Heimskringla - 23.02.1949, Qupperneq 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. FEBR. 1949
Heitnakringla
(StofnuB ÍSM)
Kemur út á hverjum míðvikudegl.
Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verfl blaflsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viflskiftabréf blaðinu afllútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMTTED
and pTinted by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 23. FEBR. 1949
Ávarp forseta Þjóðræknisfélagsins
Háttvirti þingheimur
Með komu vorri hingað í dag, til að sitja þing Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi, minnumst vér þrítugasta afmælis félags-
ins. Það eru liðin þrjátíu ár síðan að stofnfundir félagsins voru
haldnir, 7. janúar, 1919, og 25. marz, 1919, þá lögðu íslendingar
grundvöllinn að því félagi, sem staðið hefir nú í 30 ár, og lögðu
félög og einstaklingar samskot saman til að koma hinu nýja félagi
á góðann fjárhagslegan grundvöll. Með því stofnaðist félagsskap-
ur, sem allir íslendingar hverrar skoðunar í trú eða pólitík, í mann-
félags málum eða stjórnarmálum, gátu verið samtaka í, og voru
samtaka í, og aldrei síðan, á þessum liðnu 30 árum, hefir félagið
nokkurntíma brugðist þeirri upphaflegu stefnu þess, sem stofnend-
urnir settu sér, að sameina íslenzka þjóðarbrotið vestan hafs í
eina heild, til þess að vinna, sameiginlega, að þeim málum, sem þeir
bera mest fyrir brjósti, eins og sett er fram í stefnuskrá félagsins:
1. Að stuðla að því af fremsta] á tuttugasta afmæli þess var
megni að íslendingar megi verða
sem beztir borgarar í hérlendu
þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja ís-
lenzka tungu og bókvísi í Vest-
urheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu
meðal íslendinga austanhafs ,og
vestan.
Þjóðræknisfélagið er, eins og
hvert þing félagsins og starf
deilda bendir á, með góðu lífi,
sem er vottur um þrautseigju
þjóðararfsins sem vér höfum orð-
ið aðnjótandi, og stefnunnar,
sem félagið setti sér í upphafi
þess. Félagið hefur nú starfað í
þrjátíu ár og gefur góða von um
að vera á lífi enn um nokkur ó-
komin ár. Eg þori ekki að spá
hve mörg ár, því allir spádómar
fyrri ára um endingu íslenzks
þingið hið 'jö'mennasta sem
haldið hafði veiið upp að þeim
tíma, að minsta kosti eftir nafna-
bókinni að dæma, því í henni
voru skráð 239 nöfn manna sem
þingið sóttu og sátu fundi þess.
En þar voru ekki taldir þeir sem
sóttu lokasamkomu þingsins,
eins og skýrt er frá í nafnabók-
inni, því þar er sagt: “Að loka-
fundi þingsins, fimtudagskvöld,
24. febrúar voru um 400 manns
viðstaddir en engin tími til að
skrásetja nöfn.”
Af þef.su má dæma að fyrstu
tuttugu ár Þjóðræknisfélagsins,
þrátt fyrir erfiðleika, dafnaði
félagið vel. Og eins held eg
megi segja um næstu tíu árin á
eftir og upp að þessum tíma. Á
þeim tíu árum sem liðin eru síð-
an hefur stórkostlegra stríð en
félagskaps hafa verið langt frá| Heimuirinn hefur nokkurn tima
markinu. Þeir hafa oftast verið aður þekt breitt eyðileggjandi
i hraksýnisáttina, sem litla von hendur sínar yfir þjóðir og lönd.
hafði um að íslenzk samtök yrðu Margir íslenzkir foreldrar sáu
langlíf eða endinga góð. Ef eg' drengi sína ganga í herinn og
færi nú að spá að félagið næði síðan út { dauðan á erlendum
vissu takmarki, og ekki meiru, [ vígvöllum, eða í loftinu eða á
gæti jafnvel það, hversu von- hafinu. Margir þeirra komu aft-
gott sem það sýndist nú vera, |ur heim> sumir með heilu og
seinna skoðast sem alt of skamm-; höldnu, sumir særðir, en sumir
sýnt og vonlítið. j koma aldrei aftur. Þeir gáfu líf
Eg las einu sinni ritgerð frá sitt 1 Þessu síðara stríði eins °g
árinu 1910 sem spáði að innan tíu mafglr fslendingar gerðu í fyrra
ára yrði íslenzk tunga lögð niður striðinu> °g með því hafa þeir
sem mælt mál hér vestra, og ís- mar&borgað fyrir öll borgaraleg
lenzku blöðin hætt að koma út.! réttindl 1 Þessu landi og
Um daginn sagði mér einn stofn- 1 Bandaríkjunum, sem
enda Þjóðræknisfélagsins að ár-
ið 1919 hefðu þeir sem þá mættu
til að stofna félagið varla þor-
að að gera sér vonir um að félag-
ið stæði í þrjátíu ár. Stuttu áður,
eða réttara sagt, fimm árum áð-
ur, árið 1914, er breyting varð á
eigendum annars íslenzku blað-
anna, var talið að blaðið gerði
vel að endast til 1925.
Svona hefur það gengið. Blöð-
in eru enn á lífi og Þjóðrækn-
isfélagið, nú orðið þrítugt að
aldri, ber fá ellimerki með sér
sem gætu bent til bráðrar hnign-
unar. Samt hefur það gengið í
gegnum eldraunir miklar, sem
að hefðu orðið morgum veik-
bygðari stofnunum um megn.
Félagið var stofnað árið 1919,
eftir að heimsstyrjöldin hin fyrri
hafði lagt deyfandi hendi á öll
félagssamtök. Fyrstu tíu árin til
1929 var hin nýbyrjaða stofnun
að þroskast til lífs og ára, þá
kom tíu ára tímabil sem dró úr
kröftum og athöfnum einstakl-
inga og»félaga, frá 1929 til 1939.
En Þjóðræknisfélagið sýnist
ekkert hata látið það á sig fá, því
landar þeirra nú njóta, og sannað
það, að fslendingar eru hvergi
eftirbátar annara þjóða manna,
á hvaða sviði sem er, og verð-
skulda með öllum öðrum, sem
hér búa að vera kallaðir borgarar
þessara tveggja þjóða — Can-
ada og Bandaríkjanna — og
það með fullum rétti. Þann-
ig uppfyllist fyrsta atriðið
í stefnuskrá félagsins, — “að
stuðla að því af fremsta piegni að
íslendingar megi verða sem
beztir borgarar í hérlendu þjóð-
lífi.”
Þjóðræknisfélagið hélt tilveru
sinni á stríðsárunum eins og á
kreppuárunum þar á undan, og
nú á þrítugasta afmæli þess, eins
og eg mintist, ber það engin eða
fá ellimerki, sem benda til hnign-
unar eða rénandi krafta. Það er
betur lifandi en stofnendur þess
hefðu þorað að gera sér vonir
um fyrir þrátíu árum þegar þeir
komu saman til að ræða mögu-
leikana til að stofnsetja Þjóð-
ræknisfélag.
Þeim hefur fækkað stórkost-
fundinum fyrir þrjátíu árum.
Það er ekki gott að vita hvort að
eru fleiri hérna megin grafar-
innar eða hinumegin. En þeir
sem enn eru með oss eru mikið
farnir að eldast, eins og eðli-
legt er. Þeir sem þá voru fertug-
ir, eru nú um sjötugt, og ekki er
að furða þó að sumir .hafi ekki
verið jafn starfandi og þeir voru
á fyrri árum. En svo hafa aðrir
og yngri menn komið í málið,
svo vér megum vænta hins bezta
í framtíðinni og vera hvíðalaus-
ir. Eftir því að dæma, hve mál-
inu hefur gengið vel á síðustu
þrjátíu árum, þá ætti félagið að
geta lifað til að halda fimtugs-
afmæli sitt hátíðlegt, árið 1969.
Það er engin meiri fjarstæða að
halda það, en það hefði verið
fyrir stofnendur félagsins árið
1919 að tala um þrítugs afmæli
þess þrjátíu ár fyrirfram, því
engin veitt hvað framtíðin ber í
skauti sínu. Sá tími er nú kom-
inn, 30 ára afmælið, en hinn tím-
inn, 50 ára afmælið er ekki nema
20 ár framundan. Hver veit nema
að félagið eigi enn eftir glæsi-
lega framtíð. Þeir verða þá, að
20 árum liðnum, flest allir farn-
ir, eldri mennirnir, og sumir
þeirra yngri, en þá verða aðrir
og yngri komnir til að taka við
af þeim, til að halda verkinu á-
fram á því sviði sem þörf verður
þá að vinna á.
Á hverju ári eru einhverjir
sem falla úr meðlimatölunni.
Vér minnumst þeirra með þakk-
iæti og kærleika. Þeir hafa unn
ið starf sitt vel og dyggilega,
leyst verk sitt vel af hendi, og
leitað hvíldar. Á hinu undan-
farna ári, síðan að vér komum
síðast saman, hafa dáið fjórir
menn sem voru í deildinni Bár-
an í Mountain, þeir Júlíus A.
Björnson; Ben Helgason; Einar
G. Eiríksson og S. A. Stevenson.
Úr deildinni Aldan, á Vestur-
ströndinni hafa dáið Jakobína
Björnsson, í Blaine; Þorsteinn
Goodman í Marietta; Áskell
Brandson í grend við Blaine og
Halldór Björnson sem lést í
Hallson, N. D., þangað sem hann
flutti á heimili dóttur sinnar,
þegar Jakobína kona hans dó.
í deildinni Frón í Winnipeg
hafa dáið á árinu: Gunnlaugur
Johannsori; Mrs. Anna Ólafson;
Mrs. Kristín Chiswell, Mrs. Jó-
hanna Thorkelson. Einnig hafa
fallið frá: l5r. Benedikt Björns-
son, Fargo, N. D.; Mrs. Albina
Joelsson, Wynyard, Sask.; Sig-
urður Magnússon, Wynyard,
Sask.; Valdimar Gíslason, Wyn-
yard, Sask.; Thorður Thorðar-
son, Gimli, Man. og S. Arnason,
Chicago, 111. Og svo geta verið
fleiri sem vér höfum ekki af ein-
hverri vangá, talið með.
Hinir nýju sem bætast við í
meðlimatölu félagsins fylla
aldrei skarðið að fullu,
um áformupi og nýjum fram-
kvæmdum.
Byggingarmál
Meðal þeirra mála, sem bíða
e.t.v. framtíðarinnar til fram-
kvæmdar, er byggingarmálið.
Skýrsla var samin á þinginu í
fyrra og samþykt, sem fól stjórn-
arnefndinni málið til íhugunar,
og milliiþinganefnd var skipuð.
Á nefndarfundi var samþykt að
komast í bréflegt samband við
önnur íslenzk félög hér í bæ til
að leita upplýsinga um fjárhags
legan þátt sem hvert félag sæi
sér fært að taka í málinu. Það
komu aðeins tvö bréf til baka,
en hvorugt félagið sem svaraði
sagðist geta veitt nokkurn styrk
til málsins. Með því lagðist mál-
ið í dá og liggur enn, nema að
þingið vilji vekja það upp aftur.
Fræöslumál
varð við fráfall hinna sem dáið
sam’ hafa, en þeir hrinda samt verk-
inu áfram, og byggja á þeim
grundvelli sem hinir lögðu. Með
því móti þroskast og dafnar fél-
agið og færist fram að enn nýrri
takmörkum.
Á hinu liðna ári hafa fram-
kvæmdir félagsins verið eftir
öllum vonum á flestum sviðum.
Árangurinn í sumum tilfellum
hefur verið meiri og happasælli
en vér gerðum okkur vonir um,
og í öðrum tilfellum hefur hann
verið minni en vera skyldi. Eg
vil drepa á það, sem hefur gerst,
minnast þeirra hluta, þar sem
framkvæmdir urðu færri en til
var ætlast, benda e-t.v. á það, sem
bíður oss í framtíðinni og hvetja
svo þingið til starfs, með það í
huga að margt bíður oss enn að
vinna að. Ekki vinnum vér öll
vor verk á einu ári, en gerum til-
raun til að ná einu takmarki í
senn, og stefna svo að hinu
næsta. Þess vegna, þó að öllum
takmörkum væri ekki náð á liðnu
iri þá eru önnur ár framundan
ig önnur tækifæri. Með því meg-
m vér byrja þrítugasta og fyrsta
lega, sem komu saman á stofn- ár Þjóðræknisfélagsins með nýj
Á þinginu í fyrra, samkvæmt
fræðslumálanefndarálitinu, átti
tilraun að vera gerð til að halda
uppi fræðslumálastarfseminni á
komandi ári eins og hafði verið
gert á hinu liðna ári, með um-
ferðar fræðslumálstjóra til að
skipuleggja starfsemina og vekja
upp áhuga fyrir þjóðræknismál-
um þar sem að þau höfðu lagst
í dá. Mrs. H. F. Danielson hlaut
mikið lof fyrir starfsemi sína í
þessu sambandi. Allar skýrslur
deilda sem hún hafði hjálpað á
einhvern háft fóru lofsamlega
orðum um starf hennar. Á þing-
iftu lýsti hún því yfir að hún ef-
aðist um að hún gæti haldið
starfinu áfram, en þó heimsótti
hún deildina “fsland” s. 1. júní,
og tók annan þátt í fræðslu og
útbreiðslustarfi félagsins. En í
haust þegar tekið var til starfa
aftur eftir sumarfríið var stjórn-
arnefndin hálf hikandi um hvort
hún ætti aftur að fara þess á leit
við Mrs. Danielson, um að taka
starfið að sér, og þegar að lok-
um nefndin kom sér saman um
að leita til hennar, var haustið
orðið áliðið og lítill tími til jóla,
og hún var búin að binda sig við
annað hér í bænum. Þess vegna
hefur ekkert orðið af fræðslu-
'starfsemi meðal deilda af hálfu
stjórnarnefndarinnar, en auðvit-
að hafa deildir haft frjálsar
hendur til að koma á stofn, hver
hjá sér, hvaða fræðslustarfsemi
sem hver hefir fundist eiga bezt
við. Deildin “Brúin” í Selkirk
t.d. réðist í það að kenna börnum
og fullorðnum söng, og hefur nú
undanfarið haft reglulegar söng-
æfingar í sambandi við deildar-
starfsemina í hverri viku. Söng-
stjóri hefur verið Gunnar
Erlendson/' sem deildin pantaði
héðan frá Winnipeg, og gerði
samninga við. Mér skilst að
deildin í Mountain, N. D., ‘Báran’
hafi einnig haft fræðslustarf-
sem; semi með höndum. f Riverton
hafa nokkrar konur haldið uppi
lestrar og fræðslu fundum —
(Study Groups) um íslenzk
fræði og önnur mál, sem þær
tóku upp undir leiðsögn Mrs.
Danielson í fyrra.
Hér í Winnipeg er skólahald
á hverjum laugardagsmorgni í
Fyrstu Sambands kirkju undir
umsjón Þjóðræknisfélagsins, og
íslenzkir söngvar kenndir. Þrír
kennarar hafa það starf með
höndum, með hjálp og aðstoð hins
fjórða, Mrs. Ingibjargar John-
son sem var formaður skólans í
mörg ár. Formaður skólans í vet-
ur hefir verið Miss Salome Hall-
dórson sem mikinn áhuga hefur
haft fyrir kenslunni og hefur
leyst verk sitt vel og samvisku-
samlega af hendi. Meðkennarar
hennar eru Miss Stefanía Eyford
og Mrs. E. H. Sigurdson, sem
einnig eiga þakkir skilið. Miss
Ruth Horn hefur hjálpað með
því að spila undir á píanó þegar
verið er að æfa söng.
Síðastliðið vor hélt skólinn á-
gæta samkomu 1. maí, í Fyrstu
Lútersku kirkjunni á Victor St.,
bar sem skólahaldið var í fyrra,
með ágætum árangri. Meðal
þeirra sem sáu um samkomuna,
sönginn, leikina og fleira voru
Mrs. Ingibjörg Johnson, Mrs
Violet Ingjaldson og ungfrú
Katrín Brynjólfsdóttir. — Mrs.
Hólmfríður Danielson sá um
sönginn aðallega. Þar komu einn-
ig fram, séra Eiríkur Brynjólfs-
son og forseti félagsins.
Eg vildi nota þetta tækifæri
til að þakka kennurunum fyrir
starf þeirra. Það er stundum erf-
itt og ábyrgðarmikið. En það er
engu að síður þýðingarmikið.
Einn kenaranna sagði einu sinni
að það væri starf sem borgar
sig þó að ekki nema eitt einasta
barn sækti skólann. Og svo getur
vel verið. Það er aldrei fjöldinn
einn sem þýðingu hefur, en ár-
angurinn af fræðslu einstakl-
inga, hvort sem eru margir eða
fáir.
Agnes Sigurðson námsjóður
Eins og menn vita, er ekkert
að útskýra í sambandi við náms-
sjóð Agnesar Sigurðson nú en
að tilkynna að öll vinnan við að
safna í sjóðinn og styðja ung-
frúna í námi hennar hefir borið
mikinn og góðan árangur. Hún
kom hér fram í haust sem leið í
Winnipeg og hlaut hinn ágæt-
asta dóm frá öllum blöðum bæj-
arins, það var fyrsti sigurinn, að
maður telji ekki hina miklu sig-
urför hennar til íslands s. 1. vor.
En þar næst kom hún fram í
Town Hall í New York, 19. jan-
úar og hjá þeim mönnum, sem
dæma allra manna harðast og ó-
vægast, í New York, sem vanir
eru jafnvel að leggja dóm á
heimsfræga listamenn, hlaut hún
ágæta viðurkenningu, betri en
hún átti sjálf von á, og sem bend-
ir til þess að framtíð hennar sem
listakona hefur nú fulla trygg-
ingu. Þjóðræknisfélagið má vera
stolt af þessari ungu konu að
fullkomna sig á því listasviði,
sem hún valdi sér. Það nýtur
eitthvað af heiðrinum og frægð-
inni sem hún hlýtur, er tímar
líða.
Nú er þessi sjóður, þessi fjár-
söfnun á enda. En nú væri líka
tíminn til þess að skygnast um
og komast að því hvort að ekki
eru aðrir ungir listhneigðir ís-
lendingar sem hjálpar þurfa og
verðskulda, sem vér gætum stutt
að einhverju leyti. Vér gæt-
um reynt að komast að því hvern-
ig og á hvaða hátt hjálp gæti
veizt þeim og með hverjum kjör-
um.
I
Minjasafn
Minjasafnið stendur þar sem
það stóð fyrir ári síðan. Til eru
nokkrir munir sem sendir hafa
verið Þjóðræknisfélaginu til
varðveitingar og geymslu, sam-
kvæmt listanum sem eg mintist
í fyrra í 21. árgangi Tímaritsins,
bls. 103. En auk þeirra hefir
Þjóðræknisfél. eignast nokkra
dýrmæta gripi, eins og t. d.
kertastjakan sem hér var til sýn-
is í fyrra, skjöl þau er voru send
félaginu frá stjórn íslands, og
Þjóðræknisfélagi fslands á ís-
landi á 25 ára afmæli félagsins,
mjög merkileg skjöl undirskrif-
uð af stjórnarmönnum fslands,
og stjórnarnefnd félagsins ,hvort
um sig. Einnig eru aðrir munir
sem félagið hefur eignast á ýms-
an hátt, sem of verðmætir eru til
þess að þeir liggi hér og þar á
meðal nefndarmanna eða upp á
hillu þar sem þeir safna riki en
engin fær að sjá eða skoða. Þetta
er mál, sem verður fyr eða síðar
að greiða fram úr. En, enn sem
komið er hafa engin ráð sem
fylgjandi eru komið fram í sam-
bandi við minjasafnið.
Háskólamálið
Með aðstoð og hjálp og hvíld-
arlausri vinnu ágætra manna er
þessu máli nú komið á það stig
að stofnun kenslustóls í íslenzku
máli og íslenzkum fræðum hefir
fulla tryggingu. Markmiðið sem
sett var, að safna hundrað þús-
undum dollara fyrir 12 janúar,
1949, var náð fyrir síðustu ára-
mót, og nú er eftir að ná næsta
markinu, $200,000 dollara, eða
næst því sem hægt er, og að
stofna kenslustólinn fyrir 17.
júní 1952. Háskólaráðið hefir nú
tekið á móti þeim peningum, sem
safnast hafa, um $115,000 dollara,
og önnur $20,000 í föstum loforð-
um. Mest af þessu hefur safnast
í þúsund dollara upphæðum og
meira frá hverjum. Það var gert
aðallega til þess að vissa yrði
fyrir því að ná upphæðinni. En
nú verður leitað til almennings,
til að ná þeirri upphæð sem þörf
er á til þess að hún geti leitt af
sér nóg til að starfrækja kenslu-
stólinn.
Þetta er f jórðungsaldar draum-
ur Þjóðræknisfélagsins að ræt-
ast, og er það góðsviti fyrir
framtíðina. íslendingar hafa haft
eitthvað líkt þessu í huga frá
næstum því fyrstu tíð. Það á vel
við að vér getum haldið upp á 30
ára afmælishátíð Þjóðræknisfél-
agsins með því að auglýsa sam-
þykt háskólans um að hann hafi
tekið fyrsta sporið í að ganga
inn á samninga um að stofnsetja
þennan fyrnefnda kenslustól. Að
mínum dómi, eins og eg mintist
fyrir ári síðan, getur þessi stofn-
un kenslustóls í íslenzku og ís-
lenszkum fræðum orðið eitt af
hinum ágætustu minningar-
merkjum vor íslendinga hér í
Vestur-heimi, og tákn þess að þó
vér séum tiltölulega lítið þjóðar-
brot af lítilli þjóð, þá höfum vér
metið mál vort og menningu nóg
til þess að vilja taka það oss á
herðar að stofna kennaraembætti
í háskólanum, sem varir á meðan
að sú menningarstofnun varir og
fræðir ekki aðeins hérlent fólk,
en afkomendur vora um þjóð
vora og um þjóðararf. Þetta mun
einnig vera, er eg bezt veit, í
fyrsta skifti í öllu Vestur Can-
ada að slík tilraun hefir verið
gerð af nokkurri félagsstofnun
eða af einstaklingum, sem er þó
svo títt annarsstaðar í þessari
heimsálfu, að stofnsetja fræðslu-
stól við háskóla. íslendingar
munu hljóta sérstaka viðurkenn-
ingu og frægð fyrir framtaksemi
sína, og þykir mér vænt um að
geta komið hér fram með þessa
yfirlýsingu við þetta tækifæri.
Það væri ekki óviðeigandi að
Dr. P. H. T. Thorlaksson, sem
hefur verið formaður þeirrar
nefndar, sem mest hefir unnið
að fjársöfnuninni bæri hér fram
skýrslu á þinginu, eins og hann
gerði í fyrra. Eg hefi haft tal af
honum, og fyrstu tvo daga þings-
ins er hann í önnum á fundum
læknafélags Canada sem er ver-
ið að halda í Winnipeg. En eg
hefi samið við hann, að hann
komi hér fram kl. 11. á miðviku-
dagsmorguninn, að öllu forfalla-
lausu. Háskólinn er búinn að
legja fram yfirlýsingu um vænt-
anlega stofnun stólsins sem var
tekin upp í dagblöðunum s. 1.
föstudag, og um samningana, sem
háskólinn hefir gengið inn á. Það
er nú ekkert eftir annað en að
leita til almennings til að bæta
upp það sem enn þarf til að
stólnum verði borgið.
Útgáfumál
•
Tímarit félagsins var enn einu
sinni, með sömu ágætum og það
hefir verið, bæði að innihaldi og
frágangi sem það hefir verið frá
upphafi. Ritstjóra ritsins, herra
Gísla Jónssyni ber að þakka hans
ágætu frammistöðu í sambandi
við útgáfu ritsins, ekki aðeins
þetta síðasta ár en öll þau ár sem
hann hefir verið í þeirri ábyrgð-
arfullu stöðu. Tímaritið hefir
útbreiðslu hér í íslenzku bygð-
unum og heima á íslandi, og
vinnur mikið og gott útbreiðslu-
starf. Án ritsins mætti Þjóð-
ræknisfélágið ekki vera. Raddir
hafa heyrst sem halda því fram
að ársgjaldið, sem innifelur
borgun fyrir ritið, sé alt of lágt.
En það mál kemur seinna fram
á þinginu til umræðu og af-
greiðslu.