Heimskringla - 04.05.1949, Side 5
WINNIPEG, 4. MAÍ 1949
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
á vestur ströndinni. Varð þetta
til þess að við urðum aftur fjög-
ur í bílnum og reyndist Guðm.
mjög skemtilegur ferðafélagi,
svo vegalengdin um eyðimerkur
og öræfi gleymdist alveg með
öllu og við önduðum að okkur
íslenzku fjallalofti alla leiðina
og þó við sæum ekki fugl í heila
daga þá voru íslenzkir sumar-
fuglar á sveimi syngjandi alt í
kringum okkur eins og forðum
daga. Þannig var þá þetta litla
mannfélag í bílnum ekki einung-
is ferða fólk á hinum löngu leið-
um vesturheims, heldur einnig
í vissum skilningi undi það við
óendanl^gar æskuminningar
heiman af ættjörðinni, sem
blönduðu blóði við alt hið nýja,
sem bar fyrir augu á ferðalag-
inu og hafði þau áhrif að mynd-
irnar tóku á sig nýjan og fegri
búning, en þann hversdagslega.
Aðrir sem við heimsóktum í
Minneapolis og höfðum mikla á-
nægju af að dvelja hjá um stund-
voru Gunnar Björnson og
frú sem tóku okkur tveim hönd-
um eins og þeim mun vera svo
eðlilegt og margir munu kann-
ast við. Þá engu síður var gott
að hafa tækifæri á að heilsa okk-
ar ágætu vini Bill og Regínu
Eiriíkson og minnast við þau
fyrri funda á okkar ferðalögum.
Söknum við þess eins og svo
margir aðrir, að Bill hafi síðan
horfið úr vina hópnum og var
það stórt skarð höggvið í íslend-
ingadiópin í Minneapolis; því
Bill var hvers manns hugljúfi og
bezti drengur af öllum talinn,
sem nokkur kynni höfðu af hon-
um.
í Rochester dvöldum við tvo
daga og áttum þar hlýjum við-
tökum að fagna hjá Kristjáni
Jónassyni lækni og frú Önnu.
Hafði læknirin verið þar um
langt skeið og stundað sína sér-
fræðigrein og lét hið bezta yfir
öllu. Áttum við þá síst von á því
að þeir samfundir við læknirin
yrðu þeir síðustu, en fréttin um
lát hans barst okkur heiman frá
ættjörðinni tveim árum síðar. Er
það mikið harmsefni þjóðarinnar
í heild sinni þegar svo efnilegir
og góðir drengir falla í valinn á
bezta aldurs skeiði lífsins þegar
starfstímabilið er svo að segja í
byrjun.
Kristján læknir var ágætum
hæfileikum gæddur og hið mesta
prúðmenm í allri framkomu. Er
hans því sárt saknað af öllum
sem nokkur kynni höfðu af hon-
um.
Áttum við með þeim hjónum
tvo indæla daga og elskulega
kveldstund. Tók læknirinn okkur
víða um bæinn og sýndi okkur
hina veglegu byggingu, sjúkra-
húsið fræga, sem kom Rochester
á landabréfið, og gerði þá borg
heimsfræga. Um kveldið fóru
þau hjónin með okkur á likna-
klubb skamt fyrir utan bæinn.
Meðal annars kyntust við þar
öðrum tveim ungum íslenzkum
læknum að heiman, sem dvöldu
þar við nám, voru nöfn þeirra
Stefán Ólafsson og Hannes
Þorason, báðir hinir efnilegustu
menn og höfðu þeir flutt með
sér að heiman í ríkum mæH, hið
skemtilega viðmót, sem maður
mætir ávalt hjá íslenzku menta
fólki að heiman. Nutum við því
íslenzks andrúmslofts í Rochest-
er. En nú var ekki til setu boðið
leiigur og urðum við því að
kveðja þetta góða fólk og halda
áfram ferðalaginu. Hafði nú
Guðmundur Hjalmarson slegist í
förina. Hafði hann mist lestina
og kom því flugleiðis frá Minn-
eapoHs til þess að missa ekki af
okkur. Er sá kapítuli í ferðasögu
hans nóg efni í bók út af fyrir
sig og verður því ekki skráður
hér. Aðeins þess getið að þegar
við vorum rétt að leggja á stað,
flaug hann inn í bílin og raulaði
fyrir munni sér yfir kaldan eyði-
sand með gamla laginu, sem
mörgum hefir hlýjað um hjarta-
xæturnar fyr og síðar. Vorum við
nú aftur fjögur í bílnum eins og
áður með Guðm í sæti Svein-
bjarnar, sem nú var komin á
heimleið. Leiðin lá yfir afar fög-
ur héruð í Minnesota og þaðan
ínn í Iowa og var nú ferðinni
heitið til North Platto Neb-
raska, í heimsókn til Hariett
McGrow, fyrsta kvenlæknisins í
því riíki. Munu margir Islending-
ar kannast við hana, því hún er
íslenzk og heitir Hrefna Finn-
bogadóttir. Kom hún hingað frá
íslandi með foreldrum sínum
barn að aldri, og er æfisaga henn-
ar margþætt og merkileg og ekki
tími til að segja hana hér, enda
gat eg hennar nokkuð ítarlega í
síðasta hefti Brautarinnar. Að
endaðri eftirminnilegri dvöl okk-
ar hjá Dr. McGraw, þar sem viðj
áttum svo hlýjum viðtökum aðj
fagna var ferðini haldið áfram.
Liggur leiðin inn í Wyoming. Er
það fjalla land og kalt um þess-
ar mundir. Wyoming á sér frem-
ur stutta, en merkilega sögu,
þegar Bandaríkjastjórnin keypti
Louisiana af Frökkum fylgdi
Wyoming með í kaupunum. Var
þetta ríki óbygt þá, og fyrstu
landnemar þar komu ekki fyrir
en 1834. Nokkru seinna, eftir að
gullnámur höfðu fundist í því
landi fjölgaði fólki óðfluga og
stjórn myndaðist þar árið 1869.
Yellowstone Park varð til 1872,
og Wyoming gekk í ríkjasam-
bandið árið 1890. Landið í Wy-
oming er mest fjöll og háslétta
frá 3500 til 14000 fet yfir sjávar-
mál. Frá miðpunkti Klettafjall-
anna, sem liggja frá norðri til
suðurs gegn um þetta ríki, fellur
vatn bæði austur og vestur og
kallast það “Continental Divide”
eða vatna skilmegin landsjns. í
norður hluta þessara fjalla er
fegurst útsýn og þar liggur hið
fræga Yellowstone Park, sem er
3300 fer rnílur að stærð. Liggur
norður og vestur partur þessa
landsvæðis inn í Montana og
Idaho. En suður og austur frá því
var stóru skógasvæði bætt við
Y. P. svo nú er stærðin orðin
5500 fer mílur. f miðju þessu
landsvæði er háslétta 7000—8900
fet yfir sjávarmál og til beggja
handa er fjallgarður frá 11000
til 12000 fet. Þrjár ár falla í
gegnum þetta land, Yellowstone
og Missouri, sem falla austur, og
Snake, sem fellur vestur og sam-
lagast Columbia ánni. Um 30
fossar eru á þessu landsvæði og
mörg vötn. Þar er stærst Yellow-
stone vatn 139 fer mílur að stærð.
Það liggur 7,741 fet yfir sjávar-
mál og er stærsta vatn landsins
á þessu hæðarstigi. Strandlengja
þess er um 1100 mílur og er vatn-
ið kalt og fult af fiski. Á vestur-
strönd þessa vatns eru heitir
kverir og getur maður tekið fisk
úr vatninu og soðið hann sam
stundis án þess að hreifa sig úr
sporunum. Heitir hverir eru þar
í þúsunda tali og um 400 Geysir-
ar, sá frægasti er Old Faithful
sem gýs vatninu um 175 fet, svo
að frá náttúrunnar ’hendi er
þetta land afar tilkomumikið
og fjölbreytt, enda er fólkstraum
urinn þangað stöðugur til þess
að sjá þessi undur náttúrunnar
sem ekki eru víða annarsstaðar
að finna.
Þar sem vegurin liggur í
gegn um Wyoming er víðast
fremur ljótt landslag, vindblás-
ið eyðiland og að mestu gróður-
laust. Gróðurin er mest sage-
runnar og Tumble-Weed, sem
nefnist svo vegna þess að það
veltur áfram undan vindinum og
hleðst alt af meir og meir utan
á það, svo það lítur út eins og
heybaggi. Valt einn af þessum
böggum yfir brautina framundan
okkur á ferðalagi sínu yfir
þ-essa eyðimörk, og af því við
vorum þessu ókunnug, áttuðum
við okkur ekki á því fyr en hann
var allur á bak ög burt.
Einnig áttum við ekki von á
því að sjá þarna í fjöllunum bæ
með hvítmáluðum húsum byggð-
um í Californííu stíl og innilukt-
um pálmavið. En við nánari sýn
voru þá þessi tré einungis eftir
líking af Pálma. En þarna var
stórt, fínt hótel með vínstofu og
Silfurbrúðkaup að Vogar, Manitoba
MR. OG. MRS. B. EGGERTSON
Þann 28. marz síðastliðinn áttu þau merkishjónin Barney
Eggertson kaupmaður að Vogar og frú Ingibjörg Eggertson,
aldarfjórðungs hjónabandsafmæli, og var þessa merka áfanga
í lífi þeirra minst á heimilinu með ánægjulegum mannfagnaði
tveimur dögum áður, laugardagskvöldið hinn 26. marz ; einungis
nánustu ættingjar, eitthvað um 30 að tölu, tóku húsráð áminst
kvöld og sögðu fyrir verkum; ríkti þarna í öllu hin fegursta
eining sem svo jafnan hefir eipkent heimili Eggertson-ihjón-
anna; mikið var um ræðuihöld, söng og dans, auk þess sem
silfurbrúðhjónunum voru afhentar ýmissar verðmætar minja-
gjafir og frú Ingibjörg sæmd blómum.
Heimili silfurbrúðhjónanna er alment rómað fyrir góðvild
og höfðingsskap, enda hefir gestrisni hjartans tíðum ráðið þar
ríkjum.
Þau Barney og Ingibjörg eru glæsilegir héraðshöfðingj-
ar, sem gott er að eiga að vinum.
VIÐ SILFURBRÚÐKAUP
B. Eggertsonar kaupmanns og’ frú Ingibjargar við Vogar i Manitoba, 28.
marz, 1949. — Silfurbrúðguminn er ættaður úr landnámi Helga Magra, en
tilfurbrúðurin frá Sleðbrjót í Norður-Múlasýslu, dóttir hins þjóðkunna
manns Jóns Jónssonar alþingismanns.
Að unnast á íslandsvísu,
er eldforn og bráðný ment;
þá fræðigrein iðka flestir,
þó fæstum sé mikið kent.
En ríkari námi nokkru,
er næmleiki konu og manns,
er lífsþroskans leita saman
í landnámi gróandans.
Frá bernsku sem heilsteypt hetja
hann hélt sér við Ásatrú,
og sætti sig ei við annað
en austlenzka hefðarfrú.
Til Kristness hún kappann sótti,
þó kynni að blóta á laun;
hún fann þar sinn æviástmög,
sem aldrei blés í kaun.
Frá bænum ykkar slær bjarma,
sem blessar hvert mannfélag.
Um heimilið jafnan heiðríkt,
en heiðskiírast þó í dag.
Það óðal er enn að fegrast,
sem ósk ykkar vængi gaf,
Jrví íslenzk er uppistaðan
og ástúðin fyrirvaf.
Einar P. Jónsson
danssal, eins og næturklúbbar
hafa í stórborgum landsins. Var
þar líka talsvert merkilegt safn.
Voru þar inni eftir líkingar af
flugvél og snjósleða, sem Byrd
notaði á sínum suður-heimskauta
ferðum, einnig 4 stoppaða smjör-
gæsir í glerkössum ásamt öðru
sem átti að minna á/Little Am-
erica við suður heimskautið. —
Kuldinn í veðrinnu minti einnig
á það eftirminnanlega fyrir okk-
ur síðari part dagsns. En þetta
litla þorp með öllum mögulegu
þægindum verður ferðamanni á-
valt minnisskeið vegna þeirrar
hvíldar og hressingar, sem þar
er á boðstólum á hinni löngu leið
í gegnum fjöllin.
Stofnandi þessa viðkomustað-
ar í fjöllunum hét Mr. S. M. Co
vey, og gerir hann grein fyrir á-
stæðu þeirri, er varð til þess að
þetta sæluhús var reist á þessari
leið. “Nokkru fyrir aldamótin
síðustu, þegar eg var á æsku-
skeiði og gætti fjár á heiðunum
í Wyoming, viltist eg í kafalds
norðan bil og lá úti alla nóttina
þar sem nú er Little America
Á þeirri löngu janúar nótt , í
þessum voða bil með 50 míl-na
vindhraða og í 40 stiga frosti
fyrir neðan zero, leið tíminn af-
ar hægt, og eg minntist þess á-
valt hvað mikið eg óskaði eftir
húsaskjóli, hlýju rúmi og nær-
ingu. Mér kom í hug þá hversu
mikil þörf væri fyrir einskonar
sæluhús á þessari reginheiði. Og
eg strengdi þess heit ef eg yrði
níkur þá skyldi eg reisa þarna
sæluhús. Oft síðan í huga mínum
hefi eg lofað því að svo skyldi
verða og mig hefir dreymt um
það. Fyrir nokkrum árum þegar
eg sá Admiral Byrds myndir frá
Little America á suður heims-
skautinu, og las um það þegar
hann um langan tíma varð ein-
angraður frá öllum lífs nauð-
synjum, kom mér í hug að éfna
það loforð, sem eg hafði gefið
sjálfum mér, að reisa varanlegt
sæluhús á þeim stað þar, sem eg
hafði liðið mestar þrautir um
dagana. Nafnið varð nauðsynlega
að vera “Little America”.
Stuttú áður en við komum til
Little America, fórum við ýfir
hæstu fjallgarða í Wyoming —
sem er á þeirri þjóðbraut sem
við fórum, um 900 fet yfir sjáv-
armál). Er þar reistur afar mikill
pallur upp á hárri hæð, sem við
urðum auðvitað að stansa við og
rannsaka. Er þaðan afar mikið
víðsýni í allar áttir og stormur
mikill þá stundina, sem fór vax
andi er á daginn leið. í Little
America var hann orðinn stin-
ings hvass á norðan og útlitið í-
skyggilegt. Töfðum við því að-
ið og leituðum að upplýsingum
um þetta einkennilega þorp, sem
stinga svo í stúf við önnur þorp
sem við höfðum farið í gegn um.
á leiðinni. Var áætlað að komast
til Salt Lake City um kveldið, en
yfir fjall að fara á þeirri leið.
Lentum við þar í snjóveðri miklu
svo bílar áttu full erfitt með að
komast í gegn. En ekkert slys
henti okkur á þessari leið, og eft-
ir 3 stunda ferð vorum við á nið-
urleið inn í Utah dalinn, og bráð-
um var engin snjór lengur sjáan-
legur.
Urðum við þeirri breytingu
fegin því við fundum að hér
hafði verið talsverð hætta á ferð-
um og sumstaðar sáum við bíla
sem höfðu lent út af veginum
og voru í kafi í snjónum. Veg-
urinn liggur svo eftir. löngu
fjallaskarði niður í dalinn og er
það talsvert löng leið, en nú urð-
um við glaðari í bragði og hugð-
um gott til kvöldsins í Fjalla-
borginni frægu, enda urðum við
ekki fyrir vonbrigðum í því efni.
Yorum við svo heppin að ná í
ágætan verustað (cabin), sem við
leigðum þar 4 nætur, höfðum
við því góðan tíma til að skoða
bæinn. Salt Lake City liggur í
öldumynduðu landslagi í skrauti
Wasatch fjallana, um 4200 fet
yfir sjávarmál. Húsaskipun er
regluleg með breiðum beinum
strætum og kringum íveruhúsin
höfðu verið gróðursett fögur tré.
Húsastæðin eru breið og víðast
fallegir blómagarðar í kringum
húsin. Flestar götur, sem hafa
verið steyptar hafa ofurlitla
vatnsstrauma sem renna alla
daga og nætur meðfram gang-
stéttinni beggja megin og er það
einkenni á þessari borg, sém
hvergi annarstaðar er að finna. í
miðri borginni er Mormon
Square eða Mormóna ferhyrn-
ingurinn, öðru nafni Temple
Block eða musterið, sem nær yf
ir 10 ekrur af landi. Er þar
Tjaldbúða musterið, safnhús og
samkomuhús mormónanna. Tjald
búðin er eggmynduð utanað frá
séð, er hún250 feta löng 150 feta
breið og 70 feta há og tekur 10,-
000 manns í sæti. Þakið er byggt
á sveigum og inn í þessari veg-
legu kirkju er svo hljóðbært að
venjulegt samtal heyrist frá ein-
um enda til annars.
Fyrir stafni er pallur mikill fyr
ir söngflokkinn og orgel þessar
ar kirkju er af mörgum talið hið
bezta í landinu Musterið er veg'
legasta hús borgarinnar, var það
um 40 ár í smíðum og kostaði
yfir 4 miljón dollara. Er það bygt
úr Utah Granite og er sagt að
skrautið á innbyggingunni og
öllu innanstokks sé að öllu leyti
fullkomnara en á hinni fræga
musteri Salomons. Byggingin er
186 feta löng og 99 feta breið og
upp frá báðum endum hennar
þnír háir turnar. Hæsti turnin
heldur á mormóna englinum
Maromi. Frá byrjun hefir þetta
musteri einnungis verið notað af
mormónum þeim, sem í öllu hafa
fylgt kenningum þeirrar kirkju
er það notað fyrir giftingar,
skírnir og aðrar helgar athafnir
kirkjunnar. Framan við þessa
t,ySgingar hefir verið reist veg-
leg myndastytta af Brigham
Young, sem var þeirra fyrsti leið-
togi þar. í þessari fallegu borg
eru einnig víða smærri lystigarð-
ar, þá ýmsar veglegar byggingar
og má telja þar helst ráðhús rík-
isins og afar veglegár háskóla-
byggingar sem stan'da í einni
þyrpingu þar á hárri hæð, er þar
víðsýni mikil yfir borgina. Land-
ið er ríkt námuland og er Salt
Lake City miðpunktur þeirrar
iðju, sem hefir um mörg ár verið
starfrækt í stórum stíl. Út frá
þessum námum hafa svo risið
margskonar verkstæði í borgini
sjálfri og er hún talin að vera
þýðingarmesta borgin milli
Denver og Kyrra hafsins á veg-
um Union Pacific og Rio Grand
Western járnbrautanna. Salt
Lake City byrjaði tilveru sína
árið 1847 undir handleiðslu
Brigham Young, mormóna leið-
togans. Borgar réttindi hlaut
hún árið 1851 og nafnið sem hún
ber nú, hlaut hún árið 1868. Eftir
að gull og silfur námur fundust
í námunda við borgina fóru aðrir
trúflokkar að þyrpast inn í borg-
ina og um 1920 voru einungis
tveir þriðju borgarbúa tilheyr-
andi mormóna kirkjunni. Hefir
þessi borg altaf verið að vaxa
hröðum skrefum. Framh.
Icelandic Canadian Club
We have room in our Summer
issue of The Icelandic Canadian
Magazine for a number of photo-
graphs for Our War Effort Dept.
We are anxious to have a com-
plete record of those, of Iceland-
ic descent, who served in the
armed forces of Canada and the
United States. Kindly send
photographs if at all possible as
snapshots do not make a clear
newspaper cut.
Information required: Full
name and rank, full names of
parents or guardians, date and
place of birth, date of enlistment
and discharge, place or places of
service, medals and citations.
There is no charge.
Kindly send the photographs
and information to:
Miss Mattie Halldorson
213 Ruby St. Winnipeg, Man.
* * *
Messur í Nýja íslandi
8. maí — Arborg, “Motbers’
Day” athöfn kl. 11. f. h. — Geysir
messa kl. 2. e. h. — Riverton,
ensk messa kl. 8. e. h.
B. A. Bjarnason
* * *
Junior Ladies’ Aid of the First
Lutheran Church, Victor St.,
will hold its final meeting of the
season in the church parlors on
May 10, commencing at 1.30 p.m.,
with a pot luck luncheon, fol-
lowing the business of the meet-
ing there will be a short program.
oeooooesoðosooseosoeoooscosoðosooosoososososoooeoot
VERZLUNARSKOLANAM
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
The Vihing Press Limited
Banníng og Sargent
WINNIPEG :: MANITOBA
eins á meðan við skoðuðum þorp- ^ooosOOOSOOOOSOOOOOOOOOSOOOOSOOOOSOOOSOOOOOOOOOOOOO^