Heimskringla - 06.10.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 06.10.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 6. OKT. 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Eg sný aldrei aftur til gamla landsins Þetta NYJA Ger VINNUR HRATT! - HELDUR FERSKLEIKA! Þarfnast engrar kælingar Nú getið þér bakað í flýti án fersks gers. Takið pakka af Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast af búrhillunni og notið það á sama hátt og köku af fersku geri. Þér fáið sömu fljótu hefinguna. Þér fáið bezta árangur í öllum yðar bakningum. Fáið yður mánaðar forða af þessu ágœta, nýja geri. Notið það i nœsta bakstur af brauðum og brauðsnúðum. Þér verðið hrifin. Þér munuð aldrei kvíða oftar viðvíkjandi því að halda ferska gerinu frá skemdum. Þér munuð ávalt nota Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. Pantið það frá kaupmanninum yðar, í dag. 1 pakki jafngildir I köku af Fresh Yeast K)RT iodatf’s •\ BtGGEST Coffee Verfae o**1 .tSjrSbeu F« at HO»'J'oee^ Lydia Makarova flýði 15 ára frá Rússlandi til Svíþjóðar. Nú krefjast rússnesku yfirvöldin þess, að hún hverfi aftur, til Rússlands. Og aðferðir Rúss- anna minna á mál Kasenkinu kenslukonu í New York. Lydia Marcelle Makarova, rússneska stúlkan í Svíþjóð, sem Rússar hafa margreynt að fá til að snúa aftur heim til Ráð- stjórnarríkjanna, hefur sagt í viðtali við blaðamann, að hún muni aldrei hverfa af frjálsum vilja til einræðisríkis Stalins. — Hún er staðráðin í að dvelja á- fram í Svíþjóð, og enda þótt hún hafi huga á að ferðast og leggja stund á píanóleik erlendis — og þá sérstaklega í París — er ó- líklegt að hún geri það á næst- unni, af ótta við sömu mennina, sem jafnvel hafa sýnt sig líklega til að nema hana á brott og flytja hana nauðuga til Rússlands. Svo ásælir hafa þessir menn verið, að sænska utanríkisráðuneytið hefur séð ástæðu til að skipa rússneska sendiráðinu í Stokk- hólmi að látá Lydiu afskifta- lausa. Lydia Makarova er nítján ára gömul. Hún er lagleg og frjáls- mannleg í framkomu og gædd góðum hljómlistargáfum, vel gefin ung stúlka, sem hlær oft og lætur sig dreyma um að verða frægúr píanóleikari. Hún flúði frá Eystrasaltslöndum þegar hún var 15 ára gömul, komst til Svíþjóðar og bað þar um land- vistarleyfi. Hún kunni ekkert í málinu, þekkti engan. En hún var dugleg og hugrökk og stað- ráðin í að komast áfram — og nú er hún hrædd. —Já, eg er hrædd, sagði Lydia þegar fréttamaður frá Dagens Nyheter ræddi við hana í síðast- liðnum mánuði. Eg hélt að nú mundi eg fá að vera í friði. Eg kann mjög vel við mig í Svíþjóð eg er búin að læra málið og lít ekki á mig sem útlending. . . Eg sný aldrei til baka til gamla landsins. — Að Rússarnir skuli ekki geta skilið þetta, heldur hún á- fram. Þetta er allt svo ónauðsyn- legt. Eg hefi sagt Tchernychev (sendiherra Rússa í Stokkhólmi) að eg ætli að vera hér áfram og að þýðingarlaust sé að reyna að fá mig til að breyta ákvörðun minni. — En þeir vilja víst ekki skilja þetta. Lydia ræddi fyrst við Tcher- nychev sendiherra fyrir tveimur árum síðan. Einn af starfsmönn- um sendisveitarinnar hafði beð- ið hana að heimsækja sendiherr- an eða tala við hann í síma. Hún tók síðari kostin og átti langt samtal við hann. Tchernychev skýrði henni frá því, að hann væri með bréf til hennar frá föður hennar í Rúss- landi. Gerið mér þá þann greiða að senda mér það í þósti, svar- aði Lydia. sendiherran. Faðir yðar tekur skýrt fram í bréfinu, að það eigi að afhentast hér á sendiráðinu. — En þér hafið þá lesið bréf- ið, svaraði Lydia. Tchernychev varð hvumsa, en áttaði sig þó fljótlega. Hann skýrði Lydíu frá því, að hann hefði raunar fengið tvö bréf frá föður hennar, annað til sín sjálfs hitt til dótturinnar. En Lydia færðist undan að heimsækja sendiherrann. í við- tali við fréttamann Dagens Ny- heter orðar hún þetta á eftirfar- andi hátt: — Hversvegna bera þeir svona mikla umhyggju fyrir mér? Eg skil það ekki. Þeir segja, að pabbi vilji fá mig heim, og því gæti eg auðvitað trúað. En mér er ómögulegt að skilja hvers vegna pabbi skrifar ekki beint til mín. Hvers vegna skyldi hann óska eftir því, að eg fari upp á sendiráð? Það er það, sem eg hræðist, og það er það, sem vak- ið hefur tortryggni mína. Það getur varla verið af eintómri um- hyggju fyrir föður mínum að sendiráðið er svona áfjáð að ná í mig. En hversu mikið Rússar vilja leggja í sölurnar til þess að handsama Lydíu fór að verða augljóst fyrstu dagana í ágúst- mánuði. Þann 5. ágúst kom einn af fulltrúum rússnesku sendi- sveitarinnar út til sumarhússins sem Lydia býr í skamt frá Stokkhólmi. Margt þykir nú benda til þess, að sendisveitar- fulltrúinn, en hann heitir Vladi- mir Petropavlevskij, hafi ætlað að nema flóttastúlkuna á brott með aðstoð tveggja félaga sinna. Sænsku blöðin segja þannig: Þriðjudaginn 5. ágúst kom rússneskur sendiráðsstarfsmaður sem síðar kom í ljós að var Vladi mir Petropavlovskij, til sumar- hússins fyrir utan Stokkhlóm. Hann gekk rakleitt inn í húsið, án þess fyrst að gera vart við sig. Húsmóðirin var af tilviljun stödd úti á svölum. Hún spurði Rússann hvað hann vildi, og fékk það svar, að hann óskaði eftir að ná tali af stúlkunni. — Konan heyrði á máli hans, að hann var rússneskdr, og spurði hvað hann vildi henni. Hann var með bréf, svaraði Rússinn, frá föður hennar. — Eg skal fara upp og spyrja Lydíu, hvort hún vilji tala við yður, svaraði konan. Lydia neitaði að koma niður. Hún vildi alls ekki tala við sendi sveitarfulltrúann og húsmóðir hennar tjáði honum það. En þegar Petravlovskij fékk þetta svar, gerði hann sig líkleg- an til að ryðjast fram hjá henni og upp stigann upp á aðra hæð, þar sem hann vissi að Lydia var. Þegar hér var komið skeði eft- irfarandi, og er enn stuðst við frásögn “Dagens Nyheter” og fréttamannsins, sem bæði hefur rætt við Lydiu og hina sænsku húsmóðir hennar: Þegar Rússum tókst ekki að homast framhjá frúnni og upp stigann, lysti hann því yfir, að hann mundi bíða þar sem hann var kominn, þar til Lydia kæmi niður og talaði við hann. Frúin bauðst til að afhenda stúlkunni bréf föður hennar. Rússinn hafn aði boðinu og sagðist hafa feng- ið ströng fyrirmæli um að af- henda bréfið sjálfur. Frúin svaraði því til, að þar sem stúlkan vildi ekki tala við hann og taka á móti bréfum frá honum, væri ef til vill best að hann færi og sendi síðan bréfið í pósti. Rússinn neitaði. Frúin benti honum þá á, að hann væri staddur í einkahúsi sænsks borg- ara. Rússinn svaraði: Eg get borg- að fyrir að sitja hér. Þar sem konan treysti sér ekki ein til þess að losna við komu- manninn, kallaði hún á garð- yrkjumann, sem var að vinna við húsið, og bað hann að gera Rúss- anurn ljóst, að ekki væri óskað eftir nærveru hans. Garðyrkju- manninum tókst um síðir að koma sendisveitarfulltrúanum út úr húsinu og af lóðinni, en þar nam sá rússneski staðar og lýsti því yfir að honum yrði ekki þok- að þaðan fyr en hann fengi að tala við stúlkuna. En hér lauk þessu þó í þetta skipti. Sænskan liðsforingja, sem konan þekti, bar af hend- ingu þarna að, og er hún fór fram á hjálp hans, fél'lst Petro- pavlovskij loks á að fara. Hann steig upp í rússneska sendisveit- arbílinn og ók af stað, og á eftir honum fór önnur bifreið, sem numið hafði staðar skammt frá húsinu um fimm mínútum eftir að sendiráðsfulltrúinn kom þang að. Vegfarendur skýra frá því, að fólkið í bíl þessum, karlmað- ur og kona, hafi farið út úr bíln- um og talað lengi við bílstjóra sendisveitarbifreiðarinnar, með- an Petropavlovskij var að reyna að ná fundi Lydiu. Fjölskyldan, sem rússneska stúlkan býr hjá, og raunar fleiri, eru því þeirrar skoðunar, að Lydia hafi átt að nema á brott. Æltun var sýnilega sú að láta Petropovlovskij tæla stúlkuna út úr húsinu, en mann- inn og konuna taka hana að því loknu á brott með sér. Sjálfur gat hann svo fylgt á eftir þeim í sendisveitarbílnum, einn ásamt 1. sept., þegar utanríkisráðhr., Frakka afhenti Trygve Lie, aðal- ritara Sam. þjóð., lykil úr gulli, táknar það, að 11 ekrur lands í vesturhluta Parísar verða ríki S., þjóðanna, einskonar ríki í Frakk- landi. Frá þeirri stundu og allt þar til allsherjarþinginu (sem hófst 21. sept.) er lokið, mun franska stjórnin ekkert framkvæmdar- vald hafa yfir þessum hluta Par- ísarborgar. — Jafnvel Parísar- lögreglan hefur ekkert vald í S., Þ.-ríkinu. Sérstakir landamæraverðir munu hafðir á landamærunum til þess að fara inn fyrir þarf sér- stök vegabréf. ★ íbúatalan lík og í íslenzkum kaupstað í S. Þ.-ríkinu verða 4,200 íbú- ar, sem samanstanda af 1,500 full- trúum 1,500 starfsmönnum og 1,200 blaðamönnum. Auk þess verður hægt að taka við 800 gest- um í einu. Þetta smáríki, sem verður stofnað í Chaillot höllinni á bökkum Signufljóts, á að hafa sína eigin lögreglu, landamæra- verði, brunalið, loftvarnarlið. banka, pósthús, símstöð, útvarps- stöð og þrjú veitingahús, þar sem 5,000 gestir geta borðað daglega. ★ Allar heimsins sígarettutegundir Þarna verða líka ölstofur og söluturnar, þar sem allar síga- rettu tegundir frá hinum ýmsu bílstjóra sínum, eins og hapn hafði komið. Önnur tilraun Rússanna til að ná Lydju á sitt vald var gerð 11. ágúst. Ííágranni fjölskyldunnar, sem stúlkan býr hjá, hringdi og skýrði frá því, að sendisveitar- bíllinn væri aftur á leiðinni.. — Lydia varð ofsahrædd og faldi sig, en þegar bifreiðin nam stað- ar við húsið, stigu út úr henni tveir Rússar og sænskur lögreglu þjónn. Húsmóðirin hélt enn fast á rétti sínum og Lydiu. Hún hleypti að vísu lögregluþjónin- um inn í húsið en neitaði að taka á móti Rússunum. Annar þeirra var Petropavlovskij sendiráðs- fulltrúi. Lögregluþjónninn kvaðst vera með áðurnefnt bréf frá föður Lydiu, og hefðu Rússarnir beð- ið sig að afhenda henni það. Að því afloknu, spurði hann Lydiu hvort hún vildi tala við sendi- ráðsmennina, og er hún svaraði, neitandi kvaddi hann og hélt á brott ásamt Rússunum tveimur. En bréfið frá “föður” rússn- esku stúlkunnar reyndist vera harla einkennilegt. f ljós kom, að það var skrifað á sendiráði Rússa í Stokkhólmi og undirrit- að af Nikischin sendisveitarrit- ara. Það var dulbúið hótunarbréf þar sem lagt var fast að stúlk- unni að fallast á að fara til Rúss- lands, enda gefið í skyn, að það mundi koma sér betur fyrir ætt- ingja hennar heima. Ein setn- ing þess var svona: Ef eg til- kynni föður yðar, að þér neitið að taka á móti bréfi hans, verður það vafalaust hans bani. Og þannig er þessu máli þá komið í dag. Lydia Marcello býr enn í húsinu fyrir utan Stokk- hólm og harðneitar að heimsækja rússneska sendiráðið. Utanríkis- ráðuneytið sænska hefur sagt sendiherranum að láta stúlkuna í friði. Og Lydia, sem 15 ára kömul fann griðland í Svíþjóð, er staðráðin í að sækja um sænkan ríkisborgara rétt, strax og hún nær 21 árs aldri. En hún óttast ofsóknir rússnesku sendi- sveitarinnar, enda hefur mál Kas enkinu í New York sannað fyrir alheimi, að sendimenn Stalins svifast einskis, þegar rússneskir borgarar gera tilraun til að öðl- ast erl. það einstaklingsfrelsi, sem þeim er neitað um í heima- landi sínu.—Mbl. 3. sept. löndum verða seldar. Þá vantar ekki ferðaskrifstofu og upplýs- ingastofu. í fundarsal allsherj- arþingsins verða hlustunartæki við hvert sæti og fulltrúarnir þurfa ekki annað en að hreyfa til takka þá geta þeir heyrt orð ræðu mannsins eða túlkun þeirra á hverju hinna lögskipuðu tungu- mála þingsins sem er. Lögskipuð tungumál eru enska franska, sspánska, rússneska og kinverska. ★ Mikil vinna lögð í endurbætur 3,000 verkamenn hafa unnið dag og nótt frá því í maí s. 1. að því að standsetja 3,000 skrifstof- ur og fundarsali hinna ýmsu und irstofnana S. Þ. . .Fjórir stórir nefndarsalir verða útbúnir eins og salur allsherjar- þingsins, með fullkomnu kerfi hlustunartækja, sem eru í sam- bandi við hraða tungumálatúlk- un. ★ Fjárútlát — en samt gróði Franska þingið veitti 836 milj. franka (25,372,000 ísl. kr.) til endurbóta á Chaillto höll. En samt er enginn vafi á að franski ríkiskassinn mun frekar hagnast af dvöl þeirra 4,200 manns, sem þarna verða. Satt að segja bíða Parísarbúar með eftirvæntingu komu fulltrúanna. Og vitað er að það táknar straum erlends gjaldeyris inn í landið. ★ Flestir eiga náttstað'annarstaðar Flestir íbúar í ríki S. Þ. munu sofa þar, fyrir utan lögreglu- mennina og meðlimi Öryggisliðs- ins. Sendimenn erlendra ríkja munu flestir búa í sendiráðum þjóðar sinnar í Parísarborg og nægilegt af 45,000 gistihúsher- bergjum borgarinnar hefur verið tekið frá fyrir aðra fulltrúa og fylgdarlið þeirra. Til dæmis hefir bandaríska sendinefndin tekið Hótel Crill- on allt á leigu, breska sendi- nefndin Georg V. hótelið og sú rússneska, Royal Monceau. —Mbl. 1. sept. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI íslendingur vekur athygli í skozkum skóla Skozka blaðið ‘The Bulletin”, ritar svo 28 júlí um íslenzkan námsmann við skóla í Edenburg: “Magnús Magnússon kom frá íslandi til að stunda nám við Edinburgh Acadamy. f gær barst honum margt upp í hendurnar, þegar úthlutað var verðlaunum í skólanum. Sir J. Angus Gillan festi gullpening um háls honum sem viðurkenningu fyrir hæsta prófi í skólanum. Jafnframt voru honum afhent verðlaun fyrir framúrskarandi námsafrek í ensku og lífeðlisfræði. Rektor skólans, C. M. E. Sea- man sagði að Magnús mundi vera fyrsti íslendingur, sem unnið hefði verðlaun er veitti honum ókeypis nám í ensku máli við Ox- ford háskóla. Þar með var ekki heiðursverð- launum Magnúsar lokið. Hann er foringi í heræfingadeild í skól- anum og var afhentur hinn svo kallaði “Ceylon” bikar, sem að- eins hlotnast hinum beztu for- ingjum.”—Vísir, 31. ágúst. * * * Fyrsta áætlunarierð Geysis til Bandaríkjanna vakti mikla athygli Fyrsta áætlunarferð Loft- leiða frá íslandi til Bandaríkj- anna var farin nýlega. Geysir fór héðan að kvöldi 25. f. m., full setinn farþegum. Þegar komið var til New York 26. f. m., var hitabylgja mikil skollin á. Var hitinn um 40 stig í forsælu. — Blaðamenn og ljósmyndarar hóp uðust að farþegunum, spurðu þá, ljósmynduðu og kvikmynd- uðu. Þótti fréttamönnunum það hið ákjósanlegasta frásagnarefni að geta komu íslendinganna suður í hitabylgjuna, og voru myndir af þeim og viðtöl birt í helztu blöðum Bandaríkjanna, og frásögn af komu vélarinnar útvarpað og sjónvarpað. f ráði var, að Geysir færi frá New York til írlands en af því varð ekki. Kom vélin aftur hing- að til Reykjavíkur í gær 1. sept. —Tíminn 2. september Það get eg ekki, svaraði Utanáskrift mín er: H. FRIÐLEIFSSON, 1025 E. lOth Ave., Vancouver, B. C. Nýjar bækur til sölu: Fyrsta bygging í alheimi.........$2.50 Friðarboginn er fagur............ 2.50 Eilífðarblómin Ást og Kærleiki... 2.00 HOW YOU WILL BENEFIT BY READING the world’s daily ncwspaper— THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You will find yourself one of the best-informed persons in your community on world offoirs when you reod this world-wide doily newspaper regulorly. You will goin . fresh, new viewpoints, a fuller, richer understonding of todo/s vitol news—PLUS help from its exclusive feotures on homemoking, educo- tion, business, theater, music, rodio, sports. Subscribe now to this spcciol #'get- 1 acquointcd" offer —1 month for$« (U. S. funds) 1 | The Christian Science Publishing Society PB-5 r One, Norwoy Street, Boston 15, Moss., U. S. A. l[ Enclosed is $1, for which please send me The Christion II Science Monitor for one month. listen to 'The Christian Science Monitor Views the News'' every Thursday night over the American Broadcasting Company Nome. Street- lcity... Zone—. Stote-.....**. Rtki Sameinuðu þjóðanna í París

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.