að vera framkvæmdar- ráð en fást við kenslugreinar. Það má nú telja víst, að eitt- hvað megi að þessum tillögum þessara mentafrömuða frá Chi- cago-háskóla finna. — En skýrsla þeirra hlýtur eigi síður að vekja athygli bæði foreldra og skóla- stjórna vorra. Giiting Séra Philip M. Fetursson gaf saman í hjónaband s. 1. laugardag 2. október, Hávarð Eliason prent- ara og Agnes Paetkau. Þau voru aðstoðuð af Jens Eliasson og Mrs. Sig. Eliasson. Einnig voru nokkrir vinir og ættingjar við- staddir. Brúðguminn er sonur Elíasar Elíassonar og Guðrún- ar Hávarðardóttur konu hans en brúðurin er af rússneskum ætt- um. Giftingin fór fram á prests-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.