Heimskringla - 08.06.1949, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.06.1949, Blaðsíða 1
TRY A "BUTTER-NUT LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.! #################»##»############# TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA BREAD CO. LTD. í Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.! LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. JÚNf 1949 NÚMER36. FJALLKONAN Á IÐAVELLI MRS. MAGNEA SIGURÐSSON verður Fjallkona á þjóðhátíðinni á Hnausum 18. júní. Hátíð Winnipegborgar Sjötíu og fimm ára hátíð Win- nipegborgar stendur nú sem hæst. Síðast liðinn mánudag mátti heita að eitt helzta atriði allrar viku skemtiskránnar færi fram, en það var skrúðför til að( sýna bæði iðnaðar og menningar- &ögu borgarinnar og sem talið er að 125,000 manns hafi séð, er hún fór um helztu götur borgarinnar. í þeirri skrúðför tóku íslend- ingar þátt og fórst það afbragðs vel. Vagn þeirra sómdi sér prýði- lega í skrúðförinni og var á ýms- an hátt hinn eftirtektaverðasti. Var ekki hægt að ná í viðunandi mynd af honum í þetta blað, svo það bíður næsta blaðs, ásamt ítar- legri skýringum. í skrúðförinni tóku um 100 skrúðvagnar þátt og 21 flokkur hljómleikara.' Hér hefir ekkert sézt áður af þessu tæi, er við þetta jafnist. Frá upptökum skrúðfararinnar við Redwood Avenue, suður alt aðalstræti og vestur Portage til Sherbrook og til Broadway og þinghússins er sagt að ekki hafi verið auður blettur og víða var röð fólksins 12 föld. f bænum er fult gesta bæði frá Bandaríkjunum og Austur og Vestur-Canada. VIÐTAL VIÐ JÓN HÖRDAL Jón Hördal frá Hörðadal í Dalasýslu, en nú til heimilis á Lundar, leit inn á skrifstofu Heimskringlu s. 1. mánudag. Hann mun til bæjarins vera kom- in í boði borgarstjórnar, er veizlu heldur þeim, er í Winni- peg áttu heima fyrir árið 1886. Jón kom hingað þrem árum áður og er því vel að veizsuheiðrinum kominn. Heimskringla hefir verið að reyna að ná tali af þeim fslend- ingum er hingað komu fyrir árið 1886 eða öðrum eldri mönnum og spurt þá um hvernig umhorfs hafi verið í Winnipeg í þeirra augum í fyrri daga. Jón Hördal er einn þeirra. Vestur um haf kom hann á- samt foreldrum sínum og syst- kinum árið 1883. Var hann þáj sjálfur 13 ára gamall. Settust foreldrar hans að á Rauðárbökk- um í Winnipeg, þar sem C N R járnbrautastöðin er nú. Þar rétt hjá var hervirkið Fort Garry. Reisti faðir hans þar timburskúr og bjó fjölskyldan, eða níu manna í honum í 3 til 4 ár. Voru þeir vetrar langir og kaldir. Fað- ir Jóns vann hverja vinnu, sem til féll, var við húsabyggingar á sumrum og sagaði eldivið á vetrum. Hver köstur (cord) gaf í aðra hönd 50 cents. Sjálfur vann eg með föður mínum, sagði Jón, en svo seldi eg blaðið Free Press og burstaði skó þess á milli. f ánni veiddum við “cat- fish” og gullaugu í soðið og höfðum ávalt nokkuð afgangs til sölu. En að öðru leyti en því er fiskurinn drýgði í búi, var ekki neinn uppgripa gróði í þessu. Frá íslandi komum við til Quebec, en þaðan með járnbraut um Bandaríkin til St. Boniface. Bygt mátti þá aðeins heita hér með fram aðalstrætinu, sem raunnar var ekkert stræti og hafði ekki verið byggt að öðru en að lausir plankar höfðu verið lagðir yfir verztu ófærunnar. — Húsin voru strjál, jafnvel við Aðal stræti. Hér var talsvert af íslending- um um þetta leyti og man eg eft- ir þessum: séra Jóni Bjarnasyni, er fermdi mig; Vilhelm og Magnúsi Pálssonum; Páli og Halldóri Bardal; Baldvini Bald- vinsyni, Fríman Arngrímssyni; Eggert Johannssyni; Einari Hjörleifssyni; Andrési Reyk- dal; Sigtryggi Jónassyni o. s. frv. Skemtu þessir oft í íslenzka félagshúsinu og síðari árin af þessum þremur eða fjórum, sá eg Skuggasvein leikinn. Þótti það heldur en ekki gaman. ís- lenzkar messur voru hér nokkru sinnum í félagshúsinu, því kirkja var engin og fóru eftir atvikum eða presta heimsóknum fyrst í stað. Jón Hördal kyntist viðskifta frumherjum þessa bæjar eins og Ashdown, McDermot, Banna- tyne, Logan og Fonseca. Nöfn þessara eru á allra vörum enn, enda voru götur hér skírðar eftir þeim. Var Jón kærkominn gest- ur til þeirra, því hann færði þeim j blaðið, sem ein mesta skemtun hér var þá að fá. Og fyrir ár- vekni og stundvísi Jóns, kölluðu þeir hann “their good boy”. Við járnbrautalagningu héðan og vestur í land vann Jón mörg ár. Vinnubími var 12 stundir á dag og kaup $1.25 ekki á tímann eins og nú heldur á dag. Jón var íþrótta-kappi hin mesti. í eitt sinn vann hann hér 125 mílna kapphlaup; fór hann skeiðið á 24 kl.stundum. Þrátt fyrir 79 ára aldurinn, er Jón Hördal enn hinn ungi, góði og frái drengur sem frumherjar viðskifta lífsips hér höfðu að verðugu hinar mestu mætur á STÓRTJÓN í TVEIMUR ELDSVOÐUM Grunur leikur á, að íkveikju- æði, eða beinlínis skipulögð skemmdarverk liggi á bak við nokkra eldsvoða, sem orðið hafa hér í bænum í vikunni. Tveir af þessum brunum urðu alvarlegir, en á öðrum stöðum, þar sem eld- ur kom upp, eða kveikt var í tókst slökkviliðinu að kæfa eld- inn, áður en stórtjón hlaust af. Alvarlegastir urðu eldsvoðarnir á fimmtudagsmorgun er Neta- gerð Björns Benediktssonar við Holtsgötu og Hringbraut brann til ösku og milljóna verðmæti í síldarnótum og efni til nóta- gerða varð eldinum að bráð. Þá stórskemmdist Franski spítalinn við Lindargötu þenna sama morgun. Kallaö út 16 sinnum í vikunni í gærkvöldi hafði slökkvilið- ið verið kvatt út 16 sinnum það, sem af var vikunni, þrisvar á mánudag, einu sinni á þriðju- dag, tvisvar á miðvikudag, sjö sinnum á fimmtudag og þrisvar í gær. Sumstaðar var eldurinn ó- venjulegur og vitað um orsakir hans. En á öðrum stöðum er ekki hægt að sjá annað en að um í- kveikju sé að ræða. Á miðviku- dag kviknaði t. d. í á sama tíma í kjallara á Bergþórugötu 21 og í skúr við Snorrabraut 56. Um sama leyti og eldurinn kom upp í netagerðinni kviknaði í skúr á Framnesvegi 58 og brotinn var brunaboði á Spítalastíg, en það var gabb. Litlu síðar kviknaði svo í Franska spítalanum. Er engu líkara en að gerðar hafi verið tilraunir til að dreifa kröftum slökkviliðsins til þess að gera starf þess sem erfðast og tjónið af eldinum sem mest. ítarleg rannsókn Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn þeirra bruna, þar sem ekki er vitað um eldsupptök. Mun allt verða gert, sem hægt er til að komast að eldsupptök- unum og um leið komast fyrir um hverjir kunna að vera valdir að brununum, ef um íkveikjur er að ræða. Er þess vænst að þeir, sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir í kringum brunastaðina, eða þar sem brunaboðar hafa verið brotn ir til að gabba slökkviliðið, láti rannsóknarlögregluna vita. Fræklegt starf slökkviliðsins Slökkviliðið hefir sýnt frá- bæran dugnað og ósérhlífni und- anfarna daga við að ráða niður- lögum eldsins á hinum ýmsu stöðum. Frækilegast er starf þeirra í Franska spítalanum. — Karl Bjarnason, sem gegnir störf um slökkviliðsstjóra í fjarveru Jóns Sigurðssonar, hefir beðið Morgunblaðið, að færa slökkvi- liðsmönnum þakkir fyrir dugn- að þeirra og flugvallarslökkvi- liðinu þakkir fyrir aðstoð. Frá 10. maí hefir slökkviliðið verið kvatt út 47 sinnum. Á FERÐ MEÐ KóR í NOREGI Phyllis Magnússon Það er nú talsvert að því gert, að afla sér þekkingar á öðrum þjóðum með skipulögðum ferða- lögum æskunnar. Með því er það tvent unnið, að kynna sig erlend- um þjóðum og kynnast þeim. í Moorhead, Minn., er skóli, (Con- cordia College), sem gott orð fær syðra fyrir að sýna lit á þessu í verki. Sendir hann í þessum mánuði nemenda söngflokk sinn, um 59 manns, undir stjórn Paul J. Christiansen, til Noregs. Á kórinn þar að syngja 31 kvöld til og frá um landið. Kemur hann ekki úr ferðinni fyr en í lok júlí. Kór þessi kvað orðlagður á sviði svipaðra kóra og hefir sungið í mörgum stærri borgum syðra eins og Minneapolis, Northfield, Chicago, Detroit, Pittsburg, Washington og New York. En þaðan var siglt með skipinu Stavangerfjörd 29. maí til Noregs. f kór þessum er ein íslenzk stúlka. Heitir hún Phyllis og er dóttir Magnúsar J. Magnússonar, í Roseau, giftum norskri konu, en foreldrar hans voru Jón og Guðrún Magnússon, sem flestir Dakota fslendingar munu kann- ast við. Heimskringla óskar Phyllis og skólasystkinum hennar góðrar ferðar um norðurljósa land frænd þjóðar vorrar og ánægjulegrar heimkomu. Hér fer á eftir frásögn af tveimur stórbrunnum á fimmtu- dagsmorgun; Tjónið í netagerðinni Slökkviliðið var kvatt að neta- gerð Björns Benediktssonar á fimtudagsmorgun klukkan 4.29. Ungur maður, Einar Þorsteins- son, Holtsgötu 37, sem var á leið heim til sín tók eftir reyk, sem lagði úr húsakynnum netagerð- arinnar. Er hann gætti betur að sá hann að mikill reykur var í byggingunni og gluggarúður crðnar svartar af reyk. Hann hljóp inn til sín og símaði á slökkviliðið, sem kom brátt á vettvang. Húsaskipan Þegar slökkviliðsmenn brutu upp í netagerðinni, til að komast að eldinum, gaus á móti þeim gríðarlegur reykur og byggingin var brátt alelda. Húsum var þarna þannig hátt- að, að við Holtsgötu var stein- hús, sem er í smíðum. Var efri hæð þess ekki fullbygð, en í kjallara voru geymdar 11 síld- arnætur. Áfast við þessa bygg- ingu var verkstæðisbyggingin, sem vissi að Hringbraut. Var það einlyft timburhús, járnklætt. Á neðri hæð hússins voru vinnu- stofur og birgðageymslur, en á efri hæð vinnusalir tveir þar voru einnig geymdar síldarnæt- ur. Það varð brátt ljóst, að ekki myndi nein tök á að bjarga hús- unum, eða því, sem í þeim var, því á svipstundu stóð alt í báli. Hinsvegar var lögð aðaláherzla á að bjarga lýsisstöð Bernhards Pétursen, sem var áföst við neta- gerðina, fyrir vestan, og litlu í- búðarhúsi úr timbri fyrir austan netagerðina. Tókst með miklum dugnaði slökkviliðsmanna að bjarga báðum þessum bygging- um. Timburhúsinu var bjargað með því að breitt var yfir það segl og vatni dælt á seglið, án afláts. Eldur læsti sig í þak- skeggi lýsisstöðvarinnar en það tókst að hefta útbreiðslu hans. Vann slökkiliðið þarna klukku stundum saman. Timburhús neta gerðarinnar féll brátt að grunni en eldurinn hélt áfram að loga í nótunum. Varð að fá krana til að róta nótunum til svo hægt væri að komast að eldinum. Enn í gær var eldur í nótahúgunni, en að öðru leyti var alt brunnið innan úr steinhúsinu og standa steinveggirnir kolsvartir eftir. Ómetanlegt tjón Eldsvoðinn í netagerðinni olli ómetanlegu tjóni, því þótt hægt sé að meta sjálft verðmæti síld- arnótanna, efnisins, sem brann, véla og verkfæra, til peninga, þá er ekki hægt að meta það óbeina tjón, sem eyðilegging síldarnót- anna veldur síldarútveginum. Um sjötti hluti síldveiðiflot- ans átti nætur sínar geymdar í netagerðinni og það er alveg úti- lokað að hægt sé að útvega næt- ur í staðinn fyrir næstu síldar- vertíð. Auk þess var þarna mikið af hálfunnum nótum, sem ætlað ar voru fyrir Hvalfjarðarvertíð að hausti og efni í Hvalfjarðar- nætur, sem eru nokkuð frá- brugðnar norðurlandsnótunum. Verður einnig erfitt að bæta það tjón. Verðmæti síldarnótanna er á- ætlað um 2 miljónir króna, en efni var þarna geymt fyrir 4 — 500 þúsund krónur. Þá brunnu vélar og verkfæri, sem mikið verðmæti var í. Verðmæti efnisbirgðanna, sem brann ,er raunverulega meira en reiknað er með hér að framan, þar sem sumt var hálfunnið og tapast vinnulaun, sem búið var að leggja í það. Vátrygging Timburhús netagerðar Björns var vátryggt fyrir 400 þús. kr. og vélar og verkfæri fyrir um 100 þús. krónur. En steinhúsið, sem ekki var nema hálfbygt var óvátryggt. Eigendur síldarnótanna munu sjálfir hafa vátryggt nætur sín- ar. Hafði Björn Benediktsson hvatt eigendur þeirra til að vá- tryggja þær, því áður vildi það til að trassað var að tryggja næt- ur, sem voru í viðgerð eða geymdar voru í netagerðinni. Óskiljanleg eldsupptök Eldurinn virðist hafa komið upp á neðri hæðinni í timburhús- inu. En með hvaða hætti er mönnum óskiljanlegt. Ósenni- legt er að um sjálííkveikju geti verið að ræða, þar sem nætur allar og efni var vel þurt. Dag- inn áður hafði ekki verið farið með neinn eld í verkstæðinu. — Var ekki einu sinni litað þann dag, en þegar nætur eru litaðar er litarefnið hitað. Var því ekki til að dreifa að þessu sinni. Eldurinn nokkurn tíma að búa um sig Nokkru áður en kallað var á MISS CANADA UNGFRÚ SIGURRÓS VÍDAL verður Miss Canada á þjóð- hátíðinni á Hnausa 18. júnd. slökkviliðið, að netagerðinni, — var fólk á ferli um Holtsgötuna. Hafði stúlka nokkur er var í hópnum orð á því, að kviknað myndi í netagerðinni. Hinir töldu það ósennilegt, þótt reyk- legði þar út. Myndi reykurinn stafa frá reykháf og hefði fólkið kveikt upp þetta snemma vegna þess hve kalt var í veðri. Hugs- aði fólkið ekki frekar um þetta fyr en það heyrði í slökkvilið- inu. Framh. Flytur fjölda af ræðum Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókment- um við ríkisháskólann í Norður Dakóta í Grand Forks N. D. hef- ir undanfarnar vikur flutt fjölda af ræðum þar í borg og víðar. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna þ. 17 maí, flutti hann frá útvarps stöðinni í Grand Forks, í tilefni dagsins, ræðu um Norðurlönd og heimsfriðinn; daginn eftir var hann ræðumaður á fundi Kiwan- is-klúbbsins þar í borg og talaði þar um Sameinuðu þjóðirnar, — starfsemi þess félagsskapar og hlutverk, en hann sat fundi hans úaglangt þ. 9. maí, sem gestur Thor Thors, sendiherra fslands og fulltrúa þess hjá Sameinuðu þjóðunum. Um sama efni flutti dr. Beck síðar í þeirri viku tvær útvarpsræður og einnig ítarlegt erindi fyrir nemendur háskólans í blaðamensku. Þann 23 og 25. maí, flutti hann fyrirlestra um Sameinuðu þjóð- irnar fyrir nemendur í ensku- deild háskólans. Að kvöldi þ. 26. maí var hann aðalræðumaður við skólauppsögn gagnfræðaskólans í Brocket, N. Dak. og kvöldið eftir við samskonar hátíðahöld í Reynolds, N. Dak., Ræðuefni hans við bæði þau tækifæri var “Lögeggjan samtíðarinnar” — The Challenge of Today —. Loks hélt hann á fundi Rotary- klukkssins í Grand Forks þ. 7. júní ræðu um Sameinuðu þjóð- irnar. « •* * Verzlunarmaður var að ráða skrifstofustúlku: — Og hvað getið þér gert? Hún: — Ja, eg get dálítið vél- ritað og svo kann eg ósköp lítið að hraðrita og svo — er eg ágæt að dansa.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.