Heimskringla - 01.12.1948, Síða 3

Heimskringla - 01.12.1948, Síða 3
WINNIPEG, 1. DES. 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Eskimóar væru Skrælingjar? Af þeirri ástæðu, að það er ómögu- legt: 1) Af því, að við höfum fjölda af áreiðanlegum íslenzk- um, erlendum og Eskimóa-heim- ildum um Skrælingja, er útfylla og staðfesta hver aðra, svo að á því leikur enginn vafi, hvernig Skrælingjar litu út í aðalatrið- um. 2) Af því, að við höfum frá fyrri öldum og frá 15. öld lýsing- ar á Eskimóum, ekki Skrælingj- um, heldur sem andstæðu Skræl- ingja, sem íslendingum, er falln- ir voru frá kristinni trú og góð- um siðum, fallnir frá þeirri menningu, er einvörðungu — geymdist á íslenzkri tungu. 3) Af því, að Eskimóar eru að lík- amsbyggingu enn aðallega ís- lendingar og menning þeirra mest-öll íslenzk. Við þekkjum enga þjóð, sem við með vissu getum sagt um, að dáið hafi út. — Skrælingjar voru ekki beisnir. Þeir eru sú al-aum- asta þjóð, sem sögur fara af, og þeir voru efalaust ekki mann- margir heldur. Samt getum við ekki sagt um þá, að þeir hafi með öllu dáið út. Ýmis sérkenni í út- liti þess fólks, sem nú byggir Eskimóasvæðið og er Skrælingj- um annars gerólíkt, gefa hugboð um, að einnig Skrælingjar hafi gengið veg allrar veraldar: — blandast því ísl. fólki, sem sapn- orðar heimildir segja, að verið hafi að byggja Eskimóasvæðið á tímabilinu 986 — 1500, og sem forminjar og ritaðar heimildir sýna og segja, að búið hafi þar öldum saman og býr þar áþreif- anlega enn. Hin norrænu sérkenni í útliti Eskimóanna fyrir austan Mac- kenzie-fljótið gefa upplýsingu um það hvaðan þetta háa og ljósa fólk er komið. Að því leyti, sem hægt er að sjá og dæma af upp- lýsingum þeim, sem fyrir eru, lítur málið þannig út: Á svæðum þar sem Eskimóar eru sérlega há- vaxnir, þar er hörunds- hára- og augna-litur einnig sérlega ljós, skeggvöxtur mikill, hárið held- ur mjúklegra eða liðað, andlitið sporöskjulagað, nefið hátt, aug- un bein, kinnbeinin lág, ennið hátt, cephalic index hár, og út- limabyggingin líkist útlimabygg ingu norrænna manna o. s. frv. Á svæði, þar sem einn þessara eiginleika er áberandi, þar eru þeir allir áberandi, og þeir virð- ast jafnvel hafa tilhneygingu til Safnbréf vort ionikeldur 15 eða flelrl tegundir af húsblóma fræi sem sér- ataklega er valið til þess að veita sec. mesta fiölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefíð skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveönar tegundir því innihaldinu er breytt af og til. En þetta er miklll peningaspamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfrítt. #anmnnnnnimnmianiniiiininiuiiiiiminmiiiiiminmnniiiiv j INSURANCE AT . . . REDUCED RATES 1 Í — = = Fire and Automobile | COMPANIES | McFadyen j | Company Limited I Ie 362 Main St Winnipeg | Dial 93 444 s = = AiinrnAianiinnnnnmmnniinmmininaiiuimiiuoiiiaiiniiit* að fylgjast að í sömu persónu. Þessu ytra norræna útliti fylgir lífsgleði, atorka, djarfmannleg framkoma og önnur norræn skap- gerð. Rækilegri líkamsmælingar, blóðrannsóknir og athuganir á gáfnafari eiga eftir að varpa enn fyllra Ijósi yfir þetta. Frá Asíu geta þessi norrænu sérkenni ekki komið. Blóðblönd- un eða áhrif frá Indíánum þekkj- ast ekki á Eskimóa-svæðinu fyrir austan Mackenzie-fljót. Allt skraf manna um það, er hreinn skáldskapur. Höfuð- og líkams- mál útiloka allan skyldleika við Indíána þar. Einstök þeirra nefndu norr- ænu einkenna á Eskimóasvæðinu eins og t. d. hár líkamsvöxtur, gætu vel hugsast að stafa frá Indíánum, en önnur einkenni, er fylgja þessum háa vexti, geta ó- mögulega stafað frá þeim, eins og t. d. bjartur litur, mikill skeggvöxtur o. s. frv. Nú vill svo vel til, að við einmitt höfum kynblöndun milli Indíána og Eskimóa í Alaska, og sú kyn- blöndun gefur allt annað útlit en það, sem við finnum meðal háa og lósa fólksins fyrir austan Mackenzie. Vildu menn ekki gera sér það ómak, að bera þetta saman, og taka tillit til útkom- unnar. Vilhjálmur Stefánssan hefur bent á aðra hugsanlega skýringu á uppruna hinna norrænu ein- kenna meðal Eskimóa, lífeðlis- lega breyting. Þessi skýring nær þó harla skammt. Það er hugsanlegt, að Skrælingjar hefðu á óralöngum tíma við lífeðlislega breyting og úrval getað tileinkað sér eitt- hvert eitt sérkenni eða svo, er minnti á norræna menn. En þessi langi tími er ekki til, því sá tími, sem um gæti verið að ræða, ták- markast af þeim upplýsingum, sem við höfum um Skrælingja, niður í 1 — 3 mannsaldra eða svo. Með engu móti hefðu Skrælingj- ar heldur af tilviljun og lífseðlis- legri breytingu og útvali getað tileinkað sér öll norræn líkams- og sálar-einkenni í þeim réttu hlutföllum, sem um virðist vera að ræða, og því sízt á þeim skamma tíma, sem um getur ver- ið að tala. Hið einasta, sem skýrt getur þessi norrænu fyrirbrigði, er sama skýringin, sem ein og einasta ein getur skýrt uppruna sjálfra Eskimóa og uppruna menningar þeirra: Að íslenzkir búðsetumenn á Eskimóasvæðinu hafi blandast örlítið við Skræl- ingja, og glatað ísl. tungu. Það hefur áður verið sýnt fram á, að íslendingar byggðu allt Eskimóasvæðið — og víðar. Það hefur einnig verið sýnt fram á, að þar sem íslendingar byggðu eða sátu innan um Skrælingja, hlutu þeir að blandast við þá, og blönduðust við þá. Á grundvelli þeirra heimilda, er nefndar hafa verið í kapítul- unum hér á undan (kap. I. — XII.) verður ekki — að því er eg fæ séð — komizt hjá því að viðurkenna, að Eskimóar eru fornir Vestur-íslendingar, er féllu allir frá kristinni trú og íslenzkri tungu, en eru, eins og þeir bera sér sjálfir vitni um, aðeins örlítið blandaðir Skræl- ingjum. (Landkönnun og landnám fs- lendinga í Vesturheimi” bls. — 1200 — 1204). Ljóðmæli Kristjáns S. Pálssonar Ákveðið er, að gefa út ljóð- mæli þessa vinsæla skálds. Fjölskylda hans hefir beðið mig að safna kvæðum hans. Vil eg því vinsamlega mælast til, að j þeir sem eiga þau, annaðhvort í eigin handriti eða úrklippur úr blöðum og tímaritum, sendi mér það sem fyrst. Páll S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg * * * Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, fsland. Heimilið sem hjörtun byggja “Hin mikla þörf að þér byggið elliheimili að Mountain sem fyrst” Dr. B. J. Brandson Þannig féllu orð einum ágæt- asta syni íslenzku byggðarinnar í Norður Dakóta, er hann eygði þörf hinna öldnu og stundum einmanna frumbyggja og land- námsmanna og kvenna, sem áttu skilið laun erfiðis og fórnar fyr- ir komandi kynslóð. Og orðin tóku rætur í hjörtum sannra fs- lendinga í Vesturheimi. Nokkur ár og þroskandi andrúmsloft þessarar ágætu hugsjónar hafa liðið síðan, en það reyndist satt, svo sem jafnan að fögur hugsjón er aldrei til ónýtis borin. Um síð- ir ber hún ávöxt minningu þess er mælti fram, til heiðurs og þeim sem hana tileinkuðu sér til gæfu, og framtíðinni til blessun- ar. Þetta fundu svo margir, 19. september, s. 1. þegar um 1500 manns lögðu leið sína til Mount- ain, N. D., til þess að taka þátt í og helga staðinn þar'sem nú var að rísa heimili handa þeim öldnu. Þann dag voru draumar og hug- sjónir svo margra að rætast; von- ir að verða að virkileika, hjart- ans ósk að uppfyllast. Og þegar einhver ókunnugur spurði, þenn- ann dag, ‘‘Hver byggir hér með slíkri risnu og reisir svo fagran bautastein frumbyggjunum?” — var auðvelt að svara “Það byggja hjörtu þeirra sem heitt unna og aldrei gleyma fórn brautryðj- andans”. “Já svo byggjum vér því vér höfðum áhuga á verkinu”. Neh. 4:6. Orð hins mæta sonar voru heyrð af söfnuðum íslendinga í Dakota-ríki fyrst og fremst, ís- lenzka kirkjufélagið lagði styrkj andi hendi fram og menn og kon- ur annara íslenzkra byggða Bandaríkjanna, námu hljóminn af hamarshöggunum og sendu efni sín í musteri þetta. Og kan- adiskir vinir gengu líka í hópin.' Já, hvílík fýlking að bera hug- sjón fram til sigurs. Hve heimsk- ur sá, sem hyggst að hnekkja framgangi slíks málefnis, sem margir hafa lagt óskir og bænir sínar í, með tímanum skal höll þessi rísa. Sönn hjartagæska er allri efníshyggju sterkari. Já, svona gætum vér lengi látið hug- ann njóta þess sem vel er gert. Þennan 19. september, var hornsteinn heimilisins, sem þér sjáið á teikningunum, lagður. — Hann er í suðaustur horni bygg- ingarinnar. Yfirsmiður heimilis- ins gaf steininn sjálfan. Síðan hefur verkinu miðað áfram vel, og verður haldið áfram í vetur, jafnóðum og fé til fullgjörðar byggingarinnar kemur inn. Þú, sem lest þessar línur, átt hér tækifæri við hendina. Þitt hjarta getur byggt fullkomnar þetta minnismerki frumbyggjanna. — Vér, sem á staðnum erum, erum verkfæri í höndum ykkar, hjálpa oss að hætta ekki fyr en fullbú- ið er. Þið, sem guð hefir blessað jarðneskum auði, sendið okkur þakkargjöf í þetta heimili. Enda þótt Dakota-söfnuðurnir íslenzku hafi hafist hér handa um framkvæmdir, á þetta heimili ekki að vera aðeins fyrir þeirra fólk. íslendingar alstaðar að munu eiga hér rétt til inngöngu. Hversu margir kunna þeir ekki að vera sem farið hafa út í heim og sótt eld sér og sínum, eða numið land einhversstaðar, sem þó munu finna er fóturinn stirðn ar og sjón förlast að heim til Dakotabyggðarinnar er gott að koma og eiga vísan samastað þar sem minningar íslenzkar lifa lengst. Arfur hetjuframtaksins er óbrotgjarn. Þú getur bóstaf- lega setið við arineld heimilis- ins, því arin er á hverju gólfi þessa húss, og rakið við snark- andi glæðurnar lífsþráð liðinna ára. Já, og líka ofið hann saman við lífsþráð annara sem eins og þú, sigruðu stundum brattan sjó og þó fundu höfn, örugga. Myndirnar, sem hér fylgja, sýna nokkuð af því sem var að gerast daginn sem hornsteinninn var lagður. Konur byggðarinnar veittu af íslenzkri rausn. Mount- ain bær hikaði ekki við að leggja í yfir $20,000.00 vatnsleiðslufyr- írtæki til þess að þetta heimili mætti standa í bæ sem hefði öll nútíma þægindi og eldsvarnir. Borgarstjórinn, herra Magnús Björnson bendir á skurðinn þar sem vatnspípurnar voru lagðar. Það verk er nú fullkomið, og vatnið streymir inn í heimilin og nýju bygginguna. Ríkisstjórinn, hr. Fred G. Aandahl flutti hér aðal ræðuna; sést hann þarna í samtali við formann byggingar- nefndarinnar hr. Freeman M. Einarson, en til vinstri er prest- ur Dakota prestakallsins séra E. H. Fafnis, sem einnig er forseti kirkjufélagsins íslenzka. Herra Gamelíel Thorleifsson lagði hornsteininn þennan dag og flutti skörulegt og djúphugsað erindi á þessari söguríku stundu á íslenzku. Þau áttatíu ár og nokkur fleiri sýndust liggja létt á herðum öldungsins þennann dag. Við hornsteinslagninguna að- stoðuðu, ríkisstjórninn, bygg- ingarmeistarinn Jón Stephanson frá Moose Jaw, Saskatchewan. Aðrir sem ræður fluttu voru — Nels G. Johnson, Attorney Gen- eral; Dómari Guðm. Grímsson; Dr. Baldur Ólson, fyrir hönd Betelsnefndarlnnar; Árni Egg- ertson, fyrir hönd Þjóðræknisfé- lagsins; Dómari Thompson frá Cavalier, fyrir hönd sveitarinn- ar, Ásmundur Benson, lögmaður einn úr byggingarnefndinni flutti og hvetjandi orð til mann- fjöldans. Fred Snowfield, ríkis- lögsóknari Pembina-sveitar flutti ræðu. Einsöngva sungu sr. E. H. Fafnis og frú G. S. Goodman frá Milton. Einnig komu fram þarna Thomas Jordan, yfirumsjónar- maður byggingarfyrirtækisins og yfirsmiðurinn ágæti Karl Hanson frá Akureyri, og Winni- peg. Dásamlegt veður signdi daginn blessun sinni. Stjórn þessarar hátíðar var í höndum hr. F. M. Einarssonar og sr. E. H. Fafnis. Sannarlega var dag- urinn og tækifærið eitt hið sögu- ríkasta sem nokkur íslendinga- byggð hefur nokkru sinni átt. Okkur dreymir um aðeins einn stærri dag sem við vitum að kem- ur næsta sumar, með ykkar hjálp og það verður dagurinn sem heimilið verður vígt til starfs og blessunar fyrir þau fjörutíu öldurmenni og konur sem þarna hafa pláss ásamt starfsfólkinu sem valið verður eftir hjartalagi og huggæsku. Megum við sem flest eiga þátt í þeim degi Geta má og þess að öll athöfn- in var tekin á hljóðritara og mun þannig geymast. E. H. Fafnis

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.