Heimskringla - 23.02.1949, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.02.1949, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKHINGLA WINNIPEG, 23. FEBR. 1949 Ræða Thor Thors sendiherra lslands í Bandaríkjanum og Canada, flutt á árshátíð þjóðræknisdeildarinnar Frón á Marlborough hótelinu í Winnipeg, 22. febrúar, 1949. Góðir íslendingar: Ég vil fyrir hönd konu minnar og mín endurtaka þakkir' okkar til þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi fyrir það að okkur var gefinn kostur á að mæta á þessu þrítugasta ársþingi þjóðræknisfélagsins. Ég vil ennfremur láta í ljósi ánægju okkar yfir því að vera gestir hér í kvöld á íslendingamóti deildarinnar FRÓN. Nafnið FRÓN veldur því, að okkur finnst við vera heima hjá okkur. En það þarf ekki nafnið til, því að þótt 10 ár séu liðin frá því að við sameiginlega vorum gestir íslend- inga hér í Winnipeg, þá eigum við svo margar og kærar endurminningar, sem við alltaf höfum haft ánægju af að rifja upp. En þessa dagana njótum við þess, að sjón verður aftur sögu ríkari, er við dveljum enn á ný í hópi gamalla og góðra persónulegra vina, og hittum auk þess marga nýja og trygga vini íslands og íslenzku þjóðarinnar. En því skal heldur eigi neitað að margra góðra vina er nú saknað, þeirra er við eignuðumst, er við vorum hér síðast á ferð, en að heilsast og kveðjast það er lífsins saga, og margt skeður á skemmri leið en heilum áratug. Þótt við eigum að baki að sjá^mörgum góðum íslandsvini, þá er það von og trú íslenzku þjóð- arinnar, að hér sem annarsstaðar í sögu okkar fámennu þjóðar, komi jafnan maður í manns stað. Hið mikla Grettistak ykkar, sem nú er einnig haldið hátíð- legt í samabndi við þetta þrítugasta ársþing, bendir einnig til að svo sé, bendir til að áfram liggja sporin. Ég á hér auðvitað við stofnun kennslustóls í íslenzkum fræðum við Háskóla Manitobafylkis. Það afrek ykkar ber í senn vott um rausn ykkar og stórhug annarsvegar, en hinsvegar um órjúfandi tryggð ykkar og ást á menn- ingu feðra vorra og tungu, sem verið hefir íslenzku þjóð- inni um allar aldir guðleg móðir. Við skulum vona það, að þessi ræktarsemi ykkar megi bera verðskuldaða ávexti, og að Háskólinn í Manitobafylki megi verða nýtt höfuðvígi íslenzkrar menningar og íslenzkrar tungu. Við skulum vona, að þar megi fólk af íslenzku bergi brotið endurlífga tengsl sín við þau verðmæti, sem voru feðrum þeirra og mæðrum kærust, og gáfu þeim styrk til að mæta og sigrast á erfiðleikum lífsins í harðri sam- keppni stórra þjóðfélaga, þar sem íslendingar komu fáir og smáir, en hófu sig til vegs og virðingar. En það er eigi aðeins að fólk af íslenzkum ættum geti sótt menntun sína til Háskólans í Manitoba, heldur ætti einnig fólk íslenzkrar ættar frá hinu mikla nágranna- landi ykkar, Bandaríkjunum, að njóta góðs af framsýni ykkar. Háskólinn í Manitoba ætti að verða miðstöð ís- lenzkra fræða erlendis, og standa í stöðugu og öflugu sambandi við Háskóla íslands, en það er okkur íslend- ingum metnaðarmál, að Háskóli vor geti orðið hin öfluga miðstöð norrænna fræða. Ég gat þess áðan, að það væru 10 ár síðan við hjón- in sameiginlega heimsóttum þessa höfuðborg íslands í Vesturhe.imi. Við það tækifæri gafst mér kostur á að skýra nokkuð frá þeirri þróun og þeim framförum, sem áttu sér stað heima á íslandi aUt fram að upphafi hinn- ar hryllilegu heimsstyrjaldar, er skall á þá skömmu síðar. Þjóðin var þá á öruggri og markvissri framfara- leið. Við vorum þá enn í sambandi við Danmörku. Kon- ungur Danmerkur var konungur íslands, og ísland fór ekki með sín eigin utaríkismál. Rúmlega tveim árum síðar átti ég þess kost að skýra frá högum íslendinga á íslendingadeginum á Gimli, 1941. Á þeim tveim árum hafði margt breytzt. ísland hafði þá sogast inn í hring- iðu heimsstyrjaldarinnar. Brezki herinn hafði dvalið á íslandi um 16 mánaða skeið, en var á förum, því að ís- land hafði af frjálsum vilja gjört samning við Forseta Bandaríkjanna um það, að Bandaríkin skyldu taka að sér hervernd íslands á meðan á ófriðnum stæði, en hinn ameríski her hafði þegar tekið landsetu á Islandi. Sam- bandinu við Dani var í rauninni shtið, því að Danmörk var hersetin af þjóðverjum, og samband milli íslands og Danmerkur var af þeim ástæðum útilokað. Frá því að þessi skýrsla var gefin eru nú liðin l1/^ ár, og stór- kostlegar breytingar hafa orðið um gjörvallan heim og á skipun alþjóðamála. Öldurót viðburðanna hefir að sjálfsögðu einnig náð til íslands á stórfelldan hátt, því að í síðustu styrjöld hvarf hin aldagamla einangran ís- lands, sem aldrei kemur aftur. Það er ekki ætlun mín að rekja rás viðburðanna á undanförnum árum, hvorki á sviði heimsviðburða né að því er ísland snertir. Ykkur er það öllum eins vel kunnugt og mér, en ég vil þó leyfa mér að stikla á stærstu steinunum í sögu og þróun is- lands á undanförnum árum. Það bar fagran vott um samheldni íslenzku þjóð- arinnar, þegar 98% allra atkvæðisbærra manna og kvenna greiddu atkvæði vorið 1944, og urðu sammála um að slíta sambandinu við Dani með öllu, svo sem við höfðum skýlausan rétt til samkvæmt ákvæðum sátt- málans við Dani frá 1918, og ákváðu að stofna lýc^veldi á íslandi. Lýðveldið var hið fyrsta stjórnskipulag íslend- inga, og marga af beztu sonum þjóðarinnar á ýmsum öldum hafði dreymt um það, að lýðveldið yrði einhvern fagran dag í skauti framtíðarinnar endurreist á íslandi. Þessi fagri dagur rann upp hinn 17. júní, 1944, er lýð- veldið var endurreist á Þingvöllum, og fyrsti Forseti ís- lands kosinn á Alþingi. Hinu unga lýðveldi var fagnað af fulltrúum stórveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands Frakklands og Rússlands, og frændþjóðanna frá Norð- urlpndum. Það vakti fögnuð mannfjöldans á Þingvöll- um, er heillaskeyti barst frá Kristjáni X, fyrir vott um stórhug og skilning á þjóðhöfðingja Islands. Það bar hinni sögulegu þróun. Nú á hið unga lýðveldi bráðlega 5 ára af- mæli. Það er ekki langur tími í lífi þjóðar, en þessi fyrstu fimm ár hafa verið full af reynslu og stórum viðburðum. Afleiðingar þeirra viðburða eiga enn eftir að koma fram, en það eru styrjöld- in, hinn svonefndi friður, og öldurót og straumhvörf hinna nýju heimsátaka milli vesturs og austurs, sem mótað hafa líf hins unga lýðveldis. Það var svo tilskilið í her- verndarsáttmálanum, sem gjörð- ur var við Bandaríkin í júlíbyrj- un 1941, að her þeirra skyldi hverfa brott frá íslandi þegar í styrjaldarlok. Það var nauðsyn- legt að gjöra samning við Banda- ríkin um rekstur hins geysistóra flugvallar í Keflavík eftir brott- för hersins. Þessi samningur var gjörður hinn 7. október, 1946, og var þar ákveðið, að flugvöllur- inn, sem kostað hafði tugi millj- óna króna skyldi eign íslendinga, en um nokkurt skeið skyldi Bandaríkjunum heimil afnot hans í samráði við íslendinga. Jafnframt var í þessum samningi ákveðið, að herinn skyldi hverfa brott frá íslandi innan 6 mánaða, og varð sú raunin á tilsettum tíma. Það var í öndverðum maímán- uði 1945, að þjóðverjar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna, og í ágústlok sama ár, neyddust Japanir til að gefast skilyrðis- , laust upp. Þungu fargi var létt af gjörvöllu mannkyninu, og menn gjörðu sér vonir um frið og sigur þeirra hugsjóna, sem þeim hafði verið sagt, að barist væri fyrir í síðustu styrjöld. En þótt vopnin hættu að tala, er friður enn eigi fenginn, og yfir öllum löndum vofa nú enn á ný hin þyngstu ský óvissu og ó- samkomulags milli þeirra, sem sameiginlega sigruðu, en síð- an vegast með orðum. Sigur hugsjónanna skyldi táknast með stofnun hinna svokölluðu Sam- einuðu þjóða, sem hófu merki sitt á loft í október, 1945. En hvað er um hinar Sameinuðu Þjóðir og sigur friðarhugsjónanna nú í dag? Því verður eigi neitað, að mikill hluti mannkynsins hefir í bili að minnsta kosti, glatað trúnni á það, að Sameinuðu Þjóðirnar geti innt af hendi hlut-' verk sitt. Því er jafnvel haldið fram, að það sé ekki til nein stofnun, sem geti heitið Samein- uðu Þjóðirnar. Slíkt sé nú í dag háðsyrði, og menn keppast jafn- vel við að gjöra gys að stofnun- inni. Þó er þess að gæta, að enn eru Sameinuðu Þjóðirnar virk stofnun, og í henni eiga sæti 58 þjóðir, sem eru fulltrúar fyrir 9/10 hluta mannkynsins. Ýms þörf starfsemi fer fram í deild- um Sameinuðu Þjóðanna, svo sem í fjárhags og félagsmálaráði, sem á að vinna að bættum lífs- kjörum og aðstöðu manna til þess að ná fullri atvinnu og stuðla að fjárhagslegum og fé- lagslegum framförum. Ennfrem- ur á þetta ráð að beita sér fyrir eflingu mannréttinda og frelsis- hugsjóna án tillits til kyns, kyn- þáttar, tungu eða trúarbragða. Fyrir atbeina ráðsins starfaði um lagt skeið nefnd að því að semja yfirlýsingu um mannréttindi, sem síðar var lögð fyrir Allsherj- arþingið, sem kom saman í París í september, s.l. Var þessi yfir- lýsing samþykkt þar. Hún felur í sér fagrar hugsjónir um jafn- rétti allra manna og kvenna um gjörvallan heim. Hversu mikil- væg hún reynist veltur algjör- lega á því, hvern hug þjóðirnar hafa á því að koma hugsjónun- um í framkvæmd. Skorti vilj- ann til þess, verður þessi yfir- lýsing ekkert annað en fögur orð, sem aldrei ná að verða að raunveruleika. Af öðrum þýðing- armiklum deildum Sameinuðu Þjóðanna má nefna uppeldis- vísinda- og menntastofnunina (UNESCO). Þessi deild vinnur gott starf á sviði menningarmála. j Þá má nefna alþjóðaheilbrigðis- ! málastofnunina, alþjóðavinnu- mála-stofnunina, alþjóðaflug- ! mála-stofnunina, matvæla- og ; landbúnaðar-stofnunina, al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og al- þjóðabankann. Allt eru þetta sjálfstæðar deildir innan Sam- einuðu Þjóðanna, sem vinna mikilvægt og gott starf, en fólk gleymir þessum deildum Sam- einuðu Þjóðanna og aðal athygl- in beinist að Allsherjarþinginu og Öryggisráðinu, þar eru skæð- ustu deildurnar háðar. Það er ljóst, að Sameinuður Þjóðirnar byggjast fyrst og fremst á sam- vinnu stórveldanna. Vegna þess að sú samvina er ekki fyrir hendi, eru að heita má öll hin stóru, pólitísku mál, sem fyrir Sameinuðu Þjóðirnar hafa verið lögð meira og minna óleyst. Það hefir orðið alvarlega og ískyggi- lega ljóst á tveim síðustu þing- um hinna Sameinuðu Þjóða, jafnvel miklu ákveðnar og greinilegar en á fyrri þingum, að Allsherjarþingið engu síður en Öryggisráðið er ráðstefna stórveldanna. Þar tefla þau fram skoðunum sínum og dæma hik- laust og vægðarlaust um mestu vandamál nútímans. Það er raunalega eftirtektarvert hversu ræðurnar á síðustu þingum eru sneyddar allri diplómatiskri kurteisi. Beinar aðdróttanir og þyngstu ásakanir fjúka milli borða, og oft virðist sem bilið milli stórveldanna tveggja Bandaríkjanna og Rússlands, sé óbrúanlegt. Það varð sérstaklega ljóst á þinginu í París, að þjóð- irnar skiptust eftir aðstöðu til austurs og vesturs, og í flestum málum varð raunin sú, að álykt- anir voru afgreiddar með frá 45—52 atkvæðum gegn 6 atkvæð- um, þeim er Rússland ræður yf- ir, en það eru 3 atkvæði Ráð- stjórnarríkjanna, atkvæði Pól- lands, Yúgóslavíu og Tékkosló- vakíu. En framkvæmd þeirra tillagna, sem samþykktar hafa verið, jafnvel með þessum stór- kostlega meiri hluta, verður oft harla erfið, þar sem gjörsamlega skortir samvinnu af hendi Ráð- stjórnarríkjanna. Þess ber enn- fremur að gæta, að mörg stærstu deilumálin verða að koma fyrir Öryggisráðið, og þar geta Ráð- stjórnarríkin ætíð beitt neitun- arvaldi sínu. Eins og kunnugt er, gjörðist Island þátttakandi í stofnun hinna Sameinuðu þjóða hinn 19. nóvember, 1946. Fulltrúar Is- lands hafa því setið á þrem Alls- herjarþingum. Að heiman hafa komið forvígismenn stjórnmála- flokkanna, og tel ég, að það sé íslenzkum stjórnmálamönnum mikill fengur að þreifa á slagæð alheimsstjórnmálanna, og vinna að störfunum, þar sem atburð- irnir ske, þar sem leiðtogar stór- þjóðanna leggja málstað sinn fyrir þenna dómstól þjóðanna, og þar sem sérhver þjóð verður að kveða upp sinn dóm, og þar með taka á sig ábyrgð á því sem verða skal á sviði heimsviðburð- anna. Sjálft Allsherjarþingið er byggt á _ þeirri lýðræðislegu hugsjón, að hver smáþjóð skuli hafa atkvæði á við stórveldi, líkt og smælinginn í lýðfrjálsu landi hefir eitt atkvæði á við hinn voldugasta þegn sama þjóðfé- lags. Atkvæði Island gildir því á Allsherjarþinginu til jafns við atkvæði Bandaríkjanna feða Rússlands. Okkur ber því vel að vanda hvert fótmál, en því verð- ur eigi neitað, að á slíkum þing- um er oft erfitt fyrir minnstu þjóð heimsins að kunna fótum sínum forráð. Sú spurning heyr- ist stundum heima hversvegna við íslendingar séum að taka þátt í þessu alheimsstarfi. Því er til að svara að ég hygg, að inn- ganga íslands í hinar Sameinuðu Þjóðir hafi verið óhjákvæmileg og æskileg sem síðasta sporið í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Urvals vindlinga tóbak Vegna þátttökunnar í Samein- uðu Þjóðunum er ísland nú við- urkennt af alheimi sem fullvalda, sjálfstætt lýðveldi. Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu um örlög Islands og annarra smáþjóða, þá er það óhagganleg staðreynd, að í dag njótum við viðurkenningar alheims sem sjálfstæð þjóð. Stæðum við utan samtaka hinna Sameinuðu þjóða, er ekki að efa það, að einhverjir yrðu til þess að véfengja þá að- stöðu okkar. Þeir sem gjörast dómarar og telja, að hinum Sameinuðu Þjóð- um sé ekki lífs auðið, gleyma því oftast að samtökin eru ung og þessvegna veik. Þeir gleyma því líka, að Sameinuðu Þjóðun- um var ekki ætlað að skapa frið- inn. Stórveldin áttu að semja frið, en Sameinuðu Þjóðirnar skyldu viðhalda friðnum. En vegna þess, að þessi alheims samtök eru enn ekki orðin nógu sterk, hafa ýmsar þjóðir hneigst að því að stofna bandalög sín á milli, þannig hafa Bandaríkin og öll ríki Suður-Ameríku stofnað með sér varnarbandalag fyrir mestan hluta vesturheims. Nú er þessa dagana mjög mikið rætt um hinn nýja Atlantshafssátt- mála, sem Bandaríkin, Canada, Bretland, Frakkland, Holland, Belgía og Luxembourg semja um sín á milli þessa dagana. Stofn- un slíkra bandalaga er beinlínis ráðgjörð í 51. grein sáttmála hinna Sameinuðu Þjóða. Þar seg- ir: “Engin ákvæði þessa sátt- mála skulu takmarka hinn órjúf- anlega rétt ríkis til sjálfsvarnar, eitt sér eða með öðrum ríkjum.” Ennfremur segir í 52. grein: “í þessum sáttmála eru engin þau ákvæði, sem útiloka að gera megi svæðissamning eða stofna svæðistofnun til meðferðar á málum til varðveizlu heimsfrið- ar og öryggis.” í heimsblöðunum er mjög rætt um það, að fleiri ríkjum verði boðin þátttaka í hinu fyrirhugaðavAtlantshafs- bandalagi. Einkum hefir verið talað um Noðurlöndin þrjú, Dan- mörku, Noreg og Svíþjóð. Enn- fremur er oft á það minnst, að Islandi verði boðin þátttaka. Ég skal ékki fara inn á þá hálu braut að spá neinu um það, hvort ís- landi verði formlega boðin inn- ganga, og hverri meðferð það mál mundi sæta. Fyrst verðum við að vita hvað í slíkum sátt- mála mundi felast, en það er al- veg víst, að Islenzka þjóðin vill ekki, að erlendur her dvelji í landi voru á friðartímum, og ís- lendingar geta sjáfir ekki tekið þátt í hernaði. Hitt er annað mál, að hlutleysi smáþjóðar, sem ligg- ur mitt áhernaðarsvæðunum, er á styrjaldartímum dauður bók- stafur liðins tíma. Heimurinn er orðinn svo lítill vegna flugtækni og stórvirkra og fljótvirkra morðvéla, að ef til ófriðar kæmi yrði á skammri stundu alheims- bál. En um Atlantshafssáttmál- ann er það að segja, að Islending- JUMBO KÁLHÖFUÐ Stærsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 til 40 pund. óviðjafnanleg í súrgraut og neyzlu. Það er ánægju- legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem leið seldum vér meira af Jumbo kál- höfðum en öllum öðrum káltegund- um. Pakkinn 10é, únza 800 póstfrítt. ar finna til náins skyldleika síns við lýðræðisríkin eins og Banda- ríkin, Canada og Bretland, að það hlýtur að vera ljóst, að í ófrið verðum við að leita skjóls einhvers þess, sem mátt hefir til að vernda okkur, og við munum eðlilega kjósa vernd vina vorra, sem við treystum bezt og eruih skyldastir. Góðir áheyrendur: Ég hefi verið að leitast við að skýra fyrir ykk- ur ýmsa helztu stjórnmálavið- burði á lífi íslenzku þjóðarinnar á undanförnum árum. Nú vil ég með nokkrum orðum reyna að skýra fyrir ykkur hvernig við höfum leitast við að nota að minnsta kosti nokkuð af tekjum stríðsáranna til þess að búa í haginn fyrir framtíðina og gjöra landið byggilegra. Við höfum haldið áfram á þeirri braut að taka rafmagnið í okkar þjónustu, og láta það færa æ fleiri og fleiri landsmönnum Ijóst og hita. Þrátt fyrir gífur- lega erfiðleika stríðsáranna við útvegun véla, sem urðu að koma frá Bandaríkjunum, til nýrra rafstöðva, tókst þó á stríðsárun- um að beizla til viðbótar 12000 hestöfl úr kynjakrafti fossanna. Rafstöðvarnar voru auknar í Reykjavík, á Akureyri, og á Sig- lufirði. Nú er svo komið, að við höfum alls virkjað um 50,000 hestöfl, en ennþá er af nógu að taka, því alls munu fossar vorir búa yfir auðlegð um fjögra millj- óna hestafla. Rafmagn nær nú til um 90,000 manns á íslandi, eða um 70% af þjóðinni. Alls eru 46 virkjanir víðsvegar um land- ið. Ykkur er öllum kunnugt um það, hvernig við á síðari árum höfum einnig tekið heita vatnið í þjónustu landsmanna. Gróður- hús auka stöðugt framleiðslu sína af grænmeti, blómum og ávöxtum/ Sundlaugar, sem hit- aðar eru með laugavatni eru nú um 80 víðsvegar um landið. En þýðingarmest á þessu sviði er hitaveítan í Reykjavík, sem loks-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.