Heimskringla


Heimskringla - 23.02.1949, Qupperneq 6

Heimskringla - 23.02.1949, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. FEBR. 1949 RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford Að Sidin, einum undanteknum, sem var á seytjánda árinu, var allt fólkið gift, og átti börn, og bjó í litlu húsunum, sem voru í kringum stóra húsið. Það var fimtíu eða sextíu manns. Þegar eitthvað kastaðist í kekki meðal þessas fólks, var herrann strax tilbúinn að jafna sakirnar milli þess, en hann gerði það með hógværð og fáum orðum, vanalega þurfti ekki að segja nema, “Mér þykir fyrir þessu”, eða “ætti ekki að koma fyr- ir”, og sá brotlegi fór sneyptur í burtu til að bæta fyrir það sem hann hafði gert órétt. Hversu mikið sem Ruth brúkaði augun, gat hún ekki séð hatursfullt tillit nokkurrar manneskju til hússins herra. Hún sá ekki heldur hin minstu merki um ótta í framkomu nokkurrar manneskju fyrir honum, sem hún hélt, að hlyti að eiga sér stað. Það sýndi honum lotningu en enga hræðslu. Það sást strax á börnunum. Undir eins og þau sáu hana flúðu þau í burtu eins fljótt og þau gátu. Það hafði kostað Sarina mikla mæðu og margar steiktar kökur, að fá laglega fimmára stúlku til að standa kyrra, meðan Ruth teiknaði mynd af henni. En þegar krakkarnir sáu til Mr. Bordwick koma heim af plantekrunum, heyrðist mörg fagnaðar hróp: “Tuwan, Tuwan!” og krakkarnir komu úr öllum áttum hlaupandi til að sjá hann fara af baki stóra hestinum sínum. Ef Mr. Bordwick hafði nokkra lundarfars- lega veiklun, þá gat hún ekki fundið það. Hún varð að viðurkenna, hvort hún vildi eða ekki, að hann væri göfugur maður, einn þeirra fáu, sem láta viljan standa í fullu samræmi við athafn- irnar, og sem kallað er göfugur karaktir. Henni var ekki full ljóst hvort heldur að hún varð meir fyrir vonbrigðum, eða sneypu, við að komast að þessari niðurstöðu. Hvort held- ur var, þá ályktaði hún, að vera í návist slíks manns væri þó nóg til þess að engum gæti liðið vel. Hún reyndi að hughreysta sig við þá hugs- un að innan fjórtán daga yrði það búið, en það var henni samt lítil huggun. Fjórtán dagar geta orðið óbærilega langir. Hvaða eilífð hafði ekki þessi vika verið, sem hún var búin að vera! Hver dagur eins langur og ár, og þessi tuttugu og eitt ár, öll hennar æfi, allur lærdómur hennar og æska, var nú eins og saman kreist í einn einasta dag. Vansælli en hún, gat engin manneskja ver- ið — og ekki meir yfirgefin af öllúm. Þessi kveljandi tilfinning um einstæðingsskap sinn — hún hafði aldrei fundið eins sárt til þess, eins og nú, ekki einu sinni, eftir að hún misti for- eldra sína. Hún var auðvitað neydd til að yfir- gefa bernsku heimili sitt, en hvar sem hún kom, hafði hún eignast vini og aðdáendur Nú var hún ein, — alein. Stórt byl var milli hennar og þessa brúna fólks — og ennþá stærra byl milli hennar og þessa manns, sem var eins og nokkurs konar einvaldur guð, yfir þeim öll- um. Hún áleit sig ekki neitt smærri persónu en hann — nei, langt frá því! Það var ekki hennar eigin ímyndun. Það höfðu svo þúsundum skifti aðdáendur hennar, bæði menn og konur sagt. — Þegar hún svo hugsaði um hvernig hún frá vöggunni og ávalt var sýnd ást og umhyggja. Hún hafði alltaf álitið það sem sjálfsagt, og á ferðinni hafði henni ekki þótt nema sjálfsagt, að Mrs. Merryweather var henni eins og móðir, Ada sem systir og Senden sem bróðir. Að henni bæri að vera þakklát fyrir það, kom henni ekki til hugar. Nú fyrst skildi hún hvað sjálfhagnað- arlaus velvild var virði; hér í þessu óhamingj- unnar landi, þar sem engin sýndi henni hina minstu samhyggð. Hún minntist hvað sárt sér þótti að skilja við Lenu; en svo varaði skilnaðar sársaukin ekki lengi. Ferðalagið í góðum og glöðum félagsskap hafði breitt blæu gleymsk- unnar yfir það. Nú vildi hún gefa allt — allt til j þess að geta verið hjá Lenu og talað við hana. Nú þar eð hvorki þrá né óskir gátu fært Lenu nær henni, datt henni í hug að ná upp úr kistunni sinni málaðri mynd af henni, sem var í skrautlegri umgerð. Svo hengdi hún myndina upp í salnum. Hún hafði ætlað sér að taka sem minnst upp úr ferðakistunni sinni, svo það tefði ekki að safna því saman og láta það niður þegar það augnablik kæmi er hún gæti flúið. En samt sem áður hengdi hún upp myndir af samferða fólkinu sínu. Hún hengdi upp þrjá stóra skraut- málaða diska, sem voru brúðargjafir frá Lenu. Ruth tók upp marga aðra skrautlega muni, svo sem körfur, skálar, ramma og bækur. Það var eins og þegar hún tók upp einn muninn, að henni fyndist að hún þyrfti að taka annan upp. Eftir að hún var búin að vera heilan klukku- tíma að skreyta stofuna, leit hún út sem öll önn- ur. Öll borðin voru puntuð með blómum og rós- um. Þau, Sidin og Siesta, sem hjálpuðu henni, voru svo glöð að sjá þessa tilbreytingu, ásamt Ruth sjálfri; en svo sá Ruth brátt eftir að hún hafði gert þetta, og kallaði það bjánaskap og að hún hafði gert það. Ruth ætlaði með þessu að létta lund sína, en nú var það bara verra, því þegar hún leit á myndirnar, fékk hún sting í hjartað. Þegar hún var búin að þessu, fór hún út og ætlaði að ganga þangað sem þýzkublómin voru, en svo hvarf hún frá því. Á heimleiðinni að blómstur beði sem hún hafði fundið um morgun- ,inn, sá hún litla plöntu sem var nærri því rifin upp úr jörðinni. Hún laut ofan og stakk plönt- unni ofan í moldina og hlúði að henni. Eftir að hún var komin spöl korn lengra, datt henni allt í einu í hug: “Kanske að það hafi verið þessi heimsþrá, sem hann talaði um, sem vakti þá löngun hjá honum að vilja fá sér konu. Auðvitað var um að gera fyrir hann að fá sér ómentaða sveita- stúlku — lítið þekt stjúpmóðirblóm. Hann var meir en hissa, þegar faðir hans sagði honum að það væri Ástralisk stúlka sem hann hefði út- vegað honum. Bréfið sem hann skrifaði honum bar vott um slík vonbrigði. Eg skildi ekki hvernig eg átti að lesa milli línanna — kurteisin sem hann brúkaði gat eins vel meint óvilja.” Blóðið sótti fram í kinnarnar á henni, hún fleygði sólhlýfinni frá sér og greip báðum hönd- um fyrir andlitið. Eftir litla stund náði hún valdi yfir geðs- hræringu sinni. “Hvers vegna valdi faðir hans mig, frekar en Lenu?” hugsaði hún og rykkti höfðinu til. “Lena hefði auðvitað ekki gefið kost á sér. Kona pöntuð eins og önnur vara! — sú hugsun var henni hræðileg. Litla Lena, sem virðist ekki að hafa neitt stolt í sér, var þó stoltari en eg, og langtum hyggnari, það sé eg nú! En það er nóg * um það.” Hún stappaði niður fótunum og beygði sig eftir sólhlífinni. “Eg vil ekki hugsa meira um það — eg vil ekki! Það skal lagast. Hann skal bara vera rólegur. Eins fljótt og mögulegt er, skal eg gefa rúm fyrir þýzku fjólunni.” Svo hélt hún áfram eftir stignum; eftir halftíma göngu kom hún að annari gyrðingu. Hafði hann ekki sagt, að hún gæti gengið sig þreytta í garðinum, ef hún vildi, mundi henni kannske detta í hug að hún væri komin út að landamærum aðalsins. Hún fann ekki til þreytu, og vissi ekki hve langt hún var komin. Hinumegin við gyrðing- una sá hún stíg sem lá í krókum gegnum hinn margbrotna jurtagróður og blómaskraut. Hún opnaði hliðið og lét það svo aftur á eftir sér, og gekk svo út í skóginn. Það var ekki að sjá að mannshöndin hefði lagt neina hlekki né hömlur á náttúrunna. — Greinar trjánna og vafnings jurtir lágu yfir veg- in, en Ruth fékst ekki vitund um það. En er hún kom að stóru tré sem hafði fallið þvert yfir veg- inn, varð hún að skríða gegnum limarnar, svo hló hún og sagði: “Og þetta á að heita garður? Maður gæti einsvel kallað það frumskóg. Og því gætu ekki tigrisdýrin falið sig hér? En hann sagði að þau væru hér ekki —” Er hún hugsaði um þetta allt saman og skelti allri ábyrgðinni á Mr. Bordwick en hún vissi að ef hún tæki nú ranga braut þá, gæti það kostað sig lífið. Það varð altaf fallegra og fallegra, eftir því sem hún gekk lengur. Hér stóðu brenglur þétt saman, sem voru 40 — 50 fet á hæð; þar vóru og fögur Rasalamat tré, með sínar lóðréttu grein- ar, allsstaðar allavega blómstrum, gular klukkur vögguðu sér meðal laufanna og ljósbláar og gul- ar stjörnur sáust út í skógarþykninu. Hún hafði heyrt lækjarnið, nú varð það að fossa og fljóta hljóði, og að síðustu sá hún lækin. Til vinstri opnaðist eitt heljar dýpi, en var allt þakið vatnsjurta gróðri. Ofan í þennan geim féll lækur af háum stalli, og hvarf þar. Langt uppeftir gilinu, þar sem áin hafði brotið sér far- veg milli steina og stórra trjáa, sáust blá fjalla- toppar og fossar. Ruth tók upp teikni-bókina sína, en hún sá brátt að þetta var of umfangs mikið landslag til að vera teiknað á skömum tíma, því hún ætlaði sér að halda lengra, enda var nóg fyrir augað af alslags breytilegu, einkennilegu landslagi, sem auðveldara var að gera uppdrátt af. Hún var svo heilluð af náttúru fegurðinni og hinu margbreytilega blómskrúði, hvert sem litið var, að hún vissi ekki hvenær tímin leið. Yfir veginn var nýfallið tré, sem myndaði nokkurskonar bogagöng, skreytt öllu hugsan- legu blómskrúði, svo hún settist niður og tók upp teiknibókina sína til að teikna það sem hún gæti af hinum skrautlegu blómum sem voru á greinum trésins, en liti blómanna ætlaði hún að mála seinna. Hún leit á úrið sitt, og það var hálf fimm, svo nú mátti hún flýta sér, því _þa<5 var komið myrkur klukkan sex, og hún áttT æði langt heim. Það var algjör dauða kyrrð þar sem hún sat. Aðeins af og til sást fugl fljúga fram hjá henni, og stöku hljóð sem heyrðist út í skóginum, sem gáfu til kynni að þar voru einhver smá dýr, en svo heyrði hún, lengra í burtu, villidýrs org af og til. Það hefði gert hana hrædda ef Mr. Bord- wick hefði ekki verið búin að segja henni, að hún þyrfti ekki að óttast villidýr í garðinum, svo hún var óhult og hélt áfram að teikna, þang- að til allt í einu að sterkur vindur braust fram milli trjáanna, sem var nærri því búin að feykja bókinni úr hendi hennar. Henni varð bylt við og leit upp, og sá sér til mikillar undrunar og ótta að loftið var orðið kol- svart. “Það fer að rigna”, sagði hún óttaslegin. — “Það er gott að eg er að verða búin.” Hún stóð upp, lét aftur bókina, tók upp sól- hlífina, og flýtti sér að tína fleiri blóm, því blómabindið var ekki alveg fullgert. Svo kom harðari vindsveipur gegnum skóginn, og í f jarska heyrðust þrumur. “Þrumur!” sagði hún og varð nú hræddari en áður — “og eg svo langt frá húsinu!” Nú tók hún saman dót sitt og flýtti sér á stað. En hversu mikið sem hún flýtti sér gat hún þó ekki sloppið undan illviðrinu. Vindurinn jókst þar til komið var óstætt rok, og svo byrjuðu stórir vatnsdropar að falla niður, þar til að regnið varð sem einn óslitin foss. Hún varð á einu augnabliki hold vot. Þess- ari úrhellis rígningu og roki fylgdu þrumur og eldingar, sem eins og aldrei slitnuðu og gerðu himininn að einu eldhafi, en á milli eldinganna varð svo kolsvarta myrkur. “Eg er töpuð,” sagði hún eins og við sig sjálfa. “Ef eldingarnar drepa mig ekki, þá verð eg til í þessu vatnsflóði. Áður var foss niðurinn svæfandi, nú heyrist ekkert nema þessar hræði- legu þrumur.” Hún hljóp áfram í einhverri blindni og ráða leysi, og fyrst er hún fann.að hún gekk á grjóti, og var komin inn í kratskógin, stanzaði hún. “Það er þýðingarlaust,” hugsaði hún í al- gjörðu ráðaleysi, “eg villist bara meira og meira, eg ætla að bíða hér, það styttir kanske upp, ef ekki — þá verð eg að vera hér í nótt! Klukkan sjö borðar hann kvöldmatin. Fyrr spyr hann ekki eftir mér, ef hann-------?” Hún brast í grát, gripin ótta og einstæðings- skap. Hún tók með báðum höndum utan um tré, og stóð þannig — að henni fanst, ein eilífðar- tíð. Stundum fanst henni sem eitthvað smjúga fram hjá sér. Voru það smádýr sem voru að flýja í skjól undan illviðrinu? Stundum sá hún út í skóginum, glytta í grænkattar augu, en það hræddi hana ekki, það sem hún óttaðist mest var, nóttinn og eldingarnar. Loksins lægði stormin svolítið. Það birti ofurlítið milli trjánna, svo hún gat séð svolítið frá sér, og samtíðis fannst henni hún heyra manns málróm, hún hlustaði af öllum mætti; jú, hún heyrði það aftur og loks heyrði hún kallað nafnið sitt. “Hérna’ hérna’,, hrópaði hún af öllum mætti, “hérna!” og lagði á stað í áttina, sem hún heyrði að kallað var. En hún var varla komin á götuna, sem nú var rennandi lækur, sem flóði ofan eftir brekkunni, skall óveðrið á aftur. Stormbylur slengdi henni á fallið tré, og á sama tíma gekk þruma svo nærri henni að hún varð að grípa fyr- ir eyrun með báðum höndum. Hún lá þar á trénu en reyndi þó að standa á fætur. “En hvað var það sem eg heyrði?” hugsaði hún, “var það bara það sem eg ímyndaði mér, og eg þráði að heyra? hver skyldi annars vera að kalla? Eg má deyja hér. Ó, guð! Að deyja svona! Svona ein! svona aleinsömul;” Rétt í því er hún var að velta þessum ógn- unar hugsunum fyrir sér, heyrði hún kallað nær sér “Ruth!” “Hérna!” kallaði hún eins hátt og hún gat, og reyndi að hreifa sig. Nú var allur kvíði og hræðsla horfin úr hug hennar, og það sem henni hafði aldrei komið til hugar, síðan hún kom til Java, kom henni nú í7hug: Kjóllinn hennar var rennivotur og lá eins og glytti við líkama hennar. og var ekki annað en óhreinindi upp að hnjám. “Það er ekki álit- leg sjón sem hann sér núna.” Hvernig hún kæmi núna, Mr. Bordwick fyr- ir sjónir, var henni meira áhugamál þessa stund- ina, en umhugsunin um eldingarnar, storminn og regnið. Hún hafði rétt í þessu komið auga á stóran mann, sem kom með miklum hraða beint til hennar, en á sama augnabliki skéði eitthvað hræðilegt. Það var esm eldkúla kæmi beint í andlitið á henni, milli greina trjánna, og loftið varð sem eldhaf, og svo fylgdi þruma eins og jörðin væri að klofna í sundur með ægilegu braki og brestum, og einmitt þar sem hún hélt að Mr. Bordwick hefði staðið, féll feykna stórt tré, þversum yfir vegin, sem eldingin hafði sleg- ið niður. “Eg vona að þú sért ómeidd?.” var sagt við hliðina á henni, sem var hnigin niður í bleytuna, og hélt höndunum fyrir andliýt sér. • Hún hrökk við, tók höndurnar frá andlitinu og sagði, nötrandi af hræðslu: “Þú ert lifándi?” “Eins og þú sérð,” sagði hann í sínum vana- lega rólega málróm. “Og þú hefir sloppið vel frá því! Hamingjunni sé lof, látum okkur nú flýta okkur heim.” Hún horfði undrandi í andlit hans. Slík sinnisró yfirgekk skilning hennar. C/ever Poultrymen Year after Year Build their Success on . . . PIONEER “Bred for Production” CHICKS Approved R.O.P. Sired 100 50 25 100 50 25 19.75 10.40 5.45 L. Sussex 34.00 17.50 9.00 L.S. Pul. W. Leg. 17.25 9.10 4.80 W. L. Pul. 35.00 18.00 9.25 W. L. Ckls. 4.00 2.50 1.50 16.75 8.85 4.70 N. Hamps. 18.25 9.60 5.05 30.00 15.50 8.00 N. H. Pul. 33.00 17.00 8.75 B. Rocks 18.25 9.60 5.05 B. R. Pul. 33.00 17.00 8.75 R. I. Reds 18.25 9.60 5.05 R.I.R. Pul. 33.00 17.00 8.75 11.00 6.00 3.25 Hvy Breed Ckls (our choice) Pullets 96% acc. 100% live arrival guaranteed ORDER NOW Cash with order or a small deposit will assure delivery of these dependable Pioneer profit makers when you want them. P I O N E E R HATCHERY 416 H Corydon Ave., Winnipeg “Komdu,” bað hann hana, “stattu upp! Það er ekki trygt að vera hér í skóginum, eins og þú hefir sjálf séð.” “Ekki trygt!” hugsaði hún, og hrollur fór um hana. “Guð minn góður! Hverslags maður er þetta?” Hann tók í hendina á henni og reisti hana á fætur, en hún var svo yfirkomin af hræðslu, að hún gat varla staðið á fótunum. “Geturðu gengið?” spurði hann hluttekn- ingarlega. “Eða viltu að eg beri þig?” “Nei, nei,” sagði hún og hristi höfuðið — eg — eg verð strax betri.” Hann tók fyrst upp teiknibókina hennar, svo sólhlífina, sem hún hafði aldrei slept úr hendi sér. “Það er ekki þess virði að bera þessa sólhlíf heim,” og henti henni út í buskan. “Eigum við ekki að reyna að komast á stað?” Hún kinkaði kolli til samþykkis, svo sagði hann: “Eg get ekki boðið þér að leiða þig, þessi skógarbraut er svo þröng, fylgdu fast á eftir mér. Eldingarnar eru þér ekki hættulegar. Eins og öllum er kunnugt velja þær æfinlega hærri höfuðin, og eg er dálítið hærri «n þú!” “Og hann getur spaugað eftir það sem fyrir hann kom”, hugsaði hún, “ef hann hefði stigið einu skrefi frámar, hefði hann legið dauður undir trénu. Hann er reglulegt meitilberg, hann er hugaður sem ljón”, hugsaði hún. Hún fylgdi honum, niðurlút og þegjandi. Er þau voru komin inn í garðinn, spurði hún hann, alt í einu með skjálfandi málróm: “Er það mögulegt — að þú sért ekki reiður?” “Reiður?” endurtók hann undrandi, og sneri sér að henni. “Jú, vissulega. Það var komin hellirigning þegar Sidin sagði mér að þú værir úti. Eg varð hræddur um þig.” “Eg meinti það ekki,” sagði hún í flýti. “Eg meinti hvort þú hefðir ekki verið hræddur um þig sjálfan, það var sem eg meinti?” “Hvort eg væri hræddur að vera úti í þrumu- veðri? Eg er nú búinn að vera meir en fimtán ár í hitabeltinu, og maður venst smátt og smátt við þessar þrumu hryðjur.” “Og ef að eldingin hefði nú hitt þig, hvað hefðirðu sagt þá?” “Þá hefði eg ekki haft tíma til að segja neitt.” “Hvernig getur nokkur maður látið sér vera svona sama um dauðann,” sagði hún með ákafa. Hann sneri sér að henni, og spurði hana alvarlega: “Heldurðu að mér sé sama um dauðann, ef þú heldur það, þá er það misskilningur. Um dauðann getur enginn hugsað kaqruleysislega, sem er ekki búinn að ráðstafa húsi sínu.” Þetta hljómaði dálítið óákveðið í eyrum hennar. “Sem er ekki búinn að gera erfðaskrá sína?” “Já,” svaraði hann. “Má manni ekki standa á sama, hvað verður af voru jarðneska gössi, þegar maður er dauður?” “Hvort það verður til ills eða góðs fyrir þá sem eftir lifa? Nei, það held eg ekki.” Meðan hann talaði, datt honum í hug, að hún, sem konan sín, áliti sig sem sjálfsagðan erfingja að öllum sínum eignum. Hann leit snöggt til hennar, en það var enga breytingu að sjá á andliti hennar, hún horfði bara ofan fyrir sig- ✓ Eftir litla stund voru þau komin heim að húsinu. “Eg skal senda Sarina til þín. Hún sér um að þú fáir strax föt; þú ert víst holdvot, býst eg við.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.