Heimskringla - 16.02.1949, Page 4

Heimskringla - 16.02.1949, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. FEBR. 1949 Kjeimskriittíia (StofnuB 1819) Cemui út á hverjum miðvilcudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viöskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritatjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: • * EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heim8kringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avénue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorízed as Second Class Mail—Post Ofiice Dept., Ottawa WINNIPEG, 16. FEBR. 1949 Ársþing Þjóðræknisfélagsins Þjóðræknisþingið hefst næstu viku og er þess sem fyr beðið með eftirvæntingu. í>að er orðið sá þáttur í viðburða, eða félags- sögu vorri, er allir góðir íslendingar veita athygli og vildu, þó hrun margs sem íslenskt er vofi yfir, sízt án vera. Það hefir ávalt verið sérstakt gleðiefni íslenzkum almenningi, er ísland hefir átt fulltrúa á þinginu. Nokkur undanfarin þing hafa ekki sízt verið ánægjuleg fyrir það, að þar hafa verið staddir góðir gestir að heiman. Á þesssu þingi eigum við von góðs gests, eða gesta, sem fulltrúa íslands. Það eru Thor Thors, sendiherra í Washington og Ottawa og frú Jóhanna Ágústa Thors. Þau hafa bæði verið gestir hér nyrðra áður og njóta ekki ein- ungis góðs álits, heldur jafnframt mikilla persónulegra vinsælda. Veri þau sem oftast velkomin í hóp íslendinga hér nyrðra. Ekki getum vér með neinni vissu sagt um það, hvort fle'iri gesta er von langt að. Úr nálægum bygðum eins og Norður-Dakota og Saskatchewan koma ávalt margir. fslendingar hafa stundum komið vestan af Kyrrahafsströnd og frá Minneapolis og New York, en sjaldan þó, nema þeir hafi átt brýnt erindi og hagað ferðum sínum eftir því að finna sem flesta frændur og vini eins og víst má eiga á þinginu. Annars hafa kuldarnir hér ekki hvatt þá. Nú stendur svo á að veður hafa verið válynd á þessum stöðum svo þessi Edens- börn þurfa ekki að sjá eftir að hverfa úr lundum sínum í kuldana hingað nyrðra. Ættu þeir að athuga þetta og minnast þess, að bæði stjóm þessa lands og allir þjóðræknir Canadamenn og Vilhjálmur Stefánsson álíta kuldana hér hollari en kulda annars staðar og ferðamenn þurfi ekki að setja þá fyrir sig. Fyrirkomulag alt verður á þinginu sem áður. Um daga fara fram fundir og ræðuhöld um alt milli himins og jarðar, en mest um hvernig við fáum sem lengst verndað arfinn, tungu feðranna, hjá afkomendunum. Það er þungamiðja þjóðræknisstarfsins, þó margt annað komi til greina. í háskólastólsmálinu hafa á s. 1. ári verið tekin svo stór skref, að vissu má telja fyrir að íslenskur stóll verði innan skamms stofn- aður við Manitoba háskóla og íslenzka þar gróðursett. Frá fjár- munalegu og menningarlegu sjónarmiði hefir hér aldrei verið í stærra ráðist. En mikið er eftir að gera fyrir því. Koma þarf einnig upp íslenskri gróðrarstöð í hugum afkomenda vorra eða íslenzkrar æsku, ef vel á að fara. Við megum ekki slá slöku við það og verðum í því efni að neyta allrar orku nú fremur en seinna. Svo hátt verður að setja markið í viðhaldi tungunnar að hún leiki hér á vörum einhverra niðjanna. Að ekki sé kleift að kenna afkomendum vorum eitt aukamál, er ekki til neins að halda. fram, þar sem dæmin eru deginum ljósari um að önnur þjóðarbrot hér gera það og hafa mikið lengur en við barist fyrir því og eru okkur miklu framar á vegi. fslendingar afsaka sig oft með því, að benda á fámenni vort. En það er ekki víst, að það komi eins mikið sögu við og ætlað er. Við eigum eftir að komast á lagið eins og þessi áminstu þjóðarbrot með viðhald málsarfsins. Þar hefir íslensku kenslustarfið nú á Laugar- dagsskólunum, en áður með tímakenslu Fróns, óefað reynst drýgst, eða verið spor í þessa átt og það er ekkert vafamál að með því að leggja hundraðfalt meiri áherzlu á það, væri mikið unnið, ekki sízt með aðstoð að heiman. sem einu sinni var boðin, en sjálfra vor vegna fór út um þúfur. Þegar við stígum stórt spor í þessa átt, þá erum við á réttri leið að því marki, sem stefna þarf að. Að kvöldinu verða skemtisamkomur eins og vant er. Fyrsta kvöldið (á mánudag), efnir Icelandic Canadian Club til samkomu með fjölbreyttri skemtiskrá. Þar hefir dr. Kristján Austman orðið um málefiíi, sem fróðlegt verður á að hlýða. Annað kvöldið, á Fróns- móti, gefst kostur á að hlýða á Thor Thors og þriðju samkomuna, sér Þjóðræknisfélagið sjálft um, eins og það hefir ávalt gert. Einnig þar verða ræður haldnar og þingstörfum lokið. Þjóðræknisþinginu stjórnar forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Philip M. Pétursson, er mikið álit og vinsældir ávann sér fyrir einkar lipra stjórn og framkomu á síðasta þjóðræknisþingi. Átökin sem fram hafa komið í sambandi við stofnun háskóla- stólsins bæði af hálfu einstakra manna og íslenzkra félaga, eru hin markverðustu, og ættu að verða tekin sér til fyrirmyndar í öllu starfi Þjóðræknisfélagsins. Þá væri starfi þjóðræknissamtaka vorra borgið um mörg ár enn, hvað mikið sem um hnignun og dauða íslenzks þjóðlífs og félagslífs, er hér talað. þá kem eg að efninu. Nýlega barst mér í hendur safn frumsaminna laga, Songs oí Iceland (With English texts), Vol. Nor. 2, eftir S. K. Hall, hljómfræðing og tónskáld í Wynyard, Saskatchewan, gefið út af J. H. Peei Music Publish- ing Company, Toronto, Ontario, Canada. Höfundur þessa sönglagsafns, Steingrímur Hall, er íslending- ur vestan hafs löngu og að góðu kunnur fyrir merkilegt og marg- þætt starf sitt á sviði tónlistar og söngmenntar. Hann útskrif- aðist með hæsta heiðri frá hljóm- listarskólanum “Gustavus Ad- olphus Conservatory of Music”, St. Peter Minnesota, 1899 og hlaut þá menntastigið “Bachelor of Music”. Stundaði síðan fram- haldsnám í hljómlist bæði í Minneapolis og Chicago, og varð að því loknu kennari í þeim fræðum á “Gustavus Adolphus Conservatory”, og ber það því órækan vott, hvers álits hann naut þá þegar. Árið 1906 lét hann af kennslu- starfinu og gerðist organisti qg söngstjóri Fyrstu lútersku kirkju í Winipeg um 30 ára skeið, jafnhliða kennslu í hljóm- list (píanóspili). Fluttist hann þá til Wynyard, þar sem hann hefir haldið áfram kennslu í þeirri grein og starfað í sam- bandi við hljómlistardeild fylk- isháskólans í Saskatchewan — University of Saskatchewan — síðan hún var stofnuð 1937. Margir af nemendum hans í hljómlistinni hafa getið sér mik- ið orð, og með þeim hætti orðið hinum ágæta kennara sínum ó- rækasti vitnisburðurinn um hljómlistarfræðslu hans. Ekki er Steingrímur Hall heldur neinn nýgræðingur í tón- smíðum. Árið 1924 gaf hann út sönglagasafnið Icelandic Song Miniatures (with English Trans- lations), átta frumsamin lög raddsett fyrir píanó, og hlaut það safn mjög lofsamleg ummæli hinna dómbærustu manna og kvenna, bæði í Canada og Banda- ríkjunum. Söngdómari stórblaðs- ins Winnipeg Free Press sagði, að lögin bæru vitni næmri ljóð- rænni tilfinningu og skáldlegu hugarflugi, og næðu víða svo hátt í listinni, að verðugt væri víðtækrar viðurkenningar. Dóm- ar forseta hljómlistardeilda fylk- isháskólans í Sask., og “Chicago Musical College” fóru mjög í sömu átt, hrósuðu bæði tækni höfundar og tóngáfu. Höfðu og lög þessi áður og hafa síðan ver- ið sungin víðsvegar á samkom- um. Sama máli gegnir um þetta nýja sönglagasafn höfundar; — mörg laganna hafa áður verið sungin víða á samkomum og í útvarp. En í safninu eru átta frumsamin lög, með raddsetn- ingu fyrir píanó ,og enskum textum. Meðal annars eru hér lög við “Þótt þú langförull legð- ir” eftir Stephan G. Stephansson (í enskri þýðingu séra Rúnólfs Fjelsted), “Á Sprengisandi”, eftir Grím Thomsen (í þýðingu A. H. Pálmi) og “Vögguljóð” eftir frú Jakobínu Johnson, að nokkur séu talin. fslenzku kvæð- in eru einnig prentuð aftan við lagasafnið og þýðingar á tveim ensku kvæðunum eftir Einar P. Jónsson, en það eru hin kunnu og dáðu kvæði “Altaf man eg”, eftir Thomas Hood og “Hjarta mitt og harpa” eftir Thomas Moore. Að frágangi er lagasafnið vandað og hið smekklegasta. Eg hefi látið syngja þessi lög og leika þau á hljóðfæri fyrir mig, og þykja mér þau bæði fall- eg og að mörgu leyti tilkomu- mikil, og falla vel að efni kvæð- anna. Undirsspilið ber því einn- ig vitni, að þar hefir maður smekkkvís og gæddur ríkri hljómlistarþekknigu og tilfinn- ingu verið að verki, eða svo sýn- ist mér leikmanninum í þeim efnum. Með öðrum orðum, þessi LEIÐBEININGAR VARÐANDI £}TOFNUN * KENSLUSTÓLS í ISLENZKU — Með frekari skírskotunar til bréfsins, sem birt var í Heims- kringlu þann 2. þ. m. í sambandi við aðferðir til að koma á framfæri tillögum í sjóð háskólastóls í íslenzku, vil eg skýra nokkru nánar þá tilhögun, sem nefndin félst á varðandi þá, er gerast vildu stofn- endur stólsins. Eins og nafnið “Founders” bendir til verða stofn- endur allir þeir einstaklingar eða félög, er lagt hafa af mörkum $1000.00 eða meir stofnuninni til fulltingis, en slíkt var lágmark, er forstöðunefndin við byrjun söfnunar setti fyrir því, að verða stofn- andi. Nefndinni var það þegar ljóst, að $1000.00 tillag væri það hátt, að ýmsum gefendum reyndist örðugt að greiða slíka upphæð í einu lagi, og þessvegna var ákvörðun tekin í þá átt, að jafna mætti niður greiðslum í tvö, þrjú eða jafnvel fjögur ár, að því tilskildu, að síð- asta greiðslan yrði gerð fyrir 17. júní 1952. Þeir sem hafa í hyggju að færa sér í nyt dreifingu á greiðslu allrar upphæðarinnar, ættu að tilgreina tölu afborgana, ásamt þeirri dagsetningu, er upphæðirnar skuli sendar til Manitoba-háskólans. Hér fer á eftir eyðublað, er margir gefenda hafa stuðst við. Gjafir sem sjóð þessum berast, eru undanþegnar tekjuskatti sam- kvæmt tekjuskattslöggjöf Canada, vegna þess að þær varða fræðslu- mál. Eins og fyr var vikið að, munu þær ýmsu félagsstofnanir, er beitt hafa sér fyrir framgangi þessa mikla menningarmáls, leita fjárstuðnings af hálfu íslenzks almennings, er forráðamenn háskól- ans lýsa því opinberlega yfir, að þeir séu við því búnir, að taka fullnaðarákvarðanir um stofnun kenslustóls í íslenzku. Ef lesendur kynnu að æskja frekari upplýsinga í máli þessu, yrði nefndinni það kært, að verða við tilmælum þeirra. Virðingarfylst, MARGRÉT PÉTURSSON ritari stofnendanefndarinnar ★ ★ ★ ............................. (Place) ............................ (Date) FALLEGT OG ATHYGLIS- VERT SÖNGLAGASAFN Eftir próf. Richard Beck Eitt af höfuðskáldum Breta komst svo að orði í fleygum ljóð- línum, að flónin æði þangað inn, sem englar hiki við að stíga fæti. Einhverjum kann nú að hverfa eitthvað svipað í hug, þegar greinarhöfundur, sem er harla ó- fróður í söngmennt, dirfist að gera sönglagahefti að umtalsefni. Ekki ætla eg mér heldur þá dul, að gagnrýna það frá sjónarmiði hins sérfróða manns í þeim efn- um; en þar sem mér finnst, að óþarflega hljótt hafi verið um það verk, sem hér er um að ræða, vil eg- ekki láta undir höfuð leggjast að minnast þess og höf- undarins að nokkuru. Listræn viðleitni vor á meðal fslendinga i landi hér, á hvaða sviði sem er, er unnin undir þeim skilyrðum, að hún á annað fremur skilið en þögnina og afskiptaleysið. Og Mr. F. W. Crawford, Comptroller, University of Manitoba, Winnipeg, Manitoba. Dear Sir: I hereby offer to contribute the sum of One Thousand ($1000.00) towards the fund for the establishment of a Chair in Icelandic Language and Literature in the Uni- versity of Manitoba. I would like to pay this amount in............yearly installments. A cheque for the first payment in the amount of $................. is herewith enclosed. It is my understanding that if the Chair is not established by June 17th, 1952, this money will be returned to me. Yours very truly, nýju sönglög höfundar virðast ótvírætt sverja sig í ætt til hinna fyrri sönglaga hans um ljóðræn- an blæ, skáldlega hugkvæmni og samsvarandi tækni. Hefir hann því með þessu sönglagasafni aukið á hróður sinn og þann merka skerf, sem hann hefir þeg- ar lagt til vestur-íslenzkrar söng- mentar og menningarlífs um hálfrar aldar skeið. Lögin eru tileinkuð konu höf- undar, frú Sigríði Hall, hinni góðkunnu söngkonu, og er það engum ofsögum sagt, að hún bef- ir, eins og þar er drengilega tek- ið fram, lagt mikinn skerf til vors íslenzka menningarlífs með fögrum og listrænum söng sín- um áratugum saman. Þess er einnig skylt að minnast og þakka, og jafnframt hins, hver stoð hún hefir verið manni sín- um í söngmentarstarfi hans, upp- örvað hann og hvatt til dáða á því sviði, enda viðurkennir hann það fagurlega með fyrrgreindri tileinkun sönglagasafnsins. En ótaldar eru þær samkomur, sem þau hjónin hafa gert ánægjulegri auðugri og minnistæðari, með söng sínum og hljóðfæraslætti. B R É F Lake St. Martin Indian Reserve, Gypsumville, P.O., 31. janúar 1949 Hr. Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu: Fyrir nokkru síðan las eg grein í blaðinu frá Mr. Goodman frá Seymour hótelinu, þar sem hann segir að íslenzku blöðin og ís- lenzkan séu óþörf hér nú á dög- um, en eg er ekki á þeirri skoð- un, því að þess fleiri tungumál sem maður kann, þess meira get- ur maður lært. Eða af hverju eru gríska og latína kend á skólunum í dag, nema til að læra eitthvað sem ekki er hægt að læra á öðrum tungumálum. Latínan og grískan eru dauð mál fyrir mörgum öld- um, en íslenzkan er bráðlifandi og að mínu áliti á eftir að vera töluð hér í langan tíma ennþá. Eg er nokkurnveginn viss um, að ef að eg gæti komið hingað eftir 100 ár, þá mundi eg geta talað við afkomendur okkar á íslenzku, bæði við Winnipegvatn og Mani- tobavatn og kanske víðar. Tungu- mál deyja seint; mín ástæða fyrir þessu er eins og fylgir: Veturinn 1889 og 90 vann eg í skógarvinnu við að taka út sög- unarvið. — Maðurinn sem vann með mér, var frá Nýja Skotlandi í Austur Canada. Hann var af skozkum ættum og hann sagði mér að forfeður sínir hefðu kom- ið til Canada fyrir 250 árum; samt skildi hann og talaði Gaelic eins vel og tveir strákar sem voru nýkomnir frá Skotlandi. — Þessir strákar héldu að enginn skildi þá, svo að þeir voru tala ýmsar skammir um okkur hina. Hann sagði mér ýmislegt af því sem strákarnir voru að segja en bað mig að segja engum frá, að hann kynni Gaelic, þangað til Þrítugasta Arsþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi verður hahlið í Good Templara húsinu við Sargent Ave. í Winnipeg, 21., 22. og 23. febrúar 1949 f ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Skýrslur embættismanna 5. Skýrslur deilda 6. Skýrslur milliþinganefnda 7. Útbreiðslumál 8. Fjármál 9. Fræðslumál 10. Samvinnumál 11. Útgáfumál 12. Kosning embættismanna 13. Ný mál 14. Ólokin störf og þingslit Þing verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 21. febrúar, og verða fundir til kvölds. Um kvöldið heldur Icelandic Canadian Club almenna samkomu í Fyrstu lútersku kirkju á Victor Street. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu heldur deildin “FRÓN” sitt árlega íslendingamót, á Marlborough Hotel. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir há- degið þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að kvöldinu verður almenn samkoma í Fyrstu lútersku kirkju á Victor Street. Winnipeg, Man., 1. febrúar 1949. f umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, PHILIP M. PÉTURSSON, forseti JÓN J. BILDFELL, vara-ritari Heill og heiður sé þeim öllum, sem auka á fjölbreytnina, lit- brigðin og listhæfnina, í okkar vestur-íslenzka menningarlífi. Má og vel muna það í því sam- bandi, að blómin á akri andans, á hvaða sviði sem er, dafna ekki, fremur en gróður jarðarinnar, nema þau eigi við hin réttu vaxt- arskilyrði að búa. Það er oss holt að bera í minni. (Sönglagasafn þetta Songs of Iceland, má panta frá höfundin- um, S. K. Hall, Wynyard, Sask., Canada, og kostar $1.75, einnig hið fyrra sönglagasafn hans, Ice- landic Song Miniatures, verð HANGIKJÖT! a/ beztu tegund, ávalt fyrirliggjandi í kjötverzlun okkar. AGÆTAR ROLLUPYLSUR EINNIG TIL SÖLU Utanbæjar pantanir afgreiddar skjótt. Pöntun fylgi borgun. — Sanngjarnt verð. Sargent Meat Market 528 SARGENT AVENUE SfMI 31 969

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.