Heimskringla - 27.07.1949, Side 1
HKR. ÁRNAR ÍSLENDINGUM HEILLA 1. ÁGÚST Á GIMLI
: 3 New loaves by .
CANADA
BREAD
!| 1. Tender Crust
2. 16 oz. White Sandwich
! 3. Honey Crushed Brown !
!; Ask your Grocer for them !
»#########»»#######
I
3 New loaves bv
CANADA
BREAD
1. Tender Crust
2. 16 oz. White Sandwich
3. Honey Crushed Brown
Ask your Grocer for them
LXIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG. MIÐVIKUDAGINN. 27. JÚLÍ 1949
NÚMER 43. og 44.
Fyrir 70 árum
FJALLKONAN
FRC' HÓLMFRIÐUR DANTELSON
PHOTO BY DAVIDSON STUDIO, WINNIPEG
Um nokkur undanfarin ár, hef-
ir Heimskringla í tilefni íslend-
ingadagsins, minst einhverra at-
riða eða strauma í þjóðlífi ís-
lendnga hér vestra fyrir 70 árum.
Nú er því komið að árinu 1879.
Á þvi gerðist fremur lítið á með-
al íslendinga sjálfra, en þess árs
verður þó ávalt getið í sögu
Manitoba-fylkis og Winnipeg-
borgar, sem árs mikilla tíðinda.
Það var á þessu ári, sem járn-
brautin„frá Winnipeg til Emer-
son var tengd járnbraut sunnan
landamæranna. Með því var nú
bæði þetta fylki og Winnipeg-
borg tengd við Austur-Canada
og umheiminn viðskiftalega með
járnbraut. Um borg þessa, þetta
anddyri hins mikla Norðvestur-
lands, vissu menn ekki mikið áð-
ur. Samgöngurnar á prömmunum
eftir Rauðánni, voru ekki þess-
legar, að vera gefinn mikill
gaumur. En nú skifti um. Nú
þyrptist fólk hingað úr nálega
öllum löndum heims. Árin næstu
á eftir var fasteignasala hér í
þeim algleymingi, að jafnvel dýr-
tíðin nú, er ekkert hjá því. ís-
lendingar lentu seinna, eða árin
1880 til 1881 og til 1882 í því
mikla sjávarsogi viðskiftanna og
fénaðist sumum æði vel á því.
Þeir voru að vísu eignalausir og
urðu því oft af góðum lóða- eða
húsakaupum til að verzla með.
En þá voru tímar þó yfirleitt
öðruvísi en nú, að því leyti, að
eignalausir menn gátu verið með
í braskinu, sem nú er enginn
kostur á. Alt sem gera þurfti
þá til að reisa lítið hús, var að
greiða 5 dali út fyrir lóð, er
helmingi dýrari var þó en það eða
Andrew Danielson
Flytur ræðu fyrir minni íslands
á Gimli 1. ágúst
meira. En þá var hægt að byggja
um 600 dála hús hér með því fé,
er selt var aftur á 1,000 dali í
það minsta eða með 400 dollara
hreinum ágóða. Sá íslendingur
er fyrstur er talinn að hafa kom-
ist hér í efni á þennán hátt, var
Helgi Jónsson, sá er útgáfu
blaðsins Leifur hóf um þessar
mundir. En f jöldi annara íslend-
inga er nefndur, er þá komst
með hægu móti yfir fé í bænum.
Þó það þætti nú ekki mikið fé,
er þess að gæta, að þá voru tímar
aðrir. Og að ná í yfir sumarið
frá 200 til 1,000 dali í þessum
bæ, var ekki lítið.
En eins og á var bent, sáust
ekki ávextirnir af komu járn-
brautarinnar fyr en ári seinna. f
bygðum íslendinga eða Nýja-fs-
landi, var þröngt í búi þetta ár
og um árið 1879 getur sem miikið
sjúkdóma ár. Óhugur var í mönn-
^ um, enda kom brátt að því, að
menn flyttu úr bygðinni. Næstu
j árin leiddu og í ljós, að hér var
I ekki um tóman orðróm að ræða.
Útflutningarnir fylgdu í kjölfar
hans.
Á þessu ári getur heldur ekki
neinnar velmegunar íslendinga
í Winnipeg. En þeim fjölgar
mikið í borginni á næstu árun-
um, enda var hér um góða at-
vinnu þá að ræða, er bygginga-
aldan hófst.
Á næsta ári 1950, verða 75 ár
liðin frá því að íslendingar komu
til Manitoba. En á því ári verða
80 ár liðin frá komu Eyrbekking-
anna til Washington-eyju í
Bandaríkjunum. Síðan Sigtrygg-
ur Jónasson kom til Canada,
verða þá liðin 78 ár. En 95 ár
frá því að Utah-íslendingarnir
komu vestur. Að minnast bygðar
fslendinga í Canada eða Mani-
toba, eða á Washington-eyju eða
í Utah, er því ærin ástæða til á
næsta ári. Um þetta ættu ís-
elndingar í Canada og Banda-
ríkjunum að hafa opinn fund og
ræða hvernig hinna mörgu ára
þeirra vestra skuli minnast. Ef
flutningurinn til Utah, varð of
snemma til að teljast með vestur
ferðunum, er síðar hófust, er
hægt að minnast 75 ára komu ís-
lendinga til Manitoba og 80 ára
komu þeirra til Washington-
eyju. Ef Utah-landnámið verður
talið upphaf vesturferða, þá er
hægt að bíða 5 ár enn og minnast
aldarafmælis vesturferðanna eða
dvalar íslendinga í Norður-Ame-
En þá er gengið fram hjá 75
ríku.
ára landnámi Manitoba íslend-
inga, sem merkilegt er umfram
alt vegna þess, að hér hafa þeir
ávalt verið f jölmennastir og hald-
ið lengst upp víðtæku þjóðrækn-
isstarfi, með kirkjum, skólum,
margskonar félögum og síðast en
ekki sízt íslenzkum vikublöðum.
Á alt þetta ber að líta.
“UNDRAYERÐUR
ÁRANGUR”
Fyrir fjórum árum var hér fyr-
ir “vestan voga”, ungur, gáfaður
og skemtilegur drengur heiman
af fslandi við nám. Hann þjón-
aði hér um skeið íslenzkri kirkju
og átti hvarvetna vinsældum að
fagna. Hann hét Pétur Sigur-
geirsson og er nú þjónandi prest-
ur einnar myndarlegustu kirkju á
íslandi, Akureyrar kirkju. Fór
brátt gott orð af starfi hans. Skal
vinum hans hér vestra, sem óefað
fylgjast með starfi séra Péturs,
bent á ummæli ritstjóra Akraness
O. B. Björnssons, er getur hins
unga prests nýlega. Fyrirsögn
ritgerðarinnar f jallar um “Kirkju
og kristni”, heima á íslandi og
kemur víða við. f einum kafla
greinarinnar, með þeirri fyrir-
sögn er yfir þessari grein stend-
ur, segir:
“Prestunum er oft legið á hálsi
fyrir deyfð þeirra og ónytjungs-
hátt. Ekki eiga þeir óskilið mál,
og heldur ekki einir sök á. Það er
rétt, að margir þeirra eru sofandi
og gætu mikið meira gert en þeir
gera, en þá þyrftum við sóknar-
börnin að vekja þá, sem fastast
sofa og vita hvort þeir vakna
ekki. Á Akureyri er kominn
ungur prestur, sem eg hef fylgst
nokkuð með, — haldið spurnum
fyrir, — af því að mér hefir virðst
hann óvenjulega áhugasamur og
ötull. Hefir hann sérstaklega
lagt alúð við að vinna æskulýð-
inn til fylgis við krikjuna, og
hefir þegar orðið óvenjulega
mikið ágengt. Þetta er sr. Pétur
Sigurgeirsson. Hann hefir skipu-
lagt þetta æskulýðsstarf svo vel,
og fær að staðaldri svo mikla að-
sókn að sunnudagsskólastarfi
sínu, að hin stóra kirkja á Akur-
eyri er venjulegast of lítil. Þarf
SKÁLD ÍSLENDINGADAGSINS
Böðvar H. Jakobsson
Minni íslenzkra landnema
Arthur Reykdal
Minni Canada
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Til íslands 1949
Séra Valdimar Eylands
forseti fslendingadagsins
Minni lslands
(Kvæði þetta ’ið alkunna eftir Jón Ólafsson, er hér birt á
60 ára afmæli íslendingadagsins vegna þess, að það var ort
fyrir og flutt á fyrsta íslendingadag Winnipeg-manna.)
Já, vér elskum fsafoldu’, er Grúfðu’ ei fósturfoldin hvíta,
áa vorra bein fornaldar við glam,
geymir djúpt í dimmri moldu’, en samtíðar á líf skalt líta,
dís í hverjum stein, lít því upp og fram!
sorgartár þar stríðast streymir, Þá, þótt megi missa frá sér
stærst er gleðinægð, margan nýtan son,
sem í skauti sínu geymir viti menn, að fsland á sér
sögu vora og frægð. endurreisnar von!
Já, vér elskum ísafoldu
eins og hún er nú;
dýpst í hennar dimmu moldu
dafni von og trú.
Trú á guð og trú á eigin
traustan þrótt er sterk;
þvílík trú á mátt og megin
megna kraftaverk.
Fémætur er fornöld sjóður
framtakssömum lýð:
aðeins frækorn fyrir gróður
fyrir nýja tíð.
Já, vér elskum Isafoldu
eins og verður hún,
er það fræ rís upp úr moldu
árdags móti brún.
að skifta hópnum í kirkju og
kapellu, slík er sóknin.
Þetta er svo gleðilegt tímanna
tákn, að vert er að halda á lofti,
virða Og viðurkenna, ekki aðeins
af Akureyringum, heldur alþjóð.
Þetta sýnir ljóslega hvað hægt
er að gera, þar sem af áhuga og
einlægni er gengið til starfs. —
Reynslan mun sanna, að flest
börn er hægt að “hertaka” á
þenna hátt, ef þau eru látin sjálf-
ráð, eða hvött af foreldrum til
slíkrar þátttöku. Að sumu leyti
eiga prestarnir nú hægra um vik
en áður að sinna kristilegu ungl-
ingastarfi. f mörgum tilfellum
mun og vera hægt að fá kennara
til samstarfs, eins og reynslan
sýnir ljóslega á Akureyri. í hin-
um stærstu bæjum hefir og verið
létt á prestunum með því að létta
af þeim húsvitjunarkvöðinni. —
Ýmsir hafa talið það tjón fyrir
kirkju og kristindóm, þar sem
þær hafi verið sérstakur tengi-
liður milli prestsins og heimil-
anna. Þar sem svo stendur á,
væri það því vel þegið, ef prest-
arnir vildu gera tilraun ti) að
fylla það skarð, með því að tengj-
ast heimilunum á ný með þátt-
töku í kristilegu unglingastarfi.
Sú reynsla, sem fengist hefir á
Akureyri með fyrirmyndarstarfi
Börn sem fjarst þér aldur ala,
unna þér ei minst;
unaðsbergmál bernsku dala
í brjósti lifir innst.
Enginn frónska fjalla-sali,
fossa, hólpia og sker,
enginn maður íslands dali
elskar svo sem vér.
Já vér elskum ísafoldu
alla heimsins tíð,
alt, sem þar er ofar moldu,
alt þitt lán og stríð.
Heim til þín æ huga vendum;
hjarta með og sál
heim úr vestri héðan sendum
hlýjast sonar-mál!
sr. Péturs Sigurgeirssonar, sýnir
vel þörfina og þýðingu þessa
mikilvæga starfs. Það sýnir hin
mikla sókn barnanna og þakklæti
foreldranna til sr. Péturs.
Alt í sambandi við þetta starf
á Akureyri er svo fullkomið og
með miklum myndarbrag, svo vel
skipulagt, að það tekur af öll tví-
mæli um, að þarna er unnið af
eldlegum áhuga og ríkum skiln-
Frh. á 4. bls.
Miss Constance Jóhannesson
Flytur ræðu fyrir Minni Canada
á Gimli 1. ágúst
MISS CANADA
Dorothy Kristjánson
'dóttir Mr. og Mrs. Wilhelms
Kristjánson, 499 Camden Place,
Winnipeg.
MISS AMERICA
Miss Emily Sigurðson
dóttir Mr. og Mrs. Emil Sigurð-
son, Garðar, N. Dak.