Heimskringla - 04.05.1949, Síða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 4. MAf 1949
RUTH
Þýtt heíir G. E. Eyford
Þannig sátu þau alla leiðina, hann horfði
niður fyrir sig, en hún hallaði sér til baka, með
lokuð augu. Þau voru bæði svipþung og óánægð;
meðan tunglið í fyllingu, kom upp yfir fjalla-
brúnirnar og lýsti upp hið fagra landslag, þar
sem lækur var framundan, var hann einsog silf-
urstraumur, sem rinni ofan í dalin. Frá krónum
Kókospálmanna draup hin þunga dögg í stórum
dropum, eins og glitrandi demantar og litbrigð-
in í tungsljósinu voru svo margbrotin og fögur
sem skínandi málverk. Það var komið framyfir
miðnætti er þau koipu til Sukawangi.
25. KAFLI
“Á miðvikudaginn förum við aftur til Bal-
avía, það er ekki mjög skemtilegt heldur þar,”
sagði May, og hagræddi sér í hægindastól Ruth.
í þessu leyndi sér ekki álas til húsmóðirinnar,
því May hafði séð, hve ólundarleg Ruth var, og
'henni fanst eins og dagarnir ætluðu aldrei að
líða.
Ruth lét sem hún sæi ekki hve May var ó-
róleg, hún tók stól og færði að borðinu sem stóð
á miðju gólfi í stofunni og fór að brodíera dúk,
sem hún hafði verið byrjuð á.
Það var komið fram yfir hádegi, og þær
voru bara tvær í stofunni.
' “Já,” sagði May, “Eg vildi bara að eg væri
eins lánsöm og þú, að eg hefði fengið mér
mann.”
Ruth reis upp í stólnum, sem hún sat á.
“Hvað segirðu um það?” sagði May.
“Herra guð! hvernig þú Mtur út, eins og þú
ætlir að eta mig! Það er þó engin glæpur að
óska sér að vera gift? Það er hægara að stjórna
mönnunnum sínum, en bræðrum sínum, Það er
eg viss um. Auðvitað væri ekki plantekru eig-
andi fyrir mig, þó hann væri eins auðugur og
viðfeldin, eins og Mr. Bordwick.”
Ruth var ekki vissum hvort hugur hennar
fylltist meir fyrirlitningu fyrir May, eða sálar
ró yfir því, að fá að heyra álit hennar á Mr.
Bordwick.
“Eg vissi það,” hugsaði Ruth “til hennar er
hann bara maður sem hún getur daðrað við til
að stýtta sér stund, því henni þykir Harry of
siðavandur.”
Svo sagði May hátt:
“Lífið á plantekrunum er allt of tilbreyt-
ingarlaust og leiðinlegt — svo hræðilega ein-
mannalegt, eg dæi úr leiðindum.”
“Manila er stór borg, þar geturðu haft nógar
skemtanir,” sagði Ruth.
“Ó guð, hver veit hvort eg kem þangað
nokkurn tíma aftur.”
May stundi þungan og’gekk að píanóinu.
“Eg vona að þú hafir ekki fengið slæmar
frættir frá dr. Harris?”
“Auðvitað hef eg — svo slæmar sem hægt
er. Það góða embætti sem hann vonaði að fá þar,
var þegar búið að veita öðrum, en svo missir
maður ekki kjarkin fyrir það.”
Svo stundi hún léttilega, og fór að spila
ástarlag. Þegar hún var búin að spila lagið vék
hún sér að Ruth og bað hana að syngja.
Ruth vildi ekki trúa sínum eigin eyrum —
svo hún hló kuldahlátur.
“Eg — syngja — ”sagði hún
“Nú, því ekki?” sagði May.
“Veistu til að eg kunni að syngja?”
“Eg veit bara að þú ert þver og í illu skapi
í dag?”
“May!”
“Já, hræðilega þver.” sagði May með grát-
staf í hálsinum,^“og svo fráhjrindandi sem mest
má vera þar ofan í kaupið! Þú hefur ekki sagt
eitt einasta vingjarnlegt orð við mig í dag, og eg
sem hafði hlakkað svo mikið til að koma hingað
og — ef þú værir hjá mér í Wiltwrenden, skyldi
eg sannarlega vera góð við þig, það veit guð.”
Ruth var orðin eldrauð í andliti. Hún lagði
allt I einu broderinguna frá sér og stóð upp.
“Hvað viltu að eg syngi.”
“Það er mér alveg sama”, sagði May snökt-
andi. “Mér hefir altaf þótt svo vænt um þig og
_99
“Eg á það alls ekki skilið,” sagði Ruth,
nærriþví í höstum róm — “vil heldur ekki verð-
skulda það,” sagði hún.
“Og nú ertu svo vond við mig, en eg hef
ekkert gert þér, — hreint ekkert illt.”
“Herra guð! Ekki gert mér neitt illt!. Ruth
krepti hnefana undir borðinu, svo sagði hún hátt
í sama hörkulega málrómnum: “Eg bið þig þús-
und sinnum fyrirgefningar, og skal reyna að
vera betri við þig framvegis.”
Svo tók hún eitt bindi af þýzkri músik, og
hélt því upp fyrir May, og sagði í fremur skip-
andi, en biðjandi tón “Hvað á það þá að vera?”
“Það er bezt fyrir þig að láta það vera að
syngja, úr því þú ert reið, syngdu ekki minna
vegna,” sagði May, hálf kjökrandi.
En eg ætla að syngja,” sagði Ruth. “Ef þér
þykir það of leiðinglegt, þá haltu bara fyrir eyr-
un — það gefur mér til kynna að þú hafir heyrt
nóg af svo góðu.”
Full sársauka og gremju byrjaði hún að
syngja, fyrstu vísurnar í bókinni : “í svala daln-
um .
Hún sló hart á nóturnar, og með erviðleik-
um gat hún sungið fyrstu línurnar, en það var
eitthvað ií þessum gamla söng, sem lægði reið-
ina í huga hennar og hafði friðandi áhrif á
hjartasorg hennar. Röddinn var mildari ,og án
þess að hún vissi það, túlkaði hún sinar eigin til-
finningar og sárauka í tónunum.
Þegar hún var búin leit hún á May, sem
brosti svo ánægjulega.
“Þetta var sannarlega fallegt,” sagði May
og bældi niður sarsauka stunu.
Ruth sló á nóturnar til að finna lagboðan
og söng: Þegar eg stend við gluggan —
Þetta hafði verið uppáhalds lag föður henn-
ar, en hún hafði aldrei æft það svo vel að föður
hennar líkaði. “Eg veit ekki af hverju það staf-
ar, að þú hefir altaf eins og eitthvað háðslegt í
rómnum þegar þú syngur þetta lag, hafði hann
sagt.
Eg get ekki gert við því hafði hún sagt, en
mér finnst altaf eittíivað skrítið við það. En
nú hefði aðfinslan ekki verið stór, ef faðir henn-
ar hefði getað hlustað á hana. Svo söng hún með
mikilli tilfinningu:
“Eg er svo ein og yfirgefin — því æ! hjart-
ansvinurin minn er dáin —”
Hún lauk við versið í veikum og hárm-
þrungnum tón. Þegar hún ætlaði að byrja á
næsta vessi, var lögð hendi y.fir herðar hennar,
og blaðið með nótunum var tekið burtu og Mr.
Bordwick sagði í alvarlegum róm:
“Láttu nú þetta duga! Eg þoli ekki að heyra
þetta lengur!”
Hún sneri sér snögt að honum og starði í
andlit hans. Brýrnar voru hnyklaðar og hörku-
blik í augunum. Hún roðnaði og þaut á fætur,
og sagði:
“Hvernig átti eg að vita að þú værir hér í
stofunni? Því léstu mig ekki vita að þú varst
hér? Eg skal ekki þvinga þig til að Ihlusta á
minn ljóta söng.” •
“En herra guð!” sagði May. “Það var eg
sem fékk hana til að syngja — og eg veit að hún
syngur vel!”
“Vel?” endurtók hann og starði hissa á May
“Allt of vel, allt of fullkomið.” Og aftur hvíldu
hans alvarlegu augu á Ruht, sem var að tína
saman nótnablöðin sín.
“Svo — svo — þegar eitthvað er allt of got,
verður maður æstur við að heyra það,” hugsaði
May. “Hann hefir náttúrlega verið reiður út úr
einhverju sem hefir komið fyrir úti, og nú lætur
hann konuna sína gjalda þess. Eg hefði ekki
getað trúað honum til þess, en hver getur reikn-
að menninna út. Það er best að eg fari!”
Hún afsakaði sig með því, að hún væri enn-
þá eftir sig, eftir túrin í gær, svo bauð bún góða
nótt. Hún tók í hendina á Mr. Bordwick og
brosti til hans, en svo gleymdi hún ááetningi sín-
um að sýna Ruth kulda, og faðmaði hana að sér,
kysti hana og sagði: “Kondu með mér, það er
ekki skemtilegt að vera hér.”
Ruth lét sem hún skildi hana ekki, hún
starði undrandi fram fyrir sig og hreifði sig
ekki úr sporunum.
“Hún er hreint ekki með fullu ráði,” hugs-
aði May, er hún gekk út. “Vesalings Ruth! Og
hún er bara búin að vera gift í þrjár vikur.”
May vorkendi henni í allri einlægni, en svo
tíu mínútum síðar var hún sofnuð svefni hinna
réttlátu.
Er hurðin var lokuð á eftir henni og þau
höfðu ekki sagt orð hvort við annað, Ruth stóð
í sömu sporum og handlék nótna heftin, Mr.
Bordwick gekk stórum skrefum um gólfið.
Fyrst er hún misti eina nótnabókina ofan á
gólfið, stansaði hann og sagði í hásum róm:
“Þú vildir ekki svara mér í gær, nú veit eg
að eg hafði rétt fyrir mér. Þú hefir,” og hann
benti á nótna heftið, “látið í ljósi hugarangur
þitt. Það samstemmir allt nema “hjartansvinur-
inn” er ekki dauður og--------”
“Ó, guð minn,” hugsaði hún, “hann hefir
getið sér til um allt.”
“Sérðu'!” sagði hann dræmt, og roðnaði í
andlitinu.
“Má eg fyrst?” stumþ hún upp og huldi
andlitið í höndunum á sér og brast í grát ekka.
“Eg ásaka þig ekki. Guð gefi að eg hefði
aldrei séð þig!”
Hann stundi þungan og bjóst til að ganga
út, hver dráttur í andliti harts bar vott um sára
sálarkvöl. Við að heyra hennar sára ekka, stans-
aði hann í dyrunum.
“Því þessi grátur og ekki?” sagði hann í
bitrum róm, “það er hægt ennþá að bæta úr þessu
eg vona að þú takir mig ekki fyrir neitt óvætti?”
Með þessum orðum lét hann hurðina aftur á eft-
ir sér.
26 kafli
Mr. Bordwick reið snemma í burtu morgun-
in eftir, og hafði sagt Sidin að láta þær Ruth og
May vita, að hann færi út á te ekrurnar og það-
an til Maliber við Tjanddur til að taka þátt í
tigrisdýraveiðunum, og kæmi ekki fyr en eftir
einn eða tvo daga, eftir því sem veiðin gengi.
Nú var einn dagurinn liðinn, og nærri því
annar líka þegar Ruth hugsáði um þeirra síðasta
samtal, var það með margslags tilfinningum.
Hún fyrirvarð sig fyrir að hafa látið til-
finningar sínar í ljósi, og yfirbugaðist af harmi
er hún mintist hans hörðu orða: “Guð gefi, að
eg hefði aldrei séð þig.” En þó yfirgnæfði í
huga hennar, það sem hún kallaði hans taktlausu
framkomu.
Hvernig gat hann, sem er góðmennskan
sjálf, ásakað hana fyrir að henni var farið að
þykja vænt um hann? Fanst honum það óvið—
eigandi? Gæti það komið í veg fyrir framtíðar
áform hans? Hafði hann samviskubit af því?
Hún ruglaði alslags andstæðum saman ,í huga
sér, svo hún vissi ekki hvað hún var, né vildi
hugsa. “Mig hefir hlotið að dreyma þetta — eða
var hann ekki með öllu ráði þetta kvöld?
Seden hafði fært þeim te. May hélt hend-
inni fyrir munnin til að skýla hinum krampa-
kendu geispum, sem hún átti ervitt með að verj-
ast, en vaknaði allt í einu, er hún heyrði hesta
sparka úti.
“Góða mín! Eg þori að veðja að það er
hann,” sagði hún og þaut upp af stólnum til þess
að geta séð betur út um gluggan.
“Er það satt?” spurði Ruth með skjálfandi
rödd og eldrauðu andliti.
“Já, já, alveg víst,” svaraði May uppljómuð
af fögnuði, “það er hann; en hann er ekki einn.
Það er heill skari manna með honum, ekki færri
en sex! Ruth, hvað segir þú um þetta?”
“Sidin verður að búa til meira te,” sagði
Ruth, og greip með skjálfandi hendi í klukku
strengin.
“Nei, hvað hún tekur það rólega,” hugsaði
May. Vonin um að geta nú daðrað af allri sinni
þrá, hafði svo fjörgandi áhrif á hana, að hún
hljóp frá einum glugganum til annars ti'l að
gægjast út, og þegar þeir komu nær húsinu, og
hún heyrði málróm þeirra og fótatak, settist hún
og varp léttilega öndinni.
Ruth stóð við borðið, og fitlaði ráðleysis-
lega við kögrið á borðdúknum. Óafvitandi hafði
hún lagt vinstri hendina á hjarta sér, sem sló
svo ákaft að hún ímyndaði sér að hún heyrði
slögin. Hún starði eins og steingjörfingur á
dyrnar. Þegar hurðin opnaðist hrokk hún sam-
an, en ástæðulaust, því sá sem hún kveið svo
mikið fyrir að mæta, var ekki meðal þeirra sem
! komu inn. Þeir sem inn komu voru þrír Evrópu-
menn, og þnír Javamenn í evrópiskum búning-
um, og Harry Burnand. Ruth veitti því ekki eft-
irtekt hve alvarlega hann leit á hana, og hún
tók ekki neitt til þess þó hann heilsaði ekki í
dag með nenni sérstaklegri vðhöfn, er hann sá
hana í fyrsta sinn, sem húsmóðir í húsi vinar
síns.
Hann kynti félaga sína, fremur kuldalega
til hennar. Þessir menn voru komnir til að sjá
plantekrur mannsins hennar, og hinar nýju vél-
ar og þurkunaráhöld sem hann hafði nýlega sett
upp.
Meðan hann var að kynna menninna, opnað-
ist hurðin í annað sinn, og tveir menn komu inn,
ásamt Mr. Bordwick. Hann kynti þá á fremur
einkennilegan hátt.
“Mynherr ten Kate frá Batavía,” sagði hann
‘Mrs. May Burnand — konan mín.” Hann benti
á hinn manninn sem með honum var, áður hann
gekk til þeirra, Ruth og May, sagði han stutt:
“Hér er víst varla nein kynning nauðsynleg.”
Málrómurin var þur, og látbragð hans
og látbragð hans strang alvarlegt, hann hafði
sagt sannleikan. Hinn ungi grannvaxni maður,
með klassiska andlitsdrætti og dökkt hár og
skegg, var dömunum vel kunnugur. Ruth stóð
eitt augnablik, sem þrumulostin, svo steig
blóðið upp í andlit hennar. Hún hreifði sig ekki
en hann gekk fram og rétti henni hendina, en
hún tók ekki í hendi hans. Þó þessi ömurlega
stund varði ekki lengi, þá hlaut hún að vera afar
þvingandi. Til allra hamingju var May til stað-
ins til að gera enda á þessari dauðaþögn.
“Mr. Howard!” sagði hún og fór þangað
sem hann stóð. “Hí hí h'í, hver hefði getað hugs-
að það?” Svo greip hún hendi hans, og hló svo
fyrst til hans og ætlaði svo að depla augunum
til Ruth, en hún hafði snúið við þeim bakinu.
Hún gekk hnarreist að te-borðinu til að gera
skyldu sína, sem húsmóðir, að skeinka teið. —
Kvíðin og hræðslan fyrir því að mæta Mr. Bord-
wick var alveg horfin, hún fann nú tákmarka-
laust hatur til mannsins, sem hafði næstum verið
búin að tæla hana út í ðhamingjuna.
Hvernig þorði hann að voga sér það — hann
Frank Topspisc'hill? — Það var yfrið ósvífið af
honum að koma fyrir augu hennar, hvað þá að
leyfa sér að koma undir hennar þak, og ætlast
til að hún tæki honum sem gesti sínum! Það
skyldi hann fá að finna að hann hefði misreikn-
að. En í viðurvist allra þessara gesta mátti það
ekki eiga sér stað, en undir eins og hún væri
ein með honum — Nei, núna vildi hún ekkert
segja. Hann sem átti að reka þennan dauðlega
óvin konunnar sinnar út, það varð að vera hús-
bóndinn sjál'fur. Hann mundi ekki hika við að
gera það — nei, áreiðanlega ekki, því, þó hann
elskaði hana ekki, þá samt sem áður, bar hún
hans nafn, og sá sem móðgaði hana, móðgaði
hann einnig.
Þannig flugu hugsanirnar gegnum höífuð
hennar, meðan hún var að skenkja te í bollana,
með skjálfandi hendi. Bollarnir glömruðu í
höndunum á henni, hún breytti litum í andlitinu
en engin gestanna undraði sig neitt yfir því.
Þer álitu að þessi unga húsmóðir væri svolítið
óframfærin að taka á móti svona mörgum ó-
kunnugum gestum, og er öllum gestunum fanst
hún svo afburða fríð, og kvennleg í framkomu,
gerðu þeir allt sem þeir gátu til að uppörva hana
með skemtilegum og fjörugum samræðum.
Samtalið fór fram á frönsku. Tveir lands-
ins prinsar sem voru í þessum veiðimanna hóp,
sem höfðu lært frönsku í París og hver ment-
aður hollendingur lærir frönsku strax í barna-
skólanum, svo samtalið um tigrísdýra veiðina
fór fram á frönsku.
Þeir höfðu forgefins biðið hálfa nóttina þar
til þeir urðu varir við tigrísdýr. Gamall hestur
var bundn við tré, eins og agn fyrir tigrisdýrið.
Eftir miðnættið fór hann að stappa í jörðina,
þá vissu veiðimennirnir að tigrisdýr væri nálægt.
Þeir innfæddu sem höfðu orðið varir við dýrið,
skræktu og hrópuðu í ofboðs hræðslu: “Hari-
mar, Matjan! Tiger, tiger!”
Á sama augnabliki hörfaði dýrið til baka,
en áður en það komst út í skógarrunnan, var það
skotið og féll niður. Hver hafði skotið skotinu
vissi engin, því þrjú skot heyrðust samtímis,
Veðimennirnir voru sammála um, að tileinka
Mr. Bordwick heiðurin, því hann var álitin að
vera einn hinna bestu tigrisdýraveiðimanna í
öllu landnu. Ef það er svo, þá varðar það mestu
að þetta dýr verður engum manni framar að tjóni
sagði hann. Þetta var næstum það eina sem hann
sagði. Hann sat hljóður og hugsandi, og lét vin
sinn Burnand halda uppi samtalinu.
Einu sinni varð Ruth fyrir augnatilliti
hans, en hún hraðaði sér skjálfandi í burtu. Það
var strangleiki og ásökun í svipnum.
Loksins, rétt fyrir kvöldverðin safnaði hún
saman öllu sínu áræði ög notfærði sér eitt augna
blik til að færa sig nær honum.
“Mig langar svo mikið til að tala við þig,”
sagði hún í niðurbældum róm.
“Nú strax?” spurði hann og hleypti brúnum.
“Já, já, strax!” bað hún og leit niður fyrir
sig.
Hann hikaði eitt augnablik, og sagði svo i
dimmum róm.
“Eg kem aftur þegar eg er búin að vísa
herrunum til herbergja sinna.”
Nú var hann, ásamt öllum gestunum farin
út úr stofunni. Það var svo mikil dauðaþögn í
kringum hana, að hún heyrði sinn eigin hjarta-
slátt, og hver mínúta fanst henni sem heil ei-
lífð.
Loksins, loksins kom hann. Hurðin var opn-
uð, og svo skelt í lás. Hann stóð þar og beið þess
að hún byrjaði að segja eitthvað, meðan hún ár-
angurslaust leitaði í huga sínum eftir því orði
sem hún viildi byrja samtalið með.
“Þú óskaðir eftir að tala við mig?” sagði
hann um síðir.
“Já, já,” sagði hún fljótt. “Eg þarf á þinni
vernd að halda til að vera óhult fyrir þrælmenn-
inu.”
Hann horfði undrandi á hennar náföla and-
lit, og færði sig með hægð eitt skref nær henni.
“Það er vegna Howards,” sagð hún eins
fljótt og hún gat, “hann á ekkert erindi í þetta
hús.”
Er hún sá að hann starði á hana í mállausri
undrun, hélt hún áfram til að gefa skýringu á
því:
“Að heyra þig segja þetta, kemur mér mjög
kynlega fyrir,” sagði hann þurlega. “Hvað
þessum Howard og erindi hans hingað viðvíkur,
læt eg mig engu skifta.”
Hún varð eldrauð í andliti.
“Og þó — þó, hefir þú komið með hann
hingað með þér,” sagði hún.
“Hvað heldurðu að eg sé?” sagði hann í bitr-
um málróm. “Hann tók þátt eins og hinir menn-
irnir í tigrisdýraveiðinni, og eg bauð þeim öll-
umihingað. Hvað mig áhrærir, vildi eg helst taka
í báðar axlirnar á honum og fleygja honum út.”
“Ó, bara að þú vildir gera það!” sagði hún
æst. * /
Hanú horfði um stund rannsakandi á hana,
og sagði svo stillilega.
“Það er eins og þú sért orðin óvinveitt
honum?”
“Eg hata hann meir en eg get með orðum
lýst!”
Hann horfði enn á hana, og sá á andlitssvip
hennar merki ótta og viðbjóðs.
“Nú, hver er það þá sem þú elskar?” spurði
hann. Hún hrökk við, leit sem snöggvast á hann,
svaraði engu, en stóð þar eins og líkneski.
“Hver er það?” spurði hann aftur í hálf
skipandi róm.
i