Heimskringla - 01.12.1948, Side 1

Heimskringla - 01.12.1948, Side 1
 Always ask for the— HOME-MADE “POTflTO LOflF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgi ■###»»*#*####**#***»*****#»»*»###* i Always ask for the— HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. DES. 1948 NÚMER9. Fyrirhugað 20 milj. dollara orkuver Manitoba-fylki hefir ákveðið að koma upp orkuveri á Winnipeg- ánni við Pine Falls. Kostnaðurinn er áætlaður um 20 miljón dollara. Er gert ráð fyrir að byrja und- ir eins á verkinu og að því verði lokið 1952. Meðan mest er um að vera, er áætlað að 500—600 starfsmanna þurfi við. Þegar verið er fullgert, er á- ætluð orka þess 114,000 hestöfl. Tvær einingar (units), er ætlast til að verði farnar að starfa 1951; orka hverrar verður um 38,000 hestöfl. í þetta er nú þegar ráðist til þess að ráða bætur að einhverju leyti á orkuskorti þeim, sem bú- ist er við 1954. ★ Eins og vikið hefir verið að áður, er fylkið staðráðið í því, að taka í sínar hendur orkufram- leiðsluna alla, þegar samningi hefir verið náð um það við orku- ver þessa bæjar (City Hydro) og Winnipeg Electric félagið. En af þeim samningi hefir ekki enn orðið. Á fundi sem bærinn og fylkið áttu nýlega og þar sem bærinn lagði fram sína skilmála varð ekki að neinni samvinnu komist. Bærinn var reiðubúinn til samvinnu í starfinu, en þeim grundvelli, að hann héldi eignarétti sínum á Hydrokerfinu Ennfremur vildi bærinn að fylk- ið ábyrgðist að bærinn og bæjar- búar biði ekkert tap við þetta — Fylkið gat ekki smaþykt þetta atriði, því hugmynd þess er, að starfrækja alla orku hér með tíð og tíma. Það álítur sig knúð til þessa, til að tryggja fylkinu orkulindir sínar eða rokuforða í framtíðinni. Orkuverið fyrirhugaða við Pine Falls, er stærra en hvort orkuvera bæjrains við Point du Bois og Slave Falls. En það er minna en ver Winnipeg Electric félagsins. Marshall á sjúkrahúsi í frétt frá Washington e hermt, að George C. MarShall sé á Walter Rood spítala, en hvort að þar er um annað meira að ræða en vanalega skoðun, er ekki ivtað. í sambandi við þetta er auðvitað spurt um hvort að hann muni þurfa að hætta starfi í við- reisnarmálum Evrópu. Um það er heldur ekkert víst. Marshall er 68 ára n. k. 31. desember — og honum hefir ef til vill um skeið hvílt meira starf, en nokkurs ann- ars Bandaríkjamanns. Nýtt friðarfélag í myndun í Winnipeg var s. 1. föstudag kosin 22 manna bráðabirgða- nefnd til þess að vinna að stofn- un nýs friðarfélags, sem gert er ráð fyrir, að komið yrði á lagg- irnar í febrúar eða marzmánuði á komandi ári. Þessir voru kosnir í bráða- birgðanefndina: Mrs. Elizabeth Green, Mrs. Marion Wieman, H. Cook, F. C. King. Stephen Sawula, John Marshall, J. G. Clausers, Mrs. W. Wishart, E. Treple, Dr. H. Greenberg, W. Danyalecko, þ.m., Mr. A. B. Victor, Miss F. Rice, P. J. Bjarnason, Mrs. A. Lee, Mrs. H. Hanson, Mrs. P. Bera- skin, sr. Halldór E. Johnson, M. Tesler, Mrs. R. Tesler, T. Cullen. SÆMD VERÐLAUNUM Miss Dorothy Mae Jonasson Þessi ungi stúlka, sem er frá- bærlega listræn og leggur stund á fiðluleik hefir nýlega hlotið við hljómlistadeild Manitoba-há- skólans námsverðlaun Jón Sig- urdsonar félagsins I.O.D.E. Hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. O. Jónasson sem búsett eru á Arlington Street hér í borginni. Fundurinn sem nefndin var kosin á, var haldinn í Empire hótelinu undir forustu Mr. Marshall. Dr. J. G. Endicott, en hann er félagi slíks félags og hér um ræðir í Toronto, og hingað kom til að greiða fyrir fyrir- lestrarfundi Dr. Hewlett John- son, prófastsins af Kantaraborg, flutti erindi á fundinum um til- gang þessa nýja félags og annara sem gert er ráð fyrir að hrinda af stað í Vestur-Canada, eins og í Vancouver, Edmonton, Regina og Saskatoon. Samkvæmt ummælum dr. Endicotts, er tilgangur félagsins að halda friðarmálunum vakandi og þar sem svo gæti farið, að menn frá Canada verði skyldaðir til hernaðarstarfs í Kína á móti uppreistar-hernum þar, væri vissulega þörf á að ráða bætur á þeim axarsköftum, sem hér ættu sér stað í utanríkismálum. Hann mintist á komu prófasts- ins af Kantaraborg hingað og var hinn ánægðasti hvernig ferð hans hefði tekist hér. Inn- tektirnar á fundi hans hefðu numið $600.00 fram yfir kostnað sem notað yrði að helmingi til fundarstarfs hér, en helmingur- inn legðist í sjóð aðal-fundar- félags Canada. Fundarsóknina her kvað dr. Endicott, sem ann- arsstaðar, sönnun fyrir því, að friðarmálum hér væri unnað. f Austur-Canada sem annarstaðar, einkum í Quebec-fylki kvað hann ekki hefði leyfi fengið til fyrir- lestrahalda, enda væri Quebec lögregluvalds-fylki og þar væri að fara af stað byrjunin til að kollvarpa lýðræði þessa lands. Hann kvaðst sannfærður um, að Canada stafa ekki hætta frá neinu landi og herútbúnaður væri óþarfur. Endurprentað í “Úrvali” Úrval heitir tímarit, gefið út á íslandi. Það birtir fræðandi greinar úr erlendum ritum og ís- lenzkum, styttar að vísu oftast og “samanþjappaðar”. í innihaldi ritsins er því oft feitt á stykkinu. Heimskringlu var nýlega sent eintak af því, númer 5 af sjöunda árgangi, en þau eru alls 6 á ári. Upp í það hefti er tekin grein sem birtist í Hkr., eftir Sigur- björgu Stefánsson kennara á Gimli. Greinin hét Mammons- menning og var erindi flutt á þingi Frjálstrúaðra sambands- kvenna á s. 1. sumri á Hnausum. Er greinin öll prentuð og hin viðeigandi viðurkenningu undi hennar. höf Calgary Stampeders vinna Fótbolta-flokkur þessi, Calg- ary Stampeders, eru að leik lokn um í Toronto s. 1. mánudag fót boltakappar Canada. Þeir sem á móti þeim léku var flokkur frá Ottawa, er áður voru fremstir. Er Calgary mjög upp með sér af sigri síns flokks og hefir ákveð- ið að halda daginn sem leikflokk- urinn kemur heim, helgan, svo að allir geti verið með, er flokkur er boðinn velkominn heim, en hann er væntanlegur til baka í dag. Aukakosnnigar í B. C. Aukakosningar fóru fram í tveimur kjördæmum í B. C. til fylkisþings s.l. mánudag. f öðru kjördæminu S. Okanag- an vann flokksmaður Samvinnu- stjórnarinnar. Hann heitir Rob ert Browne-Clayton og hlaut 4918 atkvæði. Sá er tapaði var Bruce Woodsworth, hann hlaut 4,220 atkvæði. Hann var C.C.F.- sinni, sonur J. S. Woodsworth heitins stofnanda CCF flokksins. f hinu kjördæminu, Rossland- Trail, vann C.C.F.-sinni. Hann heitr Quinn og hlaut 4748 atkv., en gangsækjandi hans Turnbull hlaut 4471 atkv. Þetta er fyrsta auka-kosningin sem samvinnustjórnin tapar síð- an hún kom til valda 1945. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Þoka var svo mikil í London um síðustu helgi, að strætisvagm ar viltust. ★ í dag er von á Madame Chiang Kai-Shek til San Francisco. Er haldið að hún sé að finna stjórn- ina í Washington að máli við- víkjandi óförum stjórnarhersins í Kína. Það var gizkað á að hún færi fram á að yfirhershöfðingi væri fenginn frá Bandaríkjunum yfir stjórnarherinn — og jafnvel MacArthur hershöfðingi nefnd- ur í því sambandi. Hverjar við- tökur frúin fær er óvíst. Hitt dylst varla, að Bandaríkin eru ekki um of ánægð með stjórn Kína og ef til vill fleiri landa, sem hjálpar leita hjá þeim. Rússar vöruðu þing Samein uðu þjóðanna við því í gær, að félagið ætti sér enga lífsvon, ef neitunar atkvæðið væri afnumið. Vishinsky skammaði vestlægu þjóðirnar fyrir, að láta sér detta í hug, að takmarka vald fimm stóru þjóðanna. Málið um neitunar atkvæðið er nú til umræðu á þinginu og allur fjöldi þjóðanna þar lítur svo á, sem það ætti að nema úr lögum. Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Kína, eru að minsta kosti með endurskoðun á lögun- um og einhverri takmörkun á neitunarvaldi stórþjóðanna. — Eg var rétt áðan að lesa um vél, sem vinnur tíu manna verk. Hún hefur hér um bil mannleg- an heila. — Ó, ekki ef hún nennir að vinna svona mikið. Sveinn Guðmundsson Borgfjörð að Lundar, Man., fæddur 3. des. 1858 að Hrærekslæk í Hróars- tungu, N. Múlasýslu. Sonur heið- urshjónanna Guðmundar Ás- grímssonar og Ingibjargar Sveinsdóttur. heppin að geta fengið til íbúðar bjálkakofa og þar voru þau fyrstu tvö árin. Nágrannar þeirra voru alt íslendnigar, flestir nýlega komnir að heiman. Þetta fólk lét sér ant um að hjálpa þeim, sem að voru að koma að heiman, og greiða götu þeirra eftir megni. Alt þetta góða fólk var fátækt af peningum, en ríkt af góðvilja og von og trú um þetri framtíð. Sveinn og kona hans voru sam- hent um alt. Þau unnu af öllum kröftum. Heimili þeirra var víð- kunnugt fyrir gestrisni. Þau hjálpuðu þeim sem að þau vissu að voru þess þurfandi eftir bestu getu og komu upp mjög mynd- arlegu heimili á heimilisréttar- landinu. Þau fluttu inn í Lund- ar þorpið 1920 og bygðu þar myndarlegt heimili og þar á Sveinn heima hjá sínum ágæta vini, Jóhanni Gíslasyni, sem að reynist honum eins og bezti son- Sveinn hefir haft afburða Tuttugu og fimm höfunda bók MEÐ 180 MYNDUM Eins og menn muna var haldin íjölmenn hátíð að Lundar í Mani- toba árði sem leið (1947) til minningar um það að þá voru lið- in sextíu ár frá því er hinar svo- nefndu Álftavatns- og Grunna- vatnsbygðir hófust. Nú þessa dagana er að koma út í Winnipeg bók til minningar un bygðirnar og hátíðina. Hér skal engin tilraun til þess gerð að ritdæma þessa bók, enda væri það ómögulegt þar sem eg hefi ekki séð hana fyr en í dag. En sökum þess hve stutt er orðið til jóla vildi eg benda á það að mörgum mundi þykja bókin góð jólagjöf. Er hún sérstaklega vel til þess fallin sökum þess að hér um bil helmingur hennar er a kring Mig langar til að birta hér hvoru málinu fyrir sig: íslenzku og ensku. Bókin er 175 blaðsíður á stærð í gríðarstóru broti, stíllinn góður og pappír ágætur. Hún flytur allar ræður og kvæði sem flutt voru á hátíðinni og öll skeyti, jem þangað bárust. Þá flytur hún sögur bygðanna í köflum, ritaða af hinum og öðrum, flest- um heimamönnum, sem lifðu sjálfir part af þeirri sögu. Páll Reykdal, sem skrifar eftirmála að bókinni, tekur það fram að aðrar bygðir ættu að fá ritaðar jafn nákvæmlega sínar sögur áð- ur en þær týnist og gleymist. Er það rétt athugað og ætti að vekja menn til framkvæma í þeim bygð- um, sem það hefir enn ekki verið gert. Séra Halldór Johnson, sem skrifar formála bókarinnar segir meðal annars að bygðar sögur megi skrifa ýmist innan frá “eða utanfrá”. Fyrri aðferðin sé sú að þeir skrifi eða segi frá sem sjálfir voru lifandi þátttakendur í sköpun sögunnar, hin aðferðin fyrsta í ritinu; teljum vér það þegar þátttakendurnir voru sjálf- ir horfnir af sviðinu og fara yrði eftir minni og sögnum. Álftavatns- og Grunnavatns- bygðir eru fremur hrjóstrugar og erfið héruð; en með frábær- um dugnaði hafa landnemarnir þar og afkomendur þeirra barist þar góðri baráttu og sigursælli. Þess má geta að fylkisstjórnin sendi fulltrúa á hátíðina í fyrra, og var það mentamálaráðherra J. C. Dryden. Átti það einkar vel við að fela það manni í þeirri stöðu því Lundar-bygðirnar hafa í mentalegu tilliti skarað fram úr í samkepninni. Má t. d. geta þess að átta læknar allir íslenzkir hafa á tiltölulega stuttum tíma útskrifast frá Lundar og þar í orðrétt umsögn eins menta- mannsins þaðan um þetta efni; það er í skeyti til hátíðarinnar: “It is not so many years ago — less than 20 years in any case, that those two settlements had about as many of their former young people graduated from the University of Manitoba as the rest of the Icelandic settlements in Manitoba put together”. Það var Björn Stefánsson lögfræð- ingur, sem þetta sagði — og hann er enginn öfga maður. Alls eru það 25 manns, sem skrifað hafa þessa bók og flytur hún hátt á annað hundrað mynd- ir. Það vekur upp margar end- urminningar sem sváfu, að fletta bókinni og horfa á gömlu and- litin, sem mörg eru komin undir græna torfu. Bókin er til sölu hjá Páli Reykdal, 979 Ingersoll St., Win- nipeg, Bjömssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg og útgáfunefndinni á Lundar. Verð- ið er $2.00. Sig. Júl. Jóhannesson Hann er einn af 13 systkinum, 7 þeirra komust til fullorðins ára. Einn bróðir Sveins er á lífi, Páll Guðmundsson að Lundar, og ein systir á íslandi, Sólveig Guð- mundsdóttir, ekkja Vilhjálms Stefánssonar. Sveinn fluttist til Canada frá Hvoli í Borgarfirði eystra árið 1894, með konu sinni Þorbjörgu Guðmundsdóttur ættaðri af Vopnafirði og fjórum börnum ungum. Þau fóru strax út í Álftavatns-nýlendu. Þar var þá búsettur Guðmund- ur bróðir hans og kom hann með öðrum manni til Winnipeg að sækja fjölskylduna og var keyrt á uxum. Það var í júlí mánuði og voru vegir vondir og afar miklar flugur. Ferðin tók þráj daga en börnin öll veik af mislingum. Sveinn og Þorbjörg voru svo ur. starfskrafta, hann hefir gengið í vinnu sem ungur væri, þar til fyrir ári síðan, og jafnvel í sum- ar hefir hann unnið af og til í verksmiðju. Sveinn er ungur í anda og höfð- ingi heim að sækja, sjálfstæður en er mjög yfirlætislaus. Hann hefir enn svo góða sjón að hann les blöðin og fylgist vel með því sem gerist. Hann sagði við mig nýlega að þegar hann liti til baka, þá fyndist sér að lífið hafi verið sér einn langur sólskinsdagur, þó stundum hafi skygt á. Þrjú af börnum hans eru á lífi: Ásmundur, búsettur á Lundar; Kristján í Thicket Portage, Man., og Ingibjörg (Emma), Mrs. H. von Renesse, Árborg, Man. — Anna, Mrs. J. A. Bjornson, Lund- ar, dáin, og fóstursonur hans, Guðmundur Nordal, býr á Lund- ar. Barnabörnin eru 10 og bama barna börn 11. Vinir og vandamenn Sveins óska honum hjartanlega til bless- unar á afmælinu hans, og þakka honum vel unnið starf. Vinur Aldarafmælis Möðruvalla- kirkju minnzt Á ^unnudaginn var aldar- afmælis Mðruvallakirkju í Eyja- firði minnst með hátíðaguðs- þjónustu, og fjölmenntu héraðs- búar til kirkjunnar þann dag. Séra Friðrik Rafnar, vígslu- biskup, prédikaði, séra Pétur Sigurgeirsson flutti bæn, en séra Benjamín Kristjánsson flutti er- indi og rakti sögu kirkjunnar á Möðruvöllum. Séra Sigurður Stefánsson sóknarprestur að Möðruvöllum þjónaði fyrir alt- ari. —Alþbl. 28. október * * * \ Aldarafmælis dómkirkjunnar í Reykjavík minnzt Dómkirkjan í Reykjavík verð- ur hundrað ára gömul á fimmtu- daginn kemur, 28. október, en þann dag árið 1848 var hún vígð. Á sama stað hafði þá áður staðið kirkja um rúmlega hálfrar aldar skeið. Aldarafmælis kirkjunnar minn ast dómkirkjuprestarnir í pred- ikunum sínum í dag, síðasta sunnudaginn í öldinni, séra Jón Auðuns kl. 11 árdegis, en séra Bjarni Jónsson kl. 5 síðdegis. — En á fimmtudaginn mun séra Bajrni flytja erindi í útvarpið í tilefni afmælisins. —Alþbl. 24. október. * * * Hefir drepið 150 minka Undanfarið hefir borið mjög mikið á villiminkum suður með sjó og víðar. Maður að nafni Karl Karlsson, sem stundað hefir villiminka- veiðar s. 1. mánuði hefur skýrt blaðinu frá því, að hann hafi drepið í allt um 150 binka. f s. 1. viku drap hann fjögur kvendýr, sem voru komin að gotum. — Reyndist vera í þeim 33 fóstur. Sýnir þetta gleggzt hve ör við- koma minkanna er. Karl Karlsson veiðir minkana aðallega í gildrur, en auk þess hefir hann drepið allmarga með haglabyssu. Segir hann, að á svæðinu frá Hafnarfirði og alla leið austur í Ölvus séu þúsundir af minkum og fari þeim stöðugt fjölgandi. —Vísir * * * Rætt um endurreisn biskups- stóls að Hólum Hinn árlegi Hóladagur var haldinn að Hólum í Hjaltadal um síðustu helgi, og jafnframt var þar prestastefna Hólastiptis. Prestastefnuna sóttu 14 prest- ar. Á prestastefnunni var meðal annars rætt um endurreisn bisk- upsstóls að Hólum, en því máli hefur nokkrum sinnum áður ver- ið hreyft. Fjáröflun til minnisvarða um Jón biskup Arason hefir gengið vel, og eru nú í sjóði til minnis- varðans um 80 þúsund krónur. Ráðgert er að minnisvarðinn verði reistur 10 metra framan við kirkjudymar á Hólum og mun hann verða 20 metra hár. Stefnt er að því að minnisvarð- inn verði afhjúpaður á 400 ártíð Jóns Arasonar, en það er 1950. —Alþbl.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.