Heimskringla - 16.02.1949, Side 2

Heimskringla - 16.02.1949, Side 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. FEBR. 1949 EIRÍKUR JÓNSSON 1 DJÚPADAL Nokkur Minningarorð Þann 15. september s.l. andað- ist Eiríkur Jónsson bóndi og tré- smíðameistari í Djúpadal á heim- ili dóttur sinnar á Sauðárkróki, eftir stutta en þunga legu, rúm- lega 85 ára gamall. Eiríkur var faeddur í Djúpa- dal þann 24. maí 1863. Voru for-1 eldrar hans Jón Jónsson bóndi þar og kona hans Valgerður Eiríksdóttir. Faðir Jóns bónda var Jón bóndi að Tréstöðum Jóhannes- sonar bónda á Syðra-Hóli Jóns- sonar bónda á Klúkum Guð- mundssonar á Ytra-Gili í Eyja- firði Ketilssonar. Er karlleggur Eiríks allur eyfirzkur. Valgerður móðir Eiríks var systir Stefáns á Höskuldsstöð- um og Símonar í Litla-Dal, en faðir þeirra systkina var Eisíkur bóndi í Djúpadal Eiríkssonar prests á Staðarbakka Bjarnason- ar bónda í Djúpadal Eiríkssonar bónda í Djúpadal (Mera-Eiríks) Bjarnasonar bónda að Hjaltastöð um Eiríkssonar Guðmundssonar bartskera Guðbrands biskups og lögréttumanns Kolbeinssonar á Merkigili í Austurdal. Það var Eiríkur Bjarnason (Mera-Eirík- ur), sem fyrstur komst yfir Djúpadal, keypti hann árið 1733 og hafa niðjar hans því búið þar rúmar tvær aldir. Eiríkur i Djúpadal var mikill mannkostamaður. En tvennt er það einkum, sem einkenndi þenn- an gagnmerka mann, en það var drengskapur hans og hjartahlýja og býst eg við, að þessar góðu kynfylgjur hafi lengi búið í ætt hans. Skapmaður var hann mikill eins og fleiri frændur hans og hinn mesti ákafamaður tíil allra starfa, og ekki var örgrannt um, að stundum hrytu frýjuorð af vörum hans^þegar honum fannst eitthvað seint ganga, en þau él stóðu jafnan stutt yfir, og í gegnum það allt yljaði hjarta- hlýja hans og drengskapur, — hverjm samferðamanni. Eiríkvtr í Dal, eins og hann var oft kallaður, sat aldrei yfir mikl- um auði eða mannaforráðum, en þó áttu einkennilega margir er- indi heim að Djúpadal. Sannast þar hið fornkveðna: Að til góðs vinar liggja gagnvegir. Hann hafði að jafnaði stórt og þungt heimili, því að auk margra barna, hélt hann alltaf eitthvað af fólki sem fyrir elli eða lasleika sakir gat ekki séð fyrir sér. En í Djúpadal var alltaf húsrúm fyrir slíkt fólk, og þá ekki síður hjartarúm. Og þá er eg kominn að þeim þætti í skapgerð Eiríks, sem eg hef jafnan metið mest, en það er umhyggja hans og sam- úð með öllum sjúkum og öllum þeim, sem höfðu lent eitthvað utangarðs í þjóðfélaginu. Öllum slíkum reyndist hann eins og kærleiksríkur faðir og bróðir. Og ef það er rétt, að öll góðverk- in séu geymd í sjóði hjá hinum mikla höfundi og reikningshald- ara lífsins, hlýtur Eiríkur í Dal að vera auðugur maður, þótt ekki réði hann yfir gildum sjóðum á veraldarvísu. Og víst er um það, að margur fátæklingurinn fór auðugri frá garði hans en hann kom. Og það var einmitt þetta, þessi hjartahlýja, sem dró gesti að Djúpadal, svo að þar hefir jafnan verið meiri gestagangur cn á flestum öðrum bæjum sveit- arinnar. Það var eins og allir ættu erindi upp þangað og öllum var þar tekið með hinni sömu alúð og sama höfðingsskap. Þar var þeim tekið jafnt smala- stráknum og prestinum, hinum snauða umrenningi og stórbónd- anum. Eiríkur lifði alla sína löngu ævi á óðali feðra sinna, Ðjúpa- dal. Þegar foreldrar hans féllu frá, tók hann við búi þar, ásamt Valdimar bróður sínum. annáluð- um ágætisdreng og drengskapar- manni. Bjuggu þeir síðan báðir í Djúpadal og höfðu jafnan stór- bú. Að vísu kom það meir á Valdimar að annast búsýslu, því að Eiríkur var oft langdvölum að heiman við kirkju og húsa- smíðar í sveit sinni og nærliggj- andi sveitum, því að hann var hinn mesti hagleiksmaður og víkingur til allra verka, _svo að allir, sem þurftu á smið að halda sóttust eftir að fá Eirik í Djúpa- dal. Þegar Valdimar andaðist árið 1915, tók Eiríkur við búsforráð- um öllum og bjó þar einn, unz Jón sonur hans tók við búi. Kvæntur var Eiríkur frænd- konu sinni, Sigríði Hannesdótt- ur, Þorlákssonar bónda að Yztu- Grund, en móðir hennar var Ingi- björg Þorleifsdóttir, Þorleifs- sonar á Botnastöðum Þorleifs- sonar í Stóradal. Er það ein hin ágætasta og elskulegasta kona og húsfreyja. Stendur hún enn fyrir búi Jóns sonar síns í Djúpadal, þótt orðin sé 73 ára gömul. Þeim hjónum varð 8 barna auð- ig og lifa 7 þeirra: Stefán, bú- settur í Vesturheimi, Jón bóndi í Djúpadal, Valgerður, húsfreyja ‘í Sólheimum í Blönduhlíð, Eirík- ur, trésmíðameistari í Reykjavík, Sigríður og Ingibjörg, húsfreyj- ur á Sauðárkróki og Skarphéð- inn, bóndi í Torfmýri. Eiríkur var jarðsettur í nýjum ættargrafreit á fögrum hóli í tún inu í Djúpadal 6. október s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Þar sem vagga hans stóð, kaus hann að bera beinin. Svo römm var sú taug, sem tengdi hann við mold feðra sinna og mæðra. Og nú er hann allur þessi garpur og góði drengur. Þessi er leið okkar allra. En einhvernveginn finnst mér sveitin mín gamla fátækari eftir en áður, og þó að maður komi í manns stað, er alltaf eftir- sjá að góðum drengjum. Eiríkur í Dal kom að vori, þeg- ar Glóðafeykir brosti baðaður í skini síhækkandi sólar, þegar Dalsáin féll straumþung og mik- ilúðleg fram úr gljúfrum sínum og þegar gróðurilmurinn steig frá vaknandi lífi móður jarðar. Og nú kveður hann að hausti. En þegar hið föla skin haustsól- arinnar leikur um nýorpið leiði hans, megum vér öll minnast þess, að: “Hver dagsins geisli deyr oss hér að kveldi, en dagur guðs á eilíft sumar- veldi.” Og svo að lokum þetta: Hafðu þökk fyrir allt og allt, látni vin- ur og frændi. Hafðu þökk fyrir alla þína ástúð og vináttu, sem þú hefir sýnt mér. Sú hlýja, end- ist mér enn. Og: “Einn býr ó- gleyminn ofar stjörnum( sá karla skóp og konur.” Hannes J. Magnússon EIRÍKUR JÓNSSON í Djúpadal í Skagafirði F. 4. júní 1863 — D. 15. sept. 1948 Geng eg í Dalinn djúpa daprari en forðum, heimkoma er hér að ranni þá horfinn er sjónum. Fornvinur er eg átti ylinn hjá löngum; lækkar nú sól á lofti, ljósgeislum fækkar. Þeir segja ei skarð fyrir skildi skjómi þó dauðans, höggvi þá hlyni í skógi hrörnun er sýni; og standi þar stofna berir stórveðrum hrjáðir, varnandi vaxtarrýmis viði hinum yngri. Einn leit eg aldinn í skógi, ungvið nærri; • álminn hinn ítur hreina í ársólar skini. Breiða sitt lim til legu, svo ljósgeisla hrannir; sindruðu á ungsprotum öllum álmsins hins minni. Vart þarf þér frændi að frýja fullhugans kepni; elstur af ítum “Hlíðar” ennþá að slætti; stóðst þú að starfi keikur, í stormviðra fári; aðrir þá yngri létu arinn sér hlýja. Það var þér öldnum ofraun en mig þó hlægir, að kærar ei kaustu þér rúmið heldur kappanna forðum. Harðfengur helstu’ í rómu, hikaðir ei á brýnu; vallarstóð, vaskur í múga, vígreifur síðast hlóðstu. Eg kom ei, að kveða á þig lofið, í kvæði maklegu; heldur til þess, þú héldir með höldum sannmælis. Auðmaður varst þú enginn, í aldarsfars seyru fjárgróða, félst þú ekki, fullhuginn góði. Vinnan hún var þinn styrkur, þín völundar smíði; geymast um ókomnu árin sem óbrotinn varði, — minning um göfugan góðan garpinn í verkum snarpa; ljómar á hafdjúpið hulda er hylur þig dáinn. Magnús á Vöglum JÓN EIRÍKSSON DJÚPADAL 50 ára 1. maí 1948 í dag er best að signa sig syngja og vera glaður. Já — glegi og farsæld faðmi þig fimtugi æskumaður. Já — nú er gott að gleðja sig þótt gráni og fækki hárin. — Vor og farsæld faðmi þig og fyltu svo 100 árin. Gisli Magnússon, Eyhildarholti Heill sé þér fimtugum, frændi minn! Nú fer eg í kröfugöngu og bið um: að verða vegur þinn varðaður hamingju, og glaðværð- in þér fylgi á leiðinni löngu. Þó stormurinn æði um breiða bygð og blómin þau hvíli í valnum þá blessist þín átthaga ást og trygð við ilminn í góða dalnum. Stefán Vagnsson JóN EIRÍKSSON DJÚPADAL 50 ára 1. maí 1948 Við íjallabarm á háum hól hillir gamalt ættarból. í suðri dalinn djúpa ber við dimmblá fjöll er lyfta sér með tign og frið í heiðið hátt og horfa í vesturátt. Hér átti vinur æskuvor. Hér áa þinna liggja spor um fjalladal og græna grund um grýtta skriðu og mýrarsund. Með styrk og dygð var starfið sótt og stundum unnið fram á nótt. / Hér er þitt starf, hér er þinn bær. Hér ættar þinnar hjarta slær. Hér fer þér vel hið fagra kvöld er fyllir hálfa öld. Nú bið eg guð að blessa þig og bæinn þinn — og nýjan stig á sextugsleið — en sömu slóð til sæmdar okkar þjóð. ^ Friðrik Hansen UM BÆKUR Eftir Stefán Einarsson Bragarbót um Austurland,i Halldórs Stefánssonar Þegar eg lít nú yfir ritdóm minn um þátt Halldórs Stefáns- sonar í Austurlandi II., sé eg að hef gert honum mjög rangt til með því að fjölyrða um smágalla, sem fundnir verða á riti hans, ekki sízt þar sem sumar af vill- unum eru settar fram með næg- um fyrirvara af honum sjálfum (Steinröðarstaðir), í stað þess að draga fram og dvélja við það sem gott er og ágætt í bókinni. Skal þá fyrst bent á það, að þáttur Halldórs um Papana í bókarbyrjun mun vera það fyrsta sem skrifað er um byggð þeirra í heild eftir tryggum heimildum, flestum íslenzkum. Sama er að segja um kaflann um Kolskegg, hinn austfirzka landnámabókar höfund, eða heimildarmann. Þá er þess ógetið, að í lok hins langa og ítarlega kafla um landnámin, þar sem Halldór nýtur þess hve ihundkunnugur hann er á Aust- urlandi, bætir hann við athuga- semdum um göfugustu menn í Austfirðingafjórðungi á söguöld og reynir þar að vega þá eftir mannvirðingum og ættgöfgi. f því sambandi svipast hann eftir uppruna þeirra í Noregi. Þá reynir hann að benda á hof þau og vé er fundin verða eystra. — sömuleiðis á líkur fyrir því á hvaða goð mnn trúðu helzt. í því sambandi telur hann hina mörgu Goðatinda og Goðaborgir, sem einkenna mjög Austurland. Þetta leiðir Halldór yfir í þáttinn um “Goða og Þingaskip- un” í Austfirðingafjórðungi, en sá þáttur þó stuttur sé mun vera með því allra bezta í bókinni, og vel til fallið að gamall alþingis- maður skyldi skrifa hann. í þess- um þætti setur Halldór fram skoðanir um goða og goðorð fyr- ir 930, sem áður hafa verið ve- fengdar af fræðimönnum þeim er skrifað hafa um myndun þjóð- veldisins. En það er í stuttu máli ætlun Halldórs, að hver byggð, einkum ef hún var jafnafmörk- uð og firðirnir, muni hafa haft sinn goða og sitt hof eða vé, og hafi goðorðin því í öndverðu ver- ið nálega jafnmörg hinum göf- ugustu landnámsmönnum og landnámum þeirra. Telst honum svo til, að í Austfirðingafjórð- ung hafi verið upphaflega 33 goðorð og 11 þing, og drógust þau saman í 9 goðorð og 3 þing, þegar Úlfljótur kom með þjóð- veldislög sín 930. Vera má að hér sé fullmikið í lagt, en sterk- ar líkur færir Halldór fyrir þess- ari skoðun sinni. Og ef þessi skoðun hans er á rökum byggð, þá er ekki að kynja þótt “marg- ar sögur og stórar” hafi gerzt í Austfirðingaf jórðungi og það þó flestar séu þær nú týndar. En þessi skoðun Halldórs styrkir þá ætlun Nordals (isl. menning I., 117), að mikill átök hljóti að hafa verið um goðavöldin þegar þeim var skift upp á milli svo fárra manna. City Hydro Vinnur óviðjafnan legt þrekvirki 1911 1931 1945 1948 Fyrsti ódýri raforku-straumur leiddur til Winnipeg frá fyrstu raforkustöð City Hydro við Pointe du Bois, sem framleiðir, þegar allar vélar eru notaðar, 105,000 hesta öfl. Þá var' orka Slave Falls plönt- unnar, sem er önnur orkustöð City Hydro, leidd til Winnipeg. Var ákveðið, og byrjað, að auka framleiðslu Slave Falls orku- stöðvanna með því að bæta þar við fjórum nýjum vélum. t Var þessu mikla verki við Slave Falls lokið, og hefir nú orkuverið þar framleiðslu-afl sem nemur 96,000 hesta öflum. Nú hefir City of Winnipeg Hydro Electric System samanlagða framleiðslu sem nemur 201,000 hestöflum. Winnipeg borgarar vita, að hér er um að ræða ábyggi- lega, starfandi stofnun, sem gefur þeim tryggingu fyrir framhaldandi, öflugri framleiðslu rafurmagns hvar sem þeir eru búsettir í borginni. Ott| i“lxþctrc> EIGN WINNIPEG BORGARA OG STARFRÆKT AF ÞEIM VÉR ÓSKUM Þjóðræknisþingi íslendinga í Vesturheimi TIL ALLRA HEILLA OXFORD HOTEL “Staðurinn sem fslendingar mætast” \ Joseph Stepnuk, Pres. S. M. Hendricks, Mgr. PHONE 926 712 NOTRE DÁME AVE. Manitoba Birds WILSON’S PHALAROPE (Grunter) Steganopus tricolor Small birds between seven and eight inches long, with' plumage dense and gull-like. The female, instead of the male, is the bright-coloured member of the family, and upon fulfilling her duties of egg deposition, leaves the care of the incubation to the male. The juvenile appears much as the male but paler and striped with reddish 'ochre above. Distinctions: Have long awl-shaped bill. Toes scarcely webbed but margined with narrow border. Field Marks: Swimming habit and whirligig action. Nesting: On the grass in damp places near sloughs. Distribution: The prairie regions. One of the commonest, as well as one of the lovliest of the inlhabitants of the prairie sloughs. It loves the little sunny mud-bottomed pools of shallow water in a meadow, where they whirl about in little circles, stirring up the mud with their little feet. Economic Status: Inhabit water or waste shores and are of little or no economic importance. This space contributed by Shca's Winnipeg Brewery Ltd. MD-227

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.