Heimskringla - 04.05.1949, Side 1
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
LXIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 4. MAí 1949
NÚMER 31.
FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Vori<5 er Komið
Um sambandskosningarnar
Þær skullu á fyr en margan
varði. Rétt áður en Mr. 6t. Laur-
ent lagði a'f stað í ferð um vest-
urfylkin, var talað um ksóningar
að haustinu eða að loknum korn-
sl^urði. En forsætisráðherrann
er ekki fyr kominn heim úr ferð
sinni, en hann lýsir yfir að
kosningar fari eins skjótt fram
og unt sé laganna vegna — 27.
júní.
Því hefir verið haldið fram, að
ferð hans hafi verið góð (í póli-
tískum skilningi auðvitað) um
vesturfylkin. Vér efumst ekki
um þetta. En að það hafi eins og
liberalar halda fram verið til að
“hamra járnið meðan heitt var”,
og smella á kosningum, efumst
vér um. Liberal-stjórnin hefir
tkki átt fylgi að fagna í vestur-
fylkjunum síðustu árin. Nú hefir
hún t. d. aðeins tvo þingmenn úr
hvoru fylkjanna, Alberta og
Saskatchewan og fjóra frá Brit-
ish Columbia. Það getur ekki
heitið að blása byrlega. Eftir síð-
ustu fylkiskosningar í Saskat-
ohewan, kvað sambandsstjórnin
samt gera sér vonir um einhverja
viðbót þar; fyrir því getur verið'
nokkur ástæða.
En aðallega er það Quebec-
fylki og eystri fylkin, að Ontario
undanskildu, sem liberölsk geta
75 ára afmæli Winnipeg
(5. — 11. júní 1949)
Síðastliðnar vikur hafa Vestur
íslenzku blöðin birt fréttir af
undirbúningsstarfsemi þeirra, —
sem íslendingar hér í borg hafa
með höndum í sambandi við
þessa afmælishátíð og í vikunni
sem leið kom áskórun frá nefnd-
inni til allra fslendinga um það,
að leggja fram fé til þess að þátt-
taka okkar geti orðið sem mynd-
arlegust.
Undirbúningsnefndin hefir
hugsað sér að þátttaka okkar
verði aðallega tvennskonar.^
Fyrst og fremst vill hún að við
höfum skrúðvagn (float), sem
okkur sé til sóma en í öðru lagi
er ákveðið að við tökum þátt í
handiðna og Hannyrðasýning-
unni sem haldin verður í Huds-
on’s Bay búðinni alla hátíðavik-
una. Einn dagur hefir verið sett-
ur til síðu fyrir Skandinava og
hefir Mrs. Soffía Wathne alla
umsjón með þátttöku íslendinga.
Mrs. Wathne hefir oft áður séð
sóma okkar borgið við svipuð
tækifæri og þarf því engin að
kvíða hvað það snertir.
Við viljum minna Old Timers
á það að koma nöfnum sínum sem
fyrst til aðal nefndarinnar með
því að fylla inn eyðublöðin sem
hægt er að fá á skrifstofu V. fsl.
blaðanna. Old Timers eru allir
þeir sem heima áttu í Winnipeg
fyrir árslok 1885.
Það er gert ráð fyrir að hábíð-
arprógramið komi út í þessari
viku og verður því hægt að gera
betri greinargerð fyrir ýmsu
sem hátíðina snertir í næstu
blöðum. Mestu skiftir þó að ísl.
bregðist vel við og leggi fram
nóg fé til þess að þeir, sem eru
að vinna að skrúðvagns hug-
myndinni sjái sér fært að taka til
starfa sem allra fyrst því nú fer
tíminn að styttast.
Fjárframlög sendist til Dav-
íðs Björnssonar. Björnsson’s
Book Store, 702 Sargent Ave.
H. Thorgrímson
Ingibjörg Jónsson
nú talist. Og fari nú svo, sem
margir spá, að íhaldsflokkurinn
krukki eitthvað í það fylgi í aðal
vígi þeirra, Quebec-fylki, getur
stjórninni auðsjáanlega verið
hætta búin. Hún á þá meira að
segja alls ekki vísa kosningu.
Nýfundnaland er líklegt, að
með stjórninni verði. Kemur þar
aðallega til að fylkisstjórn verð-
ur þar endurreist 27. maí, sem
skipuð er nærri að öllu leyti lib-
erölum. Að sú stjórn, þó til
bráðabirgða kunni að vera, verði
með liberstjórninni í Ottawa í
kosningunum 27. júní, er auðsær
hlutur.
Það verður einn óskapa fjöldi,
sem um þingmensku sækir. í
Manitoba sækja 48 um þau 16
þingsæti sem til eru. En vegna
þess hvað kosningarnar bera
brátt að, er tilnefning ekki lokið
nema í 30 kjördæmum. Af þeim
sem þegar hafa verið valdir, eru
þrír fslendingar. Heyra þeir
hver sínum flokki til. Mr. Bene-
dickson núverandi þingmaður er
liberali, Mr. G. S. Thorvaldson
er i Suður-Winnipeg sækir, er
íihaldssinni, en séra Philip M.
Pétursson er í Norquay kjör-
dæmi sækir, er C.C.F. sinni. Eiga
þeir allir skilið fylgi fslendinga
og að njóta frændseminnar við
þá, hvað sem stefnum þeirra líð-
ur. En meira um það seinna.
Það er sagt, að George Drew
hafi farið á stúfana í Nýfundna-
landi á sama tíma og St. Laurent
var hér evstra. Segja blöð hans,
að honum hafi þar orðið nokkuð
ágengt. Hræddir erum vér þó
um, að á það megi svipað líta og
ferð St. Laurents um vesturfylk-
ín. Drew hefir gert talsvert
skurk á Ottawa-þinginu. Hann
hefir verið það hvatari en Brack-
en var, að íhaldsflokkurinn hefir
þar fyllilega mátt heita stjórnar-
andstæðinga flokkur. Á tíð
Brackens lá við, að Coldwell, for-
ingi C.C.F.-sinna, drægi það
hlutverk úr höndum Brackens.
En að Drew setji nú íhaldsflokk-
inn til valda, getur verið annað
mál. Því hefir verið spáð, að
hvorugur eldri flokkanna verði
nógu fjölmennur til þess að
stjórna einn eftir komandi kosn-
ingar. Slíkt er vel hugsanlegt.
Það er sennilegt að tala liberal
þingmanna lækki, en íhalds-
manna hækki. Og það getur haft
trvent í för með sér: Annaðhvort
aif hvorugur flokkurinn verði
nógu sterkur til að mynda stjórn
á eigin spýtur, eða að íhalds-
flokkurinn græði nógu mikið til
þess, að taka við stjórn.
v— *
C.C.F.-flokkurinn er tæplega
nógu víðtækur til þess að geta
kallast almennur eða þjóðlegur
landsmálaflokkur, enda ungur í
þeim skilningi. Hann hefir 18
þingsæti í Sasktachewan, 7 í Bri-
tish Columbia, 5 í Manitoba, 1 í
Nova Scotia, og 1 í Ontario. Þar
sem að vegur hans er álitlegast-
ur eða greiðastur til þroska, væri
í Ontario, því þar og í Mani-
toba, eru pólitískar skoðanir ekki
eins rígskorðaðar og t. d. í Al-
berta, Saskatchewan og Quebec
Er einkennilegt að innan iðnað-
arins í Quebec-fylki, skuli þess-
um flokki ekkert vinnast á. Þar
er þó um eina og sömu stétt að
ræða, en ekki bændur og verka-
menn, sem halda að guð hafi
skapað alveg óbrúanlegt bil sín á
milli. Stjórnmál lúta fleiri og
annarlegri öflum en svo, að menn
geti gert sér nokkra skynsamlega
grein fyrir því.
I.
Nú er bjart í öllum áttum,
allíf hörpu sína slær,
foldin blómgast fjær og nær;
vetri, karli, finst nú fátt um.
Foss í klettagljúfri hlær.
Sumri fagnar sveinn og mær.
Breytir sérhvað svip og háttum.
II.
Nú bakki og hvammur baða í rósum,
og höf og grundir glampa í ljósum,
nú baldírar vorið burst og svalir.
Og lífi fyllast frónskir dalir.
Dynur loft af fjaðra-flaumi.
Lax úr dj'úpi leitar að straumi.
Hljómar niður úr höllum skýja
heimsins mesta “symphónía”.
Nú er tími allífs anna —:
Orma, fugla, jurta’ og manna.
.. Jón Jónatansson
í Yale í British Columbia fóru
kosningar C.C.F. flokkinum í vil
nýlega. Ef til vill á hann í því
fylki einhverja sigurvon.
f landskosningum á Social Cre-
dit flokkurinn ef til vill fárra
kosta völ utan síns fylkis.
Ýmsir segja, og þar á meðal
blaðið Winnipeg Tribune, að það
sem rekið hafi St. Laurent til
bráðra kosninga, sé ástand utan-
níkisroálanna, einkum viðskiftin
við Bretland. Þó rriikið sé gert
til að reyna að skapa “sterlings-
svæði”, sé óvíst um árangur af
því og sú óvissa færist einnig
y.fir á viðskifti Canada.
Ellistyrkurinn hækkaður!
Ellistyrkurinn í Canada hefir
loks verið hækkaður í 40 dali.(
Það var eitt af síðustu störfum
sambandsþingsins, að hækka elli-
styrkinn um 10 dali, en hann var
áður 30 dali.
í þessu fylki (Manitoba) var
hann að vísu 35 dalir með 5 dala
hækkun nýlega gerðri af fylkis-
stjórninni. Nú mun hin fyrri
regla verða tekin upp, sem var
sú, að sambandsstjórnin greiddi
% styrksins, en fylkisstjórnirn-
ar eða 10 dali. Manitoba-stjórn
var að borga meira eða eina 12
dali áður; hún græðir því á
þessu.
Ýmsir töldu styrkinn þurfa að
vera 50 dali á mánuði. En þessi
síðasta 10 dala hækkun getur
samt ekki talist einskisverð.
Sambandsþinginu slitið
Ottawa-þinginu var slitið s. 1.
laugardag (30. apníl) til þess að
gefa tækifæri að búa sig undir
kosningarnar 27. júní.
Það eftirtektaverðasta sem
fram fór á þessu fárra daga þingi
eftir páskana, var samþykt At-
lanzhafssáttmálans. Voru allir
flokkar þingsins sameinaðir um
þetta. Héldu foringjar þeirra
hver um sig ræðu og vonuðu all-
ir, að slík samtök yrðu til örygg-
is friði. Gekk Mr. St. Laurent til
hvers flokksforingja að málinu
afgreiddu með 185 atkvæðuih og
engu á móti, og þakkaði þeim
með handabandi samhug þeirra
og fylgi í þessu máli. (Mál þetta
hefir ekki á öllum þjóðþingum
átt slíkri einingu að fagna).
Við þingslitin er nú styrkur
flokkanna sem hér segir: liberala
125, íhaldsmanna 69, C.C.F. 32,
i þjóðeyrisflokksins (social cred-
i it) 12; aðrir flokkar 6; eitt autt
j þingsæti.
Tala þingmanna hefir til þessa
verið 245. En eftir næstu kosn-
ingar verður hún 262. Stafar
fjölgunin af viðbót 7 þingmanna
frá Nýfundnalandi og 10 annara
af aukinni fulltrúatölu ýmsra
fylkja, er samþykt var 1947.
Síðan 1945 hafa farið fram 19
aukakosningar; hafa liberalar
tapað tveimur þingsætum í þeim
í heild sinni, íhaldsflokkurinn
grætt 3 og C.C.F. grætt 4.
Alþjóða - hveitisamningurinn
var og samþyktur síðustu daga
þingsins.
Ennfremur varð að greiða at-
kvæði um að veita stjórninni
vald til að nota 479 miljón dali
íram yfir kosningar. Var það
samþykt með 141 atkvæði, en 45
voru á móti því.
Berlín
Það er nú engin vafi á því, að
Rússastjórn stendur á bak við
tilboðið um, að afnema umferð-
arbannið til Berlínar, enda þótt
það kæmi í fyrstu frá Tass frét|a-
félaginu. Stjórnin á Rússlandi
hefir nú fyllilega kannast við
það.
Vestlægu þjóðirnar vita eig-
inlega ekki hvað boði þessu veld-
ur. í þeirra augum býr efi um að
friður búi því að baki. Þær vita
að bannið hefir verið Rússum
arfitt eigi síður en þeim sjálfum
Það hefir svift Rússa viðskift-
um, sem þeir gerðu ekki ráð fyr-
ir, en hefir þrátt fyrir alt hepn-
ast vestur þjóðunum að því leyti
'að hagur vestlægu þjóðanna hef-
ir óheyrilega mikið batnað. En
það var það sem Rússar ætluðu
að koma í veg fyrir með banninu.
Líklegast sannar ekkert Rúss-
um þessa stundina betur hve
sameinaðar vestlægu þjóðirnar
eru, en Atlanzhafssáttmálinn,!
sem þær hafa gert með sér. Beztul
menn hafa bent á, að ef slíktj
bandalag hefði verið til 1914 og
1939, þá væri liíklegt, að það hefði
komið í veg fyrir bæði alheims-
stríðin.
Ef slíkt bandalag verður til að
sannfæra Rússa um að þriðja
stníðið sé tilgangslaust og vifur-
legra sé að eiga samvinnu við
vestlægu þjóðirnar, er tilboðið
um afnám bannsns til greina tak- j
andi. En fyr en Rússar sýna ein-
lægni í því, mun vestlægu þjóð-
unum sama um friðarskvaldur
þeirra.
Ásgerður Magnússon
n
1863 — 1949
Ásgerður lézt 28. marz s. 1. á
heimili dóttur sinnar Fríðu Sam-
son að Akra, N.D. Hún var fædd
7. nóv. 1863 á Hörðubóli í Mið-
dölum, Dalasýslu, ísl.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Björnson og kona hans
Sigríður Vigfúsdóttir Reykdal.
1886 kom hún til Ameráku og 2
árum síðar giftist hún Ólafi
Magnússyni á Akra og lifði þar
æ síðan, að undanteknu 1 ári hjá
dætrum sínum í Los Angeles,
Calif.
Mann sinn misti hún 1908 og
stóð eftir með 10 börn, það elzta
innan 20 ára, það yngsta á fyrsta
ári.
Með hjálp barna sinna gat hún
haldið búinu við svo alt komst
þolanlega af. Kjarkur og þrek
hennar var óbilandi. Hún gugn-
aði ekki þó oft blési stíft á móti.
Stilling hennar hélt öllu í jafn-
vægi í blíðu sem stríðu. Hún
gekk teinrétt í orðsins fylstu
merkingu eftir sitt langa og erf-
iða dagsverk.
Á s. 1. ári misti hún 2 börn sín
og tengdason. Það raskaði ekki
ró hennar svo sjáanlegt væri.
f marz byrjun veiktist hún og
steig ekki á fætur eftir það. Hún
hafði skírt mál og fulla sansa til
síðasta sólarihrnigs að hún féll í
væran blund eins og hver einn
fær sem unnið hefir með ánægju
og trúmensku og er þreyttur orð-
inn.
Skyldmenni hennar og vinir
gleðjast yfir fullnaðar hvíld
hennar í faðmi frumvalds. Henn-
ar minning geymist en gleymist
ei.
Eftirlifanid börn hennar eru
þessi: Mrs. Leo Samson, Akra,
N. D.; Mrs. W. E. Hardy, Hilda
Doering, Los Angeles, Calif.;
Magnús, Tacoma, Wash.; Emil,
Cavalier, N. Dak.; Albert, De-
troit Mich.
Þessi eru dáin: Hjörtur, Mrs.
Inga Solberg, Mrs. Art Brock-
man, Ágústína.
Hana lifa 19 barnabörn og 7
barnabarna börn.
Geta má þess að 1942 seldi
hún bújörð sína og keypti lítið
hús á Akra, sem hún lifði í til
október loka n. 1. haust.
Sveitungi hennar síðan 1886
LOKASAMKOMA LAUG-
ARDAGSSKÓLANS
Lokasamkoma laugardagsskól
ans var haldin s. 1. laugardags-
kvöld í Sambandskirkjunni við
góða aðsókn.
Forstöðukona skólans, Miss
Salome Halldórson, setti sam-
komuna með nokkrum vel völd-
um orðum, og þakkaði kennurum
og börnunum fyrir gott samstarf
á árinu.
Síðan fór fram íslenzkur söng-
ur, framsögn og tveir smáleikir,
og sýndu börnin bæði í söng og
íramburði íslenzkunnar að þau
hafa notað sér vel þessar kenslu-
stundir.
Séra P. M. Pétursson forseti
Þjóðræknisfélagsins þakkaði
kennurum fyrir þeirra ágæta
starf, og börnunum fyrir góða
aðsókn og ástundunarsemi sem
sýndi sig í hinni ágætu frammi-
stöðu þeirra á samkomunni. —
Einnig afhenti hann Báru Guð-
laugsson prís fyrir frábærlega
aðsókn, hafði hún ekki mist
nokkurt kenslutímabil af þessum
25 laugardögum sem skólanum
var haldið uppi í ár.
Séra V. J. Eylands flutti einn-
ig stutt ávarp og þakkaði kenn-
urum fyrir hönd foreldranna, vel
unnið starf. Lögðu báðir ræðu-
menn áherzlu á það að engin
gæti séð það fyrirfram með vissu
hve mikill árangur yrði af þess
ari íslenzku kenslu meðal barn
anna, og gæti hann e. t. v. orðið
stórum meiri enn fólk dreymdi
um í bili. Og gáfu þeir nokkur
dæmi þess hve undirstaða sú sem
börnin fá í skólanum hefði orðið
haldgóð.
Lilja Eylands las upp kvæði
eftir Davíð Stefánsson.
Það er gleðilegt að veita því
eftirtekt að áhugi foreldra og
annara íslenzku unnara fyrir
laugardagsskóla starfinu sýnist
fara heldur vaxandi, sem dæma
má af því að mun fleiri börn hafa
sótt skólann þessi síðustu tvö ár,
og aðsókn að samkomunum verið
alveg sérstaklega ágæt.
Kennarar í ár hafa verið Miss
Salome Halldorson, forstöðu-
kona, Mrs. Jódís Sigurdson, og
Miss Stefanía Eyford.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
fund á þriðjudagskvöldið 10.
maí, að heimili Mrs. Charles A.
Nielsen, Ste. 19 Acadia Apts.,
Victor St.