Heimskringla - 06.10.1948, Page 2

Heimskringla - 06.10.1948, Page 2
2 SIÐa HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. OKT. 1948 Eini íslenzki presturinn i Danmörku heimsækir æskustöðvarnar Undanfarið hefur sr. Haukur Gíslason, prestur við Brimar- hólmskirkju í Kaupmannahöfn, og eini íslenzki presturinn, sem nú er starfandi í Danmörku, ver- ið í heimsókn hér á íslandi. Hann kom með m. s. Heklu 12. júlí, s. 1. og fór fluglieðis til Kaupm.h. í fyrradag. — Það var ánægjulegt að koma hingað með Heklu, sagði sr. Haukur, er tíðindamaður blaðs- ins náði tali af honum. — Það er fyrsta íslenzka skip- ið, sem eg hef siglt með — og flugvélin, sem eg fer með aftur til Danmerkur, verður fyrsta ís- lenzka flugvélin, sem eg flýg með. — Hvað er langt síðan þér kom uð hingað síðast? — Það eru 12 ár síðan eg kom til Reykjavíkur — en 30 ár síðan eg hafði séð æskustöðvarnar fyr- ir norðan. — Æskustöðvarnar? — Já, eg er fæddur að Þverá x Dalsmynni 14. júlí 1878 — yngst- ur af 5 systkinum. Mér hefur alltaf þótt það vera einn yndis- legasti bletturinn á fslandi — hlíðarnar fyrir ofan bæinn vaxn- ar myndarlegum skógi. — og fyr- ir neðan liðast Fnjóskáin blá og tær. Og skógarnir íFnjóskadaln- um eru mun fegurri nú, en fyrir 30 árum. — Eg kom til Akureyr- ar — og þekti bæinn ekki aftur. Eg var átta ára þegar eg kom í fyrsta sinn til Akureyrar. Mamma fór þangað með okkur systkinin, til þess að láta taka mynd af okkur hjá frú Schiöth, sem mun hafa verið fyrsti ljós- myndarinn á Akuryeri. — Þegar eg var tíu ára fór eg svo þangað til þess að læra á fiðlu, hjá Magn- úsi organista. Hann lét mig syngja með í kirkjukórnum, sem hann stjómaði — og þótti mér það ekki lítill vegsauki. — Þegar eg var 13 vetra fór eg svo í Möðruvallaskólann og var eg langyngstur af nemend- um þar. Garðar bróðir minn var þá einnig í skólanum. —Skóla^ stjórinn var þá Jón Hjaltalín, en auk hans kenndu við skólann þeir Stefán Stefánsson, Halldór Briem og Magnús organisti, sem kom vikulega innan af Akureyri til þess að kenna okkur söng. Skólastjórinn kenndi okkur ensku og var prýðilegur kennari.; Hann var mjög dagfarsprúður maður — en átti það til að demba á okkur prófum, fyrirvaralaust. Stefán Stefánsson var fjörugast- ur og skemmtilegastur af kenn- urunum. — Hvað um skemtanir í skól- anum? — Þær myndu nú sennilega þykja heldur fábreyttar, borið saman við það, sem nú er. En við undum glaðir við það Oft kom fyrir, að dansað var eftir messu á sunnudögum. Gárungarnir sögðu ungu stúlkurnar kæmu fremur til þess að dansa við skólapiltana en hlýða á guðsorð. Jón Hjalta- lín var ekki hrifinn af dansinum og tókst honum að hafa áhrif á nokkra af piltunum, þannig að þeir komu hvergi nálægt dans- fólkinu. En þeir voru þó fleiri, sem dönsuðu — með Stefán Stef- ánsson í broddi fylkingar. — Á hustin komu skólapiltar sjálfir með mat með sér — brauð, smjör, o. s. frv. — og auk þess kindur, sem slátrað var á staðn- um. Við höfðum sameiginlegt mótuneyti og ráðskonu, til þess að matreiða fyrir okkur. — f þá daga var ekkert sam- band á milli latínuskólans og gagnfræðaskólanna — og Möðru- vallaskólinn var ekki undirbún- ingsskóli undir æðra nám. En al- menningur hér leit samt á gagn- fræðingana frá Möðruvallaskóla sem hámentaða menn, og margir þeirra hafa komist til vegs og v:rðingar. — Hvernær fóruð þér til Dan- merkur? — Þangað fór eg 1901 og hóf þegar guðfræðinám í háskólan- um. Eg var slæmur í dönsku — gat varla bjargað mér. Mála- kennsla hér á íslandi hefur aldei verið góð — enda íslenzkan ein töluð í kennslustundum. — Eg komst á Garð í Höfn og bjó þar í 3 ár. Herbergisfé'agi minn var Fontenay, er síðar varð sendiherra Dana hér í Reykjíivík Hann stríddi mér og kallaði mig “bílendinginn” — en það voi'u fs’sndingar oft kallaðir í Dan- mcrku. Hann hefur víst varla rent grun í það þá, að hann ætti sjálfur eftir að eignast “bíiend- ing” fyrir konu. — Veturinn, sem eg kom til Hafnar, stofnuðum við íslenzk- an stúdentakór. Var það í fyrsta sinn, að slíkur kór var stofnaður, og hið síðasta, að því er eg best veit. Eg var kosinn formaður kórsins, en Sigfús Einarsson var söngstjóri. Einsöngvarinn okkar var Jón Sveinbjörnsson, sem síð- ar varð konungsritari. Þessi kór varð til þess að vekja athygli á íslenzkum stúdentum. Við héld- um oft söngskemmtanir og hlaut kórinn góða dóma í blöðunum. — Þegar eg hafði lokið guð- fræðiprófi frá Hafnarháskóla, gerðist eg kennari og prestur við Brimarhólmskirkju (Holm- ens Kirke) í Höfn og hefi verið það síðan — eða þar til eg lét af preststörfum í sumar, en þá varð eg sjötugur. Brimarhólmskirkja er ein stærsta og fegursta kirkja Danmerkur. Við hana þjóna 4 prestar og seinustu árin hefur hún verið aðalkirkja dönsku konungsfjölskyldunnar. Síðan eg varð prestur þar, hef- ur samband fslendinga við kirkj- una aukist. Eg hefi iðulega verið beðinn um að gifta og jarða fs- lendinga og hefi haldið þar minn ingarræður um marga landa. Jón Helgason biskup var t. d. giftur þar, Valtýr Guðmundsson var jarðaður þaðan og minningarat- höfn um Sveinbjörn Svein- björnsson, tónskáld var haldin þar. —Árið eftir að eg varð prestur í Höfn hófst eg handa um stofn- un á íslenkum söfnuði þar í borg en hann hafði ekki áður verið til. Söfnuðurinn var stofnaður í Abel Katrinekirke á Vesturbrú, og voru stofnendur um 50. Nú eru í söfnuðinum milli 1 —200 manns, en íslendingar í Höfn eru eitthvað um 1000 að tölu. — Ymsir voru mér hjálplegir við að stofna þennan söfnuð, Thom- sen konsúll, Bartels, Sigfús Blöndal, Hallgrímur Hallgríms- f ^ ,rrWinniPCS _ ;w Gnest O' M«,.,(#*■> Commun'ty . tví-f*. Ttlethon' 1 460 (Vir sVo vér Relumc.Jetsf nxborgarav. ^ ^ af títna y gi Coltimunu> k í , aðeins/y*1 ^viðvíkjandx t g ^ eindrcgt» *r vexta borg^^gj semlUÍnsU^ ^fnoöu íé mrinn er’ aS xferðar-star$‘,.m fvrir sxg °?> nxik'ó £ðsvnlega veUetð. ^ostn^r af en uxn, SiUUJr mikiU- comnxnnxty Ches _ ^ haía {*rst “hvc. »6 Con!m2f'í»*k;*" iÆ~,v3S£ ,át. s«>6 ... * r .,„r » «* ’ Canadian National InatituU lor tho Blind Cancer Reliel & Reaearch Inatitute Chiidren'a Hoapital of Winnipeg Victorian Order of Nuraea ~ Winnipeg General_Hospital B'nai B'rith rFeah Air Camp " 'Girla' Reaidential Club (Siatera of Service) Morton Freah Air Camp Robertaon Treah Air Camp Salvation Array Fresh Air Camp Sparling Treah Air Camp Young Men'a Christian Aaaociation Younq Women'a Christian Association Councii of Social Agencíea of Greater Winnipeg 1948 APPEAl BEGINS M0N son, bókavörður o. fl. Söfnuður- inn hefur aldrei fengið neinn styrk að heiman. Eg sótti einu sinni um styrk til Alþingis, en fékk neitun. Lengi vel hélt eg alltaf 10 ís- lenzkar guðsþjónustur á ári og reyndum við ætíð að hafa þessar guðsþjónustur með þjóðlegum blæ. Stúdentar hjálpuðu okkur með sönginn, en Þorvaldur Hjaltason hefur gegnt meðhjálp arastörfum við íslenzku guðs- þjónusturnar í a. m. k. 25 ár. Til þess að afla tekna héldum við basar á ári hverju og jafnan átt- um við ögn í sjóði, svo að við gátum rétt bágstöddum íslend- ingum hjálparhönd. — Á síðari árum hafa íslenzku guðsþjónusturnar verið færri og hafa þær verið haldnar í Nikul- ásarkirkju, sem eg fékk að láni endurgjaldslaust. En í vetur var mér tilkynt, að þar eð fslending- ar væru nú alveg skildir frá Dönum, þá fengi eg kirkjuna ekki endurgjaldalaust framveg- is. Eg teldi það mjög illa farið, ef þessar íslenzku guðsþjónust- ur yrðu alveg að falla niður, því að þær hafa verið svo mörgum íslendingum til gagns og gleði. Og. íslenzkur prestur hefur tals- vert að gera í Höfn — landar vilja heldur láta íslenzkan prest skíra, ferma, gifta og greftra en danskan. Eg væri fús til þess að halda áfram íslenzku guðsþjón- ustunum — en eg get það bara ekki af eigin ramleik. — Að lokum bað sr. Haukur blaðið að færa vinum og kunn- ingjum bestu kveðjur og þakkir fyrir góðar samverustundir hér á íslandi. Ferðin hingað gat ekki verið ánægjulegri, sagði hann. Veðrið var hið fegursta — vinir og ættingjar tóku mér tveim höndum. Já, það er altaf auð- veldara að koma til íslands, en fara þaðan. M. —Mbl. 19. ágúst BRÉF R.R. 1, White Rock, B.C., 5. ágúst 1948 Kæri ritstjóri: Eg hefði átt að vera búinn að skrifa þér fáar línur, og að senda blaðinu 3 dali sem er ársgjald mitt, og hefði átt að vera borgað 15. maí, en það hefir dregist til þessa, mest fyrir það, að eg hef ekki haft neitt til að skrifa um leið, en það sem eg skrifa um nú um þetta leyti eru hátíða- og minninga samkomur okkar ís- leadinga hér á Ströndinni, um garð gengnar, og hvað veðrið snerti tókst alt vel. Það er stundum sagt í mann- lýsingum í sögum okkar að hon- um, eða henni hafi alt verið vel gefið sem þeim var ósjálfrátt, en illa gefið það sem þeim var sjálf- rátt. Það mætti segja um sam- komur líka. Þetta var tilfellið með íslendingadaginn í Friðar- boga garðinum (Peace Arch Park) við Blaine, Wash. þ. 25. júlí. Veðrið var ágætt, umhverf- ið og útsýnið eitt hið fegursta. Þetta er hvorugt hátíðanefndinni að þakka, að vísu má þakka nefndinni valið á staðnum. — Skemtiskrá dagsins eins og hún var auglýst, tók sig vel út á að- göngu seðlunum, og gáfu góða von um góða óvanalega skemtun. En efndirnar voru verri. Það sem nefndinni — og hvaða nefnd sem er, ætti að vera sjálfrátt, er að velja sér framkvæmdarstjóra, sem hæfur er til að leysa verk sitt af hendi, allri nefndinni að skammlausu. Fyrir nokkrum ár- um komu sér saman menn frá Vancouver, Point Roberts, Blaine og Bellingham, um að halda saman íslendingadag í Friðarborga garðinum, hinum prýðilegasta stað, og hefir oft- ast tekist skammlaust, stundum ágætlega, að þremur íslendinga- dögum frádregnum. Skemtiskrá síðasta íslendinga- dags 25. s.l.m. var fjölbreytt og gaf góða von um góða skemtun. Æ. a. á skemtiskránni var æfður öngflokkur býsna stór sem æfð- ir hafði verið í 2 vikur af hinum efða og ágæta söngstjóra, H. S. Helgasyni. Var byrjað með að xyngja lofsönginn fagra, Ó, guð vors lands; næst flutti forseti ávarp sitt, með hárri raust. Eftir það fóru afglöpin að byrja, og kliktu út með því að söngflokk- urinn var ekki kallaður fram, svo að undanskildu því að sjá kunningja og heilsast fór sú skemtunin, sem altaf hefir glatt gesti mest, alveg út um þúfur. Það gleymdist að láta syngja þjóðsöngva íslands og Banda- ríkjanna og var fleira eftir því; er slíkt vart afsakanlegt. Þarna kom fólk langt að, borg- aði fargjald, eða kom á eigin bíl- um sem líka kostar nokkuð, því nú fæst fátt fyrir ekkert. Svo borguðu allir aðgang og áttu því heimtingu á öllu sem lofað var. Eg er nú búinn að segja nokk- uð um það sem miður fór, svo það er skylt að minnast á það sem betur fór, og er þá að minnast á sólósöngvana, sem öllum tókst vel, ekki sízt Dr. Edward Pálma- son, sem er afbragðs sólóisti, hef- ir mikla og æfða söngrödd. Ræða séra A. E. Kristjánssonar var stutt, en vel flutt, sem vænta mátti, og í ræðunni voru góðar og skýrar myndir, sem eiga erindi til allra sem vilja vera sannir íslendingar. Ávörp gesta voru sum góð, einkum K. S. Thordarson, ræðismanns íslend- inga í Seattle, og Mrs. H. F. Danielson frá Winnipeg. Gunn- björn Stefánsson flutti stutt kvæði, það heyrði eg ekki vel. P. B. las upp kvæði, Bragarbót, eftir M. J., í enskri þýðingu eft- ir sjálfan sig, og sagði fólk, sem vit hafði á þýðingunni, að hún væri góð. Af gestum sem vænst var eftir vantaði Hon. Byron I. Johnson, og þótti mörgum mið- ur, en hann er nokkuð upptekinn vegna aðgerða á flóðasvæðunum og nauðsynlegrar samvinnu þeim viðkomandi við stjórnina í Ot- tawa. Þetta sen> eg hefi sagt um mis- höppin á íslendingadeginum hér, er ekki sagt í þeim tilgangi að spilla fyrir samvinnu eða fslendingadagshaldi í framtíð- inni, sem vonandi heldur áfram, en verði þessar línur til þess að fslendingadagsnefndir hér eftir- leiðis, verði betur vakandi um starf sitt, og láti ekki bjóða fólki allskonar afglöp framvegis, þá er fyrirhöfn mín með línum þessum borguð. Hjá fjölda yngri og eldri, er svo mikið af íslenzku eðli eftir, að fólk lætur ekki eftir sér að koma saman og minnast og talast við, og það er ekki of oft — og er vonandi að það haldi áfram enn um langan aldur, — og með því að Friðarbogagarður- inn er fagur og Blaine er, að eg held, íslenzkastur bær hér á ströndinni, væri gleðilegt að sameiginlegur fagnaður sam- komustaður okkar, gæti haldið á- fram að vera Friðarbogagarður- inn (Peace Arch Park). Fyrir atbeina vina minna í Bellingham gafs tmér tækifæri að vera viðstaddur íslendinga- dagshald fslendinga í Seattle, við Silver Lake, 1. ágúst. Um þá samkomu er margt gott að segja. Þar urðu að minsta kosti ekki samskonar mistök sem í Blaine, en þar sem um þá samkomu verður sjálfsagt síðar skrifað af öðrum, ætla eg að verða fáorður um það sem þar fór fram. Þar var ekki söngflokkur, en ágætur sóló söngur, enda góðum mönn- um á að skipa, þar sem voru Tani Björnson og Dr. Edward P. Pálmason, og ræða séra Runólfs Marteinssonar, sem var ágæt að efni og flutningi. Þó manni kunni að skilja á um gildi sumra fullyrðinga; ávarp ræðismanns fslands í Seattle var gott, að minsta kosti vinsamlegt í garð íslenzku blaðanna, én um það verð eg fáorður í þetta sinn, skrifa máske fáar línur um sama efni síðar. Eg ætlaði að skrifa fáeinar fréttalínur hér úr bygðinni, en held þetta sé orðið nokkuð langt, svo eg held að eg verði að láta þetta duga í bráð, vona þú prent- ir þetta við tækifæri, ef það verður ekki, verður tæpast annar eins hvellur út af því, eins og bréfinu hans Páls. En áður eg hætti, langar mig til að biðja þig að ef einhver vill skrifa á móti því sem í þessum línum stendur, að leyfa því rúm í Heimskringlu, því eg sé sjaldan Lögberg, eg er eini íslendingur- inn hér í kring, sem íslenzkt blað kaupi, svo eg get ekki skift við neinn, en þó kunningi minn P. B. telji mig kapitalista, er eg vart faer um að taka bæði blöðin, enda eru þau svo lík að efni til, að annað dugir. Virðingarfylst, Þ. G. ísdal Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskrinclu Eyðilegging illgresis 2,4D Efnafræðisleg blöndun til eyðileggingar illgresis, vökva eða duft, tilbúið af Dow Chemical of Canada, Ltd., fæst hjá öllum Federal umboðsmönnum. Ennfremur finnið umboðsmenn okkar og * fáið upplýsingar um vélar er nota má til dreyfingar vökva eða dufts þessara efna. $' M ft « * 9 *, t. FEDERHL GRflin UIRITED COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. M I The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.