Heimskringla - 08.06.1949, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 8. JÚNl 1949
r~
Ufcimskrin^Ia
(StofnvJB 1886)
Kemui út á hverjum miðvikudegi.
Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185
Verð blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 8. JÚNf 1949
Fullveldishátíðin á Iðavelli
Fullveldisdags íslands hefir síðan 1944 verið minst á Iðavelli
í Hnausabygð 17. júní, sama daginn, eða því sem næst, og þjóð-
hátíðin fer fram heima á íslandi. Þessum upptekna sið verður
haldið áfram og nú í ár fer þjóðminningarhátíðin fram laugardag-
inn 18. júní. Hefir með ágætum verið til hennar efnt. Stjórn dagsins
hefir Gunnar Sæmundsson frá Árborg, en ræður flytja Guttormur
J. Guttormsson skáld, Hallgrímur Pétursson og próf. T. J. Oleson,
en kvæði Böðvar H. Jakobsson og Einar P. Jónsson. Annars skal
vísað til skemtiskrár dagsins um hvers gestir hátíðarinnar eiga þar
von.
Að því vildum vér þó víkja, að minna Vestur-íslendinga á
þessa hátíð, því hún er eini fögnuðurinn, sem hér fer fram sama
daginn og hátíðin heima. Og það sæmir oss illa, að hafast ekkert að
meðan þjóðin heima fagnar frelsisdegi sínum með hrífandi ræðum,
söngvum, leikjum og dansi.
Góða veðrið hlýtur nú að vera á næstu grösum og við ættum
þessvegna að geta haft tvefalda ánægju af sókn dagsins..
við það tap sé nú bætt, með ein-
okuninni á bygg og hafra söl-
unni.
SMÆLKI
HEFIR ÞVARANN í
POTTINUM
í Ottawa var tilkynt 1. júní, að
hafra- og byggsala Canada yrði
frá 1. ágúst á þessu ári í höndum
stjórnarinnar eða Hveitiráðs
Canada.
Landstjórnin hefir lengi að því
stefnt, að koma á sem fullkomn-
astri einokun í sölu bændaafurða.
En hveitisala hennar hefir verið
svo illa þokkuð, að hún hefir til
þessa ekki séð sér fært að ráðast
í það.
En nú loksins hefir hún hert
upp hugann, enda er nú til þess
ný ástæða — kosningarnar.
í Austur-Canada kaupa bænd-
ur fóðurkorn úr vesturfylkjum
landsins. En kosninga glíman,
sem nú fer í hönd, er aðallega háð
af flokkunum í Quebec og On-
tario. Það er í þessum fylkjum
sem á öllu veltur um sigurinn.
Fylgi stjórnarinnar er orðið
hverfandi í Vestur-Canada.
Þegar svona stendur á, sér
stjórnin sér þarna kosningaleik á
borði. Hann er sá, að afla sér
fylgis austanbænda, með því að
halda niður verðinu á fóðurkorni
úr sléttufylkjunum. Þessi einok-
un á höfrum og byggi, sem á
hveiti hefir verið, kemur sér því
vel.
Á þinginu sem fyrir skömmu
var rofið, mátti ekki gera þessa
ráðstöfun. Það hefir þótt vissara
að gera hana utan þings.
Það mun sannleikur vera að
stjórnin sé farin að óttast um
kosningasigur sinn. Og í neyð-
inni skal nota flest. Ef bændur
vesturfylkjanna, eru ánægðir með
að stjórnin kaupi sér fylgi í kosn-
ingunum í Austur-Canada á
kostnað þeirra, eða afurðasölu
þeirra, þá er ekkert við það að
athuga af vorri hálfu. En það er
ótrúlegt samt, að þeim hafi ekki
þótt nóg komið með tapinu á
hveitisölunni hjá Hveitiráðinu
og að þeir kæri sig ekki um að
Það er hermt, að feyrur séu
komnar í veggi Hvítahússins og
þess bíði að falla. Buckingham
höllin, sem Bandaríkjamenn
héldu að hryndi fyrst, er enn í
bezta lagi.
★
Mr. St. Laurent talar við út-
varpshlustendur eins og maður
sem er að biðja forláts á yfir-
sjónum sínum fyrir dómstólun-
um.
*
Það eru margir sem halda, að
þeir séu sæmliega trúaðir, þegar
þeir eru búnir að kynna sér sam-
anburðar-guðfræði þjóðanna.
★
Ein miljón nýrra kjósenda
greiða atkvæði 27. júní, segir
blaðið Montreal Star. Þetta þarf
ekki að skiljast bókstaflega. Ef
þeir eru nokkuð líkir foreldrum
sínum, tekst vel til ef helmingur
eða tveir þriðju af þeim koma
nærri kjörstað.
*
Rússland leggur offjár út til
þess, að trufla útvarp frá Banda
ríkjamönnum og bjarga Rússum
frá að verða vantrúaðri en þeir
nú eru á það, sem það segir.
*
Helzta nauðsyn kauphækkunar
“Eg verð að fá kauphækkun til
þess að geta gert verkfall. Hvern-
ig get eg gert verkfall með minna
en 50 dali á viku?” — Bandarísk-
ur verkamaður.
*
Það er eitt gott við fyrirkomu-
lag stjórna í lýðríkjum; það er,
að forsetunum er bannað að
mynda samvinnustjórn við aðra
forseta.
★
Það segja margir greindir
menn að þeir séu fegnir þegar
þessum kosningum Ijúki. Sem
stendur, eru þeir hræddir að
ferðast með T.C.A. eða að hlusta
á C.B.C. og eru jafnvel farnir að
furða sig á hvað um C.N.R. sé.
—Þýtt.
FJÆR OG NÆR
Þetta NYJA Ger
VINNUR HRATT! - HELDUR FERSKLEIKA
Þarfnast engrar kælingar
Nú getið þér bakað í flýti án fersks gers. Takið pakka af Fleisch-
mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast af búrhillunni og notið það
á sama hátt og köku af fersku geri. Þér fáið sömu fljótu
hefinguna. Þér fáið bezta árangur í öllum yðar bakningum.
Fáið yður mánaðar forða af þessu ágæta, nýja geri. Notið það í
næsta bakstur af brauðum og brauðsnúðum. Þér verðið hrifin.
Þér munuð aldrei kvíða oítar viðvíkjandi því að halda ferska
gerinu frá skemdum. Þér munuð ávalt nota Fleischmann’s Royal
Fast Rising Dry YeaLst. Pantið það frá kaupmanninum yðar, í dag.
1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast!
f skrúðvagnssjóðinn er Hkr.
sagt, að enn skorti nokkuð á upp
hæðina, sem mælst var til að gef-
in væri, en hún var um 1500 dalir.
Nú eru þó rúm 1100 dalir komnir
inn svo afganginn ættu íslend
ingar að standa sig vel við að
greiða. Það hefir þegar sýnt sig,
að þátttakan hepnaðist og verð-
ur bæði þjóð vorri hér til hags
og heilla. íslendingar hafa grætt
á henni hvernig sem fer.
★ * *
Guðmundur Guðjónsson frá
Reykjavík kom til Winnipeg sd.
mánudagskvöld. Hann lagði af
stað að heiman á sunnudags-
morguninn 5. júní, en var kom-
inn hingað seint á mánudags-
kvöld 6. júní. Þetta er ein sú
fljótasta ferð, sem eg hefi heyrt
getið um.
Guðmundur kemur hingað í
frítíma sínum frá störfum og
verður hér um þriggja mánaða
skeið. Hann er starfsmaður stál-
iðju í Reykjavík. Guðmundur er
ættaður frá Sölfholti í Árnes-
sýslu, sonur Guðjóns Guðnason
ar og Bryngerðar Eiríksdóttur.
Er systir móður hans María
Eríksd., kona Sigurþórs Sigurð-
sonar í Winnipeg. Dvelur Guð-
mundur á heimili þeirra hjóna.
Veður sagði hann að væri að |
batna heima, en veturinn og vor-
ið hefði verið hið versta, enda
hafís í nánd við Norðurland um
nokkurt skeið.
★ * *
Ársþing
Tuttugasta og þriðja ársþing
Sambands íslenzkra Frjálstrúar
Kvenfélaga verður haldið á Sum-
arheimilinu á Hnausum þann 19.
og 20 júní og byrjar að kveldi,
þann 18. kl. 8. Eru kvenfélögin
hérmeð beðin að tilkynna Mrs.
P. S. Pálsson, 796 Banning St.,
Winnipeg, tölu fulltrúanna, sem
búist er við að sendir verði. Aug-
lýsing um þingið og árssamkom-
una verður svo birt í blöðunum í
næstu viku.
- Marja Björnsson
(forseti S. f. F. K.)
Gjaíir í Skrúðvagnssjóðinn,
(Float) 75 ára afmælis
Winnipegborgar 1949
Mr. E. Vopni.............$10.00
Judge W. J. Lindal....... 10.00
S. O. Bjerring............ 5.00
Rev. P. M. Petursson .... 5.00
Mrs. S. Sigurðson ........ 5.00
Mr. & Mrs. H. F. Danielson 5.00
Mr. H. M. Swan............ 5.00
Mr. & Mrs. Steindór
Jakobsson ............. 5.00
Mrs. Jóhanna Cooney ... 1.00
Áður auglýst
$ 51.00
. 1,119.00
Samtasl alls .......$1,170.00
Davíð Björnson féhirðir
* * *
Fréttapistill frá Blaine
Hr. Stefán Einarson, ritstj. Hkr.
Kæri herra:
Viltu gera svo vel að ljá eftir-
farandi línum rúm í næsta tölu-
blaði Heimskringlu.
Hér hefur sól og sumar sezt
að völdum og klætt móðurjörð
í dýrðlegan skrúða, grös fæða
fénað, blóm og jurtir anga og
fuglar himins hafa fyrir nokkru
tekið sér bústað í laufkrónum
trjánna, þennan útlíðandi mán-
uð hefur verið óslitin veðurblíða
en helzt til lítil rigning. Eins og
alltítt er, á meiri hluti fólks
góðri heilsu að fagna en mim
hlutin stríðir við ýmsa kvilla.
Félagslíf meðal íslendin|
nóg kunnátta feðra tungunai
hamlar því frá að geta átt full-
komna samvinnu með þeim eldri.
heimilið “Stafholt”, í Blaine
það prýðileg bygging hverjum
emábæ til sóma. Þangað er nú
komið yfir 20 vistmanna. Tveir
íslenzkir prestar hafa komið sér
saman um að flytja þar íslenzka
guðsþjónustu, endurgjaldslaust
í mánuð hver. Eru það séra G. P
Johnson og séra A. E. Kristjáns-
son.
Þjóðræknisdeildin “Aldan
heldur sína ákveðnu fundi reglu-
Notið 2, 4-D til . ..
Eyðileggingar Illgresis
Brúkið Dow Chemical med “Naco Dust-
er eða Spray Machine. Viðvíkjandi
frekari upplýsingum skuluð
þér tala við næsta FED-
ERAL umboðsmann.
fi*f llltlti.. ' __________
FEDERHL GHHHl LimiTED
P. M. PETURSSON
Frambjóðandi CCF flokksins
í NORQUAY mála og ellistyrksmála.
Greiðið atkvæði
með CCF í
N0RQUAY
Phiiip m.
Petursson
Starfar að heill og velferð'
alþýðunnar, gætir r é 11 a r
hennar á sviði fræðslumála,
heilbrigðismála, samvinnu-
By Authorily Norquay CCF Constituency Association
Barney Egilson, Gimli, Manitoba, Official Agent
lega og minnist 17. júní frelsis-
dags íslands árlega með al-
mennri skemtisamkomu sem
höfð er á víxl í samkomuhúsum
íslenzku kirknanna, í þetta
sinn verður hún haldin 18. júní,
kl. 8 e. h. í lúterska kvenfélags-
húsinu. Verða þar góðir söng-
kraftar, tvær íslenzkar hreyfi-
myndir og ýmislegt fleira.
Nokkur óánægja er hér með
misjöfn og sein skil á íslenzku
blöðunum. Kemur alloft fyrir að
þau koma hingað viku eftir út-
gáfu dag en engin veit hvað því
veldur.
Þakka eg svo fyrirfram fyrir
væntanlega veittan greiða með
birtingu þessara lína og óska
Heimskringlu heilla og langra
lifdaga.
Mrs. J. Vopnfjörð
Ritað 30. maí, 1949
* * *
Messur í Nýja-íslandi
12. júní — Hnausa, íslenzk
messa kl. 2. e. h.
Riverton — íslenzk messa og
safnaðarfundur kl. 8. e. h.
19. júní — Víðir, ensk messa
kl. 2. e. h.
B. A. Bjarnason
17. júní hátíð á Mountain
Föstudaginn 17. júní 1949 verður haldin
ÍSLENDINGADAGSHÁTÍÐ Á MOUNTAIN N.D.
Aðalræðuna flytur Dr. R. Beck frá Grand Forks og svo
verða fleiri ræður, söngur, solos, tvísöngur o. s. frv.
Komið öll og hafið skemtilegan dag. Skemtunin byrjar
kl. 2 e. h.
Aðgangur að garðinum $1.00 og 50c fyrir börn á skólaaldri.
NEFNDIN
Lýðveldishátíð íslendinga
verður haldin að
Iðavelli 18. júni 1949
íþróttir fyrir yngri og eldri hefjast kl. 10 f.h.
★
SKEMTISKRÁ
(Hefst kl. 2 e.h.)
Þjóðsöngvar
Ávarp forseta Gunnar Sæmundsson
Ávarp fjallkonunnar. .. .
Söngur
Ávarp Miss Canada
Síöngur
Minni íslands, ræða
Minni íslands, kvæði...
Ávörp heiðursgesta
Söngur
Minni Canada, ræða ... ,. Hallgrímur Pétursson
Minni Canada, kvæði...
Söngur
Minni landnema, ræða. ..
Minni landnema, kvæði..
Söngstjóri. Jóhannes Páisson
Dans í Hnausa Hall — byrjar kl. 8.30 e.h.
Gunnar Sæmundsson, forseti
Tímóteus Böðvarsson, ritari